Fleiri fréttir Varðstjórinn fór ekki offari í starfi - sýknaður í héraðsdómi Lögregluvarðstjóri á Selfossi var í dag sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands að hafa gerst brotlegur í starfi með því að hafa farið offari í framkvæmd lögreglustarfs og ekki gætt lögmætra aðferða sem stjórnandi lögregluaðgerðar. 15.7.2011 11:59 Bin-Laden vildi gera afmælisárás Þegar Osama bin-Laden var ráðinn af dögum átti hann í viðræðum við aðgerðastjóra sinn um enn eina árás á Bandaríkin. Árásina átti að gera hinn 11. september næstkomandi á tíu ára afmæli árásanna á New York. 15.7.2011 11:10 Hlé á ferjuflutningum Hlé verður gert á ferjuflutningum yfir Múlakvísl á milli klukkan fimm og átta eða níu í kvöld þar sem er verið að veita Múlakvísl undir brúna. 15.7.2011 10:51 Yfirvinnubann flugmanna hefst á ný eftir helgi Yfirvinnubann flugmanna hjá Icelandair tekur gildi að nýju á þriðjudag klukkan tvö eftir hádegi hafi ekki tekist samningar við Icelandair. Samningamenn flugmanna Icelandair og samningamenn félagsins komu saman til sáttafundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu, eftir að fundi þeirra lauk í gærkvöldi án árangurs. 15.7.2011 10:49 Kjaraviðræðum bænda frestað til 10. ágúst Starfsgreinasambandið og Bændasamtök Íslands hafa ákveðið að fresta frekari kjaraviðræðum til 10.ágúst þar sem að ekki tókst að koma öllum málum á hreint varðandi frekari viðræður. 15.7.2011 10:38 Keyrði á Shell-skálann á Eskifirði Ung stúlka missti stjórn á bíl sínum fyrir utan Shell-skálann á Eskifirði um sexleytið í gær og fór ekki betur en svo að bíllinn klessti á húsið. Einar Björnsson, eigandi rekstursins, segir tjónið töluvert þar sem bæði sé um að ræða skemmdir á vörum og húsinu sjálfu. 15.7.2011 10:35 Morðtilraunin náðist á myndband "Þetta eru leiðindaatvik sem geta komið upp hvar sem er og það væri betra ef þau væru færri," segir Margeir Margeirsson, eigandi Monte Carlo og Mónakó á Laugavegi í Reykjavík. 15.7.2011 10:26 Íslendingar sækja enn til Norðurlanda Samkvæmt mannfjöldatölum frá Hagstofu Íslands fluttust 530 einstaklingar frá landinu umfram aðflutta á 2. ársfjórðungi þessa árs. 360 þeirra voru einstaklingar með íslenskt ríkisfang en 180 voru erlendir ríkisborgarar. Af þeim 980 Íslendingum sem fluttu af landi brott fóru 680 til Danmerkur, Noregs eða Svíþjóðar. 15.7.2011 09:47 Sakar löggu um að ljúga upp á sig kynferðisbroti Fyrrverandi lögreglumaður hefur kært lögreglufulltrúa á Suðurnesjum fyrir rangar sakargiftir í kynferðisbrotamáli. Maðurinn var sýknaður héraðsdómi. Greint er frá þessu í Fréttatímanum í dag. 15.7.2011 09:46 Murdoch forstjóri hrökklast úr starfi Rebekha Brooks forstjóri fjölmiðlaveldis Ruberts Murdoch í Bretlandi hefur sagt af sér. Hún er fyrrverandi ritstjóri News of The World, blaðsins sem fyrst varð uppvíst að því að hlera síma þúsunda þekktra Breta, þar á meðal konungsfjölskyldunnar. 15.7.2011 09:28 Sandsílastofninn enn í lægð Sandsílastofninn er enn í lægð samkvæmt niðurstöðum úr leiðangri Hafrannsóknarstofnunnar. Farið var um Breiðafjörð, Faxaflóa, Vestmannaeyjar og að Vík. Þetta er sjötta árið sem farið er í slíkan leiðangur, en markmiðið er m.a. að meta breytingar í stofnstærð og afla upplýsinga um styrk árganga sandsíla. 15.7.2011 08:56 Sprengja sprakk í Malmö Sprengja sprakk við myndbandaleigu í Malmö í Svíþjóð í nótt. Engin meiðsl urðu á fólki en talsverðar skemmdir urðu á nálægum húsum. Fyrir ofan myndbandaleiguna eru íbúðir og var íbúum þar verulega brugðið. Þeir urðu ekki varir við grunnsamlegar mannaferðir áður en sprengjan sprakk enda flestir í fasta svefni á þessum tíma. Sprengjunni var komið fyrir við inngang myndbandaleigunnar. 15.7.2011 08:31 Naser Khader fór í leynilega ferð til Sýrlands Naser Khader, leiðtogi Nýja bandalagsins í Danmörku, fór í fimm daga leynilega ferð til Sýrlands í vikunni og ræddi við heimamenn um ástandið í landinu. Hvork dönsk né sýrlensk stjórnvöld vissu af ferðum hans. Khader fæddist í Sýrlandi en flutti 11 ára gamall til Danmerkur. Hann hefur verið áberandi í dönskum stjórnmálum undanfarin ár. 15.7.2011 08:20 Eva Joly mælist með 7-9% fylgi Eva Joly, forsetaefni Græningja í Frakklandi og fyrrverandi ráðgjafi sérstaks saksóknara hér á landi, mælist með 7-9% stuðning í skoðanakönnunum, en fyrri umferð forsetakosninganna fer fram 22. apríl á næsta ári. Í seinni umferð kosninganna verður kosið á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem hljóta flest atkvæði í fyrri umferðinni. 15.7.2011 07:57 Kveikti í einni stærstu stafkirkju Noregs 17 ára norskur unglingsdrengur hefur viðurkennt að hafa borið eld að einni stærstu timburkirkju Noregs fyrr á þessu ári, en hún brann til grunna. Kirkjan var byggð fyrir rúmum 250 árum og stóð í bænum Porsgrunn suðvestur af höfuðborginni Osló 15.7.2011 07:55 Vélhjólamaður alvarlega slasaður Vélhjólamaður slasaðist alvarlega þegar hann féll á hjóli sínu á Nýbýlavegi í Kópavogi um tvöleytið í nótt og kastaðist á vegrið. Hann var meðvitunarlaus þegar lögregla og sjúkraflutningamenn komu á vettvang og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans. Honum er nú haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild. Tildrög slyssins eru ókunn og viðrast ekki vera vitni að slysinu. 15.7.2011 07:53 Morðtilraun á veitingahúsi í Reykjavík Karlmaður var stunginn lífshættulega í hálsinn svo slagæð rofnaði á veitingastað við Laugaveg um miðnætti. Skömmu áður var tilkynnt um að óður maður gengi þar berserksgang , vopnaður hnífi, og ógnaði öllum innandyra. 15.7.2011 07:09 Loka þurfti Bolungarvíkurgöngum vegna reyks Lögreglan á Ísafirði lokaði Bolungarvíkurgöngum í skyndingu í gærkvöldi eftir að vegfarendur þar tilkynntu Neyðarlínunni um eld og reyk í göngunum. Vegfarendurnir komust út og varð ekki meint af nema hvað þeim var illa brugðið. 15.7.2011 07:06 Fundi flugmanna lauk án árangurs Samningamenn flugmanna hjá Icelandair og samningamenn félagsins koma saman til sáttafundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu, eftir að fundi þeirra lauk í gærkvöldi án árangurs. 15.7.2011 07:00 Jón Ásgeir stefnir Birni Bjarnasyni Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður hefur ákveðið að stefna Birni Bjarnasyni, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fyrir meiðyrði. 15.7.2011 07:00 FBI rannsakar Murdoch og hleranir í Bandaríkjunum Enn þrengir að Robert Murdoch og fjölmiðlaveldi hans því bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú hvort fjölmiðlar í hans eigu hafi brotið gegn fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 15.7.2011 06:56 Hillary hættir á næsta ári Hillary Clinton hyggst láta af störfum sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna á næsta ári óháð því hvort Barack Obama verður endurkjörinn forseti. Hún segist vera orðin þreytt á stanslausum ferðalögum sem fylgi starfinu og hún vilji þess í stað eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni og vinum. 15.7.2011 06:54 Milljónir í svar við fyrirspurn - Fréttaskýring Sífellt færist í aukana að alþingismenn sendi skriflegar fyrirspurnir til ráðuneyta. Um leið og þetta er mikilvægt lýðræðislegt aðhaldstæki er ljóst að kostnaður ráðuneytanna við að svara fyrirspurnum getur verið umtalsverður. Kostnaður þriggja ráðuneyta við svar ákveðinnar fyrirspurnar nam samtals 700 til 900 þúsund krónum. 15.7.2011 06:45 Sex efnilegir hvolpar undan Ellu og Nelson "Í kjölfar kreppunnar varð það að samkomulagi milli lögreglu og tollgæslu að prófa að rækta eigin fíkniefnahunda,“ segir Haukur Örn Sigurjónsson rannsóknarlögreglumaður á Suðurnesjum. 15.7.2011 06:30 Tæp milljón hjá þremur ráðuneytum Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 15.7.2011 06:00 Fundu sjaldgæfa snæhlébarða Sjaldgæfir snæhlébarðar hafa fundist í fjöllum í norðausturhluta Afganistans. Hlébarðarnir eru við góða heilsu að sögn náttúruverndarsinna sem hafa rannsakað málið. 15.7.2011 06:00 Allir bændur með bústofn verða starfsleyfisskyldir Sauðfjárbændur, hrossabændur, og þeir sem stunda þjónustu með dýr, svo sem tamningamenn, verða starfsleyfisskyldir, verði frumvarp til laga um dýravelferð samþykkt í núverandi mynd. Þetta er til samræmis við reglugerðir sem gilda um aðra búfjáreigendur. 15.7.2011 06:00 Fimm sinnum sektað fyrir sóðaskap í ár Öll afgreiðsla vegna brota er varða sóðaskap yrði mun hraðari og skilvirkari ef Íslendingar færu að dæmi Svía en þar getur nú lögreglan sektað menn á staðnum séu þeir staðnir að sóðaskap. 15.7.2011 06:00 Múlakvíslabrúin nánast tilbúin Framkvæmdir Vegagerðarinnar við Múlakvísl ganga vel að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra en brúin er að mestu tilbúin. Þó verður það ekki fyrr en á sunnudag eða mánudag sem hægt verður að aka yfir hana. Það er tveimur dögum fyrr en bjartsýnustu menn leyfðu sér að vona, segir vegamálastjórinn. 15.7.2011 05:45 Kollvarpar þekkingu fólks á hvölum Dr. Paul Manger er 45 ára gamall ástralskur vísindamaður sem hefur helgað líf sitt rannsóknum á þróun heila í lífverum. Hann er prófessor við heilbrigðisvísindadeild Háskólans í Witwatersrand í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og hefur rannsakað heila fjölmargra dýrategunda. 15.7.2011 05:30 Bannað að gefa svín sem gjöf Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að óheimilt sé að selja eða afhenda dýr þegar tilefni er til að ætla að móttakandi hafi ekki getu eða vilja til að annast dýrið á þann hátt sem samræmist ákvæðum frumvarpsins. 15.7.2011 05:30 Skemmtistaðir opnir lengur Bæjarráð Akureyrar hefur ákveðið að leyfa skemmtistöðum að hafa lengri opnunartíma um verslunarmannahelgina. 15.7.2011 05:00 Auka þarf fræðslu um hættu Sérakreinar fyrir hópferðabíla á Miklubraut koma ekki vel út þegar slysatíðni er skoðuð. Slysum hefur fjölgað eftir að þessar akreinar voru teknar í notkun en þó hafa hópferðabílar ekki verið orsakavaldar. Þetta kemur fram í skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann fyrir Vegagerðina. 15.7.2011 05:00 Kirkjan vill ábendingar Nefnd vegna kynferðisbrota innan kirkjunnar býður öllum sem vilja koma athugasemdum, tillögum eða erindum á framfæri að hafa samband við sig. 15.7.2011 04:30 Einkaneysla hefur aukist undanfarið EfnahagsmálMyndarlegur vöxtur virðist hafa orðið á einkaneyslu á öðrum ársfjórðungi ársins. Greining Íslandsbanka telur að vöxturinn hafi ekki verið jafn hraður frá því fyrir hrun. 15.7.2011 04:00 ESA áminnir Ísland vegna umferðarmála Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur sent íslenskum og norskum stjórnvöldum rökstutt álit en löndin hafa ekki innleitt evrópska umferðaröryggisstaðla. Stjórnvöldum er gefinn tveggja mánaða frestur til úrbóta. 15.7.2011 03:00 Rafmagnsólar hunda bannaðar Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að rafmagnsólar til þjálfunar á hundum verði bannaðar. Einnig að einungis fagaðilar megi nota geldingatangir og tjakka til notkunar við burðarhjálp hjá stórgripum, svo dæmi séu nefnd. Ákvæðið er til komið vegna vandamála sem hefur orðið vart við vegna sölu á útbúnaði sem óheimilt er að nota á dýr. 15.7.2011 03:00 Um 2.600 brot umferðinni Nær 500 brot, þar sem menn voru við akstur sviptir ökuréttindum, voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Þá voru 300 mál færð til bókar þar sem á ferðinni voru ökumenn er aldrei höfðu öðlast ökuréttindi. 15.7.2011 02:45 Suður-Súdan er komið í hópinn Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York samþykkti í gær inngöngu Suður-Súdans í samtökin. Suður-Súdan er þar með formlega orðið 193. ríki Sameinuðu þjóðanna. 15.7.2011 02:00 Fulltrúi Íslands gekk af fundi „Við óttuðumst að atkvæðagreiðsla yrði til þess að kljúfa Alþjóðahvalveiðiráðið í herðar niður,“ segir Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu. 15.7.2011 02:00 Saga samkynhneigðra kennd Bandaríkin, APJerry Brown, ríkisstjóri í Kaliforníu, undirritaði í gær ný lög, sem gera skólum í landinu skylt að kenna sögu samkynhneigðra. 15.7.2011 00:30 Deilur harðna um skuldaþak Aukin harka hefur færst í deilur bandarískra þingmanna um skuldaþak bandaríska ríkisins. Fokreiðir þingmenn hafa gagnrýnt bæði hver annan og Barack Obama Bandaríkjaforseta. 15.7.2011 00:00 Slógu golfkúlu í gegnum bílglugga fyrir slysni Golfiðkun tveggja pilta var stöðvuð í Kópavogi eftir að golfkúla annars þeirra hafnaði í bíl sem ekið var um eina af götum bæjarins samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. 14.7.2011 17:35 Búið að tengja ljósleiðara sem rofnaði í hlaupinu í Múlakvísl Tengingu ljósleiðara Mílu á Suðurlandi sem rofnaði við jökulhlaupið á Múlakvísl er lokið samkvæmt tilkynningu frá Mílu. 14.7.2011 17:24 Tölvuþrjótar réðust á tölvukerfi Bændasamtakana "Það er hundleiðinlegt að lenda í þessu,“ segir Hörður Kristjánsson, ritstjóri Bændablaðsins, en tölvuþrjótar hafa gert ítrekaðar árásir á tölvukerfi Bændasamtaka Íslands á undanförnum dögum. Það hefur valdið truflunum á netsambandi samtakana og þar með vefsíðu Bændablaðsins. 14.7.2011 15:37 Sjá næstu 50 fréttir
Varðstjórinn fór ekki offari í starfi - sýknaður í héraðsdómi Lögregluvarðstjóri á Selfossi var í dag sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands að hafa gerst brotlegur í starfi með því að hafa farið offari í framkvæmd lögreglustarfs og ekki gætt lögmætra aðferða sem stjórnandi lögregluaðgerðar. 15.7.2011 11:59
Bin-Laden vildi gera afmælisárás Þegar Osama bin-Laden var ráðinn af dögum átti hann í viðræðum við aðgerðastjóra sinn um enn eina árás á Bandaríkin. Árásina átti að gera hinn 11. september næstkomandi á tíu ára afmæli árásanna á New York. 15.7.2011 11:10
Hlé á ferjuflutningum Hlé verður gert á ferjuflutningum yfir Múlakvísl á milli klukkan fimm og átta eða níu í kvöld þar sem er verið að veita Múlakvísl undir brúna. 15.7.2011 10:51
Yfirvinnubann flugmanna hefst á ný eftir helgi Yfirvinnubann flugmanna hjá Icelandair tekur gildi að nýju á þriðjudag klukkan tvö eftir hádegi hafi ekki tekist samningar við Icelandair. Samningamenn flugmanna Icelandair og samningamenn félagsins komu saman til sáttafundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu, eftir að fundi þeirra lauk í gærkvöldi án árangurs. 15.7.2011 10:49
Kjaraviðræðum bænda frestað til 10. ágúst Starfsgreinasambandið og Bændasamtök Íslands hafa ákveðið að fresta frekari kjaraviðræðum til 10.ágúst þar sem að ekki tókst að koma öllum málum á hreint varðandi frekari viðræður. 15.7.2011 10:38
Keyrði á Shell-skálann á Eskifirði Ung stúlka missti stjórn á bíl sínum fyrir utan Shell-skálann á Eskifirði um sexleytið í gær og fór ekki betur en svo að bíllinn klessti á húsið. Einar Björnsson, eigandi rekstursins, segir tjónið töluvert þar sem bæði sé um að ræða skemmdir á vörum og húsinu sjálfu. 15.7.2011 10:35
Morðtilraunin náðist á myndband "Þetta eru leiðindaatvik sem geta komið upp hvar sem er og það væri betra ef þau væru færri," segir Margeir Margeirsson, eigandi Monte Carlo og Mónakó á Laugavegi í Reykjavík. 15.7.2011 10:26
Íslendingar sækja enn til Norðurlanda Samkvæmt mannfjöldatölum frá Hagstofu Íslands fluttust 530 einstaklingar frá landinu umfram aðflutta á 2. ársfjórðungi þessa árs. 360 þeirra voru einstaklingar með íslenskt ríkisfang en 180 voru erlendir ríkisborgarar. Af þeim 980 Íslendingum sem fluttu af landi brott fóru 680 til Danmerkur, Noregs eða Svíþjóðar. 15.7.2011 09:47
Sakar löggu um að ljúga upp á sig kynferðisbroti Fyrrverandi lögreglumaður hefur kært lögreglufulltrúa á Suðurnesjum fyrir rangar sakargiftir í kynferðisbrotamáli. Maðurinn var sýknaður héraðsdómi. Greint er frá þessu í Fréttatímanum í dag. 15.7.2011 09:46
Murdoch forstjóri hrökklast úr starfi Rebekha Brooks forstjóri fjölmiðlaveldis Ruberts Murdoch í Bretlandi hefur sagt af sér. Hún er fyrrverandi ritstjóri News of The World, blaðsins sem fyrst varð uppvíst að því að hlera síma þúsunda þekktra Breta, þar á meðal konungsfjölskyldunnar. 15.7.2011 09:28
Sandsílastofninn enn í lægð Sandsílastofninn er enn í lægð samkvæmt niðurstöðum úr leiðangri Hafrannsóknarstofnunnar. Farið var um Breiðafjörð, Faxaflóa, Vestmannaeyjar og að Vík. Þetta er sjötta árið sem farið er í slíkan leiðangur, en markmiðið er m.a. að meta breytingar í stofnstærð og afla upplýsinga um styrk árganga sandsíla. 15.7.2011 08:56
Sprengja sprakk í Malmö Sprengja sprakk við myndbandaleigu í Malmö í Svíþjóð í nótt. Engin meiðsl urðu á fólki en talsverðar skemmdir urðu á nálægum húsum. Fyrir ofan myndbandaleiguna eru íbúðir og var íbúum þar verulega brugðið. Þeir urðu ekki varir við grunnsamlegar mannaferðir áður en sprengjan sprakk enda flestir í fasta svefni á þessum tíma. Sprengjunni var komið fyrir við inngang myndbandaleigunnar. 15.7.2011 08:31
Naser Khader fór í leynilega ferð til Sýrlands Naser Khader, leiðtogi Nýja bandalagsins í Danmörku, fór í fimm daga leynilega ferð til Sýrlands í vikunni og ræddi við heimamenn um ástandið í landinu. Hvork dönsk né sýrlensk stjórnvöld vissu af ferðum hans. Khader fæddist í Sýrlandi en flutti 11 ára gamall til Danmerkur. Hann hefur verið áberandi í dönskum stjórnmálum undanfarin ár. 15.7.2011 08:20
Eva Joly mælist með 7-9% fylgi Eva Joly, forsetaefni Græningja í Frakklandi og fyrrverandi ráðgjafi sérstaks saksóknara hér á landi, mælist með 7-9% stuðning í skoðanakönnunum, en fyrri umferð forsetakosninganna fer fram 22. apríl á næsta ári. Í seinni umferð kosninganna verður kosið á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem hljóta flest atkvæði í fyrri umferðinni. 15.7.2011 07:57
Kveikti í einni stærstu stafkirkju Noregs 17 ára norskur unglingsdrengur hefur viðurkennt að hafa borið eld að einni stærstu timburkirkju Noregs fyrr á þessu ári, en hún brann til grunna. Kirkjan var byggð fyrir rúmum 250 árum og stóð í bænum Porsgrunn suðvestur af höfuðborginni Osló 15.7.2011 07:55
Vélhjólamaður alvarlega slasaður Vélhjólamaður slasaðist alvarlega þegar hann féll á hjóli sínu á Nýbýlavegi í Kópavogi um tvöleytið í nótt og kastaðist á vegrið. Hann var meðvitunarlaus þegar lögregla og sjúkraflutningamenn komu á vettvang og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans. Honum er nú haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild. Tildrög slyssins eru ókunn og viðrast ekki vera vitni að slysinu. 15.7.2011 07:53
Morðtilraun á veitingahúsi í Reykjavík Karlmaður var stunginn lífshættulega í hálsinn svo slagæð rofnaði á veitingastað við Laugaveg um miðnætti. Skömmu áður var tilkynnt um að óður maður gengi þar berserksgang , vopnaður hnífi, og ógnaði öllum innandyra. 15.7.2011 07:09
Loka þurfti Bolungarvíkurgöngum vegna reyks Lögreglan á Ísafirði lokaði Bolungarvíkurgöngum í skyndingu í gærkvöldi eftir að vegfarendur þar tilkynntu Neyðarlínunni um eld og reyk í göngunum. Vegfarendurnir komust út og varð ekki meint af nema hvað þeim var illa brugðið. 15.7.2011 07:06
Fundi flugmanna lauk án árangurs Samningamenn flugmanna hjá Icelandair og samningamenn félagsins koma saman til sáttafundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu, eftir að fundi þeirra lauk í gærkvöldi án árangurs. 15.7.2011 07:00
Jón Ásgeir stefnir Birni Bjarnasyni Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður hefur ákveðið að stefna Birni Bjarnasyni, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fyrir meiðyrði. 15.7.2011 07:00
FBI rannsakar Murdoch og hleranir í Bandaríkjunum Enn þrengir að Robert Murdoch og fjölmiðlaveldi hans því bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú hvort fjölmiðlar í hans eigu hafi brotið gegn fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 15.7.2011 06:56
Hillary hættir á næsta ári Hillary Clinton hyggst láta af störfum sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna á næsta ári óháð því hvort Barack Obama verður endurkjörinn forseti. Hún segist vera orðin þreytt á stanslausum ferðalögum sem fylgi starfinu og hún vilji þess í stað eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni og vinum. 15.7.2011 06:54
Milljónir í svar við fyrirspurn - Fréttaskýring Sífellt færist í aukana að alþingismenn sendi skriflegar fyrirspurnir til ráðuneyta. Um leið og þetta er mikilvægt lýðræðislegt aðhaldstæki er ljóst að kostnaður ráðuneytanna við að svara fyrirspurnum getur verið umtalsverður. Kostnaður þriggja ráðuneyta við svar ákveðinnar fyrirspurnar nam samtals 700 til 900 þúsund krónum. 15.7.2011 06:45
Sex efnilegir hvolpar undan Ellu og Nelson "Í kjölfar kreppunnar varð það að samkomulagi milli lögreglu og tollgæslu að prófa að rækta eigin fíkniefnahunda,“ segir Haukur Örn Sigurjónsson rannsóknarlögreglumaður á Suðurnesjum. 15.7.2011 06:30
Tæp milljón hjá þremur ráðuneytum Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 15.7.2011 06:00
Fundu sjaldgæfa snæhlébarða Sjaldgæfir snæhlébarðar hafa fundist í fjöllum í norðausturhluta Afganistans. Hlébarðarnir eru við góða heilsu að sögn náttúruverndarsinna sem hafa rannsakað málið. 15.7.2011 06:00
Allir bændur með bústofn verða starfsleyfisskyldir Sauðfjárbændur, hrossabændur, og þeir sem stunda þjónustu með dýr, svo sem tamningamenn, verða starfsleyfisskyldir, verði frumvarp til laga um dýravelferð samþykkt í núverandi mynd. Þetta er til samræmis við reglugerðir sem gilda um aðra búfjáreigendur. 15.7.2011 06:00
Fimm sinnum sektað fyrir sóðaskap í ár Öll afgreiðsla vegna brota er varða sóðaskap yrði mun hraðari og skilvirkari ef Íslendingar færu að dæmi Svía en þar getur nú lögreglan sektað menn á staðnum séu þeir staðnir að sóðaskap. 15.7.2011 06:00
Múlakvíslabrúin nánast tilbúin Framkvæmdir Vegagerðarinnar við Múlakvísl ganga vel að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra en brúin er að mestu tilbúin. Þó verður það ekki fyrr en á sunnudag eða mánudag sem hægt verður að aka yfir hana. Það er tveimur dögum fyrr en bjartsýnustu menn leyfðu sér að vona, segir vegamálastjórinn. 15.7.2011 05:45
Kollvarpar þekkingu fólks á hvölum Dr. Paul Manger er 45 ára gamall ástralskur vísindamaður sem hefur helgað líf sitt rannsóknum á þróun heila í lífverum. Hann er prófessor við heilbrigðisvísindadeild Háskólans í Witwatersrand í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og hefur rannsakað heila fjölmargra dýrategunda. 15.7.2011 05:30
Bannað að gefa svín sem gjöf Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að óheimilt sé að selja eða afhenda dýr þegar tilefni er til að ætla að móttakandi hafi ekki getu eða vilja til að annast dýrið á þann hátt sem samræmist ákvæðum frumvarpsins. 15.7.2011 05:30
Skemmtistaðir opnir lengur Bæjarráð Akureyrar hefur ákveðið að leyfa skemmtistöðum að hafa lengri opnunartíma um verslunarmannahelgina. 15.7.2011 05:00
Auka þarf fræðslu um hættu Sérakreinar fyrir hópferðabíla á Miklubraut koma ekki vel út þegar slysatíðni er skoðuð. Slysum hefur fjölgað eftir að þessar akreinar voru teknar í notkun en þó hafa hópferðabílar ekki verið orsakavaldar. Þetta kemur fram í skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann fyrir Vegagerðina. 15.7.2011 05:00
Kirkjan vill ábendingar Nefnd vegna kynferðisbrota innan kirkjunnar býður öllum sem vilja koma athugasemdum, tillögum eða erindum á framfæri að hafa samband við sig. 15.7.2011 04:30
Einkaneysla hefur aukist undanfarið EfnahagsmálMyndarlegur vöxtur virðist hafa orðið á einkaneyslu á öðrum ársfjórðungi ársins. Greining Íslandsbanka telur að vöxturinn hafi ekki verið jafn hraður frá því fyrir hrun. 15.7.2011 04:00
ESA áminnir Ísland vegna umferðarmála Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur sent íslenskum og norskum stjórnvöldum rökstutt álit en löndin hafa ekki innleitt evrópska umferðaröryggisstaðla. Stjórnvöldum er gefinn tveggja mánaða frestur til úrbóta. 15.7.2011 03:00
Rafmagnsólar hunda bannaðar Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að rafmagnsólar til þjálfunar á hundum verði bannaðar. Einnig að einungis fagaðilar megi nota geldingatangir og tjakka til notkunar við burðarhjálp hjá stórgripum, svo dæmi séu nefnd. Ákvæðið er til komið vegna vandamála sem hefur orðið vart við vegna sölu á útbúnaði sem óheimilt er að nota á dýr. 15.7.2011 03:00
Um 2.600 brot umferðinni Nær 500 brot, þar sem menn voru við akstur sviptir ökuréttindum, voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Þá voru 300 mál færð til bókar þar sem á ferðinni voru ökumenn er aldrei höfðu öðlast ökuréttindi. 15.7.2011 02:45
Suður-Súdan er komið í hópinn Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York samþykkti í gær inngöngu Suður-Súdans í samtökin. Suður-Súdan er þar með formlega orðið 193. ríki Sameinuðu þjóðanna. 15.7.2011 02:00
Fulltrúi Íslands gekk af fundi „Við óttuðumst að atkvæðagreiðsla yrði til þess að kljúfa Alþjóðahvalveiðiráðið í herðar niður,“ segir Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu. 15.7.2011 02:00
Saga samkynhneigðra kennd Bandaríkin, APJerry Brown, ríkisstjóri í Kaliforníu, undirritaði í gær ný lög, sem gera skólum í landinu skylt að kenna sögu samkynhneigðra. 15.7.2011 00:30
Deilur harðna um skuldaþak Aukin harka hefur færst í deilur bandarískra þingmanna um skuldaþak bandaríska ríkisins. Fokreiðir þingmenn hafa gagnrýnt bæði hver annan og Barack Obama Bandaríkjaforseta. 15.7.2011 00:00
Slógu golfkúlu í gegnum bílglugga fyrir slysni Golfiðkun tveggja pilta var stöðvuð í Kópavogi eftir að golfkúla annars þeirra hafnaði í bíl sem ekið var um eina af götum bæjarins samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. 14.7.2011 17:35
Búið að tengja ljósleiðara sem rofnaði í hlaupinu í Múlakvísl Tengingu ljósleiðara Mílu á Suðurlandi sem rofnaði við jökulhlaupið á Múlakvísl er lokið samkvæmt tilkynningu frá Mílu. 14.7.2011 17:24
Tölvuþrjótar réðust á tölvukerfi Bændasamtakana "Það er hundleiðinlegt að lenda í þessu,“ segir Hörður Kristjánsson, ritstjóri Bændablaðsins, en tölvuþrjótar hafa gert ítrekaðar árásir á tölvukerfi Bændasamtaka Íslands á undanförnum dögum. Það hefur valdið truflunum á netsambandi samtakana og þar með vefsíðu Bændablaðsins. 14.7.2011 15:37