Fleiri fréttir Hætta vegna lengri boðleiða Breytingar á lögreglustjóraembættum samkvæmt nýju frumvarpi mæta mikilli andstöðu hjá sveitarstjórn Rangárþings eystra. 9.5.2011 05:30 Kemur íslenskri matarmenningu á kortið Skorað hefur verið á Íslendinga að bjóða sig fram á ný til stjórnarsetu í Heimssamtökum matreiðslumanna, eða WACS, fyrir kjörtímabilið 2012 til 2016. Þeir Gissur Guðmundsson, Hilmar B. Jónsson og Helgi Einarsson sitja í núverandi stjórn en um tíu milljónir matreiðslumanna í 100 löndum eru meðlimir í WACS. 9.5.2011 05:15 60% bera traust til barnaverndarnefnda Tæplega sextíu prósent landsmanna bera frekar mikið eða mjög mikið traust til barnaverndarnefnda. Þetta er niðurstaða rannsóknar á trausti almennings til barnaverndarnefnda, sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 9.5.2011 05:00 Eftirlit með mengun sjaldan án fyrirvara Umhverfisstofnun hefur á undanförnum árum farið fjórum sinnum í óundirbúið eftirlit í fyrirtæki sem stofnunin hefur eftirlitsskyldu með. Í öll skiptin var það vegna utanaðkomandi ábendinga en ekki að frumkvæði stofnunarinnar. 9.5.2011 04:30 Tryggja þátt greinanna í hagkerfinu Samtök skapandi greina (SSG) hafa verið stofnuð. Að samtökunum standa allar kynningarmiðstöðvar lista og skapandi greina á Íslandi og samtök í hverri grein. Þau samtök mynda breiðustu fylkingu fagfólks í skapandi greinum í landinu. 9.5.2011 04:00 Venja á börn af pela fyrir 1 árs Börn sem drekka úr pela til tveggja ára aldurs og lengur eru í meiri hættu á að eiga við offitu að stríða áður en skólaaldri er náð. 9.5.2011 04:00 Fréttir vikunnar: Hvítabjörn skotinn og Næturvaktin á BBC4 Vikan byrjaði með frídegi verkalýðsins þann 1. maí. Dagurinn var svolítið skrítinn að því leytinu til að jörð var alhvít. Þetta var í fyrsta sinn síðan 1993 sem jörðin er alhvít í júní. 8.5.2011 20:00 Jóhanna þrýstir á Ólaf Ragnar Forsætisráðuneytið hefur ítrekað þrýst á forseta Íslands til að setja sér siðareglur en mælst er til þess í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Ekkert hefur orðið af því og skilja má af bréfasamskiptum embættanna tveggja að forsetanum finnist forsætisráðuneytið vera með of mikla afskiptasemi. 8.5.2011 18:47 Ögmundur segist ekki hafa verið í hættu Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir að hann og fjölskylda sín hafi ekki verið í hættu þegar ráðist var að húsi hans aðfaranótt laugardags og rúður brotnar. Glerbrotum rigndi yfir ráðherrann sem sat í stofunni ásamt eiginkonu sinni. 8.5.2011 18:40 Í götubolta í góðu veðri Það var margt um að vera í góða veðrinu í dag. Fólk stytti sér stundir við róður, reiðtúra, körfuknattleik og fleira. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis var á ferð um miðborgina í dag og smellti myndum af fólki í sumarskapi. 8.5.2011 18:03 ESB samningur tilbúinn á næsta ári Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að hægt verði að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið á einu ári. Eiginlegar viðræður munu hefjast í júní en rýnivinnu vegna aðildarumræðunnar lauk á dögunum. "Gangi samningsviðræður ágætlega held ég að svona eftir ríflega ár geti samningur verið að koma heim," segir Björgvin G. Sigurðsson í samtali við Vísi. 8.5.2011 17:38 Útrásarjeppi til sölu Útrásin er ekki dauð úr öllum æðum. Hún er staðsett á Höfðabakka skammt frá Gullinbrú. Þar er í það minnsta þessi forláta Daihatsubifreið sem ber einkanúmerið Útrásin. Bíllin er 1998 árgerð og er ekin tæpa 200 þúsund kílómetra. Það má segja að útrásin fáist á spottprís, eða einungis um 500 þúsund krónur. 8.5.2011 16:48 Nýta veðrið í strandferðir og Esjugöngur Fjöldi fólks hefur nýtt blíðviðrið sem nú er á höfuðborgarsvæðinu í útivist það sem af er degi. Töluverður fjöldi fólks hefur nýtt daginn til þess að ganga á Esjuna. Þar á meðal voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit eiginkona hans sem voru þar á göngu með hundinn sinn. 8.5.2011 15:12 Fylltist þunglyndi og sjálfsvígshugsunum vegna Maddie Kate McCann segist hafa fyllst þunglyndi og sjálfsvígshugsunum eftir að dóttur hennar, Madeleine McCann, var rænt af hótelherbergi í Portúgal. Fjögur ár eru síðan að Maddie litlu, eins og hún var kölluð, var rænt og enn er ekkert vitað um afdrif hennar. Kate McCann hefur nú gefið út bók um hvarfið. Þar lýsir hún meðal annars tilfinningum sínum þegar að rannsókn málsins fór af stað. Hún segir að það hafi valdið sér sársauka að hafa verið álitin vera köld og tilfinningalaus manneskja, vegna þess hvernig hún kom fyrir í viðtölum við fjölmiðla. 8.5.2011 14:44 Um 400 flóttamönnum frá Líbíu bjargað Strandgæslan á Ítalíu bjargaði 400 flóttamönnum frá Líbíu í morgun eftir að fiskibátur sem þeir voru á steytti á skeri við smáeyjuna Lampedusa. 8.5.2011 14:22 Ráðist að heimili Ögmundar Ráðist var að heimili Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í fyrrinótt. Fjölmennt lið lögreglu var kallað á staðinn þar sem talið var að um umsátur væri að ræða. Öryggi ráðherrans var tryggt með aðgerðum lögreglunnar. 8.5.2011 13:01 Mistök að samþykkja umsókn í ESB Ögmundur Jónasson segist hafa gert mistök þegar hann studdi umsókn Íslendinga í Evrópusambandið. Hann vill flýta samningaviðræðunum og leggja málið í dóm kjósenda. 8.5.2011 12:23 Bin Laden var virkur við stjórn al-Qaida Osama Bin Laden var virkur við stjórn hryðjuverkasamtakanna al-Kaida allt til dauðadags. Bandaríska leyniþjónustan telur að hann hafi stjórnað samtökum sínum úr neðanjarðarbyrgi sínu í Pakistan. 8.5.2011 12:13 Kvótinn ekki eina ástæða fólksfækkunar Það er mikil einföldun að halda því fram að kvótakerfið sé eina ástæða fólksfækkunar á landsbyggðinni. Þetta segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga og fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði. 8.5.2011 12:08 Ekki hvatt til bólusetningar Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á Sóttvarnasviði, segir Sóttvarnarlækni ekki hafa hvatt landsmenn sérstaklega til að láta bólusetja sig fyrir svínaflensu að undanförnu. Veikin hafi ekki náð sér á strik hér á landi þar sem stór hluti þjóðarinnar fór í bólusetningu á sínum tíma. 8.5.2011 09:50 Sautján létust í fangaóeirðum Sautján létust þegar hópur fanga reyndi að brjóta sér leið út úr fangelsi í Írak í morgun. Meðal þeirra sem féllu voru sex lögreglumenn. Sagt er að fangarnir hafi tengsl við Al Qaeda hryðjuverkasamtökin. 8.5.2011 09:45 Slökkviliðið sótti kött upp á þak Slökkviliðsmenn sóttu kött upp á þak húss í miðborg Reykjavikur snemma í gærkvöld. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að kisi hafi tekið vel á móti slökkviliðsmönnunum þegar að þeir komu til að sækja hann og hafi verið feginn því að komast niður af húsþakinu. Slökkviliðið segir að yfirleitt komist kettir niður af húsþökum af eigin rammleik, en einstaka sinnum berist útköll eins og þetta. 8.5.2011 09:33 Hundur í óskilum Þessi krúttlegi hundur varð viðskila við eiganda sinn. Sá sem hýsir hundinn nú býður eigandanum að hringa í síma 8689495 til að nálgast hann. 7.5.2011 20:02 Vill stykkilsber frekar en sprautunálar Öskjuhlíðardagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti í dag. Kynnt var samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Háskólans í Reykjavík og Skógræktarfélags Íslands um útivistarperluna Öskjuhlíð. Markmið verkefnisins er að gera Öskjuhlíðina að lifandi og skemmtilegu útivistarsvæði í Reykjavík. 7.5.2011 19:19 Fjórhjólamaður keyrði á barn og stakk af Um fimmleytið í dag varð umferðaróhapp á Garðagrund á Akranesi á móts við verslunina Samkaup, eða Grundaval. Þar var fjórhjóli ekið á barn sem var á reiðhjóli. Við þetta slasaðist barnið lítillega. Ökumaður fjórhjólsins fór af vettvangi án þess að huga að barninu eða tilkynna um óhappið. Þeir sem geta veitt upplýsingar um umferðaróhappið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Akranesi í síma 4440111. 7.5.2011 19:15 Tengsl milli bólusetningar og drómasýki Tengsl eru á milli svínaflensubólusetningar og drómasýki hjá ungmönnum í Finnlandi. Hér á landi hefur tilfellum sýkinnar fjölgað en orsökin eru ókunn. 7.5.2011 19:00 Saksóknari telur líkur á sakfellingu Saksóknari Alþingis segir líklegt að Geir H.Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði sakfelldur fyrir vanrækslu í starfi. Hann verður ákærður í næstu viku. 7.5.2011 18:53 Fá hótanir vegna málefna útlendinga Mikill viðbúnaður var hjá Útlendingastofnun vegna fundarins sem átti að eiga sér stað með hælisleitandanum Mehdi Pour á föstudaginn. Forstjóri Útlendingastofnunar segir það breyta stöðu Mehdi að hann sé kominn í hendur heilbrigðisyfirvalda. Starfsfólk hafi oft fengið hótanir vegna málefna hælisleitenda. 7.5.2011 18:42 Hælisleitandinn skildi eftir sjálfsmorðsbréf Hælisleitandinn Mehdi Pour afhenti vinkonu sinni sjálfsmorðsbréf áður en hann fór upp í Rauða kross hús þar sem hann reyndi að kveikja í sér. Hann hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á viðeigandi stofnun. 7.5.2011 18:30 Handtekinn fyrir árás á kærustu sína Karlmaður um tvítugt var handtekinn og færður á lögreglustöð um fimmleytið í gær eftir að hann hafði veist að unnustu sinni og tekið hana hálstaki á lóð við Hamraskóla. Skýrsla var tekinn af karlmanninum og honum síðan sleppt. Að sögn lögreglunnar verður svo skýrsla tekin af stúlkunni eftir helgi og hún þarf þá að taka ákvörðun um það hvort hún vill kæra atvikið. 7.5.2011 18:03 Bílvelta á Þingvallavegi Bílvelta varð á Þingvallavegi á fimmta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum sem varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði fengið var einn slasaður, en meiðsl hans voru ekki alvarleg. Sjúkrabíll var sendur á vettvang svo hægt væri að hlúa að manninum og þá var tækjabíll sendur til öryggis. 7.5.2011 17:44 Mestu leyniþjónustugögn sem hafa verið birt Varnarmálaráðuneytið í Bandaríkjunum birti í dag fimm myndskeið af Osama Bin Laden. Leyniþjónustumenn lögðu hald á myndskeiðin þegar þeir réðust inn á heimili hans í byrjun vikunnar og felldu hann. Yfirvöld í Bandaríkjunum segja að um sé að ræða mestu leyniþjónustugögn sem þau hafi nokkurn tímann komist yfir. 7.5.2011 17:21 Flugslysaæfingunni lokið Flugslysaæfingunni sem fram fór á Hornafjarðarflugvelli í dag er lokið. Hún gekk vel að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa ISAVIA. Hátt í 200 manns tóku þátt í æfingunni. Þar var verið að æfa skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar flugslyss á flugvellinum eða við hann. Markmiðið var að tryggja skipuleg viðbrögð við flugslysi og að þolendum flugslyss berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð og aðstoðaði þá sem eru á vettvangi við æfinguna. 7.5.2011 16:54 Norsk flugvél nauðlenti vegna slagsmála Norsk flugvél sem var á leiðinni frá Osló í Noregi til Kýpur lenti óvænt á Kaupmannahafnarflugvelli í morgun vegna þess að slagsmál upphófust í vélinni þegar að hún var í sænskri lofthelgi. Þrír menn voru handteknir og eru nú í gæsluvarðhaldi auka einnar konu. Flugvélin var í Kaupmannahöfn í um það bil 30 mínútur þar til hún fór á flug. Einn af mönnunum þremur hefur auk þess verið kærður fyrir ofbeldi gagnvart lögreglumanni, en hann sparkaði hurð í lögreglumanninn. 7.5.2011 16:24 Sex sjálfsmorðsárásir í Kandahar Talibanar hafa gert sex sjálfsmorðsárásir í Kandahar í Afganistan í dag. Árásirnar hafa meðal annars beinst að skrifstofum héraðsstjórans, leyniþjónustu Afganistans og lögreglustöðinni. Alls hafa 23 særst í árásunum, þar á meðal þrír lögreglumenn. Einungis fáeinir klukkutímar eru síðan að Talibanar hétu því að falli Osama Bin Ladens yrði hefnt. 7.5.2011 14:51 Katrín keypti í matinn fyrir prinsinn Þótt Katrín Middleton sé nú orðin hluti af bresku konungsfjölskyldunni er hún síður en svo hætt að lifa lífi almúgamanneskjunnar. Daily Mail birti í dag myndir af Katrínu þar sem hún mætti hversdagslega klædd til að kaupa í matinn fyrir sig og bónda sinn í versluninni Waitrose skammt frá búgarðinum þar sem þau hjónin dvelja um þessar mundir. Daily Mail segir að Katrín hafi þó skorið sig úr mannfjöldanum að því leyti að þrír lífverðir fylgdu henni um hvert fótmál. 7.5.2011 14:23 Bubbi velur erfiðu leiðina Á væntanlegri plötu, Ég trúi á þig, tæklar Bubbi Morthens hreinræktaða sálartónlist með jákvæðum textum. Kjartan Guðmundsson ræddi við manninn sem segist aldrei hafa sungið betur um bin Laden, Amy Winehouse og viðskotaillan Þjóðverja á Kanarí. 7.5.2011 13:54 Heldur fyrirlestur um verkfræðilegar lausnir fyrir hreyfihamlaða Dr. Hilmar B. Janusson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Össurar hf. flytur erindi við Háskóla íslands í tilefni aldarafmælis skólans. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Hreyfing mannsins. Frá hreyfihömlun til afreka. Hvernig geta verkfræðilegar lausnir fyrir hreyfihamlaða orðið hreyfingu allra til framdráttar?" Erindið er hluti af röð hátíðarfyrirlestra rektors á afmælisárinu. Hilmar B. Janusson hefur verið í fararbroddi hönnunar- og þróunarteymis Össurar frá 1992, segir í tilkynningu frá HÍ. 7.5.2011 13:22 Nítján tróðu sér í einn bíl Hækkandi bensínverð hefur haft áhrif víða í heiminum og dæmi eru um að fólk hópist saman í bíla til að spara peninga. Í Þýskalandi gekk hópur Rúmena þó skrefinu lengra. Þýska lögreglan stöðvaði fólksbíl frá Rúmeníu því átján manns voru í bílnum auk 7.5.2011 12:59 Hælisleitandinn kominn í gæsluvarðhald Hælisleitandinn Mehdi Kavyan Pour hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna öryggisvistun en hann reyndi að kveikja í sér í húsi Rauða krossins í gær. Lögfræðingur mannsins segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi við málstað hans. 7.5.2011 12:12 Jón Gnarr í moltugerð Öskjuhlíðadagurinn fer fram í dag. Jón Gnarr borgarstjóri tók daginn snemma og ákvað að reyna fyrir sér í moltugerð. 7.5.2011 11:59 Hátt í 200 manns taka þátt í flugslysaæfingu Hátt í 200 manns taka þátt í flugslysaæfingu sem fram fer á Hornafjarðarflugvelli í dag. Þar er verið að æfa skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar flugslyss á flugvellinum eða við hann. Markmiðið er að tryggja skipuleg viðbrögð við flugslysi og að þolendum flugslyss berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma, eins og segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð og mun aðstoða þá sem eru á vettvangi við aðgerðina. 7.5.2011 11:41 Telur að þingið geti ekki klárað ESB málið Lokastigið í aðildarviðræðum við Evrópusambandið verður ekki stigið nema með nýjum þingmeirihluta. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í grein í Fréttablaðinu í dag. 7.5.2011 11:10 Hitti kærustuna óvænt á blindu stefnumóti Kanadískur maður sem hafði skipulagt blint stefnumót með konu á Netinu fékk óvænt áfall - þegar konan reyndist vera kærastan hans. 7.5.2011 10:58 Óvissa um frekari lækkun bensínverðs Verð á eldsneyti lækkaði um þrjár krónur á flestum útsölustöðum í gær og fyrradag, en þessar lækkanir eru í samræmi við sviptingar á heimsmarkaðsverði síðustu daga. 7.5.2011 10:00 Sjá næstu 50 fréttir
Hætta vegna lengri boðleiða Breytingar á lögreglustjóraembættum samkvæmt nýju frumvarpi mæta mikilli andstöðu hjá sveitarstjórn Rangárþings eystra. 9.5.2011 05:30
Kemur íslenskri matarmenningu á kortið Skorað hefur verið á Íslendinga að bjóða sig fram á ný til stjórnarsetu í Heimssamtökum matreiðslumanna, eða WACS, fyrir kjörtímabilið 2012 til 2016. Þeir Gissur Guðmundsson, Hilmar B. Jónsson og Helgi Einarsson sitja í núverandi stjórn en um tíu milljónir matreiðslumanna í 100 löndum eru meðlimir í WACS. 9.5.2011 05:15
60% bera traust til barnaverndarnefnda Tæplega sextíu prósent landsmanna bera frekar mikið eða mjög mikið traust til barnaverndarnefnda. Þetta er niðurstaða rannsóknar á trausti almennings til barnaverndarnefnda, sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 9.5.2011 05:00
Eftirlit með mengun sjaldan án fyrirvara Umhverfisstofnun hefur á undanförnum árum farið fjórum sinnum í óundirbúið eftirlit í fyrirtæki sem stofnunin hefur eftirlitsskyldu með. Í öll skiptin var það vegna utanaðkomandi ábendinga en ekki að frumkvæði stofnunarinnar. 9.5.2011 04:30
Tryggja þátt greinanna í hagkerfinu Samtök skapandi greina (SSG) hafa verið stofnuð. Að samtökunum standa allar kynningarmiðstöðvar lista og skapandi greina á Íslandi og samtök í hverri grein. Þau samtök mynda breiðustu fylkingu fagfólks í skapandi greinum í landinu. 9.5.2011 04:00
Venja á börn af pela fyrir 1 árs Börn sem drekka úr pela til tveggja ára aldurs og lengur eru í meiri hættu á að eiga við offitu að stríða áður en skólaaldri er náð. 9.5.2011 04:00
Fréttir vikunnar: Hvítabjörn skotinn og Næturvaktin á BBC4 Vikan byrjaði með frídegi verkalýðsins þann 1. maí. Dagurinn var svolítið skrítinn að því leytinu til að jörð var alhvít. Þetta var í fyrsta sinn síðan 1993 sem jörðin er alhvít í júní. 8.5.2011 20:00
Jóhanna þrýstir á Ólaf Ragnar Forsætisráðuneytið hefur ítrekað þrýst á forseta Íslands til að setja sér siðareglur en mælst er til þess í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Ekkert hefur orðið af því og skilja má af bréfasamskiptum embættanna tveggja að forsetanum finnist forsætisráðuneytið vera með of mikla afskiptasemi. 8.5.2011 18:47
Ögmundur segist ekki hafa verið í hættu Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir að hann og fjölskylda sín hafi ekki verið í hættu þegar ráðist var að húsi hans aðfaranótt laugardags og rúður brotnar. Glerbrotum rigndi yfir ráðherrann sem sat í stofunni ásamt eiginkonu sinni. 8.5.2011 18:40
Í götubolta í góðu veðri Það var margt um að vera í góða veðrinu í dag. Fólk stytti sér stundir við róður, reiðtúra, körfuknattleik og fleira. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis var á ferð um miðborgina í dag og smellti myndum af fólki í sumarskapi. 8.5.2011 18:03
ESB samningur tilbúinn á næsta ári Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að hægt verði að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið á einu ári. Eiginlegar viðræður munu hefjast í júní en rýnivinnu vegna aðildarumræðunnar lauk á dögunum. "Gangi samningsviðræður ágætlega held ég að svona eftir ríflega ár geti samningur verið að koma heim," segir Björgvin G. Sigurðsson í samtali við Vísi. 8.5.2011 17:38
Útrásarjeppi til sölu Útrásin er ekki dauð úr öllum æðum. Hún er staðsett á Höfðabakka skammt frá Gullinbrú. Þar er í það minnsta þessi forláta Daihatsubifreið sem ber einkanúmerið Útrásin. Bíllin er 1998 árgerð og er ekin tæpa 200 þúsund kílómetra. Það má segja að útrásin fáist á spottprís, eða einungis um 500 þúsund krónur. 8.5.2011 16:48
Nýta veðrið í strandferðir og Esjugöngur Fjöldi fólks hefur nýtt blíðviðrið sem nú er á höfuðborgarsvæðinu í útivist það sem af er degi. Töluverður fjöldi fólks hefur nýtt daginn til þess að ganga á Esjuna. Þar á meðal voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit eiginkona hans sem voru þar á göngu með hundinn sinn. 8.5.2011 15:12
Fylltist þunglyndi og sjálfsvígshugsunum vegna Maddie Kate McCann segist hafa fyllst þunglyndi og sjálfsvígshugsunum eftir að dóttur hennar, Madeleine McCann, var rænt af hótelherbergi í Portúgal. Fjögur ár eru síðan að Maddie litlu, eins og hún var kölluð, var rænt og enn er ekkert vitað um afdrif hennar. Kate McCann hefur nú gefið út bók um hvarfið. Þar lýsir hún meðal annars tilfinningum sínum þegar að rannsókn málsins fór af stað. Hún segir að það hafi valdið sér sársauka að hafa verið álitin vera köld og tilfinningalaus manneskja, vegna þess hvernig hún kom fyrir í viðtölum við fjölmiðla. 8.5.2011 14:44
Um 400 flóttamönnum frá Líbíu bjargað Strandgæslan á Ítalíu bjargaði 400 flóttamönnum frá Líbíu í morgun eftir að fiskibátur sem þeir voru á steytti á skeri við smáeyjuna Lampedusa. 8.5.2011 14:22
Ráðist að heimili Ögmundar Ráðist var að heimili Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í fyrrinótt. Fjölmennt lið lögreglu var kallað á staðinn þar sem talið var að um umsátur væri að ræða. Öryggi ráðherrans var tryggt með aðgerðum lögreglunnar. 8.5.2011 13:01
Mistök að samþykkja umsókn í ESB Ögmundur Jónasson segist hafa gert mistök þegar hann studdi umsókn Íslendinga í Evrópusambandið. Hann vill flýta samningaviðræðunum og leggja málið í dóm kjósenda. 8.5.2011 12:23
Bin Laden var virkur við stjórn al-Qaida Osama Bin Laden var virkur við stjórn hryðjuverkasamtakanna al-Kaida allt til dauðadags. Bandaríska leyniþjónustan telur að hann hafi stjórnað samtökum sínum úr neðanjarðarbyrgi sínu í Pakistan. 8.5.2011 12:13
Kvótinn ekki eina ástæða fólksfækkunar Það er mikil einföldun að halda því fram að kvótakerfið sé eina ástæða fólksfækkunar á landsbyggðinni. Þetta segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga og fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði. 8.5.2011 12:08
Ekki hvatt til bólusetningar Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á Sóttvarnasviði, segir Sóttvarnarlækni ekki hafa hvatt landsmenn sérstaklega til að láta bólusetja sig fyrir svínaflensu að undanförnu. Veikin hafi ekki náð sér á strik hér á landi þar sem stór hluti þjóðarinnar fór í bólusetningu á sínum tíma. 8.5.2011 09:50
Sautján létust í fangaóeirðum Sautján létust þegar hópur fanga reyndi að brjóta sér leið út úr fangelsi í Írak í morgun. Meðal þeirra sem féllu voru sex lögreglumenn. Sagt er að fangarnir hafi tengsl við Al Qaeda hryðjuverkasamtökin. 8.5.2011 09:45
Slökkviliðið sótti kött upp á þak Slökkviliðsmenn sóttu kött upp á þak húss í miðborg Reykjavikur snemma í gærkvöld. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að kisi hafi tekið vel á móti slökkviliðsmönnunum þegar að þeir komu til að sækja hann og hafi verið feginn því að komast niður af húsþakinu. Slökkviliðið segir að yfirleitt komist kettir niður af húsþökum af eigin rammleik, en einstaka sinnum berist útköll eins og þetta. 8.5.2011 09:33
Hundur í óskilum Þessi krúttlegi hundur varð viðskila við eiganda sinn. Sá sem hýsir hundinn nú býður eigandanum að hringa í síma 8689495 til að nálgast hann. 7.5.2011 20:02
Vill stykkilsber frekar en sprautunálar Öskjuhlíðardagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti í dag. Kynnt var samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Háskólans í Reykjavík og Skógræktarfélags Íslands um útivistarperluna Öskjuhlíð. Markmið verkefnisins er að gera Öskjuhlíðina að lifandi og skemmtilegu útivistarsvæði í Reykjavík. 7.5.2011 19:19
Fjórhjólamaður keyrði á barn og stakk af Um fimmleytið í dag varð umferðaróhapp á Garðagrund á Akranesi á móts við verslunina Samkaup, eða Grundaval. Þar var fjórhjóli ekið á barn sem var á reiðhjóli. Við þetta slasaðist barnið lítillega. Ökumaður fjórhjólsins fór af vettvangi án þess að huga að barninu eða tilkynna um óhappið. Þeir sem geta veitt upplýsingar um umferðaróhappið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Akranesi í síma 4440111. 7.5.2011 19:15
Tengsl milli bólusetningar og drómasýki Tengsl eru á milli svínaflensubólusetningar og drómasýki hjá ungmönnum í Finnlandi. Hér á landi hefur tilfellum sýkinnar fjölgað en orsökin eru ókunn. 7.5.2011 19:00
Saksóknari telur líkur á sakfellingu Saksóknari Alþingis segir líklegt að Geir H.Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði sakfelldur fyrir vanrækslu í starfi. Hann verður ákærður í næstu viku. 7.5.2011 18:53
Fá hótanir vegna málefna útlendinga Mikill viðbúnaður var hjá Útlendingastofnun vegna fundarins sem átti að eiga sér stað með hælisleitandanum Mehdi Pour á föstudaginn. Forstjóri Útlendingastofnunar segir það breyta stöðu Mehdi að hann sé kominn í hendur heilbrigðisyfirvalda. Starfsfólk hafi oft fengið hótanir vegna málefna hælisleitenda. 7.5.2011 18:42
Hælisleitandinn skildi eftir sjálfsmorðsbréf Hælisleitandinn Mehdi Pour afhenti vinkonu sinni sjálfsmorðsbréf áður en hann fór upp í Rauða kross hús þar sem hann reyndi að kveikja í sér. Hann hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á viðeigandi stofnun. 7.5.2011 18:30
Handtekinn fyrir árás á kærustu sína Karlmaður um tvítugt var handtekinn og færður á lögreglustöð um fimmleytið í gær eftir að hann hafði veist að unnustu sinni og tekið hana hálstaki á lóð við Hamraskóla. Skýrsla var tekinn af karlmanninum og honum síðan sleppt. Að sögn lögreglunnar verður svo skýrsla tekin af stúlkunni eftir helgi og hún þarf þá að taka ákvörðun um það hvort hún vill kæra atvikið. 7.5.2011 18:03
Bílvelta á Þingvallavegi Bílvelta varð á Þingvallavegi á fimmta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum sem varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði fengið var einn slasaður, en meiðsl hans voru ekki alvarleg. Sjúkrabíll var sendur á vettvang svo hægt væri að hlúa að manninum og þá var tækjabíll sendur til öryggis. 7.5.2011 17:44
Mestu leyniþjónustugögn sem hafa verið birt Varnarmálaráðuneytið í Bandaríkjunum birti í dag fimm myndskeið af Osama Bin Laden. Leyniþjónustumenn lögðu hald á myndskeiðin þegar þeir réðust inn á heimili hans í byrjun vikunnar og felldu hann. Yfirvöld í Bandaríkjunum segja að um sé að ræða mestu leyniþjónustugögn sem þau hafi nokkurn tímann komist yfir. 7.5.2011 17:21
Flugslysaæfingunni lokið Flugslysaæfingunni sem fram fór á Hornafjarðarflugvelli í dag er lokið. Hún gekk vel að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa ISAVIA. Hátt í 200 manns tóku þátt í æfingunni. Þar var verið að æfa skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar flugslyss á flugvellinum eða við hann. Markmiðið var að tryggja skipuleg viðbrögð við flugslysi og að þolendum flugslyss berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð og aðstoðaði þá sem eru á vettvangi við æfinguna. 7.5.2011 16:54
Norsk flugvél nauðlenti vegna slagsmála Norsk flugvél sem var á leiðinni frá Osló í Noregi til Kýpur lenti óvænt á Kaupmannahafnarflugvelli í morgun vegna þess að slagsmál upphófust í vélinni þegar að hún var í sænskri lofthelgi. Þrír menn voru handteknir og eru nú í gæsluvarðhaldi auka einnar konu. Flugvélin var í Kaupmannahöfn í um það bil 30 mínútur þar til hún fór á flug. Einn af mönnunum þremur hefur auk þess verið kærður fyrir ofbeldi gagnvart lögreglumanni, en hann sparkaði hurð í lögreglumanninn. 7.5.2011 16:24
Sex sjálfsmorðsárásir í Kandahar Talibanar hafa gert sex sjálfsmorðsárásir í Kandahar í Afganistan í dag. Árásirnar hafa meðal annars beinst að skrifstofum héraðsstjórans, leyniþjónustu Afganistans og lögreglustöðinni. Alls hafa 23 særst í árásunum, þar á meðal þrír lögreglumenn. Einungis fáeinir klukkutímar eru síðan að Talibanar hétu því að falli Osama Bin Ladens yrði hefnt. 7.5.2011 14:51
Katrín keypti í matinn fyrir prinsinn Þótt Katrín Middleton sé nú orðin hluti af bresku konungsfjölskyldunni er hún síður en svo hætt að lifa lífi almúgamanneskjunnar. Daily Mail birti í dag myndir af Katrínu þar sem hún mætti hversdagslega klædd til að kaupa í matinn fyrir sig og bónda sinn í versluninni Waitrose skammt frá búgarðinum þar sem þau hjónin dvelja um þessar mundir. Daily Mail segir að Katrín hafi þó skorið sig úr mannfjöldanum að því leyti að þrír lífverðir fylgdu henni um hvert fótmál. 7.5.2011 14:23
Bubbi velur erfiðu leiðina Á væntanlegri plötu, Ég trúi á þig, tæklar Bubbi Morthens hreinræktaða sálartónlist með jákvæðum textum. Kjartan Guðmundsson ræddi við manninn sem segist aldrei hafa sungið betur um bin Laden, Amy Winehouse og viðskotaillan Þjóðverja á Kanarí. 7.5.2011 13:54
Heldur fyrirlestur um verkfræðilegar lausnir fyrir hreyfihamlaða Dr. Hilmar B. Janusson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Össurar hf. flytur erindi við Háskóla íslands í tilefni aldarafmælis skólans. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Hreyfing mannsins. Frá hreyfihömlun til afreka. Hvernig geta verkfræðilegar lausnir fyrir hreyfihamlaða orðið hreyfingu allra til framdráttar?" Erindið er hluti af röð hátíðarfyrirlestra rektors á afmælisárinu. Hilmar B. Janusson hefur verið í fararbroddi hönnunar- og þróunarteymis Össurar frá 1992, segir í tilkynningu frá HÍ. 7.5.2011 13:22
Nítján tróðu sér í einn bíl Hækkandi bensínverð hefur haft áhrif víða í heiminum og dæmi eru um að fólk hópist saman í bíla til að spara peninga. Í Þýskalandi gekk hópur Rúmena þó skrefinu lengra. Þýska lögreglan stöðvaði fólksbíl frá Rúmeníu því átján manns voru í bílnum auk 7.5.2011 12:59
Hælisleitandinn kominn í gæsluvarðhald Hælisleitandinn Mehdi Kavyan Pour hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna öryggisvistun en hann reyndi að kveikja í sér í húsi Rauða krossins í gær. Lögfræðingur mannsins segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi við málstað hans. 7.5.2011 12:12
Jón Gnarr í moltugerð Öskjuhlíðadagurinn fer fram í dag. Jón Gnarr borgarstjóri tók daginn snemma og ákvað að reyna fyrir sér í moltugerð. 7.5.2011 11:59
Hátt í 200 manns taka þátt í flugslysaæfingu Hátt í 200 manns taka þátt í flugslysaæfingu sem fram fer á Hornafjarðarflugvelli í dag. Þar er verið að æfa skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar flugslyss á flugvellinum eða við hann. Markmiðið er að tryggja skipuleg viðbrögð við flugslysi og að þolendum flugslyss berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma, eins og segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð og mun aðstoða þá sem eru á vettvangi við aðgerðina. 7.5.2011 11:41
Telur að þingið geti ekki klárað ESB málið Lokastigið í aðildarviðræðum við Evrópusambandið verður ekki stigið nema með nýjum þingmeirihluta. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í grein í Fréttablaðinu í dag. 7.5.2011 11:10
Hitti kærustuna óvænt á blindu stefnumóti Kanadískur maður sem hafði skipulagt blint stefnumót með konu á Netinu fékk óvænt áfall - þegar konan reyndist vera kærastan hans. 7.5.2011 10:58
Óvissa um frekari lækkun bensínverðs Verð á eldsneyti lækkaði um þrjár krónur á flestum útsölustöðum í gær og fyrradag, en þessar lækkanir eru í samræmi við sviptingar á heimsmarkaðsverði síðustu daga. 7.5.2011 10:00