Fleiri fréttir

Sunneva og Snorri Páll sýknuð

Þau Sunneva Ása Weisshappel og Snorri Páll Jónsson voru sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en þau voru ákærð fyrir að óhlýðnast tilmælum lögreglunnar og svo átti Snorri að hafa hrækt á lögreglumann.

Fararstjóri dæmdur fyrir að káfa á unglingsstúlku

Fararstjóri var dæmdur í hálfs árs fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára fyrir kynferðislega áreitni gagnvart 16 ára íþróttastúlku. Atvikið átti sér stað erlendis í ágúst árið 2007.

Brot Baldurs eru stórfelld

Brot Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins eru stórfelld samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá segir ennfremur að Baldur hafi misnotað stöðu sína sem opinber starfsmaður og því þyngist refsing hans um helming. Baldur var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi.

Fjórtán ára fangelsi fyrir árásina á Ólaf

Þorvarður Davíð Ólafsson hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fyrir fíkniefnabrot. Þorvarður réðst með fólskulegum hætti á föður sinn, Ólaf Þórðarson tónlistarmann, í nóvember á síðasta ári.

Baldur fékk tvö ár óskilorðsbundið

Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu var í dag dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi og verður söluandvirði hlutabréfa hans í Landsbankanum gert upptækt.

Kostnaðurinn rúmar 300 milljónir

Kostnaður við samninganefnd Íslands vegna Icesave málsins nam ríflega 300 milljónum króna. Þetta kom fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Um 14 þúsund kosið utankjörfundar

Um það bil 14 þúsund manns hafa kosið utankjörfundar vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave málið. Þar af eru um það bil níu þúsund sem kusu utankjörfundar í Reykjavík. Atkvæðagreiðslan um málið fer fram næstkomandi laugardag og lýkur á flestum kjörstöðum um klukkan tíu um kvöldið. Strax að henni lokinni hefst talning atkvæða.

Mér leið hræðilega og ég hafði ekkert að borða

"Ég kom með ömmu minni í síðustu viku þegar bardagamennirnir komu. Þeir sögðu konum og börnum að fara til kaþólsku trúboðsstöðvarinnar. Við höldum að þeir hafi haldið karlmönnunum eftir til að drepa þá. Mér leið hræðilega og ég hafði ekkert að borða. Ég varð að sofa úti. Ég hef engin föt, bara einar buxur. Þar sem Barnaheill - Save the Children gáfu okkur hrísgrjón í vikunni, hef ég eitthvað að borða núna," segir 14 ára drengur í Duekoué á Fílabeinsströndinni. Hættuástand breiðist nú út á Fílabeinsströndinni og staða barna versnar með degi hverjum. Stórfelldur flótti almennings gerir það að verkum að tugir þúsunda svelta og smithætta eykst. Barnaheill - Save the Children segja að ef ekki komi til stórfelld mannúðaraðstoð, geti sjúkdómar lagt af velli berskjölduð og vannærð börn. Í bænum Duekoué í vestri, þar sem meint fjöldamorð á hundruðum manna á að hafa átt sér stað, hafa að minnsta kosti 27 þúsund manns þurft að flýja, margir af þeim börn. Þau, og fjölskyldur þeirra, hafa leitað skjóls í og í kringum opinberar byggingar, eins og kirkjur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barnaheill. Hvarvetna í landinu er brýn þörf fyrir mannúðaraðstoð. Í verslunarborginni Abidjan, hafa hatrömm átökin leitt til skorts á vatni, matvælum og lyfjum. Mörgum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum hefur verið lokað, eða hafa einangrast vegna átakanna, þar sem lyfjabirgðir eru litlar. Þegar áður en síðustu átök hófust í Abidjan, höfðu fjölskyldur ekki þau lyf sem þær þurftu eða aðgang að læknum til að hjálpa veikum börnum sínum. Móðir ein, sem flúði frá Abobo í Abidjan, sagði starfsfólki Barnaheilla - Save the Children að lyktin af líkum ylli henni enn, mörgum vikum eftir flóttann, höfuðverk en hún hefði engin lyf til að bæta úr því. Dóttir hennar var með hita og móðirin óttaðist að um malaríu væri að ræða en gat ekki fullvissað sig um það þar sem þær komust ekki á heilsugæslustöð. Í Bouaké í norðri, hefur flóð flóttamanna frá átökunum í Abidjan, leitt til þess að allt upp í 80 manns hafa þurft að deila einu húsi. Barnaheill - Save the Children segja að ef ekki komi til stórfelld mannúðaraðstoð, geti sjúkdómar lagt af velli berskjölduð og vannærð börn. Jafnvel áður en átökin hófust, lést eitt af hverjum tíu börnum á Fílabeinsströndinni fyrir fimm ára afmælið sitt, flest úr sjúkdómum sem auðveldlega má koma í veg fyrir, svo sem niðurgangur og malaría.

Aðalfundur sauðfjárbænda haldinn í Harvard

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda verður settur í dag klukkan 13.00 í fundarsalnum Harvard á 2. hæð Hótels Sögu. Fundinn sækja um 50 fulltrúar aðildarfélaga samtakanna allstaðar að af landinu.

Kabbalah kemur til Íslands

„Við stefnum á að opna miðstöð í Reykjavík í sumar,“ segir Hermann Ingi Hermannsson, einn forsvarsmanna Kabbalah-samtakanna á Íslandi. Hermann hefur stofnað fyrirtæki í kringum Kabbalah, þessa þekktu og umdeildu dulhyggju

Persónuvernd kærir Miðlun til lögreglunnar

Persónuvernd hefur kært varðveislu Miðlun ehf., á persónuupplýsingum, sem safnað var við gerð könnunar á einelti ríkisstarfsmanna, til lögreglunnar. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar.

Viðræður geta hafist í lok júní

Eiginlegar aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins geta hafist í lok júní, að því er Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, sagði í yfirlýsingu í gær. „Þetta er metnaðarfull en framkvæmanleg tímaáætlun þegar allir aðilar eru staðráðnir í að halda áfram,“ segir í yfirlýsingunni.

Enn er unnið að öflun gagna um öryggissveit

Rannsókn á hvort öryggissveit bandaríska sendiráðsins í Reykjavík hafi brotið lög með eftirliti sínu með mannaferðum í og við sendiráðið stendur enn. Hjá embætti ríkissaksóknara er unnið að öflun gagna.

Tveir milljarðar manna munu horfa á brúðkaupið

Búist er við því að tveir milljarðar manna um allan heim muni verða límdir við sjónvarpsskjái eftir þrjár vikur þegar Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton ganga í það heilaga. Þá er talið að um 500 þúsund manns muni flykkjast út á götur Lundúnaborgar til að berja prinsinn og brúði hans augum.

Svona er hinn fullkomni dagur - sjón er sögu ríkari

Suma daga gengur hreinlega ekkert upp og allt virðist vonlaust. En stundum er eins og þú sért óstöðvandi og allt sem þú tekur þér fyrir hendur gengur fullkomlega upp. Félagarnir Thomas Becker and Sebastian Stahlhofen hjá Patience Productions tóku sig til og gerðu myndband sem á að endurspegla hinn fullkomna dag. Þó er heldur ólíklegt að nokkur lendi í því að allt gangi jafn ótrúlega vel og þarna sést. En sjón er sögu ríkari.

Of miklar kröfur gerðar til ungra barna í skýrslutökum

Mun meiri líkur eru á því að kynferðisbrotamenn verði ákærðir fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum, þegar framburður barnanna er greinargóður og þau geta greint skýrlega frá ofbeldinu. Aldur barnanna hefur mikil áhrif á ákæru og varða þær langflestar börn á aldrinum 12 til 14 ára. Einungis er ákært í 16 prósentum mála þegar börn á aldrinum 3 til 5 ára eiga í hlut.

Ámælisvert að hunsa álit ESA

Viðbrögð stjórnvalda við áliti ESA, eftirlitsstofnun EFTA, um stöðu Ríkisútvarpsins (RÚV) á fjölmiðlamarkaði eru með eindæmum daufleg, að mati Ara Edwald, forstjóra 365 miðla. „ESA krefst þess að stjórnvöld setji inn í fjölmiðlalögin, ekki bara lög um RÚV, grundvallarreglur sem gæta þarf að varðandi samkeppnisstöðu á fjölmiðlamarkaði,“ segir hann.

Gæsluvarðhald framlengt yfir stórsmyglara

Gæsluvarðhald yfir karlmanni sem tekinn var með mikið magn af LSD og e-töflum á Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði, var framlengt í Héraðsdómi Reykjaness í gær til 20. apríl. Maðurinn situr í einangrunarvist.

Faðir og frændi neita báðir sök

Mennirnir tveir, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna gruns um gróft kynferðislegt ofbeldi gagnvart dreng á áttunda ári sættu yfirheyrslum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í allan gærdag. Þeir neita báðir sök í málinu.

Gaddafi sendi Obama sérkennilegt bréf

Bandaríska stórblaðið New York Times hefur komist yfir sérkennilegt bréf sem Muammar Gaddafi leiðtogi Líbíu hefur sent til Barack Obama bandaríkjaforseta.

Slá minjapeninga um konunglegt brúðkaup

Konunglega kanadíska myntsláttan hefur ákveðið að gefa út sérstaka minjapeninga í tilefni af brúðkaupi þeirra Villiams prins og Kate Middleton í Bretlandi.

Umsagnir stöðva ekki sameiningarnar í bili

Mikill meirihluti af umsögnum sem borgaryfirvöldum barst vegna fyrirhugaðra breytinga í skólakerfi Reykjavíkur er neikvæður gagnvart framkomnum hugmyndum. Umsagnirnar voru til umræðu á borgarstjórnarfundi á þriðjudag og var tillögu minnihlutans um að draga tillögurnar til baka vísað frá.

Meirihlutinn hafnar Icesave

Meirihluti landsmanna ætlar að hafna Icesave-samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Alls sögðust 54,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku ætla að hafna lögunum en 45,2 prósent sögðust ætla að samþykkja þau.

Barist var um byrgi Gbagbos

Hörð átök voru í gær í Abidjan, stærstu borg Fílabeinsstrandarinnar, þar sem liðsmenn Alassane Ouattara, réttkjörins forseta, sóttu að Laurent Gbagbo, sem neitaði enn að láta af völdum.

Mesta veltan í rúmlega þrjú ár

Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tók kipp í síðasta mánuði þegar 409 kaupsamningum var þinglýst. Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands er þetta mesti fjöldi í einum mánuði frá febrúar 2008.

„Hér skulu blása ferskir vindar“

Fyrsti formlegi fundur stjórnlagaráðs fór fram að Ofanleiti 2 í Reykjavík í gær. Ómar Ragnarsson, aldursforseti ráðsins, stýrði fundinum. „Hér skulu blása ferskir vindar,“ sagði hann í ræðu sinni. „Við lítum á okkur sem hlekk í keðju kynslóðanna og framvindu sögunnar.“

Auglýsingar fyrir 10 milljónir króna

Áfram-hópurinn, sem berst fyrir samþykkt Icesave samningsins í kosningunum á laugardag, hefur varið tæpum tíu milljónum í auglýsingakostnað. Þetta kemur fram í frétt á vef samtakanna.

Priyanka hreifst af matnum og sjónum

Priyanka Thapa, nepölsk kona sem synjað var um dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi grét af gleði þegar ákveðið var að taka mál hennar fyrir aftur hjá útlendingastofnun, en til stóð að þvinga hana í hjónaband með sér mikið eldri manni í heimalandinu. Rætt var við hana í Íslandi í dag.

Húkka sér bílfar á netinu

Þótt enn megi sjá stöku ferðalang standa með útréttan þumal við þjóðveginn húkka flestir nútíma puttalingar bílfar á netinu. Á sama tíma sækjast ferðamenn á bílaleigubílum eftir farþegum með sér.

Stuðningur við ríkisstjórnina hríðfellur

Stuðningur við ríkisstjórnarflokkanna hríðfellur samkvæmt skoðanakönnun MMR og hefur tekið afar miklum breytingum frá kosningunum í apríl 2009. Líkt og fram kom fram fyrr í kvöld er Sjálfstæðisflokkurinn sá stjórnmálaflokkur sem nýtur nú langmest stuðnings.

100 stór páskaegg gefins

Í tilefni tíu ára afmælis Fréttablaðsins kynnir blaðið skemmtilegan afmælisleik til sögunnar. Það eina sem þátttakendur þurfa að gera er að svara einni laufléttri spurningu og skrá sig á slóðinni visir.is/frettabladid.

Starf stjórnlaganefndar gekk furðu vel

„Furðu vel verð ég að segja. Ég held að við höfum rennt alveg blint í sjóinn þegar að við hófum þetta starf og ekki gert okkur grein fyrir hvað beið okkar,“ segir Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, um vinnu og tillögur nefndarinnar sem lagðar voru fyrir stjórnlagaráð í dag á fyrsta formlega fundi ráðsins. Stjórnlagaráð hefur það verkefni að undirbúa frumvarp um breytingar á stjórnarskránni. Rætt var við Guðrúnu í Kastljósi í kvöld.

Fer reglulega í útreiðatúra á kú

Þegar foreldrar Reginu Meyer vildu ekki gefa henni hest fór hún ekki í fýlu eins og margir unglingar hefðu gert. Hún fór út í haga á bóndabænum þeirra í Þýskalandi og sótti kúna Lúnu. Það tók tvö ár fyrir þær að ná saman en núna söðlar Regína kúna reglulega og fer á henni í útreiðartúra. Lúna stekkur jafnvel yfir hindranir ef hún er í góðu skapi. Þetta hefur valdið nokkrum ruglingi í dýrheimum um hverskonar skepna Lúna er eiginlega.

Pabbinn verði áfram í varðhaldi

Lögreglan hyggst fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa misnotað átta ára gamlan son sinn. Mikil vinna bíður lögreglu sem ætlar að rannsaka mörg þúsundir ljósmyndir sem fundust í tölvu mannsins.

Sjá næstu 50 fréttir