Fleiri fréttir 666 innbrot í bíla Alls voru 3331 innbrot framin í bíla á árunum 2006-2010, eða að meðaltali 666 innbrot á ári. Í Afbrotatíðindum Ríkislögreglustjóra kemur fram að þó nokkur aukning hafi orðið á árinu 2009 en þá voru brotin 834 eða 32% fleiri en árin á undan. Þessi þróun gekk svo til baka árið 2010 en þá voru brotin um 600, rétt eins og árin 2006-2008. Á árunum 2006-2009 voru um 90% brotanna á höfuðborgarsvæðinu en þetta hlutfall fór niður í 84% árið 2010. Innbrot í bíla er fjórðungur allra innbrota sem framin voru árið 2010. 20.4.2011 10:49 Pólskir flugdólgar gistu fangageymslur í Keflavík Farþegaþota frá pólska félaginu LOT Polish Airlines neyddist til að lenda á Keflavíkurflugvelli í fyrradag þar sem drukknir farþegar voru til mikilla vandræða. Annar þeirra sló meðal annars flugfreyju í andlitið og þurfti áhöfnin að yfirbuga manninn með aðstoð farþega. 20.4.2011 10:29 Norðurlönd leiðandi í loftárásum í Líbíu Flugsveitir frá Danmörku og Noregi eru leiðandi í loftárásum á hersveitir Moammars Gaddafis í Líbíu. Hvort land um sig sendi sex F-16 orrustuþotur í stríðið. 20.4.2011 10:26 Páskaáætlun Strætó Akstur vagna Strætó bs. um páskahátíðina verður með sama hætti og verið hefur síðustu ár. Í tilkynningu segir að á skírdag, fimmtudaginn 21. apríl, verði ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. 20.4.2011 09:33 Fundu stærstu könguló sem lifað hefur á jörðinni Vísindamenn hafa lýst steingerðri könguló sem nýlega fannst í Kína sem stærstu könguló sem nokkurn tíma lifði á jörðinni. 20.4.2011 07:43 Obeidi gagnrýnir Breta harðlega Abdul Obeidi, utanríkisráðherra Líbíu, gagnrýnir harðlega þau áform breskra stjórnvalda að senda sveit hernaðarráðgjafa til Benghazi. 20.4.2011 07:40 Michelle Obama forsetafrú slapp með skrekkinn Michelle Obama forsetafrú Bandaríkjanna slapp með skrekkinn þegar Boeing 737 flugvél sem hún var í þurfti að hætta við lendingu í miðjum klíðum á Andrews herflugvellinum á mánudag. 20.4.2011 07:38 Olli ónæði á Eyrarbakka, fluttur til Reykjavíkur Lögreglan á Selfossi var í gærkvöldi kölluð að húsi á Eryarbakka vegna manns, sem þar var gestkomandi, en var drukkinn og til vandræða. 20.4.2011 07:24 TF LÍF aftur komin í gagnið hjá Landhelgisgæslunni Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF LÍF er aftur komin í gagnið eftir stóra skoðun og hefur Gæsaln nú tvær þyrlur til afnota, en aðeins eina þyrluáhöfn eins og stendur. 20.4.2011 07:22 Lögreglan leitar að þjófum á Akureyri Óprúttnir náungar hafa verið á ferð um Akureyri undanfarnar nætur og farið in í ólæsta bíla, þaðan sem þeir hafa stolið ýmsum verðmætum. 20.4.2011 07:17 Banaslys á Norðurlandsvegi Banaslys varð á Norðurlandsvegi í Víðidal, á móts við bæinn Jörfa, þegar jepplingur og stór flutningabíll lentu þar í árkestri á áttunda tímanum í gærkvöldi. 20.4.2011 07:05 Kvótakerfinu breytt í tveimur skrefum Til skoðunar er hvort hyggilegt sé að vinna að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða í tveimur skrefum í stað eins, eins og að var stefnt. 20.4.2011 06:45 Ráðuneytið segir ekkert breytt Ólafur Johnson, skólastjóri og eigandi Menntaskólans Hraðbrautar, hefur gert mennta- og menningarmálaráðuneytinu tilboð um að taka inn nýnema næsta haust. Ráðuneytið hyggst ekki þekkjast boðið. 20.4.2011 06:30 Fólk í Þverholti telur húsgrunn slysagildru „Ég horfi á krakkana leika sér á svæðinu og hef af því þungar áhyggjur að hérna verði slys fyrr en seinna. Í grunninn safnast mikið vatn og verður því best lýst sem stöðuvatni innan bæjarmarkanna,“ segir Þórleifur V. Friðriksson, prentsmiðjustjóri Hjá GuðjónÓ í Þverholti 13. 20.4.2011 06:00 Laun hækka um átta prósent Nýr kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins (SA) og verkalýðsfélaganna vegna Elkem var undirritaður í gærmorgun. Samningurinn gildir til þriggja ára. 20.4.2011 06:00 Helmingur óttast atvinnuleysi Um helmingur starfsfólks bankanna óttast atvinnuleysi. Rúm 40 prósent hafa upplifað breytingar á starfi sínu síðan í bankahruninu. Þetta kemur fram í nýrri könnun Vinnueftirlits ríkisins, Samtaka starfsfólks í fjármálafyrirtækjum, Háskóla Íslands og Rannsóknastofu í vinnuvernd á líðan, heilsu og vinnuumhverfi starfsfólks í bönkum og sparisjóðum. 20.4.2011 05:30 Átök á lokafundinum um skólasameiningar „Ég skil áhyggjur foreldra en það verður að hafa í huga að aðrar þær leiðir sem hægt hefði verið að fara hefðu gengið á starfið með börnum og þjónustustig leikskólanna. Við verðum að forgangsraða í þágu allra nýju leikskólaplássanna, og það gerðum við, en til þess að ná því markmiði verður að fara í nauðsynlegar og skynsamlegar skipulagsbreytingar. “ 20.4.2011 05:00 Réttur almennings aukinn Lagt hefur verið fram lagafrumvarp á Alþingi um aukinn rétt almennings til þess að fá upplýsingar í umhverfismálum. Tilefnið eru viðbrögð stjórnsýslunnar og vandkvæði sem urðu innan hennar þegar upp kom díoxínmengun í nokkrum sorpbrennslustöðvum á Íslandi. Þá varð ljóst að styrkja þyrfti rétt almennings til upplýsinga og herða á frumkvæðisskyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar og vernda almenning. 20.4.2011 05:00 Röng forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Framkvæmdaráð Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) telur að stjórnvöld fari ranga leið í byggðaaðgerðum. 20.4.2011 04:00 Díoxín mælist enn allt of mikið í Eyjum Magn díoxíns í útblæstri sorpbrennslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum er enn hátt yfir viðmiðum, samkvæmt mælingu sem gerð var í mars. Mælingar benda til að árangur hafi náðst í að hefta útblástur þeirra mengandi efna sem getið er um í starfsleyfi stöðvarinnar, en ryk er þó enn yfir mörkum. 20.4.2011 04:00 Morðingi rændi fórnarlömbin Lögreglan á Fjóni hefur nú lýst eftir manni í tengslum við morðið á hjónum í Óðinsvéum síðastliðið miðvikudagskvöld. 20.4.2011 00:45 Leiðtogarnir á Kúbu boða breytta tíma Fidel Castro bauð sig ekki fram í leiðtogakjöri Kommúnistaflokksins á Kúbu í gær. Þess í stað var bróðir hans, Raúl, kosinn leiðtogi flokksins. 20.4.2011 00:00 Sex ára strákur skaut samnemendur sína Sex ára strákur slasaði sjálfan sig og þrjú önnur börn þegar skot hljóp úr byssu sem hann var með í grunnskóla í Texas. 19.4.2011 23:00 Órói í páfagarði vegna verkfæris Satans Kvikmyndin Habemus Papam, sem frumsýnd var á Ítalíu síðastliðinn föstudag og fjallar um taugaveiklaðan páfa sem þarfnast sálfræðiaðstoðar til að takast á við álagið í Vatikaninu, hefur vakið hörð viðbrögð hjá kaþólsku kirkjunni. 19.4.2011 21:00 Konurnar fá störf að nýju „90% starfsmanna leikskóla eru konur. Það gefur að skilja að þegar kemur til breytinga í leikskólum þá hreyfir það við störfum kvenstjórnenda,“ segir Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar. 19.4.2011 20:55 Alvarlegt slys á Norðurlandsvegi - búið að opna veginn Búið er að hleypa umferð á um Norðurlandsveg í Víðidal við Jörfa en búast má við umferðartöfum þar næsta klukkutímann vegna alvarlegs umferðalsyss sem varð þar um klukkan átta í kvöld. 19.4.2011 20:31 Árekstur á Norðurlandsvegi Lögregla, sjúkrabílar og tækjabílar eru á leið á vettvang hvar umferðarslys varð fyrir um 10 mínútum á Norðurlandsvegi um Víðidal við bæinn Jörfa samkvæmt tilkynningu frá Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra. 19.4.2011 20:03 Nefbraut stúlku og hrinti annarri - man ekkert vegna athyglisbrests Rúmlega tvítugur maður var dæmdur fyrir líkamsárás gegn tveimur stúlkum með ársbili í dag. Maðurinn nefbraut aðra stúlkuna í september árið 2009. Atvikið átti sér stað í Bankastræti í Reykjavík en hann skallaði hana að tilefnislausu. 19.4.2011 20:00 Kynferðisbrotamál - framburður unglingsstúlku ekki nóg Karlmaður var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af kynferðisbroti gegn 14 ára stúlku. Dómari taldi framburð unglingsstúlku ekki fullnægjandi til þess að sakfella manninn, sem var drukkinn þegar atvikið átti sér stað. 19.4.2011 19:30 Efnistökum fjölmiðla sett skilyrði með lögum Alþingi hefur samþykkt lög um fjölmiðla. Helsta nýmælið er stofnun fjölmiðlanefndar, sem á að hafa víðtækt eftirlit með starfsemi íslenskra fjölmiðla og fær til þess miklar valdheimildir. Efnistökum fjölmiðla eru jafnframt sett skilyrði. 19.4.2011 15:25 Lýst eftir loftpressu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að loftpressu sem stolið var í Ánanaustum í Reykjavík laugardaginn 16. apríl. 19.4.2011 19:37 Dæmdur fyrir þjófnað Karlmaður var í dag dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. 19.4.2011 19:20 Forsætisráðherra útilokar ekki þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnun Forsætisráðherra segir koma til greina að setja fiskveiðistjórnunarmálin í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða tillögum stjórnlagaráðs þegar þær liggi fyrir. Útvegsmenn megi ekki komast upp með að koma í veg fyrir gerð kjarasamninga vegna þessa máls. 19.4.2011 19:00 Icesave málið gæti verið hjúpað leynd næstu 110 árin Lykilgögn, til dæmis í Icesave málinu, gætu verið hulin leyndarhjúpi í hundrað og tíu ár nái nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um upplýsingalög fram að ganga. Þingmaður krefst þess að frumvarpið verði dregið til baka. 19.4.2011 18:45 Milljarðar í húfi og hundruð starfa vegna gengisúrskurðar Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að gengistryggðir fjármögnunar-leigusamningar væru ólöglegir. Milljarðar króna eru í húfi og hundruð starfa, segja Samtök Iðnaðarins. 19.4.2011 18:29 Sakaðir um samráð um framsetningu drykkjarvara í verslunum Vífilfell fékk bréf síðdegis frá Samkeppniseftirlitinu þar sem þeir voru upplýstir um að húsleit sem var gerð í fyrirtækinu í morgun hefði verið vegna gruns um ólöglegt samráð sem m.a. fellst í uppröðun og framsetningu drykkjarvara í kælum og hillum verslana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vífilfelli. 19.4.2011 17:28 Farið inn í ólæsta bíla og íbúðir á Akureyri Undanfarna daga hafa borist þó nokkrar tilkynningar til lögreglunnar á Akureyri um að farið hafi verið inn í ólæstar bifreiðar og húsnæði víða um bæinn. Að sögn lögeglu hefur verið rótað í bifreiðum og í því húsnæði sem farið hefur verið inn í en litlum verðmætum stolið. 19.4.2011 16:26 1090 jarðskjálftar á Íslandi í mars Alls mældust 1090 jarðskjálftar undir landinu og á hafsvæðinu í kring um Ísland í marsmánuði. Stærstu skjálftarnir urðu norður á Kolbeinseyjarhrygg, sá stærsti náði stærð Ml 4. Stærsti skjálftinn á landinu mældist af stærð 3,5 við Kleifarvatn. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands Þar segir einnig að á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg mældust 460 skálftar, þar af voru 444 skjálftar við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í mánuðinum varð jafnframt á þessu svæði, en hann mældist 2. mars og var af stærðinni Ml 3,5 og varð hann rétt við Krýsuvíkurskóla. Mest var virknin í upphafi mánaðarins, en skjálftahrina á þessu svæði hófst 25. febrúar. Í febrúarmánuði voru hátt í 2000 skjálftar undir landinu og á hafsvæðinu í kring um Ísland. Mest var virknin við Krýsuvík og mældust nokkrir skjálftar sem voru um og yfir fjögur stig. Í janúarmánuði voru skjálftarnir 1040. Nánar má lesa um skjálftana á vef Veðurstofu Íslands. 19.4.2011 16:15 Grunur um samráð gosdrykkjaframleiðenda Grunur um samráð keppinauta leiddi til þess að Samkeppniseftirlitið framvæmdi í dag húsleit hjá Vífilfelli og Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samkeppniseftirltiinu. 19.4.2011 15:18 Betur reknir skólar og öflugra starf er markmiðið Jón Gnarr borgarstjóri segir að markmiðið með sameiningaráformum í skólum og leiksskólum borgarinnar sé að ná fram betur reknum skólum og öflugra skólastarfi. Sameiningaráformin verða að öllum líkindum samþykkt í borgarstjórn síðar í dag en borgarráð samþykkti tillöguna í gær. Jón Gnarr bendir á að ekki sé verið að loka húsnæði og að ekki sé um að ræða breytingar á öllu skólastarfi í Reykjavík. Fyrst og fremst sé um að ræða hagræðingu og sparnað í yfirstjórn. 19.4.2011 14:41 Konur fá að fjúka frá borginni Alls verður 46 stjórnendum í skólakerfinu sagt upp hjá Reykjavíkurborg um næstu mánaðamót vegna breytinga á skólakerfinu sem borgarráð samþykkti í gær, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Leikskóla- og Menntasviði Reykjavíkurborgar. Allt eru þetta konur sem missa vinnuna, en einhverjar þeirra munu fá önnur störf hjá borginni. 19.4.2011 14:26 Díoxín enn yfir mörkum í Vestmannaeyjum Mæling umhverfisstofnunar á mengun í Sorporkustöð Vestmannaeyja bendir til þess að all nokkur árangur hafi náðst í að hefta útblástur þeirra mengandi efna sem getið er um í starfsleyfi stofnunarinnar. Af þeim viðmiðunum sem getið er um í starfsleyfi stöðvarinnar er það einungis ryk sem er yfir mörkum. Í viðbót við þau viðmið sem gefin eru í starfsleyfi Sorporkustöðvarinnar var mælt brennisteinsdíoxíð, vetnisflúoríð, nituroxíð og díoxín. Í öllum tilvikum eru mælingar innan viðmiða ef frá er skilið mæling á díoxíni sem enn er hátt yfir viðmiðum. Sýni sem Matvælastofnun tók úr búfé á Heimaey reyndist hinsvegar ekki vera með díoxínmengun miðað við gildi sem fengust í mælingum á kjöti sem fóru fram víðs vegar um landið árin 2003 og 2004. Fyrr í morgun funduðu fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og Umhverfisstofnunar, meðal annars vegna niðurstöðu þessara mengunarmælinga í Sorporkustöð Vestmannaeyja sem unnin var í mars 2011 af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Einnig var rætt um mælingar á díoxsíni í sauðfé sem unnin var af Matvælastofnun Íslands, og starfsleyfi Sorporkustöðvar Vestmannaeyja. „Vestmannaeyjabær mun áfram vinna að úrbótum með sérstaka áherslu á að ná niður rykmengun. Til þess að flýta þeirri vinnu og gera hana markvissari hefur Vestmannaeyjabær samið við Þór Tómasson sérfræðing hjá verkfræðistofunni Mannvit. Á yfirstandandi ári mun Vestmannaeyjabær draga úr heildarlosun allra mengandi efna um að minnsta kosti 60%. Þaðan mun áfram verða haldið ef þörf verður á þar til fullum árangri er náð. Meðal þess sem unnið er að er frekari flokkun sorps, kaup á auknum mengunarvörnum við útblástur, bæting á brensluferli og ýmislegt fleira," segir í tilkynningu frá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar. 19.4.2011 14:22 Atvinnuleitendur fá námstækifæri Ríkisstjórnin kynnti í morgun aðgerðir til að skapa námstækifæri fyrir eitt þúsund atvinnuleitendur á næstu þremur árum. Sjö milljarðar fara í verkefnið sem eitt og sér er ætlað að draga úr atvinnuleysi um eitt prósent. 19.4.2011 13:58 Falsaðir fimmþúsundkallar í umferð Undanfarnar vikur hefur nokkuð borið á því að fölsuðum 5.000 kr. peningaseðlum hefur verið komið í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn lögreglu hefur sjaldnast uppgötvast að um falsaða seðla sé að ræða fyrr en við uppgjör á sjóðvélum eða við innlegg í banka. 19.4.2011 13:57 Hindrar hugsanlega framgöngu Brown hjá AGS David Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur gefið til kynna að hann kunni að koma í veg fyrir að Gordon Brown verði næsti yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Forsætisráðherrann segir að maður sem hafi ekki séð fyrir að Bretland væri í skuldavanda yrði ef til vill ekki besti maðurinn til þess að stjórna alþjóðlegu fjármálaeftirlitskerfi. 19.4.2011 13:26 Sjá næstu 50 fréttir
666 innbrot í bíla Alls voru 3331 innbrot framin í bíla á árunum 2006-2010, eða að meðaltali 666 innbrot á ári. Í Afbrotatíðindum Ríkislögreglustjóra kemur fram að þó nokkur aukning hafi orðið á árinu 2009 en þá voru brotin 834 eða 32% fleiri en árin á undan. Þessi þróun gekk svo til baka árið 2010 en þá voru brotin um 600, rétt eins og árin 2006-2008. Á árunum 2006-2009 voru um 90% brotanna á höfuðborgarsvæðinu en þetta hlutfall fór niður í 84% árið 2010. Innbrot í bíla er fjórðungur allra innbrota sem framin voru árið 2010. 20.4.2011 10:49
Pólskir flugdólgar gistu fangageymslur í Keflavík Farþegaþota frá pólska félaginu LOT Polish Airlines neyddist til að lenda á Keflavíkurflugvelli í fyrradag þar sem drukknir farþegar voru til mikilla vandræða. Annar þeirra sló meðal annars flugfreyju í andlitið og þurfti áhöfnin að yfirbuga manninn með aðstoð farþega. 20.4.2011 10:29
Norðurlönd leiðandi í loftárásum í Líbíu Flugsveitir frá Danmörku og Noregi eru leiðandi í loftárásum á hersveitir Moammars Gaddafis í Líbíu. Hvort land um sig sendi sex F-16 orrustuþotur í stríðið. 20.4.2011 10:26
Páskaáætlun Strætó Akstur vagna Strætó bs. um páskahátíðina verður með sama hætti og verið hefur síðustu ár. Í tilkynningu segir að á skírdag, fimmtudaginn 21. apríl, verði ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. 20.4.2011 09:33
Fundu stærstu könguló sem lifað hefur á jörðinni Vísindamenn hafa lýst steingerðri könguló sem nýlega fannst í Kína sem stærstu könguló sem nokkurn tíma lifði á jörðinni. 20.4.2011 07:43
Obeidi gagnrýnir Breta harðlega Abdul Obeidi, utanríkisráðherra Líbíu, gagnrýnir harðlega þau áform breskra stjórnvalda að senda sveit hernaðarráðgjafa til Benghazi. 20.4.2011 07:40
Michelle Obama forsetafrú slapp með skrekkinn Michelle Obama forsetafrú Bandaríkjanna slapp með skrekkinn þegar Boeing 737 flugvél sem hún var í þurfti að hætta við lendingu í miðjum klíðum á Andrews herflugvellinum á mánudag. 20.4.2011 07:38
Olli ónæði á Eyrarbakka, fluttur til Reykjavíkur Lögreglan á Selfossi var í gærkvöldi kölluð að húsi á Eryarbakka vegna manns, sem þar var gestkomandi, en var drukkinn og til vandræða. 20.4.2011 07:24
TF LÍF aftur komin í gagnið hjá Landhelgisgæslunni Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF LÍF er aftur komin í gagnið eftir stóra skoðun og hefur Gæsaln nú tvær þyrlur til afnota, en aðeins eina þyrluáhöfn eins og stendur. 20.4.2011 07:22
Lögreglan leitar að þjófum á Akureyri Óprúttnir náungar hafa verið á ferð um Akureyri undanfarnar nætur og farið in í ólæsta bíla, þaðan sem þeir hafa stolið ýmsum verðmætum. 20.4.2011 07:17
Banaslys á Norðurlandsvegi Banaslys varð á Norðurlandsvegi í Víðidal, á móts við bæinn Jörfa, þegar jepplingur og stór flutningabíll lentu þar í árkestri á áttunda tímanum í gærkvöldi. 20.4.2011 07:05
Kvótakerfinu breytt í tveimur skrefum Til skoðunar er hvort hyggilegt sé að vinna að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða í tveimur skrefum í stað eins, eins og að var stefnt. 20.4.2011 06:45
Ráðuneytið segir ekkert breytt Ólafur Johnson, skólastjóri og eigandi Menntaskólans Hraðbrautar, hefur gert mennta- og menningarmálaráðuneytinu tilboð um að taka inn nýnema næsta haust. Ráðuneytið hyggst ekki þekkjast boðið. 20.4.2011 06:30
Fólk í Þverholti telur húsgrunn slysagildru „Ég horfi á krakkana leika sér á svæðinu og hef af því þungar áhyggjur að hérna verði slys fyrr en seinna. Í grunninn safnast mikið vatn og verður því best lýst sem stöðuvatni innan bæjarmarkanna,“ segir Þórleifur V. Friðriksson, prentsmiðjustjóri Hjá GuðjónÓ í Þverholti 13. 20.4.2011 06:00
Laun hækka um átta prósent Nýr kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins (SA) og verkalýðsfélaganna vegna Elkem var undirritaður í gærmorgun. Samningurinn gildir til þriggja ára. 20.4.2011 06:00
Helmingur óttast atvinnuleysi Um helmingur starfsfólks bankanna óttast atvinnuleysi. Rúm 40 prósent hafa upplifað breytingar á starfi sínu síðan í bankahruninu. Þetta kemur fram í nýrri könnun Vinnueftirlits ríkisins, Samtaka starfsfólks í fjármálafyrirtækjum, Háskóla Íslands og Rannsóknastofu í vinnuvernd á líðan, heilsu og vinnuumhverfi starfsfólks í bönkum og sparisjóðum. 20.4.2011 05:30
Átök á lokafundinum um skólasameiningar „Ég skil áhyggjur foreldra en það verður að hafa í huga að aðrar þær leiðir sem hægt hefði verið að fara hefðu gengið á starfið með börnum og þjónustustig leikskólanna. Við verðum að forgangsraða í þágu allra nýju leikskólaplássanna, og það gerðum við, en til þess að ná því markmiði verður að fara í nauðsynlegar og skynsamlegar skipulagsbreytingar. “ 20.4.2011 05:00
Réttur almennings aukinn Lagt hefur verið fram lagafrumvarp á Alþingi um aukinn rétt almennings til þess að fá upplýsingar í umhverfismálum. Tilefnið eru viðbrögð stjórnsýslunnar og vandkvæði sem urðu innan hennar þegar upp kom díoxínmengun í nokkrum sorpbrennslustöðvum á Íslandi. Þá varð ljóst að styrkja þyrfti rétt almennings til upplýsinga og herða á frumkvæðisskyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar og vernda almenning. 20.4.2011 05:00
Röng forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Framkvæmdaráð Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) telur að stjórnvöld fari ranga leið í byggðaaðgerðum. 20.4.2011 04:00
Díoxín mælist enn allt of mikið í Eyjum Magn díoxíns í útblæstri sorpbrennslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum er enn hátt yfir viðmiðum, samkvæmt mælingu sem gerð var í mars. Mælingar benda til að árangur hafi náðst í að hefta útblástur þeirra mengandi efna sem getið er um í starfsleyfi stöðvarinnar, en ryk er þó enn yfir mörkum. 20.4.2011 04:00
Morðingi rændi fórnarlömbin Lögreglan á Fjóni hefur nú lýst eftir manni í tengslum við morðið á hjónum í Óðinsvéum síðastliðið miðvikudagskvöld. 20.4.2011 00:45
Leiðtogarnir á Kúbu boða breytta tíma Fidel Castro bauð sig ekki fram í leiðtogakjöri Kommúnistaflokksins á Kúbu í gær. Þess í stað var bróðir hans, Raúl, kosinn leiðtogi flokksins. 20.4.2011 00:00
Sex ára strákur skaut samnemendur sína Sex ára strákur slasaði sjálfan sig og þrjú önnur börn þegar skot hljóp úr byssu sem hann var með í grunnskóla í Texas. 19.4.2011 23:00
Órói í páfagarði vegna verkfæris Satans Kvikmyndin Habemus Papam, sem frumsýnd var á Ítalíu síðastliðinn föstudag og fjallar um taugaveiklaðan páfa sem þarfnast sálfræðiaðstoðar til að takast á við álagið í Vatikaninu, hefur vakið hörð viðbrögð hjá kaþólsku kirkjunni. 19.4.2011 21:00
Konurnar fá störf að nýju „90% starfsmanna leikskóla eru konur. Það gefur að skilja að þegar kemur til breytinga í leikskólum þá hreyfir það við störfum kvenstjórnenda,“ segir Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar. 19.4.2011 20:55
Alvarlegt slys á Norðurlandsvegi - búið að opna veginn Búið er að hleypa umferð á um Norðurlandsveg í Víðidal við Jörfa en búast má við umferðartöfum þar næsta klukkutímann vegna alvarlegs umferðalsyss sem varð þar um klukkan átta í kvöld. 19.4.2011 20:31
Árekstur á Norðurlandsvegi Lögregla, sjúkrabílar og tækjabílar eru á leið á vettvang hvar umferðarslys varð fyrir um 10 mínútum á Norðurlandsvegi um Víðidal við bæinn Jörfa samkvæmt tilkynningu frá Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra. 19.4.2011 20:03
Nefbraut stúlku og hrinti annarri - man ekkert vegna athyglisbrests Rúmlega tvítugur maður var dæmdur fyrir líkamsárás gegn tveimur stúlkum með ársbili í dag. Maðurinn nefbraut aðra stúlkuna í september árið 2009. Atvikið átti sér stað í Bankastræti í Reykjavík en hann skallaði hana að tilefnislausu. 19.4.2011 20:00
Kynferðisbrotamál - framburður unglingsstúlku ekki nóg Karlmaður var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af kynferðisbroti gegn 14 ára stúlku. Dómari taldi framburð unglingsstúlku ekki fullnægjandi til þess að sakfella manninn, sem var drukkinn þegar atvikið átti sér stað. 19.4.2011 19:30
Efnistökum fjölmiðla sett skilyrði með lögum Alþingi hefur samþykkt lög um fjölmiðla. Helsta nýmælið er stofnun fjölmiðlanefndar, sem á að hafa víðtækt eftirlit með starfsemi íslenskra fjölmiðla og fær til þess miklar valdheimildir. Efnistökum fjölmiðla eru jafnframt sett skilyrði. 19.4.2011 15:25
Lýst eftir loftpressu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að loftpressu sem stolið var í Ánanaustum í Reykjavík laugardaginn 16. apríl. 19.4.2011 19:37
Dæmdur fyrir þjófnað Karlmaður var í dag dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. 19.4.2011 19:20
Forsætisráðherra útilokar ekki þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnun Forsætisráðherra segir koma til greina að setja fiskveiðistjórnunarmálin í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða tillögum stjórnlagaráðs þegar þær liggi fyrir. Útvegsmenn megi ekki komast upp með að koma í veg fyrir gerð kjarasamninga vegna þessa máls. 19.4.2011 19:00
Icesave málið gæti verið hjúpað leynd næstu 110 árin Lykilgögn, til dæmis í Icesave málinu, gætu verið hulin leyndarhjúpi í hundrað og tíu ár nái nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um upplýsingalög fram að ganga. Þingmaður krefst þess að frumvarpið verði dregið til baka. 19.4.2011 18:45
Milljarðar í húfi og hundruð starfa vegna gengisúrskurðar Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að gengistryggðir fjármögnunar-leigusamningar væru ólöglegir. Milljarðar króna eru í húfi og hundruð starfa, segja Samtök Iðnaðarins. 19.4.2011 18:29
Sakaðir um samráð um framsetningu drykkjarvara í verslunum Vífilfell fékk bréf síðdegis frá Samkeppniseftirlitinu þar sem þeir voru upplýstir um að húsleit sem var gerð í fyrirtækinu í morgun hefði verið vegna gruns um ólöglegt samráð sem m.a. fellst í uppröðun og framsetningu drykkjarvara í kælum og hillum verslana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vífilfelli. 19.4.2011 17:28
Farið inn í ólæsta bíla og íbúðir á Akureyri Undanfarna daga hafa borist þó nokkrar tilkynningar til lögreglunnar á Akureyri um að farið hafi verið inn í ólæstar bifreiðar og húsnæði víða um bæinn. Að sögn lögeglu hefur verið rótað í bifreiðum og í því húsnæði sem farið hefur verið inn í en litlum verðmætum stolið. 19.4.2011 16:26
1090 jarðskjálftar á Íslandi í mars Alls mældust 1090 jarðskjálftar undir landinu og á hafsvæðinu í kring um Ísland í marsmánuði. Stærstu skjálftarnir urðu norður á Kolbeinseyjarhrygg, sá stærsti náði stærð Ml 4. Stærsti skjálftinn á landinu mældist af stærð 3,5 við Kleifarvatn. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands Þar segir einnig að á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg mældust 460 skálftar, þar af voru 444 skjálftar við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í mánuðinum varð jafnframt á þessu svæði, en hann mældist 2. mars og var af stærðinni Ml 3,5 og varð hann rétt við Krýsuvíkurskóla. Mest var virknin í upphafi mánaðarins, en skjálftahrina á þessu svæði hófst 25. febrúar. Í febrúarmánuði voru hátt í 2000 skjálftar undir landinu og á hafsvæðinu í kring um Ísland. Mest var virknin við Krýsuvík og mældust nokkrir skjálftar sem voru um og yfir fjögur stig. Í janúarmánuði voru skjálftarnir 1040. Nánar má lesa um skjálftana á vef Veðurstofu Íslands. 19.4.2011 16:15
Grunur um samráð gosdrykkjaframleiðenda Grunur um samráð keppinauta leiddi til þess að Samkeppniseftirlitið framvæmdi í dag húsleit hjá Vífilfelli og Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samkeppniseftirltiinu. 19.4.2011 15:18
Betur reknir skólar og öflugra starf er markmiðið Jón Gnarr borgarstjóri segir að markmiðið með sameiningaráformum í skólum og leiksskólum borgarinnar sé að ná fram betur reknum skólum og öflugra skólastarfi. Sameiningaráformin verða að öllum líkindum samþykkt í borgarstjórn síðar í dag en borgarráð samþykkti tillöguna í gær. Jón Gnarr bendir á að ekki sé verið að loka húsnæði og að ekki sé um að ræða breytingar á öllu skólastarfi í Reykjavík. Fyrst og fremst sé um að ræða hagræðingu og sparnað í yfirstjórn. 19.4.2011 14:41
Konur fá að fjúka frá borginni Alls verður 46 stjórnendum í skólakerfinu sagt upp hjá Reykjavíkurborg um næstu mánaðamót vegna breytinga á skólakerfinu sem borgarráð samþykkti í gær, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Leikskóla- og Menntasviði Reykjavíkurborgar. Allt eru þetta konur sem missa vinnuna, en einhverjar þeirra munu fá önnur störf hjá borginni. 19.4.2011 14:26
Díoxín enn yfir mörkum í Vestmannaeyjum Mæling umhverfisstofnunar á mengun í Sorporkustöð Vestmannaeyja bendir til þess að all nokkur árangur hafi náðst í að hefta útblástur þeirra mengandi efna sem getið er um í starfsleyfi stofnunarinnar. Af þeim viðmiðunum sem getið er um í starfsleyfi stöðvarinnar er það einungis ryk sem er yfir mörkum. Í viðbót við þau viðmið sem gefin eru í starfsleyfi Sorporkustöðvarinnar var mælt brennisteinsdíoxíð, vetnisflúoríð, nituroxíð og díoxín. Í öllum tilvikum eru mælingar innan viðmiða ef frá er skilið mæling á díoxíni sem enn er hátt yfir viðmiðum. Sýni sem Matvælastofnun tók úr búfé á Heimaey reyndist hinsvegar ekki vera með díoxínmengun miðað við gildi sem fengust í mælingum á kjöti sem fóru fram víðs vegar um landið árin 2003 og 2004. Fyrr í morgun funduðu fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og Umhverfisstofnunar, meðal annars vegna niðurstöðu þessara mengunarmælinga í Sorporkustöð Vestmannaeyja sem unnin var í mars 2011 af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Einnig var rætt um mælingar á díoxsíni í sauðfé sem unnin var af Matvælastofnun Íslands, og starfsleyfi Sorporkustöðvar Vestmannaeyja. „Vestmannaeyjabær mun áfram vinna að úrbótum með sérstaka áherslu á að ná niður rykmengun. Til þess að flýta þeirri vinnu og gera hana markvissari hefur Vestmannaeyjabær samið við Þór Tómasson sérfræðing hjá verkfræðistofunni Mannvit. Á yfirstandandi ári mun Vestmannaeyjabær draga úr heildarlosun allra mengandi efna um að minnsta kosti 60%. Þaðan mun áfram verða haldið ef þörf verður á þar til fullum árangri er náð. Meðal þess sem unnið er að er frekari flokkun sorps, kaup á auknum mengunarvörnum við útblástur, bæting á brensluferli og ýmislegt fleira," segir í tilkynningu frá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar. 19.4.2011 14:22
Atvinnuleitendur fá námstækifæri Ríkisstjórnin kynnti í morgun aðgerðir til að skapa námstækifæri fyrir eitt þúsund atvinnuleitendur á næstu þremur árum. Sjö milljarðar fara í verkefnið sem eitt og sér er ætlað að draga úr atvinnuleysi um eitt prósent. 19.4.2011 13:58
Falsaðir fimmþúsundkallar í umferð Undanfarnar vikur hefur nokkuð borið á því að fölsuðum 5.000 kr. peningaseðlum hefur verið komið í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn lögreglu hefur sjaldnast uppgötvast að um falsaða seðla sé að ræða fyrr en við uppgjör á sjóðvélum eða við innlegg í banka. 19.4.2011 13:57
Hindrar hugsanlega framgöngu Brown hjá AGS David Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur gefið til kynna að hann kunni að koma í veg fyrir að Gordon Brown verði næsti yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Forsætisráðherrann segir að maður sem hafi ekki séð fyrir að Bretland væri í skuldavanda yrði ef til vill ekki besti maðurinn til þess að stjórna alþjóðlegu fjármálaeftirlitskerfi. 19.4.2011 13:26