Fleiri fréttir Aðstoðarmaður ráðherra: Úrbætur nauðsynlegar ef rétt reynist "Það eru alvarlegar fullyrðingar sem koma fram á síðunni. Ef þær standast þá er það alvarlegt mál og það þarf að spyrjast fyrir um það,“ segir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður mennta- og menningamálaráðherra, sem sendi Guðmundi Franklín Jónssyni tölvupóst þar sem hann óskaði eftir svörum um meinta ritskoðun sem ný fjölmiðlalög eiga að hafa í för með sér. 21.4.2011 15:59 Siv vill að ritstjórar Morgunblaðsins biðjist afsökunar Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að ritstjórar Morgunblaðsins biðjist afsökunar á skopteikningu sem blaðið birti um síðustu helgi. 21.4.2011 12:08 Kolsýrulekaslys: Sá sem missti meðvitund á batavegi Líðan mannsins, sem fluttur var á Landspítalann í Fossvogi eftir að hafa missti meðvitund þegar kolsýruleki kom upp í skipi í Vestmannaeyjahöfn í gær, er góð að sögn vakthafandi læknis á spítalanum. 21.4.2011 11:59 Vegagerðin: Færð og veður Á Vesturlandi eru hálkublettir á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er víða hálka og hálkublettir. Ófært er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. 21.4.2011 11:38 Ekki verið að ritskoða listasýningu: Bókin tengist ekki hruninu „Málinu er lokið af okkar hálfu,“ segir Kristján B. Jónasson, forsvarsmaður bókaútgáfunnar Crymogeu, sem gaf út bókina Flora Islandica með myndskreytingum Eggerts Péturssonar listmálara. 21.4.2011 11:28 Fjögurra stiga hiti á sumardaginn fyrsta Fjögurra stiga hiti er í höfuðborginni á þessum fyrsta degi sumars og fer hlýnandi. 21.4.2011 10:00 Sekt fyrir að búa í kringum kjarnorkuverið í Fukushima Stjórnvöld í Japan hafa lýst svæði umhverfis kjarnorkuverið í Fukushima, í tuttugu kílómetra radíus, sem bannsvæði. 21.4.2011 09:53 Elísabet á afmæli í dag Elísabet Bretadrottning fagnar áttatíu og fimm ára afmæli sínu í dag. Hún hefur ríkt sem drottning í 59 ár eða síðan í febrúar 1952. 21.4.2011 09:49 Erill hjá lögreglu: Ellefu í fangageymslur og tennur brotnuðu Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en margmenni var í miðbænum og mikil ölvun. 21.4.2011 09:39 Huldumaður keypti höll Jóhannesar á 200 milljónir „Það kom kauptilboð sem var samþykkt um daginn," segir Björn Guðmundsson, sölustjóri Fasteignasölunnar Byggðar á Akureyri. 21.4.2011 08:00 Mikilvægt að við drögum úr óvissunni „Þetta er gott að sjá, nú er hálfur sigur unninn,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. 21.4.2011 07:00 Verðbólga skýrist af verðþróun erlendis Misvísandi hagvísar og óvissa um efnahagsþróun í kjölfar atkvæðagreiðslu um Icesave gera að verkum að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextirnir eru þeir sömu og ákveðnir voru í febrúar. Vöxtum var ekki heldur breytt í mars. 21.4.2011 07:00 Saka Nýlistasafnið um árás á tjáningarfrelsið „Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. 21.4.2011 06:30 Gosrisarnir teiknuðu upp hillurnar hvor fyrir annan Eftir að Samkeppniseftirlitið hafði gert húsleit í fyrradag hjá Vífilfelli og Ölgerðinni vegna gruns um ólögmætt samráð kvaðst Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, algjörlega grunlaus um hvað þar byggi að baki. 21.4.2011 06:00 Vandamálið er ekki nýtt af nálinni Nikulás Úlfar Másson, forstöðumaður Húsafriðunarnefndar, segir ástandið á hinum fjölmörgu niðurníddu húsum í miðborg Reykjavíkur mikið vandamál. 21.4.2011 05:45 R-listinn í Stjórnarráðið? Styrkur ríkisstjórnarinnar og hvort rétt og nauðsynlegt sé að fjölga í stjórnarliðinu er meðal umræðuefna á kaffistofum jafnt sem bakherbergjum stjórnmálanna þessa dagana. 21.4.2011 05:30 Þetta stóð tæpt Lítill grásleppubátur komst í hann krappann úti fyrir Gróttu á Seltjarnarnesi eftir hádegi í gær. 21.4.2011 05:00 Fasteignaviðskipti glæðast Fasteignamarkaðurinn er að taka við sér og mikið um að fyrstu kaupendur sé að koma út á markaðinn. Þetta er mat Grétars Jónssonar, framkvæmdastjóra Félags fasteignasala. „Eftirspurn eftir húsnæði er mun meiri en áður og alveg ljóst að markaðurinn er að taka við sér,“ segir Grétar. 21.4.2011 05:00 Ritstjórar biðjist afsökunar Framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna hefur skorað á ritstjóra Morgunblaðsins að biðja Siv Friðleifsdóttur opinberlega afsökunar á skopmynd sem birtist af henni í blaðinu á laugardag. Á myndinni var hún teiknuð sem vændiskona. 21.4.2011 05:00 Vill sjá aukinn innflutning á kjúklingi Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að í stað þess að fjölga kjúklingaframleiðendum hér á landi til þess að auka samkeppni á markaðnum, eigi að auka innflutning á erlendum kjúklingi. 21.4.2011 04:30 Vill hjálpa fólki að auðgast Forsvarsmenn tölvuleikjafyrirtækja sem búa til forrit fyrir Apple-vörur eiga ekki að eyða tíma sínum í að búa til forrit sem seljast lítið eða ekkert og gera síðan allt til að fá viðtal við sig í fjölmiðlum og láta eins og leikurinn sé að gera það gott,“ segir Pratik Kumar, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. 21.4.2011 04:15 Hefði getað sektað fyrir Icesave Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur síðustu ár þrýst á um að veita EFTA-dómstólnum samsvarandi heimild og Evrópudómstóllinn hefur gagnvart ESB-ríkjum, þannig að hann geti sektað EES-ríki sem brjóta ákvæði EES-samningsins. 21.4.2011 04:00 Vill nafn sitt máð af vefnum Ragnar Önundarson, fyrrverandi forstjóri Kreditkorts hf., hefur kvartað til Persónuverndar yfir vefsíðunni Kortasamráð.is og krafist þess að umsjónaraðilum vefjarins verði gert að afmá nafn hans úr gögnum sem þar eru birt. Sambærileg kvörtun hefur verið send Samkeppniseftirlitinu. 21.4.2011 03:45 Nýtt upplýsingafrumvarp rangtúlkað upplýsingamál Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra telur að gagnrýni á frumvarp um ný upplýsingalög sé rangtúlkanir. Hún segir það sér að meinalausu að falla frá breytingunum. 21.4.2011 03:00 Strætóakstur um páskana Strætisvagnar munu ekki ganga á föstudaginn langa og páskadag. Í dag, skírdag, og á annan í páskum verður strætisvögnum ekið eftir hefðbundinni sunnudagsáætlun. 21.4.2011 02:45 Tveir stálu tólf slökkvitækjum Tveir ungir menn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi hvor fyrir að stela tólf slökkvitækjum. 21.4.2011 02:00 Pattstaðan í Líbíu dregst á langinn Hörð átök hafa staðið um borgina Misrata, sem uppreisnarmenn hafa haft á valdi sínu. Einnig voru bardagar í fjöllunum skammt frá Túnis, og flúðu þúsundir manna yfir landamærin. 21.4.2011 00:30 Þurfa að sannfæra Bandaríkin Ísraelar og Palestínumenn féllust síðastliðið haust á að ljúka friðarsamningum í september á þessu ári. Ekkert hefur gengið í samningaviðræðum, en Palestínumenn virðast ætla að láta reyna á það hvort öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fallist ekki á stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu þegar þessi frestur er liðinn. 21.4.2011 00:00 Búið að opna Holtavörðuheiði Búið er að opna Holtavörðuheiði, þótt lögregla og björgunarsveitir séu ennþá að athafna sig á vettvangi. 20.4.2011 21:20 Björgunarsveitin Húnar aðstoða ferðalanga á Holtavöruheiði Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga er nú að aðstoða ferðalanga á Holtavörðuheiði en þar er mikil hálka og vindur hefur slegið í og yfir 20 m/sek. 20.4.2011 21:05 Íbúar á Þórsgötu æfir vegna aðgerðaleysis borgarinnar Íbúar á Þórsgötu 12 í Þingholtunum hafa ítrekað sent borgaryfirvöldum bréf vegna niðurnídds húss við Baldursgötu 32. Húsið er í eigu fasteignafélagsins Baldursgötu ehf. sem er jafnframt skráður eigandi fyrir Baldursgötu 34, sem er í útleigu. 20.4.2011 20:15 Hátt í þúsund fjölskyldur leituðu til Fjölskylduhjálpar í dag Alls leituðu 910 fjölskyldur til Fjölskylduhjálpar í dag vegna mataraðstoðar að sögn Ásgerðar Jónu Flosadótttur. 20.4.2011 17:41 Poppar upp hvunndaginn Þegar Sveinbjörn Fjölnir Pétursson missti vinnuna sumarið 2008 fór hann strax að taka þátt í öllu sem í boði var fyrir atvinnuleitendur. Hann kom einnig fram í Kastljósi og fjallaði um málefni atvinnuleitenda, sem varð til að vekja athygli Spaugstofumanna á honum. 20.4.2011 22:00 Statoil svarar engu um Drekasvæðið Norska olíufélagið Statoil skilgreinir nú bæði Grænland og Færeyjar sem sitt nærsvæði í olíuleit en vill ekki upplýsa hvort það vilji bora á íslenska Drekasvæðinu. 20.4.2011 19:32 Svandís verður líklega tímabundið menntamálaráðherra Ekki er talið líklegt að ráðherralið Vinstri grænna taki miklum breytingum þegar Katrín Jakobsdóttir fer í fæðingarorlof. 20.4.2011 19:00 Stjórn SSNV mótmælir harðlega bensínsköttum stjórnvalda Á fundi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem haldinn var þann 12.apríl síðastliðinn var meðal annars rætt um hækkandi eldsneytisverð og áhrif þess á íbúa og fyrirtækjarekstur á landsbyggðinni. Eftirfarandi var fært til bókar á fundinum: 20.4.2011 17:53 Ruslakarlar brjóta hugsanlega 15 metra múrinn í vondu veðri Frá og með 1. maí 2011 verða sorpílát við heimili eingöngu sótt 15 metra frá sorpbíl. Borgarbúar hafa búið sig undir þessa breytingu með því að kaupa viðbótarþjónustu og sækja um að færa sorpgerðin nær götu samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 20.4.2011 17:30 Lifðu sig of mikið inn í leikinn - lögregla kölluð til Ungir tölvuleikjaspilarar vöktu svo mikið ónæði nágranna sinna í nótt að þeir sáu sig knúna til að kvarta til lögreglunnar. Lögreglan segir að ungu mennirnir hafi tekið ábendingum frá lögreglumönnum vel og lofað að taka tillit til annarra íbúa í húsinu. 20.4.2011 17:00 Einn missti meðvitund í Vestmannaeyjum - þrír í hættu Svo virðist vera sem kolsýruleki hafi komið upp í skipi í Vestmannaeyjahöfn í dag. Áhöfnin var um borð í bátnum þegar slysið varð. 20.4.2011 16:51 Vill afsökunarbeiðni frá Jóni Gnarr Rósa Steingrímsdóttir formaður Barnanna okkar, samtaka foreldra leikskólabarna í Reykjavík, gerir athugasemd við ummæli Jóns Gnarr borgarstjóra, á fundi Borgarstjórnar í gær. Rósa segir að Jón hafi lýst því yfir að foreldrar í borginni séu handbendi Sjálfstæðisflokksins og að afstaða þeirra gegn sameiningum í skólakerfinu tengist því. 20.4.2011 16:45 Sex starfsmenn áminntir vegna uppflettinga í sjúkraskrá Sex starfsmenn Landspítala hafa fengið áminningu vegna uppflettinga í rafrænni sjúkraskrá. Við reglubundna athugun á sjúkraskrá Landspítala gerði eftirlitsnefnd með sjúkraskránni athugasemd við uppflettingu níu starfsmanna við reglubundna athugun á notkun sjúkraskrárinnar. Í þremur tilfellum reyndist um eðlilegan aðgang að ræða en sex starfsmenn fengu áminningu. 20.4.2011 15:54 Konur með krabbamein kasta til bata Nokkrar konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini munu fara saman í tveggja daga veiðiferð í Sogið í Grímsnesi í maí. Þar munu þær fá tækifæri til að styrkja sig á líkama og sál með því að æfa flugukast í stórkostlegu umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu og veiða, ef heppnin er með. 20.4.2011 15:45 Jóhönnu að meinalausu að hverfa frá 110 ára ákvæðinu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að það sé sér algjörlega að meinalausu að horfið verði frá því að gera einstök skjöl óaðgengileg almenningi í 110 ár í stað 80 ára eins og gert er ráð fyrir í breytingum á upplýsingalögum. Á Facebook-síðu sinni segir Jóhanna að breytingarnar hafi verið gerðar tortryggilegar í fjölmiðlum með rangtúlkunum. 20.4.2011 15:40 Ákærðir fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl Tveir pólskir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir innflutning á 1,5 lítrum af vökva sem innihélt amfetamínbasa til söludreifingar hér á landi. Mennirnir neituðu sök við þingfestingu málsins í dag. 20.4.2011 15:10 Verulega neikvæð áhrif af lagningu vegar um Berufjarðardal Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum Axarvegar og Hringvegar um Skriðdal og Berufjarðarbotn. 20.4.2011 15:01 Sjá næstu 50 fréttir
Aðstoðarmaður ráðherra: Úrbætur nauðsynlegar ef rétt reynist "Það eru alvarlegar fullyrðingar sem koma fram á síðunni. Ef þær standast þá er það alvarlegt mál og það þarf að spyrjast fyrir um það,“ segir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður mennta- og menningamálaráðherra, sem sendi Guðmundi Franklín Jónssyni tölvupóst þar sem hann óskaði eftir svörum um meinta ritskoðun sem ný fjölmiðlalög eiga að hafa í för með sér. 21.4.2011 15:59
Siv vill að ritstjórar Morgunblaðsins biðjist afsökunar Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að ritstjórar Morgunblaðsins biðjist afsökunar á skopteikningu sem blaðið birti um síðustu helgi. 21.4.2011 12:08
Kolsýrulekaslys: Sá sem missti meðvitund á batavegi Líðan mannsins, sem fluttur var á Landspítalann í Fossvogi eftir að hafa missti meðvitund þegar kolsýruleki kom upp í skipi í Vestmannaeyjahöfn í gær, er góð að sögn vakthafandi læknis á spítalanum. 21.4.2011 11:59
Vegagerðin: Færð og veður Á Vesturlandi eru hálkublettir á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er víða hálka og hálkublettir. Ófært er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. 21.4.2011 11:38
Ekki verið að ritskoða listasýningu: Bókin tengist ekki hruninu „Málinu er lokið af okkar hálfu,“ segir Kristján B. Jónasson, forsvarsmaður bókaútgáfunnar Crymogeu, sem gaf út bókina Flora Islandica með myndskreytingum Eggerts Péturssonar listmálara. 21.4.2011 11:28
Fjögurra stiga hiti á sumardaginn fyrsta Fjögurra stiga hiti er í höfuðborginni á þessum fyrsta degi sumars og fer hlýnandi. 21.4.2011 10:00
Sekt fyrir að búa í kringum kjarnorkuverið í Fukushima Stjórnvöld í Japan hafa lýst svæði umhverfis kjarnorkuverið í Fukushima, í tuttugu kílómetra radíus, sem bannsvæði. 21.4.2011 09:53
Elísabet á afmæli í dag Elísabet Bretadrottning fagnar áttatíu og fimm ára afmæli sínu í dag. Hún hefur ríkt sem drottning í 59 ár eða síðan í febrúar 1952. 21.4.2011 09:49
Erill hjá lögreglu: Ellefu í fangageymslur og tennur brotnuðu Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en margmenni var í miðbænum og mikil ölvun. 21.4.2011 09:39
Huldumaður keypti höll Jóhannesar á 200 milljónir „Það kom kauptilboð sem var samþykkt um daginn," segir Björn Guðmundsson, sölustjóri Fasteignasölunnar Byggðar á Akureyri. 21.4.2011 08:00
Mikilvægt að við drögum úr óvissunni „Þetta er gott að sjá, nú er hálfur sigur unninn,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. 21.4.2011 07:00
Verðbólga skýrist af verðþróun erlendis Misvísandi hagvísar og óvissa um efnahagsþróun í kjölfar atkvæðagreiðslu um Icesave gera að verkum að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextirnir eru þeir sömu og ákveðnir voru í febrúar. Vöxtum var ekki heldur breytt í mars. 21.4.2011 07:00
Saka Nýlistasafnið um árás á tjáningarfrelsið „Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. 21.4.2011 06:30
Gosrisarnir teiknuðu upp hillurnar hvor fyrir annan Eftir að Samkeppniseftirlitið hafði gert húsleit í fyrradag hjá Vífilfelli og Ölgerðinni vegna gruns um ólögmætt samráð kvaðst Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, algjörlega grunlaus um hvað þar byggi að baki. 21.4.2011 06:00
Vandamálið er ekki nýtt af nálinni Nikulás Úlfar Másson, forstöðumaður Húsafriðunarnefndar, segir ástandið á hinum fjölmörgu niðurníddu húsum í miðborg Reykjavíkur mikið vandamál. 21.4.2011 05:45
R-listinn í Stjórnarráðið? Styrkur ríkisstjórnarinnar og hvort rétt og nauðsynlegt sé að fjölga í stjórnarliðinu er meðal umræðuefna á kaffistofum jafnt sem bakherbergjum stjórnmálanna þessa dagana. 21.4.2011 05:30
Þetta stóð tæpt Lítill grásleppubátur komst í hann krappann úti fyrir Gróttu á Seltjarnarnesi eftir hádegi í gær. 21.4.2011 05:00
Fasteignaviðskipti glæðast Fasteignamarkaðurinn er að taka við sér og mikið um að fyrstu kaupendur sé að koma út á markaðinn. Þetta er mat Grétars Jónssonar, framkvæmdastjóra Félags fasteignasala. „Eftirspurn eftir húsnæði er mun meiri en áður og alveg ljóst að markaðurinn er að taka við sér,“ segir Grétar. 21.4.2011 05:00
Ritstjórar biðjist afsökunar Framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna hefur skorað á ritstjóra Morgunblaðsins að biðja Siv Friðleifsdóttur opinberlega afsökunar á skopmynd sem birtist af henni í blaðinu á laugardag. Á myndinni var hún teiknuð sem vændiskona. 21.4.2011 05:00
Vill sjá aukinn innflutning á kjúklingi Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að í stað þess að fjölga kjúklingaframleiðendum hér á landi til þess að auka samkeppni á markaðnum, eigi að auka innflutning á erlendum kjúklingi. 21.4.2011 04:30
Vill hjálpa fólki að auðgast Forsvarsmenn tölvuleikjafyrirtækja sem búa til forrit fyrir Apple-vörur eiga ekki að eyða tíma sínum í að búa til forrit sem seljast lítið eða ekkert og gera síðan allt til að fá viðtal við sig í fjölmiðlum og láta eins og leikurinn sé að gera það gott,“ segir Pratik Kumar, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. 21.4.2011 04:15
Hefði getað sektað fyrir Icesave Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur síðustu ár þrýst á um að veita EFTA-dómstólnum samsvarandi heimild og Evrópudómstóllinn hefur gagnvart ESB-ríkjum, þannig að hann geti sektað EES-ríki sem brjóta ákvæði EES-samningsins. 21.4.2011 04:00
Vill nafn sitt máð af vefnum Ragnar Önundarson, fyrrverandi forstjóri Kreditkorts hf., hefur kvartað til Persónuverndar yfir vefsíðunni Kortasamráð.is og krafist þess að umsjónaraðilum vefjarins verði gert að afmá nafn hans úr gögnum sem þar eru birt. Sambærileg kvörtun hefur verið send Samkeppniseftirlitinu. 21.4.2011 03:45
Nýtt upplýsingafrumvarp rangtúlkað upplýsingamál Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra telur að gagnrýni á frumvarp um ný upplýsingalög sé rangtúlkanir. Hún segir það sér að meinalausu að falla frá breytingunum. 21.4.2011 03:00
Strætóakstur um páskana Strætisvagnar munu ekki ganga á föstudaginn langa og páskadag. Í dag, skírdag, og á annan í páskum verður strætisvögnum ekið eftir hefðbundinni sunnudagsáætlun. 21.4.2011 02:45
Tveir stálu tólf slökkvitækjum Tveir ungir menn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi hvor fyrir að stela tólf slökkvitækjum. 21.4.2011 02:00
Pattstaðan í Líbíu dregst á langinn Hörð átök hafa staðið um borgina Misrata, sem uppreisnarmenn hafa haft á valdi sínu. Einnig voru bardagar í fjöllunum skammt frá Túnis, og flúðu þúsundir manna yfir landamærin. 21.4.2011 00:30
Þurfa að sannfæra Bandaríkin Ísraelar og Palestínumenn féllust síðastliðið haust á að ljúka friðarsamningum í september á þessu ári. Ekkert hefur gengið í samningaviðræðum, en Palestínumenn virðast ætla að láta reyna á það hvort öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fallist ekki á stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu þegar þessi frestur er liðinn. 21.4.2011 00:00
Búið að opna Holtavörðuheiði Búið er að opna Holtavörðuheiði, þótt lögregla og björgunarsveitir séu ennþá að athafna sig á vettvangi. 20.4.2011 21:20
Björgunarsveitin Húnar aðstoða ferðalanga á Holtavöruheiði Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga er nú að aðstoða ferðalanga á Holtavörðuheiði en þar er mikil hálka og vindur hefur slegið í og yfir 20 m/sek. 20.4.2011 21:05
Íbúar á Þórsgötu æfir vegna aðgerðaleysis borgarinnar Íbúar á Þórsgötu 12 í Þingholtunum hafa ítrekað sent borgaryfirvöldum bréf vegna niðurnídds húss við Baldursgötu 32. Húsið er í eigu fasteignafélagsins Baldursgötu ehf. sem er jafnframt skráður eigandi fyrir Baldursgötu 34, sem er í útleigu. 20.4.2011 20:15
Hátt í þúsund fjölskyldur leituðu til Fjölskylduhjálpar í dag Alls leituðu 910 fjölskyldur til Fjölskylduhjálpar í dag vegna mataraðstoðar að sögn Ásgerðar Jónu Flosadótttur. 20.4.2011 17:41
Poppar upp hvunndaginn Þegar Sveinbjörn Fjölnir Pétursson missti vinnuna sumarið 2008 fór hann strax að taka þátt í öllu sem í boði var fyrir atvinnuleitendur. Hann kom einnig fram í Kastljósi og fjallaði um málefni atvinnuleitenda, sem varð til að vekja athygli Spaugstofumanna á honum. 20.4.2011 22:00
Statoil svarar engu um Drekasvæðið Norska olíufélagið Statoil skilgreinir nú bæði Grænland og Færeyjar sem sitt nærsvæði í olíuleit en vill ekki upplýsa hvort það vilji bora á íslenska Drekasvæðinu. 20.4.2011 19:32
Svandís verður líklega tímabundið menntamálaráðherra Ekki er talið líklegt að ráðherralið Vinstri grænna taki miklum breytingum þegar Katrín Jakobsdóttir fer í fæðingarorlof. 20.4.2011 19:00
Stjórn SSNV mótmælir harðlega bensínsköttum stjórnvalda Á fundi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem haldinn var þann 12.apríl síðastliðinn var meðal annars rætt um hækkandi eldsneytisverð og áhrif þess á íbúa og fyrirtækjarekstur á landsbyggðinni. Eftirfarandi var fært til bókar á fundinum: 20.4.2011 17:53
Ruslakarlar brjóta hugsanlega 15 metra múrinn í vondu veðri Frá og með 1. maí 2011 verða sorpílát við heimili eingöngu sótt 15 metra frá sorpbíl. Borgarbúar hafa búið sig undir þessa breytingu með því að kaupa viðbótarþjónustu og sækja um að færa sorpgerðin nær götu samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 20.4.2011 17:30
Lifðu sig of mikið inn í leikinn - lögregla kölluð til Ungir tölvuleikjaspilarar vöktu svo mikið ónæði nágranna sinna í nótt að þeir sáu sig knúna til að kvarta til lögreglunnar. Lögreglan segir að ungu mennirnir hafi tekið ábendingum frá lögreglumönnum vel og lofað að taka tillit til annarra íbúa í húsinu. 20.4.2011 17:00
Einn missti meðvitund í Vestmannaeyjum - þrír í hættu Svo virðist vera sem kolsýruleki hafi komið upp í skipi í Vestmannaeyjahöfn í dag. Áhöfnin var um borð í bátnum þegar slysið varð. 20.4.2011 16:51
Vill afsökunarbeiðni frá Jóni Gnarr Rósa Steingrímsdóttir formaður Barnanna okkar, samtaka foreldra leikskólabarna í Reykjavík, gerir athugasemd við ummæli Jóns Gnarr borgarstjóra, á fundi Borgarstjórnar í gær. Rósa segir að Jón hafi lýst því yfir að foreldrar í borginni séu handbendi Sjálfstæðisflokksins og að afstaða þeirra gegn sameiningum í skólakerfinu tengist því. 20.4.2011 16:45
Sex starfsmenn áminntir vegna uppflettinga í sjúkraskrá Sex starfsmenn Landspítala hafa fengið áminningu vegna uppflettinga í rafrænni sjúkraskrá. Við reglubundna athugun á sjúkraskrá Landspítala gerði eftirlitsnefnd með sjúkraskránni athugasemd við uppflettingu níu starfsmanna við reglubundna athugun á notkun sjúkraskrárinnar. Í þremur tilfellum reyndist um eðlilegan aðgang að ræða en sex starfsmenn fengu áminningu. 20.4.2011 15:54
Konur með krabbamein kasta til bata Nokkrar konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini munu fara saman í tveggja daga veiðiferð í Sogið í Grímsnesi í maí. Þar munu þær fá tækifæri til að styrkja sig á líkama og sál með því að æfa flugukast í stórkostlegu umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu og veiða, ef heppnin er með. 20.4.2011 15:45
Jóhönnu að meinalausu að hverfa frá 110 ára ákvæðinu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að það sé sér algjörlega að meinalausu að horfið verði frá því að gera einstök skjöl óaðgengileg almenningi í 110 ár í stað 80 ára eins og gert er ráð fyrir í breytingum á upplýsingalögum. Á Facebook-síðu sinni segir Jóhanna að breytingarnar hafi verið gerðar tortryggilegar í fjölmiðlum með rangtúlkunum. 20.4.2011 15:40
Ákærðir fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl Tveir pólskir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir innflutning á 1,5 lítrum af vökva sem innihélt amfetamínbasa til söludreifingar hér á landi. Mennirnir neituðu sök við þingfestingu málsins í dag. 20.4.2011 15:10
Verulega neikvæð áhrif af lagningu vegar um Berufjarðardal Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum Axarvegar og Hringvegar um Skriðdal og Berufjarðarbotn. 20.4.2011 15:01