Fleiri fréttir

Tvö innbrot í nótt

Brotist var inn í skóla í austurborginni í nótt, en ekki liggur fyrir hvort einhverju var stolið. Innbrotsþjófurinn komst undan. Einnig var brotist inn í bakarí í vesturborginni.

Stormur truflar flugumferð á Kastrup

Mikill stormur sem herjar nú á Dani hefur leitt til truflana á flugumferðinni um Kastrup flugvöll. Stormurinn kemur harðast niður á Kaupmannahafnarsvæðinu og á Sjálandi.

Mikill eldur í mannlausum bíl

Mikill eldur gaus upp í mannlausum bíl, sem stóð fyrir utan íbúðarhús á Seltjarnarensi um klukkan fjögur í nótt.

Örlagadagur runninn upp í Bandaríkjunum

Örlagadagur er runninn upp í Bandaríkjunum því ef ekki næst samkomulag um fjárlög landsins fram á haustið mun stór hluti af hinu opinbera kerfi í Bandaríkjunum stöðvast á miðnætti.

Skaut 12 börn til bana í grunnskóla í Brasilíu

Þungvopnaður 24 ára gamall maður ruddist inn í grunnskóla í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu í gærdag og skaut 12 börn til bana áður enn hann framdi sjálfsmorð. Um var að ræða fyrrum nemanda í skólanum.

Leki kominn að öðru kjarnorkuveri í Japan

Vatnsleki er kominn upp við annað kjarnorkuver í Japan. Um er að ræða Onagawa kjarnorkuverið í norðurausturhluta Japans en lekinn úr því hófst í kjölfar jarðsskjálfta upp á 7,4 á Richter sem reið yfir Japan í gærdag.

Óttast að glæpagengi séu að reyna að útvega sér skotvopn

Lögreglumenn í öllum umdæmum, þar sem seld eru skotvopn í sportvöruverslunum, hafa verið beðnir um að vara seljendur við að menn, sem tengjast glæpahópum, kunni að reyna að komast yfir skotvopn í verslunum þeirra með ólöglegum hætti. Jafnvel með vopnuðum ránum í verslununum.

Fáir taka afstöðu til flokkanna

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn bæta við sig fylgi en stuðningur við Samfylkinguna og Framsóknarflokkinn dalar samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins.

Jóhanna sló á sáttahönd atvinnulífsins

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sló sáttatillögu Samtaka atvinnulífsins um lausn í sjávarútvegsmálum út af borðinu með afgerandi hætti á aðalfundi samtakanna í gær. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, lýsti furðu sinni á afstöðu ráðherra en samtökin hafa sett niðurstöðu í sjávarútvegsmálum sem skilyrði fyrir gerð kjarasamninga.

Send heim í fjárlagadeilu

Leiðtogar demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi hafa fram á síðustu stundu ekki náð samkomulagi um fjárlög ársins.

Samningagerðin kostaði yfir 300 milljónir króna

Kostnaður Íslands af gerð nýjustu Icesave-samninganna er yfir 300 milljónir króna. Mikill meirihluti þeirrar fjárhæðar er tilkominn vegna ráðgjafar og vinnu erlendra sérfræðinga en innlendi kostnaðurinn nemur fáeinum tugum milljóna.

Framlengt á föður og frænda

Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum, sem grunaðir eru um kynferðisbrot gegn dreng á áttunda árinu, til 14. apríl næstkomandi. Úrskurðurinn er á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en lögreglan mun eiga eftir að rannsaka talsvert magn gagna sem fundust í tölvum mannanna.

Fjórtán ár fyrir árás á föður sinn

Þorvarður Davíð Ólafsson hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann réðst á föður sinn, Ólaf Þórðarson, og veitti honum lífshættulega áverka. Ólafur hlaut alvarlegan heilaskaða og hefur dvalið á Grensásdeild. Ákæruvaldið segist ekki vita til þess að þyngri dómur hafi fallið fyrir tilraun til manndráps. Slíkir dómar hafa verið í kringum fimm ár.

Minntist fórnarlambanna í tilfinningaþrunginni ræðu

Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, hélt tilfinningaþrungna ræðu í kvöld þegar hún minntist fórnarlambanna í skotárásinni í Rio de Janeiro í morgun. Að minnsta kosti 13 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í grunnskóla í borginni. Maðurinn svipti sig lífi í kjölfarið.

Dómurinn yfir Baldri gefur tóninn

Jón Þór Ólason, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands, segir dómstóla hafa sent í dag ákveðin skilaboð með dómnum yfir Baldri Gunnlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. „Hann er mjög þungur. Þetta er tveggja ára fangelsi og síðan er þarna líka upptaka á hárri fjárhæð. Það sem er merkilegast við hann er að þarna er í fyrsta sinn verið að dæma á grundvelli ákvæðis um innherjasvik sem kom í fyrsta sinn í lög frá 1989,“ sagði Jón Þór í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld.

Talið að áhorfsmet falli

Nú styttist óðum í hið konunglega brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Talið er að allt að tveir milljarðar manna um allan heim muni fylgjast með brúðkaupinu í beinni útsendingu í sjónvarpi eða á netinu. Þetta sagði talsmaður breska forsætisráðuneytisins í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag. Um 750 milljónir manna fylgdust með brúðkaupi Díönu og Karls Bretaprins árið 1981, en talið er að áhorfsmet verði slegið.

Vigdís greinir frá ákvörðun sinni á meðal framsóknarmanna

"Ég er búinn að taka ákvörðun og hún verður kynnt í ræðu minni á flokksþinginu á morgun,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hún hefur að undanförnu íhugað að bjóða sig fram gegn Birki Jóni Jónssyni varaformanni flokksins á flokksþingi framsóknarmanna sem hefst formlega á morgun og stendur til sunnudags. Á laugardaginn fer fram kosning í embætti formanns, varaformanns og ritara.

Neita að hafa haldið stúlku í kynlífsþrælkun í 18 ár

Hjón á sextugsaldri í Kaliforníu neita að hafa rænt 11 ára stúlku árið 1991 og haldið henni í kynlífsþrælkun í 18 ár. Maðurinn, sem er dæmdur kynferðisbrotamaður, mun hafa nauðgað stúlkunni sem ól honum tvö börn.

Ekkert ferðaveður á Mýrdalssandi

Ekkert ferðaveður er á Mýrdalssandi en þar er óveður og mikið sandfok, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Mikið spurt um lóðir í Kópavogi

Formaður bæjarráðs Kópavogs segir mikið spurt um lóðir í bæjarfélaginu. Frá áramótum hafa Kópavogsbæ borist 11 umsóknir um lóðir fyrir sérbýli og átta umsóknir um fjölbýlishúsalóðir.

Reiði í Brasilíu vegna siðblinds kvikindis

Að minnsta kosti 13 eru látnir eftir að maður hóf skothríð í grunnskóla í Ríó De Janeiro. Árásarmaðurinn er einn hinna látnu. Talið er hann sé fyrrverandi nemandi við skólann sem tekur nemendur frá 10 til 15 ára aldurs.

Á annan tug innherjasvikamála til rannsóknar

Á annan tug innherjasvikamála eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Brot Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, eru stórfelld að mati Héraðsdóms, en hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik þegar fyrsti dómurinn í málum sérstaks saksóknara féll í dag.

Fylgishrun kemur formanni VG ekki á óvart

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að fylgishrun ríkisstjórnarflokkanna komi ekki á óvart. Hann segir að niðurstaðan í Icesave muni ekki hafa áhrif ríkisstjórnarsamstarfið.

Gætu beitt sér gegn Íslandi innan EES

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, telur að Bretar og Hollendingar muni beita sér gegn Íslandi innan Evrópska efnahagssvæðisins verði Icesave samningarnir felldir í Þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hæstiréttur sýknaði afann

Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann sem héraðsdómur hafði dæmt í 10 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Hæstiréttur telur að frásögn stúlkunnar hafi verið á reiki og tekið talsverðum breytingum frá einni skýrslu til annarrar. Að auki hafi framburður hennar ekki verið stöðugur innbyrðis í skýrslutökunum, einkum við aðalmeðferð málsins, enda hafi hún verið þráspurð um atvik og í sumum tilvikum hafi spurningarnar verið leiðandi. Þá telur Hæstiréttur að framburður bræðra stúlkunnar hafi að nokkru sama marki brenndur og af þeim sökum var maðurinn sýknaður. Einn dómari, Garðar Gíslason, af fimm skilaði sératkvæði og vildi staðfesta dóm héraðsóms.

Ný könnun: 52% segja nei

52% prósent þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Gallup ætla að greiða atkvæði gegn Icesave-lögunum á laugardaginn en 48% ætla að segja já. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem greint var frá í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Pabbinn og frændinn áfram í gæsluvarðhaldi

Mennirnir tveir, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna gruns um gróft kynferðislegt ofbeldi gagnvart dreng á áttunda ári voru í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 14. apríl að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Landsdómur kostar 113 milljónir

Áætlaður kostnaður við landsdóm á þessu ári er 113,4 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Meirihluti Alþingis ákvað á síðasta ári að kalla landsdóm saman sem sækir nú mál á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Í svari Ögmundar kemur einnig fram að ef meðferð málsins verður ekki lokið á þessu ári gæti einhver kostnaður lagst til á næsta ári.

Þriggja ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot

Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir brot gegn fötluðum bróðurbörnum sínum, dreng og stelpu. Þar með mildaði hann dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra um eitt ár.

Ari Teitsson varaformaður stjórnlagaráðs

Ari Teitsson fulltrúi í stjórnlagaráði var í dag kjörinn varaformaður ráðsins. Áður hafði Salvör Nordal verið kosin formaður. Annar fundur ráðsins var haldinn í dag og má fylgjast með honum í beinni útsendingu á netinu.

Salvör kjörin formaður stjórnlagaráðs

Salvör Nordal var í dag kjörin formaður stjórnlagaráðs en ráðið hittist á sínum öðrum fundi í dag. Kosið var á milli hennar og Þorvaldar Gylfasonar en þau fengu flest atkvæði þeirra átta sem tilnefnd voru til embættisins. Fór svo að Salvör sigraði.

Harður árekstur á Nýbýlavegi

Hörð aftanákeyrsla varð um þrjúleytið á gatnamótum Nýbýlavegar og Þverbrekku. Nýbýlavegur var lokaður á tímabili til austurs vegna þessa.

Maður á svörtum skutbíl reyndi að lokka barn við Sæmundarskóla

Nemanda í Sæmundarskóla í Grafarholti var boðið upp í svartan skutbíl af ókunnugum manni í dag. Umræddur nemandi var að bíða eftir því að vera sóttur í skólann og beið á gangstéttinni við Gvendargeisla. Í bréfi sem skólastjóri Sæmundarskóla hefur sent til foreldra og forráðamanna barna í skólanum segir að barnið hafi brugðist hárrétt við, hlaupið í burtu og sagt starfsmanni skólans frá atvikinu. Haft var samband við lögreglu og málið unnið í samstarfi við hana. Talað var við alla nemendur áður en þeir fóru heim úr skólanum og brýnt fyrir þeim að fara ekki undir neinum kringumstæðum uppí ókunnuga bíla Undanfarnar vikur hafa borist fjölda tilkynninga um að maður eða menn á svörtum eða dökkum bíl hafi boðið börnum upp í bíl hjá sér. Lögregla hefur vegna þessa aukið eftirlit við skóla, og er þar með bæði merkta og ómerkta lögreglubíla.

Umboðsmaður Alþingis snuprar biskup fyrir stöðuveitingu

Umboðsmaður Alþingis telur að annmarkar hafi verið á skipan prests við Garðaprestakall á dögunum. Hann telur þó ólíklegt að annmarkarnir leiði til ógildingar á ákvörðuninni og að það sé dómstóla að fjalla um hugsanlega bótaábyrgð.

Huðnan Snotra bar tveimur höfrum

Huðnan Snotra varð fyrst huðna að bera í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þetta árið. Hún bar tveimur gráflekkóttum höfrum 5. apríl. Snotra sinnir móðuhlutverkinu vel en hafurinn Klettur sem er faðir kiðlinganna fylgist með úr hæfilegri fjarlægð. Nemendur í 6. bekk Korpuskóla voru staddir í vinnumorgni í garðinum þegar Snotra bar. Krakkarnir fylgdust spennt með milli þess sem þau sinntu morgunverkum í útihúsunum af stakri prýði. Burðurinn gekk vel og Snotra kom kiðlingunum í heiminn án aðstoðar.

Umferðin hefur dregist mikið saman

Umferð í mars var 15,5 prósentum minni en í sama mánuði í fyrra. Mælingar Vegagerðarinnar sýna þetta. Þá dróst akstur saman um 18,1 prósent. Akstur er reiknaður sem umferð á dag margfaldað með lengd vegkafla. Vegagerðin segir að svo mikill samdráttur í umferð og akstri sé fáséður og einsdæmi frá því að byrjað var að taka saman tölurnar árið 2005.

Stór skjálfti í Japan - varað við flóðbylgju

Stór jarðskjálfti, 7,4 stig á Ricther reið yfir Japan í dag. Skjálftinn átti upptök sín undan ströndum Miyagi héraðs að því er fram kemur hjá CNN fréttastofunni. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út og er talið að bylgjan gæti orðið um meter á hæð. Því eru íbúar hvattir til að færa sig frá ströndinni. Tæpur mánuður er liðinn frá því risaskjálfti, níu stig, reið yfir sama svæði með skelfilegum afleiðingum.

Þrettán létust í skotárás í brasilískum skóla

Að minnsta kosti þrettán liggja í valnum eftir að byssumaður hóf skothríð í skóla í Rio De Janeiro í Brasilíu í dag. Árásarmaðurinn er á meðal hinna látnu en óljóst er hvort hann hafi fallið fyrir kúlum lögreglunnar eða hvort hann hafi framið sjálfsmorð að ódæðinu loknu.

Kynferðisafbrot fararstjórans misfórst hjá félagsþjónustunni

Fararstjórinn sem var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita 16 ára stúlku kynferðislega, hafði áður beitt hana kynferðislegri misneytingu. Þá var málið tilkynnt til félagsyfirvalda bæjarfélagsins en samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur hlaut kæran ekki frekari framgang vegna misskilnings starfsmanna félagsþjónustunnar.

Lögreglan leitar að tvíburaníðingi

Breskur barnaníðingur sem var á flótta í Evrópu var í gær handtekinn af frönsku lögreglunni. Hann hafði verið látinn laus úr fangelsi en var á skilorði sem bannaði honum að fara úr landi. Hann lagði þá á flótta ásamt tvíburabróður sínum, sem einnig er eftirlýstur fyrir sömu sakir. Lögreglan breska hefur farið fram á að maðurinn verði framseldur til Bretlands en tvíburabróðursins er enn leitað.

Á níunda hundrað kosið í dag

Alls hafa 870 manns kosið utankjörfundar í Reykjavík í dag. Utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram í Laugardalshöll. Í heild hafa rúmlega 15000 manns kosið utankjörfundar hingað til. Þar af eru um 10 þúsund í Reykjavík.

Sjá næstu 50 fréttir