Fleiri fréttir Neyddu fanga til þess að nauðga samföngum sínum Sjö fangaverðir í rússnesku fangelsi í Pétursborg hafa sjálfir verið dæmdir í fangelsi fyrir að pynta fanga og neyða menn til þess að nauðga samföngum sínum. 6.3.2011 00:00 Bradley látinn sofa nakinn Bradley Manning, ungi hermaðurinn sem sakaður er um að hafa látið forsvarsmenn WikiLeaks hafa trúnaðargögn, þurfti að sofa nakinn í heila sjö tíma á dögunum. Manning er sakaður um að hafa látið WikiLeaks í té upplýsingar úr sendiráðum Bandaríkjanna víða um heim og hefur mátt dúsa í fangelsi í Washington vegna þessa undanfarna mánuði. Þar þurfti hann að vera í sjö tíma nakinn á dögunum, eftir því sem fram kemur á fréttavef Guardian. Verjandi hans telur að herlög hafi verið brotin með þessari framkomu gagnvart Manning. 5.3.2011 20:57 Drap eiginkonuna fyrir að smita sig af HIV veirunni Saudi-Arabíska lögreglan handtók mann sem hafði drepið eiginkonu sína fyrir að smita sig af HIV veirunni. 5.3.2011 21:00 Hörð átök í Líbíu Hörð átök eru á milli uppreisnarmanna og hersveita hliðhollar Muammar Gaddafis, leiðtoga Líbíu, í borginni Zawiya, sem er um 50 kílómetrum vestur af höfuðborg landsins, Trípolí. 5.3.2011 15:59 Vítisenglarnir koma til landsins síðdegis á morgun Von er á íslensku Vítisenglunum til Ísland síðdegis en norsk yfirvöld vísuðu þeim úr landi eftir að þeir voru stöðvaðir á Gardemoen-flugvelli í gær. Þá sagði varðstjóri lögreglunnar að mennirnir, sem voru átta, væru í öryggisgæslu þar sem erindi þeirra til landsins var kannað. 5.3.2011 14:26 Vítisenglar í Bandaríkjunum handteknir Lögreglan í bænum Spokane í Washington-ríki í Bandaríkjunum réðist inn í klúbbahúsnæði á vegum Vítisengla þar í borg vegna gruns um fjárkúgun og morðs. 5.3.2011 14:21 Víða hvassviðri - óveður við Hafnarfjall Á Suðurlandi eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálkublettir og éljagangur er víða á Vesturlandi. Óveður er við Hafnarfjall og á norðanverðu Snæfellsnesi. 5.3.2011 14:07 Saudí-Arabía bannar mótmæli í landinu - hóta öryggisveitum Saudí-Arabísk yfirvöld hafa bannað öll mótmæli í landinu sem og kröfugöngur samkvæmt þarlendum fjölmiðlum og Reuters greinir frá. Það var Innanríkisráðherra Saudí-Arabíu sem tilkynnti um bannið eftir að sjíta-múslimar í landinu stóðu fyrir fámennum mótmælum í Austurhéraði landsins. 5.3.2011 13:58 Dollar fann kannabisefni á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðurm fann tæp 70 grömm af kannabisefnum í gærmorgun. Efnið fannst við húsleit á Ísafirði. Ungur maður var handtekinn í þágu rannsóknar málsins. Hann hefur viðurkennt að hafa átt efnið og ætlað það til dreifingar á svæðinu. 5.3.2011 13:10 Lést í gufunni í World Class - fannst daginn eftir Karlmaður fannst látinn í gufubaði World Class á miðvikudaginn en maðurinn lést skyndidauða samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar liggja fyrir en þær staðfesta að andlát mannsins hafi ekki borið að með saknæmum hætti. 5.3.2011 12:19 Alda Hrönn hefur kært frávísun vegna klúrra fúkyrða Saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra hefur kært ákvörðun lögreglunnar um að vísa kæru hennar frá. Kæruna lagði hún fram vegna ummæla forvera hennar í starfi. 5.3.2011 11:56 Banksy borgaði rússneska listamenn úr fangelsi Dularfulli listamaðurinn Banksy borgaði tryggingafé fyrir tvo rússneska listamenn sem voru handteknir af lögreglunni í Moskvu fyrir list sína. Listamennirnir Leonid Nikolayev og Oleg Vorotnikov tilheyra listahópnum Voina, sem þýðir stríð. 5.3.2011 11:34 Þetta er búinn að vera frábær ferill Eyjólfur Kristjánsson gefur út fimmtíu laga safnplötu og fer í sína stærstu tónleikaferð til þessa í tilefni af fimmtugsafmæli sínu. 5.3.2011 11:00 Fundað um RÚV Framtíðarþing um hlutverk, stöðu og dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins verður haldið í Hafnarhúsinu í dag undir yfirskriftinni Framtíðarþing þjóðarútvarps. Þingið hefst núna klukkan tíu og stendur til tvö. 5.3.2011 10:17 Kínverjar vilja hitta son Kim Jong-Il Stjórnvöld í Kína hafa boðið Kim jong-un í opinbera heimsókn. Kim Jong-un er sonur Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu og sá sem taka á við völdum þegar faðir hans fellur frá. 5.3.2011 10:14 Réttað yfir Berlusconi vegna misnotkunar á sjónvarpsstöð Réttarhöldin yfir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, halda áfram í dag. Í dag verður réttað yfir honum vegna meintrar misnotkunar á sjónvarpsstöð sem er í eigu Berlusconi en hann stendur nú í fjórum málaferlum. 5.3.2011 10:10 Árni Páll: Engin evra þýða áframhaldandi gjaldeyrishöft Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að ef Ísland tekur ekki upp evru sé fyrirséð að gjaldeyrishöftin séu komin til að vera. Þetta sagði hann í samtali við Bloomberg fréttaveituna í gær. 5.3.2011 10:05 Segjast hafa náð Ras Lanuf Líbanskir uppreisnarmenn fullyrða að þeir hafi í morgun náð yfirráðum í olíubænum Ras Lanuf. 5.3.2011 10:03 Íslenska flugvélin liggur enn skemmd við flugbrautina Dash átta flugvél Flugfélags Íslands sem brotlenti í Nuuk á Grænlandi í gær liggur enn skemmd við flugbrautina. 5.3.2011 09:59 Feðgar á spítala eftir harðan árekstur - grunur um ölvun Feðgar voru fluttir slasaðir á sjúkrahúsið á Akureyri eftir harðan árekstur en grunur leikur á að ökumaður, sem ók aftan á kyrrstæðan bíl þeirra feðga á þjóðveginum í Mývatnssveit, hafi verið ölvaður. 5.3.2011 09:41 Vatnsleki í Héraðsdómi Reykjavíkur Vatn lak í kjallara Héraðsdóms Reykjavíkur í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var um minniháttar atvik að ræða. 5.3.2011 09:32 Lamdi mann í andlitið með bjórglasi Karlmaður er í haldi lögreglunnar eftir að hafa slegið annan mann í andlitið með bjórglasi. Sá sem fékk glasið í sig skast verulega illa en árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistað við Tryggvagötuna í nótt. 5.3.2011 09:28 Félagar í MC Iceland orðnir Vítisenglar Átta félagar vélhjólaklúbbsins MC Iceland voru stöðvaðir á Gardemoen-flugvelli í Osló í gær og meinað að fara inn í landið. Þar hugðust þeir taka þátt í inntökuathöfn í samtökin Hells Angels, eða Vítisengla, sem veitt hafa MC Iceland formlega inngöngu í samtökin. Evrópska lögreglan, Europol, skilgreinir Vítisengla sem skipulögð glæpasamtök. 5.3.2011 09:00 Dæmdir fyrir hrottafengna árás Tveir menn voru á fimmtudag dæmdir í fangelsi fyrir "frelsissviptingu, stórfellda líkamsárás, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar“ auk fíkniefnabrota. Mennirnir, Eyþór Helgi Guðmundsson og Gestur Hrafnkell Kristmundsson, voru dæmdir í tveggja og hálfs árs og tuttugu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Brot mannanna eru sögð alvarleg, hrottafengin og niðurlægjandi. 5.3.2011 08:00 Engar veðsettar eignir seldar Capacent sendi í gær frá sér fréttatilkynningu í tilefni af frétt sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Þar kom fram að skiptastjóri GH1, sem áður hét Capacent, hefði óskað eftir því við efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra að hafin yrði rannsókn á sölu á rekstri og vörumerki Capacent í september. Þykir leika grunur á að veðsettar eignir hafi verið seldar án heimildar veðsala. 5.3.2011 07:00 Þúsundir vilja stjórnarbetrun Þúsundir manna héldu út á götur í Bagdad og fleiri borgum Íraks í gær, annan föstudaginn í röð, til að krefjast umbóta í stjórn landsins og betri kjara. Fólkið lét það ekki á sig fá að stjórnin hafði bannað umferð ökutækja, heldur hélt gangandi til mótmælanna. Sumir þurftu að ganga klukkustundum saman. Írakar hafa tekið sér til fyrirmyndar mótmælendur í ríkjum Norður-Afríku og Mið-Austurlanda, en stjórnvöld óttast að mótmælin fari úr böndunum. 5.3.2011 06:00 Tugir friðargæsluliða látnir Meira en fimmtíu friðargæsluliðar hafa látið lítið í átökum í Sómalíu síðan stórsókn gegn íslamistum hófst fyrir hálfum mánuði. Friðargæsluliðarnir eru í Sómalíu á vegum Afríkubandalagsins. Flestir hinna látnu eru frá Búrúndí og Úganda. 5.3.2011 05:00 Gæti numið 33 milljónum Sjúkratryggingar Íslands munu endurgreiða kostnað sjúkratryggðra einstaklinga sem dvöldu á sjúkrahótelinu Lind á tímabilinu 15. september 2005 til og með 30. september 2009. Endurgreiðslur gætu numið 33 milljónum króna í heild þar sem um 5.000 reikningar voru greiddir á tímabilinu. 5.3.2011 04:00 Málinu lýkur ekki hjá dómstóli EFTA Ekki er ólíklegt að ár líði frá þjóðaratkvæðagreiðslu til dóms hjá EFTA-dómstólnum, hafni þjóðin nýjum Icesave-samningi. Þá tæki að öllum líkindum við málarekstur fyrir íslenskum dómstólum. Þeir þyrftu svo að leita álits EFTA-dómstólsins um vafaatriði í túlkun á EES-samningnum. 5.3.2011 04:00 Leyfir mótmæli hommahatara Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði á miðvikudag að ekki mætti banna baptistakirkjunni í Westboro í Kansas að mótmæla við útfarir hermanna. 5.3.2011 03:30 Sagði af sér vegna tengsla við Gaddafí Howard Davies sagði af sér í gær sem rektor London School of Economics, eins virtasta háskóla Bretlands, vegna tengsla sinna við Gaddafí og son hans, Saíf al-Islam Gaddafí, þann sama son og nú birtist reglulega í fjölmiðlum sem helsti talsmaður Líbíustjórnar út á við. 5.3.2011 03:30 Óvíst hvað olli því að Dash 8 vélin brotlenti Ekkert liggur fyrir um það hvað olli því að Dash 8 vél Flugfélags Íslands brotlenti á flugvellinum í Nuuk í Grænlandi í dag. Fram kemur í tilkynningu frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa að samkvæmt alþjóðlegum samningum muni rannsókn á slysinu vera í höndum Rannsóknarnefndar flugslysa í Danmörku. 4.3.2011 21:15 Dómarinn gaf 36 rauð spjöld Dómarinn sem dæmdi leik í fimmtu deildinni í Argentínu á dögunum setti að öllum líkindum nýtt heimsmet á dögunum þegar hann gaf samtals 36 rauð spjöld í einum leik. 4.3.2011 20:15 Undantekning að ofvirknilyf séu misnotuð Hópur Barna- og unglingageðlækna segir umræðu á Íslandi um ADHD, eða athyglisbrest með ofvirkni, vera fordómafulla á Íslandi. Þetta hafi meðal annars komið skýrt fram á Læknaþingi á dögunum. 4.3.2011 20:14 Stöðvuðu skip með 19 milljarða í líbískri mynt Bresk yfirvöld stöðvuðu skip sem var að flytja líbíska mynt til Líbíu. Fjármunirnir voru fluttir í reiðufé og nema um 19 milljörðum íslenskra króna. Skipið var í breskri hafnsögu þegar það var tekið. 4.3.2011 21:04 Föstudagsviðtalið: Þróunarmál fái stað í þjóðarsálinni Engilbert Guðmundsson, nýr framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, sagði Sigríði Björgu Tómasdóttur frá starfi og framtíðarsýn ÞSSÍ á niðurskurðartímum, frá mikilvægi þróunaraðstoðar og starfsferli á vettvangi alþjóðamála. 4.3.2011 21:00 Á annað hundrað manns leitaði aðstoðar vegna nauðgana Samtökin Stígamót sem berjast gegn kynferðisofbeldi kynntu tölur úr ársskýrslu sinni í morgun. Samtökin fengust við alls tvö hundruð sjötíu og fimm ný mál. 4.3.2011 19:11 Fyrrverandi fangelsisstjóri handtekinn í dag Fyrrverandi forstöðumaður fangelsisins á Kvíabryggju var í dag handtekinn og húsleit gerð á heimili hans síðdegis hann er grunaður stórfelldan fjárdrátt. Geirmundur Vilhjálmsson, fyrrverandi forstöðumaður fangelsisins á Kvíabryggju, er grunaður um stórfelldan fjárdrátt meðan hann gengdi starfi sínu á Kvíabryggju. 4.3.2011 18:30 Gunnar Rúnar fór handjárnalaus í klippingu á Selfossi í gær Gunnar Rúnar Sigurþórsson fór í klippingu handjárnalaus á Selfossi í gær og í fylgd hans var einn gæslumaður. Þetta kom fram í Reykjavík Síðdegis í dag. 4.3.2011 17:00 Kópavogsbær fellst ekki á rökstuðning FME Bæjarráð Kópavogs fellst ekki á rökstuðning Fjármálaeftirlitsins um staðsetningu nýs húsnæðis stofnunarinnar og telur hann ómálefnalegan. Þetta var bókað á fundi bæjarráðs í gær. Bæjarráð ætlar að fylgja málinu eftir og óskar eftir því að FME fresti ákvörðun um leigu á nýju húsnæði. 4.3.2011 16:57 Íslensk vél brotlenti á flugvellinum í Nuuk - allir farþegar ómeiddir Dash 8 flugvél Flugfélags Íslands brotlenti á flugvellinum í Nuuk á Grænlandi fyrir rúmum hálftíma síðan. Vélin var að koma inn til lendingar þegar hún fær vindhnút á sig og í lendingunni gefur hjólastellið hægra megin sig og brotnar undan vélinni. Vélin rann út af flugbrautinni og út á öryggissvæði þar sem hún stöðvast. 4.3.2011 16:51 Félagar í MC Iceland fá ekki að heimsækja Noreg Norsk yfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að vísa íslenskum meðlimum mótorhjólaklúbbsins MC Iceland frá landi en þeir voru stöðvaðir af lögreglu við komu sína til Noregs í morgun. Lögreglan Gardemoen flugvelli í Osló staðfestir þetta í samtali við Vísi. Mennirnir eru enn á flugvellinum og ekki er ljóst hvenær þeir verða sendir til baka. 4.3.2011 16:29 Marel gefur barnavog Marel afhenti Kvennadeild Landspítalans sérhannaða barnavog til notkunar fyrir ungabörn á fæðingardeild og sængurkvennagangi í dag. Vogin er framlag fyrirtækisins til landssöfnunar Líf styrktarfélag, GEFÐU LÍF, sem fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. 4.3.2011 16:14 Lögreglan fær 47 milljónir til að berjast gegn skipulögðum glæpum Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að tillögu innanríkisráðherra að veita 47 milljónum til tólf mánaða átaks lögreglunnar til að vinna gegn skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. Átakið á að hefjast þegar í stað. Reynslan af átakinu verður metin fyrir lok ársins og ákveðið þá hvort halda skuli áfram. 4.3.2011 16:07 Líbískar öryggissveitir beittu táragasi í Trípólí Líbískar öryggissveitir notuðu táragas í dag til þess að dreifa mannfjölda sem kom saman að loknum föstudagsbænum í höfuðborginni Trípólí. Fréttamaður BBC sem er á staðnum segir að mótmælendur hafi brennt líbíska fánann til þess að sýna andstöðu við Gaddafí einræðisherra og stjórn hans. Einnig hafa borist fregnir af óeirðum í bænum Zawiya og í Ras Lanuf sem er hafnarbær sem þjónustar olíuflutninga frá landinu. 4.3.2011 15:53 Sjá næstu 50 fréttir
Neyddu fanga til þess að nauðga samföngum sínum Sjö fangaverðir í rússnesku fangelsi í Pétursborg hafa sjálfir verið dæmdir í fangelsi fyrir að pynta fanga og neyða menn til þess að nauðga samföngum sínum. 6.3.2011 00:00
Bradley látinn sofa nakinn Bradley Manning, ungi hermaðurinn sem sakaður er um að hafa látið forsvarsmenn WikiLeaks hafa trúnaðargögn, þurfti að sofa nakinn í heila sjö tíma á dögunum. Manning er sakaður um að hafa látið WikiLeaks í té upplýsingar úr sendiráðum Bandaríkjanna víða um heim og hefur mátt dúsa í fangelsi í Washington vegna þessa undanfarna mánuði. Þar þurfti hann að vera í sjö tíma nakinn á dögunum, eftir því sem fram kemur á fréttavef Guardian. Verjandi hans telur að herlög hafi verið brotin með þessari framkomu gagnvart Manning. 5.3.2011 20:57
Drap eiginkonuna fyrir að smita sig af HIV veirunni Saudi-Arabíska lögreglan handtók mann sem hafði drepið eiginkonu sína fyrir að smita sig af HIV veirunni. 5.3.2011 21:00
Hörð átök í Líbíu Hörð átök eru á milli uppreisnarmanna og hersveita hliðhollar Muammar Gaddafis, leiðtoga Líbíu, í borginni Zawiya, sem er um 50 kílómetrum vestur af höfuðborg landsins, Trípolí. 5.3.2011 15:59
Vítisenglarnir koma til landsins síðdegis á morgun Von er á íslensku Vítisenglunum til Ísland síðdegis en norsk yfirvöld vísuðu þeim úr landi eftir að þeir voru stöðvaðir á Gardemoen-flugvelli í gær. Þá sagði varðstjóri lögreglunnar að mennirnir, sem voru átta, væru í öryggisgæslu þar sem erindi þeirra til landsins var kannað. 5.3.2011 14:26
Vítisenglar í Bandaríkjunum handteknir Lögreglan í bænum Spokane í Washington-ríki í Bandaríkjunum réðist inn í klúbbahúsnæði á vegum Vítisengla þar í borg vegna gruns um fjárkúgun og morðs. 5.3.2011 14:21
Víða hvassviðri - óveður við Hafnarfjall Á Suðurlandi eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálkublettir og éljagangur er víða á Vesturlandi. Óveður er við Hafnarfjall og á norðanverðu Snæfellsnesi. 5.3.2011 14:07
Saudí-Arabía bannar mótmæli í landinu - hóta öryggisveitum Saudí-Arabísk yfirvöld hafa bannað öll mótmæli í landinu sem og kröfugöngur samkvæmt þarlendum fjölmiðlum og Reuters greinir frá. Það var Innanríkisráðherra Saudí-Arabíu sem tilkynnti um bannið eftir að sjíta-múslimar í landinu stóðu fyrir fámennum mótmælum í Austurhéraði landsins. 5.3.2011 13:58
Dollar fann kannabisefni á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðurm fann tæp 70 grömm af kannabisefnum í gærmorgun. Efnið fannst við húsleit á Ísafirði. Ungur maður var handtekinn í þágu rannsóknar málsins. Hann hefur viðurkennt að hafa átt efnið og ætlað það til dreifingar á svæðinu. 5.3.2011 13:10
Lést í gufunni í World Class - fannst daginn eftir Karlmaður fannst látinn í gufubaði World Class á miðvikudaginn en maðurinn lést skyndidauða samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar liggja fyrir en þær staðfesta að andlát mannsins hafi ekki borið að með saknæmum hætti. 5.3.2011 12:19
Alda Hrönn hefur kært frávísun vegna klúrra fúkyrða Saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra hefur kært ákvörðun lögreglunnar um að vísa kæru hennar frá. Kæruna lagði hún fram vegna ummæla forvera hennar í starfi. 5.3.2011 11:56
Banksy borgaði rússneska listamenn úr fangelsi Dularfulli listamaðurinn Banksy borgaði tryggingafé fyrir tvo rússneska listamenn sem voru handteknir af lögreglunni í Moskvu fyrir list sína. Listamennirnir Leonid Nikolayev og Oleg Vorotnikov tilheyra listahópnum Voina, sem þýðir stríð. 5.3.2011 11:34
Þetta er búinn að vera frábær ferill Eyjólfur Kristjánsson gefur út fimmtíu laga safnplötu og fer í sína stærstu tónleikaferð til þessa í tilefni af fimmtugsafmæli sínu. 5.3.2011 11:00
Fundað um RÚV Framtíðarþing um hlutverk, stöðu og dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins verður haldið í Hafnarhúsinu í dag undir yfirskriftinni Framtíðarþing þjóðarútvarps. Þingið hefst núna klukkan tíu og stendur til tvö. 5.3.2011 10:17
Kínverjar vilja hitta son Kim Jong-Il Stjórnvöld í Kína hafa boðið Kim jong-un í opinbera heimsókn. Kim Jong-un er sonur Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu og sá sem taka á við völdum þegar faðir hans fellur frá. 5.3.2011 10:14
Réttað yfir Berlusconi vegna misnotkunar á sjónvarpsstöð Réttarhöldin yfir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, halda áfram í dag. Í dag verður réttað yfir honum vegna meintrar misnotkunar á sjónvarpsstöð sem er í eigu Berlusconi en hann stendur nú í fjórum málaferlum. 5.3.2011 10:10
Árni Páll: Engin evra þýða áframhaldandi gjaldeyrishöft Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að ef Ísland tekur ekki upp evru sé fyrirséð að gjaldeyrishöftin séu komin til að vera. Þetta sagði hann í samtali við Bloomberg fréttaveituna í gær. 5.3.2011 10:05
Segjast hafa náð Ras Lanuf Líbanskir uppreisnarmenn fullyrða að þeir hafi í morgun náð yfirráðum í olíubænum Ras Lanuf. 5.3.2011 10:03
Íslenska flugvélin liggur enn skemmd við flugbrautina Dash átta flugvél Flugfélags Íslands sem brotlenti í Nuuk á Grænlandi í gær liggur enn skemmd við flugbrautina. 5.3.2011 09:59
Feðgar á spítala eftir harðan árekstur - grunur um ölvun Feðgar voru fluttir slasaðir á sjúkrahúsið á Akureyri eftir harðan árekstur en grunur leikur á að ökumaður, sem ók aftan á kyrrstæðan bíl þeirra feðga á þjóðveginum í Mývatnssveit, hafi verið ölvaður. 5.3.2011 09:41
Vatnsleki í Héraðsdómi Reykjavíkur Vatn lak í kjallara Héraðsdóms Reykjavíkur í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var um minniháttar atvik að ræða. 5.3.2011 09:32
Lamdi mann í andlitið með bjórglasi Karlmaður er í haldi lögreglunnar eftir að hafa slegið annan mann í andlitið með bjórglasi. Sá sem fékk glasið í sig skast verulega illa en árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistað við Tryggvagötuna í nótt. 5.3.2011 09:28
Félagar í MC Iceland orðnir Vítisenglar Átta félagar vélhjólaklúbbsins MC Iceland voru stöðvaðir á Gardemoen-flugvelli í Osló í gær og meinað að fara inn í landið. Þar hugðust þeir taka þátt í inntökuathöfn í samtökin Hells Angels, eða Vítisengla, sem veitt hafa MC Iceland formlega inngöngu í samtökin. Evrópska lögreglan, Europol, skilgreinir Vítisengla sem skipulögð glæpasamtök. 5.3.2011 09:00
Dæmdir fyrir hrottafengna árás Tveir menn voru á fimmtudag dæmdir í fangelsi fyrir "frelsissviptingu, stórfellda líkamsárás, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar“ auk fíkniefnabrota. Mennirnir, Eyþór Helgi Guðmundsson og Gestur Hrafnkell Kristmundsson, voru dæmdir í tveggja og hálfs árs og tuttugu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Brot mannanna eru sögð alvarleg, hrottafengin og niðurlægjandi. 5.3.2011 08:00
Engar veðsettar eignir seldar Capacent sendi í gær frá sér fréttatilkynningu í tilefni af frétt sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Þar kom fram að skiptastjóri GH1, sem áður hét Capacent, hefði óskað eftir því við efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra að hafin yrði rannsókn á sölu á rekstri og vörumerki Capacent í september. Þykir leika grunur á að veðsettar eignir hafi verið seldar án heimildar veðsala. 5.3.2011 07:00
Þúsundir vilja stjórnarbetrun Þúsundir manna héldu út á götur í Bagdad og fleiri borgum Íraks í gær, annan föstudaginn í röð, til að krefjast umbóta í stjórn landsins og betri kjara. Fólkið lét það ekki á sig fá að stjórnin hafði bannað umferð ökutækja, heldur hélt gangandi til mótmælanna. Sumir þurftu að ganga klukkustundum saman. Írakar hafa tekið sér til fyrirmyndar mótmælendur í ríkjum Norður-Afríku og Mið-Austurlanda, en stjórnvöld óttast að mótmælin fari úr böndunum. 5.3.2011 06:00
Tugir friðargæsluliða látnir Meira en fimmtíu friðargæsluliðar hafa látið lítið í átökum í Sómalíu síðan stórsókn gegn íslamistum hófst fyrir hálfum mánuði. Friðargæsluliðarnir eru í Sómalíu á vegum Afríkubandalagsins. Flestir hinna látnu eru frá Búrúndí og Úganda. 5.3.2011 05:00
Gæti numið 33 milljónum Sjúkratryggingar Íslands munu endurgreiða kostnað sjúkratryggðra einstaklinga sem dvöldu á sjúkrahótelinu Lind á tímabilinu 15. september 2005 til og með 30. september 2009. Endurgreiðslur gætu numið 33 milljónum króna í heild þar sem um 5.000 reikningar voru greiddir á tímabilinu. 5.3.2011 04:00
Málinu lýkur ekki hjá dómstóli EFTA Ekki er ólíklegt að ár líði frá þjóðaratkvæðagreiðslu til dóms hjá EFTA-dómstólnum, hafni þjóðin nýjum Icesave-samningi. Þá tæki að öllum líkindum við málarekstur fyrir íslenskum dómstólum. Þeir þyrftu svo að leita álits EFTA-dómstólsins um vafaatriði í túlkun á EES-samningnum. 5.3.2011 04:00
Leyfir mótmæli hommahatara Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði á miðvikudag að ekki mætti banna baptistakirkjunni í Westboro í Kansas að mótmæla við útfarir hermanna. 5.3.2011 03:30
Sagði af sér vegna tengsla við Gaddafí Howard Davies sagði af sér í gær sem rektor London School of Economics, eins virtasta háskóla Bretlands, vegna tengsla sinna við Gaddafí og son hans, Saíf al-Islam Gaddafí, þann sama son og nú birtist reglulega í fjölmiðlum sem helsti talsmaður Líbíustjórnar út á við. 5.3.2011 03:30
Óvíst hvað olli því að Dash 8 vélin brotlenti Ekkert liggur fyrir um það hvað olli því að Dash 8 vél Flugfélags Íslands brotlenti á flugvellinum í Nuuk í Grænlandi í dag. Fram kemur í tilkynningu frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa að samkvæmt alþjóðlegum samningum muni rannsókn á slysinu vera í höndum Rannsóknarnefndar flugslysa í Danmörku. 4.3.2011 21:15
Dómarinn gaf 36 rauð spjöld Dómarinn sem dæmdi leik í fimmtu deildinni í Argentínu á dögunum setti að öllum líkindum nýtt heimsmet á dögunum þegar hann gaf samtals 36 rauð spjöld í einum leik. 4.3.2011 20:15
Undantekning að ofvirknilyf séu misnotuð Hópur Barna- og unglingageðlækna segir umræðu á Íslandi um ADHD, eða athyglisbrest með ofvirkni, vera fordómafulla á Íslandi. Þetta hafi meðal annars komið skýrt fram á Læknaþingi á dögunum. 4.3.2011 20:14
Stöðvuðu skip með 19 milljarða í líbískri mynt Bresk yfirvöld stöðvuðu skip sem var að flytja líbíska mynt til Líbíu. Fjármunirnir voru fluttir í reiðufé og nema um 19 milljörðum íslenskra króna. Skipið var í breskri hafnsögu þegar það var tekið. 4.3.2011 21:04
Föstudagsviðtalið: Þróunarmál fái stað í þjóðarsálinni Engilbert Guðmundsson, nýr framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, sagði Sigríði Björgu Tómasdóttur frá starfi og framtíðarsýn ÞSSÍ á niðurskurðartímum, frá mikilvægi þróunaraðstoðar og starfsferli á vettvangi alþjóðamála. 4.3.2011 21:00
Á annað hundrað manns leitaði aðstoðar vegna nauðgana Samtökin Stígamót sem berjast gegn kynferðisofbeldi kynntu tölur úr ársskýrslu sinni í morgun. Samtökin fengust við alls tvö hundruð sjötíu og fimm ný mál. 4.3.2011 19:11
Fyrrverandi fangelsisstjóri handtekinn í dag Fyrrverandi forstöðumaður fangelsisins á Kvíabryggju var í dag handtekinn og húsleit gerð á heimili hans síðdegis hann er grunaður stórfelldan fjárdrátt. Geirmundur Vilhjálmsson, fyrrverandi forstöðumaður fangelsisins á Kvíabryggju, er grunaður um stórfelldan fjárdrátt meðan hann gengdi starfi sínu á Kvíabryggju. 4.3.2011 18:30
Gunnar Rúnar fór handjárnalaus í klippingu á Selfossi í gær Gunnar Rúnar Sigurþórsson fór í klippingu handjárnalaus á Selfossi í gær og í fylgd hans var einn gæslumaður. Þetta kom fram í Reykjavík Síðdegis í dag. 4.3.2011 17:00
Kópavogsbær fellst ekki á rökstuðning FME Bæjarráð Kópavogs fellst ekki á rökstuðning Fjármálaeftirlitsins um staðsetningu nýs húsnæðis stofnunarinnar og telur hann ómálefnalegan. Þetta var bókað á fundi bæjarráðs í gær. Bæjarráð ætlar að fylgja málinu eftir og óskar eftir því að FME fresti ákvörðun um leigu á nýju húsnæði. 4.3.2011 16:57
Íslensk vél brotlenti á flugvellinum í Nuuk - allir farþegar ómeiddir Dash 8 flugvél Flugfélags Íslands brotlenti á flugvellinum í Nuuk á Grænlandi fyrir rúmum hálftíma síðan. Vélin var að koma inn til lendingar þegar hún fær vindhnút á sig og í lendingunni gefur hjólastellið hægra megin sig og brotnar undan vélinni. Vélin rann út af flugbrautinni og út á öryggissvæði þar sem hún stöðvast. 4.3.2011 16:51
Félagar í MC Iceland fá ekki að heimsækja Noreg Norsk yfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að vísa íslenskum meðlimum mótorhjólaklúbbsins MC Iceland frá landi en þeir voru stöðvaðir af lögreglu við komu sína til Noregs í morgun. Lögreglan Gardemoen flugvelli í Osló staðfestir þetta í samtali við Vísi. Mennirnir eru enn á flugvellinum og ekki er ljóst hvenær þeir verða sendir til baka. 4.3.2011 16:29
Marel gefur barnavog Marel afhenti Kvennadeild Landspítalans sérhannaða barnavog til notkunar fyrir ungabörn á fæðingardeild og sængurkvennagangi í dag. Vogin er framlag fyrirtækisins til landssöfnunar Líf styrktarfélag, GEFÐU LÍF, sem fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. 4.3.2011 16:14
Lögreglan fær 47 milljónir til að berjast gegn skipulögðum glæpum Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að tillögu innanríkisráðherra að veita 47 milljónum til tólf mánaða átaks lögreglunnar til að vinna gegn skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. Átakið á að hefjast þegar í stað. Reynslan af átakinu verður metin fyrir lok ársins og ákveðið þá hvort halda skuli áfram. 4.3.2011 16:07
Líbískar öryggissveitir beittu táragasi í Trípólí Líbískar öryggissveitir notuðu táragas í dag til þess að dreifa mannfjölda sem kom saman að loknum föstudagsbænum í höfuðborginni Trípólí. Fréttamaður BBC sem er á staðnum segir að mótmælendur hafi brennt líbíska fánann til þess að sýna andstöðu við Gaddafí einræðisherra og stjórn hans. Einnig hafa borist fregnir af óeirðum í bænum Zawiya og í Ras Lanuf sem er hafnarbær sem þjónustar olíuflutninga frá landinu. 4.3.2011 15:53
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent