Erlent

Kína og Taiwan undirrita sögulegt samkomulag

Stjórnvöld í Kína og á Taiwan hafa undirritað sögulegt samkomulag sín í millum sem gerir það að verkum að nú er hægt að fljúga beint á milli landanna í hverri viku.

Þar að auki fá kínverskir ferðamenn nú í auknum mæli leyfi til að heimsækja Taiwan. Þetta eru fyrstu niðurstöður samningaviðræðna sem hófust í vikunni en þær eru fyrstu formlegu samningaviðræður milli þjóðanna á síðustu tæpu tíu árum.

Áætlunarflugið hefst þann 4. júlí og gert er ráð fyrir 36 áætlunarferðum í hverri viku til að byrja með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×