Erlent

Obama og McCain deila um skatta

Obama hefur ástæðu til að fagna samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum.
Obama hefur ástæðu til að fagna samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum.

Baráttan um bandaríska forsetastólinn heldur áfram að harðna. Þessa daganna virðast frambjóðendurnir tveir, repúblikaninn John McCain og demókratinn Barack Obama, helst deila um skattamál. Hafa McCain og fylgismenn hans gert harða atlögu að Obama og sagt hann frjálslyndan skattabrjálæðing. Fullyrða þeir að Bandaríkjamenn muni sjá fram á mestu skattahækkanir frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar nái Obama kjöri.

Obama svaraði hins vegar fullum hálsi á kosningafundi í Wisconsin í gær. „Við viljum báðir draga úr sköttum, alveg sama hvað hann [McCain] segir," fullyrti Obama. Hann sagði hins vegar að munurinn á skattastefnu hans og McCain sá að hann vildi smíða skattakerfi sem verðlaunaði mikla vinnu en að McCain vildi fylgja áfram skattastefnu Bush sem hjálpar þeim sem eiga mikinn auð.

Obama hefur náð umtalsverðu forskoti á McCain samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Könnun NBC og Wall Street Journal leiddi sem dæmi í ljós 47 prósenta fylgi Obama gegn 41 prósenta fylgi McCain.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×