Erlent

Svíar loka ofni í kjarnorkuveri

Einum ofni af fjórum í Ringhals-kjarnorkuverinu í Sviþjóð hefur verið lokað vegna vandamála með kæliklerfi versins.

Kjarnorkuverið sem staðsett er um 60 km suður af Gautaborg er stærsta orkuver landsins. Opninum var lokað um leið og vandamálið kom upp og Geislavörnum Svíþjóðar var greint frá málinu.

Talið er að galli í kælikerfinu hafi verið til staðar í fleiri ár en það var fyrst við skoðun í síðasta mánuði að hann fannst. Ekki er vitað hvenær viðgerð muni ljúka en engin hætta er talin á ferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×