Fleiri fréttir FBI býður hjálp fyrir Ólympíuleikana í Peking Alríkislögregla Bandaríkjana, FBI, hefur boðið Kínverjum hjálp við öryggismál í kringum ólympíuleikana sem fram fara í Peking á næsta ári. Búist er við hundruðum þúsunda manna sem ferðast til Kína til að fylgjast með leikunum. 13.6.2007 13:33 Bifhjólamenn staðnir að ofsaakstri á Þingvallavegi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði árangurslausa tilraun í gærkvöldi til að stöðva hóp bifhjólamanna eftir að þeir mældust á 174 kílómetra hraða á Þingvallavegi. Hluti hópsins virti ekki stöðvunarmerki lögreglunnar og ók áfram en hinn sneri við. 13.6.2007 13:25 Góð þátttaka í veðurleik Stöðvar 2 og Vísis Vel á annað þúsund manns hafa skráð sig til leiks í veðurleik Stöðvar 2 og Vísis. Leikurinn hófst um síðustu mánaðamót og lýkur í lok ágústmánaðar. 13.6.2007 13:21 Staða barna og unglinga styrkt með aðgerðaáætlun Tillaga Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna fyrir árin 2007–2011 var samþykkt óbreytt á Alþingi í dag með 47 samhljóða atkvæðum. 13.6.2007 13:19 Tvær systur myrtar á Englandi Lík tveggja táningssystra fundust í húsi í Cambridgeshire á Englandi í dag. 39 ára gömul kona sem talin er vera móðir þeirra hefur verið handtekin, grunuð um morðin. Lögreglan á Englandi verst allra frétta af málinu að svo stöddu. 13.6.2007 13:00 Missti stjórn á torfæruhjóli og lærbrotnaði Fimmtán ára piltur hlaut opið beinbrot á lærlegg og úlnliðsbrotnaði, þegar hann missti stjórn á óskráðu torfæruhjóli, innanbæjar í Hveragerði í gærkvöldi og hafnaði á ljósastaur. 13.6.2007 12:49 Tekist á um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar Tekist var á um hvort arðsamt hafi verið að reisa Kárahnjúkavirkjun á fundi Framtíðarlandsins í morgun. Fulltrúi Landsvirkjunar og fulltrúi Framtíðarlandsins sem sátu fyrir svörum voru þó sammála um að réttast væri að einkavæða fyrirtækið 13.6.2007 12:13 Fékk hjartaáfall eftir fæðingu sexbura Móðir sexbura sem fæddust á mánudag í Arisona í Bandaríkjunum fékk hjartaáfall eftir fæðinguna en er nú á batavegi. Sexburarnir voru teknir með keisaraskurði tíu vikum fyrir tímann og vógu frá tæpum fjórum mörkum til rúmlega fimm marka. Fimm þeirra fá hjálp við öndun en allir eru í hitakassa, þar sem þeir eru ekki enn úr hættu. 13.6.2007 12:04 Guðni segir Samfylkingu henda handsprengjum Samfylkingarþingmenn eru hver og einn með handsprengjur í vösum sem þeir henda hiklaust á ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, í umræðum á Alþingi í morgun þegar upplýst var um einn eitt átakamálið sem stjórnarflokkarnir hafa ekki samið um. 13.6.2007 12:02 Sakar stuðningsmenn Saddams um árásina Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, sagði í dag að stuðningsmenn Saddams Hússeins og al-Kaída hefðu staðið á bak við sprengjuárásina á al-Askariya moskuna í Samarra í morgun. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali við hann í morgun. Þá sagðist hann óttast að hryðjuverkamennirnir ætluðu sér að ráðast gegn öðrum moskum í Bagdad og því hefði hann aukið öryggisráðstafanir við þær. 13.6.2007 11:45 Vatnstjón í húsnæði Elko við Smáratorg Söluvörur skemmdust í verslun Elko við Smáratorg í nótt þegar einn krani í úðarakerfi verslunarinnar fór í gang. Verslunarstjóri segir skemmdirnar óverulegar og tjónið ekki mikið í krónum talið. 13.6.2007 11:44 Evrópusambandið herðir lög um skráningu glæpamanna Í dag var samþykkt að aðildaríki Evrópusambandsins myndu framvegis deila upplýsingum um dæmda glæpamenn innan sambandsins. Einnig var samþykkt að lönd innan sambandsins séu nú skyldug til að svara beiðni um sakaskrá einstaklinga innan tíu virkra daga frá beiðni. 13.6.2007 11:39 Nicholas Burns kemur í kvöld Nicholas Burns, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands í kvöld í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra. 13.6.2007 11:38 Shimon Peres verður forseti Ísraels Shimon Peres verður næsti forseti Ísraels. Tveir aðrir frambjóðendur til embættisins drógu sig í hlé í dag. Það er ísraelska þingið sem velur forseta landsins. Shimon Peres er 84 ára gamall og á að baki langan feril í ísraelskum stjórnmálum. Hann hefur meðal annars verið forsætisráðherra, utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra. 13.6.2007 11:32 Viðurkenndu barnaþrælkun Kínverskt fyrirtæki játaði í dag að hafa börn í vinnu hjá sér en fyrirtækið framleiðir vörur fyrir Ólympíuleikana á næsta ári. Í upphafi neituðu talsmenn fyrirtækisins ásökunum harkalega. 13.6.2007 11:24 Kennari dæmdur til dauða fyrir að nauðga nemendum Dómstóll í Kína hefur dæmt kennara til dauða fyrir að nauðga 18 skólabörnum á aldrinum 9 og 10 ára. Fréttastofan Xinuha greinir frá því að maðurinn, sem heitir Cheng Laifu, sé fundinn sekur um að hafa nauðgað börnunum á árunum 2001-2005. 13.6.2007 11:16 Þingfundi frestað Alþingi hefur samþykkt ályktun þess efnis að fresta þingfundum fram til septemberloka. Ályktunin veitir heimild til að fresta fundi frá 12. júní, eða seinna ef nauðsyn krefur. Búist er við því að fundi verði frestað síðar í dag. Ályktunin var samþykkt með öllum greiddum atvkvæðum. Að öllu óbreyttu mun því nýtt þing taka til starfa 1. október 2007. 13.6.2007 11:01 Ekki nægar sannanir fyrir leynifangelsum Orð ónafngreindra heimildarmanna duga ekki til þess að sanna að bandaríska leyniþjónustan, CIA hafi rekið leynifangelsi í Póllandi og Rúmeníu, að mati yfirmanns öryggismála hjá Evrópusambandinu. Franco Frattini segist þó munu leita frekari upplýsinga frá löndunum tveim. 13.6.2007 10:47 Teljur tjón vegna vatnslekans ekki mikið Ekki er talið að tjón vegna vatnslekans í Rúmfatalagernum sé mikið. Fjármálastjóri verslunarinnar segir aðalleg um skemmdir á gólfi að ræða en að vörur í versluninni hafi sloppið að mestu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú í því að dæla vatni úr versluninni og á öðrum svæðum við Smáratorg. Úðarakerfi bilaði eftir að vatn var tekið af Smáratorginu án þess að rekstraraðilar voru látnir vita. 13.6.2007 10:45 Þrír forðuðu sér úr brennandi bíl Engan sakaði þegar eldur gaus upp í fólksbíl á leið niður Draugahlíð, fyrir ofan Litlu kaffistofuna laust fyrir klukkan tíu í morgun. Þegar eldsins varð vart stöðvaði ökumaður bílinn í skyndingu og yfirgaf hann ásamt tveimur farþegum. 13.6.2007 10:19 Vatnstjón í húsnæði Rúmfatalagersins Vatnstjón varð í húsnæði Rúmfatalagersins við Smáratorg í nótt þegar vatnsúðunarkerfi fór þar í gang. Lekans varð ekki vart fyrr en laust fyrir klukkan níu í morgun og eru nú tveir dælubílar slökkviliðsins að dæla vatni úr húsinu. Ekki er vitað hversu mikið tjónið er, en fulltrúar tryggingafélagsins eru komnir á staðinn. 13.6.2007 09:57 Réðust að manni með sverðfiski Lögreglan í Ástralíu leitar nú tveggja árásarmanna sem réðust að manni á heimili hans og skáru hann með sverðfiski. Maðurinn hlaut skurði á höndum og baki. 13.6.2007 09:20 Hugo Chavez heimsækir Fidel Castro Hugo Chavez, forseti Venesúela, er nú í óvæntri heimsókn í Kúbu. Hann er þar að heimsækja forseta Kúbu, Fidel Castro. Þetta er í sjötta skiptið sem að Chavez heimsækir Castro síðan sá síðarnefndi fór í aðgerð í júlí. 12.6.2007 22:40 Dómari vill fá 54 milljónir dala fyrir týndar buxur Dómari frá Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, hefur kært fatahreinsun sem hann segir hafa brotið gegn neytendalögum þegar hreinsunin týndi buxunum hans. Dómarinn fer fram á 54 milljónir dala fyrir buxurnar. 12.6.2007 21:59 Fengu rafmagnsvíra í höfuðið Að minnsta kosti sex manns, þar af tvö börn, voru fluttir á sjúkrahús eftir að rafmagnsvírar féllu á þá við aðaljárnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn í kvöld Jyllands Posten hefur eftir Morten Hansen, hjá Kaupmannahafnarlögreglunni, að áverkar fólksins virtust ekki vera mjög alvarlegir en fólkið hefði fengið mikið áfall. 12.6.2007 21:04 Vafasöm myndbönd eftir íslensk ungmenni Í Íslandi í dag í kvöld voru tekin fyrir myndbönd sem íslensk börn og unglingar hafa sett á netið. Á þessum myndböndum er að finna ýmislegt sem getur verið stórhættulegt og er oftar en ekki afar niðurlægjandi fyrir þá sem taka þátt. 12.6.2007 21:01 Skúta festist í Skerjafirðinum Lítil skúta festist á skeri í Skerjafirðinum fyrir um klukkustund síðan. Fimm manns voru í áhöfn skútunnar. Lögreglubátur og björgunarbátur fóru á vettvang og aðstoðuðu fólkið. Gekk greiðlega að losa bátinn og var hann dreginn í Kópavogshöfn. Áhöfnina sakaði ekki, 12.6.2007 20:53 Genarlow Wilson enn í fangelsi Einum og hálfum tíma eftir að dómari hafði úrskurðað að hinum 21 árs gamla Genarlow Wilson yrði sleppt úr fangelsi var honum tilkynnt að hann væri ekki að fara neitt. Saksóknari hafði áfrýjað málinu. 12.6.2007 20:40 Friðargæsla í Súdan efld Súdanir hafa fallist á áætlun sem gerir ráð fyrir að sameiginleg friðarsveit Afríkubandalagsins og Sameinuðu þjóðanna taki til starfa í Darfur. Samkvæmt þessari áætlun, mun Afríkubandalagið stjórna daglegum aðgerðum en Sameinuðu þjóðirnar munu hafa yfirstjórn á 17 þúsund friðarliðum í héraðinu. 12.6.2007 20:12 Apaspil í Álaborg Dýragarðshirðir í dýragarðinum í Álaborg hafa staðið í ströngu undanfarið við að fanga apa sem tolla ekki í búrum sínum. 12.6.2007 19:31 Upplýsingasíða fyrir eldri borgara Reykjavíkurborg kynnti í dag nýja upplýsingasíðu á netinu fyrir eldri borgara. Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um hvar þjónustuíbúðir borgarinnar munu rísa í framtíðinni, búsetuúrræði aldraðra og aðra þjónustu. Hægt er að komast inn á síðuna ef farið er inn á heimasíðu Reykjavíkurborgar, rvk.is og smellt er á borða sem ber yfirskriftina Betra að eldast í borginni. 12.6.2007 19:19 Íbúð á 230 milljónir króna til sölu Mikil eftirspurn er eftir lúxusíbúðum í miðborg Reykjavíkur. Í skuggahverfi rísa nú háhýsi þar sem íbúðirnar koma til með að kosta allt að 230 milljónir króna. 12.6.2007 19:18 McCann hjónin eru enn vongóð um að finna Madeleine Foreldrar Madeleine eru farin aftur til Portúgal eftir að hafa verið í Marokkó þar sem þau höfðu leitað dóttur sinnar. Þau segjast ennþá vera vongóð um að finna Madeleine. 12.6.2007 19:14 Gætu fengið allt að 13 milljónum króna í bætur Bætur sem íslenskar konur geta fengið vegna gallaðra silikonfyllinga í brjóstum geta numið allt að þrettán milljónum króna. Sérstakur sjóður sem settur var á stofn fyrir 10 árum til að greiða konum skaðabætur vegna silikonfyllinga á enn eftir að greiða út rúma 82 milljarða króna. Ríflega 85 prósent þeirra sem gera kröfu í sjóðinn fá einhverjar bætur. 12.6.2007 19:13 Fangar misnotaðir Mannréttindasamtök segja fanga í Kína notaða sem þræla fyrir vestræn stórfyrirtæki. Þeim sé gert að framleiða vörur á borð við jólaskraut og regnhlífar og fá greitt fyrir í klinki eða ávöxtum. Kínversk yfirvöld vísa ásökununum á bug. 12.6.2007 19:09 Ekki við launamenn að sakast Óábyrg fjármálastjórn ríkissjóðs er ástæða þess að hér er verðbólga en ekki launakjör opinberra starfsmanna segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur hjá ASÍ en fjármálaráðherra hefur sagt að nauðsynlegt sé að sýna aðhald í komandi kjarasamningum. Sigríður segir frekara aðhald muni fæla enn fleira starfsfólk úr umönnunarstörfum. 12.6.2007 19:09 Hraðakstur eykst í höfuðborginni Fleiri hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur í höfuðborginni nú samanborið við sama tíma í fyrra. Sjálfvirkar hraðamælingar virðast ekki alltaf ná að slá á hraðann. 12.6.2007 19:06 Vilja auðveldara aðgengi að smokkum Aukið aðgengi að smokkum, kynfræðsla, veggjakrot og tónlist er meðal þess sem ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur áherslu á í nýrri skýrslu. Ungmennin funduðu með bæjarstjórninni í dag og skýrðu það sem að þeirra mati má fara betur í bænum þeirra. 12.6.2007 18:59 Seljist ekki hvalkjötið er veiðum sjálfhætt Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að seljist ekki hvalkjöt sem nú er í frystigeymslum hér á landi sé hvalveiðum sjálfhætt. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, segir að ekki svari kostnaði að veiða þær tvær langreyðar sem eftir eru af kvótanum. 12.6.2007 18:57 Mannréttindadómstóll tekur fyrir mál Íslendinga vegna ólöglegra veiða Mannréttindadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Genf hefur ákveðið að taka fyrir mál tveggja Íslendinga sem dæmdir voru í Hæstarétti Íslands árið 2003 fyrir ólöglegar veiðar. 12.6.2007 18:53 Vara við fyrirtækinu Aquanetworld Samtök verslunar og þjónustu vara við viðskiptum við fyrirtækið Aquanetworld sem skráð er á Íslandi. Eigandi fyrirtækisins var dæmdur í hæstarétti fyrir helgi til að endurgreiða konu tæpar þrjár milljónir sem hann fékk hana til að leggja fram með saknæmum og ólögmætum hætti. Fjölmiðlar í Englandi hafa einnig varað við fyrirtækinu. 12.6.2007 18:50 Stefnir í blóðug átök Allt stefnir í blóðuga borgarstyrjöld stríðandi fylkinga Palestínumanna. Fatah-hreyfing Mahmouds Abbas, forseta, íhugar að draga sig út úr þjóðstjórn. Á sama tíma er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar friðmælist. Það er þó háð því að Ísraelsmenn felli niður sett skilyrði. 12.6.2007 18:30 "Ostaheróín" banar ungmennum í Dallas Svokallað "ostaheróín" hefur banað 21 ungmenni í Dallas og nágrenni. Heróínið er mjög vinsælt á meðal ungmenna og kostar grammið aðeins 630 krónur. Einnig er hægt að kaupa lítinn skammt á 126 krónur. 12.6.2007 18:23 Spjallína fyrir höfrunga Starfsmenn á endurhæfingarstöð fyrir sjávarspendýr í Flórída vinna nú hörðum höndum að því kenna höfrungakálfi að beita rödd sinni eðlilega. Þeir hafa ekki trú á að hann læri það af móður sinni þar sem hún er heyrnarlaus. Hún myndar því einungis eintóna hljóð, rétt eins og heyrnalaust fólk. 12.6.2007 18:14 Dæmdur fyrir hrottalega líkamsárás Jón Trausti Lúthersson var í dag dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir hrottalega árás í Reykjavík fyrir réttu ári síðan. 12.6.2007 17:44 Sjá næstu 50 fréttir
FBI býður hjálp fyrir Ólympíuleikana í Peking Alríkislögregla Bandaríkjana, FBI, hefur boðið Kínverjum hjálp við öryggismál í kringum ólympíuleikana sem fram fara í Peking á næsta ári. Búist er við hundruðum þúsunda manna sem ferðast til Kína til að fylgjast með leikunum. 13.6.2007 13:33
Bifhjólamenn staðnir að ofsaakstri á Þingvallavegi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði árangurslausa tilraun í gærkvöldi til að stöðva hóp bifhjólamanna eftir að þeir mældust á 174 kílómetra hraða á Þingvallavegi. Hluti hópsins virti ekki stöðvunarmerki lögreglunnar og ók áfram en hinn sneri við. 13.6.2007 13:25
Góð þátttaka í veðurleik Stöðvar 2 og Vísis Vel á annað þúsund manns hafa skráð sig til leiks í veðurleik Stöðvar 2 og Vísis. Leikurinn hófst um síðustu mánaðamót og lýkur í lok ágústmánaðar. 13.6.2007 13:21
Staða barna og unglinga styrkt með aðgerðaáætlun Tillaga Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna fyrir árin 2007–2011 var samþykkt óbreytt á Alþingi í dag með 47 samhljóða atkvæðum. 13.6.2007 13:19
Tvær systur myrtar á Englandi Lík tveggja táningssystra fundust í húsi í Cambridgeshire á Englandi í dag. 39 ára gömul kona sem talin er vera móðir þeirra hefur verið handtekin, grunuð um morðin. Lögreglan á Englandi verst allra frétta af málinu að svo stöddu. 13.6.2007 13:00
Missti stjórn á torfæruhjóli og lærbrotnaði Fimmtán ára piltur hlaut opið beinbrot á lærlegg og úlnliðsbrotnaði, þegar hann missti stjórn á óskráðu torfæruhjóli, innanbæjar í Hveragerði í gærkvöldi og hafnaði á ljósastaur. 13.6.2007 12:49
Tekist á um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar Tekist var á um hvort arðsamt hafi verið að reisa Kárahnjúkavirkjun á fundi Framtíðarlandsins í morgun. Fulltrúi Landsvirkjunar og fulltrúi Framtíðarlandsins sem sátu fyrir svörum voru þó sammála um að réttast væri að einkavæða fyrirtækið 13.6.2007 12:13
Fékk hjartaáfall eftir fæðingu sexbura Móðir sexbura sem fæddust á mánudag í Arisona í Bandaríkjunum fékk hjartaáfall eftir fæðinguna en er nú á batavegi. Sexburarnir voru teknir með keisaraskurði tíu vikum fyrir tímann og vógu frá tæpum fjórum mörkum til rúmlega fimm marka. Fimm þeirra fá hjálp við öndun en allir eru í hitakassa, þar sem þeir eru ekki enn úr hættu. 13.6.2007 12:04
Guðni segir Samfylkingu henda handsprengjum Samfylkingarþingmenn eru hver og einn með handsprengjur í vösum sem þeir henda hiklaust á ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, í umræðum á Alþingi í morgun þegar upplýst var um einn eitt átakamálið sem stjórnarflokkarnir hafa ekki samið um. 13.6.2007 12:02
Sakar stuðningsmenn Saddams um árásina Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, sagði í dag að stuðningsmenn Saddams Hússeins og al-Kaída hefðu staðið á bak við sprengjuárásina á al-Askariya moskuna í Samarra í morgun. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali við hann í morgun. Þá sagðist hann óttast að hryðjuverkamennirnir ætluðu sér að ráðast gegn öðrum moskum í Bagdad og því hefði hann aukið öryggisráðstafanir við þær. 13.6.2007 11:45
Vatnstjón í húsnæði Elko við Smáratorg Söluvörur skemmdust í verslun Elko við Smáratorg í nótt þegar einn krani í úðarakerfi verslunarinnar fór í gang. Verslunarstjóri segir skemmdirnar óverulegar og tjónið ekki mikið í krónum talið. 13.6.2007 11:44
Evrópusambandið herðir lög um skráningu glæpamanna Í dag var samþykkt að aðildaríki Evrópusambandsins myndu framvegis deila upplýsingum um dæmda glæpamenn innan sambandsins. Einnig var samþykkt að lönd innan sambandsins séu nú skyldug til að svara beiðni um sakaskrá einstaklinga innan tíu virkra daga frá beiðni. 13.6.2007 11:39
Nicholas Burns kemur í kvöld Nicholas Burns, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands í kvöld í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra. 13.6.2007 11:38
Shimon Peres verður forseti Ísraels Shimon Peres verður næsti forseti Ísraels. Tveir aðrir frambjóðendur til embættisins drógu sig í hlé í dag. Það er ísraelska þingið sem velur forseta landsins. Shimon Peres er 84 ára gamall og á að baki langan feril í ísraelskum stjórnmálum. Hann hefur meðal annars verið forsætisráðherra, utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra. 13.6.2007 11:32
Viðurkenndu barnaþrælkun Kínverskt fyrirtæki játaði í dag að hafa börn í vinnu hjá sér en fyrirtækið framleiðir vörur fyrir Ólympíuleikana á næsta ári. Í upphafi neituðu talsmenn fyrirtækisins ásökunum harkalega. 13.6.2007 11:24
Kennari dæmdur til dauða fyrir að nauðga nemendum Dómstóll í Kína hefur dæmt kennara til dauða fyrir að nauðga 18 skólabörnum á aldrinum 9 og 10 ára. Fréttastofan Xinuha greinir frá því að maðurinn, sem heitir Cheng Laifu, sé fundinn sekur um að hafa nauðgað börnunum á árunum 2001-2005. 13.6.2007 11:16
Þingfundi frestað Alþingi hefur samþykkt ályktun þess efnis að fresta þingfundum fram til septemberloka. Ályktunin veitir heimild til að fresta fundi frá 12. júní, eða seinna ef nauðsyn krefur. Búist er við því að fundi verði frestað síðar í dag. Ályktunin var samþykkt með öllum greiddum atvkvæðum. Að öllu óbreyttu mun því nýtt þing taka til starfa 1. október 2007. 13.6.2007 11:01
Ekki nægar sannanir fyrir leynifangelsum Orð ónafngreindra heimildarmanna duga ekki til þess að sanna að bandaríska leyniþjónustan, CIA hafi rekið leynifangelsi í Póllandi og Rúmeníu, að mati yfirmanns öryggismála hjá Evrópusambandinu. Franco Frattini segist þó munu leita frekari upplýsinga frá löndunum tveim. 13.6.2007 10:47
Teljur tjón vegna vatnslekans ekki mikið Ekki er talið að tjón vegna vatnslekans í Rúmfatalagernum sé mikið. Fjármálastjóri verslunarinnar segir aðalleg um skemmdir á gólfi að ræða en að vörur í versluninni hafi sloppið að mestu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú í því að dæla vatni úr versluninni og á öðrum svæðum við Smáratorg. Úðarakerfi bilaði eftir að vatn var tekið af Smáratorginu án þess að rekstraraðilar voru látnir vita. 13.6.2007 10:45
Þrír forðuðu sér úr brennandi bíl Engan sakaði þegar eldur gaus upp í fólksbíl á leið niður Draugahlíð, fyrir ofan Litlu kaffistofuna laust fyrir klukkan tíu í morgun. Þegar eldsins varð vart stöðvaði ökumaður bílinn í skyndingu og yfirgaf hann ásamt tveimur farþegum. 13.6.2007 10:19
Vatnstjón í húsnæði Rúmfatalagersins Vatnstjón varð í húsnæði Rúmfatalagersins við Smáratorg í nótt þegar vatnsúðunarkerfi fór þar í gang. Lekans varð ekki vart fyrr en laust fyrir klukkan níu í morgun og eru nú tveir dælubílar slökkviliðsins að dæla vatni úr húsinu. Ekki er vitað hversu mikið tjónið er, en fulltrúar tryggingafélagsins eru komnir á staðinn. 13.6.2007 09:57
Réðust að manni með sverðfiski Lögreglan í Ástralíu leitar nú tveggja árásarmanna sem réðust að manni á heimili hans og skáru hann með sverðfiski. Maðurinn hlaut skurði á höndum og baki. 13.6.2007 09:20
Hugo Chavez heimsækir Fidel Castro Hugo Chavez, forseti Venesúela, er nú í óvæntri heimsókn í Kúbu. Hann er þar að heimsækja forseta Kúbu, Fidel Castro. Þetta er í sjötta skiptið sem að Chavez heimsækir Castro síðan sá síðarnefndi fór í aðgerð í júlí. 12.6.2007 22:40
Dómari vill fá 54 milljónir dala fyrir týndar buxur Dómari frá Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, hefur kært fatahreinsun sem hann segir hafa brotið gegn neytendalögum þegar hreinsunin týndi buxunum hans. Dómarinn fer fram á 54 milljónir dala fyrir buxurnar. 12.6.2007 21:59
Fengu rafmagnsvíra í höfuðið Að minnsta kosti sex manns, þar af tvö börn, voru fluttir á sjúkrahús eftir að rafmagnsvírar féllu á þá við aðaljárnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn í kvöld Jyllands Posten hefur eftir Morten Hansen, hjá Kaupmannahafnarlögreglunni, að áverkar fólksins virtust ekki vera mjög alvarlegir en fólkið hefði fengið mikið áfall. 12.6.2007 21:04
Vafasöm myndbönd eftir íslensk ungmenni Í Íslandi í dag í kvöld voru tekin fyrir myndbönd sem íslensk börn og unglingar hafa sett á netið. Á þessum myndböndum er að finna ýmislegt sem getur verið stórhættulegt og er oftar en ekki afar niðurlægjandi fyrir þá sem taka þátt. 12.6.2007 21:01
Skúta festist í Skerjafirðinum Lítil skúta festist á skeri í Skerjafirðinum fyrir um klukkustund síðan. Fimm manns voru í áhöfn skútunnar. Lögreglubátur og björgunarbátur fóru á vettvang og aðstoðuðu fólkið. Gekk greiðlega að losa bátinn og var hann dreginn í Kópavogshöfn. Áhöfnina sakaði ekki, 12.6.2007 20:53
Genarlow Wilson enn í fangelsi Einum og hálfum tíma eftir að dómari hafði úrskurðað að hinum 21 árs gamla Genarlow Wilson yrði sleppt úr fangelsi var honum tilkynnt að hann væri ekki að fara neitt. Saksóknari hafði áfrýjað málinu. 12.6.2007 20:40
Friðargæsla í Súdan efld Súdanir hafa fallist á áætlun sem gerir ráð fyrir að sameiginleg friðarsveit Afríkubandalagsins og Sameinuðu þjóðanna taki til starfa í Darfur. Samkvæmt þessari áætlun, mun Afríkubandalagið stjórna daglegum aðgerðum en Sameinuðu þjóðirnar munu hafa yfirstjórn á 17 þúsund friðarliðum í héraðinu. 12.6.2007 20:12
Apaspil í Álaborg Dýragarðshirðir í dýragarðinum í Álaborg hafa staðið í ströngu undanfarið við að fanga apa sem tolla ekki í búrum sínum. 12.6.2007 19:31
Upplýsingasíða fyrir eldri borgara Reykjavíkurborg kynnti í dag nýja upplýsingasíðu á netinu fyrir eldri borgara. Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um hvar þjónustuíbúðir borgarinnar munu rísa í framtíðinni, búsetuúrræði aldraðra og aðra þjónustu. Hægt er að komast inn á síðuna ef farið er inn á heimasíðu Reykjavíkurborgar, rvk.is og smellt er á borða sem ber yfirskriftina Betra að eldast í borginni. 12.6.2007 19:19
Íbúð á 230 milljónir króna til sölu Mikil eftirspurn er eftir lúxusíbúðum í miðborg Reykjavíkur. Í skuggahverfi rísa nú háhýsi þar sem íbúðirnar koma til með að kosta allt að 230 milljónir króna. 12.6.2007 19:18
McCann hjónin eru enn vongóð um að finna Madeleine Foreldrar Madeleine eru farin aftur til Portúgal eftir að hafa verið í Marokkó þar sem þau höfðu leitað dóttur sinnar. Þau segjast ennþá vera vongóð um að finna Madeleine. 12.6.2007 19:14
Gætu fengið allt að 13 milljónum króna í bætur Bætur sem íslenskar konur geta fengið vegna gallaðra silikonfyllinga í brjóstum geta numið allt að þrettán milljónum króna. Sérstakur sjóður sem settur var á stofn fyrir 10 árum til að greiða konum skaðabætur vegna silikonfyllinga á enn eftir að greiða út rúma 82 milljarða króna. Ríflega 85 prósent þeirra sem gera kröfu í sjóðinn fá einhverjar bætur. 12.6.2007 19:13
Fangar misnotaðir Mannréttindasamtök segja fanga í Kína notaða sem þræla fyrir vestræn stórfyrirtæki. Þeim sé gert að framleiða vörur á borð við jólaskraut og regnhlífar og fá greitt fyrir í klinki eða ávöxtum. Kínversk yfirvöld vísa ásökununum á bug. 12.6.2007 19:09
Ekki við launamenn að sakast Óábyrg fjármálastjórn ríkissjóðs er ástæða þess að hér er verðbólga en ekki launakjör opinberra starfsmanna segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur hjá ASÍ en fjármálaráðherra hefur sagt að nauðsynlegt sé að sýna aðhald í komandi kjarasamningum. Sigríður segir frekara aðhald muni fæla enn fleira starfsfólk úr umönnunarstörfum. 12.6.2007 19:09
Hraðakstur eykst í höfuðborginni Fleiri hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur í höfuðborginni nú samanborið við sama tíma í fyrra. Sjálfvirkar hraðamælingar virðast ekki alltaf ná að slá á hraðann. 12.6.2007 19:06
Vilja auðveldara aðgengi að smokkum Aukið aðgengi að smokkum, kynfræðsla, veggjakrot og tónlist er meðal þess sem ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur áherslu á í nýrri skýrslu. Ungmennin funduðu með bæjarstjórninni í dag og skýrðu það sem að þeirra mati má fara betur í bænum þeirra. 12.6.2007 18:59
Seljist ekki hvalkjötið er veiðum sjálfhætt Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að seljist ekki hvalkjöt sem nú er í frystigeymslum hér á landi sé hvalveiðum sjálfhætt. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, segir að ekki svari kostnaði að veiða þær tvær langreyðar sem eftir eru af kvótanum. 12.6.2007 18:57
Mannréttindadómstóll tekur fyrir mál Íslendinga vegna ólöglegra veiða Mannréttindadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Genf hefur ákveðið að taka fyrir mál tveggja Íslendinga sem dæmdir voru í Hæstarétti Íslands árið 2003 fyrir ólöglegar veiðar. 12.6.2007 18:53
Vara við fyrirtækinu Aquanetworld Samtök verslunar og þjónustu vara við viðskiptum við fyrirtækið Aquanetworld sem skráð er á Íslandi. Eigandi fyrirtækisins var dæmdur í hæstarétti fyrir helgi til að endurgreiða konu tæpar þrjár milljónir sem hann fékk hana til að leggja fram með saknæmum og ólögmætum hætti. Fjölmiðlar í Englandi hafa einnig varað við fyrirtækinu. 12.6.2007 18:50
Stefnir í blóðug átök Allt stefnir í blóðuga borgarstyrjöld stríðandi fylkinga Palestínumanna. Fatah-hreyfing Mahmouds Abbas, forseta, íhugar að draga sig út úr þjóðstjórn. Á sama tíma er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar friðmælist. Það er þó háð því að Ísraelsmenn felli niður sett skilyrði. 12.6.2007 18:30
"Ostaheróín" banar ungmennum í Dallas Svokallað "ostaheróín" hefur banað 21 ungmenni í Dallas og nágrenni. Heróínið er mjög vinsælt á meðal ungmenna og kostar grammið aðeins 630 krónur. Einnig er hægt að kaupa lítinn skammt á 126 krónur. 12.6.2007 18:23
Spjallína fyrir höfrunga Starfsmenn á endurhæfingarstöð fyrir sjávarspendýr í Flórída vinna nú hörðum höndum að því kenna höfrungakálfi að beita rödd sinni eðlilega. Þeir hafa ekki trú á að hann læri það af móður sinni þar sem hún er heyrnarlaus. Hún myndar því einungis eintóna hljóð, rétt eins og heyrnalaust fólk. 12.6.2007 18:14
Dæmdur fyrir hrottalega líkamsárás Jón Trausti Lúthersson var í dag dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir hrottalega árás í Reykjavík fyrir réttu ári síðan. 12.6.2007 17:44