Fleiri fréttir

Olmert fagnar tillögum arabaríkja um frið

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, fagnaði í morgun tillögum arabaríkjanna um frið í Miðausturlöndum og sagði þær byltingarkenndar þótt ekki væri hægt að taka undir allt í þeim.

Lagði hald á um 88 þúsund sígarettur

Lögreglan í Kolding á Jótlandi handtók í nótt og í morgun 16 manns, þar af þrettán Rússa, sem taldir eru tengjast alþjóðlegum smyglhring. Jafnframt lagði lögreglan hald á um 88 þúsund sígarettur sem verið var að flytja af skipi í bíl á hafnarbakkanum í Kolding.

Sjóliða fórnað fyrir stefnu Bush og Blair

Þriðja bréfið frá sjóliðum í Íran hefur verið birt. Bréfið er frá Faye Turney eina kvenkyns sjóliðanum í 15 manna hópnum sem er í haldi Írana. Í því segir að henni hafi verið fórnað af stefnu Blair og Bush ríkisstjórnanna. Tími sé kominn til að óska þess að ríkisstjórnirnar breyti kúgunar- og afskiptatilþrifum sínum gagnvart öðrum ríkjum.

Hækkun olíuverðs hefur ekki skilað sér enn hér á landi

Olíuverð hélt áfram að hækka á heimsmarkaði í gær og væri bensínverð orðið nokkrum krónum hærra hér á landi en raunin er ef íslensku olíufélögin endurspegluðu sveiflur á heimsmarkaði, eins og dönsku olíufélögin gera til dæmis.

Segja liðssöfnun Breta ekki hjálplega

Íranska sendiráðið í Bretlandi segir að tilraunir Breta til að fá þriðju aðila í lið með sér í sjóliðadeilunni, hjálpi ekki til við lausn hennar. Bretar séu í nánum samskiptum við írönsk stjórnvöld og vinni að því að leysa deiluna á "gagnkvæman og ásættanlegan" hátt. Málið ætti að leysa með tvíhliða samningum.

Hverfandi líkur á að Norðmenn gangi í ESB

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir líkurnar á að Noregur gangi í Evrópusambandið hverfandi. Þjóðin hafi tvívegis hafnað aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu og því sé málið dautt.

Sjálfstæðisflokkurinn gerir stofnun hers að kosningamáli

Sjálfstæðisflokkurinn hefur valið að gera stofnun hers að kosningamáli segir Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, um tillögur Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um 240 manna lið varalögreglu sem kynntar voru í gær. Hann kallar tillögurnar tindátaleik fyrir fullorðna.

Blair lýsir viðbjóði á meðferð sjóliða

Tony Blair forsætisráðherra Breta lýsir viðbjóði sínum á meðferð sjóliðanna sem eru í haldi Írana. Íranska stjórnin segir sjóliðana hafa komið ólöglega inn í íranska landhelgi. Blair segir að eina lausnin í málinu sé að sjóliðarnir verði látnir lausir. Þá segir forsætisráðherrann myndskeið af sjóliðunum í írönsku sjónvarpi, ekki blekkja neinn. Tekið verði á málinu af festu en þolinmæði.

Þyrla skotin niður í Mogadishu

Uppreisnarmenn í Sómalíu skutu eþíópska þyrlu niður í Mogadishu í morgun. Þetta er annar dagur átaka í höfuðborginni eftir að herir Sómalíu og Eþíópíu réðust harkalega gegn íslamistum og ættbálkaherliðum. Yfir 30 manns hafa látist frá því í átakið hófst. Sprengjum rigndi yfir íbúahverfi og vitni sáu tvær eþíópískar þyrlur skjóta á virki uppreisnarmanna rétt áður en flugskeyti hitti aðra þyrluna.

Samkomulag um tillögu að samningi um vernd barna

Samkomulag náðist í morgun í sérfræðinganefnd allra aðildaríkja Evrópuráðsins um tillögu að bindandi samningi um vernd barna gegn kynferðisofbeldi og kynferðislegri misneytingu.

Saka kirkjuna um að veikja stjórnina

Innanríkisráðherra Ítalíu hefur sakað rómversk-kaþólsku kirkjuna um að skipta sér af stjórnarmálum og veikja stjórnina. Kirkjan bað nefnilega presta sína að beita sér fyrir því að ný lög, sem að veita ógiftu fólki í sambúð, gagn- og samkynhneigðu, réttindi á við gift fólk.

Olmert fagnar friðaráætlun

Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, sagði á fundi með Kadima flokki sínum í kvöld að leiðtogafundur Arabaríkja hefði sýnt að þeir hefðu áttað sig á því að deilurnar við Ísrael væru ekki þeirra stærsta vandamál. Olmert sagði fundinn líka sýna að andrúmsloftið í Mið-Austurlöndum hefði breyst og að nú væri kominn sáttatónn sem hefði ekki verið til staðar áður.

Segir Gonzales hafa tekið þátt

Kyle Sampson, fyrrum starfsmannastjóri Alberto Gonzales, aðalsaksóknara Bandaríkjanna, sagði í dag að Gonzales hefði tekið þátt í ákvörðunum stjórnvalda um að reka átta saksóknara úr starfi. Þetta kom fram í vitnisburði hans fyrir þingnefnd í dag. Gonzaels hafði áður sagt að hann hefði ekki komið nálægt málinu.

Að minnsta kosti 60 láta lífið í sjóslysi

Að minnsta kosti sextíu manns létu lífið þegar að bát með 120 innanborðs hvolfdi rétt fyrir utan ströndum Gíneu í kvöld. Ríkissjónvarpið í Gíneu skýrði frá. Báturinn var opinn fiskibátur og 36 hafa fundist á lífi. Ríkissjónvarp Gíneu sýndi myndir af því þegar að verið var að koma með fólkið í land.

Öryggisráðið lýsir yfir áhyggjum vegna sjóliða

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld ályktun þar sem það lýsir yfir áhyggjum af handtökum Írana á 15 breskum sjóliðum. Upphaflega átti ályktunin að krefjast þess að Íranar létu sjóliðana lausa tafarlaust en eftir langar viðræður Breta og Rússa var sæst á að krefjast þess að sjóliðunum yrði sleppt fljótlega.

Tíu ára fangelsi fyrir að móðga kónginn

Svissneskur maður var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að móðga konung Taílands. Oliver Jufer, 57 ára, var dæmdur fyrir að hafa eyðilagt fimm myndir af konunginum með því að spreyja á þær. Jufer var fullur þegar hann móðgaði kónginn.

Segja veru hersins í Írak löglega

Bandaríkjamenn hafna þeirri fullyrðingu Sádi-Araba að vera bandaríska hersins í Írak sé ólögleg. Þeir segja að herinn sé þar í boði írösku stjórnarinnar og samkvæmt reglugerðum frá Sameinuðu þjóðunum. Konungur Sádi-Arabíu, Abdullah, lýsti þessari skoðun sinni á leiðtogafundi Arabaríkja í gær.

Kynntu aðgerðaáætlun í málefnum barna og barnafólks

Samfylkingin kynnti í dag ítarlega aðgerðaáætlun í málefnum barna og barnafólks undir yfirskriftinni Unga Ísland. Tilgangurinn er sá að vekja athygli á mikilvægi barnastefnu og vill Samfylkingin að málefni barna verði í forgangi á verkefnalista næstu ríkisstjórnar.

Stafar meiri hætta af hvalveiðum en stóriðju

Íslenskri ferðaþjónustu stafar mun meiri hætta af hvalveiðum en stóriðjuuppbyggingu, segir forstjóri Icelandair. Ríkisstjórnir víða um heim mótmæla enn hvalveiðum Íslendinga.

Tyrkir biðja Írana að láta Turner lausa

Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, hringdi í forseta Íran, Mahmoud Ahmadinejad, í dag og bað hann að láta Faye Turner lausa. Íranar ætluðu upphaflega að sleppa henni en skiptu svo um skoðun og sögðu viðbrögð Breta vera ástæðuna. Turner er eina konan í hópi sjóliðanna sem Íranar handtóku síðastliðinn föstudag. Ahmadinejad er víst að íhuga bón Erdogans um þessar mundir. Ríkissjónvarpið í Íran skýrði frá þessu í dag.

Seðlabankinn hvetur til varfærni

Seðlabankinn telur að ef farið verði of geyst í stóriðjuframkvæmdir á næstu árum geti það leitt til hærri verðbólgu og stýrivaxta og því brýnt að frekari uppbygging taki mið af því. Bankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum í morgun en varar við að áframhaldandi þensla geti þvingað bankann til vaxtahækkana. Stýrivextir eru nú 14,25 % og hafa verið það frá því í desember.

Nú get ég andað léttar

Formaður MND-félagsins á Íslandi fagnaði í dag áfangasigri í baráttunni fyrir vali fatlaðra til að lifa með hjálp öndunarvélar heima. Þeir sem þurfa á hjálp öndunarvélar að halda eiga nú kost á því að fá slíka þjónustu. Um tilraunaverkefni er að ræða sem nær til sex einstaklinga næstu tvö árin. Rúmlega fimm starfsmenn þarf til að sinna hverjum sjúklingi og kostnaður á ári er um 20 milljónir króna.

Vilja landnýtingaráætlun fyrir ferðaþjónustuna

Á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar, sem haldinn var í dag, var samþykkt áskorun á stjórnvöld um að vinna að landnýtingaráætlun með þarfir ferðaþjónustunnar í huga. Lagt var til að hún yrði með sama hætti og fyrirliggjandi tillaga á Alþingi um nýtingaráætlun og verndaráætlun fyrir auðlindir landsins til lands og sjávar. Jafnframt var sagt að nýting náttúruauðlinda til ferðaþjónustu sé mikilvæg og að undibúa þurfi fjárfestingu í innviðum og markaðsstarfi.

Bretar hafni stjórnarskrá ESB

Bretar taka ekki upp evruna og hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins nái íhaldsmenn völdum í næstu kosningum. Þetta segir William Hague, fyrrverandi leiðtogi breska Íhaldsflokksins og núverandi talsmaður hans í utanríkismálum. Hann er vongóður um sigur flokks síns í næstu kosningum.

Mikil ábyrgð hvílir á dómendum

Bæði settur saksóknari í Baugsmálinu og verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, lögðu á það áherslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að mikil ábyrgð hvíldi á dómendum í málinu en þó á misjöfnum forsendum. Aðalmeðferð í Baugsmálinu lauk í Héraðsdómi í dag.

Íhuga að stefna ríki vegna reykingabanns

Eigandi Ölstofunnar í miðbæ Reykjavíkur óskar eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að leita úrræða fyrir þá viðskiptavini ríkissjóðs sem krárnar þjónusta. Það er að segja - reykingamenn. Reykingabann gengur í gildi eftir tvo mánuði og eigendur Ölstofunnar íhuga að stefna ríkinu fyrir skerðingu á atvinnuréttindum.

Krónikan hættir og seld til DV

Útgáfu Krónikunnar hefur verið hætt og var útgáfufélag hennar selt DV í dag. Ritstjóri og framkvæmdastjóri Krónikunnar hafa ráðið sig til DV. Tólf manns störfuðu hjá Krónikunni og hefur öllum starfsmönnum verið boðið starf hjá DV, en óvíst hve margir þiggja það.

10 gagnageymslur skapa 200 hátæknistörf

Tíu gagnavistunarbú verða komin upp innan tveggja ára ef áætlanir Data Íslandía ganga eftir og tvö hundruð störf verða til. Áhugi stórfyrirtækja á borð við British Telecom á gagnavistun á hinu friðsæla Íslandi hefur tvíeflst eftir að upp komst um áætlanir Al Kaída um að lama internetið í Bretlandi.

Fram til baráttu fyrir aldraða og öryrkja

Baráttusamtökin segja ljóst að núverandi stórnarflokkar muni ekki bæta hag elli- og örorkulífeyrisþega og ætla að beita sér fyrir að lágmarkslífeyrir verði 210 þúsund krónur á mánuði. Baráttusamtökin tilkynntu í morgun að þau muni bjóða fram í öllum kjördæmum í vor, en þau berjast fyrir hagsmunum aldraðra, öryrkja og breyttu skipulagi Reykjavíkur.

Aðgerðir til að bæta stöðu barna

Samfylkingin hyggst beita sér fyrir markvissum aðgerðum til að bæta stöðu barna og barnafjölskyldna á Íslandi á næsta kjörtímabili, samkvæmt stefnu sem kynnt var í dag.

Vísir opnar kosningavef

Sérstakur vefur vegna Alþingiskosninganna 2007 hefur verið opnaður á hér á Vísi. Vefurinn er nýstárlegur á margan hátt. Notendur geta til dæmis spáð í spilin varðandi fylgi og þingmannafjölda einstakra framboða á gagnvirkan hátt miðað við kannanir eða eigin forsendur og séð niðurstöðurnar jafnóðum birtar með grafískum hætti.

Björn vill stofna 240 manna varalið lögreglu

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, ætlar sér að stofna 240 manna launað varalið lögreglu sem hægt yrði að kalla út þegar á þyrfti að halda. Þetta kom fram í erindi sem Björn hélt á fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu.

Hugmyndakeppni um skipulagningu Vatnsmýrar hafin

Í dag hófst hugmyndakeppni um skipulag Vatnsmýrar. Keppnin er á vegum Reykjavíkurborgar. Hún er jafnframt alþjóðleg og fer fram í tveimur þrepum. Úrslit verða ljós í nóvember á þessu ári og gert er ráð fyrir því að Reykjavíkurborg semji við einn eða fleiri vinningshafa um skipulagningu hluta af Vatnsmýrarsvæðinu.

Forseti Suður-Afríku að miðla málum í Zimbabwe

Afrískir leiðtogar samþykktu í dag að forseti Suður-Afríku, Thabo Mbeki, muni reyna að miðla málum í Zimbabwe. Þetta var ákveðið á leiðtogafundi sem haldinn var í Dar Es Salaam í Tanzaníu. Þeir hvöttu vesturveldin einnig til þess að hætta refsiaðgerðum gegn landinu. Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, hefur undanfarið sætt harðri gagnrýni alþjóðasamfélagsins fyrir meðferð sína á stjórnarandstöðu landsins.

Aðalmeðferð Baugsmálsins lokið

Aðalmeðferð í Baugsmálinu lauk nú fyrir stundu eftir að saksóknari og verjendur sakborninga höfðu flutt seinni ræður sínar í munnlegum málflutningi. Rúmar sex vikur eru síðan aðalmeðferðin hófst með skýrslutöku af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Hann er ákærður í 17 af 18 ákæruliðum. Kostnaður embættis saksóknara vegna sérfræðiaðstoðar er rúmar 55 milljónir og þá er ekki tekið tillit til launa setts saksóknara og aðstoðarmanna hans.

Arabaríkin bjóða Ísrael stjórnmálasamband

Öll Arabaríkin samþykktu í dag að taka upp stjórnmálasamband og eðlileg samskipti við Ísrael, að uppfylltum vissum skilyrðum. Þau eru meðal annars að Ísrael hverfi aftur til landamæranna eins og þau voru fyrir sex daga stríðið árið 1967. Að stofnað verði sjálfstætt ríki Palestínumanna, og að fundinn verði réttlát lausn á málum þeirra araba sem flýðu heimili sín í hinum fjölmörgu stríðum sem Arabar og Gyðingar hafa háð.

Forsetafrúin gekkst undir mikla aðgerð á þriðjudagskvöld

Dorrit Moussaieff forsetafrú slasaðist töluvert mikið á skíðum í Aspen í Bandaríkjunum á þriðjudag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands fór til Bandaríkjanna í gærdag og hefur fylgst náið með framvindu mála, en hann hittir eiginkonu sína í kvöld. Forsetafrúin lærbrotnaði og brákaði nokkur bein.

Upphæð kreditreiknings fáránleg

Brynjar Níelsson verjandi Jóns Geralds Sullenberger hélt lokaræðu sína nú rétt í þessu í Héraðsdómi. Hann sagði upphæð kreditreiknings frá Nordica upp á 62 milljónir króna fáránlega. Hún jafngilti nánast öllum viðskiptum Baugs og Nordica á árinu 2001. Jón Gerald er ákærður fyrir að hafa aðstoðað Jón Ásgeir og Tryggva við að rangfæra bókhald Baugs með því að útbúa tilhæfulausan reikning.

Sakfelling þýði að Jón Ásgeir þurfi að hætta störfum fyrir Baug í þrjú ár

Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar flutti lokaorð sín í Baugsmálinu nú rétt í þessu. Hann sagði að alþjóðleg greiningarfyrirtæki teldu meginverðmæti Baugs liggja í heilabúi Jóns Ásgeirs. Ásakanirnar í málinu væru mjög alvarlegar fyrir hann. Minnsta sakfelling yrði til þess að hann yrði að láta af stjórnarstörfum og sem forstjóri Baugs í þrjú ár. Gestur var þeirrar skoðunar að ekki gæti komið til sakfellingar. Það yrði hins vegar engin smá ákvörðun að sakfella Jón Ásgeir.

Öldungadeildin samþykkir heimflutning frá Írak

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp um að hefja heimflutning herliðsins í Írak eftir fjóra mánuði og að reynt skuli að ljúka honum á einu ári. Fullvíst þykir að forsetinn beiti neitunarvaldi gegn þessu frumvarpi, sem var hengt aftan í annað frumvarp um fjárframlög til stríðsrekstrar í Írak og Afganistan.

Króníkan hættir útgáfu

Ákveðið hefur verið að hætta útgáfu vikublaðsins Króníkunni í núverandi mynd. Blaðið hóf göngu sína um miðjan febrúar. Fundur stendur nú yfir, þar sem starfsmönnum er tilkynnt þessi ákvörðun. Samkvæmt bloggsíðu Steíngríms S. Ólafssonar verður starfsfólkinu boðin vinna á DV.

Rafmagnstruflanir á Austurlandi

Rafmagnsnotendur á Austurlandi mega búast við tímabundnum spennubreytingum vegna spennusetningar og prófana á rafbúnaði í Fljótsdalsstöð og hjá Fjarðaráli. Afleiðingarnar geta verið blikk í ljósum notenda en þær eiga hvorki að valda tjóni á búnaði né straumleysi. Einungis er um tímabundið ástand að ræða þar til rekstur Fljótsdalsstöðvar og Fjarðaráls hefst.

Sjá næstu 50 fréttir