Fleiri fréttir Sjóvá og Ístak skoða 2+2 Suðurlandsveg Sjóvá og Ístak hafa skoðað lausn sem byggir á 2+2 Suðurlandsvegi sem gæti flýtt framkvæmdum og gert það að verkum að tvöfaldur Suðurlandsvegur á milli Reykjavíkur og Selfoss væri tilbúinn árið 2010. Þessi lausn byggir á nokkrum mislægum vegamótum og hringtorgum, 2,5 metra bili á bili akreina, upplýstri akstursleið og vegriði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send var frá þeim í kvöld. 27.3.2007 19:24 Fyrsta verkið í Sundabraut boðið út Rannsóknaboranir vegna jarðganga undir sundið milli Klepps og Gufuness eru að hefjast. Þetta er fyrsta verkefnið sem boðið er út vegna fyrirhugaðrar Sundabrautar. 27.3.2007 19:17 Gerðu árás á bækistöðvar hermanna Uppreisnarmenn í Írak gerðu í dag árás á bækistöð bandarískra hermanna við Fallujah í dag. Þeir reyndu að keyra tvo bíla, fulla af sprengiefnum, inn fyrir hlið stöðvarinnar á sama tíma og um 30 vígamenn gerðu áhlaup á hana. Bandarísku hermönnunum tókst að hrinda árásinni. Árásin er talin óvenjuleg þar sem uppreisnarmenn ráðast ekki venjulega í svo stórum hópum á bækistöðvar hermanna. 27.3.2007 18:56 Íslandsmet í fiskveiðum? Tveir menn með 17 tonn á tíu tímum Fréttir af gríðarlegum aflabrögðum halda áfram að berast úr höfnum um land allt. Sjómennirnir tveir úr Bolungarvík, sem komu með sautján tonn af steinbít að landi í gær úr tíu tíma veiðiferð, hafa að öllum líkindum sett Íslandsmet í fiskveiðum. Tvö tonn til viðbótar neyddust þeir til að skilja eftir á línu í sjó. Skipstjórinn segist aldrei hafa séð annað eins á ævinni. 27.3.2007 18:52 Þróunarsjóður fyrir innflytjendur Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra kynnti í dag stofnun Þróunarsjóðs, sem mun styrkja verkefni til aðlögunar innflytjenda að íslensku samfélagi. Umsýsla sjóðsins verður í höndum Háskólaseturs á Ísafirði. 27.3.2007 18:47 Wilson Muuga dreginn á flot um miðjan maí Stefnt er að því að samningar um björgun Wilsons Muuga af strandstað við Hvalsnes verði undirritaðir í fyrramálið. Áætlun liggur fyrir um að draga flutningaskipið á flot á stórstraumsflóði þann 18. maí næstkomandi. 27.3.2007 18:45 Leggja til að endurvinnslustöðinni í Sellafield verði lokað Umhverfisráðherrar Íslands, Írlands, Noregs og Austurríkis hvetja bresk stjórnvöld til að hætta við að enduropna kjarnorkuendurvinnslustöðina Sellafield. Henni var lokað árið 2005 vegna innanhúss leka á mjög geislavirkum úrgangi. Starfsemi stöðvarinnar hefur lengi verið þyrnir í augum íslenskra stjórnvalda sem oft hafa hvatt til þess að henni verði lokað. 27.3.2007 18:45 Gríðarlegur verðmunur hjá tannlæknum Gríðarlegur verðmunur er á þjónustu barnatannlækna, samkvæmt opinberum samanburðartölum. Reikningar dýrustu tannlæknanna eru 130% yfir gjaldskrá ráðherra en þeir ódýrustu sex prósentum undir. Tannlæknum er meinað að auglýsa svo neytendur geta trauðla gert samanburð og valið ódýrasta kostinn. 27.3.2007 18:44 Hét á páfa og læknaðist Frönsk nunna sem læknaðist af Parkinsons-veiki eftir að hafa heitið á Jóhannes Pál páfa annan er höfuðástæða þess að honum verður veitt sérstök blessun á tveggja ára ártíð sinni í næstu viku. Komi annað kraftaverk í ljós verður hann tekinn í dýrlingatölu. 27.3.2007 18:30 Hótað að sprengja upp höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna Hótað var að sprengja upp höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Neyðarlínunni þar í borg barst sprengjuhótun frá ónefndum aðila. Öryggisráðstafanir voru auknar umtalsvert vegna hótunarinnar en sprengjan átti að springa klukkan tvö í dag. Engin sprengja fannst við leit í höfuðstöðvunum og ekki hefur orðið vart við neina sprengingu það sem af er degi. Lögreglan í New York segist því vera að rannsaka málið sem mögulegt gabb. 27.3.2007 18:14 Brugðust starfsskyldum sínum og hluthöfum í Baugi Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, sagði að með sjálfsafgreiðslum á lánum, brotum á bókhaldslögum og fjárdrætti hefðu Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, brugðist starfsskyldum sínum og hluthöfum í Baugi þegar félagið var á markaði. Saksóknari lauk munnlegum málflutningi sínum í málinu nú skömmu fyrir klukkan fimm. 27.3.2007 17:11 Heitavatnsæð í sundur í Hafnarfirði Um klukkan 16:00 í dag kom í ljós mikill leki á aðalæð fyrir heitt vatn til byggða í Áslandshverfi, Völlum og á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði. Heitt vatn kom úr jörðu frá leiðslu norðan við Öldugötu og hefur verið lokað fyrir rennsli. Viðgerð hefst strax og unnt er, en búast má við að henni verði ekki lokið fyrr en liðið er á kvöld. Heitavatnslaust verður í þessum hverfum á meðan. 27.3.2007 17:08 Reglulegir fundir Ísraela og Palestínumanna Leiðtogar Ísraels og Palestínumanna hafa fallist á að hittast hálfsmánaðarlega til þess að auka traust sín í milli. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna tilkynnti um þetta í dag og sagði að fundirnir gætu á endanum leitt til umræðna um sjálfstætt palestinskt ríki. Háttsettur ísraelskur embættismaður sagði hinsvegar að sjálfstætt ríki yrði ekki til umræðu í bráð. 27.3.2007 16:55 Málflutningi saksóknara í Baugsmálinu lokið Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu lauk nú fyrir stundu munnlegum málflutningi sínum fyrir Héraðsdómi. Í dag fjallaði hann um meint bókhaldsbrot Jóns Ásgeirs Jóhannssonar forstjóra Baugs og Tryggva Jónssonar fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins. 27.3.2007 16:53 Bauð hveiti og myrti 27.3.2007 16:43 Round Up 27.3.2007 16:33 Ferðakostnaði íþróttafélaga mætt með ferðasjóði Ríkisstjórnin ákvað í dag að koma á fót ferðasjóði íþróttafélaga. Ákvörðunin styður niðurstöður nefndar sem menntamálaráðherra skipaði til að fjalla um málið. Ferðakostnaður íþróttafélaga er mismikill meðal annars af landfræðilegum ástæðum. Þá er aðgengi að stuðningi fyrirtækja og einstaklinga einnig mismikill. 27.3.2007 16:32 Núll núll þjö Það gæti verið njósnari á heimilinu þínu, sem þú veist ekkert um. Mjög ung börn sækja vísbendingar um hvernig þau eigi að haga sér með því að fylgjast með svipbrigðum fullorðinna, og hlera samtöl þeirra. Börn allt niður í eins árs gömul fylgjast vel með því sem er að gerast í kringum þau, hvort sem því er beint að þeim, eða öðrum í fjölskyldunni. 27.3.2007 16:13 Stjórnmáflokkarnir setja þak á auglýsingar Stjórnmálaflokkarnir sem eiga sæti á Alþingi hafa gert með sér samkomulag um að takmarka auglýsingakostnað í aðdraganda kosninganna. Samkomulagið er afrakstur viðræðna milli flokkanna undanfarnar vikur. Heildarkostnaður hvers flokks vegna auglýsinga í dagblöðum og ljósvakamiðlum má að hámarki ná 28 milljónum króna. 27.3.2007 16:03 Talibönum sleppt fyrir blaðakonu NATO hefur lýst áhyggjum yfir því að stjórnvöld á Ítalíu slepptu fimm talibönum úr haldi í síðustu viku, í skiptum fyrir blaðakonuna Daniele Mastrogiacomo. Henni var haldið í gíslingu í Afganistan. Bandaríkjamenn og Bretar hafa fordæmt Ítali skýrum orðum. Málið var rætt á lokuðum fundi NATO í Brussel í dag. 27.3.2007 15:50 Danskir ráðherrar sáttir við nakin umferðarskilti Bæði jafnréttisráðherra Danmerkur og dómsmálaráðherra eru sáttir við það að berbrjósta stúlkur skyldu notaðar til þess að reyna að draga úr umferðarhraða með því að halda á lofti skiltum þar sem leyfður hraði er tilgreindur. Milljónir manna um allan heim hafa farið inn á heimasíðu dönsku umferðarstofunnar til þess að skoða myndir af þeim. 27.3.2007 15:29 Stefán Baldursson verður óperustjóri Stefán Baldursson leikstjóri og fyrrverandi þjóðleikhússtjóri hefur verið ráðinn óperustjóri Íslensku óperunnar. Bjarni Daníelsson núverandi óperustjóri lætur af störfum 1. júlí næstkomandi. í fréttatilkynningu frá Íslensku óperunni segir að Stefán muni hefja störf í maí. Þá mun hann vinna með fráfarandi óperustjóra að undirbúningi næsta starfsárs. 27.3.2007 15:14 Tímaspursmál um alvarlegt slys á Gjábakkavegi Fjöldi ökumanna keyrir daglega um Gjábakkaveg á Lyngdalsheiði þrátt fyrir að hann sé ófær. Ástæðan er sú að hann styttir leiðina milli Reykjavíkur og Árnessýslu um hálftíma. Vegurinn getur hins vegar verið afar varasamur. Bjarni Daníelsson formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar segir einungis tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verði á heiðinni. 27.3.2007 14:41 Truflaði guðsþjónustu drottningar Svartur maður truflaði í dag guðsþjónustu í Westminster Abbey, í Bretlandi, þar sem bæði Elísabet drottning og Tony Blair, forsætisráðherra voru viðstödd. Guðsþjónustan var haldin til að minnast þess að 200 ár eru liðin frá því þrælahald var afnumið í Bretlandi. 27.3.2007 14:41 Aldrei jafn margir þrælar í heiminum Þrælahald hefur aldrei verið útbreiddara en í dag, né þrælar jafn margir. Hægt er að kaupa sér kynlífsþræla víða um heim fyrir allt niður í eittþúsund íslenskar krónur. 27.3.2007 14:04 Ný höfuðborg Mjanmar sýnd í fyrsta sinn Herforingjastjórnin í Asíuríkinu Mjanmar, áður þekkt sem Burma, hefur í fyrsta sinn hleypt blaðamönnum inn í nýja höfuðborg landsins, Naypyidaw . Borgin var byggð frá grunni fyrir nokkrum misserum í frumskógi um 460 kílómetra frá gömlu höfuðborginni Yangoon. 27.3.2007 13:15 Lóan er komin til Hornafjarðar Lóan er komin. Björn Arnarson fuglaáhugamaður og starfsmaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar sá lóu á flugi í Einarslundi í morgun um klukkan 7:30. Björn segir í samtali við fréttavef Hornafjarðar að þetta sé hennar tími því algengast er að hún komin hingað frá 24. til 28. mars. 27.3.2007 12:47 Skolpbylgja skall á þorpi Að minnsta kosti þrír týndu lífi og fjölmargra er saknað eftir að safnþró gaf sig og skolp flæddi um þorp á Gaza-svæðinu í morgun. Heilbrigðisyfirvöld segja fjögura ára dreng og sjötuga konu meðal þeirra sem týndu lífi. Á þriðja tug húsa fóru í kaf og 25 hið minnsta slösuðust. 27.3.2007 12:45 Tveir milljarðar í orku-útrás Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að leggja tvo milljarða króna í nýtt útrásarfyrirtæki orkuþekkingar, sem nefnist Reykjavík Energy Invest. Markmið félagsins er að viðhalda forystu félagsins í útflutningi þekkingar á umhverfisvænni nýtingu orkulinda, sérstaklega jarðhita. 27.3.2007 12:43 Vill prófa steinsteyptar götur í Reykjavík Ástæða er til að kanna hvort steinsteyptar götur dragi úr svifryksmengun, segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi, sem hvetur til þess að Reykjavíkurborg steypi götukafla í tilraunaskyni. 27.3.2007 12:36 Danir klaga grunuð skattsvik Æ fleiri Danskir borgarar greina þarlendum skattayfirvöldum frá grun sínum um sakttsvik einstaklinga og fyrirtækja. Á annað þúsund skattsvikamála, sem rannsökuð voru sérsaklega í Kaupmannahöfn í fyrra, voru til komin vegna svona ábendinga og þær eru mun fleiri í ár, að sögn Jótlandspóstsins. Ábendingarnar varða einkum svarta atvinnustarfssemi og mikla sjáanlega eyðslu umfram uppgefnar tekjur. Af fyrirtækjum er sérstaklega bent á Kioska, eða sjoppur, pitsustaði, grænmetissala og veitingastaði. 27.3.2007 12:30 Blair hótar Írönum Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir í morgun að ef ekki tækist að frelsa sjóliðana fimmtán, sem eru í haldi Íransstjórnar eftir diplómatískum leiðum, yrði gripið til annarra ráða. 27.3.2007 12:30 Brot í Hafskipsmálinu sakleysisleg Vörnin í Hafskipsmálinu byggðist á því að skoða þyrfti tekjur og gjöld í heild. Í dómi málsins frá 1991 var heildarmatskenningu algjörlega hafnað og sakborningar sakfelldir fyrir bókhaldsbrot. Það sama ætti að gera í Baugsmálinu. Þetta sagði Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í morgun. Hann segir brot í Hafskipsmálinu sakleysisleg í samanburði við Baugsmálið. 27.3.2007 12:26 Loðnuskip finna ekkert nema síld Loðnuskipin, sem enn leita að loðnu eftir að kvótinn var aukinn, finna ekkert nema síld, og línubátar, sem eru að verða búnir með þorskkvóta sína og leita nú dauðaleit að öðrum tegundum, fá ekkert nema þorsk. 27.3.2007 12:15 Bjóst við kröfu á hendur hótelinu Hótelstjóri Hótels Sögu segist hafa búist við því að aðstandendur hvataferðar klámframleiðenda sem ekkert varð af myndu krefja hótelið um bætur. Hópnum var úthýst af Hótel Sögu eftir mikla umræðu um væntanlega heimsókn hans. 27.3.2007 12:15 Hicks játaði Ástralinn David Hicks, sem setið hefur í fangabúðunum í Guantanamo undanfarin fimm ár, hefur viðurkennt fyrir herdómstól að hafa tekið þátt í hryðjuverkastarfsemi. Hicks er fyrsti Guantanamo-fanginn sem réttað er yfir samkvæmt lögum sem mannréttindasamtök hafa gagnrýnt ákaft. 27.3.2007 11:56 Velferðarmál skipta fólk mestu Umhverfismál, sem hvað efst hafa verið á baugi í aðdraganda þingkosninganna í vor, eru í fjórða sæti yfir mikilvægustu kosningamálin í vor, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Aðspurðum var gefinn kostur á að velja sex málaflokka eftir mikilvægi, og kemur þessi niðurstaða sjálfsagt mörgum á óvart. Efst á blaði eru velferðarmál, næst efnahagsmál og í þriðja sæti skattamál, eða málaflokkar sem snerta fjárhag einstaklinga beint. 27.3.2007 11:54 Framburður Jóns Geralds trúverðugur Framburður Jóns Geralds Sullenbergers hefur verið afar trúverðugur frá upphafi og ekki tekið breytingum. Þetta sagði Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sigurður sagði að framburður Jóns Geralds samræmist framburði annarra sem koma að málinu, nema Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar. 27.3.2007 11:50 Prodi nagar neglurnar Brothætt stjórn Romano Prodi forsætisráðherra Ítalíu bíður nú kosningar um tillögur um að ítalskir friðargæsluliðar verði áfram í Afganistan. Þingið felldi svipaða tillögu fyrir um mánuði síðan og bauðst Prodi til að segja af sér vegna þess. Nokkurra daga stjórnarkreppa ríkti þá í landinu. Sumir samstarfsflokka Prodi í ríkisstjórn, aðallega þeir lengst til vinstri, vilja að hermennirnir verði kallaðir heim. 27.3.2007 11:49 Menn verða uppgefnir á að sofa hjá Vísindamenn í Austurríki hafa komist að því að heilastarfsemi karlmanna minnki tímabundið við að sofa í sama rúmi og önnur manneskja. Þegar þeir deili rúmi með öðrum heila nótt truflist svefninn, hvort sem þeir njóti ásta eða ekki. Þetta spilli andlegri getu þeirra næsta dag. 27.3.2007 11:30 Kínverjar heita stuðningi við Tíbet Íbúar Tíbet mega búast við mikilli uppbygginu í landi sínu á næstu árum. Stjórnvöld í Kína, sem hafa farið með stjórn í Tíbet um árabil, heita því að eyða því sem nemur 866 milljörðum íslenskra króna í uppbyggingu í landinu. 27.3.2007 11:16 Spring to Iceland: I am on my Way 27.3.2007 11:13 Vilja meina Elton að koma til Tóbagó Leiðtogar kirkjuhópa á eyjunni Tóbagó segja að það ætti að banna Elton John að koma fram á jazzhátíð sem verður haldinn á eyjunni í lok apríl. Þeir segja að samkynhneigð Eltons gæti hugsanlega smitað út frá sér. Þeir hafa þegar reynt að sannfæra þing eyjarinnar um hversu skaðlegur Elton gæti reynst ungviði eyjunnar en allt kom fyrir ekki. 26.3.2007 23:43 Geimhöfn reist í Nýju Mexíkó Kjósendur í ríkinu Nýja Mexíkó í Bandaríkjunum munu brátt greiða atkvæði um hvort það eigi að reisa geimhöfn í ríkinu. Hún myndi gagnast einkafyrirtækjum sem ætla sér að fljúga farþegaflug út í geim. Ef kjósendur samþykkja nýjan skatt, sem fjármagna á byggingu geimhafnarinnar, verður hafist handa við byggingu hennar strax á þessu ári. 26.3.2007 23:26 Kabila ver ákvörðun sína um beita hernum Joseph Kabila, forseti Kongó, hefur varið þá ákvörðun sína að beita hernum gegn vopnuðum fylgismönnum Jean-Pierre Bemba í síðustu viku. Að minnsta kosti 150 manns létu lífið í átökunum í höfuðborginni Kinshasa. 26.3.2007 23:12 Sjá næstu 50 fréttir
Sjóvá og Ístak skoða 2+2 Suðurlandsveg Sjóvá og Ístak hafa skoðað lausn sem byggir á 2+2 Suðurlandsvegi sem gæti flýtt framkvæmdum og gert það að verkum að tvöfaldur Suðurlandsvegur á milli Reykjavíkur og Selfoss væri tilbúinn árið 2010. Þessi lausn byggir á nokkrum mislægum vegamótum og hringtorgum, 2,5 metra bili á bili akreina, upplýstri akstursleið og vegriði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send var frá þeim í kvöld. 27.3.2007 19:24
Fyrsta verkið í Sundabraut boðið út Rannsóknaboranir vegna jarðganga undir sundið milli Klepps og Gufuness eru að hefjast. Þetta er fyrsta verkefnið sem boðið er út vegna fyrirhugaðrar Sundabrautar. 27.3.2007 19:17
Gerðu árás á bækistöðvar hermanna Uppreisnarmenn í Írak gerðu í dag árás á bækistöð bandarískra hermanna við Fallujah í dag. Þeir reyndu að keyra tvo bíla, fulla af sprengiefnum, inn fyrir hlið stöðvarinnar á sama tíma og um 30 vígamenn gerðu áhlaup á hana. Bandarísku hermönnunum tókst að hrinda árásinni. Árásin er talin óvenjuleg þar sem uppreisnarmenn ráðast ekki venjulega í svo stórum hópum á bækistöðvar hermanna. 27.3.2007 18:56
Íslandsmet í fiskveiðum? Tveir menn með 17 tonn á tíu tímum Fréttir af gríðarlegum aflabrögðum halda áfram að berast úr höfnum um land allt. Sjómennirnir tveir úr Bolungarvík, sem komu með sautján tonn af steinbít að landi í gær úr tíu tíma veiðiferð, hafa að öllum líkindum sett Íslandsmet í fiskveiðum. Tvö tonn til viðbótar neyddust þeir til að skilja eftir á línu í sjó. Skipstjórinn segist aldrei hafa séð annað eins á ævinni. 27.3.2007 18:52
Þróunarsjóður fyrir innflytjendur Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra kynnti í dag stofnun Þróunarsjóðs, sem mun styrkja verkefni til aðlögunar innflytjenda að íslensku samfélagi. Umsýsla sjóðsins verður í höndum Háskólaseturs á Ísafirði. 27.3.2007 18:47
Wilson Muuga dreginn á flot um miðjan maí Stefnt er að því að samningar um björgun Wilsons Muuga af strandstað við Hvalsnes verði undirritaðir í fyrramálið. Áætlun liggur fyrir um að draga flutningaskipið á flot á stórstraumsflóði þann 18. maí næstkomandi. 27.3.2007 18:45
Leggja til að endurvinnslustöðinni í Sellafield verði lokað Umhverfisráðherrar Íslands, Írlands, Noregs og Austurríkis hvetja bresk stjórnvöld til að hætta við að enduropna kjarnorkuendurvinnslustöðina Sellafield. Henni var lokað árið 2005 vegna innanhúss leka á mjög geislavirkum úrgangi. Starfsemi stöðvarinnar hefur lengi verið þyrnir í augum íslenskra stjórnvalda sem oft hafa hvatt til þess að henni verði lokað. 27.3.2007 18:45
Gríðarlegur verðmunur hjá tannlæknum Gríðarlegur verðmunur er á þjónustu barnatannlækna, samkvæmt opinberum samanburðartölum. Reikningar dýrustu tannlæknanna eru 130% yfir gjaldskrá ráðherra en þeir ódýrustu sex prósentum undir. Tannlæknum er meinað að auglýsa svo neytendur geta trauðla gert samanburð og valið ódýrasta kostinn. 27.3.2007 18:44
Hét á páfa og læknaðist Frönsk nunna sem læknaðist af Parkinsons-veiki eftir að hafa heitið á Jóhannes Pál páfa annan er höfuðástæða þess að honum verður veitt sérstök blessun á tveggja ára ártíð sinni í næstu viku. Komi annað kraftaverk í ljós verður hann tekinn í dýrlingatölu. 27.3.2007 18:30
Hótað að sprengja upp höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna Hótað var að sprengja upp höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Neyðarlínunni þar í borg barst sprengjuhótun frá ónefndum aðila. Öryggisráðstafanir voru auknar umtalsvert vegna hótunarinnar en sprengjan átti að springa klukkan tvö í dag. Engin sprengja fannst við leit í höfuðstöðvunum og ekki hefur orðið vart við neina sprengingu það sem af er degi. Lögreglan í New York segist því vera að rannsaka málið sem mögulegt gabb. 27.3.2007 18:14
Brugðust starfsskyldum sínum og hluthöfum í Baugi Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, sagði að með sjálfsafgreiðslum á lánum, brotum á bókhaldslögum og fjárdrætti hefðu Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, brugðist starfsskyldum sínum og hluthöfum í Baugi þegar félagið var á markaði. Saksóknari lauk munnlegum málflutningi sínum í málinu nú skömmu fyrir klukkan fimm. 27.3.2007 17:11
Heitavatnsæð í sundur í Hafnarfirði Um klukkan 16:00 í dag kom í ljós mikill leki á aðalæð fyrir heitt vatn til byggða í Áslandshverfi, Völlum og á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði. Heitt vatn kom úr jörðu frá leiðslu norðan við Öldugötu og hefur verið lokað fyrir rennsli. Viðgerð hefst strax og unnt er, en búast má við að henni verði ekki lokið fyrr en liðið er á kvöld. Heitavatnslaust verður í þessum hverfum á meðan. 27.3.2007 17:08
Reglulegir fundir Ísraela og Palestínumanna Leiðtogar Ísraels og Palestínumanna hafa fallist á að hittast hálfsmánaðarlega til þess að auka traust sín í milli. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna tilkynnti um þetta í dag og sagði að fundirnir gætu á endanum leitt til umræðna um sjálfstætt palestinskt ríki. Háttsettur ísraelskur embættismaður sagði hinsvegar að sjálfstætt ríki yrði ekki til umræðu í bráð. 27.3.2007 16:55
Málflutningi saksóknara í Baugsmálinu lokið Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu lauk nú fyrir stundu munnlegum málflutningi sínum fyrir Héraðsdómi. Í dag fjallaði hann um meint bókhaldsbrot Jóns Ásgeirs Jóhannssonar forstjóra Baugs og Tryggva Jónssonar fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins. 27.3.2007 16:53
Ferðakostnaði íþróttafélaga mætt með ferðasjóði Ríkisstjórnin ákvað í dag að koma á fót ferðasjóði íþróttafélaga. Ákvörðunin styður niðurstöður nefndar sem menntamálaráðherra skipaði til að fjalla um málið. Ferðakostnaður íþróttafélaga er mismikill meðal annars af landfræðilegum ástæðum. Þá er aðgengi að stuðningi fyrirtækja og einstaklinga einnig mismikill. 27.3.2007 16:32
Núll núll þjö Það gæti verið njósnari á heimilinu þínu, sem þú veist ekkert um. Mjög ung börn sækja vísbendingar um hvernig þau eigi að haga sér með því að fylgjast með svipbrigðum fullorðinna, og hlera samtöl þeirra. Börn allt niður í eins árs gömul fylgjast vel með því sem er að gerast í kringum þau, hvort sem því er beint að þeim, eða öðrum í fjölskyldunni. 27.3.2007 16:13
Stjórnmáflokkarnir setja þak á auglýsingar Stjórnmálaflokkarnir sem eiga sæti á Alþingi hafa gert með sér samkomulag um að takmarka auglýsingakostnað í aðdraganda kosninganna. Samkomulagið er afrakstur viðræðna milli flokkanna undanfarnar vikur. Heildarkostnaður hvers flokks vegna auglýsinga í dagblöðum og ljósvakamiðlum má að hámarki ná 28 milljónum króna. 27.3.2007 16:03
Talibönum sleppt fyrir blaðakonu NATO hefur lýst áhyggjum yfir því að stjórnvöld á Ítalíu slepptu fimm talibönum úr haldi í síðustu viku, í skiptum fyrir blaðakonuna Daniele Mastrogiacomo. Henni var haldið í gíslingu í Afganistan. Bandaríkjamenn og Bretar hafa fordæmt Ítali skýrum orðum. Málið var rætt á lokuðum fundi NATO í Brussel í dag. 27.3.2007 15:50
Danskir ráðherrar sáttir við nakin umferðarskilti Bæði jafnréttisráðherra Danmerkur og dómsmálaráðherra eru sáttir við það að berbrjósta stúlkur skyldu notaðar til þess að reyna að draga úr umferðarhraða með því að halda á lofti skiltum þar sem leyfður hraði er tilgreindur. Milljónir manna um allan heim hafa farið inn á heimasíðu dönsku umferðarstofunnar til þess að skoða myndir af þeim. 27.3.2007 15:29
Stefán Baldursson verður óperustjóri Stefán Baldursson leikstjóri og fyrrverandi þjóðleikhússtjóri hefur verið ráðinn óperustjóri Íslensku óperunnar. Bjarni Daníelsson núverandi óperustjóri lætur af störfum 1. júlí næstkomandi. í fréttatilkynningu frá Íslensku óperunni segir að Stefán muni hefja störf í maí. Þá mun hann vinna með fráfarandi óperustjóra að undirbúningi næsta starfsárs. 27.3.2007 15:14
Tímaspursmál um alvarlegt slys á Gjábakkavegi Fjöldi ökumanna keyrir daglega um Gjábakkaveg á Lyngdalsheiði þrátt fyrir að hann sé ófær. Ástæðan er sú að hann styttir leiðina milli Reykjavíkur og Árnessýslu um hálftíma. Vegurinn getur hins vegar verið afar varasamur. Bjarni Daníelsson formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar segir einungis tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verði á heiðinni. 27.3.2007 14:41
Truflaði guðsþjónustu drottningar Svartur maður truflaði í dag guðsþjónustu í Westminster Abbey, í Bretlandi, þar sem bæði Elísabet drottning og Tony Blair, forsætisráðherra voru viðstödd. Guðsþjónustan var haldin til að minnast þess að 200 ár eru liðin frá því þrælahald var afnumið í Bretlandi. 27.3.2007 14:41
Aldrei jafn margir þrælar í heiminum Þrælahald hefur aldrei verið útbreiddara en í dag, né þrælar jafn margir. Hægt er að kaupa sér kynlífsþræla víða um heim fyrir allt niður í eittþúsund íslenskar krónur. 27.3.2007 14:04
Ný höfuðborg Mjanmar sýnd í fyrsta sinn Herforingjastjórnin í Asíuríkinu Mjanmar, áður þekkt sem Burma, hefur í fyrsta sinn hleypt blaðamönnum inn í nýja höfuðborg landsins, Naypyidaw . Borgin var byggð frá grunni fyrir nokkrum misserum í frumskógi um 460 kílómetra frá gömlu höfuðborginni Yangoon. 27.3.2007 13:15
Lóan er komin til Hornafjarðar Lóan er komin. Björn Arnarson fuglaáhugamaður og starfsmaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar sá lóu á flugi í Einarslundi í morgun um klukkan 7:30. Björn segir í samtali við fréttavef Hornafjarðar að þetta sé hennar tími því algengast er að hún komin hingað frá 24. til 28. mars. 27.3.2007 12:47
Skolpbylgja skall á þorpi Að minnsta kosti þrír týndu lífi og fjölmargra er saknað eftir að safnþró gaf sig og skolp flæddi um þorp á Gaza-svæðinu í morgun. Heilbrigðisyfirvöld segja fjögura ára dreng og sjötuga konu meðal þeirra sem týndu lífi. Á þriðja tug húsa fóru í kaf og 25 hið minnsta slösuðust. 27.3.2007 12:45
Tveir milljarðar í orku-útrás Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að leggja tvo milljarða króna í nýtt útrásarfyrirtæki orkuþekkingar, sem nefnist Reykjavík Energy Invest. Markmið félagsins er að viðhalda forystu félagsins í útflutningi þekkingar á umhverfisvænni nýtingu orkulinda, sérstaklega jarðhita. 27.3.2007 12:43
Vill prófa steinsteyptar götur í Reykjavík Ástæða er til að kanna hvort steinsteyptar götur dragi úr svifryksmengun, segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi, sem hvetur til þess að Reykjavíkurborg steypi götukafla í tilraunaskyni. 27.3.2007 12:36
Danir klaga grunuð skattsvik Æ fleiri Danskir borgarar greina þarlendum skattayfirvöldum frá grun sínum um sakttsvik einstaklinga og fyrirtækja. Á annað þúsund skattsvikamála, sem rannsökuð voru sérsaklega í Kaupmannahöfn í fyrra, voru til komin vegna svona ábendinga og þær eru mun fleiri í ár, að sögn Jótlandspóstsins. Ábendingarnar varða einkum svarta atvinnustarfssemi og mikla sjáanlega eyðslu umfram uppgefnar tekjur. Af fyrirtækjum er sérstaklega bent á Kioska, eða sjoppur, pitsustaði, grænmetissala og veitingastaði. 27.3.2007 12:30
Blair hótar Írönum Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir í morgun að ef ekki tækist að frelsa sjóliðana fimmtán, sem eru í haldi Íransstjórnar eftir diplómatískum leiðum, yrði gripið til annarra ráða. 27.3.2007 12:30
Brot í Hafskipsmálinu sakleysisleg Vörnin í Hafskipsmálinu byggðist á því að skoða þyrfti tekjur og gjöld í heild. Í dómi málsins frá 1991 var heildarmatskenningu algjörlega hafnað og sakborningar sakfelldir fyrir bókhaldsbrot. Það sama ætti að gera í Baugsmálinu. Þetta sagði Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í morgun. Hann segir brot í Hafskipsmálinu sakleysisleg í samanburði við Baugsmálið. 27.3.2007 12:26
Loðnuskip finna ekkert nema síld Loðnuskipin, sem enn leita að loðnu eftir að kvótinn var aukinn, finna ekkert nema síld, og línubátar, sem eru að verða búnir með þorskkvóta sína og leita nú dauðaleit að öðrum tegundum, fá ekkert nema þorsk. 27.3.2007 12:15
Bjóst við kröfu á hendur hótelinu Hótelstjóri Hótels Sögu segist hafa búist við því að aðstandendur hvataferðar klámframleiðenda sem ekkert varð af myndu krefja hótelið um bætur. Hópnum var úthýst af Hótel Sögu eftir mikla umræðu um væntanlega heimsókn hans. 27.3.2007 12:15
Hicks játaði Ástralinn David Hicks, sem setið hefur í fangabúðunum í Guantanamo undanfarin fimm ár, hefur viðurkennt fyrir herdómstól að hafa tekið þátt í hryðjuverkastarfsemi. Hicks er fyrsti Guantanamo-fanginn sem réttað er yfir samkvæmt lögum sem mannréttindasamtök hafa gagnrýnt ákaft. 27.3.2007 11:56
Velferðarmál skipta fólk mestu Umhverfismál, sem hvað efst hafa verið á baugi í aðdraganda þingkosninganna í vor, eru í fjórða sæti yfir mikilvægustu kosningamálin í vor, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Aðspurðum var gefinn kostur á að velja sex málaflokka eftir mikilvægi, og kemur þessi niðurstaða sjálfsagt mörgum á óvart. Efst á blaði eru velferðarmál, næst efnahagsmál og í þriðja sæti skattamál, eða málaflokkar sem snerta fjárhag einstaklinga beint. 27.3.2007 11:54
Framburður Jóns Geralds trúverðugur Framburður Jóns Geralds Sullenbergers hefur verið afar trúverðugur frá upphafi og ekki tekið breytingum. Þetta sagði Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sigurður sagði að framburður Jóns Geralds samræmist framburði annarra sem koma að málinu, nema Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar. 27.3.2007 11:50
Prodi nagar neglurnar Brothætt stjórn Romano Prodi forsætisráðherra Ítalíu bíður nú kosningar um tillögur um að ítalskir friðargæsluliðar verði áfram í Afganistan. Þingið felldi svipaða tillögu fyrir um mánuði síðan og bauðst Prodi til að segja af sér vegna þess. Nokkurra daga stjórnarkreppa ríkti þá í landinu. Sumir samstarfsflokka Prodi í ríkisstjórn, aðallega þeir lengst til vinstri, vilja að hermennirnir verði kallaðir heim. 27.3.2007 11:49
Menn verða uppgefnir á að sofa hjá Vísindamenn í Austurríki hafa komist að því að heilastarfsemi karlmanna minnki tímabundið við að sofa í sama rúmi og önnur manneskja. Þegar þeir deili rúmi með öðrum heila nótt truflist svefninn, hvort sem þeir njóti ásta eða ekki. Þetta spilli andlegri getu þeirra næsta dag. 27.3.2007 11:30
Kínverjar heita stuðningi við Tíbet Íbúar Tíbet mega búast við mikilli uppbygginu í landi sínu á næstu árum. Stjórnvöld í Kína, sem hafa farið með stjórn í Tíbet um árabil, heita því að eyða því sem nemur 866 milljörðum íslenskra króna í uppbyggingu í landinu. 27.3.2007 11:16
Vilja meina Elton að koma til Tóbagó Leiðtogar kirkjuhópa á eyjunni Tóbagó segja að það ætti að banna Elton John að koma fram á jazzhátíð sem verður haldinn á eyjunni í lok apríl. Þeir segja að samkynhneigð Eltons gæti hugsanlega smitað út frá sér. Þeir hafa þegar reynt að sannfæra þing eyjarinnar um hversu skaðlegur Elton gæti reynst ungviði eyjunnar en allt kom fyrir ekki. 26.3.2007 23:43
Geimhöfn reist í Nýju Mexíkó Kjósendur í ríkinu Nýja Mexíkó í Bandaríkjunum munu brátt greiða atkvæði um hvort það eigi að reisa geimhöfn í ríkinu. Hún myndi gagnast einkafyrirtækjum sem ætla sér að fljúga farþegaflug út í geim. Ef kjósendur samþykkja nýjan skatt, sem fjármagna á byggingu geimhafnarinnar, verður hafist handa við byggingu hennar strax á þessu ári. 26.3.2007 23:26
Kabila ver ákvörðun sína um beita hernum Joseph Kabila, forseti Kongó, hefur varið þá ákvörðun sína að beita hernum gegn vopnuðum fylgismönnum Jean-Pierre Bemba í síðustu viku. Að minnsta kosti 150 manns létu lífið í átökunum í höfuðborginni Kinshasa. 26.3.2007 23:12