Fleiri fréttir

Ný hjáleið í bókhaldi ríkissjóðs

Sundabraut sem var þensluskapandi ríkisframkvæmd fyrir viku, er það ekki lengur, og þar sem ríkissjóður mátti sjá af átta milljörðum fyrir viku á næstu fjórum árum, má nú kosta rúma tuttugu milljarða, segir Þorsteinn Pálsson í leiðara Fréttablaðsins í dag. Með þessu hafi menn fundið stóru hjáleiðina í bókhaldi ríkissjóðs.

40% kjósenda skráðir í stjórnmálaflokk

Áttatíu og fimm þúsund manns eru skráðir í stjórnmálaflokka samkvæmt upplýsingum úr flokksskrám stjórnmálaflokkanna. Fréttablaðið segir frá þessu í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir tölurnar gefa til kynna að fleiri séu skráðir í stjórnmálaflokka hér á landi en víðast hvar annars staðar.

Ný ályktun gegn Íran samþykkt í kvöld

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greiðir í kvöld atkvæði um nýja ályktun gegn Írönum. Í gærkvöldi var gengið frá texta ályktunarinnar sem felur í sér frekari refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda í Teheran. Fulltrúi Breta í ráðinu greindi frá þessu og sagðist þess fullviss að ályktunin yrði samþykkt einróma.

Arðsamasta vegagerð sem hægt er að ráðast í

Sundabraut er arðsamasta vegagerð sem hægt er að ráðast í á Íslandi samkvæmt umhverfismati Vegagerðarinnar, segir Björn Ingi Hrafnsson stjórnarformaður Faxaflóahafna. Hann segir Sundabraut ekki bara til hagsbóta fyrir Faxaflóahafnir og íbúa á höfuðborgarsvæðinu, því hún muni stytta leiðir umtalsvert og breyta miklu fyrir íbúa á Vesturlandi og Norðurlandi.

Stillt til friðar í Austur-Kongó

Stjórnarherinn í Austur-Kongó stillti til friðar í höfuðborginni, Kinsjasa, í gærkvöldi. Til harðra bardaga hefur komið þar í vikunni milli stjórnarhersins og fylgismanna Jean-Pierre Bemba, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Yfirvöld í Austur-Kongó hafa sakað Bemba um landráð og hefur hann leitað hælis í sendiráði Suður-Afríku.

Vilja færa málefni aldraðra og öryrkja til sveitarfélaga

Í gær var gengið frá skipun fulltrúa í nefnd sem á að koma með tillögur um hverning flytja má málefni aldraðra og öryrkja frá ríki til sveitarfélaga. Landsþing sveitarfélaga var haldið í Reykjavík í gær og þar kom fram tillaga þar sem skorað er á menntamálaráðherra að taka jákvætt í hugmyndir sveitarfélaga um að taka einnig yfir rekstur framhaldsskóla í tilraunaskyni, og hefja sem fyrst undirbúning að því í samvinnu við sveitarfélögin.

Alvarlegt vinnuslys á Grundartanga

Alvarlegt vinnuslys varð í álverinu á Grundartanga rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Slysið varð í einum kerskála álversins. Stórum lyftara var ekið á starfsmann sem var á gangi í skálanum. Að sögn lögreglu var aðkoman nokkuð ljót og þykir líklegt að maðurinn hafi misst neðan af fæti. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann við Hringbraut þar sem hann er nú til skoðunar.

Dagbækur Önnu seldust á 35 milljónir

Tvær dagbækur sem Anna Nicole Smith hélt voru í dag seldar uppboðsvefnum eBay fyrir meira en hálfa milljón dollara, eða um 35 milljónir íslenskra króna. Kaupandinn sagðist ætla að nota þær til þess að skrifa bók um Önnu. Dagbækurnar fundust þegar að hreingerningamaður var að fara í gegnum hús sem að Anna bjó í á meðan hún var við tökur á bíómyndum árið 1992 og 1994. Hann seldi þær síðan til safnara sem síðan geymdi þær allt þar til Anna lést og seldi þær nú á eBay.

Íranar segja Breta hafa verið í órétti

Stjórnvöld í Íran halda því fram að sjóliðarnir bresku sem þau handtóku í dag hafi verið á írönsku yfirráðasvæði. Utanríkisráðherra Breta, Margaret Beckett, þvertekur hins vegar fyrir þær fullyrðingar.

Friður kominn á í Kinshasa

Kongóski herinn hefur náð að stilla til friðar í höfuðborginni Kinshasa á ný. Síðastliðna tvo daga hafa harðir bardagar átt sér stað á milli fylgismanna Jean-Pierre Bemba, stjórnarandstöðuleiðtoga, og stjórnarhersins. Bemba, sem er fyrrum uppreisnarleiðtogi, hefur verið sakaður um landráð af yfirvöldum í Kongó.

Kosið í Hong Kong á sunnudaginn

Á sunnudaginn fara fram í Hong Kong fyrstu kosningar, þar sem kosið er um fleiri en einn frambjóðanda, síðan Bretar létu svæðið af hendi til Kínverja fyrir tæpum tíu árum. Í henni verður kosið á milli Donald Tsang, sem nú er framkvæmdastjóri svæðisins, og Alan Leong, en hann er lýðræðissinni.

Íranar vilja samstarf með Evrópuþjóðum

Íranar ætla sér að leggja fram nokkrar tillögur fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á morgun til þess að reyna að komast hjá refsiaðgerðum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Ein af þeim er að Evrópuþjóðir taki þátt í kjarnorkuáætluninni og fjárfesti í henni.

Ætla að bæta gæludýraeigendum tapið

Fyrirtækið Menu Foods hefur lofað að bæta gæludýraeigendum sem misstu gæludýr sín vegna eitrunar í mat frá fyrirtækinu allan skaða sem þeir urðu fyrir. Að því gefnu að eigendurnir geti sannað að dýrin hafi drepist vegna eitrunar úr gæludýramat fyrirtækisins.

Bush að beita neitunarvaldi

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hótaði því í dag að beita neitunarvaldi gegn tillögu demókrata um að kalla alla bardagabúna hermenn heim frá Írak fyrir september 2008. Tillagan hefur þegar verið samþykkt í fulltrúadeild bandaríska þingsins.

Framdi sjálfsmorð í beinni

Tveggja barna breskur faðir sem framdi sjálfsmorð í beinni útsendingu á netinu átti við veikindi að stríða að sögn eiginkonu hans. Lögregla fann Kevin Whitrick, 42 ára, látinn á heimili sínu stuttu eftir hún var látin vita. Einn af áhorfendum á netinu hafði þá hringt í lögregluna.

Forseti Írans ekki til Bandaríkjanna

Forseti Írans, Mahmoud Amhadinejad, hefur aflýst ferð sinni til höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna þar sem Bandaríkin voru of lengi að gefa út vegabréfsáritanir fyrir fylgdarlið hans. Sendiherra Íran hjá Sameinuðu þjóðunum, Javad Zarif, skýrði frá þessu í kvöld. „Forsetinn kemur ekki." sagði Zarif við fréttamenn í kvöld.

Þriggja bíla árekstur en engan sakaði

Þriggja bíla árekstur varð á Holtavörðuheiðinni um sex leytið í kvöld. Engin slys urðu á fólki en bílarnir þrír enduðu allir utan vegar. Töluverð hálka og slæmt veður var á slysstað og er talið að hálkan hafi valdið slysinu. Lögreglan í Borgarnesi er nú á staðnum og hefur lokað heiðinni á meðan bílunum er komið aftur upp á veginn.

Knútur vinsæll

Berlínarbúar sem og aðkomumenn flykktust í dýragarðinn í Berlín í dag til að berja ísbjarnarhúninn Knút augum. Örlög hans hafa verið Þjóðverjum hugleikin síðustu daga en móðir hans hafnaði Knúti og bróður hans skömmu eftir að þeir komu í heiminn í byrjun desember. Bróðirinn drapst en sjálfur dafnar Knútur vel hjá þjálfara sínum.

Stórtjón í fárviðri á Akureyri

Stórtjón varð á Akureyri í gærkvöld þegar þakdúkur fauk af fjölbýlishúsi í fárviðri. Minnstu munaði að íbúi stórslasaðist í hamaganginum, vatn streymdi inn í íbúðir og íbúar sváfu ekki dúr.

Rómarsáttmálinn fimmtugur á sunnudaginn

Á sunnudaginn er hálf öld frá því að Rómarsáttmálinn var undirritaður og Efnahagsbandalag Evrópu, forveri Evrópusambandsins, stofnað. Um fimmtugt skartar ESB 27 aðildarríkjum og sameiginlegri mynt. Það sinnir friðargæslu í Afríku, Asíu, Miðausturlöndum og á Balkanskaga. Í sambandsríkjunum er fimmtung verslana heimsins að finna og þar býr tæplega hálfur milljarður manna.

Samstarf eflt um málefni heimilislausra

Stefnt er að því að efla samstarf milli allra þeirra sem komu að málefnum heimilislausra í samfélaginu. 40 til 60 eru nú heimilislausir á höfuðborgarsvæðinu. Kona á fimmtugsaldri sem var á götunni í fjögur ár sagðist hafa ákveðið að hætta að drekka þegar hún horfðist í augu við dauðann, í byl fyrir rúmum tveimur árum.

Myrtur á heimsmeistaramótinu í krikket

Bob Woolmer, landsliðsþjálfari Pakistana í krikket, var myrtur á hótelherbergi sínu á Jamaíka fyrir tæpri viku. Talið er að einhver nákominn honum hafi framið ódæðið og fórnarlambið haft uppi áform um að afhjúpa spillingu í íþróttinni.

Ógnað með byssum og síðan rænt

Liðsmenn íranska byltingarhersins tóku í dag höndum 15 breska sjó- og landgönguliða sem voru við eftirlit í íraskri landhelgi. Þeim var ógnað með skotvopnum en ekki kom til átaka.

Fjölsmiðjan í útgerð

Ef Fjölsmiðjunni tekst að safna hátt í fjörutíu milljónum gæti hópur ungmenna sem ekki hefur fótað sig í vinnu eða skóla komist á sjóinn. Fagriklettur HF 123 er nýtt verkefni á vegum Fjölsmiðjunnar en rösklega 200 ungmenni hafa fundið farveg sinn í lífinu með hennar hjálp.

Bardagasveitir heim 2008

Fulltrúardeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp sem felur í sér að kalla skuli alla bardagasveitir Bandaríkjahers heim frá Írak fyrir 1. september 2008. Frumvarpið fól í sér rúmlega 8.000 milljarða króna aukafjárveitingu til stríðsrekstursins en demókratar í fulltrúadeildinni bættu heimkvaðningarskilyrðinu við.

Tilraun til sjálfsvígs

Að aka á nærri 300 kílómetra hraða á mótorhjóli er tilraun til sjálfsvígs, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu. Nærri þrjú hundruð mótorhjólamenn hafa slasast í umferðarslysum síðastliðinn áratug. Sex hafa beðið bana.

Sveitarfélögin skulda meira en ríkið

Sveitarfélögin skulda meira en ríkissjóður og segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga brýnt að færa þeim aukna hlutdeild í tekjustofnum ríkisins til að vinna á skuldavandanum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hækka framlög til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samanlagt um 1.400 milljónir á þessu ári og næsta.

Alger bylting í samgöngumálum

Alger bylting verður í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu á næstu þremur til fimm árum með lagningu Sundabrautar, tvöföldun Hvalfjarðarganga og hluta Vesturlandsvegar. Heildarkostnaður við þetta er um þrjátíu milljarðar króna. Forsætisráðherra telur jákvætt að hraða Sundabraut með þátttöku Faxaflóahafna.

Munu ekki geta glatt sjómenn

Fiskifræðingar segja ekki koma á óvart að mikið sé af vænum þorski á miðunum úti af Grindavík. Þeir geta þó ekki glatt sjómenn með því að von sé á tillögum um auknar veiðiheimildir.

Bardagasveitir frá Írak á næsta ári

Neðri deild bandaríska þingsins samþykkti í dag að allar bardagasveitir hersins skuli vera komnir heima frá Írak hinn fyrsta september á næsta ári. Þar sem bardagasveitir eru sérstaklega tilteknar er haldið opnum þeim möguleika að stuðningsdeildir eins og verkfræðisveitir verði eitthvað lengur í landinu.

Grétar Mar leiðir lista frjálslyndra í Suðurkjördæmi

Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og varaþingmaður Frjálslynda flokksins, leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þetta var tilkynnt á fundi í Fræðasetrinu í Sandgerði í dag. Auk Grétars skipa eftirtaldir frambjóðendur efstu tíu sætin á lista frjálslyndra í kjördæminu:

Staðfestir gæsluvarðhald yfir meintum nauðgara

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir ungum manni sem grunaður er um að hafa nauðgað konu á salerni í kjallara Hótels Sögu aðfaranótt laugardagsins síðasta. Maðurinn var handtekinn á sunnudaginn og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. mars í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn en maðurinn kærði þann úrskurð.

Bílnum stungið í samband

Bílaframleiðandinn Ford kynnti nýverið fyrsta ökuhæfa bílinn sem gengur bæði fyrir vetni og rafmagni. Bíllinn er búinn tengil tækni og er af gerðinni Ford Edge. Hann á að geta ekið 40 kílómetra á einni hleðslu en eftir að efnarafallinn tekur við er hægt að keyra ríflega 320 kílómetra til viðbótar. Með tengiltækninni er síðan hægt að hlaða 336 volta liþíum í gegnum venjulegt heimilisrafmagn.

Frambjóðendur VG á ferð um Danmörku og Svíþjóð

Þrír frambjóðendur Vinstri - grænna fyrir þingkosningarnar í vor ætla um helgina að heimsækja Suður-Svíþjóð og Danmörku til að kynna stefnumál flokksins fyrir Íslendingum þar. Þetta eru þau Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson.

Samráð borgarinnar við íbúa vekur athygli

Íbúasamráð í framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar vakti athygli á evrópskri ráðstefnu um sjálfbæra þróun á Sevilla á Spáni í gær. Um 1500 aðilar frá 40 löndum taka þátt í ráðstefnunni. Ellý Katrín Guðmundsdóttir sviðsstjóri Umhverfissviðs flutti erindi á ráðstefnunni.

Duglegur elskhugi

Bresku hjónin Sara og Charles Bostock eru skilin eftir langt og farsælt hjónaband. Þeim varð sjö barna auðið og af þeim átti Charles tvö. Charles, sem í dag er á eftirlaunum, er 69 ára gamall. Hann býr einn. Sara er tuttugu árum yngri og býr með elskhuganum sem gjörði henni börnin fimm, sem Charles hélt að hann ætti.

Bretar heimta sjóliða sína aftur

Bretar hafa krafist þess að Íranar láti strax lausa fimmtán breska sjóliða sem þeir handtóku þegar þeir voru við venjubundið eftirlit um borð í flutningaskipi undan ströndum Íraks. Bretarnir veittu enga mótspyrnu þegar írönsk flotasveit dreif að þegar þeir voru á leið frá skipinu á gúmmíbátum sínum. Skipið sem þeir voru að skoða var í Íraskri landhelgi.

Flutningur á verkefnum frá ríki til sveitarfélaga þoli enga bið

Samband íslenskra sveitarfélaga vill að hrundið verði strax af stað heildstæðum flutningi á verkefnum á sviði velferðar-, félags- og menntamála frá ríki til sveitarfélaga. Fram kemur í ályktun sem samþykkt var á landsþingi sambandsins í dag að undirbúningur flutnings á þjónustu við aldraða, fatlaða og rekstur framhaldsskóla og heilsugæslu þoli enga bið.

Húðflúr fær tilgang eftir 32 ár

Karlmaður sem tattóveraði nafn kærustu sinnar á handlegginn fyrir 32 árum er loksins að kvænast henni. Andy Cheesman frá Norfolk í Bretlandi og Annette Law hættu saman þegar hún var 17 ára. Andy hafði látið tattóvera nafn hennar á handleggin sem tákn um ást hans. Þau hættu saman áður en Annette sá húðflúrið.

Sakfelldur fyrir árás á lögreglumenn

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í fjögurra mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna, fyrir að hafa veist að tveimur lögreglumönnum sem hugðust handtaka hann. Var manninum gefið að sök að hafa sparkað í handlegg annars lögreglumannsins og kýlt hinn í andlitið þannig að hann hlaut mar og yfirborðsáverka í andlit.

Enn óvissa um stjórnarskrá

Evrópusambandið heldur upp á fimmtíu ára afmæli sitt hinn 25. þessa mánaðar. Þann dag árið 1957 var stofnsáttmáli þess undirritaður í Rómarborg. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og líklega flestir sammála um að mikill árangur hafi náðst. Engu að síður er enn tekist á um grundvallaratriði, eins og til dæmis sameiginlega stjórnarskrá allra aðildarríkjanna. Á skýringarmyndinni hér til hliðar má sjá þróun sambandsins og þau mál sem helst steytir á.

Sendiráð Íslands í Mapútó lék á reiðiskjálfi

Sendiráð Íslands og skrifstofa Þróunarsamvinnustofnun Íslands léku á reiðiskjálfi í marga klukkutíma vegna sprenginga í Mapútó, höfuðborginni í Mósambik í gær. Fjöldi íbúa hefur flúið heimili sín í dag af ótta við frekari sprengingar. Vopnabúr hersins sprakk í loft upp í einu úthverfa borgarinnar í gær og 80 fórust. Hundruð íbúa liggja slasaðir á sjúkrahúsum.

Styrktarreikningur vegna banaslyss

Styrktarreikningur hefur verið stofnaður fyrir fjölskyldu Lísu Skaftadóttur sem lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi í fyrradag. Reikningurinn er á nafni Ragnars Þórs, eiginmanns Lísu. Hann er númer 0152-05-267600, kt. 111161-3649. Lísa lét eftir sig eiginmann og fimm börn. Þau eru fjögurra og átta ára, tvíburar á fermingaraldri og 25 ára. Tvíburarnir fermast 5. apríl næstkomandi.

Silfur í fatnaði stórhættulegt

Sænskir vísindamenn vara eindregið við silfurögnum sem finnast í margskonar fatnaði, þar sem þær geri penisilín óvirkt. Svíar hafa stöðvað sölu á plásturstegund frá Hansaplast, sem inniheldur silfur og yfirvöld vilja fá lista yfir vörur með silfurinnihaldi. Yfirlæknir og dósent í klínískri veirufræði við háskólann í Uppsölum, segir að málið sé alvarlegt.

Sjá næstu 50 fréttir