Fleiri fréttir Horfnir vélsleðar fundust við bóndabæ Lögregla hefur fundið tvo vélsleða af Yamaha gerð sem hurfu frá Frostagötu á Akureyri seint í janúar. Þeir fundust við bóndabæ í Húnavatnssýslu. Tveir menn hafa játað að hafa tekið sleðana og farið með þá vestur í Húnavatnssýslu. 15.2.2007 16:05 Skákakademía Reykjavíkur sett á laggirnar Borgarráð samþykkti í morgun að sett yrði á laggirnar sjálfseignarstofnunin Skákakademía Reykjavíkur. Markmið hennar er að vinna að eflingu skáklistarinnar í borginni. Þá er stefnt að því að Reykjavík verði orðin Skákhöfuðborg heimsins árið 2010. Verkefnisstjóri verður ráðinn til sex mánaða til að undirbúa stofnunina. 15.2.2007 16:00 Hvað gerir fyrirtæki samkeppnishæf? Viðskiptafræðingar ætla að leita svara við spurningum um samkeppnishæfni fyrirtækja á ráðstefnu á Nordica hóteli á morgun, föstudag. Meðal spurninga sem settar verða fram eru vað ráði mestu um samkeppnishæfnina, hvaða máli skipti að fyrirtæki séu íslensk, hvað þurfi að gera til að efla samkeppnishæfni Íslands og hverjir eigi að taka þátt í því verkefni. 15.2.2007 15:48 Tveir handteknir vegna handrukkunar Maður var numinn á brott um hádegisbil í dag eftir meintar líkamsmeiðingar tveggja handrukkara. Honum var hótað frekari barsmíðum ef hann útvegaði ekki peninga til að greiða skuld. Atvikið átti sér stað við útibú SPRON í Skeifunni. Maður og kona á þrítugsaldri eru í haldi lögreglu grunuð um verknaðinn. 15.2.2007 15:31 Keyrt á vegfaranda í Lönguhlíð Keyrt var á vegfaranda í Lönguhlíð nú rétt í þessu. Lögreglan er enn á vettvangi. Nánari upplýsingar hafa enn ekki verið gefnar um ástand vegfarandans eða aðstæður á slysstað. 15.2.2007 15:20 Lystisnekkja eða skemmtibátur? Fimmtán verslunarstjóarar Bónuss fóru í skemmtiferð með Viking snekkjunni í Florida sem nú er til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tekist var á um hvort bátarnir þrír væru skemmtibátar eða lystisnekkjur eins og saksóknari vildi kalla þá. Jón Ásgeir Jóhannesson sagði um skemmtibáta að ræða. 15.2.2007 15:08 Tyrkir dæma um fornleifauppgröft í Jerúsalem 15.2.2007 14:53 Samstarf um aðstoð við fátæka í Afríku Hjálparstarf kirkjunnar og Þróunarsamvinnustofnun Íslands gerðu í dag fimmtíu milljóna króna samstarfssamninga um verkefni í Úganda og Malaví. Sighvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri ÞSSÍ og Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins skrifuðu undir samningana. 15.2.2007 14:28 Kathleen meiddi sig Kviðdómur í Austin í Texas hafði mikla samúð með Kathleen Robertsson sem hafði mátt þola bæði kvalir og vinnutap þegar hún braut á sér öklann. Húsgagnaverslunin sem átti sök á öklabrotinu harðneitaði að greiða henni nokkrar bætur. 15.2.2007 14:26 Mistök komin á teikniborðið Arkitekt hjúkrunarheimilisins Eirar er langt kominn með frumteikningar og hönnun menningarmiðstöðvar í Spöng í Grafarvogi. Um mistök var að ræða þegar menningarmiðstöðin var sett inn í viljayfirlýsingu borgarinnar um byggingu þjónustuíbúða fyrir hjúkrunarheimilið Eir. Þetta segir Steinunn Valdís Óskarsstjóri oddviti Samfylkingar í borgarstjórn. 15.2.2007 14:01 Steinunn Valdís tekur við af Degi Steinunn Valdís Óskarsdóttir tók við störfum oddvita Samfylkingarinnar á borgarráðsfundi í dag. Hún tekur við af Degi B. Eggertssyni sem fer í fæðingarorlof til 1. apríl. Þá tók Björk Vilhelmsdóttir sæti Dags í borgarráði. Borgarstjórnarflokkur Samfylkingar er því einungis skipaður konum. Það er í fyrsta sinn síðan á dögum kvennaframboðs. 15.2.2007 13:36 Vetrarríkið veldur usla Mikið vetrarríki hefur sett samgöngur í norðaustanverðum Bandaríkjunum algerlega úr skorðum undanfarna daga. Snjó hefur kyngt niður en einnig hefur blásið hressilega. Hundruðum flugferða hefur verið aflýst og skólar og ýmsar stofnanir hafa að mestu verið lokaðar. 15.2.2007 13:15 Íslenskar ljósmyndir 2006 Næstkomandi laugardag hefst árleg ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélags íslands í Gerðarsafni í Kópavogi. Veitt verða verðlaun í 10 flokkum m.a. fyrir mynd ársins og fréttamynd. Vegleg peningaverðlaun verða veitt fyrir alla flokka, að mynd ársins undanskyldri. Glitnir leggur til verðlaunin. 15.2.2007 13:05 Vilja taka við flóttamönnum Írösk stjórnvöld hafa lokað landamærunum að Sýrlandi og Íran til að stöðva vopnaflutninga og ferðir vígamanna til landsins. Þá greindu bandarísk stjórnvöld frá því í gær að þau væru reiðubúin til að taka við sjö þúsund íröskum flóttamönnum á næstunni. 15.2.2007 12:45 Óraunhæf hugmynd Það er óraunhæf hugmynd að leggja alla áherslu á mannfjölgun á Austurlandi í tengslum við framkvæmdir álvers Alcoa í Reyðafirði. Þetta segir lektor við Háskólann á Akureyri vegna nýrrar skýrslu Hagstofunnar sem sýnir að fólki fækkar á Austurlandi. 15.2.2007 12:30 Réttarhöld hafin vegna Madrídarárásanna Réttarhöld hófust í Madríd í morgun yfir 29 manns sem ákærðir eru fyrir að hafa staðið fyrir hryðjuverkum í borginni í mars 2004. 191 týndi lífi í árásunum sem gerðar voru á járnbrautarlestar borgarinnar. 15.2.2007 12:15 Börn hjálpa börnum Söfnunin Börn hjálpa börnum hófst formlega í morgun þegar borgarráð tók hlé á fundahöldum sínum til að taka á móti tuttugu börnum úr Melaskóla. Þrjú þúsund börn munu ganga í hús og safna framlögum í bauka til að vinna stórvirki gegnum ABC barnahjálp. ABC er alfarið íslenskt framtak og allt fé til verkefna sent héðan. Á síðasta ári voru sendar um 135 milljónir króna til hjálpar bágstöddum börnum víðs vegar um heiminn og er starfið nú með um 7.000 börn á framfæri, þar af um 3þ000 börn í fullri framfærslu á heimavistum eða barnaheimilum. Fólk er hvatt til að taka vel á móti þeim börnum sem munu banka upp á og óska eftir framlagi fyrir starf ABC. 15.2.2007 12:00 Olíufélög virðast taka meira til sín Olíufélögin virðast græða allt að sex krónum meira fyrir hvern seldan bensínlítra nú en þau gerðu að meðaltali í júlí í fyrra þegar olíuverð á heimsmarkaði var í hámarki. Olíuverð á heimsmarkaði náði sögulegu hámarki síðastliðið sumar en hefur lækkað síðan, eins hefur staða krónu styrkst gagnvart dollara síðan. 15.2.2007 12:00 Íslenskir hönnuðir í Kaupmannahöfn Fjórir íslenskir hönnuðir tóku þátt í sýningunni CPH Vision sem haldin var dagana 8.-11. febrúar í Öksnehallen í Kaupmannahöfn. Íslensku hönnuðirnir sýndu haust- og vetrarlínu sína fyrir 2008 og voru ánægðir með móttökurnar. CPH vision er ein stærsta sölusýning sinnar tegundar í Skandinavíu og kemur fjöldi alþjóðlegra kaupenda á hana. 15.2.2007 11:58 Ástandið versnar í Tsjad Svo virðist sem átökin í Darfur-héraði í Súdan séu að breiðast til nágrannalandsins Tsjad og liggur við neyðarástandi í landinu vegna ofbeldis og hungursneyðar. Utanríkisráðherra landsins segir neyðarfund sem halda á í dag með fulltrúum Tsjad, Súdan og Miðafríkulýðveldisins algjörlega gagnslausan. 15.2.2007 11:54 Útþrá fyrir ungt fólk í útlöndum Hitt húsið verður á morgun með kynningu á Útþrá 2007. Kynningin miðar að námi, starfi og leik í útlöndum fyrir ungt fólk á aldrinum 15-25 ára. Sextán aðilar og fyrirtæki kynna starfsemi sína sem snýr einnig að ferðum og sjálfboðasatörfum. Allir eru velkomnir í húsnæði Hins hússins að Pósthússtræti 3-5. Kynningin hefst klukkan 16. Enginn aðgangseyrir er að fundinum og boðið verður upp á veitingar. 15.2.2007 11:45 Heimilislausir kjósendur undirrita sáttmála Nýtt afl krefst þess nú með undirritun sáttmála á netinu að Samfylkingin setji fram markvissa stefnu í ýmsum málum sem núverandi ríkisstjórn hefur ekki tekið nægilega ábyrgð á. Hópurinn hefur fylgst með stjórnmálum af hliðarlínunni og telur sig hafa verið heimilislausa í stjórnmálum. Óánægja hans snýr aðallega að hagstefnu stjórnvalda, hávöxtum, stórvirkjanaframkvæmdum og vegna “Evrópumets í okri á neytendum.” 15.2.2007 11:22 Gegn veggjakroti og tyggjóklessum Reykjavíkurborg tók í vikunni í notkun nýja háþrýstidælu til að hreinsa veggjakrot af eignum borgarinnar. Dælunni fylgir einnig búnaður til að hreinsa burt tyggjóklessur. Um er að ræða öfluga dælu sem hitar vatn upp í 120 gráður og dælir því með allt að 210 bara þrýstingi. Nóg er af verkefnum fyrir nýju dæluna, en tveir menn munu vera í verkefnum með dæluna næstu vikur. 15.2.2007 10:45 Heimdallur 80 ára Félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík er 80 ára í dag og fagnar afmælinu í Valhöll. Heiðursgestur verður Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri sjálfstæðisflokksins. Gullmerki Heimdallar verður veitt tveimur einstaklingum, en núverandi formaður Erla Ósk Ásgeirsdóttir mun flytja ávarp. Þá verður opnuð ný vefsíða Heimdallar, frelsi.is. 15.2.2007 10:27 Bænum ber að stöðva framkvæmdir í Álafosskvos Mosfellsbæ ber að stöðva framkvæmdir sem hafnar eru við lagningu Helgafellsbrautar. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála kvað í gær upp bráðabirgðaúrskurð þessa efnis og hefur nefndin nú frest til loka aprílmánaðar til að úrskurða um lögmæti framkvæmdanna. 15.2.2007 10:18 Grunnskólahátíð í Hafnarfirði Í dag er Grunnaskólahátíðin í Hafnarfirði haldin af nemendum á unglingastigi. Sýnt verður örleikrit og atriði úr söngleikjum í íþróttahúsi Víðistaðaskóla kl. 13 og 15. Í kvöld verður síðan dansleikur fyrir unglinga í grunnskóladeildum skólanna í íþróttahúsinu við Víðistaðaskóla. 15.2.2007 10:15 Skrípaleikur með marggefin loforð Í gær var tekin skóflustunga að 110 rúma hjúkrunarheimili í Reykjavík. Heimilið átti að vera komið í gagnið í byrjun þessa árs en búið er að lofa byggingu þess nokkrum sinnum, m.a. fyrir alþingiskosningarnar 2003. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Samfylkingar. Hún deilir á loforðagleði ríkisstjórnarinnar í aðdraganda kosninga. 15.2.2007 10:08 Írak lokar landamærum Írak hefur lokað landamærum sínum að Íran og Sýrlandi en það er liður í herferð gegn uppresinarmönnum í landinu og ætlað til þess að hamla flæði vopna inn í landið. Landamærin verða lokuð í minnst þrjá sólarhringa. 15.2.2007 10:07 Dánarvottorð fyrir fóstur Stjórnvöld í Tennessee ríki í Bandaríkjunum hafa lagt til að dánarvottorð verði gefið út fyrir fóstur sem hefur verið eytt. Það mundi á sama tíma búa til skrá yfir þær konur sem farið hafa í fóstureyðingu. 14.2.2007 23:30 al-Kaída hvetur til árása á olíustöðvar Hryðjuverkahópur sem tengdur er al-Kaída hefur ákallað hryðjuverkahópa um allan heim og beðið þá að ráðast á þær þjóðir sem selja Bandaríkjunum olíu. 14.2.2007 23:16 Lögfræðingar Libbys ljúka máli sínu Lögfræðingar Lewis „Scooters“ Libbys hafa lokið máli sínu eftir aðeins þriggja daga vörn. Libby er sakaður um að hafa logið að rannsóknarmönnum sem voru að reyna að komast að því hver lak upplýsingum um Valerie Plame, útsendara CIA. 14.2.2007 23:00 Málsókn gegn MySpace vísað frá Fyrirtækið News Corp. skýrði frá því í dag að fylkisréttur hefði vísað frá máli gegn MySpace vefsíðunni. Foreldrar tveggja stúlkna sem urðu fórnarlömb kynferðisafbrotamanna höfðuðu málið á þeim forsendum að MySpace hefði getað komið í veg fyrir atvikin. MySpace vefurinn á þó yfir höfði sér fleiri málsóknir af svipuðum toga. 14.2.2007 22:34 Skemmdarverkin í Hafnarfirði upplýst Þrír piltar, 15 til 17 ára, voru handteknir fyrr í dag en þeir voru grunaðir um fjölda skemmdarverka í og við Hafnarfjörð síðastliðna nótt. Ljóst er að tjónið hleypur á milljónum. Piltarnir viðurkenndu brot sín við yfirheyrslur í kvöld og telst málið nú upplýst að fullu. Þeir eru nú frjálsir ferða sinna. 14.2.2007 22:15 Arctic Monkeys sigursælir Arctic Monkeys voru sigurvegarar Brit verðlaunanna sem fram fóru í Lundúnum í kvöld. Þeir unnu bæði verðlaun fyrir að vera besta breska hljómsveitin og að hafa gefið út bestu bresku plötuna. 14.2.2007 22:01 Los Angeles verður þráðlaus 2009 Borgarstjórinn í Los Angeles hefur ákveðið að borgaryfirvöld muni bjóða upp á frítt, eða mjög ódýrt, þráðlaust net fyrir alla borgarbúa. Verkefnið á að vera tilbúið árið 2009 og verður eitt stærsta þráðlausa net Bandaríkjanna. 14.2.2007 21:51 11 íranskir hermenn láta lífið í sprengjuárás Ellefu íranskir hermenn létu lífið og 31 slösuðust í dag eftir að bíl með sprengiefnum var keyrt á rútu sem þeir voru í. Atvikið átti sér stað í borg í suðurhluta Íran. 14.2.2007 21:31 Framboðslistar VG í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík-norður samþykktir Framboðslistar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir komandi alþingiskosningar voru samþykktir á félagsfundi fyrir stundu. Ögmundur Jónasson skipar efsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi en Katrín Jakobsdóttir leiðir í Reykjavíkurkjördæmi-norður. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi, er þar í öðru sæti. 14.2.2007 21:00 Lögðu hald á fjögur tonn af kókaíni Spænska lögreglan skýrði frá því í dag að hún hefði lagt hald á að minnsta kosti fjögur tonn af kókaíni í snekkju á Gíbraltarsundi. Lögreglan í Portúgal náði einu og hálfu tonni af sama efni í tengdri aðgerð nálægt eyjunni Madeira stuttu seinna. Spænska lögreglan fór um borð í snekkjuna Challenger í gær og fluttu hana til hafnar í Almeria til þess að leita að eiturlyfjum. 14.2.2007 20:49 Námuverkamenn í Mexíkó minnast fallinna félaga Mexíkóskir námuverkamenn fara í verkfall 19. febrúar til þess að minnast þeirra 65 námuverkamanna sem létust í námusprengingu í fyrra. Talsmenn stéttarfélagsins skýrði ekki frá því hversu langt verkfallið yrði. Tilgangurinn með verkfallinu er að setja þrýsting á stjórnvöld og hvetja þau til þess að beita eigendur námunnar refsiaðgerðum. Stéttarfélagið er reyndar klofið í tvennt svo ekki er vitað hversu margir eiga eftir að taka þátt í verkfallinu. 14.2.2007 20:33 Leiftrandi risasmokkur Japanskir vísindamenn birtu í dag myndir af risasmokkfiski í sínum náttúrulegum heimkynnum, þær fyrstu í sögunni, að þeirra sögn. Á myndunum sést skepnan svamla fimlega um öngul vísindamannanna og af og til bregður fyrir daufu leiftri úr örmum hennar. 14.2.2007 20:00 Fólki fækkar á Austurlandi og Norðurlandi Hagstofa Íslands hefur nú sent frá sér nýtt Hagtíðindahefti í ritröðinni Mannfjöldi um Búferlaflutninga 1986-2006. Þar kemur fram að flutningsjöfnuður var neikvæður á öllum svæðum landsins fyrir utan höfuðborgarsvæðið, Suðurnes og Suðurland. 14.2.2007 20:00 Nýr formaður KSÍ hefur ekki enn svarað Mannréttindanefnd Knattspyrnusamband Íslands hefur enn ekki svarað erindi Mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar um stöðu kynjanna innan sambandsins. Erindið var upphaflega sent í nóvember og aftur nú í byrjun febrúar. Nýkjörinn formaður segir fráfarandi formann ekki hafa komist í málið vegna dvalar sinnar erlendis og segist ekki vilja tjá sig um málið nú. 14.2.2007 19:45 Veitti saksóknara ítrekaðar ákúrur Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga í yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs. Þriðja daginn í röð sat forstjóri Baugs fyrir svörum, nú varðandi meint bókhaldsbrot tengd Baugi. 14.2.2007 19:45 Tíunda hvert íslenskt barn einmana Velsæld barna í iðnríkjunum er minnst í Bretlandi og Bandaríkjunum en best líður þeim á Norðurlöndunum. Heilbrigði barna er óvíða betri en hér á landi en fjölskyldu- og vinatengslum íslenskra barna er ábótavant. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. 14.2.2007 19:30 Skemmdarfíkn þriggja drengja fékk útrás á þrjátíu bílum í nótt Þrír drengir á aldrinum fimmtán til sautján ára eru grunaðir um stórfelld skemmdarverk á þrjátíu bílum og vinnuskúr í Hafnarfirði í nótt. 14.2.2007 19:30 Sjá næstu 50 fréttir
Horfnir vélsleðar fundust við bóndabæ Lögregla hefur fundið tvo vélsleða af Yamaha gerð sem hurfu frá Frostagötu á Akureyri seint í janúar. Þeir fundust við bóndabæ í Húnavatnssýslu. Tveir menn hafa játað að hafa tekið sleðana og farið með þá vestur í Húnavatnssýslu. 15.2.2007 16:05
Skákakademía Reykjavíkur sett á laggirnar Borgarráð samþykkti í morgun að sett yrði á laggirnar sjálfseignarstofnunin Skákakademía Reykjavíkur. Markmið hennar er að vinna að eflingu skáklistarinnar í borginni. Þá er stefnt að því að Reykjavík verði orðin Skákhöfuðborg heimsins árið 2010. Verkefnisstjóri verður ráðinn til sex mánaða til að undirbúa stofnunina. 15.2.2007 16:00
Hvað gerir fyrirtæki samkeppnishæf? Viðskiptafræðingar ætla að leita svara við spurningum um samkeppnishæfni fyrirtækja á ráðstefnu á Nordica hóteli á morgun, föstudag. Meðal spurninga sem settar verða fram eru vað ráði mestu um samkeppnishæfnina, hvaða máli skipti að fyrirtæki séu íslensk, hvað þurfi að gera til að efla samkeppnishæfni Íslands og hverjir eigi að taka þátt í því verkefni. 15.2.2007 15:48
Tveir handteknir vegna handrukkunar Maður var numinn á brott um hádegisbil í dag eftir meintar líkamsmeiðingar tveggja handrukkara. Honum var hótað frekari barsmíðum ef hann útvegaði ekki peninga til að greiða skuld. Atvikið átti sér stað við útibú SPRON í Skeifunni. Maður og kona á þrítugsaldri eru í haldi lögreglu grunuð um verknaðinn. 15.2.2007 15:31
Keyrt á vegfaranda í Lönguhlíð Keyrt var á vegfaranda í Lönguhlíð nú rétt í þessu. Lögreglan er enn á vettvangi. Nánari upplýsingar hafa enn ekki verið gefnar um ástand vegfarandans eða aðstæður á slysstað. 15.2.2007 15:20
Lystisnekkja eða skemmtibátur? Fimmtán verslunarstjóarar Bónuss fóru í skemmtiferð með Viking snekkjunni í Florida sem nú er til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tekist var á um hvort bátarnir þrír væru skemmtibátar eða lystisnekkjur eins og saksóknari vildi kalla þá. Jón Ásgeir Jóhannesson sagði um skemmtibáta að ræða. 15.2.2007 15:08
Samstarf um aðstoð við fátæka í Afríku Hjálparstarf kirkjunnar og Þróunarsamvinnustofnun Íslands gerðu í dag fimmtíu milljóna króna samstarfssamninga um verkefni í Úganda og Malaví. Sighvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri ÞSSÍ og Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins skrifuðu undir samningana. 15.2.2007 14:28
Kathleen meiddi sig Kviðdómur í Austin í Texas hafði mikla samúð með Kathleen Robertsson sem hafði mátt þola bæði kvalir og vinnutap þegar hún braut á sér öklann. Húsgagnaverslunin sem átti sök á öklabrotinu harðneitaði að greiða henni nokkrar bætur. 15.2.2007 14:26
Mistök komin á teikniborðið Arkitekt hjúkrunarheimilisins Eirar er langt kominn með frumteikningar og hönnun menningarmiðstöðvar í Spöng í Grafarvogi. Um mistök var að ræða þegar menningarmiðstöðin var sett inn í viljayfirlýsingu borgarinnar um byggingu þjónustuíbúða fyrir hjúkrunarheimilið Eir. Þetta segir Steinunn Valdís Óskarsstjóri oddviti Samfylkingar í borgarstjórn. 15.2.2007 14:01
Steinunn Valdís tekur við af Degi Steinunn Valdís Óskarsdóttir tók við störfum oddvita Samfylkingarinnar á borgarráðsfundi í dag. Hún tekur við af Degi B. Eggertssyni sem fer í fæðingarorlof til 1. apríl. Þá tók Björk Vilhelmsdóttir sæti Dags í borgarráði. Borgarstjórnarflokkur Samfylkingar er því einungis skipaður konum. Það er í fyrsta sinn síðan á dögum kvennaframboðs. 15.2.2007 13:36
Vetrarríkið veldur usla Mikið vetrarríki hefur sett samgöngur í norðaustanverðum Bandaríkjunum algerlega úr skorðum undanfarna daga. Snjó hefur kyngt niður en einnig hefur blásið hressilega. Hundruðum flugferða hefur verið aflýst og skólar og ýmsar stofnanir hafa að mestu verið lokaðar. 15.2.2007 13:15
Íslenskar ljósmyndir 2006 Næstkomandi laugardag hefst árleg ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélags íslands í Gerðarsafni í Kópavogi. Veitt verða verðlaun í 10 flokkum m.a. fyrir mynd ársins og fréttamynd. Vegleg peningaverðlaun verða veitt fyrir alla flokka, að mynd ársins undanskyldri. Glitnir leggur til verðlaunin. 15.2.2007 13:05
Vilja taka við flóttamönnum Írösk stjórnvöld hafa lokað landamærunum að Sýrlandi og Íran til að stöðva vopnaflutninga og ferðir vígamanna til landsins. Þá greindu bandarísk stjórnvöld frá því í gær að þau væru reiðubúin til að taka við sjö þúsund íröskum flóttamönnum á næstunni. 15.2.2007 12:45
Óraunhæf hugmynd Það er óraunhæf hugmynd að leggja alla áherslu á mannfjölgun á Austurlandi í tengslum við framkvæmdir álvers Alcoa í Reyðafirði. Þetta segir lektor við Háskólann á Akureyri vegna nýrrar skýrslu Hagstofunnar sem sýnir að fólki fækkar á Austurlandi. 15.2.2007 12:30
Réttarhöld hafin vegna Madrídarárásanna Réttarhöld hófust í Madríd í morgun yfir 29 manns sem ákærðir eru fyrir að hafa staðið fyrir hryðjuverkum í borginni í mars 2004. 191 týndi lífi í árásunum sem gerðar voru á járnbrautarlestar borgarinnar. 15.2.2007 12:15
Börn hjálpa börnum Söfnunin Börn hjálpa börnum hófst formlega í morgun þegar borgarráð tók hlé á fundahöldum sínum til að taka á móti tuttugu börnum úr Melaskóla. Þrjú þúsund börn munu ganga í hús og safna framlögum í bauka til að vinna stórvirki gegnum ABC barnahjálp. ABC er alfarið íslenskt framtak og allt fé til verkefna sent héðan. Á síðasta ári voru sendar um 135 milljónir króna til hjálpar bágstöddum börnum víðs vegar um heiminn og er starfið nú með um 7.000 börn á framfæri, þar af um 3þ000 börn í fullri framfærslu á heimavistum eða barnaheimilum. Fólk er hvatt til að taka vel á móti þeim börnum sem munu banka upp á og óska eftir framlagi fyrir starf ABC. 15.2.2007 12:00
Olíufélög virðast taka meira til sín Olíufélögin virðast græða allt að sex krónum meira fyrir hvern seldan bensínlítra nú en þau gerðu að meðaltali í júlí í fyrra þegar olíuverð á heimsmarkaði var í hámarki. Olíuverð á heimsmarkaði náði sögulegu hámarki síðastliðið sumar en hefur lækkað síðan, eins hefur staða krónu styrkst gagnvart dollara síðan. 15.2.2007 12:00
Íslenskir hönnuðir í Kaupmannahöfn Fjórir íslenskir hönnuðir tóku þátt í sýningunni CPH Vision sem haldin var dagana 8.-11. febrúar í Öksnehallen í Kaupmannahöfn. Íslensku hönnuðirnir sýndu haust- og vetrarlínu sína fyrir 2008 og voru ánægðir með móttökurnar. CPH vision er ein stærsta sölusýning sinnar tegundar í Skandinavíu og kemur fjöldi alþjóðlegra kaupenda á hana. 15.2.2007 11:58
Ástandið versnar í Tsjad Svo virðist sem átökin í Darfur-héraði í Súdan séu að breiðast til nágrannalandsins Tsjad og liggur við neyðarástandi í landinu vegna ofbeldis og hungursneyðar. Utanríkisráðherra landsins segir neyðarfund sem halda á í dag með fulltrúum Tsjad, Súdan og Miðafríkulýðveldisins algjörlega gagnslausan. 15.2.2007 11:54
Útþrá fyrir ungt fólk í útlöndum Hitt húsið verður á morgun með kynningu á Útþrá 2007. Kynningin miðar að námi, starfi og leik í útlöndum fyrir ungt fólk á aldrinum 15-25 ára. Sextán aðilar og fyrirtæki kynna starfsemi sína sem snýr einnig að ferðum og sjálfboðasatörfum. Allir eru velkomnir í húsnæði Hins hússins að Pósthússtræti 3-5. Kynningin hefst klukkan 16. Enginn aðgangseyrir er að fundinum og boðið verður upp á veitingar. 15.2.2007 11:45
Heimilislausir kjósendur undirrita sáttmála Nýtt afl krefst þess nú með undirritun sáttmála á netinu að Samfylkingin setji fram markvissa stefnu í ýmsum málum sem núverandi ríkisstjórn hefur ekki tekið nægilega ábyrgð á. Hópurinn hefur fylgst með stjórnmálum af hliðarlínunni og telur sig hafa verið heimilislausa í stjórnmálum. Óánægja hans snýr aðallega að hagstefnu stjórnvalda, hávöxtum, stórvirkjanaframkvæmdum og vegna “Evrópumets í okri á neytendum.” 15.2.2007 11:22
Gegn veggjakroti og tyggjóklessum Reykjavíkurborg tók í vikunni í notkun nýja háþrýstidælu til að hreinsa veggjakrot af eignum borgarinnar. Dælunni fylgir einnig búnaður til að hreinsa burt tyggjóklessur. Um er að ræða öfluga dælu sem hitar vatn upp í 120 gráður og dælir því með allt að 210 bara þrýstingi. Nóg er af verkefnum fyrir nýju dæluna, en tveir menn munu vera í verkefnum með dæluna næstu vikur. 15.2.2007 10:45
Heimdallur 80 ára Félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík er 80 ára í dag og fagnar afmælinu í Valhöll. Heiðursgestur verður Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri sjálfstæðisflokksins. Gullmerki Heimdallar verður veitt tveimur einstaklingum, en núverandi formaður Erla Ósk Ásgeirsdóttir mun flytja ávarp. Þá verður opnuð ný vefsíða Heimdallar, frelsi.is. 15.2.2007 10:27
Bænum ber að stöðva framkvæmdir í Álafosskvos Mosfellsbæ ber að stöðva framkvæmdir sem hafnar eru við lagningu Helgafellsbrautar. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála kvað í gær upp bráðabirgðaúrskurð þessa efnis og hefur nefndin nú frest til loka aprílmánaðar til að úrskurða um lögmæti framkvæmdanna. 15.2.2007 10:18
Grunnskólahátíð í Hafnarfirði Í dag er Grunnaskólahátíðin í Hafnarfirði haldin af nemendum á unglingastigi. Sýnt verður örleikrit og atriði úr söngleikjum í íþróttahúsi Víðistaðaskóla kl. 13 og 15. Í kvöld verður síðan dansleikur fyrir unglinga í grunnskóladeildum skólanna í íþróttahúsinu við Víðistaðaskóla. 15.2.2007 10:15
Skrípaleikur með marggefin loforð Í gær var tekin skóflustunga að 110 rúma hjúkrunarheimili í Reykjavík. Heimilið átti að vera komið í gagnið í byrjun þessa árs en búið er að lofa byggingu þess nokkrum sinnum, m.a. fyrir alþingiskosningarnar 2003. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Samfylkingar. Hún deilir á loforðagleði ríkisstjórnarinnar í aðdraganda kosninga. 15.2.2007 10:08
Írak lokar landamærum Írak hefur lokað landamærum sínum að Íran og Sýrlandi en það er liður í herferð gegn uppresinarmönnum í landinu og ætlað til þess að hamla flæði vopna inn í landið. Landamærin verða lokuð í minnst þrjá sólarhringa. 15.2.2007 10:07
Dánarvottorð fyrir fóstur Stjórnvöld í Tennessee ríki í Bandaríkjunum hafa lagt til að dánarvottorð verði gefið út fyrir fóstur sem hefur verið eytt. Það mundi á sama tíma búa til skrá yfir þær konur sem farið hafa í fóstureyðingu. 14.2.2007 23:30
al-Kaída hvetur til árása á olíustöðvar Hryðjuverkahópur sem tengdur er al-Kaída hefur ákallað hryðjuverkahópa um allan heim og beðið þá að ráðast á þær þjóðir sem selja Bandaríkjunum olíu. 14.2.2007 23:16
Lögfræðingar Libbys ljúka máli sínu Lögfræðingar Lewis „Scooters“ Libbys hafa lokið máli sínu eftir aðeins þriggja daga vörn. Libby er sakaður um að hafa logið að rannsóknarmönnum sem voru að reyna að komast að því hver lak upplýsingum um Valerie Plame, útsendara CIA. 14.2.2007 23:00
Málsókn gegn MySpace vísað frá Fyrirtækið News Corp. skýrði frá því í dag að fylkisréttur hefði vísað frá máli gegn MySpace vefsíðunni. Foreldrar tveggja stúlkna sem urðu fórnarlömb kynferðisafbrotamanna höfðuðu málið á þeim forsendum að MySpace hefði getað komið í veg fyrir atvikin. MySpace vefurinn á þó yfir höfði sér fleiri málsóknir af svipuðum toga. 14.2.2007 22:34
Skemmdarverkin í Hafnarfirði upplýst Þrír piltar, 15 til 17 ára, voru handteknir fyrr í dag en þeir voru grunaðir um fjölda skemmdarverka í og við Hafnarfjörð síðastliðna nótt. Ljóst er að tjónið hleypur á milljónum. Piltarnir viðurkenndu brot sín við yfirheyrslur í kvöld og telst málið nú upplýst að fullu. Þeir eru nú frjálsir ferða sinna. 14.2.2007 22:15
Arctic Monkeys sigursælir Arctic Monkeys voru sigurvegarar Brit verðlaunanna sem fram fóru í Lundúnum í kvöld. Þeir unnu bæði verðlaun fyrir að vera besta breska hljómsveitin og að hafa gefið út bestu bresku plötuna. 14.2.2007 22:01
Los Angeles verður þráðlaus 2009 Borgarstjórinn í Los Angeles hefur ákveðið að borgaryfirvöld muni bjóða upp á frítt, eða mjög ódýrt, þráðlaust net fyrir alla borgarbúa. Verkefnið á að vera tilbúið árið 2009 og verður eitt stærsta þráðlausa net Bandaríkjanna. 14.2.2007 21:51
11 íranskir hermenn láta lífið í sprengjuárás Ellefu íranskir hermenn létu lífið og 31 slösuðust í dag eftir að bíl með sprengiefnum var keyrt á rútu sem þeir voru í. Atvikið átti sér stað í borg í suðurhluta Íran. 14.2.2007 21:31
Framboðslistar VG í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík-norður samþykktir Framboðslistar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir komandi alþingiskosningar voru samþykktir á félagsfundi fyrir stundu. Ögmundur Jónasson skipar efsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi en Katrín Jakobsdóttir leiðir í Reykjavíkurkjördæmi-norður. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi, er þar í öðru sæti. 14.2.2007 21:00
Lögðu hald á fjögur tonn af kókaíni Spænska lögreglan skýrði frá því í dag að hún hefði lagt hald á að minnsta kosti fjögur tonn af kókaíni í snekkju á Gíbraltarsundi. Lögreglan í Portúgal náði einu og hálfu tonni af sama efni í tengdri aðgerð nálægt eyjunni Madeira stuttu seinna. Spænska lögreglan fór um borð í snekkjuna Challenger í gær og fluttu hana til hafnar í Almeria til þess að leita að eiturlyfjum. 14.2.2007 20:49
Námuverkamenn í Mexíkó minnast fallinna félaga Mexíkóskir námuverkamenn fara í verkfall 19. febrúar til þess að minnast þeirra 65 námuverkamanna sem létust í námusprengingu í fyrra. Talsmenn stéttarfélagsins skýrði ekki frá því hversu langt verkfallið yrði. Tilgangurinn með verkfallinu er að setja þrýsting á stjórnvöld og hvetja þau til þess að beita eigendur námunnar refsiaðgerðum. Stéttarfélagið er reyndar klofið í tvennt svo ekki er vitað hversu margir eiga eftir að taka þátt í verkfallinu. 14.2.2007 20:33
Leiftrandi risasmokkur Japanskir vísindamenn birtu í dag myndir af risasmokkfiski í sínum náttúrulegum heimkynnum, þær fyrstu í sögunni, að þeirra sögn. Á myndunum sést skepnan svamla fimlega um öngul vísindamannanna og af og til bregður fyrir daufu leiftri úr örmum hennar. 14.2.2007 20:00
Fólki fækkar á Austurlandi og Norðurlandi Hagstofa Íslands hefur nú sent frá sér nýtt Hagtíðindahefti í ritröðinni Mannfjöldi um Búferlaflutninga 1986-2006. Þar kemur fram að flutningsjöfnuður var neikvæður á öllum svæðum landsins fyrir utan höfuðborgarsvæðið, Suðurnes og Suðurland. 14.2.2007 20:00
Nýr formaður KSÍ hefur ekki enn svarað Mannréttindanefnd Knattspyrnusamband Íslands hefur enn ekki svarað erindi Mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar um stöðu kynjanna innan sambandsins. Erindið var upphaflega sent í nóvember og aftur nú í byrjun febrúar. Nýkjörinn formaður segir fráfarandi formann ekki hafa komist í málið vegna dvalar sinnar erlendis og segist ekki vilja tjá sig um málið nú. 14.2.2007 19:45
Veitti saksóknara ítrekaðar ákúrur Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga í yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs. Þriðja daginn í röð sat forstjóri Baugs fyrir svörum, nú varðandi meint bókhaldsbrot tengd Baugi. 14.2.2007 19:45
Tíunda hvert íslenskt barn einmana Velsæld barna í iðnríkjunum er minnst í Bretlandi og Bandaríkjunum en best líður þeim á Norðurlöndunum. Heilbrigði barna er óvíða betri en hér á landi en fjölskyldu- og vinatengslum íslenskra barna er ábótavant. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. 14.2.2007 19:30
Skemmdarfíkn þriggja drengja fékk útrás á þrjátíu bílum í nótt Þrír drengir á aldrinum fimmtán til sautján ára eru grunaðir um stórfelld skemmdarverk á þrjátíu bílum og vinnuskúr í Hafnarfirði í nótt. 14.2.2007 19:30