Fleiri fréttir Ekkert opinbert tungumál á Íslandi Ekkert opinbert tungumál er til á Íslandi og menn mættu þessvegna tala sanskrít á Alþingi. Athygli var vakin á þessu í fyrirspurnartíma í þinginu í dag og hvöttu bæði þingmenn og ráðherra til þess að ákvæði yrði sett í stjórnarskrá um að íslenska væri ríkistungumál Íslands. 14.2.2007 18:30 Evrópuþingið fordæmir fangaflugið Evrópuþingið lagði í dag blessun sína yfir skýrslu þar sem ríkisstjórnir allmargra Evrópulanda eru fordæmdar fyrir að hafa veitt bandarísku leyniþjónustunni, CIA, heimildir til að taka þar grunaða hryðjuverkamenn höndum og flytja þá til staða þar sem þeir sættu illri meðferð. 14.2.2007 18:30 Vilja banna hjónabönd samkynhneigðra í Nígeríu Stjórnmálamenn í Nígeríu lögðu í dag fram frumvarp um að banna hjónabönd samkynhneigðra. Frumvarpið féll í góðan jarðveg þó svo fámennur hópur hefði talað fyrir réttindum samkynhneigðra. Samkynhneigð er þegar ólögleg í Nígeríu en frumvarpið myndi tryggja að þeir gætu ekki gift sig. Frumvarpið er tilkomið vegna lögleiðinga hjónabanda samkynhneigðra í vestrænum löndum undanfarið. 14.2.2007 17:57 Bush vongóður um friðsamlega lausn Íransdeilu George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði síðdegis að hann væri þeirrar skoðunnar að Bandaríkin og samherjar þeirra nálguðust friðsama lausn á deilu sinni við Íran. Deilurnar snúast um kjarnorkuáætlun Írana. Bush sagði jafnframt að hann efaði að veinar viðræður ríkjanna tveggja myndu bera árangur. 14.2.2007 17:39 Forneskjulegar og niðurlægjandi skoðanir Samtökin 78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skoðana sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarið um að hægt sé að breyta kynhneigð fólks. Samtökin segja skoðanirnar forneskjulegar og niðurlægjandi og þær lýsi vanþekkingu á lífi samkynhneigðra. 14.2.2007 16:56 Þrír handteknir í Hafnarfirði Þrír piltar á unglingsaldri voru handteknir í húsi í Hafnarfirði í dag vegna skemmdarverka sem unnin voru á tugum bifreiða í Hafnarfirði í nótt. Piltarnir eru 16-17 ára og hafa allir komið ítrekað við sögu lögreglu. Tilkynningar tóku að berast lögreglu í morgun um skemmdir á bílum. Aðallega er um að ræða bifreiðar og vinnuvélar af hesthúsasvæðinu í Almannadal og af iðnaðarsvæðinu austan við Álverið í Straumsvík. 14.2.2007 16:27 Þreyttur á fjölda spurninga saksóknara Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga og fjalla um það sem ekki væri ákært fyrir í Héraðsdómi í dag. 14.2.2007 15:58 Svíar að gefast upp á Kastrup Sænskur þingmaður hefur sent dönsku ríkisstjórninni formlega fyrirspurn um hvort hún ætli að gera eitthvað til þess að stytta biðraðir og leysa vandamál sem skapast við innritunarborð á Kastrup flugvelli. Miklar seinkanir hafa verið daglegt brauð á flugvellinum síðustu misserin, og algengt að fólk komist ekki út í flugvélar áður en þær leggja af stað. 14.2.2007 15:43 Tvö kókaín-burðardýr sakfelld Þremenningar á tvítugs- og þrítugsaldri voru í dag sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á tæplega 400 grömmum af kókaíni. Efnin voru flutt inn frá Amsterdam í Hollandi í ágúst á síðasta ári. Burðardýrin tvö voru stöðvuð í tollhliði á Leifsstöð eftir að fíkniefnahundur fann merki um efnin. Þriðji maðurinn var sakfelldur fyrir að skipuleggja innflutninginn. 14.2.2007 15:39 Samvera fyrir börn af upptökuheimilum Laugarneskirkja verður næstkomandi sunnudag með sálgæslusamveru fyrir börn sem hafa verið á upptökuheimilum. Séra Bjarni Karlsson segir að boðað sé til samverunnar í tilefni af þeirri umræðu sem hafi verið um lífsreynslu og stöðu þeirra sem voru börn á upptökuheimilum hins opinbera á árum áður. 14.2.2007 15:11 Von á bóluefni gegn fuglaflensu Evrópska lyfjastofnunin hefur samþykkt að taka við umsókn GlaxoSmithKline um skráningu á nýju bóluefni gegn inflúensuveiru af stofni H5N1, svokallaðri fuglaflensu. Geri Evrópska lyfjastofnunin ekki athugasemdir eða óski eftir frekari gögnum frá fyrirtækinu, má vænta þess að bóluefni gegn fuglaflensu komi á markað á Íslandi og annarstaðar í Evrópu undir lok þessa árs. 14.2.2007 14:57 Afsláttur af fasteignagjöldum aldraðra hækkar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt að hækka afslátt af fasteignagjöldum elli- og örorkulífeyrisþega um ríflega 20 prósent. Hækkunin tekur gildi frá og með 1. janúar 2007. Henni er ætlað að taka mið af verðlagsbreytingum síðasta árs, hækka árlegan afslátt og jafnframt stækka hóp þeirra sem njóta afsláttarins af fasteignagjöldum. 14.2.2007 14:30 Bakaði afmælisköku fyrir starfsfólkið BSRB - Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - er 65 ára í dag. Í tilefni dagsins bakaði Ögmundur Jónasson formaður samtakanna súkkulaðiköku og gaf starfsfólkinu. Tilkoma samtakanna hleypti nýjum krafti í kjarabaráttu opinberra starfsmanna á sínum tíma. 14.2.2007 14:15 Neytendasamtökin vilja lög um transfitusýrur Neytendasamtökin hvetja til þess að sett verði lög um transfitusýrur. Þau segja að rannsóknir hafi sýnt að transfitusýrur séu skaðlegar heilsu manna og þá sérstaklega með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma. 14.2.2007 14:02 Jón Gerald telur brotið gegn sér Jón Gerald Sullenberger segir að brotið sé gegn grundvallarréttindum hans um að fá að vera viðstaddan yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í Baugsmálinu. Eftirfarandi er yfirlýsing sem Jón Gerald sendi fjölmiðlum: 14.2.2007 13:57 Verkfall vegna Monu Lisu Verðir í Louvre safninu í París ætla í verkfall. Þeir krefjast hærri launa vegna álags sem fylgir því að gæta málverksins af Monu Lisu eftir Leonardo da Vinci. Launakröfurnar vegna álagsins hljóða upp á rúmar þrettán þúsund íslenskar krónur á mánuði. 14.2.2007 13:35 Tveggja ára laumufarþegi Tveggja ára stúlku tókst að komast frá foreldrum sínum á flugvelli í Þýskalandi og um borð í flugvél á leið til Egyptalands. Foreldrarnir voru að ganga um borð í flugvél á leið til Túnis þegar þau urðu þess vör að stúlkan var horfin. Þau tilkynntu öryggisvörðum flugvallarins í Nürnberg umsvifalaust um hvarf hennar. 14.2.2007 13:15 Evrópuþingið fordæmir fangaflug Evrópuþingið í Strasbourg fordæmdi í dag fangaflug Bandaríkjanna með meinta hryðjuverkamenn og sagði það vera ólöglegt tæki í baráttunni gegn hryðjuverkum. Jafnframt voru ríkisstjórnir og leyniþjónustur Evrópuríkja fordæmdar fyrir að hafa samþykkt þetta athæfi og haldið því leyndu. 14.2.2007 13:15 Brim kaupir togara Brim hefur gengið frá kaupum á frystitogaranum Kleifabergi frá Þormóði ramma. Áhöfninni er boðið að starfa hjá nýjum eigendum í eitt ár. 14.2.2007 13:00 Árangurslítið hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu Ekkert útlit er fyrir að árangur náist á ráðstefnu um hvalveiðar sem nú fer fram í Japan. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir vonbrigði að fjölmörg aðildarríki Alþjóðahvalveiðiráðsins hafi ákveðið að sniðganga ráðstefnuna. 14.2.2007 13:00 Tvær kærur til viðbótar á Guðmund í Byrginu Tvær konur til viðbótar hafa lagt fram kæru á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. Kærurnar eru því orðnar sex talsins. Seint á mánudaginn bárust sýslumanni á Selfossi kærur frá tveimur konum. Kærurnar varða meint kynferðislegt samband í Byrginu og beinast gegn Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. 14.2.2007 12:45 Segist þurfa tvo daga til að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Hádegishlé er nú í Baugsmálinu en í morgun hafa yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannesssyni haldið áfram. Fram kom í máli setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar að hann þyrfti að líkindum bæði daginn í dag og á morgun til að ljúka yfirheyrslum yfir honum. Hugsanlegt væri að það yrði ekki nóg því yfirheyrslur verða aðeins eftir hádegi á morgun. 14.2.2007 12:36 Telur meirihluta hlynntan virkjunum Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur að meirihluti heimamanna sé hlynntur fyrirhuguðum virkjunum í Þjórsá. Hann segir utansveitarfólk hafa verið í meirihluta á fjölmennum fundi í félagsheimilinu Árnesi um síðustu helgi. 14.2.2007 12:30 Unglingaofbeldi viðgekkst í Kópavogi Gróft ofbeldi gegn unglingum viðgekkst á unglingaheimilinu í Kópavogi á áttunda áratugnum. Þetta segir fyrrverandi starfsmaður, sem segir að fara verði ítarlega yfir starfsemina þar á árum áður. Hann nefnir meðal annars dæmi af dreng sem vistaður var á heimilinu í lengri tíma og mátti þola ítrekað ofbeldi. Nánar verður fjallað um málið í Íslandi í dag. 14.2.2007 12:12 Gríðarlegar skemmdir á bílum í Hafnarfirði Gríðarleg skemmdarverk voru unnin á tugum og jafnvel hundruðum bíla í Hafnarfirði í nótt og enn streyma tilkynningar til lögreglu um ný og ný tilvik. Nú þegar er talið að tjónið nemi tugum milljóna króna. 14.2.2007 12:03 Tvær áhafnir á þremur skipum Vinnslustöðin í Eyjum ætlar á næstu dögum að gera út þrjú skip með tveimur áhöfnum. Þá munu tvö skip verða að veiðum á meðan landað er úr því þriðja. Haft er eftir Guðna Ingvari Guðnasyni útgerðarstjóra á vefnum eyjar.net að þetta gerist helst meðan verið er að vinna hrogn úr loðnunni. 14.2.2007 11:35 Engum eldflaugum beint gegn Rússum Forseti Tékklands sagði í dag að ef Tékkar tækju þátt í eldflaugavörnum Bandaríkjanna, væri þeim flaugum ekki beint gegn Rússlandi. Rússar hafa brugðist ókvæða við beiðni Bandaríkjanna um að fá að setja upp ratsjárstöðvar og eldflaugar í Tékklandi og Póllandi. Bandaríkjamenn segja að tilgangurinn sé að verjast eldflaugaárásum frá Íran og Norður-Kóreu. 14.2.2007 11:31 Minni hljóðmengun af tengivegi við Álafosskvísl Tengibrautin við Helgafellshverfi í Mosfellsbæ verður lækkuð um tvo metra næst Álafosskvosinni og færð fjær Varmá. Mosfellsbær hefur lagt sérstaka áherslu á að takmarka hljóðmengun frá veginum. Í fréttatilkynningu frá bænum segir að strangari reglum verði fylgt en lög kveði á um. 14.2.2007 11:09 Ný frímerki Íslandspóstur gefur á morgun út ný frímerki í með myndum af fyrsta togara sem smíðaður var fyrir Íslendinga, í tilefni 100 ára afmælis Kvenréttindafélags Íslands og smáörk í tilefni af Alþjóðlega heimskautaárinu. Þá verður kynnt sameiginleg útgáfa Íslands, Grænlands og Færeyja vegna heimskautaárs. 14.2.2007 10:58 Meiningarlausar spurningar saksóknara Deilt var á Sigurð Tómas Magnússon settan saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að fylgja ekki eftir áætlun um yfirheyrslu vitna í Baugsmálinu. Jakob Möller lögmaður Tryggva Jónssonar sagði um mikil afglöp að ræða hjá settum saksóknara og að menn þyrftu að sitja undir; “sumpart meiningarlausum spurningum.” 14.2.2007 10:58 Evrópuþingmenn rífast um fangaflug Evrópskir þingmenn tókust á um það, í dag, hvort þeir hefðu nægar sannanir til þess að saka ríkisstjórnir landa sinna um að hafa átt samstarf við bandarísku leyniþjónustuna CIA um fangaflug til aðildarríkja Evrópusambandsins. Leyniþjónustan er sökuð um að hafa geymt meinta hryðjuverkamenn í leynifangelsum í Evrópu, og flogið með þá til landa þar sem þeir voru pyntaðir. 14.2.2007 10:53 Of heitt í kælum Hitastig er að jafnaði um fjórðungi of hátt í kælum matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu og meira en helmingi of hátt að jafnaði í frystum. Þetta kemur fram í könnun starfsmanna Neytendasamtakanna á hitastigi í kælum og frystum í matvöruverslunum. 14.2.2007 10:47 Bresk börn hafa það verst Lífsgæði barna í iðnvæddum ríkjum eru minnst í Bretlandi. Þetta kemur fram í skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF sem kom út í dag. Skýrslan tekur til 40 þátta er varða lífsgæði barna í 21 iðnvæddu ríki og er fyrsta rannsókn sinnar tegundar. 14.2.2007 10:24 Skýldu sér á bak við börn Uppreisnarmenn Talibana skýldu sér á bak við börn í bardögum gegn hersveitum NATO við stíflu í suðurhluta Afganistan nú í vikunni. Talibanar hafa áður skýlt sér á bak við óbreytta borgara en ekki eru þekkt dæmi þess að þeir hafi notað börn í þeim tilgangi áður. Þetta segja Afganar sem urðu vitni að átökunum við Reuters-fréttastofuna. 14.2.2007 10:00 Framleiðslukostnaður sjávarafurða hækkar mest Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 0,3 prósent frá þriðja ársfjórðungi 2006. Hún er nú 121,6 stig. Vísitala sjávarafurða hækkar um rúmt eitt prósent og er 128,5 stig. Vísitalan fyrir annan iðnað lækkar um 0,3 prósent og er nú 117 stig. Hækkunin fyrir vörur sem eru framleiddar og seldar innanlands jafngildir 0,2 prósent verðhækkun, en fyrir útfluttar vörur 0,4 prósent. 14.2.2007 09:56 Tveggja ára stúlka ætlaði ein til Egyptalands Tveggja ára stúlka sem hljóp frá foreldrum sínum á flugvelli í Þýskalandi tókst að koma sér um borð í flugvél á leið til Egyptalands. Foreldrar stúlkunnar létu vita um leið og þeir tóku eftir því að hún væri horfin en þau voru þá að fara um borð í flugvél á leið til Túnis. 13.2.2007 23:38 Dauðvona maður vann milljón dollara Wayne Schenk, 51 árs, finnst hann ekki vera mjög heppinn maður þrátt fyrir að hafa unnið milljón dollara, eða um 68 milljónir íslenskra króna, í skafmiðahappadrætti New York ríkis. Hann greindist nefnilega með banvænt krabbamein aðeins fimm vikum áður. 13.2.2007 23:13 Olíufyrirtæki borgar 13,5 milljarða í skaðabætur Hollenska olíufyrirtækið Trafigura náði í dag samkomulagi um að borga stjórnvöldum í Fílabeinsströndinni 198 milljónir dollara, eða um 13,5 milljarða íslenskra króna, vegna mengunar sem fyrirtækið varð valdur að. Þúsundir veiktust vegna mengunarinnar. Fyrirtækið sendi skip þangað til þess að losa úrgang og reyndist hann vera eitraður. 13.2.2007 22:44 Demókratar á móti fjölgun hermanna í Írak Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hófu í dag umræður um fjölgun hermanna í Írak. Þeir segja að almenningur í Bandaríkjunum hafi misst trúna á stríðið á meðan repúblikanar vara við því að grafa undan stríðinu gegn hryðjuverkum. Umræðurnar verða í þrjá daga og snúast þær um tillögu sem gagnrýnir harðlega fjölgun hermanna í Írak. 13.2.2007 22:31 Stjórnvöld í Suður-Afríku skila landi Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa ákveðið að herða róðurinn til þess að bæta efnahag svarta hluta þjóðarinnar. Hluti af þeim áætlunum snýst um að skila landi í eigu hvítra til svartra. 13.2.2007 21:49 Lifði af 3.600 metra fall Fallhlífastökkvari sem féll 3.600 metra til jarðar og lifði það af setti nýverið myndband af atvikinu á internetið. Á myndbandinu sést hvernig hann hrapar nær stjórnlaust til jarðar, og að því er virðist, dauða. 13.2.2007 21:38 Correa fær að halda stjórnarskrárþing Forseti Ekvador, Rafael Correa, vann í dag mikinn sigur á andstæðingum sínum í þinginu. Þingið samþykkti loks beiðni hans um að fá leyfi til þess að endurskrifa stjórnarskrá landsins. Þingið hafði ávallt verið á móti þeim hugmyndum Correa en hann hefur ekki eiginlegan þingflokk á bak við sig. Hann biðlaði þess í stað til almennings sem mótmæli afstöðu þingmanna og í dag samþykkti þingið loks tillögu Correa. 13.2.2007 21:08 Írakar nýta sér tæknina til að komast af Almenningur í Írak er farinn að nota forritið Google Earth til þess að komast hjá ofbeldi í Bagdad. Sumir hafa meira að segja sett upp vefsíður þar sem bent er á hættuleg svæði. 13.2.2007 20:49 Ný stjórn skipuð hjá Ríkisútvarpinu ohf. Ný stjórn Ríkisútvarpsins ohf, hefur verið skipuð. Í henni sitja Kristín Edwald, Páll Magnússon og Ómar Benediktsson, Svanhildur Kaaber og Jón Ásgeir Sigurðsson. Allir flokkar á Alþingi komu að því að skipa í stjórnina, sem er kosin til eins árs. 13.2.2007 20:15 Hof skal húsið heita Menningarhúsið sem nú er í smíðum á Akureyri hefur fengið nafn. Hof skal það heita. Efnt var til opinnar samkeppni um hvað húsið skyldi heita. Í dag var niðurstaðan kunngörð. Þau Aðalbjörg Sigmarsdóttir og Heimir Kristinsson skiluðu bæði inn sama nafni og fengu að launum ársmiða á viðburði hússins. 13.2.2007 20:15 Sjá næstu 50 fréttir
Ekkert opinbert tungumál á Íslandi Ekkert opinbert tungumál er til á Íslandi og menn mættu þessvegna tala sanskrít á Alþingi. Athygli var vakin á þessu í fyrirspurnartíma í þinginu í dag og hvöttu bæði þingmenn og ráðherra til þess að ákvæði yrði sett í stjórnarskrá um að íslenska væri ríkistungumál Íslands. 14.2.2007 18:30
Evrópuþingið fordæmir fangaflugið Evrópuþingið lagði í dag blessun sína yfir skýrslu þar sem ríkisstjórnir allmargra Evrópulanda eru fordæmdar fyrir að hafa veitt bandarísku leyniþjónustunni, CIA, heimildir til að taka þar grunaða hryðjuverkamenn höndum og flytja þá til staða þar sem þeir sættu illri meðferð. 14.2.2007 18:30
Vilja banna hjónabönd samkynhneigðra í Nígeríu Stjórnmálamenn í Nígeríu lögðu í dag fram frumvarp um að banna hjónabönd samkynhneigðra. Frumvarpið féll í góðan jarðveg þó svo fámennur hópur hefði talað fyrir réttindum samkynhneigðra. Samkynhneigð er þegar ólögleg í Nígeríu en frumvarpið myndi tryggja að þeir gætu ekki gift sig. Frumvarpið er tilkomið vegna lögleiðinga hjónabanda samkynhneigðra í vestrænum löndum undanfarið. 14.2.2007 17:57
Bush vongóður um friðsamlega lausn Íransdeilu George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði síðdegis að hann væri þeirrar skoðunnar að Bandaríkin og samherjar þeirra nálguðust friðsama lausn á deilu sinni við Íran. Deilurnar snúast um kjarnorkuáætlun Írana. Bush sagði jafnframt að hann efaði að veinar viðræður ríkjanna tveggja myndu bera árangur. 14.2.2007 17:39
Forneskjulegar og niðurlægjandi skoðanir Samtökin 78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skoðana sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarið um að hægt sé að breyta kynhneigð fólks. Samtökin segja skoðanirnar forneskjulegar og niðurlægjandi og þær lýsi vanþekkingu á lífi samkynhneigðra. 14.2.2007 16:56
Þrír handteknir í Hafnarfirði Þrír piltar á unglingsaldri voru handteknir í húsi í Hafnarfirði í dag vegna skemmdarverka sem unnin voru á tugum bifreiða í Hafnarfirði í nótt. Piltarnir eru 16-17 ára og hafa allir komið ítrekað við sögu lögreglu. Tilkynningar tóku að berast lögreglu í morgun um skemmdir á bílum. Aðallega er um að ræða bifreiðar og vinnuvélar af hesthúsasvæðinu í Almannadal og af iðnaðarsvæðinu austan við Álverið í Straumsvík. 14.2.2007 16:27
Þreyttur á fjölda spurninga saksóknara Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga og fjalla um það sem ekki væri ákært fyrir í Héraðsdómi í dag. 14.2.2007 15:58
Svíar að gefast upp á Kastrup Sænskur þingmaður hefur sent dönsku ríkisstjórninni formlega fyrirspurn um hvort hún ætli að gera eitthvað til þess að stytta biðraðir og leysa vandamál sem skapast við innritunarborð á Kastrup flugvelli. Miklar seinkanir hafa verið daglegt brauð á flugvellinum síðustu misserin, og algengt að fólk komist ekki út í flugvélar áður en þær leggja af stað. 14.2.2007 15:43
Tvö kókaín-burðardýr sakfelld Þremenningar á tvítugs- og þrítugsaldri voru í dag sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á tæplega 400 grömmum af kókaíni. Efnin voru flutt inn frá Amsterdam í Hollandi í ágúst á síðasta ári. Burðardýrin tvö voru stöðvuð í tollhliði á Leifsstöð eftir að fíkniefnahundur fann merki um efnin. Þriðji maðurinn var sakfelldur fyrir að skipuleggja innflutninginn. 14.2.2007 15:39
Samvera fyrir börn af upptökuheimilum Laugarneskirkja verður næstkomandi sunnudag með sálgæslusamveru fyrir börn sem hafa verið á upptökuheimilum. Séra Bjarni Karlsson segir að boðað sé til samverunnar í tilefni af þeirri umræðu sem hafi verið um lífsreynslu og stöðu þeirra sem voru börn á upptökuheimilum hins opinbera á árum áður. 14.2.2007 15:11
Von á bóluefni gegn fuglaflensu Evrópska lyfjastofnunin hefur samþykkt að taka við umsókn GlaxoSmithKline um skráningu á nýju bóluefni gegn inflúensuveiru af stofni H5N1, svokallaðri fuglaflensu. Geri Evrópska lyfjastofnunin ekki athugasemdir eða óski eftir frekari gögnum frá fyrirtækinu, má vænta þess að bóluefni gegn fuglaflensu komi á markað á Íslandi og annarstaðar í Evrópu undir lok þessa árs. 14.2.2007 14:57
Afsláttur af fasteignagjöldum aldraðra hækkar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt að hækka afslátt af fasteignagjöldum elli- og örorkulífeyrisþega um ríflega 20 prósent. Hækkunin tekur gildi frá og með 1. janúar 2007. Henni er ætlað að taka mið af verðlagsbreytingum síðasta árs, hækka árlegan afslátt og jafnframt stækka hóp þeirra sem njóta afsláttarins af fasteignagjöldum. 14.2.2007 14:30
Bakaði afmælisköku fyrir starfsfólkið BSRB - Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - er 65 ára í dag. Í tilefni dagsins bakaði Ögmundur Jónasson formaður samtakanna súkkulaðiköku og gaf starfsfólkinu. Tilkoma samtakanna hleypti nýjum krafti í kjarabaráttu opinberra starfsmanna á sínum tíma. 14.2.2007 14:15
Neytendasamtökin vilja lög um transfitusýrur Neytendasamtökin hvetja til þess að sett verði lög um transfitusýrur. Þau segja að rannsóknir hafi sýnt að transfitusýrur séu skaðlegar heilsu manna og þá sérstaklega með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma. 14.2.2007 14:02
Jón Gerald telur brotið gegn sér Jón Gerald Sullenberger segir að brotið sé gegn grundvallarréttindum hans um að fá að vera viðstaddan yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í Baugsmálinu. Eftirfarandi er yfirlýsing sem Jón Gerald sendi fjölmiðlum: 14.2.2007 13:57
Verkfall vegna Monu Lisu Verðir í Louvre safninu í París ætla í verkfall. Þeir krefjast hærri launa vegna álags sem fylgir því að gæta málverksins af Monu Lisu eftir Leonardo da Vinci. Launakröfurnar vegna álagsins hljóða upp á rúmar þrettán þúsund íslenskar krónur á mánuði. 14.2.2007 13:35
Tveggja ára laumufarþegi Tveggja ára stúlku tókst að komast frá foreldrum sínum á flugvelli í Þýskalandi og um borð í flugvél á leið til Egyptalands. Foreldrarnir voru að ganga um borð í flugvél á leið til Túnis þegar þau urðu þess vör að stúlkan var horfin. Þau tilkynntu öryggisvörðum flugvallarins í Nürnberg umsvifalaust um hvarf hennar. 14.2.2007 13:15
Evrópuþingið fordæmir fangaflug Evrópuþingið í Strasbourg fordæmdi í dag fangaflug Bandaríkjanna með meinta hryðjuverkamenn og sagði það vera ólöglegt tæki í baráttunni gegn hryðjuverkum. Jafnframt voru ríkisstjórnir og leyniþjónustur Evrópuríkja fordæmdar fyrir að hafa samþykkt þetta athæfi og haldið því leyndu. 14.2.2007 13:15
Brim kaupir togara Brim hefur gengið frá kaupum á frystitogaranum Kleifabergi frá Þormóði ramma. Áhöfninni er boðið að starfa hjá nýjum eigendum í eitt ár. 14.2.2007 13:00
Árangurslítið hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu Ekkert útlit er fyrir að árangur náist á ráðstefnu um hvalveiðar sem nú fer fram í Japan. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir vonbrigði að fjölmörg aðildarríki Alþjóðahvalveiðiráðsins hafi ákveðið að sniðganga ráðstefnuna. 14.2.2007 13:00
Tvær kærur til viðbótar á Guðmund í Byrginu Tvær konur til viðbótar hafa lagt fram kæru á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. Kærurnar eru því orðnar sex talsins. Seint á mánudaginn bárust sýslumanni á Selfossi kærur frá tveimur konum. Kærurnar varða meint kynferðislegt samband í Byrginu og beinast gegn Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. 14.2.2007 12:45
Segist þurfa tvo daga til að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Hádegishlé er nú í Baugsmálinu en í morgun hafa yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannesssyni haldið áfram. Fram kom í máli setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar að hann þyrfti að líkindum bæði daginn í dag og á morgun til að ljúka yfirheyrslum yfir honum. Hugsanlegt væri að það yrði ekki nóg því yfirheyrslur verða aðeins eftir hádegi á morgun. 14.2.2007 12:36
Telur meirihluta hlynntan virkjunum Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur að meirihluti heimamanna sé hlynntur fyrirhuguðum virkjunum í Þjórsá. Hann segir utansveitarfólk hafa verið í meirihluta á fjölmennum fundi í félagsheimilinu Árnesi um síðustu helgi. 14.2.2007 12:30
Unglingaofbeldi viðgekkst í Kópavogi Gróft ofbeldi gegn unglingum viðgekkst á unglingaheimilinu í Kópavogi á áttunda áratugnum. Þetta segir fyrrverandi starfsmaður, sem segir að fara verði ítarlega yfir starfsemina þar á árum áður. Hann nefnir meðal annars dæmi af dreng sem vistaður var á heimilinu í lengri tíma og mátti þola ítrekað ofbeldi. Nánar verður fjallað um málið í Íslandi í dag. 14.2.2007 12:12
Gríðarlegar skemmdir á bílum í Hafnarfirði Gríðarleg skemmdarverk voru unnin á tugum og jafnvel hundruðum bíla í Hafnarfirði í nótt og enn streyma tilkynningar til lögreglu um ný og ný tilvik. Nú þegar er talið að tjónið nemi tugum milljóna króna. 14.2.2007 12:03
Tvær áhafnir á þremur skipum Vinnslustöðin í Eyjum ætlar á næstu dögum að gera út þrjú skip með tveimur áhöfnum. Þá munu tvö skip verða að veiðum á meðan landað er úr því þriðja. Haft er eftir Guðna Ingvari Guðnasyni útgerðarstjóra á vefnum eyjar.net að þetta gerist helst meðan verið er að vinna hrogn úr loðnunni. 14.2.2007 11:35
Engum eldflaugum beint gegn Rússum Forseti Tékklands sagði í dag að ef Tékkar tækju þátt í eldflaugavörnum Bandaríkjanna, væri þeim flaugum ekki beint gegn Rússlandi. Rússar hafa brugðist ókvæða við beiðni Bandaríkjanna um að fá að setja upp ratsjárstöðvar og eldflaugar í Tékklandi og Póllandi. Bandaríkjamenn segja að tilgangurinn sé að verjast eldflaugaárásum frá Íran og Norður-Kóreu. 14.2.2007 11:31
Minni hljóðmengun af tengivegi við Álafosskvísl Tengibrautin við Helgafellshverfi í Mosfellsbæ verður lækkuð um tvo metra næst Álafosskvosinni og færð fjær Varmá. Mosfellsbær hefur lagt sérstaka áherslu á að takmarka hljóðmengun frá veginum. Í fréttatilkynningu frá bænum segir að strangari reglum verði fylgt en lög kveði á um. 14.2.2007 11:09
Ný frímerki Íslandspóstur gefur á morgun út ný frímerki í með myndum af fyrsta togara sem smíðaður var fyrir Íslendinga, í tilefni 100 ára afmælis Kvenréttindafélags Íslands og smáörk í tilefni af Alþjóðlega heimskautaárinu. Þá verður kynnt sameiginleg útgáfa Íslands, Grænlands og Færeyja vegna heimskautaárs. 14.2.2007 10:58
Meiningarlausar spurningar saksóknara Deilt var á Sigurð Tómas Magnússon settan saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að fylgja ekki eftir áætlun um yfirheyrslu vitna í Baugsmálinu. Jakob Möller lögmaður Tryggva Jónssonar sagði um mikil afglöp að ræða hjá settum saksóknara og að menn þyrftu að sitja undir; “sumpart meiningarlausum spurningum.” 14.2.2007 10:58
Evrópuþingmenn rífast um fangaflug Evrópskir þingmenn tókust á um það, í dag, hvort þeir hefðu nægar sannanir til þess að saka ríkisstjórnir landa sinna um að hafa átt samstarf við bandarísku leyniþjónustuna CIA um fangaflug til aðildarríkja Evrópusambandsins. Leyniþjónustan er sökuð um að hafa geymt meinta hryðjuverkamenn í leynifangelsum í Evrópu, og flogið með þá til landa þar sem þeir voru pyntaðir. 14.2.2007 10:53
Of heitt í kælum Hitastig er að jafnaði um fjórðungi of hátt í kælum matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu og meira en helmingi of hátt að jafnaði í frystum. Þetta kemur fram í könnun starfsmanna Neytendasamtakanna á hitastigi í kælum og frystum í matvöruverslunum. 14.2.2007 10:47
Bresk börn hafa það verst Lífsgæði barna í iðnvæddum ríkjum eru minnst í Bretlandi. Þetta kemur fram í skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF sem kom út í dag. Skýrslan tekur til 40 þátta er varða lífsgæði barna í 21 iðnvæddu ríki og er fyrsta rannsókn sinnar tegundar. 14.2.2007 10:24
Skýldu sér á bak við börn Uppreisnarmenn Talibana skýldu sér á bak við börn í bardögum gegn hersveitum NATO við stíflu í suðurhluta Afganistan nú í vikunni. Talibanar hafa áður skýlt sér á bak við óbreytta borgara en ekki eru þekkt dæmi þess að þeir hafi notað börn í þeim tilgangi áður. Þetta segja Afganar sem urðu vitni að átökunum við Reuters-fréttastofuna. 14.2.2007 10:00
Framleiðslukostnaður sjávarafurða hækkar mest Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 0,3 prósent frá þriðja ársfjórðungi 2006. Hún er nú 121,6 stig. Vísitala sjávarafurða hækkar um rúmt eitt prósent og er 128,5 stig. Vísitalan fyrir annan iðnað lækkar um 0,3 prósent og er nú 117 stig. Hækkunin fyrir vörur sem eru framleiddar og seldar innanlands jafngildir 0,2 prósent verðhækkun, en fyrir útfluttar vörur 0,4 prósent. 14.2.2007 09:56
Tveggja ára stúlka ætlaði ein til Egyptalands Tveggja ára stúlka sem hljóp frá foreldrum sínum á flugvelli í Þýskalandi tókst að koma sér um borð í flugvél á leið til Egyptalands. Foreldrar stúlkunnar létu vita um leið og þeir tóku eftir því að hún væri horfin en þau voru þá að fara um borð í flugvél á leið til Túnis. 13.2.2007 23:38
Dauðvona maður vann milljón dollara Wayne Schenk, 51 árs, finnst hann ekki vera mjög heppinn maður þrátt fyrir að hafa unnið milljón dollara, eða um 68 milljónir íslenskra króna, í skafmiðahappadrætti New York ríkis. Hann greindist nefnilega með banvænt krabbamein aðeins fimm vikum áður. 13.2.2007 23:13
Olíufyrirtæki borgar 13,5 milljarða í skaðabætur Hollenska olíufyrirtækið Trafigura náði í dag samkomulagi um að borga stjórnvöldum í Fílabeinsströndinni 198 milljónir dollara, eða um 13,5 milljarða íslenskra króna, vegna mengunar sem fyrirtækið varð valdur að. Þúsundir veiktust vegna mengunarinnar. Fyrirtækið sendi skip þangað til þess að losa úrgang og reyndist hann vera eitraður. 13.2.2007 22:44
Demókratar á móti fjölgun hermanna í Írak Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hófu í dag umræður um fjölgun hermanna í Írak. Þeir segja að almenningur í Bandaríkjunum hafi misst trúna á stríðið á meðan repúblikanar vara við því að grafa undan stríðinu gegn hryðjuverkum. Umræðurnar verða í þrjá daga og snúast þær um tillögu sem gagnrýnir harðlega fjölgun hermanna í Írak. 13.2.2007 22:31
Stjórnvöld í Suður-Afríku skila landi Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa ákveðið að herða róðurinn til þess að bæta efnahag svarta hluta þjóðarinnar. Hluti af þeim áætlunum snýst um að skila landi í eigu hvítra til svartra. 13.2.2007 21:49
Lifði af 3.600 metra fall Fallhlífastökkvari sem féll 3.600 metra til jarðar og lifði það af setti nýverið myndband af atvikinu á internetið. Á myndbandinu sést hvernig hann hrapar nær stjórnlaust til jarðar, og að því er virðist, dauða. 13.2.2007 21:38
Correa fær að halda stjórnarskrárþing Forseti Ekvador, Rafael Correa, vann í dag mikinn sigur á andstæðingum sínum í þinginu. Þingið samþykkti loks beiðni hans um að fá leyfi til þess að endurskrifa stjórnarskrá landsins. Þingið hafði ávallt verið á móti þeim hugmyndum Correa en hann hefur ekki eiginlegan þingflokk á bak við sig. Hann biðlaði þess í stað til almennings sem mótmæli afstöðu þingmanna og í dag samþykkti þingið loks tillögu Correa. 13.2.2007 21:08
Írakar nýta sér tæknina til að komast af Almenningur í Írak er farinn að nota forritið Google Earth til þess að komast hjá ofbeldi í Bagdad. Sumir hafa meira að segja sett upp vefsíður þar sem bent er á hættuleg svæði. 13.2.2007 20:49
Ný stjórn skipuð hjá Ríkisútvarpinu ohf. Ný stjórn Ríkisútvarpsins ohf, hefur verið skipuð. Í henni sitja Kristín Edwald, Páll Magnússon og Ómar Benediktsson, Svanhildur Kaaber og Jón Ásgeir Sigurðsson. Allir flokkar á Alþingi komu að því að skipa í stjórnina, sem er kosin til eins árs. 13.2.2007 20:15
Hof skal húsið heita Menningarhúsið sem nú er í smíðum á Akureyri hefur fengið nafn. Hof skal það heita. Efnt var til opinnar samkeppni um hvað húsið skyldi heita. Í dag var niðurstaðan kunngörð. Þau Aðalbjörg Sigmarsdóttir og Heimir Kristinsson skiluðu bæði inn sama nafni og fengu að launum ársmiða á viðburði hússins. 13.2.2007 20:15