Fleiri fréttir

Utanríkiráðuneytið styrkir verkefni gegn barnahermennsku

Utanríksráðherra hefur ákveðið að styrkja verkefni Rauða krossins vegna baráttunnar gegn barnahermennsku í Síerra Leóne um 10,6 m.kr. Framlagið rennur að hluta til byggingar endurhæfingarathvarfa þar sem börn og ungmenni fá bæði kennslu og sálræna aðstoð vegna afleiðinga borgarastyrjaldarinnar. Sérstök athvörf verða byggð fyrir ungar mæður þar sem þær fá aðstöðu fyrir börn sín meðan þær stunda nám.

Ætlar að deyja með reisn

Þrítug bresk kona berst nú fyrir því að læknar í Bretlandi veiti henni meðferð sem mun draga hana til dauða. Hún þjáist af tveimur alvarlegum sjúkdómum og læknar segja hana ekki lifa út árið. Sjálf segist hún vilja ráða brottfarartíma sínum og deyja með reisn.

Hvalaverndarsinnar mættu ekki

Nær helmingur aðildarþjóða Alþjóðahvalveiðiráðsins situr ekki aukafund þess í Japan. Þar á að reyna að bæta ákvarðanatökuferli innan ráðsins. Á sama tíma harðna átök verndarsinna og japanska flotans í Suður-Íshafi.

Vill að Alþingi fresti breytingum á samkeppnislögum

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vill að Alþingi fresti fram á haust afgreiðslu á frumvarpi til breytinga á samkeppnislögum, sem hann segir ráðast af refsigleði. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra vill ekki fresta málinu en útilokar ekki breytingar á frumvarpinu í meðförum þingsins.

Deilum um sölu Íslenskra aðalverktaka vísað frá dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi kröfu eigenda Trésmiðju Snorra Hjaltasonar og JB byggingafélags um að viðurkennt yrði að útboð vegna sölu á tæplega fjörutíu prósenta hlut ríkisins í íslenskum aðalverktökum væri ólögmætt. Þá var íslenska ríkið sýknað af kröfu stefnenda um skaðabætur.

Þögul mótmælastaða kennara

Svekktir og sárir kennarar efndu til þögullar mótmælastöðu á Lækjartorgi í dag. Kennarar hugleiða uppsögn samninga eftir nítján fundi með launanefnd sveitarfélaga sem engu hafa skilað, segir formaður Félags grunnskólakennara.

Yfirheyrslum enn ólokið

Nú er ljóst yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, lýkur ekki á morgun eins og til stóð. Saksóknari á enn eftir að spyrja út í nokkra ákæruliði og segist þurfa lengri tíma. Eftir hádegi í dag var þriðji kafli ákærunnar til umfjöllunar, nánar tiltekið ákæruliðir 10 til 13. Þeir snúa að meintum bókhaldsbrotum Jóns Ásgeirs og að hluta til Tryggva Jónssonar, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs.

Fæðingarorlofsgreiðslur leiðréttar

Reglugerð um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks hefur verið breytt. Horfið hefur verið frá því að greiðslur úr sjóðnum vegna fyrra fæðingarorlofs verði lagðar til grundvallar við útreikning greiðslna úr sjóðnum í síðara fæðingarorlofi.

al-Kaída að verki í Alsír

Hryðjuverkahópur tengdur al-Kaída hefur lýst ábyrgð á sprengingum í Alsír í dag á hendur sér. Alls sprungu sjö sprengjur í námunda við fjórar lögreglustöðvar. Talið er að sex manns hafi látist og 13 slasast í sprengingunum. Sprengjurnar sprungu samtímis. Sjónvarpsstöðin al-JAzeera skýrði frá þessu í dag.

Bifreið hafnaði á vegg

Litlu munaði þegar þrítug kona missti stjórn á jepplingi í austurborginni síðdegis í dag. Bíllinn fór upp nokkrar tröppur og stöðvaðist á vegg við hliðina á inngang í verslun. Engan sakaði en bíllinn er þó nokkuð skemmdur.

Ólöglegir innflytjendur geta fengið kreditkort

Bank of America er byrjaður að bjóða kreditkort til viðskiptavina sinna sem hafa ekki kennitölu. Undanfarin ár hafa bankar boðið reikninga og jafnvel lán til fólks sem ekki hefur kennitölu . En kreditkort hefur það ekki getað fengið fyrr en nú.

Vestfirðingar fagna jarðgöngum

Bæjarstjórnir Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar fögnuðu í dag ákvörðun samgönguráðherra að ráðast í gerð jarðganga milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar um svonefnda Skarfaskersleið, frá Ósi við Bolungarvík að Skarfaskeri í Hnífsdal.

Kennarar mótmæla launum

Mótmæli á sjötta tug grunnskólakennara fóru friðsamlega fram í miðbæ Reykjavíkur í dag. Kennarar í Fellaskóla efndu til mótmælanna en þeir leggja áherslu á launakjör. Fylkingin gekk frá Lækjartorgi að Austurvelli og Ráðhúsinu.

Írak lokar landamærum sínum

Írakar ætla að loka landamærum sínum við Sýrland og Íran til þess að reyna að koma í veg fyrir þá öldu ofbeldis sem gengið hefur yfir landið að undanförnu. Einnig á að lengja útivistarbann sem hefur ríkt í höfuðborginni á kvöldin. Báðar aðgerðirnar eru hluti af nýju skipulagi Íraka og Bandaríkjamanna sem á að binda endi á ofbeldið í landinu.

Tvö risafyrirtæki hafa áhuga á Alcoa

Breska dagblaðið the Times segir að risafyrirtækin BH Billiton og Rio Tinto séu hvort í sínu lagi að skoða yfirtöku á Alcoa, og talað um kaupverðið í kringum fjörutíu milljarða dollara. Áhugi fyrirtækjanna tveggja skapast af metverði sem nú fæst fyrir ál.

Þjóðin getur tekið í stóriðjubremsuna

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu voru til umræðu á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sagðist vona að málið kæmi til kasta í kosningum: "Þjóðin getur tekið í bremsuna í maí." Steingrímur talaði hart gegn stóriðjuáformum ríkisstjórnarinnar og sagði að þjóðin myndi rísa upp gegn ofnotkun á landinu; "Það þarf ekki að færa þessar fórnir."

Ekki hægt að stöðva Írana

Íranar eiga eftir að geta auðgað nóg af úrani til þess að nota í kjarnorkusprengju og það er lítið hægt að gera til þess að koma í veg fyrir það. Þetta kemur fram í innanhússkýrslu Evrópusambandsins. Financial Times sagði frá þessu á vefsíðu sinni í dag.

Spurningum Gests frestað

Dómari í Baugsmálinu ákvað að fresta spurningum Gests Jónssonar til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar vegna 17. ákæruliðar í Baugsmálinu. Sá liður felur í sér meiri háttar bókhaldsbrot Baugs vegna Kaupþings í Luxemborg á árinu 1999. Þótti Arngrími Ísberg dómara eðlilegt að taka þær spurningar samhliða öðrum ákæruliðum síðar.

Þjóðverjar sammála Putin

Tveir af hverjum þremur Þjóðverjum eru sammála Vladimir Putin, forseta Rússlands, um að Bandaríkjamenn stefni að því að verða allsráðandi í heiminum. Putin lét þessi orð falla á ráðstefnu um öryggismál, í Munchen, um helgina. Þetta er samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir þýska sjónvarpsstöð.

Leikfélag Akureyrar styrkt um 322 milljónir

Akureyrarbær undirritaði í dag samning um styrk til Leikfélags Akureyrar um 322 milljónir á næstu þremur árum. Styrkurinn er hluti af samkomulagi milli Akureyrarbæjar og Menntamálaráðuneytisins um samstarf í menningarmálum. Stefnt er að auknu umfangi í starfsemi leikhússins frá og með árinu 2009 með fjölgun uppsetninga m.a. í nýju menningarhúsi.

Fjórir mánuðir fyrir vörslu amfetamíns

Tuttugu og fjögurra ára gamall karlmaður var dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára. Amfetamínið fannst þegar lögregla gerði húsleit á heimili mannsins og fann tæplega 120 grömm af efninu. Ákærði játaði brotið en hann hefur ekki áður gerst brotlegur við lög.

Hafin yfir eigin lög og reglur

Svo virðist sem Farþegaflutningar Flugmálastjórnar séu að minnsta kosti siðlausir, ef ekki ólöglegir, segir ritstjóri fréttabréfs Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Elmar Gíslason ritstjóri fjallar um málið vegna óhapps sem varð á Reykjavíkurflugvelli nýverið, þegar vél hlekktist á með sex farþega Flugstoða um borð.

Spenna á milli saksóknara og Jóns Ásgeirs í morgun

Hugsanlegt er að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, komi aftur til skýrslutöku í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag þar sem útlit er fyrir að yfirheyrslum yfir honum ljúki ekki á morgun eins og til stóð. Töluverð spenna hefur einkennt samskipti hans og setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar, við yfirheyrslur vegna meintra bókhaldsbrota í morgun.

Fagnar fyrirhuguðum Vaðlaheiðargöngum

Undirbúningsfélag um Vaðlaheiðargöng fagnar því að ríkisvaldið hafi ákveðið viðræður við heimamenn um gerð ganganna. Ljóst er þó að göngin verða ekki tilbúin fyrr en 2011-2012.

HR í Öskjuhlíð

Þrjátíu þúsund fermetra bygging Háskólans í Reykjavík verður risin við rætur Öskjuhlíðar árið 2010. Samningar milli Háskólans, Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur voru undirritaðir nú fyrir hádegi.

„Íranir eru á móti þróun kjarnavopna“

Íranir eru á móti allri þróun kjarnavopna og eru alltaf tilbúnir til viðræðna um kjarnorkuáætlun sína sem er friðsamleg. Þetta sagði Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í morgun.

Geta höfðað skaðabótamál

Mennirnir, sem dvöldust sem drengir á Breiðavík, geta allir höfðað skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu, segir hæstaréttarlögmaður. Hún segir ekki reyna á hvort málin séu fyrnd nema ríkið vilji beita því fyrir sig í vörn sinni.

Ók á ljósastaur á Miklubraut

Töluverðar tafir urðu á umferð á Miklubraut við Lönguhlíð um klukkan tíu í morgun. Fólksbíl var ekið á ljósastaur og loka þurfti veginum á meðan lögregla athafnaði sig á staðnum. Ekki urðu alvarleg slys á fólki og var Miklabrautin opnuð aftur fyrir ellefu.

Á ekki að snúast um allsherjar refsigleði

Forystumenn Samtaka atvinnulífsins gagnrýna harðlega fyrirhugaðar breytingar á samkeppnislögum og segja að refsigleði hafi ráðið för við samningu þeirra. Þá múlbindi frumvarpið forráðamenn samtakanna, þar sem skoðanir þeirra mætti túlka sem óeðlileg afskipti af samkeppni.

Áfallateymi fyrir skjólstæðinga Byrgis og Breiðavíkur

Sett verður á laggirnar sérstakt áfallateymi á Landspítalanum fyrir fyrrum skjólstæðinga Byrgisins auk þess sem mennirnir sem vistaðir voru að Breiðavík sem börn munu fá greitt aðgengi að sálfræðiþjónustu. Þá verður skipuð rannsóknarnefnd sem hefur það hlutverk að kanna barnaheimili sem rekin voru 1950-1980.

Klamydíutilfellum fjölgar

Klamydíutilfellum fjölgaði hér á landi á síðasta ári. Á vef Landlæknisembættisins kemur fram að alls hafi greinst 1729 tilfelli í fyrra en árið 2005 voru þau 1622.

Útilokar ekki frekari frávísun

Arngrímur Ísberg dómari í Baugsmálinu útilokaði ekki frekari frávísun ákæruliða þegar Gestur Jónsson lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar krafðist útskýringa á ákæruatriði. Arngrímur taldi skýrleika lykilinn að því að fækka vitnum á vitnalistanum sem telur rúmlega eitt hundrað manns.

Fjórir fórust í tilræðum í Alsír

Minnst fjórir fórust í sprengjutilræðum við lögreglustöðvar í Alsír í morgun. Ráðist var á þrjár lögreglustöðvar. Á þessu svæði eru átök milli múslimskra skæruliða og öryggissveita algeng og síðast í desember fórust tveir í sjálfsmorðsárás. Talið er líklegt að skæruliðar hafi staðið að árásunum í morgun.

Pólitísk skilaboð send með blóði sakleysingja

Nú er ljóst að minnst þrír fórust og tuttugu til viðbótar særðust í sprengjuárásum á tvær smárútur nærri bænum Bikfaya í Líbanon í morgun. Samkvæmt fregnum fyrr í dag var mannfallið meira en nú vilja líbönsk stjórnvöld ekki staðfesta að fleiri en þrír hafi látist en segja vel mögulegt að talan hækki.

Nýr aðstoðarforstjóri OR

Hjörleifur Kvaran hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og mun starfa við hlið Guðmundar Þóroddssonar forstjóra. Hjörleifur var áður Borgarlögmaður.

Landbúnaðarsafn stofnað á Hvanneyri

Landbúnaðarsafn Íslands verður sett á laggirnar á Hvanneyri fjórtánda febrúar. Að safninu koma Landbúnaðarháskóli Íslands, sveitarfélagið Borgarbyggð og Bændasamtök Íslands.

"Hoppa svo"

Nær einn af hverjum þrem Bretum heldur að konur geti forðast þungun eftir kynmök með því að hoppa upp og niður, strax að þeim loknum. Þetta kom fram í nýrri könnun bresku fjölskylduráðgjafarinnar, sem telur að nauðsynlegt sé að auka kynfræðslu í skólum.

Tölva sem byggir á skammtafræði afhjúpuð á morgun

Kanadíska fyrirtækið D-Wave hefur greint frá því að á morgun muni það sýna fyrstu tölvuna sem byggir á skammtafræði. Tölvur í dag byggjast upp á því að í örgjörvum þeirra eru send merki sem annað hvort tákna 1 eða 0. Tölvur sem byggja á lögmálum skammtafræði senda hins vegar merki sem geta verið 1 og 0 á sama tíma. Það gerir tölvunni kleift að sjá um allt að 64 þúsund útreikninga í einu sem er margfalt meira en tölvur gera í dag.

Sprenging við heimili lögreglumanns upplýst

Lögreglan á Blönduósi hefur upplýst um tildrög sprengingar sem varð við heimili lögreglumanns á Skagaströnd í fyrrinótt. Í dag voru handteknir 2 menn á tvítugsaldri vegna gruns um aðild að sprengingunni. Við yfirheyrslur viðurkenndu þeir verknaðinn.

FBI týndi 160 fartölvum

160 fartölvur, þar af tíu sem innihéldu leynileg gögn, týndust í meðförum starfsmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) frá febrúar 2002 til september 2005. Ein af tölvunum innihélt upplýsingar sem gæti hjálpað fólki að bera kennsl á leyniþjónustumenn. Á sama tíma týndust 160 vopn. FBI gat ennfremur ekki sagt með vissu hvort að 51 af þeim fartölvum sem týndust hefðu innihaldið leynileg gögn.

Tekinn fyrir of hraðan akstur í reynsluakstri

Einn bílstjóri var tekinn fyrir of hraðan akstur við gatnamót Vesturlandsvegs og Suðurlandsvegs klukkan sex í kvöld. Hann var að reynsluaka nýjum Volvo C30 og svo virðist sem hann hafi gleymt sér aðeins. Lögregla mældi hann á 135 kílómetra hraða á klukkustund en hámarkshraði þar sem hann var tekinn var 80 kílómetra hraði. Ökumaðurinn má búast við hárri sekt og hugsanlegri tímabundinni sviptingu ökuleyfis.

Sjá næstu 50 fréttir