Fleiri fréttir Tölvuleikjafíkn vaxandi vandamál Unglingur í Hafnarfirði gekk berseksgang á heimilinu sínu í gærkvöldi af því að foreldrar hans sögðu upp nettengingu og hann gat ekki spilað uppáhalds tölvuleikinn sinn. Lögreglan var kölluð á staðinn og segir að tilfellum af þessu tagi fara fjölgandi. Engin sérstök úrræði eru fyrir tölvuleikjafíkla hér á landi og viðfangsefnið er órannsakað. Ólafur Guðmundsson yfirlæknir á barna og unglingageðdeild landsspítalans telur þörf á rannsóknum en segir um hegðunarvanda að ræða. 1.2.2007 18:53 Fjármunir verði teknir frá hátæknisjúkrahúsi í vegagerð Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, vill að framkvæmdum við hátæknisjúkrahús verði frestað og fjármunirnir settir í staðinn í vegagerð. Stjórnarandstaðan þrýstir á að samgönguáætlun verði lögð fram og að í henni verði gert ráð fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar. 1.2.2007 18:30 Utanríkisráðherra ekki ofboðið af forseta Íslands Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra telur að ekki verði neinir eftirmálar af því að forseti Íslands settist í þróunarráð Indlands, án samráðs við utanríkisráðuneytið, en telur að brýna þurfi samskiptareglur forsetans og ráðuneytisins. Formaður utanríkismálanefndar hefur kallað utanríkisráðherra á fund nefndarinnar vegna forsetans. 1.2.2007 18:30 Ruglingur að matarverð lækki um 16% Ríkisstjórnin hefur horfið frá fullyrðingu sinni um tæplega sextán prósenta lækkun matarverðs. Búist er við að matarverð lækki um níu til ellefu prósent. Samræmdar aðgerðir ýmissa aðila eiga að sjá til þess að lækkun matarverðs nái fram að ganga. 1.2.2007 18:30 Tap fyrir Rússum Íslenska landsliðið tapaði í kvöld fyrir Rússum 28-25 og leika því um 7. sætið á HM í handbolta. Rússar höfðu yfir í leikhléi 16-14, en íslenska liðið komst í fyrsta sinn yfir um miðjan síðari hálfleik. Eftir það tóku Rússar öll völd og tryggðu sér sigurinn með því að breyta stöðunni úr 22-24 í 27-22 sér í hag. 1.2.2007 18:25 Evrópuþingið vill alþjóðlegt bann við dauðarefsingum Evrópuþingið studdi í dag tillögu Sameinuðu þjóðanna um að banna dauðarefsingar um allan heim. Á sama tíma fordæmdi það aftöku Saddams Hússein, fyrrum einræðisherra í Írak. Tillagan var samþykkt með 591 atkvæði gegn 45. Í henni sagði að farsælast væri ef Sameinuðu þjóðirnar beittu sér fyrir því að koma á alþjóðlegu banni við dauðarefsingum. 1.2.2007 18:17 Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann nauðgaði konu í heimahúsi í Reykjavík sl haust og hafði hún nokkra áverka af. Maðurinn, sem er með hreinan sakaferil, neitaði allri sök, en framburður konunnar og vitna þótti hins vegar trúverðugur. 1.2.2007 17:37 3 mánaða fangelsi vegna umferðarlagabrota Ung kona var í dag dæmd í Hæstarétti í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa tívegis ekið án ökuréttinda. Í annað skiptið var hún undir áhrifum áfengis. Þyngd dómsins er tilkomin vegna fyrri dóma um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda. 1.2.2007 17:15 Nauðgaði stúlku á tjaldsvæðinu á Laugarvatni Tuttugu og sex ára karlmaður var í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir nauðgun. Maðurinn nauðgaði stúlku í bifreið á tjaldsvæðinu á Laugarvatni í júlí 2004 en stúlkan gat ekki spornað við sökum ölvunar og svefndrunga. 1.2.2007 16:56 Eins árs fangelsi fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í eins árs fangelsi fyrir kynferðisbort gegn konu á veitingastað fyrir þremur árum. Hann var ákærður fyrir að hafa haft og reynt að hafa mök við konuna gegn vilja hennar með því að klippa göt á buxur hennar og sokkabuxur á meðan hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga eins og segir í dómnum. 1.2.2007 16:49 Fimmtugur maður dæmdur fyrir að misnota stúlkur Tæplega fimmtugur karlmaður var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti Íslands í dag fyrir vörslu barnakláms og fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum stúlkum. 1.2.2007 16:38 Kanar litlir og feitir 1.2.2007 16:34 Tollar á ónegld dekk verði felld niður Niðurfelling tolla á ónegld dekk og aukin kynning á þeim er meðal þess sem starfshópur umhverfisráðuneytisins leggur til sem mögulegar leiðir til úrbóta vegna svifryksmengurnar á höfuðborgarsvæðinu. Tillögurnar voru kynntar á blaðamannafundi umhverfisráðherra á Akureyri í dag. 1.2.2007 16:31 Risa e-töflu smygl 1.2.2007 16:21 Palestínumenn berjast enn Lítið hald virtist vera í vopnahléi milli Palestínumanna, í dag. Fjórir Fatah liðar létu lífið þegar byssumenn Hamas hreyfingarinnar réðust á bílalest sem þeir sögðu að væri að flytja vopn til lífvarðarsveitar Mahmouds Abbas, forseta, á Gaza ströndinn i. Fatah segir að sjúkragögn hafi verið í bílunum. 1.2.2007 16:09 Eldur í húsi í Keflavík Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldi sem logaði glatt á efri hæð hús við Kirkjuteig í Keflavík. Brunavarnir Suðurnesja voru á fjórða tímanum kallaðar út vegna eldsins sem þá logaði út um glugga. Enginn var í húsinu þegar eldsins varð vart. Slökkviðliðsmenn eru nú að slökkva í glæðum. 1.2.2007 16:04 Fólk hvatt til að slökkva ljósin í kvöld vegna loftslagsbreytinga Íbúar í heiminum öllum eru hvattir til að slökkva á öllum ljósum og rafmagnstækjum í fimm mínútur í kvöld í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. 1.2.2007 15:59 Karadzic sagður í Rússlandi Dagblað í Bosníu segir að Radovan Karadzic, sem er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi, sé í felum í Rússlandi. Blaðið segist hafa þetta eftir heimildarmönnum innan bosnisku leyniþjónustunnar, sem hafi hlerað millilandasímtöl. Rússar segjast ekkert vita um dvalarstað Serbans. 1.2.2007 15:46 Danskur þingmaður fer frá vinstri til hægri Karen Jespersen, þingmaður í Danmörku, tilkynnti í dag að hún myndi ekki skipta aftur um flokk en hún gekk í nóvember til liðs við borgaraflokkinn Venstre frá Jafnaðarmannaflokknum. Þar áður hafði hún verið yst á vinstri kantinum Í Vinstrisósíalistaflokknum. 1.2.2007 15:45 Fleiri svartir deyja úr krabba 1.2.2007 15:24 Rannsóknaðferðir eins og í lögregluríkjum Félag íslenskra stórkaupmanna mótmælir því harðlega að Samkeppnieftirlitið hvetji starfsfólk fyrirtækja sem vinni við framleiðslu, dreifingu og sölu á matvörum til að tilkynna um hugsanleg brot á samkeppnislögum og segir slíkar rannsóknaraðferðir aðeins tíðkast í lögregluríkjum. 1.2.2007 15:14 Límdu fyrir munn kornabarna 1.2.2007 15:04 Fangaverðir ósáttir við þvinganir Fangaverðir eru ósáttir við að þvinga eigi þá til að vinna hálfu ári lengur en venjubundinn uppsagnarfrestur gerir ráð fyrir. Um helmingur fangavarða hefur sagt upp stöfum og hyggst Fangelsismálastofnun nýta sér lagaheimild til að lengja uppsagnarfrest þeirra haldi þeir uppsögnum sínum til streitu. 1.2.2007 14:49 Okkur að kenna 1.2.2007 14:39 Rangt greint frá meðaltalssölu Morgunblaðsins Upplagseftirlit Viðskiptaráðs Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að mistök hafi átt sér stað þegar tilkynning var send út í gær. Þar var sagt að í júlí til desember 2005 hefði meðaltalssala Morgunblaðsins verið 52.321 eintök en hið rétta sé að þau voru 50.312. Biðst Upplagseftirlitið velvirðingar á þessum mistökum. 1.2.2007 14:33 200 kílómetra trjágöng Yfirvöld í Portúgal hafa ákveðið að ryðja 200 kílómetra löng og þriggja kílómetra breið göng í skógum sínum til þess að reyna að stöðva útbreiðslu illvígs trjáorms sem fyrst varð vart við árið 1999. Ormurinn fjölgar sér í bolum trjánna og drepur þau með því að hindra að þau nái í vatn. 1.2.2007 14:26 Lögregla leitar enn 16 ára stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir sextán ára stúlku, Sigríði Hugrúnu Sigurðardóttur en síðast sást til hennar í Fossvogi laugardaginn 27. janúar. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að Sigríður Hugrún glími við veikindi og þurfi að taka lyf af þeim sökum. 1.2.2007 14:22 ASÍ, Neytendastofa og Neytendasamtök fylgjast með matarverði Viðskiptaráðherra hefur gert samkomulag við Alþýðusamband Íslands, Neytendasamtökin og Neytendastofu um um að fylgjast með því hvaða áhrif aðgerðir ríkisstjórnarinnar til lækkunar á matvælaverði hafi. 1.2.2007 14:15 Atvinnuástand á Vestfjörðum gott þrátt fyrir stórt gjaldþrot Langfæstir eru á atvinnuleysisskrá á Vestfjörðum um þessar mundir á landinu eftir því sem segir á vef svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða. Þar er bent að þrátt fyrir allstórt gjaldþrot hjá trésmíðaverkstæði Ágústs og Flosa á Ísafirði þar sem um 30 manns unnu sé atvinnuástandið almennt gott á Vestfjörðum og mikil eftirspurn eftir iðnaðarmönnum. 1.2.2007 14:06 Slær út í fyrir Jacques Chirac Samskipti Jacques Chiracs, forseta Frakklands, við þrjá alþjóðlega fjölmiðla hafa vakið spurningar um hvort farið sé að slá út í fyrir forsetanum. Síðastliðinn mánudag veitti hann viðtal blaðamönnum frá New York Times, International Herald Tribune og Le Nouvel Observateur. 1.2.2007 13:30 Skilorðsbundinn dómur og sekt fyrir skattsvik Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að skjóta undan virðisaukaskatti, greiða ekki opinber gjöld og fyrir bókhaldsbrot. 1.2.2007 13:15 Engin ástæða til þess að myrða Litvinenko -Putin Forseti Rússlands segir að njósnarinn fyrrverandi Alexander Litvinenko hafi ekki haft neina ástæðu til þess að flýja land. Hann hafi ekki vitað um nein opinber leyndarmál, og engin hætta að honum steðjað. Litvinenko sakaði forsetann um að hafa fyrirskipað morðið á sér. 1.2.2007 13:15 Vara Írana við afskiptum Bandarísk stjórnvöld hafa varað Írana við að aðstoða íraska uppreisnarmenn í baráttu þeirra gegn erlenda setuliðinu. Landamærum Íraks að Sýrlandi og Íran var lokað í morgun. 1.2.2007 13:05 Bandaríkjamenn vopna Afgana Bandaríkjamenn afhentu í dag afganska hernum þúsundir vopna og hundruð farartækja, til þess að styrkja hann í baráttunni við talibana. Þetta er þó aðeins toppurinn á ísjakanum því á næstu tveimur árum ætla Bandaríkjamenn að verja tæpum níu milljörðum dollara í að byggja upp öryggissveitir landsins. 1.2.2007 13:00 Eyjamenn ósáttir við hækkun á fargjöldum Herjólfs Um fimm hundruð manns mótmæltu hækkunum á far- og farmgjöldum Herjólfs á Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum. Gjöldin hækka að meðaltali um ellefu og hálft prósent. 1.2.2007 13:00 Dæla beint í flugvélar frá Helguvík Öllum flutningum á þotueldsneyti um höfuðborgarsvæðið og Reykjanesbraut til Keflavíkurflugvallar verður hætt eftir að Esso tók við eldsneytissölunni á Keflavíkurflugvelli á miðnætti. Þess í stað verður því dælt frá olíuhöfninni í Helguvík og beint á flugvélarnar. 1.2.2007 12:45 Hafa heimild til að lengja uppsagnarfrest fangavarða Fangelsismálastofnun hyggst nýta sér lagaheimild til að lengja uppsagnarfrest fangavarða um sex mánuði haldi þeir uppsögnum sínum til streitu. Um fjörutíu uppsagnarbréf hafa borist stofnuninni. 1.2.2007 12:30 Frakkar drepa í Blátt bann við reykingum á öllum vinnustöðum tók gildi í Frakklandi í dag. Fólk sem kveikir sér í sígarettu á flugvöllum, lestarstöðvum og hvers kyns vinnustöðum á nú yfir höfði sér háa sekt. Veitingahús og barir hafa frest fram í desember til að koma á aljgöru reykingabanni. 1.2.2007 12:28 Tillaga að spurningu vegna kosningar um stækkun Alcan lögð fram Tillaga um orðalag spurningar vegna íbúakosningar í Hafnarfirði í tengslum við stækkun álvers Alcan í Straumsvík var lögð fram á bæjarráðsfundi í Hafnarfirði í dag. 1.2.2007 12:24 Stjórnarandstaðan að springa á biðinni Samgönguráðherra vildi ekki upplýsa það á Alþingi í morgun hvenær von væri á samgönguáætlun til umræðna á þinginu. Mikill hiti var í umræðunni og snupraði forseti þingsins einn þingmann fyrir brot á þingsköpum í ræðu sinni. 1.2.2007 12:07 Boðið upp á námskeið við tölvufíkn Fjórtán ára unglingur trylltist í gærkvöldi þegar foreldrar hans létu aftengja Netið svo hann gæti ekki haldið áfram í tölvuleik, sem hafði heltekið hann. Hafin eru námskeið í Reykjavík til að koma vaxandi fjölda tölvufíkla til hjálpar. 1.2.2007 12:02 Kominn til meðvitundar eftir snjóflóð Maðurinn sem slasaðist í snjóflóði í Hlíðarfjalli á dögunum er kominn til meðvitundar. Hann er á batavegi að sögn læknis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri en of snemmt er að segja til um hvort hann nær fullum bata. 1.2.2007 11:55 Kostnaður vegna Wilson Muuga þegar orðinn nærri 50 milljónir Kostnaður Umhverfisstofnunar vegna strands flutningaskipsins Wilson Muuga er nú þegar kominn í tæpar 48 milljónir króna en útgerð og tryggingafélag skipsins hafa lýst því yfir að þau muni ekki greiða meira en rúmar 70 milljónir króna fyrir hreinsun á strandstað. 1.2.2007 11:52 Stórauka umferðarlöggæslu á næstu tveimur árum Samgönguráðuneytið og Ríkislögreglustjóri undirrituðu í dag samstarfssamning um að stórauka umferðarlöggæslu á næstur tveimur árum. Verða 218 milljónir króna veittar til aukins eftirlits á tímabilinu. 1.2.2007 11:48 Tony Blair yfirheyrður Breska lögreglan yfirheyrði Tony Blair forsætisráðherra í annað sinn í morgun vegna rannsóknar á fjármálum og fjármögnun stjórnmálaflokka. Þetta upplýsti talsmaður forsætisráðherrans í morgun. Hann sagði ennfremur að Blair hafi réttarstöðu vitnis í málinu. Blair var áður yfirheyrður um sama mál í byrjun desember. 1.2.2007 11:35 Sjá næstu 50 fréttir
Tölvuleikjafíkn vaxandi vandamál Unglingur í Hafnarfirði gekk berseksgang á heimilinu sínu í gærkvöldi af því að foreldrar hans sögðu upp nettengingu og hann gat ekki spilað uppáhalds tölvuleikinn sinn. Lögreglan var kölluð á staðinn og segir að tilfellum af þessu tagi fara fjölgandi. Engin sérstök úrræði eru fyrir tölvuleikjafíkla hér á landi og viðfangsefnið er órannsakað. Ólafur Guðmundsson yfirlæknir á barna og unglingageðdeild landsspítalans telur þörf á rannsóknum en segir um hegðunarvanda að ræða. 1.2.2007 18:53
Fjármunir verði teknir frá hátæknisjúkrahúsi í vegagerð Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, vill að framkvæmdum við hátæknisjúkrahús verði frestað og fjármunirnir settir í staðinn í vegagerð. Stjórnarandstaðan þrýstir á að samgönguáætlun verði lögð fram og að í henni verði gert ráð fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar. 1.2.2007 18:30
Utanríkisráðherra ekki ofboðið af forseta Íslands Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra telur að ekki verði neinir eftirmálar af því að forseti Íslands settist í þróunarráð Indlands, án samráðs við utanríkisráðuneytið, en telur að brýna þurfi samskiptareglur forsetans og ráðuneytisins. Formaður utanríkismálanefndar hefur kallað utanríkisráðherra á fund nefndarinnar vegna forsetans. 1.2.2007 18:30
Ruglingur að matarverð lækki um 16% Ríkisstjórnin hefur horfið frá fullyrðingu sinni um tæplega sextán prósenta lækkun matarverðs. Búist er við að matarverð lækki um níu til ellefu prósent. Samræmdar aðgerðir ýmissa aðila eiga að sjá til þess að lækkun matarverðs nái fram að ganga. 1.2.2007 18:30
Tap fyrir Rússum Íslenska landsliðið tapaði í kvöld fyrir Rússum 28-25 og leika því um 7. sætið á HM í handbolta. Rússar höfðu yfir í leikhléi 16-14, en íslenska liðið komst í fyrsta sinn yfir um miðjan síðari hálfleik. Eftir það tóku Rússar öll völd og tryggðu sér sigurinn með því að breyta stöðunni úr 22-24 í 27-22 sér í hag. 1.2.2007 18:25
Evrópuþingið vill alþjóðlegt bann við dauðarefsingum Evrópuþingið studdi í dag tillögu Sameinuðu þjóðanna um að banna dauðarefsingar um allan heim. Á sama tíma fordæmdi það aftöku Saddams Hússein, fyrrum einræðisherra í Írak. Tillagan var samþykkt með 591 atkvæði gegn 45. Í henni sagði að farsælast væri ef Sameinuðu þjóðirnar beittu sér fyrir því að koma á alþjóðlegu banni við dauðarefsingum. 1.2.2007 18:17
Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann nauðgaði konu í heimahúsi í Reykjavík sl haust og hafði hún nokkra áverka af. Maðurinn, sem er með hreinan sakaferil, neitaði allri sök, en framburður konunnar og vitna þótti hins vegar trúverðugur. 1.2.2007 17:37
3 mánaða fangelsi vegna umferðarlagabrota Ung kona var í dag dæmd í Hæstarétti í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa tívegis ekið án ökuréttinda. Í annað skiptið var hún undir áhrifum áfengis. Þyngd dómsins er tilkomin vegna fyrri dóma um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda. 1.2.2007 17:15
Nauðgaði stúlku á tjaldsvæðinu á Laugarvatni Tuttugu og sex ára karlmaður var í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir nauðgun. Maðurinn nauðgaði stúlku í bifreið á tjaldsvæðinu á Laugarvatni í júlí 2004 en stúlkan gat ekki spornað við sökum ölvunar og svefndrunga. 1.2.2007 16:56
Eins árs fangelsi fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í eins árs fangelsi fyrir kynferðisbort gegn konu á veitingastað fyrir þremur árum. Hann var ákærður fyrir að hafa haft og reynt að hafa mök við konuna gegn vilja hennar með því að klippa göt á buxur hennar og sokkabuxur á meðan hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga eins og segir í dómnum. 1.2.2007 16:49
Fimmtugur maður dæmdur fyrir að misnota stúlkur Tæplega fimmtugur karlmaður var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti Íslands í dag fyrir vörslu barnakláms og fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum stúlkum. 1.2.2007 16:38
Tollar á ónegld dekk verði felld niður Niðurfelling tolla á ónegld dekk og aukin kynning á þeim er meðal þess sem starfshópur umhverfisráðuneytisins leggur til sem mögulegar leiðir til úrbóta vegna svifryksmengurnar á höfuðborgarsvæðinu. Tillögurnar voru kynntar á blaðamannafundi umhverfisráðherra á Akureyri í dag. 1.2.2007 16:31
Palestínumenn berjast enn Lítið hald virtist vera í vopnahléi milli Palestínumanna, í dag. Fjórir Fatah liðar létu lífið þegar byssumenn Hamas hreyfingarinnar réðust á bílalest sem þeir sögðu að væri að flytja vopn til lífvarðarsveitar Mahmouds Abbas, forseta, á Gaza ströndinn i. Fatah segir að sjúkragögn hafi verið í bílunum. 1.2.2007 16:09
Eldur í húsi í Keflavík Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldi sem logaði glatt á efri hæð hús við Kirkjuteig í Keflavík. Brunavarnir Suðurnesja voru á fjórða tímanum kallaðar út vegna eldsins sem þá logaði út um glugga. Enginn var í húsinu þegar eldsins varð vart. Slökkviðliðsmenn eru nú að slökkva í glæðum. 1.2.2007 16:04
Fólk hvatt til að slökkva ljósin í kvöld vegna loftslagsbreytinga Íbúar í heiminum öllum eru hvattir til að slökkva á öllum ljósum og rafmagnstækjum í fimm mínútur í kvöld í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. 1.2.2007 15:59
Karadzic sagður í Rússlandi Dagblað í Bosníu segir að Radovan Karadzic, sem er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi, sé í felum í Rússlandi. Blaðið segist hafa þetta eftir heimildarmönnum innan bosnisku leyniþjónustunnar, sem hafi hlerað millilandasímtöl. Rússar segjast ekkert vita um dvalarstað Serbans. 1.2.2007 15:46
Danskur þingmaður fer frá vinstri til hægri Karen Jespersen, þingmaður í Danmörku, tilkynnti í dag að hún myndi ekki skipta aftur um flokk en hún gekk í nóvember til liðs við borgaraflokkinn Venstre frá Jafnaðarmannaflokknum. Þar áður hafði hún verið yst á vinstri kantinum Í Vinstrisósíalistaflokknum. 1.2.2007 15:45
Rannsóknaðferðir eins og í lögregluríkjum Félag íslenskra stórkaupmanna mótmælir því harðlega að Samkeppnieftirlitið hvetji starfsfólk fyrirtækja sem vinni við framleiðslu, dreifingu og sölu á matvörum til að tilkynna um hugsanleg brot á samkeppnislögum og segir slíkar rannsóknaraðferðir aðeins tíðkast í lögregluríkjum. 1.2.2007 15:14
Fangaverðir ósáttir við þvinganir Fangaverðir eru ósáttir við að þvinga eigi þá til að vinna hálfu ári lengur en venjubundinn uppsagnarfrestur gerir ráð fyrir. Um helmingur fangavarða hefur sagt upp stöfum og hyggst Fangelsismálastofnun nýta sér lagaheimild til að lengja uppsagnarfrest þeirra haldi þeir uppsögnum sínum til streitu. 1.2.2007 14:49
Rangt greint frá meðaltalssölu Morgunblaðsins Upplagseftirlit Viðskiptaráðs Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að mistök hafi átt sér stað þegar tilkynning var send út í gær. Þar var sagt að í júlí til desember 2005 hefði meðaltalssala Morgunblaðsins verið 52.321 eintök en hið rétta sé að þau voru 50.312. Biðst Upplagseftirlitið velvirðingar á þessum mistökum. 1.2.2007 14:33
200 kílómetra trjágöng Yfirvöld í Portúgal hafa ákveðið að ryðja 200 kílómetra löng og þriggja kílómetra breið göng í skógum sínum til þess að reyna að stöðva útbreiðslu illvígs trjáorms sem fyrst varð vart við árið 1999. Ormurinn fjölgar sér í bolum trjánna og drepur þau með því að hindra að þau nái í vatn. 1.2.2007 14:26
Lögregla leitar enn 16 ára stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir sextán ára stúlku, Sigríði Hugrúnu Sigurðardóttur en síðast sást til hennar í Fossvogi laugardaginn 27. janúar. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að Sigríður Hugrún glími við veikindi og þurfi að taka lyf af þeim sökum. 1.2.2007 14:22
ASÍ, Neytendastofa og Neytendasamtök fylgjast með matarverði Viðskiptaráðherra hefur gert samkomulag við Alþýðusamband Íslands, Neytendasamtökin og Neytendastofu um um að fylgjast með því hvaða áhrif aðgerðir ríkisstjórnarinnar til lækkunar á matvælaverði hafi. 1.2.2007 14:15
Atvinnuástand á Vestfjörðum gott þrátt fyrir stórt gjaldþrot Langfæstir eru á atvinnuleysisskrá á Vestfjörðum um þessar mundir á landinu eftir því sem segir á vef svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða. Þar er bent að þrátt fyrir allstórt gjaldþrot hjá trésmíðaverkstæði Ágústs og Flosa á Ísafirði þar sem um 30 manns unnu sé atvinnuástandið almennt gott á Vestfjörðum og mikil eftirspurn eftir iðnaðarmönnum. 1.2.2007 14:06
Slær út í fyrir Jacques Chirac Samskipti Jacques Chiracs, forseta Frakklands, við þrjá alþjóðlega fjölmiðla hafa vakið spurningar um hvort farið sé að slá út í fyrir forsetanum. Síðastliðinn mánudag veitti hann viðtal blaðamönnum frá New York Times, International Herald Tribune og Le Nouvel Observateur. 1.2.2007 13:30
Skilorðsbundinn dómur og sekt fyrir skattsvik Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að skjóta undan virðisaukaskatti, greiða ekki opinber gjöld og fyrir bókhaldsbrot. 1.2.2007 13:15
Engin ástæða til þess að myrða Litvinenko -Putin Forseti Rússlands segir að njósnarinn fyrrverandi Alexander Litvinenko hafi ekki haft neina ástæðu til þess að flýja land. Hann hafi ekki vitað um nein opinber leyndarmál, og engin hætta að honum steðjað. Litvinenko sakaði forsetann um að hafa fyrirskipað morðið á sér. 1.2.2007 13:15
Vara Írana við afskiptum Bandarísk stjórnvöld hafa varað Írana við að aðstoða íraska uppreisnarmenn í baráttu þeirra gegn erlenda setuliðinu. Landamærum Íraks að Sýrlandi og Íran var lokað í morgun. 1.2.2007 13:05
Bandaríkjamenn vopna Afgana Bandaríkjamenn afhentu í dag afganska hernum þúsundir vopna og hundruð farartækja, til þess að styrkja hann í baráttunni við talibana. Þetta er þó aðeins toppurinn á ísjakanum því á næstu tveimur árum ætla Bandaríkjamenn að verja tæpum níu milljörðum dollara í að byggja upp öryggissveitir landsins. 1.2.2007 13:00
Eyjamenn ósáttir við hækkun á fargjöldum Herjólfs Um fimm hundruð manns mótmæltu hækkunum á far- og farmgjöldum Herjólfs á Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum. Gjöldin hækka að meðaltali um ellefu og hálft prósent. 1.2.2007 13:00
Dæla beint í flugvélar frá Helguvík Öllum flutningum á þotueldsneyti um höfuðborgarsvæðið og Reykjanesbraut til Keflavíkurflugvallar verður hætt eftir að Esso tók við eldsneytissölunni á Keflavíkurflugvelli á miðnætti. Þess í stað verður því dælt frá olíuhöfninni í Helguvík og beint á flugvélarnar. 1.2.2007 12:45
Hafa heimild til að lengja uppsagnarfrest fangavarða Fangelsismálastofnun hyggst nýta sér lagaheimild til að lengja uppsagnarfrest fangavarða um sex mánuði haldi þeir uppsögnum sínum til streitu. Um fjörutíu uppsagnarbréf hafa borist stofnuninni. 1.2.2007 12:30
Frakkar drepa í Blátt bann við reykingum á öllum vinnustöðum tók gildi í Frakklandi í dag. Fólk sem kveikir sér í sígarettu á flugvöllum, lestarstöðvum og hvers kyns vinnustöðum á nú yfir höfði sér háa sekt. Veitingahús og barir hafa frest fram í desember til að koma á aljgöru reykingabanni. 1.2.2007 12:28
Tillaga að spurningu vegna kosningar um stækkun Alcan lögð fram Tillaga um orðalag spurningar vegna íbúakosningar í Hafnarfirði í tengslum við stækkun álvers Alcan í Straumsvík var lögð fram á bæjarráðsfundi í Hafnarfirði í dag. 1.2.2007 12:24
Stjórnarandstaðan að springa á biðinni Samgönguráðherra vildi ekki upplýsa það á Alþingi í morgun hvenær von væri á samgönguáætlun til umræðna á þinginu. Mikill hiti var í umræðunni og snupraði forseti þingsins einn þingmann fyrir brot á þingsköpum í ræðu sinni. 1.2.2007 12:07
Boðið upp á námskeið við tölvufíkn Fjórtán ára unglingur trylltist í gærkvöldi þegar foreldrar hans létu aftengja Netið svo hann gæti ekki haldið áfram í tölvuleik, sem hafði heltekið hann. Hafin eru námskeið í Reykjavík til að koma vaxandi fjölda tölvufíkla til hjálpar. 1.2.2007 12:02
Kominn til meðvitundar eftir snjóflóð Maðurinn sem slasaðist í snjóflóði í Hlíðarfjalli á dögunum er kominn til meðvitundar. Hann er á batavegi að sögn læknis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri en of snemmt er að segja til um hvort hann nær fullum bata. 1.2.2007 11:55
Kostnaður vegna Wilson Muuga þegar orðinn nærri 50 milljónir Kostnaður Umhverfisstofnunar vegna strands flutningaskipsins Wilson Muuga er nú þegar kominn í tæpar 48 milljónir króna en útgerð og tryggingafélag skipsins hafa lýst því yfir að þau muni ekki greiða meira en rúmar 70 milljónir króna fyrir hreinsun á strandstað. 1.2.2007 11:52
Stórauka umferðarlöggæslu á næstu tveimur árum Samgönguráðuneytið og Ríkislögreglustjóri undirrituðu í dag samstarfssamning um að stórauka umferðarlöggæslu á næstur tveimur árum. Verða 218 milljónir króna veittar til aukins eftirlits á tímabilinu. 1.2.2007 11:48
Tony Blair yfirheyrður Breska lögreglan yfirheyrði Tony Blair forsætisráðherra í annað sinn í morgun vegna rannsóknar á fjármálum og fjármögnun stjórnmálaflokka. Þetta upplýsti talsmaður forsætisráðherrans í morgun. Hann sagði ennfremur að Blair hafi réttarstöðu vitnis í málinu. Blair var áður yfirheyrður um sama mál í byrjun desember. 1.2.2007 11:35