Fleiri fréttir

Slökkvilið kallað að Kaplahrauni

Allir tiltækir bílar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru kallaðir að gamalli fiskvinnslustöð í Kaplahrauni í Hafnarfirði upp úr fimm í dag. Mikill reykur barst frá húsinu en verkefnið var fljótafgreitt. Eldur var laus í nokkrum fiskikerum sem stóðu fyrir utan húsið og slökkti fyrsti bíllinn sem kom á vettvang fljótt og vel í þeim.

Stjórnarandstaðan hótar málþófi alla næstu viku

Stjórnarandstaðan á Alþingi hótar því að taka alla næstu viku undir umræður um Ríkisútvarpsfrumvarpið eftir að stjórnarmeirihlutinn hafnaði boði um að fresta gildistöku laganna fram yfir þingkosningar. Stjórnarþingmenn segja að Alþingi sé haldið í gíslingu með grímulausu málþófi.

Gæsluvarðahald staðfest yfir meintum barnaníðingi

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa reynt að lokka stúlkubörn upp í bíl sinn. Grunur leikur á að maðurinn hafi reynt að koma fram vilja sínum við fimm ára gamla stúlku. Maðurinn hefur neitað sök.

Engar umræður á Alþingi um helgina

Þingfundi verður slitið klukkan fimm í dag eftir miklar umræður um frumvarp um Ríkisútvarpið síðustu vikuna. Þing hittist ekki aftur fyrr en á mánudaginn. Þingmenn hafa margir hverjir í öðru að snúast um helgina. Prófkjör Framsóknarmanna verður í Suðurkjördæmi auk þess sem kjördæmisráð funda á tveimur stöðum.

Ástæða fiskidauða súrefnisskortur

Niðurstöður rannsókna starfsmanna Hafrannsóknarstofnunar benda til þess að ástæða fiskidauða í Grundarfirði í síðustu viku hafi verið súrefnisskortur.

Ekkert fækkað í breskum hersveitum í Írak

Yfirmaður breska heraflans í Írak segir að liðsafli Breta í landinu verði óbreyttur að minnsta kosti þetta ár, og vel hugsanlega fram í 2008. Þetta er á skjön við fréttir breskra fjölmiðla um að ætlunin sé að fækka breskum hermönnum um nær 3000 fyrir maílok.

Ísraelar skila skattfé

Ísaraelar hafa afhent Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, 100 milljónir dollara eða um sjö milljarða króna af skattfé sem Palestínumenn eiga með réttu. Ísraelar innheimta skatta fyrir Palestínumenn, en hættu að gera skil á þeim þegar Hamas tók við völdum á heimastjórnarsvæðunum, og Bandaríkin og Evrópusambandið hættu að styrkja heimastjórnina.

Ók ölvaður á umferðaljós og stöðumæli

Óvenju margir voru stöðvaðir ölvaðir undir stýri síðasta sólahring á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru níu teknir á þessum tíma, þar af voru fimm í Reykjavík, þrír í Hafnarfirði og einn í Garðabæ.

Neytendasamtökin fagna dómi Hæstaréttar

Neytendasamtökin fagna niðurstöðu Hæstaréttar Íslands um að héraðsdómi beri að taka til meðferðar kröfu Sigurðar Hreinssonar, húsasmiðs á Húsavík, um bætur frá Keri, fyrrverandi eiganda Esso, vegna meints olíusamráðs. Hæstiréttur felldi úrskurð sinn í málinu í gær.

Fáfróðir um helförina

Meira en fjórðungur ungra Breta veit ekki hvort helför Gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni átti sér stað. Leiðtogum Gyðinga er brugðið við þetta. Þeir geta þó huggað sig við að aðeins eitt prósent telur helförina vera sögusögn. Fjórir af hverjum fimm voru líka hlynntir því að helfararinnar yrði minnst á árlegum minningardegi.

Fáir í þingsal meðan rætt er um RÚV-frumvarpið

Umræður standa enn yfir um frumvarp um hlutafélagavæðingur Ríkisútvarpsins. Þingfundur stóð fram á nótt í gær þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu um frumvarpið. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa skaða þá um málþóf en á meðan Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hélt ræðu í dag var salurinn næstum mannlaus.

Strætó hækkar fargjaldið

Fargjöld í strætó hækka að jafnaði um 10% á mánudaginn 22. janúar. Minnst hækkar gjaldið fyrir aldraða og öryrkja eða um 6,7%.

Atlantsolía lækkar líka verð

Atlantsolía hefur lækkað verð á eldsneyti en ESSO lækkað verð hjá sér í morgun. Verð á bensíni hjá Atlantsolíu lækkar um fimmtíu aura og er nú 109,40 krónur. Verð á dísel lækkar um eina krónu og er nú 111 krónur.

Ölvun á dansleik framhaldsskólanema

Talsverð ölvun var á tveimur skóladansleikjum framhaldsskólanema í Reykjavík í gærkvöld. Lögregla segir að hringja hafi þurft í forelda og forráðamenn á þriðja tug ungmenna undir 18 ára aldri til að gera þeim að sækja börn sín sem voru drukkin.

Flestir smituðust af salmonellu á Spáni eða í Búlgaríu

Langflestir þeirra íslensku ferðamanna sem smituðust erlendis af salmonellu á síðasta ári smituðust á Spáni eða í Búlgaríu. Árið 2006 voru 108 einstaklingar greindir með salmonellu á Landspítala-Háskólasjúkrahús.

Þurftu ekki að þrífa

Bandaríkjamenn höfðu tryggt það strax árið 1951, fyrir 55 árum, að þeir þyrftu ekki að hreinsa upp eftir Varnarliðið þegar það færi af landi brott. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem birt voru í gærkvöldi.

Samtök atvinnulífsins ósátt við ákvörðun Háskóla Íslands

Samtök atvinnulífsins eru ósátt við þá ákvörðun Háskóla Íslands að synja Ágústi Einarssyni, nýráðnum rektor Háskólans á Bifröst, um launalaust leyfi í þrjú ár. Samtökin eru meðal aðstandenda Háskólans á Bifröst og tilnefna tvo af stjórnarmönnum skólans.

Flug milli Akureyrar og Keflavíkur

Flug milli Akureyrar og Keflavíkur hefst í sumar. Þar með geta Norðlendingar nýtt sér millilandaflug Icelandair á morgnana. Það mun kosta Norðlendinga um átta þúsund krónur aukalega að fljúga í gegnum Keflavík fram og til baka.

Umhverfisráðherra fundar með Strætó

Umhverfisráðuneytið hefur átt fund með fulltrúum Strætós bs. um hugsanlega þátttöku ríkisins í kostnaði við rekstur almenningssamgangna. Þetta kemur fram í svari Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra við fyrirspurn Björns Inga Hrafnssonar, varaþingmanns Framsóknarfloksins.

Sælueyjan frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld

Sælueyjan verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Sælueyjan er verk sænska leikskáldsins Jacobs Hirdwall og fjallar um stórar spurningar sem varða okkur öll, samkvæmt upplýsingum frá leikhúsinu.

ESSO lækkar verð á eldsneyti

ESSO hefur ákveðið að lækka verð á öllum eldsneytistegundum. Lækkar lítrinn af bensíni um fimmtíu aura en dísil-, gas-, flota- og svartolía lækkar um eina krónu. Fram kemur í tilkynningu frá ESSO að þetta sé 56. verðbreyting félagsins síðan í júlí í fyrra en síðast lækkaði verð á bensíni fyrir viku.

Um tvö þúsund á kjörskrá fyrir prófkjör Framsóknar

Það skýrist á sunnudag hvort Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra eða Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, leiði lista flokksins í Suðurkjördæmi í þingkosningum í vor. Tæplega tvö þúsund manns eru á kjörskrá nú en prófkjörið er opið öllum þeim sem skrá sig í flokkinn og hafa lögheimili í Suðurkjördæmi.

Von á fjölda mála eftir úrskurð Hæstaréttar í olíumáli

Von er á tugum mála á hendur stóru olíufélögunum vegna ólöglegs samráðs þeirra á næstunni eftir að Hæstiréttur komst að því í gær að héraðsdómi bæri að taka til meðferðar kröfu Sigurðar Hreinssonar, húsasmiðs á Húsavík, um bætur frá Keri, fyrrverandi eiganda Esso, vegna samráðsins.

Alþingi í gíslingu stjórnarandstöðunnar - tröllhlegið um land allt

Upplausnarástand ríkir enn á Alþingi. Stjórnarþingmenn sökuðu stjórnarandstöðuna í morgun um að halda Alþingi í gíslingu með grímulausu málþófi. Þeir sögðu hlegið tröllahlátri um allt land að stjórnarandstæðingum. Alþingi væri stórskaðað af framkomu þeirra.

Rætt um ábyrgð félagsmálaráðherra í Byrgismálinu

Byrgismálið er á ábyrgð Magnúsar Stefánssonar, félagsmálaráðherra, hvernig sem á það er horft. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, þegar rætt var um málefni Byrgisins á Alþingi í dag.

Ferðamálastofa verðlaunuð

Ferðamálastofa fékk í gær afhent finnsku gæðaverðlaunin í ferðaþjónustu. Verðlaunin voru afhent á MATKA ferðakaupstefnunni í Helsinki en það var Lisbeth Jensen, forstöðukona Ferðamálastofu á Norðurlöndum, sem veitti viðurkenningunni viðtöku við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni.

Skótauinu er kastað

Síðasti dagur vetrarþings Taívans leystist upp í slagsmál eftir að stjórnarþingmaður henti skónum sínum í ræðumann. Þingmenn fóru þá að hrinda, ýta og slá frá sér. Í byrjun réðist hópur stjórnarþingmanna að ræðumanni til þess að koma í veg fyrir kosningu um mannabreytingar í raforkunefnd þingsins. Stjórnarandstöðuþingmenn hlupu þá allir sem einn að verja sinn mann og von bráðar var skónum kastað.

Málefni Byrgisins rædd á Alþingi

Utandagskrárumræða um málefni Byrgisins hófst á Alþingi á tólfta tímanum. Umræðan átti að hefjast við upphaf þingfundar klukkan hálf ellefu en seinkaði þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar vildu ræða um mál tengd frumvarpinu um Ríkisútvarpið.

Bandaríska þingið gegn árás á Íran

Hópur þingmanna demókrata og repúblikana í fulltrúadeild bandaríska þingsins ætlar sér að leggja fram tillögu sem kæmi í veg fyrir að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, gæti ráðist á Íran án samþykkis þingsins.

Umræða um málefni Byrgisins enn ekki hafin

Þingmenn héldu áfram að ræða frumvarp um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins þegar þingfundur hófst klukkan hálf ellefu. Utandagskrárumræða um málefni Byrgisins hafði verið boðuð við upphaf þingfundar en hún hefur enn ekki hafist.

Kínverjar í stjörnustríð

Bandaríkin, Ástralía og Kanada hafa öll gagnrýnt nýjustu viðbótina við vopnabúr Kínverja, sem virðast vera að búa sig undir stjörnustríð. Tilraun sem Kínverjar gerðu í vikunni gekk út á það að skjóta niður gamlan veðurathugunargervihnött úti í geimnum.

3,8 milljarðar og 340 kíló af gulli fyrir kókaín

Kólumbíska lögreglan telur sig hafa fundið stærsta kókaínsjóð sem nokkurn tímann hefur verið gerður upptækur í heiminum. Lögreglumenn fundu peninga að jafnvirði 3,8 milljarða íslenskra króna og 340 kíló af hreinu, 24 karata gulli. Peningarnir tilheyra höfuðpaur Norte del Valle-fíkniefnahringsins sem var upprættur í vikunni.

Kannað hvort Vogaperrinn tengist eldri málum

Kynferðisafbrotadeild lögreglu höfuðborgarsvæðisins kannar nú hvort maður sem situr í gæsluvarðhaldi vegna áreitis við börn tengist ef til vill eldri óupplýstum málum. Þetta kom fram í 10-fréttum Ríkissjónvarpsins. Maðurinn var handtekinn á þriðjudagskvöld grunaður um að hafa áreitt fjórar barnungar stúlkur í Vogahverfinu í Reykjavík.

Hermaður játaði á sig morð

Bandarískur landgönguliði sem skaut 10 byssukúlum í gamlan, íraskan mann og dró hann út úr húsi sínu um miðja nótt játaði í kvöld á sig morð og aðrar ákærur á hendur honum. Atvikið átti sér stað í apríl 2006 í Hamdania í Írak. Fórnarlambið var nágranni manns sem hermenn ætluðu að ná vegna gruns um hryðjuverk.

Fann dóttur sína eftir 19 ár í frumskóginum

Kambódískur faðir segist þekkja aftur dóttur sína í ungri konu sem nýlega fannst í frumskóginum. Dóttir mannsins var talin af, þar sem hún hvarf inn í frumskóginn fyrir 19 árum, þá átta ára gömul. Frumskógarkonan talar ekkert skiljanlegt tungumál en faðir hennar segist þekkja aftur ör á bakinu á henni.

Mælendalistinn lengist

Ögmundur Jónasson stendur nú í pontu Alþingis í þriðju umræðu um frumvarpið um Rúv ohf. Mælendalistinn telur nú 14 Alþingismenn, sem er tæpur fjórðungur þingmanna. Aðeins einn af þeim 14 sem bíða þess að taka til máls, 15 ef við teljum Ögmund með, er aðeins einn þingmaður úr ríkisstjórnarflokkunum.

Besta tækifæri til friðar í 16 ár

Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu skorar á ríkisstjórn landsins til að sóa ekki "besta tækifæri í 16 ár til að koma á friði" í landinu. Erindrekinn Francois Fall hvatti í dag forseta Sómalíu, Abdullahi Yusuf, til að stofna fjölflokka ríkisstjórn.

16 látnir í óveðri í Norður-Evrópu

Í það minnsta 16 hafa látist í miklu óveðri sem lemur nú á Norður-Evrópu. Bretar hafa orðið verst úti þar sem vindhviður hafa náð 32 m/s. Fólk er varað við að vera á ferðinni þar sem tré hafa víða fallið á vegi. Þá hafa flug- og lestarsamgöngur farið úr skorðum víða um Norður-Evrópu.

Stjórnarandstaðan leitar sátta í útvarpsmálinu

Formenn þingflokka stjórnarandstöðunnar hafa gert stjórnarflokkunum tilboð um að frumvarpi um Ríkisútvarpið verði hleypt hratt og vel í gegnum þingið ef gildistöku laganna verði breytt, þannig að þau taki gildi eftir kosningar.

Eyðir kynbundnum launamun í boltanum ef hún nær kjöri

Halla Gunnarsdóttir blaðamaður hefur fyrst kvenna boðið sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Nái hún kosningu hyggst hún leiðrétta launamun leikmanna í landsliði karla og kvenna í fótbolta.

Ráðamenn telja áfengissýki vera synd

Yfirlæknir SÁÁ, varaði landlækni og heilbrigðisráðuneytið við því í bréfi árið 2003 að fela ofsatrúarmönnum meðferð áfengissjúklinga. Hann sagði að stór hópur svokallaðra endurkomusjúklinga í áfengismeðferð ætti við geðræn vandamál að stríða og gæti stafað hætta af trúboði öfgatrúarmanna. Þetta var skrifað til ráðuneytis heilbrigðismála sumarið 2004.

Auðvelt að dylja slóð sína á netinu

Kunnáttufólk á tölvur getur auðveldlega komið efni, eins og persónulegum myndum og myndböndum á internetið án þess að upp um það komist. Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ólíklegt að lagaumhverfinu verði breytt til að hindra að persónulegt efni fari á Netið án samþykkis fólks.

Eftirspurn eftir lúxusþotu fyrir 21 milljarð króna

Ráðherrar Evrópuríkja fengu í dag far með nýju risaþotu Airbus, af gerðinni A380. Yfirmenn Airbus segja auðmenn sýna lúxusútgáfu þessarar stærstu farþegaþotu heims mikla athygli. Listaverðið á lúxusþotunni er rétt um 21 milljarð íslenskra króna.

Úrvinda sorphirðufólk

Starfsmenn Sorphirðu Reykjavíkur eru úrvinda eftir erfiða viku þar sem snjóþyngsli hafa torveldað starf þeirra. Sorptunnur Reykvíkinga eru víða lokaðar inni bak við snjóskafla og ekki hlaupið að því að sækja þær og koma þeim í ruslabílinn.

Bandaríkjamenn sömdu sig frá tiltekt

Í viðaukum við varnarsamninginn sem utanríkisráðuneytið létti leynd af í dag kemur fram að Bandaríkjamönnum er ekki skylt að hreinsa upp eftir sig eða skila varnarsvæðunum í því ástandi sem þeir tóku við þeim. Þó skulu þeir kappkosta að ganga frá úrgangsefnum sem kostur gefst.

Sjá næstu 50 fréttir