Fleiri fréttir

Standa fyrir herferð um örugga netnotkun

Landssamtökin Heimili og skóli ætla í samstarfi við AUGA, góðgerðasjóð auglýsenda, að standa fyrir herferð á næstunni í prentmiðlum, útvarpi og sjónvarpi um jákvæða og örugga netnotkun. Verkefnið er í tengslum við SAFT, vakningarverkefni Heimilis og skóla um notkun barna og unglinga á Netinu og tengdum miðlum.

26 bjargað með þyrlum

Þyrlur bresku strandgæslunnar björguðu í dag tuttugu og sex manna áhöfn flutningaskips á Ermarsundi, í aftakaveðri. Gat kom á síðu skipsins og þegar sjórinn byrjaði að fossa inn, fór áhöfnin í björgunarbnáta. Dráttarbátar og þyrlur voru sendar bæði frá Frakklandi og Bretlandi.

Starfsdögum fjölgað á leikskólum Reykjavíkurborgar

Leikskólaráð Reykjavíkurborgar samþykkti einróma á fundi sínum í fyrradag að fjölga starfsdögum í skólunum úr þremur í fjóra á ári. Miðað er við að starfsfólk leikskólanna geti nýtt tvo daga á haustönn og tvo daga á vorönn.

Dísilbílum fjölgar í bílaflotanum

Tæplega fjórðungur innfluttra fólksbíla á síðasta ári var með díselvél og hefur hlutur þeirra aukist síðustu tvö ár frá því að ný lög um olíu- og kílómetragjald tók gildi.

Samráð stjórnmálaflokka og um varnarmál hefjist hið fyrsta

Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um ný verkefni stjórnvalda við brottför varnarliðsins verður komið á samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna um öryggi Íslands. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sagði í ræðu sinni í Háskóla Íslands í dag um öryggis- og varnarmál, að ástæða væri til þess að hefja slíkt samráð hið fyrsta, og einnig mætti koma á fót rannsóknasetri á sviði utanríkis- og öryggismála. Hún sagði, að slíkur samráðsvettvangur myndi efla umræðu um öryggismál í víðum skilningi, en jafnframt væri nauðsynlegt að stuðla að almennri umræðu um slík mál. "Í því skyni má sjá fyrir sér stofnun rannsóknarseturs á sviði utanríkis- og öryggismála, sem fjallað gæti um öryggis- og varnarmál í víðum skilningi, þ.m.t. þætti á borð við samgöngur, umhverfisöryggi, fólksflutninga, þróunarmál og fleira. Tengja mætti hinn pólitíska samráðsvettvang og það alþjóðastarf sem á sér stað hér innan veggja Háskóla Íslands og í öðrum háskólum við starfsemi setursins sem stýrt getur rannsóknum og ráðstefnum til þess að efla faglega umræðu um öryggis- og varnarmál innanlands," sagði Valgerður. Hún sagði slíkt setur geta, með dugmikilli forystu, brúað bil frá akademískri umræðu til stefnumótunar. Þátttaka sérfræðinga utanríkisráðuneytisins og jafnvel annarra ráðuneyta í starfsemi setursins myndi styðja akademískar rannsóknir og jafnvel kennslu á þessu sviði. Jafnframt myndi sú gerjun hugmynda sem yrði við tengingu þessara þriggja heima leiða til hugmyndasköpunar og frjórri stefnumótunar.

Flogið milli Keflavíkur og Akureyrar í sumar

Icelandair hefur ákveðið að bjóða brottför og komu í millilandaflugi sínu á Akureyri í sumar. Munu farþegar þá fljúga til og frá Akureyri með flugvél Flugfélags Íslands og þannig tengjast beint við millilandaflug Icelandair á Keflavíkurflugvelli.

Art Buchwald látinn

Blaðamaðurinn og pistlahöfundurinn Art Buchwald er látinn, áttatíu og eins árs að aldri. Buchwald skrifaði gamansama pistla um allt milli himins og jarðar í meira en hálfa öld. Hann hlaut Pulitzer verðlaunin árið 1982 og skrifaði meira en þrjátíu bækur. Pistlar hans voru birtir í meira en 550 dagblöðum.

Ekki eitrað fyrir Napóleon

Napoleon Bonaparte dó úr magakrabba en ekki arsenikeitrun, samkvæmt nýrri rannsókn bandarískra vísindamanna. Sögusagnir um að keisarinn fyrrverandi hafi dáið úr eitrun hafa verið á kreiki síðan árið 1961 þegar rannsókn á hári hans leiddi í ljós óvenjumikið arsenik.

90 sprengjusvæði bíða hreinsunar

Um 90 skot- og sprengjuæfingasvæði bíða hreinsunar eftir brotthvarf varnarliðsins. Þetta kom fram í ræðu Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, í Háskóla Íslands í dag um öryggis- og varnarmál. Stefnt er að hreinsun verstu svæðanna á næstu fimm árum.

Mona Sahlin fyrsti kvenleiðtogi jafnaðarmanna

Mona Sahlin verður næsti formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð, fyrst kvenna. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag. Hún tekur við forystu í flokknum af Göran Persson sem ákvað að halda ekki áfram eftir að flokkurinn tapaði í þingkosningum á síðasta ári.

Slasaðist í útafakstri í Biskupstungum

Ökumaður bíls sem fór út af Biskupstungnavegi laust fyrir hádegi var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur með minni háttar meiðsl. Í upphafi var talið um alvarlegt slys væri að ræða og var þyrla Landhelgisgæslunnar sett í viðbragðsstöðu en skömmu síðar kom í ljós að meiðsli mannsins reyndust ekki alvarleg.

Milliríkjadeila vegna raunveruleikaþáttar

Breski raunveruleikaþátturinn Big Brother hefur komið af stað milliríkjadeilum milli Indlands og Bretlands, og jafnvel Tony Blair, forsætisráðherra, hefur þurft að látta málið taka. Sömuleiðis Gordon Brown, fjármálaráðherra, sem var svo óheppinn að vera í heimsókn í Indlandi þegar deilan kom upp.

Dæmd fyrir að breyta lyfseðli

Kona var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdi í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals með því að hafa í sumar reynt að svíkja út Parkódín forte út úr apóteki með því að breyta lyfseðli.

Fjögur fíkniefnamál á höfuðborgarsvæðinu í gær

Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær eftir því sem segir í frétt frá lögreglunni. Um miðjan dag voru tveir karlmenn handteknir í Kópavogi en þeir eru grunaðir um fíkniefnamisferli.

Enn nóg af síld í Grundarfirði

Fjölveiðiskipin Krossey og Jóna Eðvalds, sem Skinney-Þinganes gerir út, eru nú á leið til Hornafjarðar með fullfermi af síld sem veiddist í Grundarfirði í nótt og morgun.

Löggan var fiskifæla

Fjölmargir hringdu í norsku lögregluna í morgun til þess að tilkynna um mann sem lá hreyfingarlaus á ísnum á Bogstad vatni. Ekki var vitað hversu traustur ísinn var, og því var þyrla send á vettvang, ásamt sjúkrabíl og lögreglubíl. Þyrlan sveimaði yfir og lögreglumennirnir fikruðu sig varlega út á ísinn.

Meðlimum í Kaþólsku kirkjunni fjölgar mest

Trúfélögum hefur fjölgað um tæpan helming á fimmtán árum. Skráðum meðlimum í Þjóðkirkjunni hefur fækkað jafnt og þétt á þessu tímabili en meðlimum hefur fjölgað langmest í Kaþólsku kirkjunni.

Enginn flokkur með þá stefnu að selja RÚV

Þriðja umræða um Ríkisútvarpið ohf. hélt áfram nú laust eftir hádegi eftir háværar deilur um störf þingsins og fundarstjórn forseta frá því klukkan hálfellefu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra steig fyrst í pontu nú í hádeginu og ítrekaði að enginn flokkur hefði það á stefnuskrá sinni að selja Ríkisútvarpið.

Engin áform um íslenskan her, segir utanríkisráðherra

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, vill að landið verði áfram herlaust á friðartímum og segir engin áform um að setja á fót íslenskan her. Á fundi með utanríkismálanefnd í gær gerði hún grein fyrir leynilegum viðaukum við varnarsamninginn við Bandaríkin 1951, sem nú verða birtir.

Búist við að Sahlin verði næsti leiðtogi sænskra jafnaðarmanna

Búist er við því að tilkynnt verði á blaðamannafundi síðar í dag að Mona Sahlin verði nýr leiðtogi jafnaðarmanna í Svíþjóð. Fram kemur á vef sænska ríkisútvarpsins að hún hafi samþykkt í símtali við valnefnd flokksins að taka við forystu af Göran Persson sem ákvað að halda ekki áfram eftir að flokkurinn tapaði í þingkosningum á síðasta ári.

ESB að endurskoða stjórnmálasamband við Líbíu

Evrópuþingið mælti í dag fyrir því að lönd Evrópusambandsins myndu endurskoða stjórnmálasamband sitt við Líbíu ef stjórnvöld þar myndu ekki frelsa fimm búlgarska hjúkrunarfræðinga og palestínskan lækni sem bíða dauðarefsingar þar í landi. Læknaliðið var dæmt fyrir að hafa vísvitandi smitað um 450 börn af HIV veirunni.

Tollar felldir niður á vatn og tómata

Ísland og Evrópusambandið hafa gert samkomulag sem felur í sér almenna tollalækkun á kjöti og kjötafurðum um fjörutíu prósent. Samkomulagið felur einnig í sér gagnkvæma tollfrjálsa kvóta í viðskiptum með nokkuð magn af landbúnaðarvörum.

„Auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir Birkir Jón

Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi segir félagsmálaráðuneytið bera ábyrgðina á eftirlitsleysi með fjárreiðum Byrgisins. Hann kom fyrir sameiginlega fund félagsmálanefndar og fjárlaganefndar í morgun til að ræða Byrgismálið. Birkir Jón Jónsson ,formaður fjárlaganefndar, hefur vísað ábyrgðinni á Ríkisendurskoðun en dró aðeins í land í morgun og bætti jafnframt við að fleiri hafi misstigið sig í málinu.

Berjast gegn nýjum hættum á Netinu

Alþjóðalögreglan Interpol hefur komið á fót sérstökum hópi til að berjast gegn nýjum hættum sem börnum af barnaníðingum á Netinu. Í tilkynningu frá Interpol kemur fram að glæpamenn séu nú farnir að koma upp nokkurs konar fyrirsætusíðum til þess að ná til barna.

MinnSirkus leyfði ekki birtingu

Forsvarsmenn MinnSirkus vefsins neituðu því í dag að hafa leyft einum notenda sínum að birta myndir sem sagðar eru vera af Guðmundi í Byrginu að stunda BDSM kynlíf með ungri stúlku. Notandinn hafði sett inn myndir og sagt að hann hefði fengið leyfi hjá forráðamönnum vefsins.

Kom ofurölvi heim

Lögreglan á Suðurnesjum sótti mann á Flugstöð Leifs Eiríkssonar um miðjan dag í gær. Hann kom til landsins ofurölvi og að sögn lögreglu hvorki öruggur sjálfum sér né umhverfi sínu.

Byrgismál sagt sitja á hakanum vegna þráhyggju ráðherra

Er ekki mál að linni, sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra þegar Valdimar Leó Friðriksson vakti athygli á yfirlýsingu BSRB og BHM um að efasemdir væru um að starfsmönnum RÚV yrði tryggð sömu kjör og réttindi eftir hlutfélagavæðingu RÚV. Þá kvörtuðu stjórnarandstöðuþingmenn yfir því fundi Alþingis hefði ekki verið frestað í dag svo að betur mætti fara yfir mál Byrgisins í fjárlaganefnd.

Tónlistariðnaðurinn í mál við netveitur

Alþjóðasamtök tónlistariðnaðarins hótuðu í gær að fara í mál við þau fyrirtæki sem sjá fólki fyrir nettenginum og leyfa því að hlaða niður tónlist ólöglega. Samtökin sögðu að þau færu í mál við þá þjónustuaðila sem væru með mesta umferð af ólöglegri tónlist á vefþjónum sínum.

Fuglahald bannað í bakgörðum í Jakarta

Borgaryfirvöld í Jakarta í Indónesíu ætla að banna allt fuglahald í bakgörðum í höfuðborginni, til þess að hamla útbreiðslu fuglaflensuveirunnar. Fjórir Indónesar hafa þegar látist úr fuglaflensu á árinu, að sögn fréttavefs BBC. Bannið tekur gildi eftir tvær vikur.

Kjörnefnd ræðir ákvörðun Kristins

Kjörnefnd Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fundar nú um ákvörðun Kristins H. Gunnarssonar að taka ekki sæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Fyrir fundinn vildi formaður kjörnefndar ekki tjá sig neitt um málið á þessu stigi eða viðbrögð kjörnefndar.

Rektorsskipti í HR á laugardaginn

Rektorsskipti verða í Háskólanum í Reykjavík á laugardaginn í lok útskriftarathafnar frá skólanum á laugardaginn. Dr. Guðfinna Bjarnadóttir ávarpar þá útskriftarnemendur í síðasta sinn sem rektor og dr. Svafa Grönfeldt tekur við embætti rektors í HR.

Einn á slysadeild eftir umferðaróhapp á Frakkastíg

Einn maður var fluttur á slysadeild eftir að bíll hans skall á kyrrstæðum, mannlausum bílum á Frakkastíg, skammt frá Hverfisgötu. Margir árekstrar hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna hálku, alls 27 óhöpp, þó flest minniháttar.

Öryggisráðstafanir vegna krikketkeppni

Vegabréfsreglur hafa verið hertar á Karíbahafseyjum vegna heimsmeistarakeppninnar í krikketi sem fer fram á nokkrum eyjum í mars og apríl. Íslendingar sem ætla að fljúga til 10 Karíbahafsríkja, þeirra á meðal til Jamaíka, þurfa nú vegabréfsáritun.

Tugir ættflokka sem aldrei hafa kynnst umheiminum

Mun fleiri ættflokkar indíána búa í regnskógum Amasón en áður var haldið. Þeir eru einangraðir frá umheiminum. Með hraðri eyðingu regnskóga er hins vegar hætta á því að umheimurinn nái í skottið á þeim fljótlega og lífsviðurværi þeirra og bústaðir eyðileggist.

Bílvelta í Kömbunum

Jeppabifreið valt í neðstu beygjunni í Kömbunum um sjöleytið í kvöld. Ökumaður var einn í bílnum og slapp ómeiddur en bíllinn var dreginn af vettvangi með kranabíl.

Heimsendir í nánd

Stjarneðlisfræðingurinn og hugsuðurinn Stephen Hawking segir jarðarbúum stafa meiri ógn af loftslagsbreytingum en hryðjuverkum og hvetur til stríðs gegn þeim. Mínútuvísir dómsdagsklukkunnar svokölluðu var færður fram um tvær mínútur í dag og lét Hawking þessi ummæli falla við það tækifæri.

Guðmundur í Byrginu ætlar að kæra nauðgun

Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, segist ætla að kæra stúlku fyrir nauðgun, sem sjálf hefur kært hann fyrir nauðgun. Þetta sagði hann í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld. Myndband hefur gengið manna á millum á netinu í dag þar sem Guðmundur sést í BDSM kynlífsleikjum með stúlkunni.

Legígræðsla undirbúin

Hópur lækna í New York undirbýr nú það vandaverk að græða leg úr látinni konu í aðra lifandi. Tækist það gæti legþeginn mögulega alið barn.

Aukið öryggi fyrir aldraða

Skynjari sem gerir öryggismiðstöð viðvart ef hann nemur ekki hreyfingu í ákveðið langan tíma var kynntur í dag. Skynjarinn er til þess fallinn að auka öryggi aldraðra sem búa heima.

Fráleitt að benda á Ríkisendurskoðun

Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingar, segir fráleitt að vísa ábyrgð á eftirlitsleysi með fjárreiðum Byrgisins á Ríkisendurskoðun. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi er kallaður fyrir Fjárlaganefnd á morgun til að ræða eftirlit með framlögum og styrkjum til félagasamtaka. Ríkisendurskoðandi fékk ekki í hendur fimm ára gamla trúnaðarskýrslu um fjárreiður Byrgisins.

Útlendingar kærkomin kæling

Það dró úr launaskriði í byggingariðnaði og verslun á síðasta ári, líklega vegna tilkomu útlendinga á íslenskan vinnumarkað, segir hagfræðingur hjá Greiningardeild Kaupþings. Hún segir útlendingana hafa slegið á verðbólgu og verið kærkomna kælingu fyrir atvinnulífið.

Komst heim eftir rúm 30 ár í gíslingu

Tæplega sjötugur fiskimaður kom til síns heima í Suður-Kóreu í gær eftir rúmlega 30 ára gíslingu í Norður-Kóreu. Hann segir dvalarstað sinn þar hafa verið þröngt afmarkaðan og á stundum hafi hann einvörðungu haft gras til næringar.

Sjá næstu 50 fréttir