Fleiri fréttir

NATO tekið við í Afganistan

Atlantshafsbandalagið tók í dag við stjórn öryggismála í Austur-Afganistan úr höndum Bandaríkjahers. Bandalagið hefur þegar tekið við stjórn mála í öðrum landshlutum, þar á meðal í höfuðborginni, Kabúl.

Útgefendur Nyhedsavisen gagnrýndir

Útgefendur Nyhedsavisen í Danmörku eru gagnrýndir harðlega í dönskum fjölmiðlum í dag fyrir að hafa ekki nú þegar gefið upp hverjir fjármagna útgáfu blaðsins. Hagfræðingur, sem hefur kannað málið fyrir danska blaðamannafélagið, segir þetta ótrúverðugt. Blaðið kemur út í fyrsta sinn á morgun.

Landsvirkjun hafnar gagnrýni prófessors

Sex og hálfur milljarður fór í undirbúning fyrir Kárahnjúkavirkjun, segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, og blæs á gagnrýni prófessors í jarðeðlisfræði um að þær hafi verið algerlega ófullnægjandi.

Voru minntir á þagmælsku vegna sprengjuflugvéla

Flugumferðarstjórar í Keflavík fengu tölvupóst frá yfirmanni sínum á föstudag þar sem þeir voru minntir á þagnarskyldu í starfi, í kjölfar þess að rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn á íslenskt flugumferðarstjórnarsvæði. Tilmælin komu frá stjórnvöldum. Flugmaður bandarískrar farþegavélar á svipuðum slóðum sá rússnesku vélarnar út um gluggann.

Rússar ræða beint við fulltrúa Norður-Kóreu

Rússensk stjórnvöld segjast hafa verið í beinu sambandi við ráðamenn í Norður-Kóreu til að reyna að fá þá ofan af því að gera tilraunir með kjarnorkuvopn. Stjórnvöld í Pyongyang tilkynntu í fyrradag að slíkar tilraunir væru fyrirhugaðar. Alþjóðasamfélagið hefur varað Norðurkóreumenn við því að gera prófanir á slíkum vopnum.

Reinfeldt nýr forsætisráðherra Svíþjóðar

Fredrik Reinfeldt, leiðtogi sænska Hægriflokksins, var kjörinn forsætisráðherra Svíþjóðar í atkvæðagreiðslu á þingi í dag. Á morgun mun Reinfeldt kynna nýja ríkisstjórn sína og stefnumál hennar.

Flugfélag Íslands tekur væntanlega við flugi til Eyja

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, hefur falið Vegagerðinni að leita eftir samningum við Flugfélag Íslands um flug á milli Reykjavíkur og Vestmanneyja, sem stutt verður af ríkinu. Um er að ræða tímabundin samning meðan útboð til lengri tíma er undirbúið.

Sokurov hlaut heiðursverðlaun RIFF

Rússneski leikstjórinn Aleksandr Sokurov hlaut í dag heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátiðar í Reykjavík. Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir, afhenti verðlaunin við athöfn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnagötu nú síðdegis. Sokurov fær verðlaunin fyrir ævistarf sitt í þágu kvikmyndalistarinnar.

Réðst tvisvar á sama manninn

Rúmlega tvítugur karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir á sama manninn.

Siðmennt vill trúarstarf út úr skólunum

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, vill að allt starf Vinaleiðar, sem er kristileg sálgæsla og fer fram í skólum, verði stöðvuð á öllu landinu. Siðmernnt leggur til í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag, að útbúnar verði skýrar verklagsreglur fyrir skólastjórnendur og kennara svo tryggt verði að trúarlegt starf verði ekki stundað í opinberum skólum.

Leið S5 í Árbæinn hefst á ný

Strætó bs. ætlar að hefja á ný akstur á stofnleið fimm sem keyrir frá Árbæjar- og Seláshverfi í miðbæinn. Þessi akstursleið var lögð af í sumar en stjórn Strætó bs. hefur ákveðið að akstur verði hafinn á ný í fyrramáli. Ekið verður á annatímum.

Rússar þjarma enn að Georgíu

Rússar hertu í dag enn tökin á smáríkinu Georgíu, með því að loka fyrirtækjum sem Georgíumenn eiga í Rússlandi, og frysta atvinnuleyfi. Þá eru þeir að undirbúa að stórhækka verð á gasi sem þeir selja til Georgíu, sem væri gríðarlegt áfall fyrir efnahag landsins.

Ný skýrsla áfellisdómur yfir fyrri meirihluta að mati borgarstjóra

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, segir nýja skýrslu KPMG um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar, áfellisdóm yfir fjármálastjórn síðasta meirihluta. Skýrslan var kynnt í borgarráði í dag og segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að sérfræðingar KPMG telji að ná megi fram aukinni skilvirkni í fjármálastjórn og reikningshaldi borgarinnar. Fara þurfi yfir fjármálastjórn borgarinnar í heild sinni og leita leiða til að ná betri rekstrarárangri.

Prófkjör hjá Vinstri-grænum í desember

Vinstri grænir halda prófkjör í Reykjavíkurkjördæmi suður, Reykavíkurkjördæmi norður og í Suðvesturkjördæmi þann 2. desember næstkomandi. Í prófkjörinu verða valdir fjórir efstu frambjóðendurnir á þrjá framboðslista svæðisins.

Óflokksbundinn gæti lent á þingi

Svo gæti farið að varaþingmaður sem sagði sig úr Framsóknarflokknum taki sæti á þingi á næstunni. Hann óttast þó að flokkurinn reyni að koma í veg fyrir það.

Skorað á Skagafjörð að fresta Villinganesvirkjun

Náttúruverndarsamtök Íslands skora á sveitarstjórn Skagafjarðar að fresta áformum um að setja Villinganes, og í framhaldinu Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulag. Sveitarstjórn Skagafjarðar fjallar um málið á fundi síðdegis. Héraðsvötn ehf, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og Rarik er virkjanaaðili við Villinganes. vill að sveitarfélögin gangi sem fyrst frá staðfestu aðalskipulagi svo framkvæmdaleyfi fáist.

Risa hafeðlur fundnar á Svalbarða

Norskir vísindamenn hafa fundið beinagrindur af risa-hafeðlum, sem þeir segja að hafi verið jafnvel enn skelfilegri en landeðlan Tyrannosaurus Rex, sem kölluð er Grameðla, á íslensku.

Færeyingur fær umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Náttúru- og umhverfisverðlaunin 2006 til Færeyja Afburða framlag til rannsókna á sviði loftslagsbreytinga Færeyingurinn Bogi Hansen prófessor og rithöfundur hlýtur Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2006. Verðlaunin eru 350.000 danskra króna. Þema verðlaunanna í ár var loftslagsbreytingar og aðlögun að loftslagsbreytingum.

Vernharð Guðnason vill 6. sæti hjá Sjálfstæðisflokki

Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), sækist eftir 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 27. og 28. október vegna þingkosninganna í vor. Vernharð er 44 ára, kvæntur og þriggja barna faðir. Samhliða starfi sínu sem formaður LSS starfar hann sem slökkviliðsmaður og bráðatæknir hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS).

Aftökurútur auka framboð líffæra

Fréttastofa Sky segir Kínastjórn nota aftökurútur í þeim tilgangi að taka þúsundir manna af lífi ár hvert. Í frétt sem fréttastofan flutti fyrr á árinu komu fram tengsl milli aftökukerfis Kína og mikillar uppsveiflu í líffærasölu. Einungis tvö ár eru þangað til Kína heldur næstu ólympíuleika, en skilyrði fyrir réttinum til að halda leikana var að mannréttindamál yrðu bætt í landinu.

Frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð breytt

Ríkisstjórnin hefur samþykkt breytt frumvarp um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Eldra frumvarp olli miklum deilum á síðasta vorþingi. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir búið að sníða vankanta af eldra frumvarpi. Eftir er þó að koma í ljós hvort tekist hafi að sætta ólík sjónarmið.

Eldri virkjanir betur rannsakaðar

Rannsóknir fyrir Blönduvirkjun og Sultartangavirkjun voru mun vandaðri en þær rannsóknir sem fóru fram áður en ráðist var í stærstu og dýrustu framkvæmd Íslandssögunnar - Kárahnjúkavirkjun. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur.

Linnulaus hernaður gegn jöfnuði

Ríkisstjórnin hefur verið í linnulausum hernaði gegn jöfnuði og ójöfnuður hefur aukist á Íslandi á síðustu árum; þetta sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segist hins vegar ekki vera andvaka þótt einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum.

Bara Vodafone

Og Vodafone heitir nú bara Vodafone. Nýr tímamótasamningur við alþjóðlega stórfyrirtækið Vodafone Group um nánara samstarf var kynntur í morgun. Vodafone á Íslandi er fyrsta sjálfstæða farsímafélagið sem fær að nota vörumerki Vodafone.

Bensín lækkar

Atlantsolía og Olíufélagið hafa tilkynnt veðlækkun á bensíni og olíuvörum. Bensínlítrinn ´kominn niður fyrir 116 krónur hjá Atlantsolíu.

Tilraun N-Kóreu ógnun við friðinn

Hörð viðbrögð hafa borist við fyrirhuguðum kjarnorkutilraunum Norðurkóreumanna en forseti öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna segir tilraunina ógna friði, stöðugleika og öryggi, bæði í Asíu og utan álfunnar.

Toppar fá 3% afturvirka hækkun

Kjararáð hefur ákveðið að embættismenn og þjóðkjörnir fulltrúar fái þriggja prósenta kauphækkun, sem reiknast frá fyrsta júlí.

Bjartar horfur á hlutabréfamarkaði

Greiningardeild Glitnis telur nokkuð bjartar horfur á innlendum hlutabréfamarkaði litið til næstu missera. Grunnrekstur flestra fyrirtækja í Kauphöll Íslands sé með ágætum og megi reikna með að afkoma þeirra verði góð bæði í ár og á næsta ári.

Sviptur fyrir hraðakstur

Nítján ára karlmaður, sem stöðvaður var í Ártúnsbrekku í fyrrakvöld eftir að hafa mælst á rúmlega 140 kílómetra hraða, hefur nú verið sviftur ökuréttindum og sektaður um tugi þúsunda króna.

Tækjastuldur í herstöðinni

Óprúttnir aðilar hafa farið ránshendi um gömlu herstöðina á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur sérhæfðum flugvallarbúnaði verið stolið. Meðal þess sem stolið var er svokallaður töggur eða dráttarbifreið fyrir flugvélar.

Ákærur í njósnahneyksli HP

Ríkissaksóknari Californíu í Bandaríkjunum hefur ákært fyrrum stjórnarformann Hewlett-Packard tölvufyrirtækisins ásamt fjórum öðrum sem tengjast fyrirtækjanjósnum. Málið fór af stað þegar fyrirtækið gaf upp að að leynilögreglumenn sem það réði í því skyni að komast að leka úr stjórn fyrirtækisins, hefðu leynilega náð í færslur símtala ýmissa yfirmanna, starfsmanna og blaðamanna.

Gistnóttum á hótelum fjölgar

Gistnóttum á hótelum fjölgaði um 5,7% í ágúst sambanborið við ágúst í fyrra. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum en hlutfallslega mest á Norðurlandi en þar fjölgaði þeim um 23%.

Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar veitt í dag

Ingunn Snædal, grunnskólakennari, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í ár en þau voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða í dag í sjöunda sinn. Verðlaunin hafa verið veitt annað hvert ár frá árinu 1994. Þau verða nú framvegis veitt árlega. Alls bárust tæplega 50 handrit í keppnina þetta árið.

Sigríður Anna ætlar að hætta

Sigríður Anna Þórðardóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu í Alþingiskosningunum næsta vor. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í kvöld. Sigríður Anna hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 1991.

Jón fram í Reykjavík

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ætlar að bjóða sig fram í öðru hvoru Reykjavíkur kjördæmanna í Alþingiskosningunum í vor. Þetta tilkynnti hann á fundi á Grand hóteli í kvöld.

Lögregla í liði með dauðasveitum

Liðsmenn í íraskir lögreglusveit hafa verið leystir tímabundið frá störfum, allir sem einn, og sendir aftur í þjálfun. Þeir hafa verið sakaðir um að láta ódæði dauðasveita í landinu átölulaus. Mennirnir voru sendir heim eftir að vopnaðir menn rændu nærri 40 manns í Bagdad, höfuðborg landsins, fyrr í vikunni. Nokkrir þeirra sem rænt var féllu síðan fyrir hendi mannræningja sinn.

4 bandarískir hermenn féllu í Írak

Fjórir bandarískir hermenn féllu í árás nærri Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem mannskæð árás er gerð á hersveitir Bandaríkjamanna nærri höfuðborginni.

Sjá næstu 50 fréttir