Fleiri fréttir

Sprenging í Pakistan

Lögreglan í Pakistan fann í dag sprengiefni í garði nálægt heimili Pervez Musharraf, forseta landsins í borginni Rawalpindi. Það gerðist eftir að sprenging heyrðist þar í borg. Enginn féll eða sæðrist.

Sýndamennska eða skýr skilaboð

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir frestun ríkisstjórnarinnar á vegaframkvæmdum í sumar hafa verið sýndarmennsku. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir ríkisstjórnina hafa náð markmiði sínu strax í sumar með því að senda skýr skilaboð út í samfélagið.

Fær ekki að koma til Íslands í áratug

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag úrskurð dómsmálaráðuneytis frá í apríl í fyrra um að Víetnömskum manni, sem nú er staddur í heimalandi sínu, verði vísað úr landi og bannað koma aftur til Íslands næstu 10 árin.

IRA sagður skaðlaus

Írski lýðveldisherinn hefur snúið baki við hryðjuverkum og ekki stafar lengur ógn af samtökunum. Óháð nefnd um afvopnun á Norður-Írlandi hefur komist að þessari niðurstöðu.

Taka Íslendinga til fyrirmyndar

Norðmenn opna Barnahús að íslenskri fyrirmynd en þar er sinnt málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi.

Nýr banki hefur starfsemi á vordögum

Nýr banki, Saga Fjárfestingarbanki, hefur starfsemi sína á vordögum með höfuðstöðvar á Akureyri. KB-banki missir fjóra lykilstarfsmenn til nýja bankans.

Hitaveitan gæti verið skaðabótaskyld

Hitaveita Hvalfjarðar gæti orðið skaðabótaskyld, komi í ljós að lokun hennar á rennsli Laxár í Leirarsveit um stund hafi valdið skaða í lífríki árinnar.

Segir rektor misnota sér aðstöðu sína

Þingmaður Frjálslynda flokksins gagnrýnir rektor Háskólans í Reykjavík fyrir að misnota sér stöðu sína í framboði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Fær frjálsan aðgang að gögnum

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði í vor til að setja reglur um aðgang að opinberum gögnum um öryggismál, fær frjálsan aðgang að öllum gögnum í vörslu stjórnvalda sem snerta öryggismál landsins á árunum 1945 til 1991, samkvæmt frumvarpi sem kynnt var á Alþingi í kvöld.

Alþjóðadagur kennara á morgun

Alþjóðadagur kennara verður haldinn hátíðlegur í yfir 100 löndum á morgun. Yfirskrift dagsina að þessu sinni er: Hæfir kennarar tryggja gæði menntunar.

75 milljónir næstu 3 árin til rannsókna

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, kynnti í dag skipulagsbreytingar á Verkefnasjóði sjávarútvegsins. Stofnuð verður ný deild innan hans um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði sem mun veita styrki til einstaklingsverkefna og fyrirtækja sem og rannsóknar-, þróunar- og háskólastofnana.

Eftirlitsnefnd sökuð um að hylma yfir með óvönduðum fasteignasölum

Hátt í tugur mála, þar sem grunur leikur á að fasteignasalar hafi brotið gróflega á viðskiptavinum sínum, liggur óbættur hjá eftirlitsnefnd fasteignasala. Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala sakar nefndina um að hylma yfir með óvönduðum fasteignasölum. Formaður nefndarinnar vísar gagnrýninni til föðurhúsanna.

Barist í Nígeríu

Til skotbardaga kom milli herskárra Nígeríumanna og liðsmanna í stjórnarher landsins í óshólmum Nígeríu síðdegis. Skipts var á skotum nálægt olíudælustöð Royal Dutch Shell á austurhluta svæðisins.

Þinghúsið verður bleikt

Alþingishúsið verður baðað bleiku ljósi í kvöld og næstu daga sem táknrænn stuðningur Alþingis og alþingismanna við baráttuna gegn brjóstakrabbameini. Kveikt verður á ljósunum kl. 20 í kvöld og verða forseti Alþingis og varaforsetar viðstaddir af því tilefni.

Sofandi ökumaður og farþegar

Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af ökumanni, sem hafði sofnað undir stýri, í austurbænum í nótt. Til allrar lukku var bíllinn ekki á ferð þegar það gerðist. segir lögreglan. Bíllinn var hins vegar í gangi þegar að var komið og því þótt rétt að athuga með ökumanninn. Hann reyndist allsgáður.

Stofna á sérstakan Byggðasjóð

Stofnaður verður sérstakur Byggðasjóður ef nýtt frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð fær fram að ganga. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp iðnaðar- og viðskiparáðherra um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Hún verður til við sameiningu Iðntæknistofnunar, Byggðastofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins.

Allt á fullt í vegamálum

Hringvegurinn upp úr Jökuldal á Austurlandi og Uxahryggjavegur á milli Þingvalla og Borgarfjarðar verða líklega boðnir út í byrjun næstu viku. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í gær að skapast hefði svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný en í júní voru öll útboð á vegum Vegagerðar stöðvuð.

Njósnahnettir sjá sprengjuundirbúning í N-Kóreu

Bandarískir njósnagervihnettir hafa séð óvenjulega umferð á nokkrum stöðum sem Norður-Kórea gæti notað til þess að sprengja tilraunakjarnorkusprengju eins og þeir tilkynntu í gær að þeir ætlauðu gera.

Bætt við stöðugildi hjá umboðsmanni barna

Bætt verður við einu stöðugildi hjá umboðsmanni barna. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að fjárveiting til umboðsmannsins hækki um 5,5 milljónir króna en með hækkuninni á að vera hægt að bæta við einu stöðugildi sérfræðings hjá embættinu.

Ný leið til þess að ræna flugvél

Flugfélögin hafa fengið nýtt vandamál að kljást við. Hvernig getur einn óvopnaður farþegi rænt farþegaþotu í millilandaflugi og neytt áhöfnina til að lenda þar sem hann segir?

Steinn Kárason gefur kost á sér í 3.-5. sæti

Steinn Kárason umhverfishagfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri um framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar.

Ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir varnarsamninginn

Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt samninginn við Bandaríkin harðlega á Alþingi í dag eftir að forsætisráðherra gerði grein fyrir varnarmálunum upp úr klukkan hálf tvö. Samfylkingin krafðist þess að leynd yrði tafarlaust létt af varnarþætti samningsins.

Hundrað ökumenn stungu af frá árekstri

Lögreglunni í Reykjavík bárust tilkynningar um 544 árekstra í septembermánuði. Í nítíu og sjö tilvikum stungu ökumenn af vettvangi, en ef tjónvaldur finnst ekki getur sá sem fyrir tjóninu varð ekki sótt um bætur frá tryggingarfélögunum. Á hverju ári koma á borð lögreglunnar á bilinu sjö til átta hundruð mál þar sem stungið hefur verið af af vettvangi.

Magnús Tumi: Rannsóknum var áfátt

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, hefur bæst í hóp þeirra jarðbvísindamanna sem gagnrýnt hafa Landsvirkjun fyrir hvernig staðið var að undirbúningsrannsóknum Kárahnjúkavirkjunar.

Stærri vöðvar - minni heili

Steralyf sem stækka vöðva íþróttamanna, geta líka stuðlað að minnkun heilans samkvæmt nýrri rannsókn sem sýnir að inntaka vöðva-steralyfja stuðli að tapi á heilafrumum. Áður var vitað að sterar auka framleiðslu karlhormónsins testesteróns sem leiðir til að árásarhneigð og reiði ágerist.

Síldin gefur minna í aðra hönd

Íslenskir og norskir útvegsmenn og sjómenn gjalda þess nú að hafa yfirfyllt markaði fyrir frysta síld í fyrra, þannig að megnið af aflanum núna fer í bræðslu, sem gefur minna í aðra hönd.

Brjóstin björguðu

Búlgörsk kona getur þakkað silikonbrjóstum að hún slapp vel frá alvarlegu bílslysi. Silikonpúðarnir í brjóstum hinnar 24 ára gömlu konu virkuðu sem loftpúðar þegar hún lenti í hörðum árekstri við annan bíl. Breska blaðið Standard sagði að konan hefði keyrt yfir á rauðu ljósi, á annan bíl á stórum gatnamótum í Ruse.

Airbus hlutabréf lækka

Hlutabréf í EADS, móðurfélagi Airbus flugvélaverksmiðjanna, féllu um tíu prósent í morgun eftir enn eina tilkynningu um seinkun á framleiðslu á A-380, tveggja hæða risaþotunni.

Farþegar fréttu af flugráninu eftir lendingu

Farþegar flugvélar Turkish Airlines sem var rænt á leið frá Albaníu til Tyrklands í gær vissu ekki af flugráninu. Þeim var sagt að lenda þyrfti á Ítalíu vegna tæknilegra örðugleika á flugvellinum í Istanbul. Það var ekki fyrr en þeir sáu vopnaða hermenn á flugvellinum í Brindisi og fengu SMS skilaboð frá áhyggjufullum ættingjum, að þeir áttuðu sig á stöðu mála.

Kristrún Heimisdóttir í framboð

Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður Reykvíkinga býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík 11. nóvember og sækist eftir 5. sæti. Kristrún, sem er 35 ára, hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og var lögfræðingur Samtaka iðnaðarins 2002-2006. Hún var í 6. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í Alþingiskosningunum 2003.

Samgöngubætur hafnar á ný

Ríkisstjórnin segir svigrúm til að hefja samböngubætur á ný en í júní voru öll útboð vegna Vegagerðar stöðvuð. Formaður Frjálslynda flokksins segir ríkið hafa fundið stórmerkilega leið til að slá á þennslu.

Vilja banna botnvörpuveiðar

Umhverfisverndarsinnar leggja nú hart að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að banna botnvörpuveiðar. Umræður um bann við slíkum veiðum á alþjóðlegum hafsvæðum fara fram á þinginu í vikunni.

10 látnir og 72 slasaðir í Baghdad

10 eru látnir og 72 slasaðir eftir að fjöldi sprengja sprakk í Baghdad í dag. Fjöldi lögreglumanna og gangandi vegfarenda slasaðist, bílar eyðilögðust og hluti nærliggjandi byggingar hrundi. Sprengja hæfði einnig öryggisfylgd iðnaðarráðherra Íraks sem var á ferð í nýjum hluta borgarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir