Fleiri fréttir Sprenging í Pakistan Lögreglan í Pakistan fann í dag sprengiefni í garði nálægt heimili Pervez Musharraf, forseta landsins í borginni Rawalpindi. Það gerðist eftir að sprenging heyrðist þar í borg. Enginn féll eða sæðrist. 4.10.2006 19:59 Sýndamennska eða skýr skilaboð Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir frestun ríkisstjórnarinnar á vegaframkvæmdum í sumar hafa verið sýndarmennsku. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir ríkisstjórnina hafa náð markmiði sínu strax í sumar með því að senda skýr skilaboð út í samfélagið. 4.10.2006 19:54 Fær ekki að koma til Íslands í áratug Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag úrskurð dómsmálaráðuneytis frá í apríl í fyrra um að Víetnömskum manni, sem nú er staddur í heimalandi sínu, verði vísað úr landi og bannað koma aftur til Íslands næstu 10 árin. 4.10.2006 19:01 IRA sagður skaðlaus Írski lýðveldisherinn hefur snúið baki við hryðjuverkum og ekki stafar lengur ógn af samtökunum. Óháð nefnd um afvopnun á Norður-Írlandi hefur komist að þessari niðurstöðu. 4.10.2006 19:00 Taka Íslendinga til fyrirmyndar Norðmenn opna Barnahús að íslenskri fyrirmynd en þar er sinnt málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. 4.10.2006 19:00 Nýr banki hefur starfsemi á vordögum Nýr banki, Saga Fjárfestingarbanki, hefur starfsemi sína á vordögum með höfuðstöðvar á Akureyri. KB-banki missir fjóra lykilstarfsmenn til nýja bankans. 4.10.2006 18:45 Hitaveitan gæti verið skaðabótaskyld Hitaveita Hvalfjarðar gæti orðið skaðabótaskyld, komi í ljós að lokun hennar á rennsli Laxár í Leirarsveit um stund hafi valdið skaða í lífríki árinnar. 4.10.2006 18:43 Segir rektor misnota sér aðstöðu sína Þingmaður Frjálslynda flokksins gagnrýnir rektor Háskólans í Reykjavík fyrir að misnota sér stöðu sína í framboði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. 4.10.2006 18:38 Fær frjálsan aðgang að gögnum Nefnd sem forsætisráðherra skipaði í vor til að setja reglur um aðgang að opinberum gögnum um öryggismál, fær frjálsan aðgang að öllum gögnum í vörslu stjórnvalda sem snerta öryggismál landsins á árunum 1945 til 1991, samkvæmt frumvarpi sem kynnt var á Alþingi í kvöld. 4.10.2006 18:30 Alþjóðadagur kennara á morgun Alþjóðadagur kennara verður haldinn hátíðlegur í yfir 100 löndum á morgun. Yfirskrift dagsina að þessu sinni er: Hæfir kennarar tryggja gæði menntunar. 4.10.2006 18:20 75 milljónir næstu 3 árin til rannsókna Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, kynnti í dag skipulagsbreytingar á Verkefnasjóði sjávarútvegsins. Stofnuð verður ný deild innan hans um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði sem mun veita styrki til einstaklingsverkefna og fyrirtækja sem og rannsóknar-, þróunar- og háskólastofnana. 4.10.2006 18:02 Eftirlitsnefnd sökuð um að hylma yfir með óvönduðum fasteignasölum Hátt í tugur mála, þar sem grunur leikur á að fasteignasalar hafi brotið gróflega á viðskiptavinum sínum, liggur óbættur hjá eftirlitsnefnd fasteignasala. Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala sakar nefndina um að hylma yfir með óvönduðum fasteignasölum. Formaður nefndarinnar vísar gagnrýninni til föðurhúsanna. 4.10.2006 17:56 Barist í Nígeríu Til skotbardaga kom milli herskárra Nígeríumanna og liðsmanna í stjórnarher landsins í óshólmum Nígeríu síðdegis. Skipts var á skotum nálægt olíudælustöð Royal Dutch Shell á austurhluta svæðisins. 4.10.2006 17:45 Forseti Íslands sækir Rannsóknarþing Norðursins í Finnlandi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sækir Rannsóknarþing Norðursins sem hefst í Oulu í Finnlandi á morgun. Tarja Halonen, forseti Finnlands, setur þingið árdegis og flytur forseti Íslands einnig ávarp við opnun þess. 4.10.2006 17:30 Þinghúsið verður bleikt Alþingishúsið verður baðað bleiku ljósi í kvöld og næstu daga sem táknrænn stuðningur Alþingis og alþingismanna við baráttuna gegn brjóstakrabbameini. Kveikt verður á ljósunum kl. 20 í kvöld og verða forseti Alþingis og varaforsetar viðstaddir af því tilefni. 4.10.2006 17:15 Barnaníðingum verður lítið ágengt 4.10.2006 16:58 Sofandi ökumaður og farþegar Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af ökumanni, sem hafði sofnað undir stýri, í austurbænum í nótt. Til allrar lukku var bíllinn ekki á ferð þegar það gerðist. segir lögreglan. Bíllinn var hins vegar í gangi þegar að var komið og því þótt rétt að athuga með ökumanninn. Hann reyndist allsgáður. 4.10.2006 16:43 Stofna á sérstakan Byggðasjóð Stofnaður verður sérstakur Byggðasjóður ef nýtt frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð fær fram að ganga. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp iðnaðar- og viðskiparáðherra um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Hún verður til við sameiningu Iðntæknistofnunar, Byggðastofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. 4.10.2006 16:42 Allt á fullt í vegamálum Hringvegurinn upp úr Jökuldal á Austurlandi og Uxahryggjavegur á milli Þingvalla og Borgarfjarðar verða líklega boðnir út í byrjun næstu viku. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í gær að skapast hefði svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný en í júní voru öll útboð á vegum Vegagerðar stöðvuð. 4.10.2006 16:24 Njósnahnettir sjá sprengjuundirbúning í N-Kóreu Bandarískir njósnagervihnettir hafa séð óvenjulega umferð á nokkrum stöðum sem Norður-Kórea gæti notað til þess að sprengja tilraunakjarnorkusprengju eins og þeir tilkynntu í gær að þeir ætlauðu gera. 4.10.2006 16:22 Sjötíu prósent Grænlendinga reykja 4.10.2006 15:54 Bætt við stöðugildi hjá umboðsmanni barna Bætt verður við einu stöðugildi hjá umboðsmanni barna. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að fjárveiting til umboðsmannsins hækki um 5,5 milljónir króna en með hækkuninni á að vera hægt að bæta við einu stöðugildi sérfræðings hjá embættinu. 4.10.2006 15:35 Ný leið til þess að ræna flugvél Flugfélögin hafa fengið nýtt vandamál að kljást við. Hvernig getur einn óvopnaður farþegi rænt farþegaþotu í millilandaflugi og neytt áhöfnina til að lenda þar sem hann segir? 4.10.2006 15:29 Steinn Kárason gefur kost á sér í 3.-5. sæti Steinn Kárason umhverfishagfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri um framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 4.10.2006 15:15 Ótrúleg heppni 4.10.2006 14:40 Ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir varnarsamninginn Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt samninginn við Bandaríkin harðlega á Alþingi í dag eftir að forsætisráðherra gerði grein fyrir varnarmálunum upp úr klukkan hálf tvö. Samfylkingin krafðist þess að leynd yrði tafarlaust létt af varnarþætti samningsins. 4.10.2006 14:35 Hættuleg sauna-böð 4.10.2006 14:32 Banvænt megrunarlyf 4.10.2006 14:23 Hundrað ökumenn stungu af frá árekstri Lögreglunni í Reykjavík bárust tilkynningar um 544 árekstra í septembermánuði. Í nítíu og sjö tilvikum stungu ökumenn af vettvangi, en ef tjónvaldur finnst ekki getur sá sem fyrir tjóninu varð ekki sótt um bætur frá tryggingarfélögunum. Á hverju ári koma á borð lögreglunnar á bilinu sjö til átta hundruð mál þar sem stungið hefur verið af af vettvangi. 4.10.2006 14:19 Nítján ára piltur tekinn í fjórða sinn fyrir of hraðan akstur Nítján ára piltur var tekinn fyrir fyrir of hraðan akstur í Ártúnsbrekkunni í gærkvöldi. Pilturinn var ók á 142 kílómetra hraða en leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst. 4.10.2006 14:08 Magnús Tumi: Rannsóknum var áfátt Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, hefur bæst í hóp þeirra jarðbvísindamanna sem gagnrýnt hafa Landsvirkjun fyrir hvernig staðið var að undirbúningsrannsóknum Kárahnjúkavirkjunar. 4.10.2006 14:08 Vill leysa upp ríkisstjórn Hamas 4.10.2006 13:27 Verið að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði Næstu daga verður lokið við og tekin í notkun tvöföld Reykjanesbraut í Hafnarfirði norður fyrir mislæg gatnamót við Urriðaholt. 4.10.2006 13:19 Stærri vöðvar - minni heili Steralyf sem stækka vöðva íþróttamanna, geta líka stuðlað að minnkun heilans samkvæmt nýrri rannsókn sem sýnir að inntaka vöðva-steralyfja stuðli að tapi á heilafrumum. Áður var vitað að sterar auka framleiðslu karlhormónsins testesteróns sem leiðir til að árásarhneigð og reiði ágerist. 4.10.2006 13:16 Löngu látinn 4.10.2006 13:02 Síldin gefur minna í aðra hönd Íslenskir og norskir útvegsmenn og sjómenn gjalda þess nú að hafa yfirfyllt markaði fyrir frysta síld í fyrra, þannig að megnið af aflanum núna fer í bræðslu, sem gefur minna í aðra hönd. 4.10.2006 12:45 Brjóstin björguðu Búlgörsk kona getur þakkað silikonbrjóstum að hún slapp vel frá alvarlegu bílslysi. Silikonpúðarnir í brjóstum hinnar 24 ára gömlu konu virkuðu sem loftpúðar þegar hún lenti í hörðum árekstri við annan bíl. Breska blaðið Standard sagði að konan hefði keyrt yfir á rauðu ljósi, á annan bíl á stórum gatnamótum í Ruse. 4.10.2006 12:31 Airbus hlutabréf lækka Hlutabréf í EADS, móðurfélagi Airbus flugvélaverksmiðjanna, féllu um tíu prósent í morgun eftir enn eina tilkynningu um seinkun á framleiðslu á A-380, tveggja hæða risaþotunni. 4.10.2006 12:15 Farþegar fréttu af flugráninu eftir lendingu Farþegar flugvélar Turkish Airlines sem var rænt á leið frá Albaníu til Tyrklands í gær vissu ekki af flugráninu. Þeim var sagt að lenda þyrfti á Ítalíu vegna tæknilegra örðugleika á flugvellinum í Istanbul. Það var ekki fyrr en þeir sáu vopnaða hermenn á flugvellinum í Brindisi og fengu SMS skilaboð frá áhyggjufullum ættingjum, að þeir áttuðu sig á stöðu mála. 4.10.2006 12:12 Vilja ekki að öryggisráð Sþ ræði kjarnorkutilraunir Kínverjar eru andvígir því að fyrirhugaðar tilraunir Norður-Kóreumanna með kjarnorkuvopn verði teknar upp í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 4.10.2006 12:07 Kristrún Heimisdóttir í framboð Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður Reykvíkinga býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík 11. nóvember og sækist eftir 5. sæti. Kristrún, sem er 35 ára, hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og var lögfræðingur Samtaka iðnaðarins 2002-2006. Hún var í 6. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í Alþingiskosningunum 2003. 4.10.2006 12:05 Samgöngubætur hafnar á ný Ríkisstjórnin segir svigrúm til að hefja samböngubætur á ný en í júní voru öll útboð vegna Vegagerðar stöðvuð. Formaður Frjálslynda flokksins segir ríkið hafa fundið stórmerkilega leið til að slá á þennslu. 4.10.2006 11:41 Fjögur flugfélög keppa um hylli farþega Fjögur flugfélög keppa um hylli farþega á milli London og Keflavíkur næsta sumar. Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur áætlunarflug hingað til lands. 4.10.2006 11:30 Vilja banna botnvörpuveiðar Umhverfisverndarsinnar leggja nú hart að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að banna botnvörpuveiðar. Umræður um bann við slíkum veiðum á alþjóðlegum hafsvæðum fara fram á þinginu í vikunni. 4.10.2006 11:15 10 látnir og 72 slasaðir í Baghdad 10 eru látnir og 72 slasaðir eftir að fjöldi sprengja sprakk í Baghdad í dag. Fjöldi lögreglumanna og gangandi vegfarenda slasaðist, bílar eyðilögðust og hluti nærliggjandi byggingar hrundi. Sprengja hæfði einnig öryggisfylgd iðnaðarráðherra Íraks sem var á ferð í nýjum hluta borgarinnar. 4.10.2006 10:57 Sjá næstu 50 fréttir
Sprenging í Pakistan Lögreglan í Pakistan fann í dag sprengiefni í garði nálægt heimili Pervez Musharraf, forseta landsins í borginni Rawalpindi. Það gerðist eftir að sprenging heyrðist þar í borg. Enginn féll eða sæðrist. 4.10.2006 19:59
Sýndamennska eða skýr skilaboð Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir frestun ríkisstjórnarinnar á vegaframkvæmdum í sumar hafa verið sýndarmennsku. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir ríkisstjórnina hafa náð markmiði sínu strax í sumar með því að senda skýr skilaboð út í samfélagið. 4.10.2006 19:54
Fær ekki að koma til Íslands í áratug Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag úrskurð dómsmálaráðuneytis frá í apríl í fyrra um að Víetnömskum manni, sem nú er staddur í heimalandi sínu, verði vísað úr landi og bannað koma aftur til Íslands næstu 10 árin. 4.10.2006 19:01
IRA sagður skaðlaus Írski lýðveldisherinn hefur snúið baki við hryðjuverkum og ekki stafar lengur ógn af samtökunum. Óháð nefnd um afvopnun á Norður-Írlandi hefur komist að þessari niðurstöðu. 4.10.2006 19:00
Taka Íslendinga til fyrirmyndar Norðmenn opna Barnahús að íslenskri fyrirmynd en þar er sinnt málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. 4.10.2006 19:00
Nýr banki hefur starfsemi á vordögum Nýr banki, Saga Fjárfestingarbanki, hefur starfsemi sína á vordögum með höfuðstöðvar á Akureyri. KB-banki missir fjóra lykilstarfsmenn til nýja bankans. 4.10.2006 18:45
Hitaveitan gæti verið skaðabótaskyld Hitaveita Hvalfjarðar gæti orðið skaðabótaskyld, komi í ljós að lokun hennar á rennsli Laxár í Leirarsveit um stund hafi valdið skaða í lífríki árinnar. 4.10.2006 18:43
Segir rektor misnota sér aðstöðu sína Þingmaður Frjálslynda flokksins gagnrýnir rektor Háskólans í Reykjavík fyrir að misnota sér stöðu sína í framboði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. 4.10.2006 18:38
Fær frjálsan aðgang að gögnum Nefnd sem forsætisráðherra skipaði í vor til að setja reglur um aðgang að opinberum gögnum um öryggismál, fær frjálsan aðgang að öllum gögnum í vörslu stjórnvalda sem snerta öryggismál landsins á árunum 1945 til 1991, samkvæmt frumvarpi sem kynnt var á Alþingi í kvöld. 4.10.2006 18:30
Alþjóðadagur kennara á morgun Alþjóðadagur kennara verður haldinn hátíðlegur í yfir 100 löndum á morgun. Yfirskrift dagsina að þessu sinni er: Hæfir kennarar tryggja gæði menntunar. 4.10.2006 18:20
75 milljónir næstu 3 árin til rannsókna Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, kynnti í dag skipulagsbreytingar á Verkefnasjóði sjávarútvegsins. Stofnuð verður ný deild innan hans um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði sem mun veita styrki til einstaklingsverkefna og fyrirtækja sem og rannsóknar-, þróunar- og háskólastofnana. 4.10.2006 18:02
Eftirlitsnefnd sökuð um að hylma yfir með óvönduðum fasteignasölum Hátt í tugur mála, þar sem grunur leikur á að fasteignasalar hafi brotið gróflega á viðskiptavinum sínum, liggur óbættur hjá eftirlitsnefnd fasteignasala. Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala sakar nefndina um að hylma yfir með óvönduðum fasteignasölum. Formaður nefndarinnar vísar gagnrýninni til föðurhúsanna. 4.10.2006 17:56
Barist í Nígeríu Til skotbardaga kom milli herskárra Nígeríumanna og liðsmanna í stjórnarher landsins í óshólmum Nígeríu síðdegis. Skipts var á skotum nálægt olíudælustöð Royal Dutch Shell á austurhluta svæðisins. 4.10.2006 17:45
Forseti Íslands sækir Rannsóknarþing Norðursins í Finnlandi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sækir Rannsóknarþing Norðursins sem hefst í Oulu í Finnlandi á morgun. Tarja Halonen, forseti Finnlands, setur þingið árdegis og flytur forseti Íslands einnig ávarp við opnun þess. 4.10.2006 17:30
Þinghúsið verður bleikt Alþingishúsið verður baðað bleiku ljósi í kvöld og næstu daga sem táknrænn stuðningur Alþingis og alþingismanna við baráttuna gegn brjóstakrabbameini. Kveikt verður á ljósunum kl. 20 í kvöld og verða forseti Alþingis og varaforsetar viðstaddir af því tilefni. 4.10.2006 17:15
Sofandi ökumaður og farþegar Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af ökumanni, sem hafði sofnað undir stýri, í austurbænum í nótt. Til allrar lukku var bíllinn ekki á ferð þegar það gerðist. segir lögreglan. Bíllinn var hins vegar í gangi þegar að var komið og því þótt rétt að athuga með ökumanninn. Hann reyndist allsgáður. 4.10.2006 16:43
Stofna á sérstakan Byggðasjóð Stofnaður verður sérstakur Byggðasjóður ef nýtt frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð fær fram að ganga. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp iðnaðar- og viðskiparáðherra um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Hún verður til við sameiningu Iðntæknistofnunar, Byggðastofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. 4.10.2006 16:42
Allt á fullt í vegamálum Hringvegurinn upp úr Jökuldal á Austurlandi og Uxahryggjavegur á milli Þingvalla og Borgarfjarðar verða líklega boðnir út í byrjun næstu viku. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í gær að skapast hefði svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný en í júní voru öll útboð á vegum Vegagerðar stöðvuð. 4.10.2006 16:24
Njósnahnettir sjá sprengjuundirbúning í N-Kóreu Bandarískir njósnagervihnettir hafa séð óvenjulega umferð á nokkrum stöðum sem Norður-Kórea gæti notað til þess að sprengja tilraunakjarnorkusprengju eins og þeir tilkynntu í gær að þeir ætlauðu gera. 4.10.2006 16:22
Bætt við stöðugildi hjá umboðsmanni barna Bætt verður við einu stöðugildi hjá umboðsmanni barna. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að fjárveiting til umboðsmannsins hækki um 5,5 milljónir króna en með hækkuninni á að vera hægt að bæta við einu stöðugildi sérfræðings hjá embættinu. 4.10.2006 15:35
Ný leið til þess að ræna flugvél Flugfélögin hafa fengið nýtt vandamál að kljást við. Hvernig getur einn óvopnaður farþegi rænt farþegaþotu í millilandaflugi og neytt áhöfnina til að lenda þar sem hann segir? 4.10.2006 15:29
Steinn Kárason gefur kost á sér í 3.-5. sæti Steinn Kárason umhverfishagfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri um framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 4.10.2006 15:15
Ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir varnarsamninginn Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt samninginn við Bandaríkin harðlega á Alþingi í dag eftir að forsætisráðherra gerði grein fyrir varnarmálunum upp úr klukkan hálf tvö. Samfylkingin krafðist þess að leynd yrði tafarlaust létt af varnarþætti samningsins. 4.10.2006 14:35
Hundrað ökumenn stungu af frá árekstri Lögreglunni í Reykjavík bárust tilkynningar um 544 árekstra í septembermánuði. Í nítíu og sjö tilvikum stungu ökumenn af vettvangi, en ef tjónvaldur finnst ekki getur sá sem fyrir tjóninu varð ekki sótt um bætur frá tryggingarfélögunum. Á hverju ári koma á borð lögreglunnar á bilinu sjö til átta hundruð mál þar sem stungið hefur verið af af vettvangi. 4.10.2006 14:19
Nítján ára piltur tekinn í fjórða sinn fyrir of hraðan akstur Nítján ára piltur var tekinn fyrir fyrir of hraðan akstur í Ártúnsbrekkunni í gærkvöldi. Pilturinn var ók á 142 kílómetra hraða en leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst. 4.10.2006 14:08
Magnús Tumi: Rannsóknum var áfátt Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, hefur bæst í hóp þeirra jarðbvísindamanna sem gagnrýnt hafa Landsvirkjun fyrir hvernig staðið var að undirbúningsrannsóknum Kárahnjúkavirkjunar. 4.10.2006 14:08
Verið að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði Næstu daga verður lokið við og tekin í notkun tvöföld Reykjanesbraut í Hafnarfirði norður fyrir mislæg gatnamót við Urriðaholt. 4.10.2006 13:19
Stærri vöðvar - minni heili Steralyf sem stækka vöðva íþróttamanna, geta líka stuðlað að minnkun heilans samkvæmt nýrri rannsókn sem sýnir að inntaka vöðva-steralyfja stuðli að tapi á heilafrumum. Áður var vitað að sterar auka framleiðslu karlhormónsins testesteróns sem leiðir til að árásarhneigð og reiði ágerist. 4.10.2006 13:16
Síldin gefur minna í aðra hönd Íslenskir og norskir útvegsmenn og sjómenn gjalda þess nú að hafa yfirfyllt markaði fyrir frysta síld í fyrra, þannig að megnið af aflanum núna fer í bræðslu, sem gefur minna í aðra hönd. 4.10.2006 12:45
Brjóstin björguðu Búlgörsk kona getur þakkað silikonbrjóstum að hún slapp vel frá alvarlegu bílslysi. Silikonpúðarnir í brjóstum hinnar 24 ára gömlu konu virkuðu sem loftpúðar þegar hún lenti í hörðum árekstri við annan bíl. Breska blaðið Standard sagði að konan hefði keyrt yfir á rauðu ljósi, á annan bíl á stórum gatnamótum í Ruse. 4.10.2006 12:31
Airbus hlutabréf lækka Hlutabréf í EADS, móðurfélagi Airbus flugvélaverksmiðjanna, féllu um tíu prósent í morgun eftir enn eina tilkynningu um seinkun á framleiðslu á A-380, tveggja hæða risaþotunni. 4.10.2006 12:15
Farþegar fréttu af flugráninu eftir lendingu Farþegar flugvélar Turkish Airlines sem var rænt á leið frá Albaníu til Tyrklands í gær vissu ekki af flugráninu. Þeim var sagt að lenda þyrfti á Ítalíu vegna tæknilegra örðugleika á flugvellinum í Istanbul. Það var ekki fyrr en þeir sáu vopnaða hermenn á flugvellinum í Brindisi og fengu SMS skilaboð frá áhyggjufullum ættingjum, að þeir áttuðu sig á stöðu mála. 4.10.2006 12:12
Vilja ekki að öryggisráð Sþ ræði kjarnorkutilraunir Kínverjar eru andvígir því að fyrirhugaðar tilraunir Norður-Kóreumanna með kjarnorkuvopn verði teknar upp í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 4.10.2006 12:07
Kristrún Heimisdóttir í framboð Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður Reykvíkinga býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík 11. nóvember og sækist eftir 5. sæti. Kristrún, sem er 35 ára, hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og var lögfræðingur Samtaka iðnaðarins 2002-2006. Hún var í 6. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í Alþingiskosningunum 2003. 4.10.2006 12:05
Samgöngubætur hafnar á ný Ríkisstjórnin segir svigrúm til að hefja samböngubætur á ný en í júní voru öll útboð vegna Vegagerðar stöðvuð. Formaður Frjálslynda flokksins segir ríkið hafa fundið stórmerkilega leið til að slá á þennslu. 4.10.2006 11:41
Fjögur flugfélög keppa um hylli farþega Fjögur flugfélög keppa um hylli farþega á milli London og Keflavíkur næsta sumar. Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur áætlunarflug hingað til lands. 4.10.2006 11:30
Vilja banna botnvörpuveiðar Umhverfisverndarsinnar leggja nú hart að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að banna botnvörpuveiðar. Umræður um bann við slíkum veiðum á alþjóðlegum hafsvæðum fara fram á þinginu í vikunni. 4.10.2006 11:15
10 látnir og 72 slasaðir í Baghdad 10 eru látnir og 72 slasaðir eftir að fjöldi sprengja sprakk í Baghdad í dag. Fjöldi lögreglumanna og gangandi vegfarenda slasaðist, bílar eyðilögðust og hluti nærliggjandi byggingar hrundi. Sprengja hæfði einnig öryggisfylgd iðnaðarráðherra Íraks sem var á ferð í nýjum hluta borgarinnar. 4.10.2006 10:57