Fleiri fréttir Síldin brædd í mjöl Lang mest af síldinni, sem veiðst hefur á þessari vertíð, hefur verið brætt í mjöl til skepnufóðurs, en ekki til menneldis eins og í fyrra. Ástæðan er að að bæði Íslendingar og Norðmenn frystu allt of mikið af síld í fyrra þannig að markaðurinn yfirfylltist og birgðir hlóðust upp. 4.10.2006 09:46 Öll spil á borðið Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í ræðu á Alþingi í kvöld vera sammála formanni Vinstri grænna um að mikilvægt væri að fá öll spil á borðið varðandi Kaldastríðs árin á Íslandi. Tími sé kominn til að draga fram afstöðu manna á hverjum tíma. Ræða þurfi hvaðan flokkar hafi fengið fjárstuðning á liðnum árum og sagði hann að formenn Samfylkingar og Vinstri grænna hefðu báðir dregið taum utanríkisstefnu Sovétríkjanan á áttunda áratug liðinnar aldar. 3.10.2006 22:13 Langdýrasta félagsmálastofnun landsins Sjáfstæðisflokkurinn að breytast í langdýrstu félagsmálastofnun landsins þar sem vinum og öðrum er úthlutað embættum, þetta sagði Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. 3.10.2006 22:02 Vill friðlýsa Skerjafjörð Friðlýsing Skerjafjarðar, frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð og undurbúningshópur sem vinnur að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum voru meðal umræðuefna Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra, á Alþingi í kvöld. 3.10.2006 21:51 Of mikið hugað að hagsmunum bankanna Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslyndaflokksins, sagði í ræðu sinni á Alþingi í kvöld að brottför hersins væri ánægjuefni. Hernaðarstefna Bush, Bandaríkjaforseta, hefði ekki aukið á vinsældir hans og Bandaríkjahers. Guðjón gerði einnig bankana að umtalsefni sínu en ofverndun væri hér á landi á viðskiptum með lánsfé. 3.10.2006 21:24 Gera þarf upp Kalda stríðið á Íslandi Nauðsynlegt er að gera upp atburði kalda stríðsins í kjölfar brotthvarfs hersins að mati Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Þetta kom fram í ræðu hans á Alþingi í kvöld. Hann sagði að leggja þyrfti öll spil á borðið og upplýsa um símhleranir og njósnir sem fólk virðist hafa mátt sæta vegna skoðana sinna. Stofna þyrfti sannleiksnefnd í því máli. 3.10.2006 21:21 Rangfærslur og misskilningur um undirbúning Kárahnjúkavirkjunar Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir hafa orðið vart við ótrúlegar rangfærslur og misskilning í umræðunni um undirbúning Kárahnjúkavirkjunar. Þetta kom fram í ræðu hans á Alþingi í kvöld. Hann sagði andstæðinga framkvæmdanna hafa sáð fræjum ótta og kvíða með málflutningi sínum. Ráðherra sagði unnið að samfelldri heildaráætlun um nýtingu og vernd auðlinda. Megin stefnan væri að ráðdeild og aðgát, varúð og virðing ráði ferð við nýtingu þeirra. 3.10.2006 21:11 Ríkisstjórnin mætir tómhent til leiks Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks mætir tómehnt til leiks á nýju þingi að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í ræðu hennar á Alþingi í kvöld. Hún segir forsætisráðherra ekki hafa talað um framtíðina í stefnuræðu sinni á þingi í kvöld og sá forsætisráðherra sem geri það ekki sé saddur og fullmettur og hafi ekki brennandi áhuga á að laga það sem betur megi fara. 3.10.2006 21:01 Hugmyndir um lækkun matvælaverðs kynntar fljótlega Hugmyndir um lækkun matvælaverðs eru á lokastigi og verða kynntar fljótlega. Þetta sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld en vildi þó ekkert segja nánar um útfærsluna. 3.10.2006 20:14 Flugvél nauðlent í Teheran Farþegaflugvél var nauðlent á Mehrabad-flugvelli í Teheran, höfuðborg Írans, í dag. Íranska fréttastofan Fars segir að kviknað hafi í hreyfli flugvélarinnar og því hafi henni verið nauðlent. Sjúkrabílar hafi verið sendir á vettvang. Flugmálayfirvöld þar í borg segja ekkert hæft í þeim fullyrðingum. 3.10.2006 20:08 Líkast til aðeins einn flugræningi en ekki tveir Svo virðist sem einn maður hafi rænt tyrkneskri farþegaflugvél í dag en ekki tveir eins og haldið hefur verið fram. Vélin var á leið frá Tírana í Albaníu til Istanbúl þegar henni var rænt og beint til Ítalíu. Flugræninginn mun, að sögn tyrkneskra fjölmiðla, ekki hafa verið að mótmæla væntanlegri heimsókn Benedikts páfa XVI. með flugráninu eins og haldið hefur verið fram. 3.10.2006 19:50 Man ekki eftir að hafa orðið systrum sínum að bana Maðurinn sem myrti systur sínar þrjár í Ósló í fyrrakvöld kveðst ekkert muna eftir að hafa orðið þeim að bana. Hann dvelur á geðdeild vegna þess að hann er enn í of miklu losti til að hægt sé að yfirheyra hann. 3.10.2006 19:15 Sækist eftir 2.-3. sæti Sigríður Ingvarsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. til 3. sæti á lista Sjálfstæðiflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum til Alþingis. 3.10.2006 19:10 Fær ekki að keyra sportbílinn aftur Ungur ökumaður, sem mældist á ofsahraða skammt frá Húsavík, fær ekki að aka kraftmiklum bíl aftur. Móðir hans lét lögregluna taka kraftmeiri bílinn af honum eftir hraðaksturinn. 3.10.2006 19:00 Stórslys í Laxá í Leirársveit Fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun segir stórslys hafa orðið í Laxá í Leirársveit vegna lagningar hitaveitu efst í ánni. Starfsmenn Hitaveitu Hvalfjarðar segjast vera vinna verk sem þeim var falið og fyrir því séu leyfi. 3.10.2006 18:45 Tvö flugfélög bjóða í flug til Eyja Tvö flugfélög hafa gert tilboð í tímabundna flugþjónustu á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur, Flugfélag Íslands og Landsflug. Vegagerðin hefur skilað inn minnisblaði þessa efnis til samgönguráðuneytisins. 3.10.2006 18:00 Frjálslyndi armurinn hefur náð yfirhöndinni Frjálslyndur armur Sjálfstæðisflokksins hefur náð yfirhöndinni, segir stjórnmálafræðingur í framhaldi af því að Kjartan Gunnarsson hættir sem framkvæmdastjóri flokksins. Ungur lögmaður, Andri Óttarsson, tekur við þessari valdamiklu stöðu af Kjartani. 3.10.2006 17:50 Farþegum og áhöfn sleppt Tveir menn sem rændu tyrneskri farþegaflugvél í dag og beindu henni til Ítalíu segjast tilbúinir til að gefast upp og óska hælis á Ítalíu. Flugmálayfirvöld á Ítalíu hafa upplýst þetta. Að sögn ANSA-fréttastofunnar hefur farþegunum 107 og sex manna áhöfn verið leyft að yfirgefa vélina. 3.10.2006 17:43 Misnotaði börn fyrir 20 árum Charles Carl Roberts, maðurinn sem skaut 10 skólastúlkur í barnaskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær, viðurkenndi fyrir eiginkonu sinni að hann misnotað tvo unga fjölskyldumeðlimi fyrir tveimur áratugum. 3.10.2006 17:28 Sjálfstæðismenn takast á í Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðismenn takast á um það í Norðvesturkjördæmi hvort halda eigi prófkjör eða hvort stillt verði upp á lista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Tveir ungir sjálfstæðismenn hafa lýst yfir áhuga á því að vera á lista flokksins í kjördæminu. 3.10.2006 17:14 OPEC ríkin vilja hækka olíuverð 3.10.2006 16:50 Bankarnir standast vel álagspróf Fjármálaeftirlitsins Fjármálaeftirlitið hefur reiknað út áhrif af álagsprófi þar sem skoðað er hvort fjármálafyrirtæki standist samtímis áföll í formi tiltekinnar lækkunar á hlutabréfum, markaðsskuldabréfum, vaxtafrystum/virðisrýrðum útlánum og fullnustueignum og áhrifa af lækkun á gengi íslensku krónunnar án þess að eiginfjárhlutfallið fari niður fyrir lögboðið lágmark. Bankarnir standast allir álagsprófið. 3.10.2006 16:32 Geir flytur stefnuræðu sína í kvöld Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flytur í kvöld stefnuræða sína á Alþingi. Geir flytur ræðuna klukkan 19:50 en í framhaldinu fara svo fram umræður. Sýnt verður beint frá stefnuræðunni og umræðunum á Vísir.is. 3.10.2006 16:18 Flugrán í Tyrklandi 3.10.2006 16:11 Fær heilan dag með Beckham í Madrid 3.10.2006 15:48 Martröð bílainnbrotsþjófa 3.10.2006 15:29 Á að tryggja að ekki sé óeðlileg mismunun Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp um breytingar á lögum um heimild til samning um álbræðslu á Grundartanga. Frumvarpið er í tengslum við stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga 3.10.2006 15:27 Samfylkingin ekki hrifin af fjárlagafrumvarpinu 3.10.2006 15:10 Serbar leita með hangandi hendi að stríðsglæpamönnum 3.10.2006 14:47 Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar Nýtt frumvarp um endurgreiðslur til kvikmyndagerðar var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Ríkið hefur endurgreitt 12% af þeim kostnaði sem fellur til vegna kvikmyndagerðar en lög þess efnis falla úr gildi í lok ársins. 3.10.2006 14:43 Skólabygging hafin í Malaví 3.10.2006 14:23 Enn eitt barn brennist í baði 3.10.2006 14:13 Lifandi gínur 3.10.2006 13:31 Kjartan Gunnarsson hættir sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Kjartan Gunnarsson er hættur sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Hann tilkynnti það á miðstjórnarfundi flokksins sem nú stendur yfir. Andri Óttarsson, lögfræðingur, tekur við af honum. 3.10.2006 13:30 Ráðherrar lækka laun sín 3.10.2006 13:15 Fimmta Amish stúlkan látin Fimmta Amish stúlkan lést af sárum sínum í morgun eftir skotárás í barnaskóla í Bandaríkjunum í gær. Sex aðrar liggja alvarlega slasaðar á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn Charles Carl Roberts, var 32 ára vörubílsstjóri og hafði fyrr um daginn keyrt þrjú barna sinna í skólann. 3.10.2006 12:44 Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði til Bandaríkjanna Sænska vísindaakademían greindi frá því í morgun að Bandaríkjamennirnir John Mather og George Smoot fengju Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið fyrir framlag þeirra til að varpa frekara ljósi á tilurð alheimsins. 3.10.2006 12:31 Mikil endurnýjun í þingmannahópnum Mikil endurnýjun verður í þingmannahópnum við upphaf næsta kjörtímabils. Sjö þingmenn hafa hætt á kjörtímabilinu og aðrir sjö tilkynnt að þeir hyggist hætta við lok kjörtímabilsins. 3.10.2006 12:29 Ban líklegur arftaki Annan Flest bendir til að Suður-Kóreumaðurinn Ban Ki-moon verði næsti framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. 3.10.2006 12:22 Hefja tilraunir með kjarnorkusprengjur á næstunni Stjórnvöld í Norður-Kóreu lýstu því yfir í morgun að þau ætluðu að hefja tilraunir með kjarnorkusprengjur á næstunni. Utanríkisráðherra Japans segir að áform nágranna sinna séu ófyrirgefanleg. 3.10.2006 12:18 Xangsane kostar 119 manns lífið Fellibylurinn Xangsane sem gengið hefur yfir Asíu hefur kostað 119 manns lífið og búist er við að tala látinna hækki enn frekar. Tugir þúsunda eru heimilislausir eftir að fellibylurinn skall á Filippseyjum og Vietnam. Hafnarborgin Danang fór afa illa í flóðinu, þar létust 26, aðallega vegna húsa sem féllu til jarðar í aurskriðum. 3.10.2006 11:55 Kvartar til Umboðsmanns Alþingis Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, hefur lagt fram kvörtun til Umboðsmann Alþingis þar sem þess er óskað að hann láti fara fram mat á því hvort borgarráð hafi farið að settum reglum þegar ráðið ákvað hinn 21.september sl. að ráða Stellu K. Víðisdóttur, viðskiptafræðing í starf sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. 3.10.2006 11:49 Samfylkingin - prófkjör í SV kjördæmi Haldið verður prófkjör vegna vals á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi við Alþingiskosningar vorið 2007. Prófkjörið fer fram laugardaginn 4. nóvember 2006. Rétt til framboðs í prófkjörinu eiga allir félagar í Samfylkingunni sem hafa kjörgengi við Alþingiskosningar 2007. 3.10.2006 11:33 Vonbrigði með flutning ratsjárstöðvar Bæjarráð Bolungarvíkur lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Ratsjárstofnunar að segja upp starfsfólki ratsjárstöðvarinnar á Bolafjalli og flytja hluta starfa þess til höfuðborgarsvæðisins 3.10.2006 11:26 KB banki spáir minni þjóðarútgjöldum og lækkandi verðbólgu 3.10.2006 11:15 Sjá næstu 50 fréttir
Síldin brædd í mjöl Lang mest af síldinni, sem veiðst hefur á þessari vertíð, hefur verið brætt í mjöl til skepnufóðurs, en ekki til menneldis eins og í fyrra. Ástæðan er að að bæði Íslendingar og Norðmenn frystu allt of mikið af síld í fyrra þannig að markaðurinn yfirfylltist og birgðir hlóðust upp. 4.10.2006 09:46
Öll spil á borðið Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í ræðu á Alþingi í kvöld vera sammála formanni Vinstri grænna um að mikilvægt væri að fá öll spil á borðið varðandi Kaldastríðs árin á Íslandi. Tími sé kominn til að draga fram afstöðu manna á hverjum tíma. Ræða þurfi hvaðan flokkar hafi fengið fjárstuðning á liðnum árum og sagði hann að formenn Samfylkingar og Vinstri grænna hefðu báðir dregið taum utanríkisstefnu Sovétríkjanan á áttunda áratug liðinnar aldar. 3.10.2006 22:13
Langdýrasta félagsmálastofnun landsins Sjáfstæðisflokkurinn að breytast í langdýrstu félagsmálastofnun landsins þar sem vinum og öðrum er úthlutað embættum, þetta sagði Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. 3.10.2006 22:02
Vill friðlýsa Skerjafjörð Friðlýsing Skerjafjarðar, frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð og undurbúningshópur sem vinnur að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum voru meðal umræðuefna Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra, á Alþingi í kvöld. 3.10.2006 21:51
Of mikið hugað að hagsmunum bankanna Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslyndaflokksins, sagði í ræðu sinni á Alþingi í kvöld að brottför hersins væri ánægjuefni. Hernaðarstefna Bush, Bandaríkjaforseta, hefði ekki aukið á vinsældir hans og Bandaríkjahers. Guðjón gerði einnig bankana að umtalsefni sínu en ofverndun væri hér á landi á viðskiptum með lánsfé. 3.10.2006 21:24
Gera þarf upp Kalda stríðið á Íslandi Nauðsynlegt er að gera upp atburði kalda stríðsins í kjölfar brotthvarfs hersins að mati Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Þetta kom fram í ræðu hans á Alþingi í kvöld. Hann sagði að leggja þyrfti öll spil á borðið og upplýsa um símhleranir og njósnir sem fólk virðist hafa mátt sæta vegna skoðana sinna. Stofna þyrfti sannleiksnefnd í því máli. 3.10.2006 21:21
Rangfærslur og misskilningur um undirbúning Kárahnjúkavirkjunar Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir hafa orðið vart við ótrúlegar rangfærslur og misskilning í umræðunni um undirbúning Kárahnjúkavirkjunar. Þetta kom fram í ræðu hans á Alþingi í kvöld. Hann sagði andstæðinga framkvæmdanna hafa sáð fræjum ótta og kvíða með málflutningi sínum. Ráðherra sagði unnið að samfelldri heildaráætlun um nýtingu og vernd auðlinda. Megin stefnan væri að ráðdeild og aðgát, varúð og virðing ráði ferð við nýtingu þeirra. 3.10.2006 21:11
Ríkisstjórnin mætir tómhent til leiks Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks mætir tómehnt til leiks á nýju þingi að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í ræðu hennar á Alþingi í kvöld. Hún segir forsætisráðherra ekki hafa talað um framtíðina í stefnuræðu sinni á þingi í kvöld og sá forsætisráðherra sem geri það ekki sé saddur og fullmettur og hafi ekki brennandi áhuga á að laga það sem betur megi fara. 3.10.2006 21:01
Hugmyndir um lækkun matvælaverðs kynntar fljótlega Hugmyndir um lækkun matvælaverðs eru á lokastigi og verða kynntar fljótlega. Þetta sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld en vildi þó ekkert segja nánar um útfærsluna. 3.10.2006 20:14
Flugvél nauðlent í Teheran Farþegaflugvél var nauðlent á Mehrabad-flugvelli í Teheran, höfuðborg Írans, í dag. Íranska fréttastofan Fars segir að kviknað hafi í hreyfli flugvélarinnar og því hafi henni verið nauðlent. Sjúkrabílar hafi verið sendir á vettvang. Flugmálayfirvöld þar í borg segja ekkert hæft í þeim fullyrðingum. 3.10.2006 20:08
Líkast til aðeins einn flugræningi en ekki tveir Svo virðist sem einn maður hafi rænt tyrkneskri farþegaflugvél í dag en ekki tveir eins og haldið hefur verið fram. Vélin var á leið frá Tírana í Albaníu til Istanbúl þegar henni var rænt og beint til Ítalíu. Flugræninginn mun, að sögn tyrkneskra fjölmiðla, ekki hafa verið að mótmæla væntanlegri heimsókn Benedikts páfa XVI. með flugráninu eins og haldið hefur verið fram. 3.10.2006 19:50
Man ekki eftir að hafa orðið systrum sínum að bana Maðurinn sem myrti systur sínar þrjár í Ósló í fyrrakvöld kveðst ekkert muna eftir að hafa orðið þeim að bana. Hann dvelur á geðdeild vegna þess að hann er enn í of miklu losti til að hægt sé að yfirheyra hann. 3.10.2006 19:15
Sækist eftir 2.-3. sæti Sigríður Ingvarsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. til 3. sæti á lista Sjálfstæðiflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum til Alþingis. 3.10.2006 19:10
Fær ekki að keyra sportbílinn aftur Ungur ökumaður, sem mældist á ofsahraða skammt frá Húsavík, fær ekki að aka kraftmiklum bíl aftur. Móðir hans lét lögregluna taka kraftmeiri bílinn af honum eftir hraðaksturinn. 3.10.2006 19:00
Stórslys í Laxá í Leirársveit Fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun segir stórslys hafa orðið í Laxá í Leirársveit vegna lagningar hitaveitu efst í ánni. Starfsmenn Hitaveitu Hvalfjarðar segjast vera vinna verk sem þeim var falið og fyrir því séu leyfi. 3.10.2006 18:45
Tvö flugfélög bjóða í flug til Eyja Tvö flugfélög hafa gert tilboð í tímabundna flugþjónustu á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur, Flugfélag Íslands og Landsflug. Vegagerðin hefur skilað inn minnisblaði þessa efnis til samgönguráðuneytisins. 3.10.2006 18:00
Frjálslyndi armurinn hefur náð yfirhöndinni Frjálslyndur armur Sjálfstæðisflokksins hefur náð yfirhöndinni, segir stjórnmálafræðingur í framhaldi af því að Kjartan Gunnarsson hættir sem framkvæmdastjóri flokksins. Ungur lögmaður, Andri Óttarsson, tekur við þessari valdamiklu stöðu af Kjartani. 3.10.2006 17:50
Farþegum og áhöfn sleppt Tveir menn sem rændu tyrneskri farþegaflugvél í dag og beindu henni til Ítalíu segjast tilbúinir til að gefast upp og óska hælis á Ítalíu. Flugmálayfirvöld á Ítalíu hafa upplýst þetta. Að sögn ANSA-fréttastofunnar hefur farþegunum 107 og sex manna áhöfn verið leyft að yfirgefa vélina. 3.10.2006 17:43
Misnotaði börn fyrir 20 árum Charles Carl Roberts, maðurinn sem skaut 10 skólastúlkur í barnaskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær, viðurkenndi fyrir eiginkonu sinni að hann misnotað tvo unga fjölskyldumeðlimi fyrir tveimur áratugum. 3.10.2006 17:28
Sjálfstæðismenn takast á í Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðismenn takast á um það í Norðvesturkjördæmi hvort halda eigi prófkjör eða hvort stillt verði upp á lista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Tveir ungir sjálfstæðismenn hafa lýst yfir áhuga á því að vera á lista flokksins í kjördæminu. 3.10.2006 17:14
Bankarnir standast vel álagspróf Fjármálaeftirlitsins Fjármálaeftirlitið hefur reiknað út áhrif af álagsprófi þar sem skoðað er hvort fjármálafyrirtæki standist samtímis áföll í formi tiltekinnar lækkunar á hlutabréfum, markaðsskuldabréfum, vaxtafrystum/virðisrýrðum útlánum og fullnustueignum og áhrifa af lækkun á gengi íslensku krónunnar án þess að eiginfjárhlutfallið fari niður fyrir lögboðið lágmark. Bankarnir standast allir álagsprófið. 3.10.2006 16:32
Geir flytur stefnuræðu sína í kvöld Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flytur í kvöld stefnuræða sína á Alþingi. Geir flytur ræðuna klukkan 19:50 en í framhaldinu fara svo fram umræður. Sýnt verður beint frá stefnuræðunni og umræðunum á Vísir.is. 3.10.2006 16:18
Á að tryggja að ekki sé óeðlileg mismunun Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp um breytingar á lögum um heimild til samning um álbræðslu á Grundartanga. Frumvarpið er í tengslum við stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga 3.10.2006 15:27
Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar Nýtt frumvarp um endurgreiðslur til kvikmyndagerðar var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Ríkið hefur endurgreitt 12% af þeim kostnaði sem fellur til vegna kvikmyndagerðar en lög þess efnis falla úr gildi í lok ársins. 3.10.2006 14:43
Kjartan Gunnarsson hættir sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Kjartan Gunnarsson er hættur sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Hann tilkynnti það á miðstjórnarfundi flokksins sem nú stendur yfir. Andri Óttarsson, lögfræðingur, tekur við af honum. 3.10.2006 13:30
Fimmta Amish stúlkan látin Fimmta Amish stúlkan lést af sárum sínum í morgun eftir skotárás í barnaskóla í Bandaríkjunum í gær. Sex aðrar liggja alvarlega slasaðar á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn Charles Carl Roberts, var 32 ára vörubílsstjóri og hafði fyrr um daginn keyrt þrjú barna sinna í skólann. 3.10.2006 12:44
Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði til Bandaríkjanna Sænska vísindaakademían greindi frá því í morgun að Bandaríkjamennirnir John Mather og George Smoot fengju Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið fyrir framlag þeirra til að varpa frekara ljósi á tilurð alheimsins. 3.10.2006 12:31
Mikil endurnýjun í þingmannahópnum Mikil endurnýjun verður í þingmannahópnum við upphaf næsta kjörtímabils. Sjö þingmenn hafa hætt á kjörtímabilinu og aðrir sjö tilkynnt að þeir hyggist hætta við lok kjörtímabilsins. 3.10.2006 12:29
Ban líklegur arftaki Annan Flest bendir til að Suður-Kóreumaðurinn Ban Ki-moon verði næsti framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. 3.10.2006 12:22
Hefja tilraunir með kjarnorkusprengjur á næstunni Stjórnvöld í Norður-Kóreu lýstu því yfir í morgun að þau ætluðu að hefja tilraunir með kjarnorkusprengjur á næstunni. Utanríkisráðherra Japans segir að áform nágranna sinna séu ófyrirgefanleg. 3.10.2006 12:18
Xangsane kostar 119 manns lífið Fellibylurinn Xangsane sem gengið hefur yfir Asíu hefur kostað 119 manns lífið og búist er við að tala látinna hækki enn frekar. Tugir þúsunda eru heimilislausir eftir að fellibylurinn skall á Filippseyjum og Vietnam. Hafnarborgin Danang fór afa illa í flóðinu, þar létust 26, aðallega vegna húsa sem féllu til jarðar í aurskriðum. 3.10.2006 11:55
Kvartar til Umboðsmanns Alþingis Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, hefur lagt fram kvörtun til Umboðsmann Alþingis þar sem þess er óskað að hann láti fara fram mat á því hvort borgarráð hafi farið að settum reglum þegar ráðið ákvað hinn 21.september sl. að ráða Stellu K. Víðisdóttur, viðskiptafræðing í starf sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. 3.10.2006 11:49
Samfylkingin - prófkjör í SV kjördæmi Haldið verður prófkjör vegna vals á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi við Alþingiskosningar vorið 2007. Prófkjörið fer fram laugardaginn 4. nóvember 2006. Rétt til framboðs í prófkjörinu eiga allir félagar í Samfylkingunni sem hafa kjörgengi við Alþingiskosningar 2007. 3.10.2006 11:33
Vonbrigði með flutning ratsjárstöðvar Bæjarráð Bolungarvíkur lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Ratsjárstofnunar að segja upp starfsfólki ratsjárstöðvarinnar á Bolafjalli og flytja hluta starfa þess til höfuðborgarsvæðisins 3.10.2006 11:26