Fleiri fréttir Tryggja seljendur fyrir göllum fasteigna Söluvernd er ný trygging frá Vátryggingafélagi Íslands. Tryggingin bætir fjártjón seljenda vegna skaðabótakrafna sem upp kunna að koma, að hálfu kaupenda, vegna galla á fasteigninni. 24.8.2006 18:15 Actavis gerir gagntilboð í tékkneska fyrirtækið Pliva Actavis hefur gert gagntilboð í tékkneska fyrirtækið Pliva en fyrirtækið hefur barist við lyfjafyrirtækið Barr um að ná yfirhöndinni í fyrirtækinu. Tilboð Actavis er nú til skoðunar hjá Fjármálaeftirliti Króatíu. 24.8.2006 18:05 Hvatt til mótmæla á heimsvísu Alþjóðleg umhverfisverndarsamtök hvetja til mótmæla um allan heim fyrir utan íslensk sendiráð eða fyrirtæki sem á einhvern hátt tengjast Alcoa þann fyrsta september. Mótmælin eiga beinast gegn framkvæmdum Alcoa á Kárahnjúkasvæðinu sem og íslenska ríkinu. 24.8.2006 17:52 22,2 milljónir afhentar góðgerðarsamtökum Áheit að upphæð 22,2 milljónir króna sem söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis síðastliðinn laugardag verða afhent við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, fimmtudaginn 24. ágúst, kl. 18:00. 24.8.2006 17:45 Stytta af Ramses Ristastór stytta af Ramses öðrum faraóa verður flutt frá Ramses-torgi þar sem hún hefur staðið síðan snemma á sjötta áratug síðustu aldar og í miðborg Kairó í Egyptalandi, nær pýramídunum miklu. 24.8.2006 16:16 Aldrei meiri afgangur af ríkissjóði Ríkissjóður var rekinn með 113 milljarða afgangi á síðasta ári, og hefur aldrei verið jafn mikill afgangur á ríkissjóði áður. Hagnaður af sölu Símans skýrir aðeins helming þessarar góðu stöðu en uppgangur í efnahagslífinu jók tekjur ríkissjóðs um 55 milljarða. 24.8.2006 16:03 Plútó hefur verið sviptur plánetutitlinum Hnötturinn Plútó hefur verið skilgreindur sem reikistjarna í stjötíu og sex ár, eða frá því hann var fyrst uppgötvaður árið 1930. Síðan þá hefur verið litið á Plútó sem níundu og ystu reikistjörnu sólkerfis okkar. Á ráðstefnu stjörnufræðinga, sem haldin var í Prag í Tékklandi, í dag var þó tekin ákvörðun um að svipta Plútó þessum titli og verður hann ekki nefndur sem slíkur í skólabókum aftur. Í mörg ár hefur verið deilt um stöðu hans þar sem hann er mun minn en hinar reikistjörnurnar átta auk annarra hnatta sem uppgötvaðir hafa verið á seinni árum. Ákvörðunin þykir því ekki koma mjög á óvart. 24.8.2006 14:12 Reykjanesskagi verði eldfjallagarður Landvernd vill að Reykjanesskagi verði skipulagður sem eldfjallagarður og fólkvangur og að ekki verði ráðist í jarðvarmavirkjanir á nýjum svæðum. Landvernd vill endurskipuleggja svæðið í heild með tilliti til náttúruverndar, útivistar og vinnslu á jarðvarma og jarðhitaefna. 24.8.2006 14:10 Yfirtökutilboð Barr samþykkt Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva ákvað í gær að taka yfirtökutilboði bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr upp á 2,43 milljarða bandaríkjadollara. 24.8.2006 13:51 Þeir sem vinna meira fá einnig betri einkunnir Framhaldsskólanemendur sem vinna með námi sýna einnig betri námsárangur þó að tímasókn þeirra sé minni, minni tími fari í heimavinnu og þeir sofi skemur. Félagsfræðikennarar sem rannsökuðu efnið telja að betri mötuneyti eða jafnvel fríar máltíðir í framhaldsskólum gætu dregið úr vinnu nemenda. 24.8.2006 13:42 Lést af völdum áverka Maðurinn, sem slasaðist í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í aðfaranótt sunnudags, þegar hross hljóp í veg fyrir bíl sem ekið var í átt til Reykjavíkur, er látinn. Hann hét Dariusz Wojewoda og var Pólverji, búsettur í Borgarnesi. Hann var tuttugu og fimm ára og lætur eftir sig unnustu. Félagi mannsins sem var farþegi í bíl hans lést í slysinu. 24.8.2006 13:29 Sýrlendingar hóta að loka landamærum Svo gæti farið að Sýrlendingar loki landamærum að Líbanon ef friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna verði komið fyrir í Líbanon, nálægt landamærum Sýrlands. Sýrlandsforseti segir fjölgun í friðargæsluliði þar fjandsamlega Sýrlendingum og brjóta gegn fullveldi Líbanons. 24.8.2006 12:45 Minniháttar tjón í verksmiðju Norðuráls Minniháttar tjón varð á rafmagnsköplum í verksmiðju Norðuráls á Grundartanga í gærkvöldi þegar ál rann út fyrir ker og bræddi kaplana. Unnið er að fullnaðarviðgerð en atvikið raskaði ekki framleiðslu álversins. 24.8.2006 12:15 Fékk 250 þúsund króna hækkun á mánuði Launakostnaður vegna bæjarstjóra Árborgar er 250 þúsund krónum meiri en á síðasta kjörtímabili, auk ótakmarkaðs aðgangs að bíl á vegum sveitarfélagsins. Samfylkingin segir þetta ganga í berhögg við kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um sparnað í fjármálum sveitarfélagsins. 24.8.2006 12:02 Kannað hvort vegabréf hafi verið ógilt Utanríkisráðuneytið kannar hvort ísraelsk stjórnvöld hafi brotið alþjóðalög í meðförum sínum á vegabréfi Abrahams Shwaikis, sem var handtekinn við komuna til Ísraels í fyrrinótt. Abraham kom heim til Íslands í gærkvöldi, eftir tæplega tveggja sólarhringa ferðalag, en honum var meinað að hitta veikan föður sinn og fjölskyldumeðlimi í Ísrael. 24.8.2006 12:02 Surge in Travel Agencies 24.8.2006 11:52 Child celebrates birthday in prison 24.8.2006 11:52 Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var konu á níræðisaldri á gatmótum Suðurlandsbraut og Engjavegs skömmu fyrir hádegi. Konan var á gangi á gangbraut þegar bíll ók á hana. Hún hlaut minniháttar áverka og var flutt á slysadeild Landspítalans. 24.8.2006 11:27 Flugmálafélag Íslands 70 ára á morgun Flugmálafélag Íslands verður sjötíu ára á morgun en það var stofnað tuttugasta og fimmta ágúst 1936. Að því tilefni verður efnt til móttöku fyrir gesti félagsins á Hótel Borg og minnisvarði um Glitfaxa, eftir Einar Jónsson, verður afhjúpaður við Fossvogskirkju. 24.8.2006 10:31 Mikill áhugi fyrir rekstri ferðaskrifstofa 131 fyrirtæki hefur sótt um leyfi til Ferðamálastofu um leyfi til reksturs ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjanda. Ný lög um skipulag ferðamála tóku gildi 1. janúar síðastliðinn og þá var Ferðamálastofu falin útgáfa til reksturs ferðaskrifstofa og ferðakskipuleggjenda, auk eftirlits með umræddri starfsemi. 24.8.2006 10:13 Ágústmánuður sá votasti í Danmörku í 44 ár Það er skammt öfganna á milli í Danmörku þegar kemur að veðrinu. Júlímánuður var einn sá heitasti og sólríkasti í manna minnum en ágúst mánuður reynist hins vegar vera sá votasti. Ekki hefur ringt jafn mikið í ágústmánuði í Danmörku í ein fjortíu og fjögur ár. Að meðaltali mælist úrkoma 67 millimetra í ágúst en það sem af er þessum mánuði mælist úrkoma hundrað og tuttugu millimetra. Ekki er þó loku fyrir það skotið að sú tala eigi eftir að hækka enn frekar því spáð er rigningu um helgina, Dönum eflaust til mikillar mæðu. 24.8.2006 09:45 Sýning á 500 ára gömlum gullgripum Seðlabankinn í Perú opnaði í gær sýningu á fornum munum frá menningarskeiðum Lambajek-Chimu og Nasca. Þessi menningarskeið hófust á 17. öld en gripirnir eru allir minnst 500 ára gamlir. Meðal muna á sýningunni eru dauðagrímur, skálar, bikarar og kassar úr gulli. Formaður þjóðmenningarstofnunar Perú minnir á að munirnir séu ekki einungis mikils virði út af gullinu eða aldri þeirra, heldur einnig vegna menningar- og tilfinningagildis, því munirnir hafi margir hverjir haft trúarlegan tilgang, meðal annars skartið. 24.8.2006 09:30 Ólöglegt að gefa sígarettur Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur farið fram á að útvarpsstöðin X-FM hætti að gefa sígarettur með miðum á forsýningu myndarinnar Takk fyrir að reykja. Umhverfissvið telur sígarettugjafirnar ótvírætt brot á tóbaksvarnarlögum og hyggst kæra útvarpsstöðina ef ekki er farið að lögunum. Útvarpsstöðin hyggst engu að síður halda sínu striki og jafnframt að bjóða upp á fríar sígarettur á forsýningunni í Smárabíói annað kvöld. 24.8.2006 09:15 Nyhedsavisen kemur út 6. október næstkomandi Búið er að ákveða fyrsta útgáfudag Nyhedsavisen, nýs fríblaðs dótturfélags Dagsbrúnar. Það kemur fyrst út í Danmörku 6. október næstkomandi. Stefnt er að því að blaðinu verði dreift á um 900 þúsund heimili ef allt gengur eftir. Nokkuð hefur verið um hrakspár undanfarið vegna mikillar samkeppni á þessum nýja markaði og frétta af því að fjárhagsstaða útgefandans sé ekki jafnstyrk og búist var við. 24.8.2006 09:14 Fiskimennirnir komnir heim frá Marshalleyjum Þrír mexíkóskir fiskimenn sem segjast hafa hrakist komu til Hawaii á leið sinni heim frá Marshalleyjum. Þangað komu þeir eftir að fiskiskip fann þá á reki á opnum báti tæpa 9000 kílómetra frá heimalandi sínu. Þeir halda því fram að þá hafi rekið um opið haf í níu mánuði eftir að sterkur straumur bar þá frá landi og segjast þeir hafa lifað á hráum fiski og sjófugli og drukkið regnvatn. Ýmislegt þykir þó kasta rýrð á sögu mannanna, þeir þykja undarlega vel haldnir og eins ber fjölskyldumeðlimum þeirra ekki saman um hversu lengi þeirra hafi verið saknað. 24.8.2006 09:00 Aukavinna með skóla hefur áhrif á námsárangur Framhaldsskólanemum sem vinna meira en þrjátíu tíma á viku með skóla gengur yfirleitt betur í skóla en hinum sem vinna lítið eða ekki, þrátt fyrir að þeir eyði minni tíma í heimavinnu, séu meira fjarverandi og sofi minna. Morgunblaðið hefur þetta eftir niðurstöðum þriggja félagsfræðinga. Þeim sem ekki vinna með skólanum skemmta sér hins vegar yfirleitt betur í skólanum. 24.8.2006 08:30 Þingmenn framsóknarflokksins eiga rúm þrjú sæti af tólf nefndum Þingmenn framsóknarflokksins eiga að meðaltali sæti í 3,5 af tólf fastanefndum Alþingis meðfram þingstörfum. Guðjón Ólafur Jónsson á metið en hann situr í sex nefndum og er formaður heilbrigðis-og trygginganefndar. Birkir Jón Jónsson, nýskipaður formaður fjárlaganefndar, er yngsti formaður fastanefndar Alþingis frá upphafi. 24.8.2006 08:30 Fundin eftir átta ára leit Stúlka sem hvarf sporlaust í Austurríki fyrir rúmum átta árum kann að vera komin í leitirnar. Ættingjar Natöschu Kampusch báru í gærkvöldi kennsl á unga konu sem fannst í garði skammt norðaustur af höfuðborginni Vín í gærdag og könnuðust við hana sem stúlkuna sem þau höfðu ekki séð frá 1998, þegar hún var 10 ára. Konan segir að henni hafi verið rænt af manni sem síðan hafi haldið henni fanginni í húsi sínu. 24.8.2006 08:15 Reykingamenn fengu bíómiða Útvarpsstöðin XFM braut hugsanlega lög með því að gefa boðsmiða á myndina Thank You for Smoking og sígaretta fylgdi með miðanum. Skilyrði fyrir því að fá miðann var að reykja sígarettuna. 24.8.2006 08:00 Vísað allslausum úr landi eftir 10 tíma Íslendingur af palestínskum ættum, Abraham Shwaiki, var í haldi lögreglu á flugvellinum í Tel Avív í 10 klukkustundir í gær og var að þeim tíma loknum vísað úr landi. Hann var sakaður um að ferðast á fölsuðu vegabréfi, sem ísraelskir lögreglumenn ógiltu síðan og tóku af honum. 24.8.2006 08:00 Missti stjórn á bíl í lausamöl og krappri beygju Bíll valt um klukkan þrjú í nótt á Eyjafjarðarbraut eystri við bæinn Fellshlíð í Eyjafirði. Þrjú ungmenni voru í bílnum en ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri með minniháttar skrámur. Svo virðist sem ökumaður bílsins hafi misst stjórn á honum í lausamöl í krappri beygju með fyrrgreindum afleiðingum. Bíllinn er mjög mikið skemmdur. 24.8.2006 07:54 Tveir Íslendingar í haldi í Brasilíu Tveir Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi í Brasilíu fyrir tvö aðskilin fíkniefnamál. 24.8.2006 07:45 Vopnahléð enn mjög brothætt Spenna jókst á landamærum Líbanons í gær er Sýrlandsstjórn setti sig öndverða gegn því að alþjóðlegt gæslulið yrði staðsett við landamærin, og Ísraelsstjórn kallaði ástandið í Suður-Líbanon "sprengifimt" er fallbyssuskot og sprengingar urðu þremur líbönskum hermönnum og einum Ísraela að bana. 24.8.2006 07:45 Skólastofurnar eru opnar og kennslustundir mislangar Allir nemendur Norðlingaskóla fá heimsókn frá starfsfólki skólans í upphafi skólaárs. Þetta fyrirkomulag hefur mælst vel fyrir en skólinn býður upp á ýmiskonar nýbreytni í skólastarfi. 24.8.2006 07:45 Mislægu gatnamótin eru vel á veg komin Áætlaður kostnaður við mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er um þrír milljarðar króna. Samhliða verður skoðað að leggja Miklubraut í stokk meðfram Klambratúni. Stefnt er að því að verkið verði langt komið árið 2010. 24.8.2006 07:45 Sýrlendingar gætu lokað landamærum sínum Sýrlendingar gætu lokað landamærum sínum fyrir allri umferð ef friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Líbanon yrðu staðsettir nærri landamærunum að Sýrlandi. Utanríkisráðherra Finnlands bar blaðamönnum þessi skilaboð eftir fund sinn með sýrlenskum starfsbróður sínum. Forseti Sýrlands hefur einnig sagt að aukning friðargæsluliðs í Líbanon sé fjandsamleg Sýrlendingum og brjóti gegn fullveldi Líbanons. 24.8.2006 07:45 Tilkynnt um fyrsta útgáfudag Nyhedsavisen Fyrsta tölublað Nyhedsavisen, nýs fríblaðs dótturfélags Dagsbrúnar, kemur út í Danmörku 6. október næstkomandi. Stefnt er að því að blaðinu verði dreift á um 900 þúsund heimili ef allt gengur eftir. Nokkuð hefur verið um hrakspár undanfarið vegna mikillar samkeppni á þessum nýja markaði og frétta af því að fjárhagsstaða útgefandans sé ekki jafnstyrk og búist var við. 24.8.2006 07:43 Mótmæla nýrri skattheimtu Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) áætla að um 200 milljónir króna leggist á kaupendur almennrar byggingavöru vegna breytinga sem eru boðaðar í frumvarpi Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra um stofnun svonefndrar Byggingarstofnunar. 24.8.2006 07:30 Ísraelar kaupa kjarnorkubáta Ísraelar hafa undirritað kaupsamning um tvo kafbáta sem geta skotið kjarnorkueldflaugum og verða þeir afhentir og sjófærir innan skamms. Þýsk yfirvöld láta Ísraelum kafbátana í té, en samkvæmt þýska blaðinu Spiegel var veittur góður afsláttur af bátunum. Kaupverðið mun vera 91,5 milljarðar króna. 24.8.2006 07:30 Kveðst ekki geta tjáð sig Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, getur ekki tjáð sig um hvort gera skuli jarðhitasvæði á Reykjanesi að friðlandi. 24.8.2006 07:30 Vilja lagabreytingar til að auðvelda störf Send hafa verið bréf til dómsmála- og samgönguráðuneyta þar sem óskað er eftir lagabreytingum til auðvelda störf lögreglu og Neyðarlínunnar. Mikilvægt að breyta lögum svo að hægt sé að sinna lögbundnu hlutverki, segir í bréfinu. 24.8.2006 07:30 Verulegt tjón á rafmagnsköplum Talið er að verulegt tjón hafi orðið á rafmagnsköplum í verksmiðju Norðuráls á Grundartanga í gærkvöldi þegar ál rann út fyrir ker og bræddi kaplana. Slökkviliðið á Akranesi var kallað út um klukkan hálf níu í gærkvöldi vegna reyks sem lagði frá lagnakjallara í skála þrjú. 24.8.2006 07:24 Krefjast frelsis fyrir fangelsaða múslima Myndband sem birt var í gær var fyrsta lífsmarkið frá fréttamönnum Fox-sjónvarpsstöðvarinnar sem var rænt á Gaza fyrir tíu dögum. Gíslatökumennirnir krefjast lausnar allra múslima úr bandarískum fangelsum í skiptum fyrir gíslana. 24.8.2006 07:15 Barnaafmæli fagnað í fangelsi Haldið var upp á afmæli tveggja ára gamallar stúlku í fangelsinu í Kópavogi fyrir skemmstu. Stúlkan hefur dvalið hjá móður sinni í fangelsinu frá fæðingu. 24.8.2006 07:15 Kristinn H. segir samkomulag brotið Kristinn H. Gunnarsson segist hafa gert samkomulag við Hjálmar Árnason um að verða aftur formaður í einni af nefndum þingsins. Það hafi ekki verið efnt. Hjálmar segir Kristin ekki fara rétt með og skilur ekki hvað vakir fyrir honum. 24.8.2006 07:15 Sjá næstu 50 fréttir
Tryggja seljendur fyrir göllum fasteigna Söluvernd er ný trygging frá Vátryggingafélagi Íslands. Tryggingin bætir fjártjón seljenda vegna skaðabótakrafna sem upp kunna að koma, að hálfu kaupenda, vegna galla á fasteigninni. 24.8.2006 18:15
Actavis gerir gagntilboð í tékkneska fyrirtækið Pliva Actavis hefur gert gagntilboð í tékkneska fyrirtækið Pliva en fyrirtækið hefur barist við lyfjafyrirtækið Barr um að ná yfirhöndinni í fyrirtækinu. Tilboð Actavis er nú til skoðunar hjá Fjármálaeftirliti Króatíu. 24.8.2006 18:05
Hvatt til mótmæla á heimsvísu Alþjóðleg umhverfisverndarsamtök hvetja til mótmæla um allan heim fyrir utan íslensk sendiráð eða fyrirtæki sem á einhvern hátt tengjast Alcoa þann fyrsta september. Mótmælin eiga beinast gegn framkvæmdum Alcoa á Kárahnjúkasvæðinu sem og íslenska ríkinu. 24.8.2006 17:52
22,2 milljónir afhentar góðgerðarsamtökum Áheit að upphæð 22,2 milljónir króna sem söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis síðastliðinn laugardag verða afhent við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, fimmtudaginn 24. ágúst, kl. 18:00. 24.8.2006 17:45
Stytta af Ramses Ristastór stytta af Ramses öðrum faraóa verður flutt frá Ramses-torgi þar sem hún hefur staðið síðan snemma á sjötta áratug síðustu aldar og í miðborg Kairó í Egyptalandi, nær pýramídunum miklu. 24.8.2006 16:16
Aldrei meiri afgangur af ríkissjóði Ríkissjóður var rekinn með 113 milljarða afgangi á síðasta ári, og hefur aldrei verið jafn mikill afgangur á ríkissjóði áður. Hagnaður af sölu Símans skýrir aðeins helming þessarar góðu stöðu en uppgangur í efnahagslífinu jók tekjur ríkissjóðs um 55 milljarða. 24.8.2006 16:03
Plútó hefur verið sviptur plánetutitlinum Hnötturinn Plútó hefur verið skilgreindur sem reikistjarna í stjötíu og sex ár, eða frá því hann var fyrst uppgötvaður árið 1930. Síðan þá hefur verið litið á Plútó sem níundu og ystu reikistjörnu sólkerfis okkar. Á ráðstefnu stjörnufræðinga, sem haldin var í Prag í Tékklandi, í dag var þó tekin ákvörðun um að svipta Plútó þessum titli og verður hann ekki nefndur sem slíkur í skólabókum aftur. Í mörg ár hefur verið deilt um stöðu hans þar sem hann er mun minn en hinar reikistjörnurnar átta auk annarra hnatta sem uppgötvaðir hafa verið á seinni árum. Ákvörðunin þykir því ekki koma mjög á óvart. 24.8.2006 14:12
Reykjanesskagi verði eldfjallagarður Landvernd vill að Reykjanesskagi verði skipulagður sem eldfjallagarður og fólkvangur og að ekki verði ráðist í jarðvarmavirkjanir á nýjum svæðum. Landvernd vill endurskipuleggja svæðið í heild með tilliti til náttúruverndar, útivistar og vinnslu á jarðvarma og jarðhitaefna. 24.8.2006 14:10
Yfirtökutilboð Barr samþykkt Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva ákvað í gær að taka yfirtökutilboði bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr upp á 2,43 milljarða bandaríkjadollara. 24.8.2006 13:51
Þeir sem vinna meira fá einnig betri einkunnir Framhaldsskólanemendur sem vinna með námi sýna einnig betri námsárangur þó að tímasókn þeirra sé minni, minni tími fari í heimavinnu og þeir sofi skemur. Félagsfræðikennarar sem rannsökuðu efnið telja að betri mötuneyti eða jafnvel fríar máltíðir í framhaldsskólum gætu dregið úr vinnu nemenda. 24.8.2006 13:42
Lést af völdum áverka Maðurinn, sem slasaðist í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í aðfaranótt sunnudags, þegar hross hljóp í veg fyrir bíl sem ekið var í átt til Reykjavíkur, er látinn. Hann hét Dariusz Wojewoda og var Pólverji, búsettur í Borgarnesi. Hann var tuttugu og fimm ára og lætur eftir sig unnustu. Félagi mannsins sem var farþegi í bíl hans lést í slysinu. 24.8.2006 13:29
Sýrlendingar hóta að loka landamærum Svo gæti farið að Sýrlendingar loki landamærum að Líbanon ef friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna verði komið fyrir í Líbanon, nálægt landamærum Sýrlands. Sýrlandsforseti segir fjölgun í friðargæsluliði þar fjandsamlega Sýrlendingum og brjóta gegn fullveldi Líbanons. 24.8.2006 12:45
Minniháttar tjón í verksmiðju Norðuráls Minniháttar tjón varð á rafmagnsköplum í verksmiðju Norðuráls á Grundartanga í gærkvöldi þegar ál rann út fyrir ker og bræddi kaplana. Unnið er að fullnaðarviðgerð en atvikið raskaði ekki framleiðslu álversins. 24.8.2006 12:15
Fékk 250 þúsund króna hækkun á mánuði Launakostnaður vegna bæjarstjóra Árborgar er 250 þúsund krónum meiri en á síðasta kjörtímabili, auk ótakmarkaðs aðgangs að bíl á vegum sveitarfélagsins. Samfylkingin segir þetta ganga í berhögg við kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um sparnað í fjármálum sveitarfélagsins. 24.8.2006 12:02
Kannað hvort vegabréf hafi verið ógilt Utanríkisráðuneytið kannar hvort ísraelsk stjórnvöld hafi brotið alþjóðalög í meðförum sínum á vegabréfi Abrahams Shwaikis, sem var handtekinn við komuna til Ísraels í fyrrinótt. Abraham kom heim til Íslands í gærkvöldi, eftir tæplega tveggja sólarhringa ferðalag, en honum var meinað að hitta veikan föður sinn og fjölskyldumeðlimi í Ísrael. 24.8.2006 12:02
Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var konu á níræðisaldri á gatmótum Suðurlandsbraut og Engjavegs skömmu fyrir hádegi. Konan var á gangi á gangbraut þegar bíll ók á hana. Hún hlaut minniháttar áverka og var flutt á slysadeild Landspítalans. 24.8.2006 11:27
Flugmálafélag Íslands 70 ára á morgun Flugmálafélag Íslands verður sjötíu ára á morgun en það var stofnað tuttugasta og fimmta ágúst 1936. Að því tilefni verður efnt til móttöku fyrir gesti félagsins á Hótel Borg og minnisvarði um Glitfaxa, eftir Einar Jónsson, verður afhjúpaður við Fossvogskirkju. 24.8.2006 10:31
Mikill áhugi fyrir rekstri ferðaskrifstofa 131 fyrirtæki hefur sótt um leyfi til Ferðamálastofu um leyfi til reksturs ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjanda. Ný lög um skipulag ferðamála tóku gildi 1. janúar síðastliðinn og þá var Ferðamálastofu falin útgáfa til reksturs ferðaskrifstofa og ferðakskipuleggjenda, auk eftirlits með umræddri starfsemi. 24.8.2006 10:13
Ágústmánuður sá votasti í Danmörku í 44 ár Það er skammt öfganna á milli í Danmörku þegar kemur að veðrinu. Júlímánuður var einn sá heitasti og sólríkasti í manna minnum en ágúst mánuður reynist hins vegar vera sá votasti. Ekki hefur ringt jafn mikið í ágústmánuði í Danmörku í ein fjortíu og fjögur ár. Að meðaltali mælist úrkoma 67 millimetra í ágúst en það sem af er þessum mánuði mælist úrkoma hundrað og tuttugu millimetra. Ekki er þó loku fyrir það skotið að sú tala eigi eftir að hækka enn frekar því spáð er rigningu um helgina, Dönum eflaust til mikillar mæðu. 24.8.2006 09:45
Sýning á 500 ára gömlum gullgripum Seðlabankinn í Perú opnaði í gær sýningu á fornum munum frá menningarskeiðum Lambajek-Chimu og Nasca. Þessi menningarskeið hófust á 17. öld en gripirnir eru allir minnst 500 ára gamlir. Meðal muna á sýningunni eru dauðagrímur, skálar, bikarar og kassar úr gulli. Formaður þjóðmenningarstofnunar Perú minnir á að munirnir séu ekki einungis mikils virði út af gullinu eða aldri þeirra, heldur einnig vegna menningar- og tilfinningagildis, því munirnir hafi margir hverjir haft trúarlegan tilgang, meðal annars skartið. 24.8.2006 09:30
Ólöglegt að gefa sígarettur Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur farið fram á að útvarpsstöðin X-FM hætti að gefa sígarettur með miðum á forsýningu myndarinnar Takk fyrir að reykja. Umhverfissvið telur sígarettugjafirnar ótvírætt brot á tóbaksvarnarlögum og hyggst kæra útvarpsstöðina ef ekki er farið að lögunum. Útvarpsstöðin hyggst engu að síður halda sínu striki og jafnframt að bjóða upp á fríar sígarettur á forsýningunni í Smárabíói annað kvöld. 24.8.2006 09:15
Nyhedsavisen kemur út 6. október næstkomandi Búið er að ákveða fyrsta útgáfudag Nyhedsavisen, nýs fríblaðs dótturfélags Dagsbrúnar. Það kemur fyrst út í Danmörku 6. október næstkomandi. Stefnt er að því að blaðinu verði dreift á um 900 þúsund heimili ef allt gengur eftir. Nokkuð hefur verið um hrakspár undanfarið vegna mikillar samkeppni á þessum nýja markaði og frétta af því að fjárhagsstaða útgefandans sé ekki jafnstyrk og búist var við. 24.8.2006 09:14
Fiskimennirnir komnir heim frá Marshalleyjum Þrír mexíkóskir fiskimenn sem segjast hafa hrakist komu til Hawaii á leið sinni heim frá Marshalleyjum. Þangað komu þeir eftir að fiskiskip fann þá á reki á opnum báti tæpa 9000 kílómetra frá heimalandi sínu. Þeir halda því fram að þá hafi rekið um opið haf í níu mánuði eftir að sterkur straumur bar þá frá landi og segjast þeir hafa lifað á hráum fiski og sjófugli og drukkið regnvatn. Ýmislegt þykir þó kasta rýrð á sögu mannanna, þeir þykja undarlega vel haldnir og eins ber fjölskyldumeðlimum þeirra ekki saman um hversu lengi þeirra hafi verið saknað. 24.8.2006 09:00
Aukavinna með skóla hefur áhrif á námsárangur Framhaldsskólanemum sem vinna meira en þrjátíu tíma á viku með skóla gengur yfirleitt betur í skóla en hinum sem vinna lítið eða ekki, þrátt fyrir að þeir eyði minni tíma í heimavinnu, séu meira fjarverandi og sofi minna. Morgunblaðið hefur þetta eftir niðurstöðum þriggja félagsfræðinga. Þeim sem ekki vinna með skólanum skemmta sér hins vegar yfirleitt betur í skólanum. 24.8.2006 08:30
Þingmenn framsóknarflokksins eiga rúm þrjú sæti af tólf nefndum Þingmenn framsóknarflokksins eiga að meðaltali sæti í 3,5 af tólf fastanefndum Alþingis meðfram þingstörfum. Guðjón Ólafur Jónsson á metið en hann situr í sex nefndum og er formaður heilbrigðis-og trygginganefndar. Birkir Jón Jónsson, nýskipaður formaður fjárlaganefndar, er yngsti formaður fastanefndar Alþingis frá upphafi. 24.8.2006 08:30
Fundin eftir átta ára leit Stúlka sem hvarf sporlaust í Austurríki fyrir rúmum átta árum kann að vera komin í leitirnar. Ættingjar Natöschu Kampusch báru í gærkvöldi kennsl á unga konu sem fannst í garði skammt norðaustur af höfuðborginni Vín í gærdag og könnuðust við hana sem stúlkuna sem þau höfðu ekki séð frá 1998, þegar hún var 10 ára. Konan segir að henni hafi verið rænt af manni sem síðan hafi haldið henni fanginni í húsi sínu. 24.8.2006 08:15
Reykingamenn fengu bíómiða Útvarpsstöðin XFM braut hugsanlega lög með því að gefa boðsmiða á myndina Thank You for Smoking og sígaretta fylgdi með miðanum. Skilyrði fyrir því að fá miðann var að reykja sígarettuna. 24.8.2006 08:00
Vísað allslausum úr landi eftir 10 tíma Íslendingur af palestínskum ættum, Abraham Shwaiki, var í haldi lögreglu á flugvellinum í Tel Avív í 10 klukkustundir í gær og var að þeim tíma loknum vísað úr landi. Hann var sakaður um að ferðast á fölsuðu vegabréfi, sem ísraelskir lögreglumenn ógiltu síðan og tóku af honum. 24.8.2006 08:00
Missti stjórn á bíl í lausamöl og krappri beygju Bíll valt um klukkan þrjú í nótt á Eyjafjarðarbraut eystri við bæinn Fellshlíð í Eyjafirði. Þrjú ungmenni voru í bílnum en ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri með minniháttar skrámur. Svo virðist sem ökumaður bílsins hafi misst stjórn á honum í lausamöl í krappri beygju með fyrrgreindum afleiðingum. Bíllinn er mjög mikið skemmdur. 24.8.2006 07:54
Tveir Íslendingar í haldi í Brasilíu Tveir Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi í Brasilíu fyrir tvö aðskilin fíkniefnamál. 24.8.2006 07:45
Vopnahléð enn mjög brothætt Spenna jókst á landamærum Líbanons í gær er Sýrlandsstjórn setti sig öndverða gegn því að alþjóðlegt gæslulið yrði staðsett við landamærin, og Ísraelsstjórn kallaði ástandið í Suður-Líbanon "sprengifimt" er fallbyssuskot og sprengingar urðu þremur líbönskum hermönnum og einum Ísraela að bana. 24.8.2006 07:45
Skólastofurnar eru opnar og kennslustundir mislangar Allir nemendur Norðlingaskóla fá heimsókn frá starfsfólki skólans í upphafi skólaárs. Þetta fyrirkomulag hefur mælst vel fyrir en skólinn býður upp á ýmiskonar nýbreytni í skólastarfi. 24.8.2006 07:45
Mislægu gatnamótin eru vel á veg komin Áætlaður kostnaður við mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er um þrír milljarðar króna. Samhliða verður skoðað að leggja Miklubraut í stokk meðfram Klambratúni. Stefnt er að því að verkið verði langt komið árið 2010. 24.8.2006 07:45
Sýrlendingar gætu lokað landamærum sínum Sýrlendingar gætu lokað landamærum sínum fyrir allri umferð ef friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Líbanon yrðu staðsettir nærri landamærunum að Sýrlandi. Utanríkisráðherra Finnlands bar blaðamönnum þessi skilaboð eftir fund sinn með sýrlenskum starfsbróður sínum. Forseti Sýrlands hefur einnig sagt að aukning friðargæsluliðs í Líbanon sé fjandsamleg Sýrlendingum og brjóti gegn fullveldi Líbanons. 24.8.2006 07:45
Tilkynnt um fyrsta útgáfudag Nyhedsavisen Fyrsta tölublað Nyhedsavisen, nýs fríblaðs dótturfélags Dagsbrúnar, kemur út í Danmörku 6. október næstkomandi. Stefnt er að því að blaðinu verði dreift á um 900 þúsund heimili ef allt gengur eftir. Nokkuð hefur verið um hrakspár undanfarið vegna mikillar samkeppni á þessum nýja markaði og frétta af því að fjárhagsstaða útgefandans sé ekki jafnstyrk og búist var við. 24.8.2006 07:43
Mótmæla nýrri skattheimtu Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) áætla að um 200 milljónir króna leggist á kaupendur almennrar byggingavöru vegna breytinga sem eru boðaðar í frumvarpi Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra um stofnun svonefndrar Byggingarstofnunar. 24.8.2006 07:30
Ísraelar kaupa kjarnorkubáta Ísraelar hafa undirritað kaupsamning um tvo kafbáta sem geta skotið kjarnorkueldflaugum og verða þeir afhentir og sjófærir innan skamms. Þýsk yfirvöld láta Ísraelum kafbátana í té, en samkvæmt þýska blaðinu Spiegel var veittur góður afsláttur af bátunum. Kaupverðið mun vera 91,5 milljarðar króna. 24.8.2006 07:30
Kveðst ekki geta tjáð sig Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, getur ekki tjáð sig um hvort gera skuli jarðhitasvæði á Reykjanesi að friðlandi. 24.8.2006 07:30
Vilja lagabreytingar til að auðvelda störf Send hafa verið bréf til dómsmála- og samgönguráðuneyta þar sem óskað er eftir lagabreytingum til auðvelda störf lögreglu og Neyðarlínunnar. Mikilvægt að breyta lögum svo að hægt sé að sinna lögbundnu hlutverki, segir í bréfinu. 24.8.2006 07:30
Verulegt tjón á rafmagnsköplum Talið er að verulegt tjón hafi orðið á rafmagnsköplum í verksmiðju Norðuráls á Grundartanga í gærkvöldi þegar ál rann út fyrir ker og bræddi kaplana. Slökkviliðið á Akranesi var kallað út um klukkan hálf níu í gærkvöldi vegna reyks sem lagði frá lagnakjallara í skála þrjú. 24.8.2006 07:24
Krefjast frelsis fyrir fangelsaða múslima Myndband sem birt var í gær var fyrsta lífsmarkið frá fréttamönnum Fox-sjónvarpsstöðvarinnar sem var rænt á Gaza fyrir tíu dögum. Gíslatökumennirnir krefjast lausnar allra múslima úr bandarískum fangelsum í skiptum fyrir gíslana. 24.8.2006 07:15
Barnaafmæli fagnað í fangelsi Haldið var upp á afmæli tveggja ára gamallar stúlku í fangelsinu í Kópavogi fyrir skemmstu. Stúlkan hefur dvalið hjá móður sinni í fangelsinu frá fæðingu. 24.8.2006 07:15
Kristinn H. segir samkomulag brotið Kristinn H. Gunnarsson segist hafa gert samkomulag við Hjálmar Árnason um að verða aftur formaður í einni af nefndum þingsins. Það hafi ekki verið efnt. Hjálmar segir Kristin ekki fara rétt með og skilur ekki hvað vakir fyrir honum. 24.8.2006 07:15