Fleiri fréttir

Loftárásir og bardagar í suðri

Að minnsta kosti 36 skæruliðar talibana féllu í skærum og loftárásum NATO í suðurhluta Afganistans í gær. Einn NATO-hermaður féll og fimm aðrir særðust í árásum skæruliða, að því er talsmenn NATO-liðsins greindu frá.

Ætla að styrkja fötluð börn

Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, kynnti í gær verkefnið skorað fyrir gott málefni. Verkefnið er áheit þar sem bankinn mun gefa ákveðna upphæð fyrir hvert skorað mark í næstu umferð Landsbankadeildar karla og kvenna í knattspyrnu.

Biðlistar heyra sögunni til

Biðlistar heyra sögunni til hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Um eða yfir tveggja mánaða bið er eftir heyrnartækjum í dag. Guðrún Gísladóttir framkvæmdastjóri segir að biðin í dag sé eðlileg. Vorið 2003 hafi reglugerð um greiðsluþátttöku ríkisins í heyrnartækjum orðið til þess að þáttur einstaklingsins hafi aukist og losnað um flöskuhálsinn. Fjármagn hafi myndast og hagræðing og endurskipulagning á rekstrinum hafi orðið til þess að saxast hafi á biðlistann.

Þrjú áföll á skömmum tíma

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, segir það vera áfall fyrir atvinnulífið á Húsavík að Skinney-Þinganes hf. hafi keypt kvóta og skip útgerðarfélagsins Langaness hf. á Húsavík.

Hvellur varar ferðamenn við

Hvellbombur voru prófaðar í nágrenni Hrafntinnuskers í gær. Hugmyndin er að þær verði notaðar til þess að vara ferðamenn við ef til Kötlugoss kemur. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra stendur fyrir prófuninni. Hvellbomban er eins konar flugeldur sem gefur aðeins frá sér hljóð en ekki bjarma. Á sama tíma voru tívolíbombur sprengdar til samanburðar.

Bandarísk flugvél fékk herþotufylgd

Bandarísk flugvél, sem var á leið til Indlands, fékk leyfi til að lenda á Schiphol-flugvelli í Hollandi í gær og fékk herþotufylgd eftir að starfsfólk vélarinnar tilkynnti um undarlega hegðun nokkurra farþega um borð.

Stundum þarf að beita valdi

Landssamband lögreglumanna telur undanfarna umfjöllun um störf lögreglumanna, meðal annars við Kárahnjúka, einsleita. Hún sé til þess fallin að draga úr trúverðugleika lögreglumanna og fagstéttarinnar í heild sinni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu.

Slök uppskera ástarviku

Nemendum við Grunnskóla Bolungarvíkur fækkar á milli ára, úr 151 í 134 í haust.

Birkir Jón stýrir fjárlaganefnd

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, er nýr formaður fjárlaganefndar Alþingis. Hann tekur við starfinu af Magnúsi Stefánssyni sem varð félagsmálaráðherra í sumar. Framsóknarmenn gengu frá nýrri skipan í nefndir þingsins á þriðjudagskvöld vegna breytinganna sem urðu á þingliði flokksins í júní.

Gæsluvarðhald framlengt

Gæsluvarðhald var í gær framlengt um viku yfir átta mönnum sem grunaðir eru um aðild að samsæri um að sprengja farþegaþotur á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Það var framlengt um sólarhring yfir tveimur öðrum og einum var sleppt án ákæru.

Ítök Írana sögð fara vaxandi

Íranar hafa meiri áhrif í Írak en Bandaríkjamenn og ráðamenn í Teheran hafa fest sig í sessi sem aðalkeppinautar bandarískra stjórnvalda um ítök í Miðausturlöndum. Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu virtrar rannsóknarstofnunar í Lundúnum, Chatham House.

Vilja í velmegunarlið með Norðurlöndum

Alex Salmond, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, SNP, vill að Skotland verði sjálfstætt ríki sem yrði hlekkur í „velmegunarboga“ með Norðurlöndunum, frá Íslandi til Finnlands. Frá þessu er greint í blaðinu Scotland on Sun­day

Mikill áhugi fólks á skipinu

Að sögn Bjarna Thoroddsen, framkvæmdastjóra hjá Stálsmiðjunni í Reykjavíkurhöfn, hefur Hvalur 9 vakið mikla athygli eftir að hann var dreginn upp í slipp í fyrsta sinn síðan 1989.

Sektaður fyrir að aka of hægt

Ökumaður á Vesturlandsvegi var stöðvaður í gær fyrir að aka of hægt. Ökumaður ók bifreið með hjólhýsi í eftirdragi og ók hann töluvert undir fimmtíu kílómetra hraða, þar sem leyfilegur hámarkshraði er níutíu kílómetrar á klukkustund.

Starfsmenn megi tjá sig

Borgarfulltrúar vinstri grænna gagnrýna ákvörðun stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur um að starfsmaður ætti ekki að tjá sig um málefni Kárahnjúkavirkjunar.

Skólaupplýsingar á einn stað

Framhald.is, upplýsingavefur fyrir fólk sem hyggur á framhaldsnám, var opnaður í menntamálaráðuneytinu í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnaði vefinn og tilkynnti á sama tíma um hundrað þúsund króna styrk sem menntamálaráðuneytið veitir til verkefnisins.

Nálgunarbann í sex mánuði

Hæstiréttur staðfesti í gær sex mánaða nálgunarbann sem maður var dæmdur í gagnvart barnsmóður sinni og sambýlismanni hennar, í héraðsdómi þann 21. ágúst síðastliðinn.

Myrti dætur sínar

Þrítugur Dani var í gær dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á tveimur dætrum sínum. Þetta kemur fram á fréttavef Politiken.

Hugsanlega sjálfsáverkar

Lögregla útilokar ekki að maðurinn sem virðist hafa verið ráðist á á Kárahnjúkum aðfaranótt sunnudags hafi veitt sér áverkana sjálfur. Þetta kom fram í kvöldfréttum NFS í gærkvöldi.

Greiðslukortið í farsímanum

Svo gæti farið að örbylgjuflögur (RFID) verði teknar upp í stað greiðslukorta þegar greitt er fyrir vörur og þjónustu. Örbylgjuflögunum væri hægt að koma fyrir í farsímum og yrðu þeir þannig alþjóðlegt greiðslutæki sem gætu komið í stað greiðslukortsins. Stærstu verslunarfyrirtæki heims hafa gert tilraunir og þróað þessa tækni í samstarfi við þekkt tæknifyrirtæki eins og Nokia.

Fagna ályktun Framsóknar

Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem það fagnar því hversu mikil áhersla er lögð á menntamál í nýrri stjórnmálaályktun Framsóknarflokksins, þá sérstaklega hvað varðar jafnrétti til náms.

Tekið til hendi í Grundarhverfi

Ráðist verður í annan áfanga fegrunarátaksins Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík á laugardaginn næstkomandi. Að þessu sinni verður tekið til hendinni í Grundarhverfi á Kjalarnesi.

Eðlilegt að leysa félagið upp

Engin starfsemi er nú í Eignarhaldsfélagi Vestmanneyja og rætt hefur verið um að leysa félagið upp. Byggðastofnun lagði stæstan hlut í eignarhaldsfélagið, 78,5 milljónir eða um 40 prósent alls hlutafjár.

Búast við auknu samráði

Stjórn Barnavistunar, félags dagforeldra, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem stofnun nýs leikskólaráðs hjá Reykjavíkurborg er fagnað.

Tveir teknir með fíkniefni

Ferðalangar sem reyndu að smygla inn umtalsverðu magni af örvandi efnum á mánudag sitja nú í gæsluvarðhaldi, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þeir voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins þar sem efnin fundust í fórum þeirra.

Á 73 þar sem hámarkið er 30

Lögreglumál Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í gær ökumann á 73 kílómetra hraða skammt frá grunnskóla í Reykjavík en hámarkshraði á götunni er 30 kílómetra hraði á klukkustund.

Ál líklega orsök mikils reyks

Mikinn reyk lagði frá skála þrjú við verksmiðju Norðuráls við Grundartanga og var slökkvilið Akraness kallað út um klukkan hálf níu í kvöld. Við rannsókn á staðnum kom í ljós að reykinn lagði frá lagnakjallara undir verksmiðjunni og var reykurinn það mikill að ákveðið var að kalla eftir aðstoð slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Afhenti heimsverðlaunin fyrir endurnýjanlega orku

Þetta var í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt og fór afhendingin fram á heimsþingi sem haldið er í Flórens á Ítalíu. Á þinginu eru um 800 fulltrúar frá 107 löndum. Til verðlaunanna var stofnað að íslensku frumkvæði og var Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor þar í fararbroddi en Grímur Marínó Steindórsson, fyrrum bæjarlistamaður í Kópavogi, er höfundur verðlaunagripsins.

Gæti hafað skaðað sig sjálfur

Lögreglan hefur ekki útilokað að maðurinn, sem ráðist virðist hafa verið á á Kárahnjúkum aðfaranótt sunnudags, hafi veitt sér áverkana sjálfur.

Telur meira en ókyrrð þurfa til að granda flugvél

Formaður Rannsóknarnefndar flugslysa telur ókyrrð eina og sér ekki geta grandað farþegaflugvélum heldur þurfi fleiri þættir að koma til. Eins segir hann sjaldgæft að eldingar verði til þess að flugvélar hrapi.

Á leið heim frá Tel Aviv

Íslenskur ríkisborgari af palestínskum ættum, sem var í haldi lögreglu á flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael fram eftir degi, er væntanlegur til Lundúna í kvöld án vegabréfs. Íslenska utanríkisráðuneytið segir allt verða gert fyrir manninn og honum veitt sérstakt vegabréf gerist þess þörf.

Vilja láta afnema stimpil- og uppgreiðslugjöld

Íslenskir bankar gætu boðið fólki mun betri kjör, að mati Samkeppniseftirlitsins sem hefur kannað samkeppni á bankamarkaði. Í skýrslunni er lagt til að hvor tvegga, stimpilgjöld og uppgreiðslugjöld af lánum, verði afnumin.

Svörtu kassarnir fundnir

Nú er talið að sambland af vondu veðri og mistökum flugmanna hafi valdið flugslysinu í Úkraínu í gær. 170 manns létu lífið í slysinu. Talið er að flugvélin hafi lent í mikilli ókyrrð, jafnvel orðið fyrir eldingu, og síðan hafi mistök flugmanns orðið til þess að vélin ofreis og hrapaði stjórnlaus til jarðar.

Erindi ekki sent áfram fyrir mistök

Utanríkisráðuneytið segir að mistök hafi valdið því að erindi rússneska sendiherrans, varðandi þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna, hafi ekki verið formlega afgreitt.

Berjast gegn kvikasilfursmengun

Það var ákveðið á fundi umhverfisráðherra Norðurlandanna sem fram fór á Svalbarða þann 21. ágúst að stuðla að efldri baráttu gegn mengun af völdum kvikasilfurs og þrávirkra lífrænna efna. Norðurlöndin munu beita sér fyrir gerð alþjóðasáttmála gegn kvikasilfursmengun, sem fer vaxandi víða, þar á meðal á Norðurlöndum.

Enn díselolía á bílnum

Áheitahringferð til styktar samtökum krabbameinssjúkra barna lauk um klukkan eitt í dag. Tæpir fjórtánhundruð kílómetrar eru að baki og enn var nokkuð eftir að díselolíu þegar bíllinn lauk hringferðinni um landið.

Vill styrkja stöðu háskólanna

Menntamálaráðherra er ánægður með niðurstöður nýrrar skýrslu OECD um stöðu háskóla á Íslandi. Hún vill styrkja stöðu háskólanna og auka gæði þess náms sem þar er í boði.

Nýr upplýsingavefur um háskólanám

Framhald. is, nýr upplýsingavefur um framhalds- og háskólanám var opnaður dag. Fjórir nemar við Verslunarskóla Íslands eiga veg og vanda að heimasíðunni.

Náði mynd af slysinu á farsíma

Rannsóknarmenn hafa fundið svarta kassa sem voru í rússnesku farþegaflugvélinni sem hrapaði í Úkraínu í gær. Hundrað og sextíu farþegar og tíu manna áhöfn fórust með vélinni. AP-fréttastofunni hefur borist upptaka af slysinu sem vitni tók á farsíma sinn. Þar má sjá hvar vélin hrapar og mikill reykur stígur upp frá slysstaðnum.

Aldrei meiri eftirspurn eftir stúdentaíbúðum

Aldrei hafa fleiri verið á biðlista fyrir húsnæði á stúdentagörðum Háskóla Íslands og ástandið á almennum leigumarkaði er síst skárra. Sigurður Örn Hilmarsson, formaður stúdentaráðs, segir einungis standa á lóðaúthlutun til þess að byggja megi fleiri stúdentaíbúðir.

Sjá næstu 50 fréttir