Fleiri fréttir

Vísitala íbúðaverðs lækkar

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,7% milli júní- og júlí-mánaða. Vísitalan fyrir sérbýli lækkaði meira en fyrir fjölbýli. Þetta er í fyrsta sinn í tæpt ár sem vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkar milli mánaða. Þetta kemur fram á vef Fasteignamats ríkisins, www.fmr.is.

Trésmiðja Fljótsdalshéraðs hættir rekstri

Þrátt fyrir mikla uppbyggingu á Austurlandi er eitt rótgrónasta verktakafyrirtæki fjórðungsins komið í rekstrarstöðvun. Um þrjátíu starfsmenn voru sendir heim og þeim tilkynnt að uppsagnarbréf væri á leiðinni.

KS gerir tilraun með rafrænt kjötmat

Kindaskrokkar, sem eru metnir með því að láta þá renna í gegnum eftirlitshlið, eins og þau sem flugfarþegar ganga í gegnum á flugvöllum, eru ekki fjarlæg framtíð.

Heimsmet í spengingum

Breskir flugeldaáhugamenn settu í gærkvöld óvenjulegt heimsmet þegar þeir kveiktu í rúmlega 50 þúsund flugeldum á fimm sekúndum.

Á reki í Kyrrahafinu

Þrír mexíkóskir fiskimenn hröktust um Kyrrahafið á lítilli skektu í ellefu mánuði áður en þeim var bjargað við Marshall-eyjar í síðustu viku, tæpa níu þúsund kílómetra í burtu frá heimahöfn þeirra.

KÍ fordæmir vinnubrögð borgarstjórnar

Kennarasamband Íslands fordæmir vinnubrögð meirihluta borgarstjórnar við stofnun nýs leikskólaráðs. Í ályktun stjórnar KÍ segir að ekkert samráð hafi verið haft við fagaðila og ákvörðunin samræmist ekki stefnu þeirra um samræmingu milli skólastiga. Stjórnin segist vænta þess að borgarstjórn endurskoði ákvörðun sína.

Játar að hafa valdið dauða JonBenet

Eitt umtalaðasta morðmál síðari ára í Bandaríkjunum komst í kastljósið á ný í nótt þegar taílensk lögreglan handtók mann grunaðan um að hafa myrt barnafegurðardrottninguna JonBenet Ramsey fyrir áratug.

Mótmælendur ákærðir og krafðir bóta

Tuttugu mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar voru ákærðir í dag vegna aðgerða á virkjanasvæðinu, í húsnæði Hönnunar og á byggingarsvæði ALCOA í gær.Jafnframt lagði Alcoa fram bótakröfu upp á tæplega þrjátíu milljónir króna.

Full ástæða er til að óttast sprungumyndun

Full ástæða er til að óttast að sprungur geti myndast í Kárahnjúkastíflu þegar byrjað verður að fylla Hálslón í haust. Þetta segir prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands.

Litháar vilja þakka fyrir stuðninginn

Von er á tæplega tvöhundruð Litháum til Íslands nú um helgina, en þeir eru á leið hingað til lands til að votta Íslendingum þakklæti fyrir stuðninginn í sjálfstæðisbaráttu baltnesku landanna.

Friðargæslan í uppnámi

Friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í Líbanon hefur verið steypt í óvissu eftir að greint var frá því að Frakkar hygðust einungis senda fámennt lið til landsins en ekki þúsundir manna eins og vonast var til í fyrstu. Líbanonsher var fagnað þegar hann hélt yfir Litani-ána í morgun.

Aukin áhersla á flug til Evrópu

Í vetraráætlun Icelandair liggur fyrir aukin áhersla á flug til áfangastaða í Evrópu en að sama skapi mun draga lítilega úr flugi til Bandaríkjanna.

Samkomulag um fyrirtækið Framvegis

Verzlunarskóli Íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja undirrituðu í dag samkomulag um stofnun fyrirtækis sem á að sjá um rekstur Framvegis, miðstöðvar um símenntun.

Einn fórst og sextíu er saknað eftir eldgos

Einn fórst og sextíu er saknað eftir að eldfjallið Tungurahua í Ekvador fór að gjósa í gærkvöldi. Eldfjallið erum um hundrað og þrjátíu kílómetra suður að höfuðborginni Quito.

Mótmælendur ákærðir

Í dag voru þingfestar í héraðsdómi Austurlands fjórar ákærur á hendur nítján manns sem mótmælt hafa virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka og byggingu álvers Alcoa á Reyðarfirði að undanförnu.

Seðlabankastjóri setur ekki lög

Seðlabankastjóri hefur ekki vald til stefnumótunar varðandi Íbúðalánasjóð, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að Framsóknarmenn muni standa fast á því að ákvæði í stjórnarsáttmála um sjóðinn standi.

Bænastund í Safnaðarheimilinu í Sandgerði

Klukkan sex í kvöld hefst bænastund í Safnaðarheimilinu í Sandgerði til að minnast þeirra tveggja sem létust í bílslysi í gærkvöldi rétt fyrir utan Sandgerði.

Nafn stúlkunnar sem lést í gær

Stúlkan sem lést í umferðarslysi á Kjalarnesi í gær hét Linda Björg Rafnsdóttir, til heimilis að Klukkurima 49 í Grafavogi. Hún var sextán ára gömul.

Slapp vel eftir útafkeyrslu

Kona var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir útafkeyrslu um klukkan tvö í dag. Slysið átti sér stað á Reykjanesbrautinni rétt austan við Voga. Konan var ein í bílnum. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er konan ekki mikið slösuð og á heimleið. Bíllinn er mikið skemmdur og var fluttur burt með kranabíl.

Fjalla þarf um skýrslu FÍB

Jón Bjarnason, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í samgöngunefnd, hefur ritað Guðmundi Hallvarðssyni, formanni samgöngunefndar, bréf þess efnis að nefndin komi saman til að fjalla um nýútkomna skýrslu Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Gert upp á staðnum

Lögreglan í Árnessýslu býður fólki upp á að ganga frá sektum sínum á fljótlegan og einfaldan hátt. Svo virðist sem ökumenn, sem teknir eru fyrir hin ýmsu umferðarlagabrot á þjóðvegum landssins, fagni því að geta gengið frá málinu á staðnum og greitt sektina með debet- eða kreditkorti.

Alcoa krefst 26 milljóna fyrir vinnutap

Kæra Alcoa Fjarðaráls og skaðabótakrafa á hendur mótmælendum sem réðust inn á byggingasvæði álversins við Reyðarfjörð í gær var tekin fyrir í Héraðsdómi Austurlands í dag. Alcoa fer fram á 26 milljónir króna til að bæta fyrir tap sem varð vegna vinnustöðvunar meðan verið var að fjarlægja mótmælendurna.

Éta mannakjöt til að auka lækningamáttinn

Mósambísk hjón sem voru handtekin í síðustu viku hafa játað við yfirheyrslur að hafa grafið upp lík og borðað af þeim hold og beinakurl. Hjónin eru bæði galdralæknar og telja að mannátið styrki lækningarmátt þeirra en trú á galdralækningar er mjög sterk í Vestur-Mósambík þar sem hjónin búa.

Játaði á sig morðið

Bandarískur maður, sem handtekinn var í Tælandi í nótt, hefur játað að hafa verið valdur að dauða sex ára gamallar fegurðardrottningar í Bandaríkjunum fyrir áratug. Hann segir slys hafa valdið dauða stúlkunnar. Málið er eitt umtalaðasta morðmál í Bandaríkjunum síðari ár.

Hariri harðorður

Ísraelskt herlið er nú að yfirgefa hluta af Suður-Líbanon og eftirlætur líbönsku herliði og alþjóðlegum friðargæsluliðum að gæta vopnahlés milli Hisbollah og Ísraelshers. Leiðtogi stærsta flokkabandalagsins á líbanska þinginu segir Sýrlandsforseta hafa hvatt til uppreisnar í Líbanon með ræðu sinni í vikunni.

14 mótmælendur kærðir

Álfyrirtækið Alcoa í Reyðarfirði hefur formlega kært 14 mótmælendur, sem ruddust inn á lokað athafnasvæði fyrirtækisins í gærmorgun til að mótmæla framkvæmdum þar. Skaðabótakröfur gætu numið allt að 40 milljónum króna.

Bílslys í rannsókn

Rannsóknanefnd umferðaslysa, tvö lögregluembætti og rannsóknamenn tryggingafélaga rannsaka tildrög bílslysanna tveggja , sem urðu í gær, þar sem tveir karlmenn og ein stúlka létust.

Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins þekkjast boð Ómars Ragnarssonar

Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa þegið boð Ómars Ragnarssonar um að skoða Kárahnjúkasvæðið undir leiðsögn Ómars, að sögn Morgunblaðsins. Þá hafa yfirmenn NFS, Ríkisútvarpsins og Blaðsins einnig þekkst boð Ómars, en frestur til að þiggja það rann út í gær.

Varar við íshellunum við Hrafntinnusker

Kunnur göngugarpur og höfundur leiðsögubóka ráðleggur göngufólki að hætta sér ekki í íshellana við Hrafntinnusker þar sem erlendur ferðamaður lést í gær. Hann segir að fólk verði að vera við öllu búið í ferðum um hálendi Íslands.

Kona í haldi eftir vandræði í flugvél

Kona er í haldi lögreglu eftir að hún var til vandræða í flugvél bandaríska United flugfélagsins á leiðinni frá Lundúnum til Washingtonborgar í gær. Vélinni var snúið til Boston eftir að konan neitaði að hlýða fyrirmælum áhafnarinnar í flugvélinni og þurfti að binda hana niður aftast í vélinni.

Skarst á kviðarholi

Sjómaður um borð í íslenskum togara skarst á kviðarholi á sjöunda tímanum í gærkvöldi, þegar togarinn var að veiðum á Halamiðum, út af Vestfjörðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hann og mun sjómaðurinn ekki í lífshættu.

Morðið á JonBenet upplýst

Bandarískur maður var handtekin í Taílandi í nótt en grunur leikur á um að hann hafi myrt sex ára gamla fegurðardrottningu árið 1996. Málið þykir eitt umtalaðasta morðmál seinni tíma í Bandaríkjunum.

Símtöl í þjónustuver OR hljóðrituð

Öll símtöl við þjónustuver Orkuveitu Reykjavíkur eru hljóðrituð, meðal annars til þess að vernda öryggi starfsmanna, að sögn Eiríks Hjálmarssonar upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar, í viðtali við Fréttablaðið.

Krónan styrkist

Krónan styrktist um liðlega eitt prósent eftir tilkynningu Seðlabankans um stýrivaxtahækkun í gær. Hún hefur nú styrkst um átta prósent frá því í lok júní.

ASÍ og SA segja stýrivaxtahækkun misráðna

Bæði Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins telja vaxtahækkun Seðlabanka Íslands í gær misráðna. Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig, í 13,5%. Í kjölfarið hækkaði Landsbankinn vexti og síðar Sparisjóðirnir og Glitnir.

Maður í haldi vegna nauðgunartilraunar

Maður á þrítugsaldri viðurkenndi við yfirheyrslur hjá lögreglunni í Reykjavík í gær að hafa gert tilraun til að nauðga ungri konu, þegar hún var á leið til vinnu sinnar í Breiðholti aðfaranótt fimmtudags, fyrir viku. Árásin var hrottaleg. Ekki liggur fyrir hvort krafist verður gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir manninum.

Ísraelar yfirgefa hluta Suður-Líbanons

Ísraelskt herlið er nú að yfirgefa hluta af Suður-Líbanon og eftirlætur líbönsku herliði og alþjóðlegum friðargæsluliðum að gæta vopnahlés milli Hisbollah og Ísraelshers.

Hald lagt á fíkniefni og vopn

Sex menn á þrítugsaldri voru handteknir í sameiginlegri aðgerð lögreglunnar í Hafnarfirði og Kópavogi, eftir að talsvert af fíkniefnum og vopn fundust við húsleilt í gærkvöldi.

Þrír létust í umferðarslysum

Þrír létust í umferðarslysum í gær. Tuttugu og tveggja ára karlmaður, sem var farþegi í sendibíl, sem lenti í hörðum árkestri við fólksbíl á Garðskagavegi , rétt utan við Sandgerði um sjöleitið í gærkvöldi, lést skömmu eftir að sjúkraflutningamenn komu með hann á Slysadeild Landsspítalans. Ökumaður sendibílsins er talinn hafa látist samstundis.

Mistök hjá Seðlabanka Íslands

Bæði Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins telja vaxtahækkun Seðlabanka Íslands í dag misráðna. ASÍ spáir harðri lendingu á næsta ári og SA segja bankann vinna gegn aðgerðum aðila vinnumarkaðarins.

Sjá næstu 50 fréttir