Fleiri fréttir

Ólögmæt notkun upplýsinga

Ólögmætt var að nota lista um mætingar nemanda í þeim tilgangi að meina einum þeirra þátttöku á hátíð fyrir unglinga á vegum Samfés. Þetta kemur fram í úrskurði sem Persónuvernd kvað upp 14. ágúst síðastliðinn.

Himinninn stærsta tjaldið

Slökkt verður á öllum götuljósum í Reykjavík milli klukkan tíu og hálf ellefu hinn 28. september og borgarbúum þannig gert kleift að njóta stjörnudýrðar himinhvolfsins. Myrkvunin verður sú fyrsta í heiminum sinnar tegundar, en ekki er vitað til þess að heil borg hafi verið myrkvuð áður af ásetningi.

Erlendar konur í meirihluta

Erlendar konur settu svip sinn á maraþonið í miðborg Reykjavíkur um helgina. Um eitt hundrað konur hlupu fullt maraþon, 42,2 kílómetra, þar af voru íslensku konurnar um nítján talsins.

Fjarvera Mladic óafsakanleg

Réttarhald hófst í gær fyrir Stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi yfir sjö mönnum sem voru háttsettir í her Bosníu-Serba og eru ákærðir fyrir meinta hlutdeild þeirra í fjöldamorðunum á um átta þúsundum Bosníu-múslima í bænum Srebrenica. En fjarvera æðsta yfirmanns þeirra, hershöfðingjans Ratko Mladic, varpaði skugga yfir réttarhaldið.

Enn í gjörgæslu

Ökumaður bifreiðar sem lenti í árekstri á Vesturlandsvegi norðan Þingvallavegar um miðnætti á laugardagskvöld er enn í gjörgæslu. Að sögn vakthafandi læknis er líðan hans óbreytt, en honum er haldið sofandi í öndunarvél. Einn lést í slysinu sem varð eftir að hestar hlupu í veg fyrir bílinn.

Fann slöngu í kjallaranum

Karlmaður í Eskilstuna í Svíþjóð varð óþægilega undrandi þegar hann fór niður í kjallara hjá sér aðfaranótt sunnudags. Í kjallaranum hafi eins og hálfs metra eiturslanga hringað sig á gólfinu.

Þjóðverjar handteknir

Tveir Þjóðverjar voru meðal fimm manna sem handteknir voru í Kambódíu, grunaðir um að hafa misnotað ungar telpur kynferðislega. Hinir þrír eru Víetnamar. Annar Þjóðverjinn var handtekinn eftir að hann reyndi að flýja lögreglu með því að stökkva af svölum íbúðar sinnar. Í íbúð hans fann lögregla fjórar víetnamskar stelpur og myndband sem sýndi hinn Þjóðverjann, barnaskólakennara í Kambódíu, hafa kynmök við tvær þeirra. Lögreglan í Kambódíu hefur undanfarið handtekið þó nokkra erlenda íbúa landsins, grunaða um að misnota börn.

Krefjast úrbóta á flugvöllum

Forsvarsmenn lággjaldaflugfélagsins Ryanair hótuðu því á föstudag að höfða mál gegn breskum yfirvöldum, uppfylli þau ekki kröfur félagsins um að öryggiseftirlit með farþegum verði fært aftur til fyrra horfs og að bætt verði innan viku úr starfsmannaskorti á flugvöllum landsins.

Sprenging banaði tugi manna

Sprenging varð á yfirbyggðum markaði í Moskvu í Rússlandi í gærmorgun með þeim afleiðingum að tíu fórust og 31 slasaðist. Tveir hinna látnu voru börn.

Grunnt á því góða milli fylkinga

Skothríð upphófst í Kinshasa, höfuðborg Kongó, annan daginn í röð í gær, en spenna er mikil í borginni vegna nýafstaðinna forsetakosninga. Svo virtist sem skothríðin hefði átt sér stað nærri heimili fyrrverandi uppreisnarleiðtoga sem keppti við Joseph Kabila, sitjandi forseta, um embættið í kosningunum.

Endurbætur vega í Skriðdal

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs telur brýnt að bæta vegakafla hrigvegarins um Haugaá og Vatnsdalsá í Skriðdal. Á þessu svæði er hringvegurinn mjór malarvegur og á honum eru krappar beygjur og mjóar brýr sem komnar eru til ára sinna. Bæjarráðið telur að fyrirhuguð vegagerð á þessu svæði bæti umferðaröryggi mikið og minnki hættu á umferðar- og mengunarslysum.

Létu vísa tveimur frá borði

Breskir flugfarþegar neituðu að hleypa flugvél á loft fyrr en tveir karlmenn af asískum uppruna, sem þeir grunuðu um að vera hryðjuverkamenn, yrðu færðir frá borði. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Daily Mail.

Fangelsaður fyrir að kveikja í hænsnabúi

Dani nokkur hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi í Taílandi fyrir að hafa kveikt í hænsnabúi nágranna síns. Þetta kemur fram á fréttavef danska blaðsins Politiken.

Þrír látnir og tveggja saknað

Þrír menn fórust í miklu óveðri sem gekk yfir Búdapest í Ungverjalandi á sunnudag. Tveggja er enn saknað, en nær 300 særðust í veðrinu, þar af 40 lífshættulega.

Fara hringinn á einum tanki

Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB blaðsins, og Óskar Örn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, og dóttir hans Þuríður Arna lögðu af stað klukkan ellefu í gærmorgun frá Reykjavík í hringferð um landið en markmiðið er að komast ferðina á einum tanki. Takist það mun Hekla veita félaginu full afnot af bifreiðinni, sem er Skoda 1,9 dísil, í eitt ár.

Verktaki ráðinn í sorpið

Heilbrigðiseftirlitið á Austurlandi hefur gert athugasemdir við að gáma til að setja sorp í hefur vantað á Kárahnjúkum og gámarnir ekki fluttir nægilega ört niður af fjallinu til að tæma þá.

Meiri hætta á krabbameini

Verkamenn á olíuborpöllunum í Norðursjó eru í miklu meiri hættu á alvarlegum sjúkdómum eins og krabbameini en aðrir Norðmenn. Í frétt Norska Dagbladet segir að á hverju ári láti tólf til þrjátíu og tveir verkamenn á olíuborpöllum lífið vegna áhrifa vinnunnar á heilsu þeirra. Rannsóknir sýna að dánarlíkur karlmanna á olíuborpöllunum eru allt að 41 prósentum hærri en hjá norskum körlum almennt.

Íranar meina eftirliti aðgang

Íranar hafa meinað eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna aðgang að neðanjarðarkjarnorkuvinnslustöð þeirra. Segja erindrekar SÞ þetta auka grun um að ekki sé allt með felldu í kjarnorkuáætlun þeirra.

Ráfaði ölvaður af slysstað

Bíll valt í nágrenni Þingeyrar aðfaranótt sunnudags. Þegar lögreglan á Ísafirði kom á vettvang var bíllinn gjörónýtur en engan ökumann að sjá.

58 fórust þegar lestir rákust á

Að minnsta kosti 58 manns fórust þegar tvær járnbrautalestir rákust á í norðurhluta Egyptalands á háannatíma í gærmorgun. Líklegt þykir að tala látinna fari hækkandi, því að á annað hundrað manns slösuðust jafnframt í slysinu, margir lífshættulega.

Lýðheilsustofnun lætur lögfræðinga kanna lögmætið

Lýðheilsustöð hefur ákveðið að láta lögfræðinga sína skoða lögmæti þess að gefa sígarettur í beinni útsendinu. Útvarpsstöðin XFM hefur í allan dag verið að gefa forsýningarmiða á myndina "Takk fyrir að reykja" (Thank You For Smoking) sem verður frumsýnd á föstudag í Smárabíói og Regnboganum. Boðsmiðarnir sem gefnir hafa verið gilda á sérstaka forsýningu á fimmtudag í Smárabíói en útvarpsstöðin lét sígarettu fylgja hverjum miða.

Hunsa boð um rússneskar þyrlur

Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld geti sparað að minnsta kosti á fimmta milljarð króna, með því að kaupa rússneskar björgunarþyrlur í stað franskra eða bandarískra, hefur boð um að skoða þennan valkost verið hunsað ítrekað. Utanríkisráðuneytið fékk í apríl boð frá rússneska sendiherranum um að kynna sér þessar þyrlur en ráðuneytið virti sendiherrann ekki svars.

Vill fá Hring aftur heim í Hringsdal

Landeigandi í Hringsdal vill að líkamsleifar landnámsmanns, sem fundust við uppgröft í dalnum í síðustu viku, verði fluttar aftur í dalinn til sýnis fyrir almenning. Forstöðumanni Fornleifastofnunar líst vel á hugmyndina en segir hana þó erfiða í framkvæmd.

Hvalur 9 í slipp í dag

Hvalur níu, eitt af fjórum hvalveiðiskipum Hvals hf., var tekið í slipp í dag í fyrsta skipti í sautján ár. Stjórnarformaður Hvals heldur í vonina um að hvalveiðar verði leyfðar.

Mögulegt vestnorrænt fríverslunarsvæði

Það var ályktun ársfundar Vestnorræna ráðsins í Færeyjum í dag, að ríkistjórnir Íslands, Færeyja og Grænlands eigi að kanna möguleika á aðild Grænlands að Hoyvíkur-samningnum. Sá samningur er víðtækur fríverslunarsamningur sem gerður hefur verið og leiðir hann til íslensks-færeysks efnahagssvæðis þegar hann tekur gildi síðar á árinu.

Ný verslanamiðstöð

Ef tillögur þróunarfélagsins Þyrpingar hf hljóta náð fyrir augum skipulagsnefndar Seltjarnarnessbæjar verður verslanamiðstöð byggð á rúmlega tveggja hektara landfyllingu norðaustur af Eiðistorgi

Flugbraut á alþjóðaflugvellinum í Beirút opnuð á ný

Ein flugbrauta á Rafik Hariri alþjóðaflugvellinum í Beirút var opnuð fyrir flugumferð í morgun, í fyrsta skipti frá því Ísraelsher olli stórskemmdum á flugbrautum vallarins með loftárásum í upphafi átakanna í Líbanon fyrir um fimm vikum. Fyrst um sinn verður aðeins um takmarkað áætlunar- og leiguflug að ræða. Yfirvöld vona að hægt verði að ljúka viðgerðum á tveimur öðrum flugbrautum á innan við viku, þannig að flugumferð til höfuðborgarinnar komist aftur í samt lag.

Kennsla hefst á velgengnisviku

Kennsla nýnema í grunnnámi hófst í dag við Háskólann á Akureyri. Kennslan hefst með velgengnisviku sem er sérstök kynningarvika fyrir nýnema til að undirbúa þá undir nám og störf í háskóla. Kennsla eldri nemenda hefst mánudaginn 28. ágúst samkvæmt stundaskrá.

Kúrdar minnast þjóðernishreinsunum Íraksstjórnar

Hundruð Kúrda komu saman við minnismerki um Kúrda sem féllu í þjóðernishreinsunum Íraksstjórnar eftir fyrra Íraksstríð, í bænum Kalar í Írak í dag til að minna á hroðaverk stjórnar Saddams Hussein, fyrrverandi forseta Íraks.

Segir samninganefnd um varnarmál óvirka

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að ekkert hafi verið gert til að virkja samninganefndina sem forsætisráðherra skipaði til að fjalla um varnarmál við Bandaríkjamenn, þótt aðeins mánuður sé í að öll starfsemi verði á bak og burt af Keflavíkurflugvelli. Litlar sem engar upplýsingar hafa þó fengist um framtíð þess eða um hvernig viðræður samninganefndarinnar, sem fjalla átti um það hvernig varnarmálum Bandaríkjamann og Íslendinga yrði háttað í framtíðinni, gengur.

Færri fórnarlömb en talið var

Nú er talið að 58 manns hafi farist en ekki 80 eins og óttast var í fyrstu, eftir lestarslys um 20 kílómetra norður af Kairó, höfuðborgar Egyptalands í morgun.

Þjófnuðum hefur fækkað í Kópavogi

Þjófnuðum hefur fækkað um 27% í Kópavogi og hnuplmálum einum og sér um 40% á tímabilinu 1. janúar til 30. júní samanborið við sama tíma fyrir ári.

Útikennslustofa tekin í gagnið

Útikennslustofa, fyrsta sinnar tegundar á Íslandi verður opnuð formlega af Skógræktarfélagi Reykjavíkur á fimmtudaginn næstkomandi.

Sjá næstu 50 fréttir