Fleiri fréttir

Sjö tölvuskjám stolið í Hafnarfirði

Brotist var inn í Menntasetrið við Lækinn í Hafnarfirði um helgina og sjö tölvuskjám stolið. Lögreglan í Hafnarfirði segir málið í rannsókn.

Actavis styrkir Youth in Europe í Vilnius

Actavis styrkir forvarnarverkefnið "Youth in Europe" í Vilnius. Samstarfssamningur þess efnis var undirritaður um helgina í höfuðstöðvum Actavis í Hafnarfirði.

Tillaga að nýrri verslunarmiðstöð

Ef tillögur þróunarfélagsins Þyrpingar hf hljóta náð fyrir augum skipulagsnefndar Seltjarnarnessbæjar verður verslanamiðstöð byggð á rúmlega tveggja hektara landfyllingu norðaustur af Eiðistorgi.

Íranar ætla að halda auðgun úrans áfram

Ali Khamenei, æðstiklerkur í Íran, lýsti því yfir fyrr í morgun í íranska ríkissjónvarpinu að Íranar ætluðu að halda auðgun úrans ótrauðir áfram.

Þrír létust í óveðri í Búdapest

Að minnsta kosti þrír biðu bana og 250 slösuðust þegar skyndilegt óveður gerði í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í gærkvöld.

Skútusiglingar vinsælar um Vestfirði

Skútusiglingar um Vestfirði eru það nýjasta í ferðaþjónustu á Ísafirði og láta vinsældirnar ekki á sér standa. Eigendur skútunnar sjá mikla möguleika með skútusiglingar og spá miklum uppgangi í þessari grein ferðaþjónustu.

Vísitalan hækkaði um 0,8% í morgun

Vísitalan hækkaði um 0,8 % í morgun. Fram kemur á vef Glitnis að ICEX-15 hækkaði um 1,9% á föstudaginn síðastliðinn og var það áttundi viðskiptadagurinn í röð sem vísitalan hækkaði.

Fjölþjóðleg ráðstefna um sjávarútvegsmál og fiskeldi

Í dag byrjaði fjölþjóðleg ráðstefna um sjávarútvegsmál og fiskeldi í Namibíu í Afríku. Ráðstefnan er haldin dagana 21.-24. ágúst á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

Lestarslys í Egyptalandi

Minnst 80 eru látnir eftir lestarslys í Egyptalandi, um 20 kílómetra fyrir norðan Kaíró í morgun.

Kröfðust endurtalningu atkvæða

Meira en 50 þúsund manns tóku þátt í göngu til stuðnings kröfu Lopez Obrador, forsetaframbjóðanda í Mexíkó, um að öll atkvæði í forsetakosningunum sem haldnar voru annan júlí síðastliðinn verði talin upp á nýtt.

Karr kominn til Bandaríkjanna

John Mark Karr, sem grunaður er um morðið á hinni sex ára JonBenet Ramsey árið 1996, kom til Bandaríkjanna í nótt eftir 15 tíma flug frá Tælandi, þar sem hann var handtekinn. Karr sneri aftur til Bandaríkjanna af fúsum og frjálsum vilja í fylgd laganna varða.

Miklir skógareldar í Suður-Tyrklandi

Miklir hitar í Tyrklandi komu í gær í veg fyrir að næðist að slökkva skógarelda sem geisa við ströndina í Suður-Tyrklandi. Eldurinn blossaði upp nærri bænum Selcuk í gærmorgun en bærinn er fjölsóttur pílagrímsstaður.

Vill að Menningarnótt verði færð á sunnudag

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, ætlar enn að hvetja til þess að hátíðarhöld á menningarnótt verði færð yfir á sunnudag, í stað laugardags. Þetta telur hann affarasælast til að koma í veg fyrir mikla unglingadrykkju í kjölfar listadagskrár menningarnætur.

Kínverjinn á batavegi

Kínverjinn sem ráðist var á, í vinnubúðum Impregilo við Kárahnjúka, er á batavegi og líklegt er að hann verði útskrifaður seinna í dag.

Enn á gjörgæslu

Maðurinn, sem slasaðist í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í gærnótt er enn á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn er alvarlega slasaður og er honum haldið sofandi í öndunarvél. Maður á fimmtudgsaldri lést í slysinu en það varð með þeim hætti að hross hljóp í veg fyrir bíl sem ekið var í átt til Reykjavíkur. Við það missti ökumaður stjórn á bílnum sem kastaðist yfir á öfugan vegarhelming og lenti á öðrum bíl.

Eldurinn sást langar leiðir

Töluverður eldur kviknaði þegar sprenging varð í gasleiðslu í Austur-Tyrklandi í gær. Sprengingin varð þar sem leiðslan liggur í gegnum Agri-hérað. Sprengingin mun hafa verið svo kröftug að nálæg hús hristust. Nálægri dælustöð var lokað. Eldinn mátti sjá loga í margra kílómetra fjarlægð.

Leyniskyttur fella um 20 pílagríma

Að minnsta kosti 20 pílagrímar féllu fyrir hendi leyniskyttna í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. 300 þeirra særðust. Sjíar voru þar á leið að helgidómi til að votta látnum trúarleiðtoga virðingu sína. Öfgamenn úr röðum súnnía eru sagðir standa að baki ódæðunum.

Börn nota sprengjur sem leikföng

Ótal virkar sprengjur af ýmsum gerðum er að finna á götum Suður-Líbanon og hafa þær limlest marga íbúa þar eða orðið þeim að fjörtjóni. Björgunarfólk hefur reynt að merkja sem flestar sprengjur kirfilega áður en sprengjusérfræðingar gera þær óvirkar.

Meðhöndlaðir sem landráðamenn

Líbönsk stjórnvöld segja að hart verði tekið á þeim sem rjúfi vopnahlé Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar halda fast við þá skýringu að áhlaup á Austur-Líbanon í gær hafi verið gert til að stöðva vopnasendingu til skæruliða. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísraela hafa brotið gegn skilmálum vopnahlésins.

Maður á fimmtugsaldri þungt haldinn

Starfsmaður Impregilo við Kárahnjúkavirkjun varð fyrir alvarlegri líkamsárás á vinnusvæðinu í morgun. Hann var fluttur mikið slasaður með flugi til Reykjavíkur um klukkan ellefu. Samvkæmt upplýsingafulltrúa Impregilo virðist sem ráðist hafi verið á manninn í svefni með bareflum. Lokað hefur verið fyrir alla umferð úr starfsmannabúðum á meðan málið er í rannsókn lögreglu. Maðurinn, sem er kínverskur og á fimmtugsaldri, mun hafa misst mikið blóð og er hann með töluverða áverka á höfði.töluverða áverka á höfði.

Bankaræningi tekin höndum

Lögreglan í Portúgal handtók í fyrradag mann sem tók annan mann í gíslingu þegar sá fyrri reyndi að ræna banka í Almada, úthverfi Lissabon. Manninum, sem er starfsmaður bankans, var sleppt úr gíslingu eftir að lögregla skarst í leikinn. Ekki liggur fyrir hvernig lögregla fékk gíslatökumanninn til að láta manninn lausann. Látið var til skarar skríða eftir að erfiðlega hafði gengið að semja um lausn mannsins. Umsátrið stóð í þrjár klukkustundir og var nágrenni bankans girt af á meðan reynt var að semja við bankaræningjann. Bankinn sem hér um ræðir hefur verið rændur fjórum sinnum áður.

Fyrsti unginn í átta ár

Starfsmenn dýragarðsins í Cincinnati í Bandaríkjunum fögnuðu á dögunum fæðingu fyrstu górillunnar þar í átta ár. Muke fæddi þar heilbrigða, karlkyns górillu og er það þriðja fæðing hennar. Muke er tuttugu og fjögurra ára en faðirinn, Jomo, er fimmtán ára og lánaður frá dýragarðinum í Toronto. Górillurnar í dýragarðinum í Cincinnatti hafa verið nokkuð duglegar við að eignast afkvæmi og höfðu tæplega fimmtíu fæðst þar fram til ársins 1998 en þá bættist ekkert í hópinn, þar til fyrir viku.

Ætla taka hart á vopnasmygli

Líbanar ætla að taka hart á tilraunum til að smygla vopnum til Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Ísraelar halda fast í þá skýringu að skyndiáhlaupið á svæði skæruliða í Austur-Líbanon í gær hafi verið gert til að koma í veg fyrir slíkt og fleiri aðgerðir mögulegar ef sama staða komi upp. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er ekki á sama máli og segir Ísraela hafa brotið gegn vopnahlé milli þeirra og Hizbollah-skæruliða með áhlaupi sérsveitarmanna snemma í gær. Hann segir aðgerðirnar valda áhyggjum. Elias al-Murr, varnarmálaráðherra Líbanons, sagði í morgun að her landsins myndi bregðast hart við hvers kyns tilraunum til að brjóta gegn vopnahlé Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ef flugskeyti verði skotið frá Líbanon á ísraelskt landsvæði þá gagnist það Ísraelum í stríði þeirra og gaf ráðherrann þar í skyn að slíkt myndi gefa Ísraelum átillu til að hefja árásir á Líbanon að nýju. Hann sagðist sannfærður um að skæruliðar Hizbollah myndu halda að sér höndum. Murr segir Líbansher ráða svæðinu við landamæri að Sýrlandi og taka hart á tilraunum til að flytja vopna þar yfir. Hizbollah-liðar hafa greitt hverri þeirri fjölskyldu sem missti heimili sitt í Suður-Beirút jafnvirði tæpra sjö hundruð þúsunda króna og halda því áfram. Fólk sótti fjárstuðning í morgun í skóla í borginni. Líbanar lofa Hizbollah-skæruliða fyrir gjafmildi. Á sama tíma koma utanríkisráðherrar Arabaríkja saman í Kairó í Egyptalandi til að ræða hvernig fjármagan megi endurbyggingu landsins. Spenna magnast milli flestra hófsamra ríkja í Arabaheiminum og Sýrlendinga, sem eru helstu bakhjarlar Hizbollah. Deilt er framtíð Líbanons. Hófsamir óttast að stríðið í Líbanon hafi gefið Írönum og herskáum aröbum byr undir báða vængi og telja því mikilvægt að sættast á áætlun sem miðið að því að koma friðarferlinu í Mið-Austurlöndum aftur á skrið. Assa, Sýrlandsforseti, sagði í ræðu fyrir helgi að stríðið hefði afhjúpað hvaða þjóðum í heiminum væri stýrt af liðleskjum hverjum ekki. Þau ummæli hafa vakið mikla reiði meðal margra ráðamanna í þessum heimshluta.

Ólöglegur innflytjandi leitar hælis í kirkju

Umsátursástand hefur skapast fyrir utan kirkju í Chicago í Bandaríkjunum þar sem kona sem komst ólöglega inn í landið hefur leitað hælis. Fulltrúar bandaríska innflytjendaeftirlitsins bíða fyrir utan kirkjuna en þeim er ætlað að fylgja henni aftur til Mexíkó. Stuðningmenn konunnar, Elviru Arellano, krefjast þess að yfirvöld fresti því að vísa að konunni úr landi. Ef það fáist ekki séu allar líkur til þess að yfirvöld sæki hana með valdi inn í kirkjuna. Konan heldur þar til ásamt sjö ára syni sínum sem er bandarískur ríkisborgari. Elvira hefur nokkrum sinnum komist ólöglega yfir landamærin síðan 1997 og frá árinu 2003 hafa yfirvöld þrisvar frestað því að vísa henni úr landi. Elvira segist vilja dvelja áfram í landinu til að tryggja syni sínum betra líf.

Eldur í íbúðarhúsi í Hörðalandi

Slökkviðliðið var kallað að íbúðarhúsi í götunni Hörðalandi á ellefta tímanum í morgun eftir að tilkynnt hafði verið um reykjaskynjara í gangi og að reykj legði út um glugga. Vitað var að ein kona var inn í húsinu og voru þrjár stöðvar ræstar út. Þegar komið var á vettvang var konan komin út af sjálfsdáðum. Í ljós kom að pottu hefði verið skilinn eftir á eldavél og var eldur því lítill en reykræsta þurfti húsið.

Nítíu þúsund manns fylgdust með flugeldasýningunni

Níutíuþúsund manns fylgdust með flugeldasýningunni við Hafnarbakkann í Reykjavík á menningarnótt. Ölvun var mikil í miðbænum og töluvert um ryskingar. Talið er að flestir hafi haldið heim á leið að flugeldasýningunni lokinni en að um fimmtán þúsund hafi orðið eftir í miðbænum. Övun var nokkuð mikil eða með svipuðum hætti og á síðasta ári. Mikið var um riskingar og höfðu sjúkraflutningamenn í nógu að snúast við að flytja fólk með skurði og skrámur á slysadeild. Engin slasaðist þó alvarlega. Mest var að gera hjá lögregunni á milli klukkan tólf og fjögur í nótt og voru áttatíu lögreglumenn á vakt þegar mest var. Varðstjóri lögreglunnar í Reykjavík þakkar mikilli löggæslu að engar alvarlegar árásir hafi orðið í nótt. Á áttunda og níunda tímanum í morgun var lögreglan að hriða upp þá síðustu sem höfðu sofnað hér og þar um bæinn sökum ölvunar. Þá flutti lögreglan tuttugu ungmenni í foreldrahúsið í Vonarstæti þangað sem forráðamenn voru fengnir til að sækja þau og fóru þau síðustu heim klukkan fimm í nótt.

Lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi

Maður á fimmtugsaldri lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi eftir að bifreið ók á hross sem hljóp yfir veginn um miðnætti í nótt. Einn var fluttur alvarlega slasaður og gekkst hann undir aðgerð í nótt. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu Landspítalans er hann í öndunarvél.

Ekki búið að selja kvótann

„Þetta er allt í stoppi núna,“ segir Óli Bjarni Ólason, útgerðarmaður í Grímsey, en hann vinnur að sölu aflaheimilda sinna sem eru um tólf hundruð þorskígildistonn. Málið er mjög stórt fyrir Grímseyinga þar sem aflaheimildir Óla nema fjörutíu prósentum allra aflaheimilda í eynni.

Þéttir og bætir ríkisstjórnina

Geir H. Haarde telur niðurstöðu landsfundar framsóknarmanna til þess fallna að þétta og bæta ríkisstjórnarsamstarfið. Hann segir þó ómögulegt að spá hvort verulegar áherslubreytingar fylgi nýrri forustu. „Ég tel fullvíst að við í Sjálfstæðisflokknum eigum áfram gott samstarf við ráðherra Framsóknarflokksins.“

Ætum vírusum dreift á mat

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa leyft notkun á blöndu vírusa sem úðað verður á kjötálegg, pylsur og kjúklinga. Vírusarnir éta bakteríur sem geta valdið lífshættulegum sýkingum.

Framkvæmdirnar njóta stuðnings

Forsætisráðherra heimsótti virkjanasvæði Kárahnjúka í gær ásamt Ómari Ragnarssyni. Ráðherrann sá stóran hluta þess svæðis sem fer undir vatn í fyrsta sinn.

Boðar samstöðu og sættir flokksmanna

Jón Sigurðsson, nýr formaður Framsóknarflokksins, ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til að jafna ágreining innan flokksins. Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður og Sæunn Stefánsdóttir var kosin ritari.

Ekki auðvelt að setjast í stól Halldórs

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, lauk lofsorði á Halldór Ásgrímsson í ræðu á flokksþinginu í gær og þakkaði honum árangursrík störf fyrir land og þjóð. Siv Friðleifsdóttir segir stöðu sína innan flokksins hafa styrkst.

Jón Sigurðsson er formaður Framsóknarflokksins

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,er nýr formaður Framsóknarflokksins. Þetta var tilkynnt á flokksþingi Framsóknar sem stendur sem hæst í Reykjavík. Hann hlaut rúm 54% atkvæða og hafði þar betur en andstæðingar hans Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Haukur Haraldsson.

Guðni endurkjörinn

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, var endurkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins á flokksþingi sem stendur nú sem hæst. Þar með lagði hann mótframbjóðanda sinn, Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra. Guðni fékk 60,91% atkvæða en Jónína 36,54%. 841 voru á kjörskrá, 718 greiddu atkvæði eða 85,4%.

Stjórnvöld á Srí Lanka fagna fjölgun eftirlitsmanna

Stjórnvöld á Srí Lanka fagna þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að tvöfalda fjölda Íslendinga í norræna friðareftirlitinu í landinu. Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum á Srí Lanka segir að íslensk stjórnvöld hafi sýnt staðfestu gagnvart skuldbindingu þeirra um að tryggja friðarferlið á Srí Lanka.

Sjá næstu 50 fréttir