Fleiri fréttir

Rekin fyrir að reykja í laumi

Afgreiðslustúlka á veitingastað í Reykjavík var sagt upp störfum þegar upp komst um laumureykingar hennar og ítrekað hnupl með falinni myndavél inn á staðnum. Persónuvernd segir að um ólögmæta vöktun hafi verið um að ræða.

Starfsmenn á baráttufundi

Hátt á annað hundrað starfsmenn IGS, dótturfyrirtækis Icelandair sem sér um þjónustustörf í Leifsstöð, hittust nú laust fyrir klukkan átta í kvöld á leynilegum baráttufundi í húsi Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur.

Microsoft sektað

Evrópusambandið hefur sektað bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft um 280 milljónir evra, jafnvirði 26 milljarða íslenskra króna.

Göngugarpur setur met

Göngugarpurinn Jón Eggert Guðmundsson er nú í Barðastrandarsýslu í göngu sinni eftir strandvegum Íslands. Hann hefur þegar náð þeim áfanga að verða sá Íslendingur sem lengst hefur gengið á vegum umhverfis Ísland.

Matarkostnaður gæti lækkað um 50 þúsund á ári

Allt stefnir í að matvælanefnd forsætisráðuneytisins sem átti að leggja til leiðir til að lækka matarverð á Íslandi, ljúki störfum í þessari viku án þess að skila sameiginlegri niðurstöðu um innflutningstolla á matvælum.

Síðasta geimgangan

Tveir geimfarar úr áhöfn geimferjunnar Discovery brugðu sér í dag í síðustu geimgöngu yfirstandandi leiðangurs.

Ópólitískur upplýsingafulltrúi

Guðmundur Hörður Guðmundsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins. Guðmundur hefur starfað í fréttamennsku, bæði á Rúv og Fréttablaðinu auk þess sem hann hefur numið umhverfisfræði í Edinborgarháskóla. Guðmundur Hörður var fyrir nokkrum árum áberandi í starfi ungs Samfylkingarfólks og sat í nefndum fyrir flokkinn en segist nú hafa sagt skilið við pólitíkina.

Enn ekki sátt um mexíkósku forsetakosningarnar

Mexíkóski forsetaframbjóðandinn Lopez Obrador, sem beið lægri hlut fyrir Felipe Calderon með aðeins ríflega hálfs prósents mun 2. júlí síðastliðinn, segist nú hafa óhrekjanlegar sannanir á myndbandi fyrir kosningasvindli. Hann hefur nú lagt fram 900 blaðsíðna kæru þar sem ýmislegt ólöglegt athæfi í kosningabaráttunni og á kjördag er tíundað.

Indverjar reiðir Pakistönum

Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Mumbai á Indlandi í gær, sem kostuðu 183 mannslíf. Samskipti Indverja og Pakistana hafa kólnað vegna ódæðanna.

Ófriðarskýin hlaðast upp

Forsætisráðherra Ísraels segir að Líbanar hafi kastað stríðshanskanum í morgun þegar skæruliðar Hizbollah-samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn í gíslingu. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmdi gíslatökuna harðlega í yfirlýsingu sinni í dag.

Biðst afsökunar á framkomu sinni í úrslitaleiknum

Franski knattspyrnumaðurinn Zinedine Zidane hefur beðist afsökunar á framferði sínu í úrslitaleiknum á HM um síðustu helgi þegar hann skallaði ítalska varnarmanninn Marco Materazzi og var sendur af velli í sínum síðasta leik. Hann segir Materazzi hafa látið mjög ljót orð falla um fjölskyldu sína. Nánar má lesa um málið á íþróttasíðu Vísis.

Amfetamín í hvítvínsflöskum

Það er jafn auðvelt að búa til hreint amfetamín úr amfetamínvökva og að baka köku. Þetta kom fram í vitnisburði sérfræðings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, við aðalmeðferð í máli tveggja Litháa sem grunaðir eru um stórfellt fíkniefnasmygl til landsins.

Vill fá allt húsnæðið að Snorrabraut undir Blóðbankann

Stjórnvöld og yfirstjórn Landsspítalans eiga að nýta tækifærið og flytja Blóðbankann í húsnæði sem rúmar alla starfsemina segir Sveinn Guðmundsson, blóðbankastjóri. Hann gagnrýnir harðlega ummæli ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins vegna fyrirhugaðra flutninga.

Umskornir karlmenn smitast síður af kynsjúkdómum

Minni líkur eru á að umskornir karlmenn smitist af HIV veirunni og fái aðra kynsjúkdóma en karlmenn sem ekki eru umskornir. Sóttvarnarlæknir hvetur þó ekki íslenska karlmenn til að fara í slíka aðgerð.

Umferðartafir við Lómagnúp á Skeiðarársandi

Umferðartafir eru við Lómagnúp á Skeiðarársandi vegna umferðaróhapps sem varð rétt fyrir klukkan þrjú. Jeppi með fellihýsi valt og lenti á miðjum veginum og hindrar umferð að öllu leyti. Enginn slasaðist alvarlega. Vegagerðin biður fólk um að sína tillitssemi.

Vonast til að Alliance-húsið svokallaða verði friðað

Formaður húsafriðunarnefndar ríkisins situr nú fund með borgarstjóra í von um að borgarstjóri taki vel í hugmyndir nefndarinnar um að friða Alliance-húsið svokallaða í vesturbæ Reykjavíkur. Formaðurinn neitar því alfarið að nefndin hafi sofið á verðinum, en til stendur að rífa húsið.

Litháinn lýsir sig saklausann

Lithái, sem var handtekinn í Leifsstöð í desember með tvær áfengisflöskur fullar af vökva til amfetamínframleiðslu, lýsti sig saklausan við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Forsetinn tekur á móti breskum skútukörlum

Í dag klukkan þrjú mun Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson taka á móti hópi breskra skútukarla sem siglt hafa hingað til lands á tíu skútum í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá siglingu Dufferins láverðar til Íslands.

Útlán Íbúðalánasjóðs dragast saman

Útlán Íbúðalánasjóðs hafa dregist saman um fjórðung síðan bankanrir hófu innreið sína á íbúðalánamarkaðinn fyrir tæpum tveimur árum.

Aukin þjónusta í Leifsstöð

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur nú komið sér upp þráðlausu neti í byggingunni. Fyrst um sinn verður einungis boðið upp á þráðlaust net í suðurbyggingu flugstöðvarinnar en stefnt er að því að þráðlaust net verði aðgengilegt á öllum helstu stöðum í byggingunni í nánustu framtíð.

Hermenn Ísraelshers hafa haldið inn í Líbanon

Hermenn Ísrelshers hafa haldið inn í Líbanon til að frelsa tvo hermenn sem Hizbollah skæruliðar fönguðu við landamærin landsins. Al-Jazeera-sjónvarpsstöðin segir að sjö ísraleskir hermenn hafi fallið í átökunum.

Góðæri hjá útgerðarfélögum

Góðæri ríkir nú hjá útgerðarfélögunum þar sem verðmæti fiskiaflans hefur hækkað mikið á þessu ári á sama tíma og gengi krónunnar hefur veikst.

Engin sjúkraflugvél í Eyjum

Starfsmenn heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja gripu enn í tómt í fyrradag, þegar þeir hugðust senda sjúkling með sjúkraflugvél til Reykjavíkur til innlangar á Landspítalann.

Trukk í uppgræðsluna

Efnt verður til viðburðarins, “Trukk í uppgræðsluna” við Litlu kaffistofuna á morgun kl. 9:30-10:30.

Misvísandi verðbólguspár

Geir H. Haarde forsætisráðherra er sannfærður um að verðbólgan fari að minnka strax upp úr næstu áramótum og segir auðveldara að sitja í Seðlabankanum og biðja um aðgerðir heldur en að bera ábyrgð í ríkisstjórn þegar kemur að stjórn efnahagsmála.

Samkeppniseftirlitið ógilti samruna lyfjafyrirtækja

Samkeppniseftirlitið ógilti samruna Lyfjavers og Lyf & heilsu. Lyfja og Lyf & heilsa hefðu náð 80 prósenta markaðshlutdeild við samrunann. DAC, systurfyrirtæki Lyf & heilsu, hefði náð yfirburðastöðu í skömmtun lyfja fyrir stofnanir. Framkvæmdastjórar keðj

Besta afkoma Alcoa til þessa

Hagnaður Alcoa á öðrum fjórðungi ársins nam 57 milljörðum króna, sem er besta afkoma fyrirtækisins í sögu þess.

Rumsfeld í heimsókn í Afganistan

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fullvissaði Afgönsku ríkisstjórnina í gær, um að aukið öryggishlutverk NATO í landinu þýddi ekki að bandaríkjamenn væru að draga sig út úr átökunum þar, eftir fimm ára þáttöku.

Mikið um hraðakstur

Þrettán ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðann akstur í Kópavogi í gærkvöldi og ók einn þeirra á tvöföldum leyfilegum hámarkshraða.

Mátti vart tæpara standa

Björgunarbáturinn Oddur V. Gíslason var sendur af stað frá Grindavík eftir að tilkynning barst Landhelgisgæslunni um olíulausan bát á reki suðvestur af Reykjanesi. Að sögn Guðjóns Sigurðssonar, skipstjóra á björgunarbátnum, mátti vart tæpara standa því veður versnaði mjög. „Ef við hefðum verið seinna á ferðinni hefðu þeir jafnvel þurft að halda sjó,“ segir Guðjón.

Sláandi áhrif atvinnuleysis

Lokaverkefni Elínar Valgerðar Margrétardóttur í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands fjallaði um vinnumarkaðsúrræði fyrir atvinnulausa og hvort þau væru í samræmi við kröfur á vinnumarkaði.

Ljósfyrirbrigði út af Skerjafirði

Margir borgarbúar, þeirra á meðal lögreglumenn og slökkviliðsmenn, sáu ljósfyrirbrigði út af Skerjafirði um klukkan hálf fjögur í nótt, sem talið var neyðarblys.

Loftárás á Gaza í nótt

Að minnsta kosti sex, þarf af tvö börn, létust í loftárás Ísraelsmanna á Gazaborg í nótt. Tuttugu og fjórir særðust í árásinni.

Tæp tvö hundruð létu lífið

Sjö sprengjur sprungu í lestarkerfi Bombay (Mumbai), fjölmennustu borgar Indlands, í gær, sem ollu dauða á annað hund­rað manns og særðu um 500 að sögn lögreglustjóra borgarinnar. Utanríkisráðherra kallar árásina „svívirðilegt hryðjuverk“.

Fimmtíu milljónir í bætur

Það sem af er árinu hefur Landspítali - háskólasjúkrahús þurft að greiða um fimmtíu milljónir í skaðabætur vegna þriggja dómsmála þar sem spítalanum er stefnt. Tvö málanna varða læknamistök og eitt var vegna veikinda sem starfsmaður hlaut af vinnu á sjúkrahúsinu.

Þúsundir hætta lífi sínu fyrir spennu

Á hverju ári koma þúsundir manns saman í spænsku borginni Pamplona til þess að taka þátt í nautahlaupinu sem þar fer fram. Þá er mannýgum nautum sleppt í borginni og látin hlaupa eftir fyrirfram girtri leið á meðan mannfjöldi hleypur undan þeim.

Sjá næstu 50 fréttir