Fleiri fréttir

Kofi Annan óttast hörmungar

Þúsundir manna eiga nú í erfiðleikum með að flýja átökin í Líbanon vegna flugskeytaárása Ísraela. Um hálf milljón Líbana hefur þegar flúið sína heimabyggð og talið er að um 150 þúsund manns séu á flótta.

Stjórnkerfið skoðað í þaula

Borgaryfirvöld hafa ákveðið að gerð verði stjórnsýsluúttekt á stjórnkerfi Reykjavíkur. Ekki hefur verið ákveðið hvenær úttektin hefst, né hvaða fyrirtæki verður fengið til verksins.

Dýrt að fæða fyrir tímann

Meira en hálf milljón barna fæðist fyrir tímann í Bandaríkjunum á ári hverju. Kostnaðurinn við að sinna veikburða börnum sem fæðast fyrir tímann er um 2.000 milljarðar króna á ári hverju þar í landi.

Verðmæti ýsu og ufsa eykst

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 25 milljörðum króna fyrstu fjóra mánuði ársins, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Það er milljarði króna minna verðmæti en árið 2005. Aflaverðmæti aprílmánaðar nam rúmum sex milljörðum, sem er nokkru meira en í sama mánuði í fyrra.

Enginn fékk að sjá kjarasamninginn

Áhrifamenn innan Öryrkjabandalags Íslands segja Sigurstein Másson hafa brotið lög bandalagsins þegar hann neitaði að opinbera samning við framkvæmdastjóra. Þetta stangast á við allt sem heitir lýðræði, segir stjórnarmeðlimur.

Rússar ógna samstöðu stórveldanna

Andstaða Rússa við orðalag í uppkasti að ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um kjarnorkumál Írans ógnar samstöðu stórveldanna sex um hvernig skuli bregðast við mótþróa Írans við að stöðva auðgun úrans. Bandaríkin, Kína, Bretland, Frakkland, Þýskaland og Rússland ákváðu hinn 12. júlí að hefja viðræður á ný um aðgerðir Sameinuðu þjóðanna, í kjölfar þess að Íranar neituðu að svara hvort þeir myndu verða við vilja stórveldanna sex og fá í staðinn ýmis vilyrði.

Ekki sama hvar er keypt

Samtök ferðaþjónustunnar fagna skýrslu matvælaverðsnefndarinnar. Að sögn samtakanna hafa veitingamenn lagt ríka áherslu á að tollar verði afnumdir og öll sala matvæla verði í sama virðisaukaskattsþrepi, óháð því hvernig hún er seld

Vill að refsingu verði frestað

Michael Lenz, rúmlega fertugur ásatrúarmaður og fangi á dauðadeild í Virginíuríki í Bandaríkjunum, hefur farið fram á það við Hæstarétt Bandaríkjanna að dauðarefsingu hans verði frestað vegna þess að kviðdómendur í máli hans flettu upp í Biblíunni meðan réttarhöldin stóðu yfir.

Bóndi segir hækkun á leigu sanngjarna

Eigandi sumarhúsalóða í Skorradal segir ekki ósanngjarnt að leiguverð hækki úr tuttugu þúsundum í rúmar hundrað þúsund krónur á ári með endurnýjun á leigusamningum. Sumarhúsalóðir sæti lögmálum um eftirspurn eins og annað.

Alvarleg sakamál eru enn óupplýst

Tvö alvarleg sakamál frá því fyrr á árinu hafa enn ekki verið upplýst. Annars vegar er um að ræða vopnað rán í höfuðstöðvum Happdrættis Háskóla Íslands í janúar og hins vegar mannrán í Garði í mars. Sökudólgarnir ganga enn lausir.

Réðst á lögreglumann í lyftu

Öryggisvörður Hagkaupa í Skeifunni gerði lögreglu viðvart vegna manns sem virtist í annarlegu ástandi við verslunina, um hálf ellefu leytið í gærmorgun.

Allt skipulag endurskoðað

Eftir að upp komst um fjárdráttinn í Tryggingastofnun ríkisins á dögunum var ákveðið að taka skipulag stofnunarinnar til gagngerrar endurskoðunar.

Rússarnir koma!

Rússnesku skipin sem hingað koma bera af sér misgóðan þokka. Menn halda vart vatni sem líta á seglskipið Sedov sem kom til hafnar í Reykjavík á miðvikudag, svo stórt og tignarlegt sem það er.

Hent á dyr og braut rúðu

Ósáttur viðskiptavinur Café Cozy við Austurstræti lét illum látum eftir að hafa verið vísað á dyr aðfaranótt laugardags. Maðurinn lét gremju sína í ljós með því að brjóta rúðu skemmtistaðarins og var handtekinn.

Uppskeruhátíð Lunga í dag

Uppskeruhátíð Lunga, listahátíð ungs fólks á Austurlandi, var haldin í dag. Aldrei hafa fleiri sótt hátíðina sem stækkar með hverju árinu. Lunga er listahátíð fyrir fólk á aldrinum 16 til 25 ára en hún hófst á mánudaginn var. Í kvöld verða svo tónleikar þar sem hljómsveitin Todmobile spilar.

Horfið aftur til miðalda á Gásum

Horfið var aftur til miðalda á Gásum í Eyjafirði í dag þar sem haldin var lifandi hátíð í þessari fyrrum helstu útflutningshöfn Norðlendinga.

Mótmælastaða undir kvöldið

Íslandsvinir, sem dvelja í mótmælabúðum undir Snæfelli, fóru í dag í göngu um það svæði sem fer undir Hálslón í haust. Þátttakendur í búðunum koma frá ýmsum þjóðum og eru margir mættir til að sýna andstöðu sína gegn Kárahnjúkavirkjun.

Persónuleg óvild segir formaður ÖBÍ

Stjórnarmenn í Öryrkjabandalaginu ætla að kæra formann bandalagsins til félagsmálaráðuneytisins vegna framgöngu hans við gerð samnings við nýjan framkvæmdastjóra Öryrkjabandalagsins. Formaðurinn segir framgöngu mannanna sprottna af persónulegri óvild í sinn garð.

19 hið minnsta látnir eftir jarpskjálfta í Kína

Að minnsta kosti nítján manns eru sagðir hafa farist í jarðskjálfta í Kína í morgun. Skjálftinn var af stærðinni 5,1 á Richter og átti upptök í Yunnan-héraði í suðvesturhluta landsins.

Lagt hald á nokkuð af fíkniefnum

Lögreglan á Siglufirði lagði í gærkvöldi og nótt hald á nokkuð af fíkniefnum og voru þrír menn handteknir í tengslum við málið. Gerð var húsleit á tveimur stöðum í bænum og játuðu tveir hinna handteknu að vera eigendur efnanna.

Kona lést þegar fíll stappaði á henni

Kvenkyns dýrahirðir við fílaverndarsvæði í Tennessee í Bandaríkjunum lést þegar tæplega fjögurra tonna fíll gekk berserksgang og stappaði á honum. Félagi konunnar fékk einnig að kenna á fótum fílsins og slasaðist alvarlega.

Hreinsað til í Breiðholti

„Tökum upp hanskann fyrir Breiðholt" nefnist fegrunarátak sem hófst í hverfinu í morgun. Breiðhyltingurinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri fór þar fyrir fríðu föruneyti.

Votta leiðtoga rauðu kmeranna virðingu sína

Hundruð Kambódíumanna hafa í dag vottað Ta Mok, einum af leiðtogum hinna illræmdu rauðu kmera, virðingu sína en hann andaðist í gær. Hann er sakaður að hafa í stjórnartíð rauðu kmeranna á áttunda áratug síðustu aldar stýrt einhverjum umfangsmestu þjóðarmorðum sögunnar en 1,7 milljónir Kambódíumanna dóu á valdatíma þeirra.

Fulltrúi Byggðastofnunar segir af sér vegna meintra lögbrota

Fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja hefur sagt af sér vegna lögbrota félagsins sem hann kallar svo. Í greinargerð hans til Byggðastofnunar kemur fram að Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Eyjum, greiddi aldrei fjórðung stofnfjár í eignarhaldsfélagi Vestmanneyja eins og þó hafði verið tilkynnt hlutafélagaskrá.

Útskrifaður í dag eftir bílslysið á Suðurlandsvegi

Maðurinn sem fór í aðgerð vegna beinbrota eftir bílslys á Suðurlandsvegi við Rauðhóla í gærkvöld verður útskrifaður í dag. Sjö manns voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn sem var mjög harður.

Ökumaður stakk af

Bíl var ekið á umferðamerki í Seljahverfinu um átta leytið í morgun og stakk ökumaður af af vettvagni. Tilkynnt var um hálf fjögur í nótt að bílnum hefði verið stolið. Talið er að bíllinn hafi verið á nokkurri ferð þegar hann fór á umferðarmerkið því um sextíu metra hemlaför eru eftir bílinn.

Sprengjusérfræðingar eyddu skutli hrefnuskips

Tveir sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru í gær kallaðir vestur á Patreksfjörð þar sem einn skutull hrefnuskipsins Njarðar sprakk ekki. Loka þurfti hluta hafnarinnar á Patreksfirði í gærkvöldi vegna þessa.

Fíkniefni fundust

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði fólksbíl um klukkan hálf sex í nótt og reyndust allir í bílnum, þrír talsins, vera með fíkniefni á sér. Fólkið var bæði með hvít efni og e-töflur á sér auk þess sem að einn farþeganna var með stera í fórum sínum.

Á annað hundrað manns í mótmælabúðum

Á annað hundrað manns eru nú komnir í mótmælabúðir Íslandsvina undir Snæfelli. Hópurinn er þessa stundina á göngu um það svæði sem fer undir vatn þegar byrjað verður að safna í Hálslón í haust.

Fíkniefni og vopn fundust í húsi í miðborginni

Lögreglan í Reykjavík handtók fjóra einstaklinga í nótt eftir að hafa fundið fíkniefni og vopn í húsi í miðbæ Reykjavíkur. Verið er að yfirheyra þá sem voru handteknir. Gífurleg neysla hefur farið fram í húsnæðinu og hefur lögregla áður þurft að hafa afskipti af einstaklingum þar inni.

Liðsflutningar til landamæranna halda áfram

Liðsflutningar Ísraela til líbönsku landamæranna halda áfram en ekki er þó gert ráð fyrir allsherjarinnrás í Líbanon að svo stöddu. Bandaríkjamenn hafa hraðað vopnasendingum til Ísraels undanfarna daga.

Neyðarástand í Líbanon

Rauði krossinn hefur lýst yfir neyðarástandi í Líbanon. Þetta er ekki lengur árás á Hizbollah-samtökin, þetta er árás á líbönsku þjóðina, segir forseti landsins. Börn eru nærri þriðjungur fórnarlambanna.

Tuttugu látnir í Evrópu

Hitabylgjan í Evrópu hefur að öllum líkindum orðið um tuttugu manns að bana, þar á meðal 15 mánaða gömlu barni og 94 ára konu. Fjórir hinna látnu dóu á vinnustað, tveir við íþróttaiðkun og tveir voru heimilislausir á götum úti.

Subbur kærðar

Lögreglan í Reykjavík hefur í sumar stöðvað og kært ökumenn fyrir að henda sígarettustubbum og öðru rusli úr bílum sínum á götur borgarinnar.

Segir vopnahlé tilgangslaust

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir engan tilgang í því að Ísraelar hætti strax árásum á Líbanon. Vopnahlé núna væri falskt loforð, sagði hún á blaðamannafundi í Washington í gær.

Umhverfismats krafist

Landssamband veiði­félaga hefur sent umhverfisráðherra bréf þar sem þess er krafist að fyrirhuguð framkvæmd AGVA ehf., vegna þorskeldis í Hvalfirði, fari í umhverfismat.

Listsköpun í stað áhættu

Nýju meðferðarstarfi, sem ætlað er að minnka líkurnar á áhættusamri hegðun, hefur verið ýtt úr vör. Lögð er áhersla á listnám, vellíðan án vímuefna, hugræna atferlismeðferð og sjálfsstyrkingu.

Listaverkin geta notið sín innan RÚV

Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, segir listaverkin Sumardagur í sveit og tvö verk er tilheyra seríu sem nefnist Sjávarútvegur, eftir Gunnlaug Scheving, geta notið sín innan veggja Ríkisútvarpsins. Í Fréttablaðinu í vikunni var greint frá því að Hilmar Einarsson, forvörður í Morkinskinnu, hefði metið verk Gunnlaugs á rúmlega 40 milljónir króna. Samtals eru listaverk í eigu RÚV metin á 52 milljónir króna.

Saddam í hungurverkfalli

Verjendur Saddams Hussein í Írak vara við því að heilsu hans muni hraka, haldi hann áfram í hungurverkfalli sínu í fangelsinu. Þeir segja bandaríska hernámsliðið bera alla ábyrgð bíði heilsa hans tjón af.

Ný umferðarljós á næstunni

Framkvæmdir standa nú yfir vegna miðlægrar stýringar umferðarljósa í Reykjavík og er það samvinnverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðar­innar. Skipta þarf út eða uppfæra stýribúnað umferðarljósa á rúmlega 30 gatnamótum og fyrir vikið hefur eldri samhæfingu ljósanna verið ábótavant undanfarið, til dæmis á Suðurlandsbraut.

Yfir 400 aldraðir í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými

Fjárframlög vegna hjúkrunarrýma fyrir aldraða verða aukin um rúma þrjá milljarða króna. Peningunum verður varið í nýbyggingar, breytingu fjölbýla í einbýli og rekstur. Biðlistum á að koma í „ásættanlegt horf“. Hjúkrunarheimilum verður gert að veita sjúkra

Fyrsta lið ákæru endanlega vísað frá

Hæstiréttur staðfesti frávísun á fyrsta ákærulið Baugsmálsins í gær. Veigamesti ákæruliðurinn í málinu verður því ekki tekinn til efnismeðferðar. Mikið eftir af málinu enn, segir settur saksóknari. Kjarninn farinn, segir Gestur Jónsson.

Sjá næstu 50 fréttir