Fleiri fréttir

Dómsmálaráðherra undrast úrskurðinn

Björn Bjarnason segir Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínuna hf. vera að hugsa um öryggi almennings með stjórnsýslukæru. Vonandi tekið tillit til öryggissjónarmiða þegar endanlegar ákvarðanir verða teknar, segir Arnar Þór Jónsson.

Frystar afurðir skila mestu

Sjávarútvegur Verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða nam 112 milljörðum króna árið 2005 og dróst saman um 5,7 prósent frá fyrra ári, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Útflutt afurðaverðmæti allra aflategunda nema uppsjávarfisks dróst saman frá fyrra ári en frystar afurðir skiluðu yfir helmingi útflutnings­verðmætis.

Enn að hugsa

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, er enn að velta fyrir sér framboði til embætta innan forystu Framsóknarflokksins. Það liggur ekkert á, það er enn mánuður til flokksþings, sagði Siv í gær. Hún sagði fjóra kosti í stöðunni, að gefa kost á sér til embættis formanns eða varaformanns, sækjast eftir endurkjöri í starf ritara eða draga sig út úr flokksforystunni. Flokksþing Framsóknar fer fram 18. og 19. ágúst.

Dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi

Tveir Litháar voru í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamínvökva sem dugað hefði til framleiðslu á 13,3 kílóum amfetamíns til götusölu.

Fjölgaði um rúm 12% í maí

Ferðamönnum hingað til lands fjölgaði um tólf og hálft prósent í maímánuði síðastliðnum, miðað við sama mánuð í fyrra. Ríflega 31 þúsund ferðamenn heimsóttu landið í maí. Fjöldi ferðamanna þetta árið er kominn upp í tæp 105 þúsund og nemur fjölgunin tæplega átta prósentum á milli ára.

Mikill skaði á sumum trjátegundum

Rysjótt tíð í vor hafði slæm áhrif á trjávöxt í landinu. Þetta segir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. Á Suðurlandi og suðvesturhorninu varð mikill skaði á sumum trjátegundum.

Samtök stofnuð um sögutengda ferðaþjónustu

Nýlega voru stofnuð samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Forsvarsmenn samtakanna vilja samnýta krafta sína og beina sjónum ferðamanna enn frekar að söguarfleið Íslendinga.

Allsherjarárás yfirvofandi

Allsherjarinnrás Ísraela í Líbanon vofir yfir og íbúum við landamærin hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín strax. Líbanski herinn mun svara árásum Ísraela, sem hafa komið þúsundum hermanna fyrir við landamærin. Hishbollah-samtökin hafa látið sprengjum rigna yfir Haifa og aðrar ísraelskar landamæraborgir í dag.

Hagar fagnar tillögum matvælanefndar

Fyrirtækið, Hagar fagnar tillögum matvælanefndar um einföldun á skattlagningu matvæla, minni skattalagningu á matvæli og auknu frelsi til innflutnings á matvörum, sem teljast sjálfsagðar neysluvörur heimilanna.

Sprengjusérsfræðingar á leið til Patreksfjarðar

Hrefnuskipið Njörður 1438 kom til hafnar í Patreksfirði um hálf átta í kvöld vegna þess að einn skutlinn sprakk ekki. Tveir sprengjusérfræðingar frá Landheglisgæslunni eru nú á leið vestur til að gera skutulinn óvirkann. Búið er að loka hluta hafnarinnar vegna þessa.

Samgönguráðherra lýsir framsóknarmenn ábyrga

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að kosningaloforð framsóknarmanna um níutíu prósenta húsnæðislán hafi hrundið af stað þeirri óheillaþróun í verðlagsmálum sem verði nú til þess að fresta þurfi vegaframkvæmdum á Vestfjörðum og víðar.

Rýmka á lög um stofnfrumurannsóknir

Stofnfrumurannsóknir hafa verið stundaðar hér á landi í rúman áratug en lög sem gilda um þær koma í veg fyrir að íslenskir fósturvísar séu notaðir í slíkar rannsóknir. Það kann þó að breytast næsta vetur ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp sem nú er í undirbúningi.

Alvarlegasti ákæruliður Baugsmálsins úr sögunni

Alvarlegasti ákæruliður Baugsmálsins var úr sögunni í dag þegar Hæstiréttur staðfesti frávísun héraðsdóms. Þar var Jón Ásgeir Jóhannesson sakaður um að hafa blekkt stjórn Baugs í kaupum á 10 -11 verslununum og hagnast sjálfur um 200 milljónir króna.

Gjaldtaka fyrir legu látinna ekki talin leyfileg

Umboðsmaður Alþingis telur að gjaldtaka fyrir legu látinna í líkhúsum sé ekki leyfileg. Kona sem neitaði að borga fyrir geymslu á líki föður síns, vísaði málinu til umboðsmanns.

Bílslys á Suðurlandsvegi

Bílslys varð á Suðurlandsvegi rétt eftir klukkan sex í kvöld. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og er vegurinn lokaður við Rauðhóla. Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir um að aka ekki um svæðið.

Öll olíufélögin hafa lækkað bensínverð

Öll olíufélögin hafa lækkað verð á bensíni í dag. Olíufélagið Esso var fyrst til að lækka lítrann um eina krónu og tíu aura í morgun og Atlantsolía tilkynnti lækkun skömmu síðar um sömu upphæð.

Ný leið styrkt um sextán milljónir

Ráðherrar heilbrigðis og félagsmála skrifuðu undir samkomulag við samtökin Nýja leið í dag um að styrkja nýstárlegt meðferðarstarf fyrir ungt fólk með áhættu og geðraskanir um samtals sextán milljónir á tveimur árum.

Þrír handteknir vegna hryðjuverkaárásanna á Indlandi

Lögreglan á Indlandi tilkynnti í dag að þrír menn hafi verið handteknir í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í borginni Mumbai á dögunum. Þetta eru fyrstu handtökurnar í tengslum við rannsókn málsins.

Lokahátíð Sumarskólans

Lokahátíð Sumarskólans var haldin í Austurbæjarskóla í dag. Á hverju sumri er unglingum og fullorðnu fólki af erlendu bergi brotnu boðið upp á Sumarskólann þar sem þau læra íslensku og fræðast um íslenskt þjóðfélag.

Greiðslumark mjólkur eykst um 5 milljónir lítra

Greiðslumark mjólkur eykst um 5 milljónir lítra og er því 116 milljónir lítra. Ef allt fer sem skyldi er það mesta mjólkurframleiðsla síðan 1978, en þá var hún 120 milljónir lítra.

100 liðsmenn Hizbollah drepnir í átökunum

Ísraelskar herþotur létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Tyre í suðurhluta Líbanons í dag, þar sem ættingjar fallinna jörðuðu ástvini í bráðabirgðafjöldagröf. Ísraelar tilkynntu í dag að nálægt hundrað liðsmenn Hizbollah hafi verið drepnir í átökunum sem hafa nú staðið í tíu daga.

Hæstiréttur staðfestir frávísun

Hæstiréttur staðfesti nú síðdegis úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá fyrsta ákærulið nýrrar ákæru í Baugsmálinu. Settur saksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, kærði úrskurð héraðsdóms en Hæstiréttur staðfesti hann með vísun í forsendur héraðsdóms.

Kona slasast í Hornvík

Kona slasaðist í Hornvík á Ströndum fyrir skömmu. Björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson frá Ísafirði er á leið að sækja konuna ásamt lækni og sjúkraflutningamönnum. Talið er að konan hafi axlabrotnað og verður hún flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði.

Leiðtogi Rauðu Kmerana látinn

Helsti hugmyndafræðingur Rauðu kmeranna í Kambódíu lést í morgun. Nærri tvær milljónir manna létust úr hungri og vosbúð á meðan ógnarstjórn kmeranna stóð yfir.

Enn haldið sofandi

Jonathan Motzfeldt, formanni heimastjórnarinnar á Grænlandi, er enn haldið sofandi í öndunarvél á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Hann var fluttur til Íslands í gær vegna nýrnabilunar.

Ísmaðurinn á leiðinni heim

Ísmaðurinn, Sigurður Pétursson, hefur verið fastur á ís ásamt eiginkonu sinni um 100 sjómílur frá heimabæ sínum Kuumiiut á Austur strönd Grænlands. Hann losnaði í morgunn og segist hlakka til að koma heim.

Bensínverð lækkar

Olíufélagið Esso lækkar verð á bensíni í dag og lækkar hver lítri af bensín um eina krónu og tíu aura. Fyrr í vikunni reið ESSO á vaðið og hækkaði verð á bensínlítranum um þrjár krónur og fjörtíu aura.

Aflaverðmæti dregst saman um 3,8%

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 25 milljörðum króna fyrstu fjóra mánuði ársins samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Aflaverðmæti hefur dregist saman um einn milljarð eða 3,8 % frá því á sama tímabili í fyrra.

Báturinn fundinn

Báturinn sem strandaði í morgun á flosinni á milli Sandgerðis og Garðs er fundinn. Björgunarsveitir leituðu bátsins sem fannst rétt fyrir utan Garðskagans. Beðið er eftir flóði til að flytja bátinn til hafnar en einn maður var á bátnum með fimm tonn af fiski. Honum varð ekki meint af.

Ísraelar herða aðgerðir við landamærin.

Ísraelar eru að undirbúa innrás inn í Líbanon af jörðu niðri. Hermönnum við landamærin hefur verið fjölgað til muna og talsmenn hersins segja að til standi að bæta í aðgerðirnar við landamærin.

Fíkniefnabrot aldrei verið fleiri

Skráð fíkniefnabrot í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði hafa aldrei verið fleiri en í ár, 2006. Það sem af er árinu hefur lögreglan í Hafnarfirði lagt hald á yfir sex kíló af ólöglegum fíkniefnum en til samanburðar gerði lögreglan aðeins upptækt tæpt kíló árið áður.

Sjá næstu 50 fréttir