Fleiri fréttir Mikilvægasta verkefni Nató Framkvæmdastjóri Nató, Jaap de Hoop Scheffer, segir erlenda herliðið í Afganistan ekki hafa efni á því að tapa baráttunni við talibana. 21.7.2006 07:30 Vitna að grjóthruni óskað Möl og grjót féll af palli stórrar grænblárrar vörubifreiðar á Reykjanesbraut um klukkan 14.30 hinn 3. júlí síðastliðinn, sem olli tjóni á fjórum bílum hið minnsta. 21.7.2006 07:30 Sveitarfélögin íhuga aðild sína að Strætó Strætó bs. tapaði rúmlega milljón á dag fyrir sparnaðaraðgerðir. Fulltrúi borgarinnar í stjórn fyrirtækisins vanrækti að tilkynna um stöðu mála. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir sveitarfélög íhuga að endurskoða aðild sína að Strætó bs. 21.7.2006 07:15 Ræða við stærstu olíufyrirtæki heims Grænlendingar hófu viðræður um olíuleit á Grænlandi við nokkur stærstu olíufyrirtæki heims á þriðjudag. 21.7.2006 07:15 Fjórðungslækkun síðar á þessu ári Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að lækka gjaldskrá leikskóla borgarinnar. 21.7.2006 07:15 Lenging nauðsynleg Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar sendi frá sér ályktun í gær um lengingu flugbrautar á Akureyrarflugvelli, sem rædd hefur verið hjá bæjaryfirvöldum. „Lenging flugbrautar er grundvallaratriði varðandi framtíðaruppbyggingu millilandaflugs um völlinn og skapar mikil sóknarfæri,“ segir í ályktuninni. 21.7.2006 07:15 Hindrar heimabankaþjófnað Hafnar eru tilraunir með notkun svokallaðra einskiptis lykilorða til að auka öryggi þeirra viðskiptavina bankanna sem nota heimabanka. Búnaður til þessara nota er kominn til landsins og er nú nokkur fjöldi viðskiptavina bankanna að prufukeyra hann. Þetta segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. 21.7.2006 07:00 Stálu 10 til 15 milljónum „Þetta reyndust ekki nógu nákvæmar upplýsingar sem lögregla veitti Fréttablaðinu. Hið rétta er að þær upphæðir sem stolið hefur verið úr heimabönkum fólks nema tíu til fimmtán milljónum króna,“ sagði Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. 21.7.2006 07:00 Lögreglukona hættir í vændi Nýsjálenskri lögreglukonu hefur verið gert að hætta í aukavinnu sinni. Til að drýgja tekjurnar hafði konan unnið sem vændiskona. 21.7.2006 07:00 Reglugerð um endurgreiðslur Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur gefið út umburðarbréf til lögreglustjóra vegna löggæslukostnaðar við útihátíðahald. Samkvæmt nýjum reglum skulu mótshaldarar endurgreiða lögreglustjóra allan kostnað sem hlýst af aukinni löggæslu umfram það sem eðlilegt getur talist. 21.7.2006 07:00 Sex á sjúkrahús eftir árekstur Flytja þurfti sex manns á sjúkrahús eftir mjög harðan árekstur þriggja bíla á Reykjanesbraut klukkan tíu í gærmorgun. Beita þurfti klippum til að ná einum hinna slösuðu úr bílflaki. 21.7.2006 07:00 Erfitt að staðsetja notendur netsíma Í stjórnsýslukæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar segir að það geti verið vandkvæðum bundið að staðsetja notendur netsíma. Hætta getur skapast í neyðartilfellum í störfum lögreglu og björgunarsveita, að sögn kærenda. 21.7.2006 07:00 Kannar einkaframkvæmdir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað nefnd sem á að kanna í hvaða tilfellum einkaframkvæmdir í samgöngumálum geti talist vænlegur kostur. 21.7.2006 06:45 Velferðarmál sett í öndvegi Leiðtogi breska Íhaldsflokksins leggur æ meiri áherslu á að breyta ímynd flokksins. 21.7.2006 06:45 Fjórum bjargað úr eldsvoða Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja björguðu í fyrrinótt fjögurra manna fjölskyldu, hjónum og tveimur ungum börnum, út um glugga á brennandi húsi í Keflavík. Feðgar sem einnig bjuggu í húsinu komust út af sjálfsdáðum. Engan sakaði. 21.7.2006 06:45 Ræningi skildi eftir blóðslóð Fjögur innbrot hafa komið til kasta lögreglunnar í Reykjavík undanfarna daga. Á miðvikudag var tilkynnt um tvö innbrot, annað á heimili í Breiðholti þar sem flatskjá var stolið og hitt í bifreið við Laugaveg. Í gær var tilkynnt um tvö innbrot til viðbótar. Hurð á veitingastað í austurbænum var sparkað upp og tuttugu þúsund krónum stolið. Þá var brotist inn á heimili við Hverfisgötu og fartölva og myndavél tekin. Ræninginn virðist hafa skorið sig og skilið eftir blóðslóð. Allir þjófarnir eru ófundnir. Lögreglan segir innbrot ganga í bylgjum. 21.7.2006 06:45 Bæjarstjóri í Fjallabyggð Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum í vikunni að ráða Þóri Kristin Þórisson í starf bæjarstjóra. Fjallabyggð varð til við sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar nú í vor og er Þórir fyrsti bæjarstjóri hins nýja sveitafélags. 21.7.2006 06:30 Útileikirnir hollir Nú mega börnin kætast. Ný rannsókn, sem birt er í læknatímaritinu Lancet í dag, bendir nefnilega til að þau eigi að leika sér meira úti. 21.7.2006 06:30 Bendir á rétt útlendinga Fyrirtæki á Akranesi hafa fengið bréf frá lögreglunni í bænum þar sem hún áréttar lög um skyldur þeirra gagnvart erlendum starfsmönnum frá Evrópska efnahagssvæðinu. 21.7.2006 06:30 Upptökin voru sígarettuglóð Tæpur hektari lands á Gára í landi Landgræðslunnar í Rangárvallasýslu varð eldi að bráð í gær. Þakka má snarræði starfsmanna Landgræðslunnar í Gunnarsholti að ekki fór miklu verr þar sem tæpir þrjú þúsund hektarar af þurrum gróðri, sem er gömul uppgræðsla er þarna í kring og hefði hæglega getað orðið eldinum að bráð. 21.7.2006 06:15 Alþjóðahúsið í hvalaskoðunarferð Alþjóðahúsið bauð innflytjendum og öðrum sem sækja samtökin í hvalaskoðunarferð í kvöld. Met aðsókn var í ferðina og streymdi fólk niður á Reykjavíkurhöfn. 20.7.2006 22:52 Segir alla í forystusveit Hisbollah óhulta Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah sagði í viðtali við Al-Jazeera sjónvarpstöðina í dag að enginn í forystusveit samtakanna hefði særst í átökunum. Nasrallah sagði alveg ljóst að ísraelsku hermönnunum yrði ekki skilað nema í skiptum fyrir fanga sem eru í haldi Ísraelsmanna. 20.7.2006 22:36 Leggjast yfir gögn Ríkiskaupa Stjórnendur Atlantsolíu fengu í dag afhent gögn um samning sem Ríkiskaup gerðu við Skeljung og ESSO um kaup á eldsneyti og olíu fyrir ríkið. Forstjóri Ríkiskaupa vonar að það verði ekki til að veikja samkeppnisstöðu annarra olíufélaga í útboði í haust, þótt hann hafi neyðst til að láta pappírana af hendi. 20.7.2006 19:45 Jarðgöng mikilvæg á Vestfjörðum Engin aðgerð kemur vestfirskum byggðum jafnmikið til góða og jarðgangagerð milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, að mati íbúa á Vestfjörðum. 20.7.2006 19:31 Hitabylgja í Evrópu Níu hafa týnt lífi í hitabylgju í Frakklandi. 20.7.2006 19:26 Bush beitir neitunarvaldi Bush Bandaríkjaforseti beitti neitunarvaldi í gær til að koma í veg fyrir lög um styrki til stofnfrumurannsókna. Hann hefur ekki beitt neitunarvaldinu áður. 20.7.2006 19:08 Ísraelar útiloka ekki stórtæka innrás í Líbanon Ísraelar útiloka ekki stórtæka innrás í Líbanon á næstu dögum. Ísraelsher varpaði í dag meira en tuttugu tonnum af sprengjum á Líbanon og talsmenn hersins segjast á góðri leið með að knésetja Hisbollah-samtökin. 20.7.2006 18:57 Flokksbræður deila um greiðslur Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir nágrannasveitarfélög Reykjavíkur hafa svikist um að greiða til Strætós í samræmi við launahækkanir vegna nýs kjarasamnings. Flokksbróðir hans, bæjarstjórinn í Hafnarfirði, segir þetta með öllu rangt. Ráðist verður í stjórnsýsluúttekt á félaginu. 20.7.2006 18:48 196 þúsund tonn af rusli til Sorpu Sorpa tekur við rusli á hverju ári sem gæti fyllt Hallgrímskirkjuturn 200 sinnum. Eftir innreið flatskjáa var 80 prósentum meira af sjónvörpum og tölvuskjám hent í Sorpu eftir síðustu jól en jólin þar á undan. 20.7.2006 18:45 Leikskólagjöld lækka í haust Leikskólagjöld í Reykjavík snarlækka í haust og systkinaafsláttur verður hækkaður, rétt eins og meirihlutinn lofaði í kosningabaráttunni. 20.7.2006 18:27 Strætó segir rangt að aðildarsveitarfélög hafi ekki greitt framlög Strætó bs. segir það rangt hjá Degi B. Eggertssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, að aðildarsveitarfélög hafi svikist um að greiða framlög til fyrirtækisins. 20.7.2006 18:23 Helga Jónsdóttir ráðin bæjarstjóri Fjarðarbyggðar Helga Jónsdóttir, lögræðingur hefur verið ráðin bæjarstjóri Fjarðarbyggðar til næstu fjögurra ára. Allir bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með tillögu bæjarráðs um að bjóða Helgu embættið. 20.7.2006 17:59 Lifandi vegvísar Lifandi vegvísa má sjá víðsvegar um borgina í sumar. Vegvísarnir eru unglingar úr Vinnuskólanum sem starfa við að leiðbeina ferðamönnum um Reykjavík. 20.7.2006 17:36 Maður dæmdur fyrir að bíta lögregluþjón Karlmaður á þrítugsaldri var í morgunn dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að bíta lögreglumann í Keflavík. 20.7.2006 17:33 Deloitte & Touche gerir stjórnsýsluúttekt á Strætó Endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækið Deloitte & Touche hefur verið ráðið til að gera stjórnsýsluúttekt á Strætó bs. Stefnt er að því að niðurstöður úttektarinnar liggi fyrir í september. 20.7.2006 17:16 Heimsmeistarakeppnin í Mýrarfótbolta haldin í níunda sinn Heimsmeistaramótið í Mýararfótbolta var haldið í níunda sinn í Hirinsalmi í Finnlandi um síðustu helgi. Lítið var þó um leðjuna að þessu sinni sökum rigningarleysis og því voru keppendur snyrtilegri nú en oft áður. 20.7.2006 17:00 Fyrsta skóflustungan tekin fyrir Leiruvogstunguhverfi Fyrst skóflustungan var tekin í Leiruvogstungu í Mosfellsbæ í dag en þar á að rísa nýtt íbúðahverfi. 20.7.2006 16:35 Fimm ára fangelsi fyrir mansal Dómstóll í Finnlandi dæmdi í dag átta einstaklinga til fangelsisvistar í allt að fimm ár fyrir mansal. 20.7.2006 16:18 Þriðjungur fallinna börn Þriðjungur þeirra sem fallið hefur í átökum milli Ísraels og Líbanon eru börn. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að deilunni yrði að ljúka strax til að koma í veg fyrir að fleiri saklausir borgarar láti lífið. Hjálparsamtök vara við neyðarástandi meðal flóttamanna sem hafa hrakist frá heimilum sínum í Líbanon 20.7.2006 16:16 The Barbecue Terror 20.7.2006 15:41 Skemmtanahaldarar bera kostnað af aukinni löggæslu Í umburðarbréfi sem gefið er út af Birni Bjarnasyni, dóms- og kirkjumálaráðherra til lögreglustjóra landsins vegna útihátíða, kveður á um nýja reglugerð um löggæslukostnað. 20.7.2006 15:06 Samfylkingin vill helmings lækkun á matarskatti Samfylkingin styður hugmyndir um afnám vörugjalda og innflutningstolla á landbúnaðarafurðir í áföngum, í samræmi við tillögur sem kynntar eru í skýrslu formanns matvælaverðsnefndar. 20.7.2006 14:30 Umferðaróhapp á Akureyri Umferðaróhapp var í Vestursíðu á Akureyri í hádeginu. Bifhjóli var ekið fram úr bíl sem beygði inná bílastæði með með afleiðingum að bifhjólið og ökumaður þess hafnaði inní garði. Ekki eru talin mikil meiðsl á ökumanni bifhjólsins, eitthvert tjón var á bifhjóli og bifreið. 20.7.2006 13:24 Skemmtiferðaskip í Grundarfirði Skemmtiferðaskipið Columbus lagðist að bryggju í Grundarfirði í morgun. Fréttavefurinn Skessuhorn greinir frá því að með skipinu séu 350 farþegar og 170 manna áhöfn. Flestir farþeganna eru Þjóðverjar en farþegarnir munu fara í skoðunaferð um nágrenni Snæfellsjökuls. Veðrið leikur við mannskapinn líkt og hér í höfuðborginni en í Grundarfirði er ekki ský á himni og um 13 gráðu hiti. 20.7.2006 13:10 Impeccable French Taste 20.7.2006 12:51 Sjá næstu 50 fréttir
Mikilvægasta verkefni Nató Framkvæmdastjóri Nató, Jaap de Hoop Scheffer, segir erlenda herliðið í Afganistan ekki hafa efni á því að tapa baráttunni við talibana. 21.7.2006 07:30
Vitna að grjóthruni óskað Möl og grjót féll af palli stórrar grænblárrar vörubifreiðar á Reykjanesbraut um klukkan 14.30 hinn 3. júlí síðastliðinn, sem olli tjóni á fjórum bílum hið minnsta. 21.7.2006 07:30
Sveitarfélögin íhuga aðild sína að Strætó Strætó bs. tapaði rúmlega milljón á dag fyrir sparnaðaraðgerðir. Fulltrúi borgarinnar í stjórn fyrirtækisins vanrækti að tilkynna um stöðu mála. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir sveitarfélög íhuga að endurskoða aðild sína að Strætó bs. 21.7.2006 07:15
Ræða við stærstu olíufyrirtæki heims Grænlendingar hófu viðræður um olíuleit á Grænlandi við nokkur stærstu olíufyrirtæki heims á þriðjudag. 21.7.2006 07:15
Fjórðungslækkun síðar á þessu ári Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að lækka gjaldskrá leikskóla borgarinnar. 21.7.2006 07:15
Lenging nauðsynleg Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar sendi frá sér ályktun í gær um lengingu flugbrautar á Akureyrarflugvelli, sem rædd hefur verið hjá bæjaryfirvöldum. „Lenging flugbrautar er grundvallaratriði varðandi framtíðaruppbyggingu millilandaflugs um völlinn og skapar mikil sóknarfæri,“ segir í ályktuninni. 21.7.2006 07:15
Hindrar heimabankaþjófnað Hafnar eru tilraunir með notkun svokallaðra einskiptis lykilorða til að auka öryggi þeirra viðskiptavina bankanna sem nota heimabanka. Búnaður til þessara nota er kominn til landsins og er nú nokkur fjöldi viðskiptavina bankanna að prufukeyra hann. Þetta segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. 21.7.2006 07:00
Stálu 10 til 15 milljónum „Þetta reyndust ekki nógu nákvæmar upplýsingar sem lögregla veitti Fréttablaðinu. Hið rétta er að þær upphæðir sem stolið hefur verið úr heimabönkum fólks nema tíu til fimmtán milljónum króna,“ sagði Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. 21.7.2006 07:00
Lögreglukona hættir í vændi Nýsjálenskri lögreglukonu hefur verið gert að hætta í aukavinnu sinni. Til að drýgja tekjurnar hafði konan unnið sem vændiskona. 21.7.2006 07:00
Reglugerð um endurgreiðslur Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur gefið út umburðarbréf til lögreglustjóra vegna löggæslukostnaðar við útihátíðahald. Samkvæmt nýjum reglum skulu mótshaldarar endurgreiða lögreglustjóra allan kostnað sem hlýst af aukinni löggæslu umfram það sem eðlilegt getur talist. 21.7.2006 07:00
Sex á sjúkrahús eftir árekstur Flytja þurfti sex manns á sjúkrahús eftir mjög harðan árekstur þriggja bíla á Reykjanesbraut klukkan tíu í gærmorgun. Beita þurfti klippum til að ná einum hinna slösuðu úr bílflaki. 21.7.2006 07:00
Erfitt að staðsetja notendur netsíma Í stjórnsýslukæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar segir að það geti verið vandkvæðum bundið að staðsetja notendur netsíma. Hætta getur skapast í neyðartilfellum í störfum lögreglu og björgunarsveita, að sögn kærenda. 21.7.2006 07:00
Kannar einkaframkvæmdir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað nefnd sem á að kanna í hvaða tilfellum einkaframkvæmdir í samgöngumálum geti talist vænlegur kostur. 21.7.2006 06:45
Velferðarmál sett í öndvegi Leiðtogi breska Íhaldsflokksins leggur æ meiri áherslu á að breyta ímynd flokksins. 21.7.2006 06:45
Fjórum bjargað úr eldsvoða Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja björguðu í fyrrinótt fjögurra manna fjölskyldu, hjónum og tveimur ungum börnum, út um glugga á brennandi húsi í Keflavík. Feðgar sem einnig bjuggu í húsinu komust út af sjálfsdáðum. Engan sakaði. 21.7.2006 06:45
Ræningi skildi eftir blóðslóð Fjögur innbrot hafa komið til kasta lögreglunnar í Reykjavík undanfarna daga. Á miðvikudag var tilkynnt um tvö innbrot, annað á heimili í Breiðholti þar sem flatskjá var stolið og hitt í bifreið við Laugaveg. Í gær var tilkynnt um tvö innbrot til viðbótar. Hurð á veitingastað í austurbænum var sparkað upp og tuttugu þúsund krónum stolið. Þá var brotist inn á heimili við Hverfisgötu og fartölva og myndavél tekin. Ræninginn virðist hafa skorið sig og skilið eftir blóðslóð. Allir þjófarnir eru ófundnir. Lögreglan segir innbrot ganga í bylgjum. 21.7.2006 06:45
Bæjarstjóri í Fjallabyggð Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum í vikunni að ráða Þóri Kristin Þórisson í starf bæjarstjóra. Fjallabyggð varð til við sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar nú í vor og er Þórir fyrsti bæjarstjóri hins nýja sveitafélags. 21.7.2006 06:30
Útileikirnir hollir Nú mega börnin kætast. Ný rannsókn, sem birt er í læknatímaritinu Lancet í dag, bendir nefnilega til að þau eigi að leika sér meira úti. 21.7.2006 06:30
Bendir á rétt útlendinga Fyrirtæki á Akranesi hafa fengið bréf frá lögreglunni í bænum þar sem hún áréttar lög um skyldur þeirra gagnvart erlendum starfsmönnum frá Evrópska efnahagssvæðinu. 21.7.2006 06:30
Upptökin voru sígarettuglóð Tæpur hektari lands á Gára í landi Landgræðslunnar í Rangárvallasýslu varð eldi að bráð í gær. Þakka má snarræði starfsmanna Landgræðslunnar í Gunnarsholti að ekki fór miklu verr þar sem tæpir þrjú þúsund hektarar af þurrum gróðri, sem er gömul uppgræðsla er þarna í kring og hefði hæglega getað orðið eldinum að bráð. 21.7.2006 06:15
Alþjóðahúsið í hvalaskoðunarferð Alþjóðahúsið bauð innflytjendum og öðrum sem sækja samtökin í hvalaskoðunarferð í kvöld. Met aðsókn var í ferðina og streymdi fólk niður á Reykjavíkurhöfn. 20.7.2006 22:52
Segir alla í forystusveit Hisbollah óhulta Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah sagði í viðtali við Al-Jazeera sjónvarpstöðina í dag að enginn í forystusveit samtakanna hefði særst í átökunum. Nasrallah sagði alveg ljóst að ísraelsku hermönnunum yrði ekki skilað nema í skiptum fyrir fanga sem eru í haldi Ísraelsmanna. 20.7.2006 22:36
Leggjast yfir gögn Ríkiskaupa Stjórnendur Atlantsolíu fengu í dag afhent gögn um samning sem Ríkiskaup gerðu við Skeljung og ESSO um kaup á eldsneyti og olíu fyrir ríkið. Forstjóri Ríkiskaupa vonar að það verði ekki til að veikja samkeppnisstöðu annarra olíufélaga í útboði í haust, þótt hann hafi neyðst til að láta pappírana af hendi. 20.7.2006 19:45
Jarðgöng mikilvæg á Vestfjörðum Engin aðgerð kemur vestfirskum byggðum jafnmikið til góða og jarðgangagerð milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, að mati íbúa á Vestfjörðum. 20.7.2006 19:31
Bush beitir neitunarvaldi Bush Bandaríkjaforseti beitti neitunarvaldi í gær til að koma í veg fyrir lög um styrki til stofnfrumurannsókna. Hann hefur ekki beitt neitunarvaldinu áður. 20.7.2006 19:08
Ísraelar útiloka ekki stórtæka innrás í Líbanon Ísraelar útiloka ekki stórtæka innrás í Líbanon á næstu dögum. Ísraelsher varpaði í dag meira en tuttugu tonnum af sprengjum á Líbanon og talsmenn hersins segjast á góðri leið með að knésetja Hisbollah-samtökin. 20.7.2006 18:57
Flokksbræður deila um greiðslur Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir nágrannasveitarfélög Reykjavíkur hafa svikist um að greiða til Strætós í samræmi við launahækkanir vegna nýs kjarasamnings. Flokksbróðir hans, bæjarstjórinn í Hafnarfirði, segir þetta með öllu rangt. Ráðist verður í stjórnsýsluúttekt á félaginu. 20.7.2006 18:48
196 þúsund tonn af rusli til Sorpu Sorpa tekur við rusli á hverju ári sem gæti fyllt Hallgrímskirkjuturn 200 sinnum. Eftir innreið flatskjáa var 80 prósentum meira af sjónvörpum og tölvuskjám hent í Sorpu eftir síðustu jól en jólin þar á undan. 20.7.2006 18:45
Leikskólagjöld lækka í haust Leikskólagjöld í Reykjavík snarlækka í haust og systkinaafsláttur verður hækkaður, rétt eins og meirihlutinn lofaði í kosningabaráttunni. 20.7.2006 18:27
Strætó segir rangt að aðildarsveitarfélög hafi ekki greitt framlög Strætó bs. segir það rangt hjá Degi B. Eggertssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, að aðildarsveitarfélög hafi svikist um að greiða framlög til fyrirtækisins. 20.7.2006 18:23
Helga Jónsdóttir ráðin bæjarstjóri Fjarðarbyggðar Helga Jónsdóttir, lögræðingur hefur verið ráðin bæjarstjóri Fjarðarbyggðar til næstu fjögurra ára. Allir bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með tillögu bæjarráðs um að bjóða Helgu embættið. 20.7.2006 17:59
Lifandi vegvísar Lifandi vegvísa má sjá víðsvegar um borgina í sumar. Vegvísarnir eru unglingar úr Vinnuskólanum sem starfa við að leiðbeina ferðamönnum um Reykjavík. 20.7.2006 17:36
Maður dæmdur fyrir að bíta lögregluþjón Karlmaður á þrítugsaldri var í morgunn dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að bíta lögreglumann í Keflavík. 20.7.2006 17:33
Deloitte & Touche gerir stjórnsýsluúttekt á Strætó Endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækið Deloitte & Touche hefur verið ráðið til að gera stjórnsýsluúttekt á Strætó bs. Stefnt er að því að niðurstöður úttektarinnar liggi fyrir í september. 20.7.2006 17:16
Heimsmeistarakeppnin í Mýrarfótbolta haldin í níunda sinn Heimsmeistaramótið í Mýararfótbolta var haldið í níunda sinn í Hirinsalmi í Finnlandi um síðustu helgi. Lítið var þó um leðjuna að þessu sinni sökum rigningarleysis og því voru keppendur snyrtilegri nú en oft áður. 20.7.2006 17:00
Fyrsta skóflustungan tekin fyrir Leiruvogstunguhverfi Fyrst skóflustungan var tekin í Leiruvogstungu í Mosfellsbæ í dag en þar á að rísa nýtt íbúðahverfi. 20.7.2006 16:35
Fimm ára fangelsi fyrir mansal Dómstóll í Finnlandi dæmdi í dag átta einstaklinga til fangelsisvistar í allt að fimm ár fyrir mansal. 20.7.2006 16:18
Þriðjungur fallinna börn Þriðjungur þeirra sem fallið hefur í átökum milli Ísraels og Líbanon eru börn. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að deilunni yrði að ljúka strax til að koma í veg fyrir að fleiri saklausir borgarar láti lífið. Hjálparsamtök vara við neyðarástandi meðal flóttamanna sem hafa hrakist frá heimilum sínum í Líbanon 20.7.2006 16:16
Skemmtanahaldarar bera kostnað af aukinni löggæslu Í umburðarbréfi sem gefið er út af Birni Bjarnasyni, dóms- og kirkjumálaráðherra til lögreglustjóra landsins vegna útihátíða, kveður á um nýja reglugerð um löggæslukostnað. 20.7.2006 15:06
Samfylkingin vill helmings lækkun á matarskatti Samfylkingin styður hugmyndir um afnám vörugjalda og innflutningstolla á landbúnaðarafurðir í áföngum, í samræmi við tillögur sem kynntar eru í skýrslu formanns matvælaverðsnefndar. 20.7.2006 14:30
Umferðaróhapp á Akureyri Umferðaróhapp var í Vestursíðu á Akureyri í hádeginu. Bifhjóli var ekið fram úr bíl sem beygði inná bílastæði með með afleiðingum að bifhjólið og ökumaður þess hafnaði inní garði. Ekki eru talin mikil meiðsl á ökumanni bifhjólsins, eitthvert tjón var á bifhjóli og bifreið. 20.7.2006 13:24
Skemmtiferðaskip í Grundarfirði Skemmtiferðaskipið Columbus lagðist að bryggju í Grundarfirði í morgun. Fréttavefurinn Skessuhorn greinir frá því að með skipinu séu 350 farþegar og 170 manna áhöfn. Flestir farþeganna eru Þjóðverjar en farþegarnir munu fara í skoðunaferð um nágrenni Snæfellsjökuls. Veðrið leikur við mannskapinn líkt og hér í höfuðborginni en í Grundarfirði er ekki ský á himni og um 13 gráðu hiti. 20.7.2006 13:10