Fleiri fréttir

Síversnandi ástand hjá hálfri milljón flóttamanna í Líbanon

Hjálparsamtök vara við neyðarástandi meðal flóttamanna sem hafa hrakist frá heimilum sínum í Líbanon. Erfitt reynist að koma hjálpargögnum til þeirra þar sem sprengingar Ísraela hafa nær eyðilagt samgöngukerfið í Suður-Líbanon. Hálf milljón manna hefur flúið heimili sín vegna átakanna í Líbanon undanfarna daga. Margir þeirra hafast nú við í neyðarskýlum, við misgóðan aðbúnað.

Grímur Atlason ráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík

Grímur Atlason þroskaþjálfi, sem betur er þekktur fyrir að hafa flutt inn þekkta tónlistarmenn síðustu misserin og efnt til tónleika, hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík. Hann var einn af tíu umsækjendum um stöðuna. Það er nýr meirihluti Bæjarmálafélags Bolungarvíkur og Afls til áhrifa, sem stendur að ráðningunni.

Meirihluti netsíðna með myndum af ofbeldi hýstar í BNA

Rúmur helmingur allra netsíðna sem innihalda ólöglegar myndir af ofbeldi gegn börnum eru hýstar í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í rannsókn Alþjóðanetsvöktunarstofnunarinnar. Einnig kemur fram í skýrslu stofnunarinnar að netsíður með ólöglegu myndefni eru stundum opnar í allt að fimm ár frá því tilkynnt er um þær til yfirvalda.

Kaupum frestað á Orkla media

Breska fjárfestingarfélagið Mecom, sem ætlar að kaupa Orkla Media, sem Dagsbrún hafði áhuga á, fyrr á árinu, virðist ekki geta reitt kaupverðið fram og hefur undirskrift samninga verið frestað dag frá degi frá því um síðustu helgi.

Grunaður um að hafa reynt að selja fíkniefni

Lögreglan á Akureyri handtók í nótt mann, sem lá nær meðvitundarlaus af öl- og fíkniefnavímu fyrir utan veitinghús í bænum. Fíkniefni fundust á honum og kom í ljós að hann hafði fyrr um kvöldið verið að reyna að selja þau. Maðurinn verður yfirheyrður þegar af honum verður runnið í dag

Aðstæður til einkaframkvæmdar í samgöngum kannaðar

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað nefnd til að leggja fram tillögur um við hvaða aðstæður einkaframkvæmd í samgöngum getur talist vænlegur kostur. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá því að nefndinni sé falið að skila inn tillögum 1. september næstkomandi svo hægt sé að hafa álit hennar til hliðsjónar við afgreiðslu samgönguáætlunar 2007 til 2018.

Aðeins tímabundin ráðstöfun

Aðkoma einkaaðila að öryggisleit á Keflavíkurflugvelli er tímabundin ráðstöfun sem verður endurskoðuð á haustmánuðum að sögn Björns Inga Knútssonar, flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli. Álíta margir þetta fyrsta skrefið í átt að einkavæðingu öryggisgæslu á vellinum.

Íbúðarlán halda áfram að dragast saman

Íbúðalán viðskiptabankanna hafa dregist saman um 75% síðustu tuttugu mánuðina. Samkvæmt samantekt Fréttablaðsins námu þau röskum 34 milljörðum króna þegar mest var í október árið 2004, en sú tala var fallinn niður í 7,5 milljarð í maí síðastliðnum. Fasteignaverð snar hækkaði þegar bankarnir hófi innreið sína á húsnæðislánamarkaðinn, en nú spá greiningadeildir bankanna allt að tíu prósetna raunlækkun á húsnæði.

Hitabylgja verður mönnum að aldurtila

Hitamet falla nú víða um Evrópu og hefur hitinn orðið nokkrum Evrópubúum að aldurtila. Segja heilbrigðisyfirvöld víða um Evrópu að hitabylgjan nú sé farin að minna á alræmda hitabylgju sumarið 2003 þegar í það minnsta 20 þúsund manns létust í Evrópu af völdum hitaslags og ofþornunar.

Spenna eykst á Kóreuskaga

Samskipti milli Norður- og Suður-Kóreu versna dag frá degi vegna deilunnar um flugskeytatilraunir Norður-Kóreumanna. Japanar bíða hins vegar átekta.

Segir fjölda morða flokkast undir stríðsglæpi

Mannréttindasérfræðingur Sameinuðu þjóðanna segir að fjöldi morða í Líbanon, Ísrael og Palestínu gæti flokkast undir stríðsglæpi. Erindrekar Sameinuðu þjóðanna leggja nú til að líbanskir hermenn verði sendir til Suður-Líbanons til að freista þess að stöðva bardaga milli skæruliða Hisbollah og ísraelskra hermanna.

Milljónir yfirfærðar af bankareikningum

Rannsókn lögreglunnar í Reykjavík á umfangsmiklum fjársvikamálum leiðir meðal annars til gruns um peningaþvætti hér á landi. Upphæðum sem nema nær 20 milljónum króna hefur verið stolið af bankareikningum Íslendinga.

Þyrlusveitin fer hvergi

Rekstur þyrlubjörgunarsveitar Landhelgisgæslunnar verður tryggður með leiguþyrlum næstu árin. Kaup á þremur nýjum þyrlum geta dregist til ársins 2015.

Ísraelar hafa viku til að gera árásir

Ísraelski herinn ætlar sér að eyðileggja allan vígbúnað Hizbollah áður en árásum á Líbanon verður hætt. Evrópuríki eru ósátt við afstöðu Bandaríkjanna. Forsætisráðherra Líbanons ætlar að krefja Ísrael um skaðabætur.

Fjögurra manna fjölskyldu bjargað út úr brennandi húsi

Fjögurra manna fjölskyldu var bjargað út um gluga á brennandi húsi í Keflavík í nótt og varð engum meint af. Eldur kviknaði á annari hæð hússins og komust tveir feðgar þar út með snert af reykeitrun og dvöldu þeir á heilsugæslustöð Suðurnesja í nótt. Reykur fyllti stigaganginn þannig að fjölskyldan, sem bjó á efri hæðinni, komst ekki þar út. Slökkviliðsmenn björguðu fólkinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn, en íbúð feðganna er stór skemmd. Eldsupptök eru ókunn.

Hafa borist 2500 ábendingar um barnaklám á Netinu

Barnaheillum hafa borist 2500 ábendingar um barnaklám á Netinu síðustu ár. Talsmenn tengslasíðna eins og MySpace og Bebo viðurkenna að þeir geti lagt meira á sig til að halda kynferðisglæpamönnum frá börnum.

Tvö dauðsföll rakin til hitabylgju

Þótt sólskinsbros leiki um varir Reykvíkinga, bölva ýmsir hitanum í sand og ösku. Mannskepnan vill alltaf það sem hún ekki hefur. Á meðan Íslendingar þrá ekkert heitar en sól og hita geta sumir ekki beðið eftir næsta kalda rigningardegi.

Kvartað undan vopnaleit Securitas á farþegum

Öryrkjabandalagið kvartar undan því við Flugmálastjórn að starfsmenn Securitas, en ekki þrautþjálfaðir lögreglumenn, sjái um vopnaleit á hreyfihömluðum farþegum.

Átökin breiðast hratt út í Líbanon

Dagurinn í dag var sá mannskæðasti síðan stríðið í Líbanon hófst og átökin eru að breiðast út. Forsætisráðherra Ísraels hótar áframhaldandi loftárásum á Líbanon. Tugþúsundir útlendinga eru fastir í landinu og komast hvorki lönd né strönd. Íslendingarnir sem komu heim frá Líbanon í gær grétu af gleði við heimkomuna.

Deilir hart á fundarstjóra

Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sakaði Pétur Guðmundarson fundarstjóra á hluthafafundi Straums-Burðaráss um gerræðisleg vinnubrögð. Pétur bannaði Víglundi að spyrja stjórnina út í átökin um yfirráð í félaginu.

Ekið á dreng

Ekið var á fimm ára gamlan dreng við Urðarstekk í Breiðholti rétt eftir klukkan eitt í dag. Drengurinn var á hlaupahjóli og ekki með hjálm. Hann hlaut höfuðáverka en er ekki alvarlega slasaður. Drengurinn var lagður inn á Landspítalann til eftirlits.

Könnuðu hug almennings lítið

Stjórnendur Strætós leituðu ekki kerfisbundið til almennings eftir hugmyndum, þegar nýja leiðakerfið var tekið upp. Þeir töldu meðal annars fjármunum félagsins betur varið í daglega starfsemi en ítarlega athugun.

Ríkiskaupum gert að afhenda Altantsolíu gögn

Ríkiskaupum er gert skylt að afhenda Atlantsolíu gögn um niðurstöðu útboðs frá árinu 2003 vegna eldsneytiskaupa ríkisstofnanna. Atlantsolía fékk sigur hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, því að Ríkiskaup höfðu neitað að láta gögnin af hendi. Gögnin verða afhent á morgun.

Rannsóknarskipið Gæfa komin heim úr leiðangri

Tveggja vikna rannsóknarleiðangri Gæfu VE 11 lauk fyrir skömmu, þar sem útbreiðsla og ástand sandsílastofna var kannað , en síli eru mikilvæg fæða nytjafiska, hvala og sjófugla.

Verulega vonsvikinn yfir ákvörðun samgönguráðherra

Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segist verulega vonsvikinn yfir því að samgönguráðherra skuli ekki ætla að beita sér fyrir því að nýtt vaktafyrirkomulag verði fellt úr gildi. Sáttin sem ríkt hafi milli yfirmanna og starfsmanna sé því enn í uppnámi.

Sjá næstu 50 fréttir