Fleiri fréttir Nýjar ákærur hugsanlegar í Baugsmálinu Ekki er útilokað að von sé á nýjum ákærum í Baugsmálinu, eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri fyrirtækisins, fékk boð um að mæta í yfirheyrslur hjá Ríkislögreglustjóra í næstu viku. Málflutningur í Baugsmálinu fór fram í Hérðasdómi Reykjavíkur í dag. 21.6.2006 17:34 Mikil vonbrigði með „ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar" Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með ábyrgðarleysi ríkistjórnarinnar gagnvart mögulegu samkomulagi aðila vinnumarkaðarins þegar forsendur kjarasamninga eru brostnar. 21.6.2006 17:20 Skipstjórinn aftur færður til yfirheyrslu Yfirheyrslu yfir stýrimanni togarans Sancy lauk rétt í þessu en þær hófust í morgun. Lögreglan á Eskifirði gerir ráð fyrir að hefja á ný yfirheyrslu yfir skipstjóra togarans nú síðdegis og að hún muni standa fram eftir kvöldi. Þá er verið að vinna úr gögnum siglingartölvu togarans en fyrstu upplýsingar gefa til kynna að þau 20 tonn af fiski sem voru um borð í togaranum, hafi verið veidd í íslenski lögsögu. 21.6.2006 16:23 Miklar tafir á umferð Sæbrautin er lokuð í báðar áttir frá Kirkjusandi að Laugarnesvegi, en til stóð að opna hana um klukkan fimm. Umferð er mjög hæg um hjáleiðina um Laugarnesveg og tekur leiðin í gegnum hnútinn að minnsta kosti kortér. 21.6.2006 15:59 Orkuveitan verður ekki seld Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ítrekaði það á aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur í dag að fyrirtækið yrði ekki selt. Alfreð Þorsteinsson, sem lét af störfum sem stjórnarformaður Orkuveitunnar eftir 12 ára starf, segir hins vegar að góð staða fyrirtækisins gefi borginni færi á að selja hlut sinn í Landsvirkjun. 21.6.2006 15:45 Jón Ásgeir boðaður til yfirheyrslu vegna meintra skattalagabrota Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur verið boðaður til yfirheyrslu hjá Ríkislögreglustjóra í næstu viku, vegna meintra skattalagabrota. Þetta kom fram í málflutningi Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 21.6.2006 14:53 Putting on your thinking cap? 21.6.2006 13:55 Bush vill loka Guantanamo Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í dag að hann vilji loka fangelsinu í Guantanamo og senda flesta fangana þar til síns heima. Nokkrir verði þó leiddir fyrir rétt í Bandaríkjunum, þeir fangar sem forsetinn skilgreinir sem "kaldrifjaða morðingja". Bush lét þessi orð falla á fundi sínum með leiðtogum Evrópusambandsríkjanna í Vín í dag. 21.6.2006 13:48 City Council to Enforce Equal Rights 21.6.2006 13:31 Bauhaus Store Approved 21.6.2006 13:29 Lögreglumaður kærir líkamsárás Lögreglumaður sem fimm pörupiltar réðust á síðustu helgi hefur lagt fram kæru vegna málsins. Ofbeldismönnunum hefur verið sleppt. 21.6.2006 13:26 Munnlegur málflutningur í Baugsmálinu Nú stendur yfir munnlegur málflutningur í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, hefur í morgun fært rök fyrir því að kaup Baugs á Vöruveltunni, sem átti 10-11 búðirnar, séu tæk til efnislegrar meðferðar fyrir dómi. Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar segir tugi staðreyndavilla vera í ákæruskjálinu. 21.6.2006 13:15 Rannsókn á tveimur landhelgisbrotum? Ríkissaksóknari ákveður á næstu dögum hvort rannsókn verður haldið áfram á meintu landhelgisbroti færeysks togara, sem Fokkervél Gæslunnar stóð að meintu broti í íslenskri lögsögu í fyrra. Rannsókn á nýju meintu broti annars færeysks togara er fram haldið á Eskifirði í dag. 21.6.2006 13:00 Barnung fórnarlömb sprengju borin til grafar Tvö palestínsk börn og einn unglingur sem létust í loftárás Ísraelsmanna í gær voru borin til grafar í dag með hundruða manna líkfylgd. Forsætisráðherra Palestínu sakaði Ísraela um handahófskennd raðmorð á saklausum palestínskum borgurum. 21.6.2006 13:00 Rannsókn hætt á meintri ofbeldishótun Lögreglan í Reykjavík hefur hætt rannsókn á meintri hótun um ofbeldi á hendur Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í göngu Íslandsvina í lok maí. 21.6.2006 12:45 Kaupmáttur aðeins aukist um tvö prósent Þrátt fyrir að launavísitalan sýni óvenju miklar launahækkanir síðastliðna tólf mánuði, hefur verðbólgan saxað svo á þær að kaupmáttur hefur aðeins aukist um rúm tvö prósent á tímabilinu. 21.6.2006 12:15 Mótmæli í Vín Þrjúhundruð námsmenn mótmæltu komu Bush Bandaríkjaforseta til Austurríkis á götum Vínarborgar í dag. Bush kom til Austurríkis gærkvöld til fundar með leiðtogum Evrópusambandsins 21.6.2006 12:02 Forsendur fyrir áframhaldandi viðræðum ekki fyrir hendi nú Forsendur fyrir því að halda viðræðum áfram við stjórnvöld í tengslum við endurskoðun kjarasamninga er ekki fyrir hendi eins og staðan er nú, segir aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Hann segir boltann hjá ríkisstjórninni og viðbrögð hennar við kröfum ASÍ ráði úrslitum í viðræðunum. 21.6.2006 12:00 112 látnir í Indóníesíu Að minnsta kosti 112 manns eru látnir og hundrað er saknað á eyjunni Sulawesi á Indónesíu eftir miklar rigningar og aurskriður síðustu tvo sólarhringa. Talið er að margir séu grafnir í leðju. 21.6.2006 10:17 Kríuvarp hafið af fullum krafti í Grímsey Þótt kríuvarp viðrist nánast ætla að misfarast víðasthvar á Suður- og Vesturlandi er krían farin að verpa af fullum krafti í Grímsey. Of snemmt er þó að spá um afkomu unganna þar, en talsverður ungadauði varð í eynni í fyrra, sem rakinn er til skorts á sandsíli í hafinu, en síli er aðalfæða kríunnar. 21.6.2006 09:45 Mega banna stúlkum að bera blæjur í skólum Oslóarborg hefur fengið heimild til þess að banna stúlkum í grunnskólum að bera blæjur sem hylja andlit stúlknanna frá komandi hausti, eftir því sem Aftenposten greinir frá. 21.6.2006 09:30 Nokkrir hálendisvegir opnaðir á morgun Sprengisandsleið er enn lokuð og verður lokuð út mánuðinn hið minnsta, samkvæmt upplysingum Vegagerðarinnar. Þá er útlit fyrir að Skagafjarðarleilð og Eyjafjarðarleið verði lokaðar enn lengur. Á morgun verða hins vegar nokkrar leiðir opnaðar eins og til dæmis Dómadalsleið og frá Búrfelli í Landmannalaugar. 21.6.2006 09:15 Ísland - dýrast í heimi Norska hagstofan og evrópska hagstofan eru ekki sammála um hvaða ríki er hið ríkasta í heimi, en þær eru einhuga um það að Ísland sé dýrasta land í heimi. Norska hagstofan segir að Lichtenstein sé ríkasta landið en Eurostat segir að Lúxemborg sé það ríkasta. 21.6.2006 09:00 Stofnfrumurannsóknir vekja vonir Stofnfrumurannsóknir bandarískra vísindamanna gefa von um að vinna megi á móti lömun með því að rækta úr stofnfrumum taugar og annað sem upp á vantar til að lamaðir vöðvar geti hreyfst á ný. 21.6.2006 08:45 Ekki ákveðið hvort skipstjóri Sancy verði ákærður Skýrslutöku af skipstjóranum á færeyska togaranum Sancy, sem tekinn var af varðskipinu Óðni í fyrrinótt, lauk á áttunda tímanum í gærkvöld. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort skipstjórinn verði ákærður. 21.6.2006 08:30 Tilgreinir hver tuttugasti flugræninginn átti að vera Al-Qaida hryðjuverkasamtökin hafa tilgreint hver var tuttugasti maðurinn sem taka átti að taka þátt í flugránunum 11. september 2001. 21.6.2006 08:15 Tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt smygl Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að smygla tæpu kílói af amfetamíni og 3,8 kílóum af kannabis til landsins í bíl með Norrænu í desember síðastliðnum. 21.6.2006 08:00 Einn af aðalverjendum Husseins drepinn Einn af aðallögfræðingum Saddams Husseins, fyrrverandi Íraksforseta, hefur verið drepinn. Þetta hefur íröksk lögregla staðfest. Manninum, Khamis al-Obaidi, mun hafa verið rænt í Bagdad og hann skotinn skömmu síðar en líkið af honum fannst í höfuðborginni. 21.6.2006 07:45 Bush fundar með leiðtogum ESB í dag George Bush Bandaríkjaforseti kom í gærkvöld til Vínar í Austurríki þar sem hann mun funda með leiðtogum Evrópusambandsins. 21.6.2006 07:45 Útspil ríkistjórnarinnar hafi valdið vonbrigðum Útspil ríkisstjórnarinnar í gær, til samkomulags á vinnumarkaði, olli forystu ASÍ miklum vonbrigðum og telja menn þar á bæ að afturkippur sé kominn í málið. 21.6.2006 07:30 Boða vinnustöðvun á sunnudag vegna launadeilu Farþegar geta búist við töluverðri röskun á flugi til og frá landinu á sunnudagsmorguninn ef af vinnustöðvun starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður. Trúnaðarmenn starfsfólks hafa staðið í árangurslausum viðræðum við stjórnendur Icelandair í tvo mánuði og upp úr sauð á fundi starfsfólks í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar segir málið í skoðun. 21.6.2006 07:14 Ótryggt ástand í Sri Lanka Ástandið í Sri Lanka er ótryggt eftir þá óöld sem þar hefur ríkt. Á annað hundrað manns hafa látið lífið í árásum Tamíl-tígra og stjórnarhersins síðustu daga. 20.6.2006 23:00 Mikil öryggisgæsla í Vín vegna heimsóknar Bush Mikil öryggisgæsla verður í Vín í Austurríki í kvöld og og á morgun en Bush Bandaríkjaforseti kom til borgarinnar í kvöld til fundar við fulltrúa Evrópusambandsins sem verður á morgun. Þrjú þúsund lögreglumenn verða að störfum í borginni næsta sólahring en búist er við mótmælum vegna heimsóknar forsetans. 20.6.2006 22:45 Charles Taylor kominn til Hollands Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, kom til Hollands í kvöld þar sem réttað verður yfir honum en hann er ákærður fyrir stríðsglæpi í 10 ára borgarastríði í Sierra Leone. 20.6.2006 22:30 Starfsfólk Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli leggur niður vinnu á sunnudaginn Farþegar geta búist við töluverðri röskun á flugi til og frá landinu á sunnudagsmorguninn ef af vinnustöðvun starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður. Trúnaðarmenn starfsfólks hafa staðið í árangurslausum viðræðum við stjórnendur Icelandair í tvo mánuði og upp úr sauð á fundi starfsfólks í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar segir málið í skoðun. 20.6.2006 22:10 Dyrhólaey lokuð fyrir almennri umferð Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka fyrir almennri umferð inn á Dyrhólaey og Háey til og með 25. júní. Dyrhólaey er friðuð en Umhverfisstofnun mun, í samráði við landeigendur og nytjarétthafa, fylgjast með framgangi varps í eynni. Í framhaldi verður tekin ákvörðun um hvort rétt sé að opna fyrir umferð almennings á Dyrhólaey og Háey. 20.6.2006 22:00 Úttekt verður gerð á jafnréttismálum hjá Reykjavíkurborg Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu Svandísar Svavarsdóttur og Árna Þórs Sigurðssonar, Vinstri grænum, um láta fara fram úttekt á kynjajafnréttismálum hjá Reykjavíkurborg. Tillagan var samþykkt samhljóða en hún gerir ráð fyrir að fela mannréttindanefnd að láta gera úttekt á stöðu kynjajafnréttismála hjá Reykjavíkurborg. 20.6.2006 21:45 Dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í gær fyrir að hafa kastað gangstéttarbroti í andliti annars manns fyrir utan skemmtistað á Selfossi í júní á síðasta ári. Mennirnir voru báðir að skemmta sér en til átaka kom með þeim afleiðingum að annar maðurinn kastaði broti úr gangstéttarhellu í hinn og við það maðurinn hlaut áverka í andliti og sex tennur brotnuðu. 20.6.2006 21:30 Vonbrigði ASÍ með tillögur ríkisstjórnarinnar Ekkert samkomulag virðist vera í sjónmáli milli ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins. Formaður ASÍ varð fyrir vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar að nýjum skattleysismörkum sem ræddar voru í dag. 20.6.2006 21:18 Skýrslutöku haldið áfram á morgun Skýrslutaka af skipstjórinum á færeyska togaranum Sancy, sem tekinn var af varðskipinu Óðni í fyrrinótt, lauk á áttunda tímanum í dag. Skýrslutaka hófst í morgun hjá lögreglunni á Eskifirði en enn hefur ekkert verið ákveðið hvort hann verði ákærður. 20.6.2006 20:26 Maður slasaðist í laxveiði Hjálparsveit skáta í Aðaldal, Hjálparsveit skáta í Reykjadal og Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit voru kallaðar út vegna manns sem hafði slasast á bökkum Laxár í Mývatnssveit á sjöunda tímanum í kvöld er hann var við laxveiði. Talið er að maðurinn hafi farið úr mjaðmalið en björgunarsveitin og hjálparsveitirnar fluttu manninn á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík til aðhlynningar. 20.6.2006 20:15 Íslensku forvarnarverðlaunin afhent í fyrsta sinn Þorsteinn Pétursson, forvarna- og fræðslufulltrúi lögreglunnar á Akureyri, fékk Íslensku forvarnarverðlaunin sem voru afhent í dag. Þorsteinn hefur um árabil heimsótt alla leik-og grunnskóla á Akureyri, auk Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri til að fræða unga fólkið um umferðarmál og fíkniefni og allt þar á milli. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent en verðlaunaveitingin er samstarfsverkefni Sjóvá, Landsbjargar, Landspítala-háskólasjúkrahúss og Lýðheilsustöðvar. 20.6.2006 19:49 Borgarstjórn samþykkir tillögu F-listans um Heilsuverndarstöðina Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag að vísa tillögu Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um Heilsuverndarstöð Reykjavíkur til borgaráðs. Tillaga Ólafs um Heilsuverndarstöðina er á þá leið að heilbrigðisráðherra og ríkisstjórn sjái til þess að sú heilsuverndar- og heilsugæslustarfsemi, sem fer fram á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, verði þar áfram og að Heilsuverndarstöðin komist aftur í eigu almennings. 20.6.2006 19:30 Starfsfólk IGS leggur niður vinnu á sunnudaginn Starfsfólk Icelandair, í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli, hefur ákveðið að leggja niður störf frá kl. 5 á sunnudagsmorgun til kl. 8, á háannatíma, til að mótmæla kjörum og vinnuaðstöðu. 20.6.2006 19:10 Fasteignaféagið Stoðir kaupir fasteignafélagið Löngustétt Fasteignafélagið Stoðir hefur gengið frá kaupum á fasteignafélaginu Löngustétt. Um er að ræða yfir 30.000 fermetra skrifstofu og verslunarhúsnæði. Meðal helstu fasteigna Löngustéttar eru Laugavegur 182, Dalshraun 1 í Hafnarfirði, Austurstræti 8, Pósthússtræti 1 og 3, stærsti hluti verslunarkjarnans við Þverholt í Mosfellsbæ og verslunarkjarna við Sunnumörk í Hveragerði. Stoðir er með yfir 300.000 fermetra húsnæðis í eignasafni sínu á Íslandi og yfir 150.000 fermetra húsnæðs í Danmörku í gegnum fasteignafélagið Atlas. 20.6.2006 19:10 Sjá næstu 50 fréttir
Nýjar ákærur hugsanlegar í Baugsmálinu Ekki er útilokað að von sé á nýjum ákærum í Baugsmálinu, eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri fyrirtækisins, fékk boð um að mæta í yfirheyrslur hjá Ríkislögreglustjóra í næstu viku. Málflutningur í Baugsmálinu fór fram í Hérðasdómi Reykjavíkur í dag. 21.6.2006 17:34
Mikil vonbrigði með „ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar" Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með ábyrgðarleysi ríkistjórnarinnar gagnvart mögulegu samkomulagi aðila vinnumarkaðarins þegar forsendur kjarasamninga eru brostnar. 21.6.2006 17:20
Skipstjórinn aftur færður til yfirheyrslu Yfirheyrslu yfir stýrimanni togarans Sancy lauk rétt í þessu en þær hófust í morgun. Lögreglan á Eskifirði gerir ráð fyrir að hefja á ný yfirheyrslu yfir skipstjóra togarans nú síðdegis og að hún muni standa fram eftir kvöldi. Þá er verið að vinna úr gögnum siglingartölvu togarans en fyrstu upplýsingar gefa til kynna að þau 20 tonn af fiski sem voru um borð í togaranum, hafi verið veidd í íslenski lögsögu. 21.6.2006 16:23
Miklar tafir á umferð Sæbrautin er lokuð í báðar áttir frá Kirkjusandi að Laugarnesvegi, en til stóð að opna hana um klukkan fimm. Umferð er mjög hæg um hjáleiðina um Laugarnesveg og tekur leiðin í gegnum hnútinn að minnsta kosti kortér. 21.6.2006 15:59
Orkuveitan verður ekki seld Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ítrekaði það á aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur í dag að fyrirtækið yrði ekki selt. Alfreð Þorsteinsson, sem lét af störfum sem stjórnarformaður Orkuveitunnar eftir 12 ára starf, segir hins vegar að góð staða fyrirtækisins gefi borginni færi á að selja hlut sinn í Landsvirkjun. 21.6.2006 15:45
Jón Ásgeir boðaður til yfirheyrslu vegna meintra skattalagabrota Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur verið boðaður til yfirheyrslu hjá Ríkislögreglustjóra í næstu viku, vegna meintra skattalagabrota. Þetta kom fram í málflutningi Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 21.6.2006 14:53
Bush vill loka Guantanamo Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í dag að hann vilji loka fangelsinu í Guantanamo og senda flesta fangana þar til síns heima. Nokkrir verði þó leiddir fyrir rétt í Bandaríkjunum, þeir fangar sem forsetinn skilgreinir sem "kaldrifjaða morðingja". Bush lét þessi orð falla á fundi sínum með leiðtogum Evrópusambandsríkjanna í Vín í dag. 21.6.2006 13:48
Lögreglumaður kærir líkamsárás Lögreglumaður sem fimm pörupiltar réðust á síðustu helgi hefur lagt fram kæru vegna málsins. Ofbeldismönnunum hefur verið sleppt. 21.6.2006 13:26
Munnlegur málflutningur í Baugsmálinu Nú stendur yfir munnlegur málflutningur í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, hefur í morgun fært rök fyrir því að kaup Baugs á Vöruveltunni, sem átti 10-11 búðirnar, séu tæk til efnislegrar meðferðar fyrir dómi. Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar segir tugi staðreyndavilla vera í ákæruskjálinu. 21.6.2006 13:15
Rannsókn á tveimur landhelgisbrotum? Ríkissaksóknari ákveður á næstu dögum hvort rannsókn verður haldið áfram á meintu landhelgisbroti færeysks togara, sem Fokkervél Gæslunnar stóð að meintu broti í íslenskri lögsögu í fyrra. Rannsókn á nýju meintu broti annars færeysks togara er fram haldið á Eskifirði í dag. 21.6.2006 13:00
Barnung fórnarlömb sprengju borin til grafar Tvö palestínsk börn og einn unglingur sem létust í loftárás Ísraelsmanna í gær voru borin til grafar í dag með hundruða manna líkfylgd. Forsætisráðherra Palestínu sakaði Ísraela um handahófskennd raðmorð á saklausum palestínskum borgurum. 21.6.2006 13:00
Rannsókn hætt á meintri ofbeldishótun Lögreglan í Reykjavík hefur hætt rannsókn á meintri hótun um ofbeldi á hendur Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í göngu Íslandsvina í lok maí. 21.6.2006 12:45
Kaupmáttur aðeins aukist um tvö prósent Þrátt fyrir að launavísitalan sýni óvenju miklar launahækkanir síðastliðna tólf mánuði, hefur verðbólgan saxað svo á þær að kaupmáttur hefur aðeins aukist um rúm tvö prósent á tímabilinu. 21.6.2006 12:15
Mótmæli í Vín Þrjúhundruð námsmenn mótmæltu komu Bush Bandaríkjaforseta til Austurríkis á götum Vínarborgar í dag. Bush kom til Austurríkis gærkvöld til fundar með leiðtogum Evrópusambandsins 21.6.2006 12:02
Forsendur fyrir áframhaldandi viðræðum ekki fyrir hendi nú Forsendur fyrir því að halda viðræðum áfram við stjórnvöld í tengslum við endurskoðun kjarasamninga er ekki fyrir hendi eins og staðan er nú, segir aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Hann segir boltann hjá ríkisstjórninni og viðbrögð hennar við kröfum ASÍ ráði úrslitum í viðræðunum. 21.6.2006 12:00
112 látnir í Indóníesíu Að minnsta kosti 112 manns eru látnir og hundrað er saknað á eyjunni Sulawesi á Indónesíu eftir miklar rigningar og aurskriður síðustu tvo sólarhringa. Talið er að margir séu grafnir í leðju. 21.6.2006 10:17
Kríuvarp hafið af fullum krafti í Grímsey Þótt kríuvarp viðrist nánast ætla að misfarast víðasthvar á Suður- og Vesturlandi er krían farin að verpa af fullum krafti í Grímsey. Of snemmt er þó að spá um afkomu unganna þar, en talsverður ungadauði varð í eynni í fyrra, sem rakinn er til skorts á sandsíli í hafinu, en síli er aðalfæða kríunnar. 21.6.2006 09:45
Mega banna stúlkum að bera blæjur í skólum Oslóarborg hefur fengið heimild til þess að banna stúlkum í grunnskólum að bera blæjur sem hylja andlit stúlknanna frá komandi hausti, eftir því sem Aftenposten greinir frá. 21.6.2006 09:30
Nokkrir hálendisvegir opnaðir á morgun Sprengisandsleið er enn lokuð og verður lokuð út mánuðinn hið minnsta, samkvæmt upplysingum Vegagerðarinnar. Þá er útlit fyrir að Skagafjarðarleilð og Eyjafjarðarleið verði lokaðar enn lengur. Á morgun verða hins vegar nokkrar leiðir opnaðar eins og til dæmis Dómadalsleið og frá Búrfelli í Landmannalaugar. 21.6.2006 09:15
Ísland - dýrast í heimi Norska hagstofan og evrópska hagstofan eru ekki sammála um hvaða ríki er hið ríkasta í heimi, en þær eru einhuga um það að Ísland sé dýrasta land í heimi. Norska hagstofan segir að Lichtenstein sé ríkasta landið en Eurostat segir að Lúxemborg sé það ríkasta. 21.6.2006 09:00
Stofnfrumurannsóknir vekja vonir Stofnfrumurannsóknir bandarískra vísindamanna gefa von um að vinna megi á móti lömun með því að rækta úr stofnfrumum taugar og annað sem upp á vantar til að lamaðir vöðvar geti hreyfst á ný. 21.6.2006 08:45
Ekki ákveðið hvort skipstjóri Sancy verði ákærður Skýrslutöku af skipstjóranum á færeyska togaranum Sancy, sem tekinn var af varðskipinu Óðni í fyrrinótt, lauk á áttunda tímanum í gærkvöld. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort skipstjórinn verði ákærður. 21.6.2006 08:30
Tilgreinir hver tuttugasti flugræninginn átti að vera Al-Qaida hryðjuverkasamtökin hafa tilgreint hver var tuttugasti maðurinn sem taka átti að taka þátt í flugránunum 11. september 2001. 21.6.2006 08:15
Tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt smygl Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að smygla tæpu kílói af amfetamíni og 3,8 kílóum af kannabis til landsins í bíl með Norrænu í desember síðastliðnum. 21.6.2006 08:00
Einn af aðalverjendum Husseins drepinn Einn af aðallögfræðingum Saddams Husseins, fyrrverandi Íraksforseta, hefur verið drepinn. Þetta hefur íröksk lögregla staðfest. Manninum, Khamis al-Obaidi, mun hafa verið rænt í Bagdad og hann skotinn skömmu síðar en líkið af honum fannst í höfuðborginni. 21.6.2006 07:45
Bush fundar með leiðtogum ESB í dag George Bush Bandaríkjaforseti kom í gærkvöld til Vínar í Austurríki þar sem hann mun funda með leiðtogum Evrópusambandsins. 21.6.2006 07:45
Útspil ríkistjórnarinnar hafi valdið vonbrigðum Útspil ríkisstjórnarinnar í gær, til samkomulags á vinnumarkaði, olli forystu ASÍ miklum vonbrigðum og telja menn þar á bæ að afturkippur sé kominn í málið. 21.6.2006 07:30
Boða vinnustöðvun á sunnudag vegna launadeilu Farþegar geta búist við töluverðri röskun á flugi til og frá landinu á sunnudagsmorguninn ef af vinnustöðvun starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður. Trúnaðarmenn starfsfólks hafa staðið í árangurslausum viðræðum við stjórnendur Icelandair í tvo mánuði og upp úr sauð á fundi starfsfólks í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar segir málið í skoðun. 21.6.2006 07:14
Ótryggt ástand í Sri Lanka Ástandið í Sri Lanka er ótryggt eftir þá óöld sem þar hefur ríkt. Á annað hundrað manns hafa látið lífið í árásum Tamíl-tígra og stjórnarhersins síðustu daga. 20.6.2006 23:00
Mikil öryggisgæsla í Vín vegna heimsóknar Bush Mikil öryggisgæsla verður í Vín í Austurríki í kvöld og og á morgun en Bush Bandaríkjaforseti kom til borgarinnar í kvöld til fundar við fulltrúa Evrópusambandsins sem verður á morgun. Þrjú þúsund lögreglumenn verða að störfum í borginni næsta sólahring en búist er við mótmælum vegna heimsóknar forsetans. 20.6.2006 22:45
Charles Taylor kominn til Hollands Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, kom til Hollands í kvöld þar sem réttað verður yfir honum en hann er ákærður fyrir stríðsglæpi í 10 ára borgarastríði í Sierra Leone. 20.6.2006 22:30
Starfsfólk Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli leggur niður vinnu á sunnudaginn Farþegar geta búist við töluverðri röskun á flugi til og frá landinu á sunnudagsmorguninn ef af vinnustöðvun starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður. Trúnaðarmenn starfsfólks hafa staðið í árangurslausum viðræðum við stjórnendur Icelandair í tvo mánuði og upp úr sauð á fundi starfsfólks í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar segir málið í skoðun. 20.6.2006 22:10
Dyrhólaey lokuð fyrir almennri umferð Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka fyrir almennri umferð inn á Dyrhólaey og Háey til og með 25. júní. Dyrhólaey er friðuð en Umhverfisstofnun mun, í samráði við landeigendur og nytjarétthafa, fylgjast með framgangi varps í eynni. Í framhaldi verður tekin ákvörðun um hvort rétt sé að opna fyrir umferð almennings á Dyrhólaey og Háey. 20.6.2006 22:00
Úttekt verður gerð á jafnréttismálum hjá Reykjavíkurborg Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu Svandísar Svavarsdóttur og Árna Þórs Sigurðssonar, Vinstri grænum, um láta fara fram úttekt á kynjajafnréttismálum hjá Reykjavíkurborg. Tillagan var samþykkt samhljóða en hún gerir ráð fyrir að fela mannréttindanefnd að láta gera úttekt á stöðu kynjajafnréttismála hjá Reykjavíkurborg. 20.6.2006 21:45
Dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í gær fyrir að hafa kastað gangstéttarbroti í andliti annars manns fyrir utan skemmtistað á Selfossi í júní á síðasta ári. Mennirnir voru báðir að skemmta sér en til átaka kom með þeim afleiðingum að annar maðurinn kastaði broti úr gangstéttarhellu í hinn og við það maðurinn hlaut áverka í andliti og sex tennur brotnuðu. 20.6.2006 21:30
Vonbrigði ASÍ með tillögur ríkisstjórnarinnar Ekkert samkomulag virðist vera í sjónmáli milli ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins. Formaður ASÍ varð fyrir vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar að nýjum skattleysismörkum sem ræddar voru í dag. 20.6.2006 21:18
Skýrslutöku haldið áfram á morgun Skýrslutaka af skipstjórinum á færeyska togaranum Sancy, sem tekinn var af varðskipinu Óðni í fyrrinótt, lauk á áttunda tímanum í dag. Skýrslutaka hófst í morgun hjá lögreglunni á Eskifirði en enn hefur ekkert verið ákveðið hvort hann verði ákærður. 20.6.2006 20:26
Maður slasaðist í laxveiði Hjálparsveit skáta í Aðaldal, Hjálparsveit skáta í Reykjadal og Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit voru kallaðar út vegna manns sem hafði slasast á bökkum Laxár í Mývatnssveit á sjöunda tímanum í kvöld er hann var við laxveiði. Talið er að maðurinn hafi farið úr mjaðmalið en björgunarsveitin og hjálparsveitirnar fluttu manninn á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík til aðhlynningar. 20.6.2006 20:15
Íslensku forvarnarverðlaunin afhent í fyrsta sinn Þorsteinn Pétursson, forvarna- og fræðslufulltrúi lögreglunnar á Akureyri, fékk Íslensku forvarnarverðlaunin sem voru afhent í dag. Þorsteinn hefur um árabil heimsótt alla leik-og grunnskóla á Akureyri, auk Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri til að fræða unga fólkið um umferðarmál og fíkniefni og allt þar á milli. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent en verðlaunaveitingin er samstarfsverkefni Sjóvá, Landsbjargar, Landspítala-háskólasjúkrahúss og Lýðheilsustöðvar. 20.6.2006 19:49
Borgarstjórn samþykkir tillögu F-listans um Heilsuverndarstöðina Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag að vísa tillögu Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um Heilsuverndarstöð Reykjavíkur til borgaráðs. Tillaga Ólafs um Heilsuverndarstöðina er á þá leið að heilbrigðisráðherra og ríkisstjórn sjái til þess að sú heilsuverndar- og heilsugæslustarfsemi, sem fer fram á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, verði þar áfram og að Heilsuverndarstöðin komist aftur í eigu almennings. 20.6.2006 19:30
Starfsfólk IGS leggur niður vinnu á sunnudaginn Starfsfólk Icelandair, í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli, hefur ákveðið að leggja niður störf frá kl. 5 á sunnudagsmorgun til kl. 8, á háannatíma, til að mótmæla kjörum og vinnuaðstöðu. 20.6.2006 19:10
Fasteignaféagið Stoðir kaupir fasteignafélagið Löngustétt Fasteignafélagið Stoðir hefur gengið frá kaupum á fasteignafélaginu Löngustétt. Um er að ræða yfir 30.000 fermetra skrifstofu og verslunarhúsnæði. Meðal helstu fasteigna Löngustéttar eru Laugavegur 182, Dalshraun 1 í Hafnarfirði, Austurstræti 8, Pósthússtræti 1 og 3, stærsti hluti verslunarkjarnans við Þverholt í Mosfellsbæ og verslunarkjarna við Sunnumörk í Hveragerði. Stoðir er með yfir 300.000 fermetra húsnæðis í eignasafni sínu á Íslandi og yfir 150.000 fermetra húsnæðs í Danmörku í gegnum fasteignafélagið Atlas. 20.6.2006 19:10