Fleiri fréttir

Þjóðvarðliðar sendir til New Orleans

Borgarstjórinn í New Orleans í Bandaríkjunum kallaði eftir aðstoð þjóðvarðliða í gær svo hægt yrði að stöðva öldu ofbeldis í borginni. Fimm ungmenni voru skotnir til bana við bifreið sína um liðna helgi og er árásin sú mannskæðasta í New Orleans í 11 ár.

Erfðabreytileiki eykur hættu á brjóstakrabbameini

Rannsókn sem Íslensk erfðagreining gerði tengir erfðabreytileika við aukna hættu á brjóstakrabbameini. Grein um rannsóknina var birt í dag í læknatímaritinu PloS Medicine. Rannsóknin náði til eitt þúsund kvenna sem hafa greinst með brjóstakrabbamein á Íslandi.

Samningur Reykjavíkurborgar og Bauhaus undirritaður

Í dag var undirritaður samningur um sölu borgarinnar á umdeildri lóð við Vesturlandsveg til þýska byggingavöruverslunarfyrirtækisins Bauhaus. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og fulltrúar alþjóðlegu verslanakeðjunnar undirrituðu samninginn um fjögurleytið í Höfða.

Ástandið í Sómalíu

Sameinuðu þjóðirnar kanna hvort ástandið í Sómalíu sé tryggt eftir mannskæð átök undanfarið. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna halda til höfuðborgarinnar, Mogadishu, seinna í vikunni til að ræða við fulltrúa íslömsku dómstólanna sem náðu völdum í borginni fyrr í mánuðinum.

Tamíltígrar segjast vilja virða vopnahlé

Tamíltígrar í Sri Lanka hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir biðja liðsmenn sína um að virða vopnahlé frá árinu 2002. Ofbeldi hefur farið stigvaxandi á eyjunni undanfarinn mánuð en nú segjast skæruliðasamtökin vilja binda enda á ofbeldi auk þess sem þau segjast munu tryggja öryggi norrænna friðargæsluliða.

Leiðtogi al-Qaeda í Írak segist persónulega ábyrgur fyrir morðum

Nýr leiðtogi al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna í Írak, Abu Hamza al-Muhajer, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann lýsir ábyrgð á hendur sér fyrir pyntingar og morð á tveimur bandarískum hermönnum sem rænt var af herstöð í síðustu viku. Í yfirlýsingunni segir að Muhajer hafi myrt mennina með eigin hendi.

Bandarísku hermennirnir látnir

Tveir bandarískir hermenn, sem saknað hafði verið frá því á föstudag, fundust skammt suður af Bagdad í morgun. Lík mannanna báru þess merki að þeir hefðu verið pyntaðir. Uppreisnarhópur tengdur al Qaeda samtökunum sagðist hafa numið mennina á brott frá landamærastöð þar sem þeir unnu.

Ítalskur saksóknari kærir bandarískan hermann

Ítalskur saksóknari hefur að sögn þarlendra fjölmiðla ákveðið að ákæra bandarískan hermann fyrir að hafa myrt ítalskan leyniþjónustumann við varðstöð í Írak í fyrra. Líklegt er að réttað verði í málinu að honum fjarstöddum og hann kærður fyrir morð og tvö morðtilræði.

Mótmæli á Akureyri

Hundruð manna hafa ritað nöfn sín á mótmælalista gegn því að íþróttaleikvanginum á Akureyri verði fórnað fyrir annað skipulag. Talsmaður óánægðra segir menningarlegt stórslys í vændum.

Samstök atvinnulífsins og ASÍ hafa komist að samkomulagi

Samtök atvinnulífsins og ASÍ hafa komist að samkomulagi um tillögur til stjórnvalda um styrkingu vinnumarkaðarins, þá fyrst og fremst í tengslum við erlend þjónustufyrirtæki og starfsfólk. Frá þessu greindi Halldór Grönvold nú um hádegi en samkomulagið verður tilkynnt stjórnvöldum um klukkan þrjú í dag.

Nýr aðstoðarmaður félagsmálaráðherra

Guðmundur Páll Jónsson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra. Hann mun hefja störf þegar í stað. Guðmundur Páll Jónsson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra og mun hefja störf þegar í stað.

Charles Taylor loks fyrir dómstól

Charles Taylor, fyrrverandi einræðisherra í Líberíu, er nú á leið til Hollands þar sem réttað verður yfir honum. Hann er ákærður fyrir stríðsglæpi í tíu ára borgarastríði í nágrannalandinu Sierra Leone.

Gervifrjóvganir borga sig

Breskir tölfræðingar hafa reiknað út að kostnaðurinn við gervifrjóvganir borgi sig margfalt fyrir breska ríkið, þegar tillit er tekið til framlags barnsins uppkomins til þjóðarframleiðslu og skattborgana.

Færeyski togarinn

Réttað verður á Eskifirði í dag, yfir skipstjóranum á færeyska togaranum, sem varðskipið Óðinn tók suðaustur af landinu í fyrrinótt. Þrátt fyrir að hann hafi ekki verið að veiðum eru brotin margvísleg.

Lögreglan gómar innbrotsþjófa

Lögreglumenn gómuðu tvo innbrotsþjófa á vettvangi í atvinnuhúsnæði í austurborginni í nótt, eftir einskonar fyrirsát.

Japanskar sveitir yfirgefa Írak

Japanar munu draga allt herlið sitt frá Írak nú þegar Írakar hafa sagst munu taka við öryggiseftirliti í þeim héruðum þar sem Japanir hafa verið að störfum. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, sagði í morgun að enduruppbyggingarhlutverki japanskra varnarsveita í Írak væri lokið og því engin þörf fyrir að Japanar héldu úti mannskap þar lengur.

Borgarstjóri rennir fyrir lax

Laxveiðin í Elliðaám hófst klukkan sjö í morgun með því að nýi borgarstjórinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson renndi fyrir laxi.

Ilmur Beckhams eitraður

Ilmur Beckhams er eitraður ef marka má orð Grænfriðunga sem létu greina innihald nýs herrailmvatns sem knattspyrnuhetjan David Beckham hefur lagt nafn sitt við.

Fótboltabullur handteknar í Köln

Fjórir stuðningsmenn enska landsliðsins í fótbolta voru handteknir fyrir skrílslæti í Köln í nótt, þegar eftirvænting þeirra eftir leik Englendinga gegn Svíþjóð fór úr böndunum. Sextán lögreglumenn slösuðust í átökunum og þurfti einn að leggjast inn á sjúkrahús.

54% vilja segja upp varnarsamningum.

Um 54% þjóðarinnar er hlynnt því að Íslendingar segi upp varnarsamningum við Bandaríkin. Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem Gallup vann fyrir Helga Hjörvar, þingmann Samfylkingarinnar.

Foreldrar á Bretlandseyjum reiðir

Meðlimir foreldrafélaga barnaskóla á Bretlandseyjum eru reiðir eftir að þarlendir fréttamiðlar greindu nýverið frá því að reglur sem settar höfðu verið til að halda dæmdum kynferðisafbrotamönnum utan skólakerfisins hafi brugðist.

Ofbeldi í New Orleans

Borgarstjórinn í New Orleans kallaði eftir hjálp þjóðvarðliða í gær til að hefta útbreiðslu mikils ofbeldis sem verið hefur í borginni og hefur leitt til dauða sex manna nú um helgina.

Baráttan gegn verðbólgunni

Nú er farið að standa á endanlegum útspilum ríkisstjórnarinnar, í sameiginlegu átaki aðilla vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins í baráttunni gegn verðbólgunni, að mati starfsgreinasambandsins.

Skógareldar í Norður-Arizona

Rýma þurfti yfir fimm hundruð heimili og fyrirtæki í Norður-Arizona í Bandaríkjunum í gær vegna mikilla skógarelda sem þar geysa.

160 ker tekin úr notkun

Stjórnendur álversins í Straumsvík ákváðu nú í morgun að taka öll 160 kerin í kerskála þrjú úr notkun, en í gærkvöldi var vonast til að aðeins 120 ker væru ónothæf eða jafnvel ónýt.

Snæugla útskrifuð úr Húsdýragarðinum

Snæuglu verður sleppt á morgun eftir 10 mánaða endurhæfingu í Húsdýragarðinum. Til stendur að sleppa henni á sama stað og hún fannst, á Hólmavík.

Láta ekki Alþjóðahvalveiðiráðið stoppa sig

Sjávarútvegsráðherra segir að Íslendingar muni hefja hvalveiðar í atvinnuskyni hvort sem aukinn meirihluti Alþjóðahvalveiðiráðsins styður þær eða ekki. Hvalveiðisinnar unnu táknrænan sigur á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins þegar

Ákærður fyrir morð á ítölskum njósnara

Ítalskur saksóknari hefur að sögn þarlendra fjölmiðla ákveðið að ákæra bandarískan hermann fyrir morð á ítalska leyniþjónustumanninum Nicola Calipari við varðstöð í Írak í fyrra. Líklegt er að réttað verði í málinu að honum fjarstöddum og hann kærður fyrir morð og tvö morðtilræði.

Málverk selt á 10 milljarða

Málverk austurríska málarans Gustav Klimt sem Nasistar stálu á valdatíma sínum í Þýskalandi var selt í New York í gær, að því er talið er, fyrir jafnvirði rúmra 10 milljarða íslenskra króna. Málverkið er eitt fjögurra verka Klimt sem Nasistar hrifsuðu til sín.

Varað við hryðjuverkamanni 2003

Bretar máttu vita þegar árið 2003 að einn fjögurra hryðjuverkamanna, sem átti þátt í dauða 52 í hryðjuverkaárás á Lundúnir í fyrra, væri maður sem réttast væri að hafa gætur á. Bandarísk stjórnvöld vöruðu þá bresku leyniþjónustuna við höfuðpaurnum sem þá þegar var bannað að fljúga til Bandaríkjanna.

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum og hafnaði utanvegar í Skógarhlíðabrekku neðst í Þrengslunum á áttunda tímanum í kvöld. Ökumaður var einn í bíl sínum og slapp hann ómeiddur. Mikið mildi þykir að ekki hafi farið verr en bíll hans er gjörónýtur.

3 bandarískir hermenn ákærðir fyrir morð

Þrír bandarískir hermenn hafa verið ákærðir fyrir morð á þremur Írökum sem voru í haldi hermanna vegna aðgerða hersveitar í síðasta mánuði. Hermennirnir eru einnig ákærðir fyrir að hafa reynt að koma í veg fyrir að rannsókn færi fram.

54% þjóðarinnar vill segja upp varnarsamningnum

Um 54% þjóðarinnar er hlynnt því að Íslendingar segi upp varnarsamningum við Bandaríkin en tæp 25% eru andvíg. Þetta kemur fram í nýlegri Gallupkönnun sem IMG Gallup vann fyrir Helga Hjörvar, þingmann Samfylkingarinnar.

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir vitnum

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir vitnum að líkamsárás og tilraun til nauðgunar á Selfossi í byrjun júní. Ráðist var á stúlku um tvítugt og telur hún að sér hafi verið veitt eftirför frá skemmtistað í bænum að heimili sínu.

Sveitafélög geta lítið dregið úr framkvæmdum

Bæjarstjórar stærstu sveitarfélaga landsins segja sveitarfélögin lítið geta dregið úr framkvæmdum eins og forsætisráðherra lagði til í 17. júní ræðu sinni. Þær framkvæmdir sem eru í gangi séu til að sinna eðlilegri þjónustu í ört stækkandi bæjarfélögum.

Samtökin Landsbyggðin lifi kýs nýja stjórn

Ný stjórn var kosin á aðalfundi samtakanna Landsbyggðin lifi fyrir stuttu en fundurinn var haldinn að Núpi í Dýrafirði. Ragnar Stefánsson var kosinn formaður, Þórarinn Stefánsson var kosinn ritari, Stefán Á. Jónsson var kosinn gjaldkeri og Sveinn Jónsson var kosinn varaformaður. Meðstjórnendur í félaginu eru Eygló Bjarnadóttir, Sigríður Svavarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir. Varastjórn skipa Birkir Friðbertsson, Guðjón D. Gunnarsson,Sigurjón Jónasson, Árni Gunnarsson og Guðmundur Ragnarsson.

Málefni NATO efst á baugi

Málefni Atlandshafsbandalagsins og staða mála í viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarf, er meðal þess sem Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og James L. Jones, yfirhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins, ræddu á fundi í dag.

Útboð vegna áframhaldandi uppbyggingar á farsímakerfinu

Samgönguráðuneytið kynnti í dag, á Evrópska efnahagssvæðinu, forval vegna framkvæmda við áframhaldandi uppbyggingu á gsm farsímakerfinu á þjóðvegakerfinu. Um er að ræða svæði á hringveginum og fimm fjallvegum en þessir vegarkaflar eru samanlagt um 500 km en um 400 km kafli á hringveginum er án gsm-sambands í dag.

Reyna að fjarlægja plötu stærstu fallbyssu El Grillo

Hópur kafara er nýkominn úr leiðangri sem farinn var að flaki skipsins El Grillo á botni Seyðisfjarðar, til að reyna að koma botnplötu stærstu fallbyssu skipsins á þurrt. Svo virðist sem engin olía leki lengur úr skipinu.

Sjá næstu 50 fréttir