Fleiri fréttir Gagnrýna löggæslu landsins Yfir tvö hundruð manns komu saman á torgi í Moskvu á sunnudaginn til að gagnrýna löggæslustofnanir landsins og krefjast þess að lögreglan geri meira til að verja Rússa. Samkoman var skipulögð af fylgjendum Garrys Kasparov, fyrrverandi heimsmeistara í skák, sem hætti keppni á seinasta ári til að hefja pólitískt stríð gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta landsins, og vaxandi valdníðslu í Rússlandi. 19.6.2006 05:00 Tveir drengir í haldi lögreglu Tveir ungir piltar eru í gæsluvarðhaldi í Kent í Bretlandi vegna morðs á sextán ára pilti sem framið var þar á föstudagskvöld. Piltarnir, sem eru sextán og átján ára gamlir, voru handteknir í fyrradag og voru þeir yfirheyrðir í dag. 19.6.2006 05:00 Tekist á um hvalveiðar Tillaga Japana, um að leyfa aftur hvalveiðar í atvinnuskyni, var felld á laugardagskvöld á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem fer nú fram í St. Kitts með eins atkvæðismun. Tvo þriðju hluta atkvæða hefði þurft til að fella bannið úr gildi. 19.6.2006 04:30 Paul orðinn 64 ára Síðustu mánuðir hafa ekki verið þeir sælustu í lífi Pauls McCartneys en í dag hafði hann þó ástæðu til að gleðjast. 64 ára afmælisdagurinn, sem hann söng svo eftirminnilega um hér um árið, er loksins runninn upp. 18.6.2006 20:45 Ólgan vex í Sómalíu Ástandið í Sómalíu er orðið svo viðkvæmt að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast að á hverri stundu geti borgarastyrjöld brotist þar út á ný. Eþíópískt herlið er í viðbragðsstöðu við sómölsku landamærin, tilbúið að verja bráðabirgðastjórnina í landinu. 18.6.2006 19:30 Sverðaglamur og stríðsöskur í Hafnarfirði Sverðaglamur og stríðsöskur berast nú frá Strandgötunni í Hafnarfirði þar sem Víkingahátíðin á Fjörukránni fer nú fram. 18.6.2006 19:00 Örkin hans Nóa á Svalbarða Á leiðtogafundi Norðurlandanna sem fram fer á Svalbarða á morgun verður hornsteinn lagður að neðanjarðarhólfi sem geyma á fræ þriggja milljóna plöntutegunda alls staðar að úr heiminum. 18.6.2006 19:00 Lögregla vinnur með skemmtistöðum gegn ofbeldi Lögreglan í Reykjavík hefur tekið upp samstarf við þrjá skemmtistaði í miðborginni þar sem talstöðvum og eftirlitsmyndavélum er beitt til að reyna að draga úr ofbeldi í miðborginni. Samstarfið sem hófst um síðustu helgi hefur þegar gefið góða raun því viðbragðstími lögreglu vegna atvika hefur styst mjög mikið. 18.6.2006 18:53 Ræðst á næstu dögunum Það ræðst á næstu dögum hvort sátt náist milli Alþýðusambandsins og atvinnurekenda um lög vegna erlends vinnuafls við endurskoðun kjarasamninga. Íslenskt samfélag var ekki undirbúið fyrir breytingar á flæði vinnuafls, segir Halldór Grönwold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins. 18.6.2006 18:45 Mannréttindaskrifstofa Íslands og skátarnir á meðal styrkþega Mannréttindaskrifstofa Íslands, Krabbameinsfélagið og Skólahljómsveit Kópavogs voru á meðal þeirra sem hlutu í dag styrk úr Styrktarsjóði Baugs Group. 41,5 milljónum króna var úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni. 18.6.2006 17:28 Discovery út í geim þvert á ráðleggingar Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur ákveðið að skjóta geimferjunni Discovery út í geiminn 1. júlí næstkomandi. Ákvörðunin er þvert á ráðleggingar ýmissa sérfræðinga stofnunarinnar sem segja ferjuna enn ekki nægilega örugga til geimferða. 18.6.2006 16:18 Tveir í haldi vegna morðs á ungling í Bretlandi Tveir piltar eru í haldi í lögreglunnar í Kent í Bretlandi vegna morðs á sextán ára dreng þar um slóðir á föstudagskvöldið. Piltarnir sem eru í haldi lögreglu eru 16 og 18 ára gamlir og voru handteknir seint í gærkvöld og var ætlunin að yfirheyra þá í dag. 18.6.2006 15:15 Fjórar stúlkur létust eftir gassprengingu Fjórar stúlkur létust og fjölmargir særðust þegar gassprenging varð í skóla í borginni Herat í Afganistan í morgun. Mikil skelfing greip um sig þegar gasketill í eldhúsi skólans sprakk og myndaðist þá öngþveiti þar sem telpurnar, sem voru á aldrinum 6-9 ára, tróðust undir. 18.6.2006 14:30 Rannsóknir hafnar vegna hugsanlegs álvers á Bakka Hafnar eru rannsóknir á háhitasvæðum á Norðurlandi fyrir hugsanlegt álver á Bakka við Húsavík. Ætlunin er að kanna og rannsaka háhitasvæðin nægjanlega til þess að unnt verði að taka ákvörðun um nýtingu þeirra og uppbyggingu vegna stóriðjunnar. 18.6.2006 13:45 Á góðum batavegi eftir hnífsstungu Maðurinn sem var stunginn með hnífi í kviðinn á veitingastað við Laugaveg í fyrrinótt er á góðum batavegi. Hann dvelur enn á gjörgæslu en verður útskrifaður þaðan í dag og fluttur á almenna deild. 18.6.2006 13:15 Þjóðaratkvæðagreiðsla í Katalóníu í dag Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í dag í Katalóníu á Spáni um aukið sjálfstæði héraðsins. Búist er að við Katalónar samþykki tillögurnar en samkvæmt þeim fær héraðsstjórnin stærri hlut af skatttekjum ríkisins og heimastjórn í mikilvægum málum, til dæmis á sviði samgangna og innflytjendamála. 18.6.2006 13:00 Mislæg gatnamót líklega boðin út fyrir áramót Mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar verða að öllum líkindum boðin út fyrir áramót. Til stendur að leggja báðar brautirnar í stokk og leggja hringtorg ofan á, - í svokallaðri þriggja hæða lausn. Málið eru í algerum forgangi hjá nýjum meirihluta í Reykjavík, segir formaður samgöngu- og umhverfisráðs. 18.6.2006 12:45 Pólverjinn kominn með húsaskjól Eldri kona tók tvítugan Pólverja sem bjó í tjaldi í Laugardal upp á sína arma eftir frétt NFS á fimmtudaginn og veitti honum húsaskjól. Pólverjinn segist ánægður með að geta loksins farið í þurr föt á morgnana og er bjartsýnn á framtíðina. 18.6.2006 12:30 Fimm unglingar skotnir í New Orleans Fimm unglingar voru skotnir til bana í New Orleans í Bandaríkjunum í gær. Þetta er versta fjöldamorð í sögu borgarinnar. 18.6.2006 12:15 Búið að handtaka fjóra vegna líkamsárásar Lögreglan í Keflavík hefur handtekið fjóra menn vegna alvarlegrar líkamsárásar í bænum í morgun. Ráðist var á tvo menn og þurfti að flytja annan þeirra á sjúkrahús í Reykjavík vegna áverka á höfði. 18.6.2006 12:00 Dvergþerna sést í fyrsta sinn á Íslandi Lítil þerna fannst við Mikley á Höfn fyrir helgi sem greind var sem dvergþerna, að því er fram kemur á fréttavefnum Horn.is. Þetta er í fyrsta sinn sem sú fuglategund sést hér á landi. 18.6.2006 11:30 Ætla ekki að steypa forsetanum af stóli Leiðtogi íslömsku skæruliðahreyfingarinnar sem lagði undir sig Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í síðustu viku hefur heitið því að samtök hans muni ekki steypa Abdullah Yusuf, forseta landsins, af stóli. 18.6.2006 11:00 Hátíðahöld fóru víðast hvar vel fram í gærkvöld Hátíðahöld virðast hafa farið vel fram víða um land þótt ölvun hafi verið töluverð á mörgum stöðum. Í höfuðborginni var erill hjá lögreglu allt fram til klukkan sjö í morgun og voru sex fluttir á slysadeild í nótt, tveir vegna minni háttar líkamsárása og fjórir eftir að hafa hrasað vegna ölvunar. 18.6.2006 10:30 Kvartettinn samþykkir neyðaraðstoð fyrir Palestínumenn Bandaríkin, Rússland, Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið, eða kvartettinn svonefndi hefur samþykkt tilboð þeirra síðastnefndu um neyðaraðstoð til handa Palestínumönnum án milligöngu Hamas-stjórnarinnar. 18.6.2006 10:15 Alvarleg líkamsárás í Keflavík í morgun Alvarleg líkamsárás átti sér stað í Keflavík um sexleytið í nótt þegar ráðist var á tvo karlmenn á gangi í bænum. Bíl var ekið upp að mönnunum og stigu fjórir karlmenn út og réðust á tvímenningana. Annar þeirra hlaut alvarlega áverka á höfði og var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi. 18.6.2006 10:00 Kveðst saklaus af hórmangi Ítalski konungssonurinn, Victor Emmanuel, var handtekinn á föstudag vegna gruns um glæpsamlegt athæfi. Er hann sakaður um spillingu í tengslum við spilavítisrekstur í Sviss og fyrir að hafa ráðið ítalskar vændiskonur til starfa á vegum þess. 18.6.2006 07:45 Dagblöðin fylla ekki tómarúmið eftir DV Lestur fyrsta fríblaðs landsins, Fréttablaðsins, jókst mun meira í fyrstu mælingunum á lestri þess en lestur Blaðsins. Lestur Fréttablaðsins nánast tvöfaldaðist samkvæmt fyrstu fimm fjölmiðlakönnununum sem gerðar voru eftir stofnun þess. 18.6.2006 07:45 Bangsi á flótta Um sunnanvert Þýskaland og í Austurríki standa leitarmenn í ströngu við að finna bjarndýr sem er á flótta. Björninn var næstum unninn aðfaranótt föstudags, en komst naumlega undan í náttmyrkrinu. Upphaflega átti að skjóta bangsa en dýravinir brugðust skjótt við og komu í veg fyrir það. Nú eru einungis svefnlyf í byssunum. 18.6.2006 07:30 Ný fyrirtæki spretta upp við hvert fótmál Atvinnulíf í Fjarðabyggð blómstrar þessa dagana og uppbyggingar sér víða merki. Búist er við mikilli fólksfjölgun sem sést í mikilli aukningu íbúðarhúsnæðis. Fólk brosir út að eyrum, segir bæjarstjórinn í Fjarðabyggð. 18.6.2006 07:30 Hvað er leiðtogaráð ESB? Í leiðtogaráði Evrópusambandsins (á ensku: European Council) sitja ríkisstjórnaleiðtogar aðildarríkjanna auk forseta framkvæmdastjórnar ESB. Leiðtogaráðið leggur línurnar og er driffjöður í hinu pólitíska samstarfi aðildarríkjanna. Það tekur ákvarðanir í mikilvægustu málunum og þeim málum sem fagráðherrarnir hafa ekki náð samkomulagi um. 18.6.2006 07:15 Eru að friða kjósendur sína 18.6.2006 07:15 Lagði hníf að hálsi manns Maður á fertugsaldri lagði hníf að hálsi eins gesta hátíðarhaldanna í miðborg Reykjavíkur um miðjan dag í gær. Sá sem varð fyrir árásinni hafði sjálfur samband við lögreglu. 18.6.2006 07:15 Íransforseti fær kaldar kveðjur Yfir þúsund manns tóku þátt í friðsömum mótmælum gegn forseta Írans um helgina þegar fótboltalandslið Írans lék annan leik sinn á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi. Styr hefur staðið um forsetann, Mahmoud Ahmadinejad, vegna ítrekaðra ummæla hans í fjölmiðlum þar sem hann hefur afneitar helförinni gegn gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni og efast um tilverurétt Ísraelsríkis. 18.6.2006 07:00 Tvær sprengikúlur fundust Það er orðið að vana austur á Seyðisfirði að Árni Kópsson og föruneyti kafi niður að El Grillo, olíu- og flutningaskipinu, á þjóðhátíðardaginn. Þaðan var fjarlægð fallbyssa fyrir tveimur árum og nú á að ná í festingar sem tilheyra henni í skipið. 18.6.2006 07:00 Kerfið verður skilvirkara Aðkoma ríkisstjórnarinnar að endurskoðun kjarasamninga byggist að hluta eða öllu leyti á ákvörðun um lækkun á tekjuskattinum í staðinn fyrir lægra skattþrep. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að til álita kæmi að lækka tekjuskattinn um eitt prósent og fresta opinberum framkvæmdum. 18.6.2006 07:00 Umbótum verði hraðað Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum í Brussel í gær að styðja áform Rúmena og Búlgara um að ganga í sambandið um næstu áramót, en þeir áminntu stjórnvöld í löndunum tveimur um að hraða umbótum sem þau hafa skuldbundið sig til að hrinda í framkvæmd áður en af aðildinni verður. 18.6.2006 06:45 Eþíópíski herinn við landamæri Sómalíu Líklegt þykir að herinn sé kominn til að vega á móti íslamistum og til varnar bráðabirgðastjórn landsins. Íslamistarnir vinna hvern sigurinn á fætur öðrum og hafa stökkt tveimur stríðsherrum á flótta. 18.6.2006 06:45 Varað við skelfiski í Hvalfirði Hafrannsóknastofnunin varar fólk við því að tína skelfisk í Hvalfirði sér til matar næstu vikurnar. Ástæðan er mikið magn eitraðra svifþörunga en fjöldi svonefndra Dinophysis spp-skoruþörunga er mjög mikill og við slíkar aðstæður er hætta á DSP-eitrun í skelfiski. 18.6.2006 06:45 Stunginn með hnífi í kviðinn Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn í kviðinn með hnífi á veitingastað ofarlega við Laugaveg aðfaranótt laugardags. Hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi og voru sár hans svo alvarleg að hann var lagður inn á gjörgæsludeild. 18.6.2006 06:45 Falleg athöfn á Bessastöðum Ellefu Íslendingar voru sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Á meðal þeirra sem hlutu orðuna voru Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fyrir störf að velferð og réttindum kvenna, Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur, fyrir störf í þágu kirkju og samfélags og Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri, fyrir störf í þágu menningar og leiklistar. 18.6.2006 06:45 Kúrdasjónvarp veldur deilum Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, er hneykslaður á því að 56 tyrkneskir borgar- og bæjarstjórar, sem sendu honum bréf, skuli nú af þeim sökum sæta sakarannsókn af hálfu yfirvalda í Tyrklandi. 18.6.2006 06:30 Safna fé undir fölsku flaggi Dæmi eru um að svikahrappar hafi hringt í fólk og sagst vera að safna fé til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands sem er líknarfélag í þágu þeirra sem minna mega sín í Reykjavík. Svikahrapparnir bjóðast til að koma heim til fólks og sækja féð. 18.6.2006 06:15 Synti um 1.600 kílómetra leið Vísindamenn í Alaska ráku upp stór augu á dögunum þegar hvíthvalshræ fannst í þarlendri á, um 1.600 kílómetrum frá náttúrulegum dvalarstað tegundarinnar. Þeir telja ólíklegt að hræinu hafi verið komið þangað af mannavöldum og dettur helst í hug að hvalurinn, sem mældist tveir og hálfur metri á lengd, hafi synt upp ána í leit að mat en mjög óalgengt er að hvalir sem þessir syndi svo langt frá heimaslóðum sínum. Útivistarmenn á kanóum fundu hræið, en farið var með það á safn þar sem það verður úrbeinað og beinagrindin höfð til sýnis. 18.6.2006 06:00 Foreldrar fái eingreiðslu Markmið meirihlutasamstarfs Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Sveitarfélaginu Árborg er að byggja upp fjölskylduvænt sveitarfélag. Fram kemur í nýkynntum málefnasamningi þeirra að foreldrum þeim sem kjósa að vera heima með börn sín frá níu til átján mánaða aldurs bjóðist valgreiðsla að upphæð 20.000 krónur á mánuði. Ennfremur er stefnt að því að öllum börnum frá átján mánaða aldri verði tryggð leikskólavist á kjörtímabilinu. 18.6.2006 06:00 Samkomulag um loftferðir Náðst hefur samkomulag milli Íslands og Indónesíu um loftferðir, sem mun veita íslenskum flugfélögum tækifæri til að stunda flug til og frá þremur borgum í landinu með tengingum við flug til annarra staða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 18.6.2006 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Gagnrýna löggæslu landsins Yfir tvö hundruð manns komu saman á torgi í Moskvu á sunnudaginn til að gagnrýna löggæslustofnanir landsins og krefjast þess að lögreglan geri meira til að verja Rússa. Samkoman var skipulögð af fylgjendum Garrys Kasparov, fyrrverandi heimsmeistara í skák, sem hætti keppni á seinasta ári til að hefja pólitískt stríð gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta landsins, og vaxandi valdníðslu í Rússlandi. 19.6.2006 05:00
Tveir drengir í haldi lögreglu Tveir ungir piltar eru í gæsluvarðhaldi í Kent í Bretlandi vegna morðs á sextán ára pilti sem framið var þar á föstudagskvöld. Piltarnir, sem eru sextán og átján ára gamlir, voru handteknir í fyrradag og voru þeir yfirheyrðir í dag. 19.6.2006 05:00
Tekist á um hvalveiðar Tillaga Japana, um að leyfa aftur hvalveiðar í atvinnuskyni, var felld á laugardagskvöld á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem fer nú fram í St. Kitts með eins atkvæðismun. Tvo þriðju hluta atkvæða hefði þurft til að fella bannið úr gildi. 19.6.2006 04:30
Paul orðinn 64 ára Síðustu mánuðir hafa ekki verið þeir sælustu í lífi Pauls McCartneys en í dag hafði hann þó ástæðu til að gleðjast. 64 ára afmælisdagurinn, sem hann söng svo eftirminnilega um hér um árið, er loksins runninn upp. 18.6.2006 20:45
Ólgan vex í Sómalíu Ástandið í Sómalíu er orðið svo viðkvæmt að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast að á hverri stundu geti borgarastyrjöld brotist þar út á ný. Eþíópískt herlið er í viðbragðsstöðu við sómölsku landamærin, tilbúið að verja bráðabirgðastjórnina í landinu. 18.6.2006 19:30
Sverðaglamur og stríðsöskur í Hafnarfirði Sverðaglamur og stríðsöskur berast nú frá Strandgötunni í Hafnarfirði þar sem Víkingahátíðin á Fjörukránni fer nú fram. 18.6.2006 19:00
Örkin hans Nóa á Svalbarða Á leiðtogafundi Norðurlandanna sem fram fer á Svalbarða á morgun verður hornsteinn lagður að neðanjarðarhólfi sem geyma á fræ þriggja milljóna plöntutegunda alls staðar að úr heiminum. 18.6.2006 19:00
Lögregla vinnur með skemmtistöðum gegn ofbeldi Lögreglan í Reykjavík hefur tekið upp samstarf við þrjá skemmtistaði í miðborginni þar sem talstöðvum og eftirlitsmyndavélum er beitt til að reyna að draga úr ofbeldi í miðborginni. Samstarfið sem hófst um síðustu helgi hefur þegar gefið góða raun því viðbragðstími lögreglu vegna atvika hefur styst mjög mikið. 18.6.2006 18:53
Ræðst á næstu dögunum Það ræðst á næstu dögum hvort sátt náist milli Alþýðusambandsins og atvinnurekenda um lög vegna erlends vinnuafls við endurskoðun kjarasamninga. Íslenskt samfélag var ekki undirbúið fyrir breytingar á flæði vinnuafls, segir Halldór Grönwold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins. 18.6.2006 18:45
Mannréttindaskrifstofa Íslands og skátarnir á meðal styrkþega Mannréttindaskrifstofa Íslands, Krabbameinsfélagið og Skólahljómsveit Kópavogs voru á meðal þeirra sem hlutu í dag styrk úr Styrktarsjóði Baugs Group. 41,5 milljónum króna var úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni. 18.6.2006 17:28
Discovery út í geim þvert á ráðleggingar Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur ákveðið að skjóta geimferjunni Discovery út í geiminn 1. júlí næstkomandi. Ákvörðunin er þvert á ráðleggingar ýmissa sérfræðinga stofnunarinnar sem segja ferjuna enn ekki nægilega örugga til geimferða. 18.6.2006 16:18
Tveir í haldi vegna morðs á ungling í Bretlandi Tveir piltar eru í haldi í lögreglunnar í Kent í Bretlandi vegna morðs á sextán ára dreng þar um slóðir á föstudagskvöldið. Piltarnir sem eru í haldi lögreglu eru 16 og 18 ára gamlir og voru handteknir seint í gærkvöld og var ætlunin að yfirheyra þá í dag. 18.6.2006 15:15
Fjórar stúlkur létust eftir gassprengingu Fjórar stúlkur létust og fjölmargir særðust þegar gassprenging varð í skóla í borginni Herat í Afganistan í morgun. Mikil skelfing greip um sig þegar gasketill í eldhúsi skólans sprakk og myndaðist þá öngþveiti þar sem telpurnar, sem voru á aldrinum 6-9 ára, tróðust undir. 18.6.2006 14:30
Rannsóknir hafnar vegna hugsanlegs álvers á Bakka Hafnar eru rannsóknir á háhitasvæðum á Norðurlandi fyrir hugsanlegt álver á Bakka við Húsavík. Ætlunin er að kanna og rannsaka háhitasvæðin nægjanlega til þess að unnt verði að taka ákvörðun um nýtingu þeirra og uppbyggingu vegna stóriðjunnar. 18.6.2006 13:45
Á góðum batavegi eftir hnífsstungu Maðurinn sem var stunginn með hnífi í kviðinn á veitingastað við Laugaveg í fyrrinótt er á góðum batavegi. Hann dvelur enn á gjörgæslu en verður útskrifaður þaðan í dag og fluttur á almenna deild. 18.6.2006 13:15
Þjóðaratkvæðagreiðsla í Katalóníu í dag Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í dag í Katalóníu á Spáni um aukið sjálfstæði héraðsins. Búist er að við Katalónar samþykki tillögurnar en samkvæmt þeim fær héraðsstjórnin stærri hlut af skatttekjum ríkisins og heimastjórn í mikilvægum málum, til dæmis á sviði samgangna og innflytjendamála. 18.6.2006 13:00
Mislæg gatnamót líklega boðin út fyrir áramót Mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar verða að öllum líkindum boðin út fyrir áramót. Til stendur að leggja báðar brautirnar í stokk og leggja hringtorg ofan á, - í svokallaðri þriggja hæða lausn. Málið eru í algerum forgangi hjá nýjum meirihluta í Reykjavík, segir formaður samgöngu- og umhverfisráðs. 18.6.2006 12:45
Pólverjinn kominn með húsaskjól Eldri kona tók tvítugan Pólverja sem bjó í tjaldi í Laugardal upp á sína arma eftir frétt NFS á fimmtudaginn og veitti honum húsaskjól. Pólverjinn segist ánægður með að geta loksins farið í þurr föt á morgnana og er bjartsýnn á framtíðina. 18.6.2006 12:30
Fimm unglingar skotnir í New Orleans Fimm unglingar voru skotnir til bana í New Orleans í Bandaríkjunum í gær. Þetta er versta fjöldamorð í sögu borgarinnar. 18.6.2006 12:15
Búið að handtaka fjóra vegna líkamsárásar Lögreglan í Keflavík hefur handtekið fjóra menn vegna alvarlegrar líkamsárásar í bænum í morgun. Ráðist var á tvo menn og þurfti að flytja annan þeirra á sjúkrahús í Reykjavík vegna áverka á höfði. 18.6.2006 12:00
Dvergþerna sést í fyrsta sinn á Íslandi Lítil þerna fannst við Mikley á Höfn fyrir helgi sem greind var sem dvergþerna, að því er fram kemur á fréttavefnum Horn.is. Þetta er í fyrsta sinn sem sú fuglategund sést hér á landi. 18.6.2006 11:30
Ætla ekki að steypa forsetanum af stóli Leiðtogi íslömsku skæruliðahreyfingarinnar sem lagði undir sig Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í síðustu viku hefur heitið því að samtök hans muni ekki steypa Abdullah Yusuf, forseta landsins, af stóli. 18.6.2006 11:00
Hátíðahöld fóru víðast hvar vel fram í gærkvöld Hátíðahöld virðast hafa farið vel fram víða um land þótt ölvun hafi verið töluverð á mörgum stöðum. Í höfuðborginni var erill hjá lögreglu allt fram til klukkan sjö í morgun og voru sex fluttir á slysadeild í nótt, tveir vegna minni háttar líkamsárása og fjórir eftir að hafa hrasað vegna ölvunar. 18.6.2006 10:30
Kvartettinn samþykkir neyðaraðstoð fyrir Palestínumenn Bandaríkin, Rússland, Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið, eða kvartettinn svonefndi hefur samþykkt tilboð þeirra síðastnefndu um neyðaraðstoð til handa Palestínumönnum án milligöngu Hamas-stjórnarinnar. 18.6.2006 10:15
Alvarleg líkamsárás í Keflavík í morgun Alvarleg líkamsárás átti sér stað í Keflavík um sexleytið í nótt þegar ráðist var á tvo karlmenn á gangi í bænum. Bíl var ekið upp að mönnunum og stigu fjórir karlmenn út og réðust á tvímenningana. Annar þeirra hlaut alvarlega áverka á höfði og var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi. 18.6.2006 10:00
Kveðst saklaus af hórmangi Ítalski konungssonurinn, Victor Emmanuel, var handtekinn á föstudag vegna gruns um glæpsamlegt athæfi. Er hann sakaður um spillingu í tengslum við spilavítisrekstur í Sviss og fyrir að hafa ráðið ítalskar vændiskonur til starfa á vegum þess. 18.6.2006 07:45
Dagblöðin fylla ekki tómarúmið eftir DV Lestur fyrsta fríblaðs landsins, Fréttablaðsins, jókst mun meira í fyrstu mælingunum á lestri þess en lestur Blaðsins. Lestur Fréttablaðsins nánast tvöfaldaðist samkvæmt fyrstu fimm fjölmiðlakönnununum sem gerðar voru eftir stofnun þess. 18.6.2006 07:45
Bangsi á flótta Um sunnanvert Þýskaland og í Austurríki standa leitarmenn í ströngu við að finna bjarndýr sem er á flótta. Björninn var næstum unninn aðfaranótt föstudags, en komst naumlega undan í náttmyrkrinu. Upphaflega átti að skjóta bangsa en dýravinir brugðust skjótt við og komu í veg fyrir það. Nú eru einungis svefnlyf í byssunum. 18.6.2006 07:30
Ný fyrirtæki spretta upp við hvert fótmál Atvinnulíf í Fjarðabyggð blómstrar þessa dagana og uppbyggingar sér víða merki. Búist er við mikilli fólksfjölgun sem sést í mikilli aukningu íbúðarhúsnæðis. Fólk brosir út að eyrum, segir bæjarstjórinn í Fjarðabyggð. 18.6.2006 07:30
Hvað er leiðtogaráð ESB? Í leiðtogaráði Evrópusambandsins (á ensku: European Council) sitja ríkisstjórnaleiðtogar aðildarríkjanna auk forseta framkvæmdastjórnar ESB. Leiðtogaráðið leggur línurnar og er driffjöður í hinu pólitíska samstarfi aðildarríkjanna. Það tekur ákvarðanir í mikilvægustu málunum og þeim málum sem fagráðherrarnir hafa ekki náð samkomulagi um. 18.6.2006 07:15
Lagði hníf að hálsi manns Maður á fertugsaldri lagði hníf að hálsi eins gesta hátíðarhaldanna í miðborg Reykjavíkur um miðjan dag í gær. Sá sem varð fyrir árásinni hafði sjálfur samband við lögreglu. 18.6.2006 07:15
Íransforseti fær kaldar kveðjur Yfir þúsund manns tóku þátt í friðsömum mótmælum gegn forseta Írans um helgina þegar fótboltalandslið Írans lék annan leik sinn á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi. Styr hefur staðið um forsetann, Mahmoud Ahmadinejad, vegna ítrekaðra ummæla hans í fjölmiðlum þar sem hann hefur afneitar helförinni gegn gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni og efast um tilverurétt Ísraelsríkis. 18.6.2006 07:00
Tvær sprengikúlur fundust Það er orðið að vana austur á Seyðisfirði að Árni Kópsson og föruneyti kafi niður að El Grillo, olíu- og flutningaskipinu, á þjóðhátíðardaginn. Þaðan var fjarlægð fallbyssa fyrir tveimur árum og nú á að ná í festingar sem tilheyra henni í skipið. 18.6.2006 07:00
Kerfið verður skilvirkara Aðkoma ríkisstjórnarinnar að endurskoðun kjarasamninga byggist að hluta eða öllu leyti á ákvörðun um lækkun á tekjuskattinum í staðinn fyrir lægra skattþrep. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að til álita kæmi að lækka tekjuskattinn um eitt prósent og fresta opinberum framkvæmdum. 18.6.2006 07:00
Umbótum verði hraðað Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum í Brussel í gær að styðja áform Rúmena og Búlgara um að ganga í sambandið um næstu áramót, en þeir áminntu stjórnvöld í löndunum tveimur um að hraða umbótum sem þau hafa skuldbundið sig til að hrinda í framkvæmd áður en af aðildinni verður. 18.6.2006 06:45
Eþíópíski herinn við landamæri Sómalíu Líklegt þykir að herinn sé kominn til að vega á móti íslamistum og til varnar bráðabirgðastjórn landsins. Íslamistarnir vinna hvern sigurinn á fætur öðrum og hafa stökkt tveimur stríðsherrum á flótta. 18.6.2006 06:45
Varað við skelfiski í Hvalfirði Hafrannsóknastofnunin varar fólk við því að tína skelfisk í Hvalfirði sér til matar næstu vikurnar. Ástæðan er mikið magn eitraðra svifþörunga en fjöldi svonefndra Dinophysis spp-skoruþörunga er mjög mikill og við slíkar aðstæður er hætta á DSP-eitrun í skelfiski. 18.6.2006 06:45
Stunginn með hnífi í kviðinn Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn í kviðinn með hnífi á veitingastað ofarlega við Laugaveg aðfaranótt laugardags. Hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi og voru sár hans svo alvarleg að hann var lagður inn á gjörgæsludeild. 18.6.2006 06:45
Falleg athöfn á Bessastöðum Ellefu Íslendingar voru sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Á meðal þeirra sem hlutu orðuna voru Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fyrir störf að velferð og réttindum kvenna, Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur, fyrir störf í þágu kirkju og samfélags og Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri, fyrir störf í þágu menningar og leiklistar. 18.6.2006 06:45
Kúrdasjónvarp veldur deilum Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, er hneykslaður á því að 56 tyrkneskir borgar- og bæjarstjórar, sem sendu honum bréf, skuli nú af þeim sökum sæta sakarannsókn af hálfu yfirvalda í Tyrklandi. 18.6.2006 06:30
Safna fé undir fölsku flaggi Dæmi eru um að svikahrappar hafi hringt í fólk og sagst vera að safna fé til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands sem er líknarfélag í þágu þeirra sem minna mega sín í Reykjavík. Svikahrapparnir bjóðast til að koma heim til fólks og sækja féð. 18.6.2006 06:15
Synti um 1.600 kílómetra leið Vísindamenn í Alaska ráku upp stór augu á dögunum þegar hvíthvalshræ fannst í þarlendri á, um 1.600 kílómetrum frá náttúrulegum dvalarstað tegundarinnar. Þeir telja ólíklegt að hræinu hafi verið komið þangað af mannavöldum og dettur helst í hug að hvalurinn, sem mældist tveir og hálfur metri á lengd, hafi synt upp ána í leit að mat en mjög óalgengt er að hvalir sem þessir syndi svo langt frá heimaslóðum sínum. Útivistarmenn á kanóum fundu hræið, en farið var með það á safn þar sem það verður úrbeinað og beinagrindin höfð til sýnis. 18.6.2006 06:00
Foreldrar fái eingreiðslu Markmið meirihlutasamstarfs Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Sveitarfélaginu Árborg er að byggja upp fjölskylduvænt sveitarfélag. Fram kemur í nýkynntum málefnasamningi þeirra að foreldrum þeim sem kjósa að vera heima með börn sín frá níu til átján mánaða aldurs bjóðist valgreiðsla að upphæð 20.000 krónur á mánuði. Ennfremur er stefnt að því að öllum börnum frá átján mánaða aldri verði tryggð leikskólavist á kjörtímabilinu. 18.6.2006 06:00
Samkomulag um loftferðir Náðst hefur samkomulag milli Íslands og Indónesíu um loftferðir, sem mun veita íslenskum flugfélögum tækifæri til að stunda flug til og frá þremur borgum í landinu með tengingum við flug til annarra staða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 18.6.2006 06:00