Fleiri fréttir Sigldi úr höfn með 14 farþega Liðlega fertugur maður hefur verið ákærður fyrir að hafa í ágúst í fyrra lagt úr höfn á haffærislausu skemmtiskipi, Söndru RE, með fjórtán farþega. Í ákærunni kemur fram að einungis hafi verið einn fjögurra manna björgunarbátur um borð. Landhelgisgæslan stöðvaði för skipsins þar sem það var á suðurleið skammt vestur af Viðey. 18.6.2006 04:30 Fótboltinn sameinar Til átaka kom á milli palestínskra mótmælenda og ísraelskra hermanna í bænum Bílín á Vesturbakkanum í gær vegna múrsins sem verið er að reisa á landamærunum. Allt féll hins vegar í dúnalogn þegar deilendur töldu sig skyndilega hafa mikilvægari hnöppum að hneppa. 17.6.2006 20:00 Íranar eru jákvæðir Vonir glæddust um lausn á kjarnorkudeilunni við Írana vegna yfirlýsinga um að þeir vilji skoða sáttatilboð Vesturveldanna af mikilli alvöru. Fregnir af eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna vekja hins vegar talsverðan ugg 17.6.2006 19:00 Segja framtíð landsins ráðast á næstu misserum Fullt var út úr dyrum á stofnfundi Framtíðarlandsins, félags áhugafólks um framtíð Íslands, í Austurbæ í hádeginu. Talsmenn félagsins telja að framtíð landsins muni ráðast á næstu mánuðum eða misserum og vilja hafa áhrif á hana og gera Ísland að draumalandi. 17.6.2006 19:00 Gæsluvarðhald vegna hnífsstungu Karlmaður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 23. júní vegna hnífsstungu á veitingastað við Laugaveginn í nótt. 17.6.2006 17:42 Átök og innbyrðis deilur meðal ástæðna afsagnar Átök og innbyrðis deilur í Framsóknarflokknum eru meðal ástæðna þess að Halldór Ásgrímsson hættir í pólitík að mati Björns Inga Hrafnssonar, fyrrverandi aðstoðamanns hans. 17.6.2006 16:24 Ættjarðarstemmning hjá Íslendingum í Kaupmannahöfn Ættjarðarstemmningin sveif yfir vötnum á 17. júní hátíðahöldum Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn í dag. Þar komu Íslendingar saman á Amager-ströndinni að því er greint er frá á fréttavefnum Suðurnland.net. 17.6.2006 15:46 Ellefu Íslendingar sæmdir fálkaorðunni Ellefu Íslendingar voru sæmdir heiðursorðu hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, sex karlar og fimm konur. Þar á meðal voru Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fyrir störf að velferð og réttindum kvenna, Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur fyrir störf í þágu kirkju og samfélags, Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar svokölluðu, fyrir frumkvæði í menntamálum. 17.6.2006 15:45 Sonur síðasta konungs Ítalíu handtekinn Ítalska lögreglan handtók í gær Viktor Emmanuel, son Umberto annars, síðasta konungs Ítalíu. Emmanuel er grunaður um að hafa tekið þátt í skipulagðri glæpastarfsemi sem talin er teygja anga sína víða um lönd, meðal annars á sviði vændis. 17.6.2006 15:00 Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Tsjetsjeníu felldur Tsjetsjenski stjórnarherinn felldi í morgun Abdul-Kalim Saidulajeff, leiðtoga aðskilnaðarsinna í landinu, í bænum Argun, skammt austur af höfuðborginni Grosní 17.6.2006 14:45 Húsfyllir á fundi Framtíðarlandsins í Austurbæ Um 600 manns sóttu stofnfund Framtíðarlandsins, félags áhugafólks um framtíð Íslands. Fundurinn var haldinn í Austurbæ í hádeginu. Aðstandendur félagsins telja að framtíð landsins ráðist á næstu mánuðum eða misserum. 17.6.2006 14:30 Vill að Framsókn endurskoði stóriðjustefnu sína Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, sagðist í Skaftahlíðinni í hádeginu vilja að Framsóknarflokkurinn endurskoðaði stóriðjustefnu sína. 17.6.2006 14:00 N-Kóreumenn prófa eldflaug um helgina Norður-Kóreumenn hyggjast um helgina skjóta á loft langdrægri tilraunaeldflaug sem getur borið kjarnaodda. Eldflaugin er af tegundinni Taepodong-2 og getur dregið sex þúsund kílómetra, eða allt til borga á vesturströnd Bandaríkjanna. 17.6.2006 13:00 Konur hafi borið skarðan hlut frá borði í kosningum Félagsmálaráðherra telur konur hafa borið skarðan hlut frá borði í sveitastjórnarkosningunum í lok maí. Tveggja ára gömul jafnréttisáætlun ráðuneytisins verður tekin til endurskoðunar á næstunni. 17.6.2006 12:30 Eþíópískt herlið ræðst inn í Sómalíu vegna skæruliða Eþíópískt herlið réðst inn í Sómalíu morgun eftir að ljóst varð að íslamskir skæruliðar væru komnir í seilingarfjarlægð við borgina Baidoa, þar sem sómalska bráðabirgðastjórnin hefur aðsetur. 17.6.2006 12:15 Dræm þátttaka áhyggjuefni Íslendingar mega ekki gleyma þeim fórnum sem færðar voru til að koma hér á almennum kosningarétti. Þetta sagði forsætisráðherra í þjóðhátiðarræðu sinni í morgun. Töluvert af fólki var í miðbænum í morgun, þrátt fyrir að veðrið væri með grárra móti. 17.6.2006 11:59 Skilmálar ekki í samræmi við lög Skilmálar borgarinnar vegna útboðs um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar eru ekki í samræmi við lög segir kærunefnd útboðsmála. Þetta kemur fram á forsíðu Morgunblaðsins í dag. 17.6.2006 11:30 Ekki virðist meirihluti fyrir hvalveiðum Ríki sem hlynnt eru nýtingu hvalastofna virðast ekki í meirihluta á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, þvert á það sem spáð hafði verið. Í gær höfðu friðunarsinnar betur í tveimur atkvæðagreiðslum á fundinum sem fram fer í karabíska eyríkinu Sankti Kristófer og Nevis. 17.6.2006 11:15 Töluverður erill hjá lögreglunni á Akureyri Töluverður erill var hjá lögreglunni á Akureyri í gær og nótt en nóttinn gekk þó slysalaust fyrir sig. Mikil ölvun var í bænum og þurfti lögregla að hafa afskipti af allmörgum ungmennum sem ekki höfðu lögaldur til að neyta áfengis. 17.6.2006 11:00 Pétur Gautur hlaut flest verðlaun á Grímunni Leikritið Pétur Gautur, sem sýnt hefur verið í Þjóðleikhúsinu í vetur, kom sá og sigraði á Grímunni, íslensku leiklistarverðlaununum, sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöld. 17.6.2006 10:45 Tugir liggja í valnum eftir átök morgunsins Í það minnsta 37 hafa fallið í heiftarlegum átökum stjórnarhersins á Srí Lanka og Tamíl-tígra í morgun. Formælandi ríkisstjórnarinnar segir að ákveðið hafi verið að ráðast til atlögu gegn Tamílum eftir að 64 borgarar létu lífið í fyrradag þegar rúta sem þeir voru í ók utan í jarðsprengju sem tígrarnir höfðu komið fyrir. 17.6.2006 10:30 Fjölbreytt dagskrá um allt land á 17. júní Fjölbreytt dagskrá verður víða um land í dag, á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 17.6.2006 10:15 Karlmaður stunginn á veitingastað í miðbænum í nótt Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn með hnífi í kviðinn á veitingastað við Laugaveg um hálftvöleytið í nótt. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild og liggur hann nú á gjörgæslu. 17.6.2006 10:00 17. júní undirbúinn í kvöld Það er óhætt að segja að það hafi verið blautt í miðbænum í kvöld þar sem verið var að undirbúa dagskrá morgundagsins, 17. júní. Hún hefst nú klukkan tíu þegar lagður verður blómsveigur á leiði Jóns Sigurðssonar og henni lýkur ekki fyrr en tíu í kvöld, meðal annars með tónleikum við Arnarhól. 16.6.2006 23:30 Óttast að Miðstöð mæðraverndar heyri sögunni til Forstöðumaður Heilsuverndar barna óttast að Miðstöð mæðraverndar heyri sögunni til í núverandi mynd ef starfsemi Heilsuverndarstöðvarinnar á Barónsstíg verður flutt í Mjóddina. Starfsmenn Heilsuverndarstöðvarinnar vilja að ríkið reyni að fá húsið aftur. 16.6.2006 23:15 Komst út úr logandi húsi sínu við illan Guðrún Guðmundsdóttir, íbúi að Hólmaseli í Flóahreppi, komst út úr brennandi húsi sínu við illan leik í gærkvöldi. Það var henni til happs að nágrannar hennar sáu eldinn og kom henni til bjargar. 16.6.2006 23:02 Vill að lífeyriskjör verði reiknuð upp til launa Formaður VR vill að lífeyriskjör æðstu embættismanna verði með sambærilegum hætti og almennra launþega en að núverandi lífeyriskjör þeirra verði reiknuð upp til launa. Hann skorar á stjórnvöld að lýsa yfir vilja til breytinga á kerfinu. 16.6.2006 23:00 Forseti Írans efast enn um helförina Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, endurtók í dag fyrri staðhæfingar sínar um að helför nasista gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni sé ekki studd nægilega traustum heimildum og því þurfi að gera nýja og óháða sagnfræðirannsókn á atburðunum sem áttu sér stað í vinnubúðum nasista. 16.6.2006 22:02 Smyglaði sprengiefni hugsanlega í skóm sínum Maður er grunaður um að hafa borið sprengiefni í skóm sínum inn til föstudagsbæna í Buratha-moskunni í Norður-Bagdad í dag. Í það minnsta 11 létust og 25 særðust þegar hann sprengdi sig í loft upp. 16.6.2006 21:49 Fyrsta verkefni Félagsmálaráðherra í Íbúðarlánasjóði Magnús Stefánsson nýsettur félagsmálaráðherra opnaði nýja og notendavænni heimasíðu Íbúðarlánasjóðs með viðhöfn vopnaður tölvumús. Þetta var fyrsta opinbera verkefni Magnúsar í embætti félagsmálaráðherra. kvót Magnús gat þó ekki starldað lengi við í húsakynnum Íbúðarlánasjóðs en notaði þó heimsóknina til að kynna sér starfsemina sem þar er rekinn. Hann kvaðst þó ekki reiðubúinn svara neinum spurningum um framhald þessarar stofnunnar sem mikið hefur verið í umræðunni að undanfarinn misserri eða allt frá því að bankar hófu lánastarfsemi fyrir húsnæðiskaupum. 16.6.2006 21:46 Hafró varar við kræklingatínslu víða um land Hafrannsóknarstofnun varar fólk eindregið við því að tína sér krækling eða annan skelfisk til matar í Hvalfirði vegna gríðarlegs magns eiturþörunga í sjónum þar. Einnig er varað við því að tína skelfisk í nágrenni Stykkishólms og í Eyjafirði. 16.6.2006 21:39 Hvalfriðunarsinnar enn í meirihluta Ríki sem hlynnt eru algerri friðun hvalastofna virðast enn einu sinni vera í meirihluta á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins því nýtingarsinnar töpuðu naumlega atkvæðagreiðslu um veiðar á smáhvelum. Formaður íslensku sendinefndarinnar á fundinum gerir sér engar grillur um að nokkur árangur náist þar. 16.6.2006 21:00 Flugferðum fjölgað eftir vistaskiptin Flugferðum til Barcelona frá Íslandi verður fjölgað eftir kaupin á Eiði Smára. Barcelona-treyjur eru uppseldar í Reykjavík, en stórar sendingar eru á leiðinni. 16.6.2006 20:00 Stjórnarskrársáttmálinn saltaður Engin niðurstaða fékkst á leiðtogafundi Evrópusambandsins, sem fram fer í Brussel, um hvað gera skuli við umdeildan stjórnarskrársáttmála þess. 16.6.2006 20:00 Arabi gabbaði Kaupþing Noregi Rúmlega hundrað og tuttugu milljónir króna úr sjóðum Kaupþings í Noregi fóru í súginn eftir að arabískur kaupsýslumaður narraði starfsmenn þess til hlutabréfakaupa. Þótt upphæðin sé ekki há á mælikvarða fyrirtækisins þykir málið hið vandræðalegasta. 16.6.2006 19:21 Svipta sig lífi vegna kjaraskerðinga Dæmi eru um að eldri borgarar úr röðum öryrkja svipti sig lífi vegna skyndilegra kjaraskerðinga. Formaður Öryrkjabandalagsins segir það algjört forgangsverkefni að koma í veg fyrir að öryrkjar missi tekjur á sextíu og sjö ára afmælisdaginn, enda verði ekki ódýrara að vera fatlaður þegar þeim aldri er náð. 16.6.2006 19:00 ASÍ heldur kröfum um lægra skattaþrep til streitu ASÍ vill ekki taka hugmyndir um lægra skattþrep út af borðinu í viðræðum þess við stjórnvöld um skattamál. Fyrrverandi forsætisráðherra hefur sagt breytingar á skattkerfinu óskynsamlegar og núverandi forsætisráðherra er ekki hlynntur breytingum. 16.6.2006 19:00 Hættumerki um offituvanda Sérfræðingur í barnalækningum við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum segir offitu vera faraldur þar í landi. Hann segir að ef Íslendingar vilji ekki fara sömu leið og Bandaríkjamenn þurfi þeir að staldra við, hættumerki séu á lofti. 16.6.2006 18:45 Þrjátíu ár liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður Afríku Þrjátíu ár eru liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður Afríku sem urðu kveikjan að andstöðu við aðskilnaðarstefnuna sem síðan leið undir lok árið 1991. Þeirra var minnst með fjölmennri göngu um götur borgarinnar í dag. 16.6.2006 17:41 94% nýútskrifaðra 10. bekkinga ætlar beint í framhaldsskóla Framhaldsskólarnir eru nú hættir að taka við umsóknum fyrir komandi skólaár, alls bárust rúmlega 6.600 umsóknir nýnema, þar af 4.528 frá nýútskrifuðum tíundu-bekkingum. Það eru því rúm 94% árgangsins sem nú er að yfirgefa grunnskólana sem ætlar beint í framhaldsskóla. 16.6.2006 17:21 Þrjátíu ár liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður-Afríku Þrjátíu ár eru liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður Afríku sem urðu kveikjan að almennri uppreisn gegn aðskilnaðarstefnunni sem leið undir lok árið 1991. Þeirra var minnst með fjölmennri göngu um götur borgarinnar í dag. 16.6.2006 17:17 Nítján börn í lífshættu á hverjum degi Á hverjum degi eru 19 börn á Íslandi sett í lífshættu með því að láta þau sitja fyrir framan öryggispúða í bílum. Ný könnun á öryggi barna í bílum sýnir að 3 af hverjum 100 börnum eru ekki látin nota öryggisbúnað á leið í leikskólann. 16.6.2006 17:03 Fyrrum ritstjórar DV dæmdir til að greiða 1,5 milljón króna í miskabætur Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, fyrrum ritstjórar DV, voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða saman eina og hálfa milljóna króna í miskabætur ásamt dráttarvöxtum frá 1. desember 2005, vegna ummæla sem birtust um Gunnar Hrafn Birgisson, sálfræðing í DV í júní árið 2005. Ummælin voru dæmd dauð og ómerk. 16.6.2006 16:02 Varað við skelfiski úr Hvalfirði Hafrannsóknarstofnun varar við neyslu á skelfiski úr Hvalfirði sem er eitraður og getur valdið veikindum í fólki. 16.6.2006 15:56 Alelda rúta Rúta á leið um Sandskeið varð alelda um þrjúleytið í dag. Nokkrir farþegar voru í rútunni og sakaði engan þeirra. Slysið átti sér stað rétt fyrir neðan Litlu kaffistofuna og þurfti að loka fyrir umferð meðan lögreglan og slökkviliðið athafnaði sig á vettvangi. Búið er að opna aftur fyrir umferð. 16.6.2006 15:40 Sjá næstu 50 fréttir
Sigldi úr höfn með 14 farþega Liðlega fertugur maður hefur verið ákærður fyrir að hafa í ágúst í fyrra lagt úr höfn á haffærislausu skemmtiskipi, Söndru RE, með fjórtán farþega. Í ákærunni kemur fram að einungis hafi verið einn fjögurra manna björgunarbátur um borð. Landhelgisgæslan stöðvaði för skipsins þar sem það var á suðurleið skammt vestur af Viðey. 18.6.2006 04:30
Fótboltinn sameinar Til átaka kom á milli palestínskra mótmælenda og ísraelskra hermanna í bænum Bílín á Vesturbakkanum í gær vegna múrsins sem verið er að reisa á landamærunum. Allt féll hins vegar í dúnalogn þegar deilendur töldu sig skyndilega hafa mikilvægari hnöppum að hneppa. 17.6.2006 20:00
Íranar eru jákvæðir Vonir glæddust um lausn á kjarnorkudeilunni við Írana vegna yfirlýsinga um að þeir vilji skoða sáttatilboð Vesturveldanna af mikilli alvöru. Fregnir af eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna vekja hins vegar talsverðan ugg 17.6.2006 19:00
Segja framtíð landsins ráðast á næstu misserum Fullt var út úr dyrum á stofnfundi Framtíðarlandsins, félags áhugafólks um framtíð Íslands, í Austurbæ í hádeginu. Talsmenn félagsins telja að framtíð landsins muni ráðast á næstu mánuðum eða misserum og vilja hafa áhrif á hana og gera Ísland að draumalandi. 17.6.2006 19:00
Gæsluvarðhald vegna hnífsstungu Karlmaður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 23. júní vegna hnífsstungu á veitingastað við Laugaveginn í nótt. 17.6.2006 17:42
Átök og innbyrðis deilur meðal ástæðna afsagnar Átök og innbyrðis deilur í Framsóknarflokknum eru meðal ástæðna þess að Halldór Ásgrímsson hættir í pólitík að mati Björns Inga Hrafnssonar, fyrrverandi aðstoðamanns hans. 17.6.2006 16:24
Ættjarðarstemmning hjá Íslendingum í Kaupmannahöfn Ættjarðarstemmningin sveif yfir vötnum á 17. júní hátíðahöldum Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn í dag. Þar komu Íslendingar saman á Amager-ströndinni að því er greint er frá á fréttavefnum Suðurnland.net. 17.6.2006 15:46
Ellefu Íslendingar sæmdir fálkaorðunni Ellefu Íslendingar voru sæmdir heiðursorðu hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, sex karlar og fimm konur. Þar á meðal voru Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fyrir störf að velferð og réttindum kvenna, Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur fyrir störf í þágu kirkju og samfélags, Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar svokölluðu, fyrir frumkvæði í menntamálum. 17.6.2006 15:45
Sonur síðasta konungs Ítalíu handtekinn Ítalska lögreglan handtók í gær Viktor Emmanuel, son Umberto annars, síðasta konungs Ítalíu. Emmanuel er grunaður um að hafa tekið þátt í skipulagðri glæpastarfsemi sem talin er teygja anga sína víða um lönd, meðal annars á sviði vændis. 17.6.2006 15:00
Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Tsjetsjeníu felldur Tsjetsjenski stjórnarherinn felldi í morgun Abdul-Kalim Saidulajeff, leiðtoga aðskilnaðarsinna í landinu, í bænum Argun, skammt austur af höfuðborginni Grosní 17.6.2006 14:45
Húsfyllir á fundi Framtíðarlandsins í Austurbæ Um 600 manns sóttu stofnfund Framtíðarlandsins, félags áhugafólks um framtíð Íslands. Fundurinn var haldinn í Austurbæ í hádeginu. Aðstandendur félagsins telja að framtíð landsins ráðist á næstu mánuðum eða misserum. 17.6.2006 14:30
Vill að Framsókn endurskoði stóriðjustefnu sína Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, sagðist í Skaftahlíðinni í hádeginu vilja að Framsóknarflokkurinn endurskoðaði stóriðjustefnu sína. 17.6.2006 14:00
N-Kóreumenn prófa eldflaug um helgina Norður-Kóreumenn hyggjast um helgina skjóta á loft langdrægri tilraunaeldflaug sem getur borið kjarnaodda. Eldflaugin er af tegundinni Taepodong-2 og getur dregið sex þúsund kílómetra, eða allt til borga á vesturströnd Bandaríkjanna. 17.6.2006 13:00
Konur hafi borið skarðan hlut frá borði í kosningum Félagsmálaráðherra telur konur hafa borið skarðan hlut frá borði í sveitastjórnarkosningunum í lok maí. Tveggja ára gömul jafnréttisáætlun ráðuneytisins verður tekin til endurskoðunar á næstunni. 17.6.2006 12:30
Eþíópískt herlið ræðst inn í Sómalíu vegna skæruliða Eþíópískt herlið réðst inn í Sómalíu morgun eftir að ljóst varð að íslamskir skæruliðar væru komnir í seilingarfjarlægð við borgina Baidoa, þar sem sómalska bráðabirgðastjórnin hefur aðsetur. 17.6.2006 12:15
Dræm þátttaka áhyggjuefni Íslendingar mega ekki gleyma þeim fórnum sem færðar voru til að koma hér á almennum kosningarétti. Þetta sagði forsætisráðherra í þjóðhátiðarræðu sinni í morgun. Töluvert af fólki var í miðbænum í morgun, þrátt fyrir að veðrið væri með grárra móti. 17.6.2006 11:59
Skilmálar ekki í samræmi við lög Skilmálar borgarinnar vegna útboðs um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar eru ekki í samræmi við lög segir kærunefnd útboðsmála. Þetta kemur fram á forsíðu Morgunblaðsins í dag. 17.6.2006 11:30
Ekki virðist meirihluti fyrir hvalveiðum Ríki sem hlynnt eru nýtingu hvalastofna virðast ekki í meirihluta á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, þvert á það sem spáð hafði verið. Í gær höfðu friðunarsinnar betur í tveimur atkvæðagreiðslum á fundinum sem fram fer í karabíska eyríkinu Sankti Kristófer og Nevis. 17.6.2006 11:15
Töluverður erill hjá lögreglunni á Akureyri Töluverður erill var hjá lögreglunni á Akureyri í gær og nótt en nóttinn gekk þó slysalaust fyrir sig. Mikil ölvun var í bænum og þurfti lögregla að hafa afskipti af allmörgum ungmennum sem ekki höfðu lögaldur til að neyta áfengis. 17.6.2006 11:00
Pétur Gautur hlaut flest verðlaun á Grímunni Leikritið Pétur Gautur, sem sýnt hefur verið í Þjóðleikhúsinu í vetur, kom sá og sigraði á Grímunni, íslensku leiklistarverðlaununum, sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöld. 17.6.2006 10:45
Tugir liggja í valnum eftir átök morgunsins Í það minnsta 37 hafa fallið í heiftarlegum átökum stjórnarhersins á Srí Lanka og Tamíl-tígra í morgun. Formælandi ríkisstjórnarinnar segir að ákveðið hafi verið að ráðast til atlögu gegn Tamílum eftir að 64 borgarar létu lífið í fyrradag þegar rúta sem þeir voru í ók utan í jarðsprengju sem tígrarnir höfðu komið fyrir. 17.6.2006 10:30
Fjölbreytt dagskrá um allt land á 17. júní Fjölbreytt dagskrá verður víða um land í dag, á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 17.6.2006 10:15
Karlmaður stunginn á veitingastað í miðbænum í nótt Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn með hnífi í kviðinn á veitingastað við Laugaveg um hálftvöleytið í nótt. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild og liggur hann nú á gjörgæslu. 17.6.2006 10:00
17. júní undirbúinn í kvöld Það er óhætt að segja að það hafi verið blautt í miðbænum í kvöld þar sem verið var að undirbúa dagskrá morgundagsins, 17. júní. Hún hefst nú klukkan tíu þegar lagður verður blómsveigur á leiði Jóns Sigurðssonar og henni lýkur ekki fyrr en tíu í kvöld, meðal annars með tónleikum við Arnarhól. 16.6.2006 23:30
Óttast að Miðstöð mæðraverndar heyri sögunni til Forstöðumaður Heilsuverndar barna óttast að Miðstöð mæðraverndar heyri sögunni til í núverandi mynd ef starfsemi Heilsuverndarstöðvarinnar á Barónsstíg verður flutt í Mjóddina. Starfsmenn Heilsuverndarstöðvarinnar vilja að ríkið reyni að fá húsið aftur. 16.6.2006 23:15
Komst út úr logandi húsi sínu við illan Guðrún Guðmundsdóttir, íbúi að Hólmaseli í Flóahreppi, komst út úr brennandi húsi sínu við illan leik í gærkvöldi. Það var henni til happs að nágrannar hennar sáu eldinn og kom henni til bjargar. 16.6.2006 23:02
Vill að lífeyriskjör verði reiknuð upp til launa Formaður VR vill að lífeyriskjör æðstu embættismanna verði með sambærilegum hætti og almennra launþega en að núverandi lífeyriskjör þeirra verði reiknuð upp til launa. Hann skorar á stjórnvöld að lýsa yfir vilja til breytinga á kerfinu. 16.6.2006 23:00
Forseti Írans efast enn um helförina Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, endurtók í dag fyrri staðhæfingar sínar um að helför nasista gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni sé ekki studd nægilega traustum heimildum og því þurfi að gera nýja og óháða sagnfræðirannsókn á atburðunum sem áttu sér stað í vinnubúðum nasista. 16.6.2006 22:02
Smyglaði sprengiefni hugsanlega í skóm sínum Maður er grunaður um að hafa borið sprengiefni í skóm sínum inn til föstudagsbæna í Buratha-moskunni í Norður-Bagdad í dag. Í það minnsta 11 létust og 25 særðust þegar hann sprengdi sig í loft upp. 16.6.2006 21:49
Fyrsta verkefni Félagsmálaráðherra í Íbúðarlánasjóði Magnús Stefánsson nýsettur félagsmálaráðherra opnaði nýja og notendavænni heimasíðu Íbúðarlánasjóðs með viðhöfn vopnaður tölvumús. Þetta var fyrsta opinbera verkefni Magnúsar í embætti félagsmálaráðherra. kvót Magnús gat þó ekki starldað lengi við í húsakynnum Íbúðarlánasjóðs en notaði þó heimsóknina til að kynna sér starfsemina sem þar er rekinn. Hann kvaðst þó ekki reiðubúinn svara neinum spurningum um framhald þessarar stofnunnar sem mikið hefur verið í umræðunni að undanfarinn misserri eða allt frá því að bankar hófu lánastarfsemi fyrir húsnæðiskaupum. 16.6.2006 21:46
Hafró varar við kræklingatínslu víða um land Hafrannsóknarstofnun varar fólk eindregið við því að tína sér krækling eða annan skelfisk til matar í Hvalfirði vegna gríðarlegs magns eiturþörunga í sjónum þar. Einnig er varað við því að tína skelfisk í nágrenni Stykkishólms og í Eyjafirði. 16.6.2006 21:39
Hvalfriðunarsinnar enn í meirihluta Ríki sem hlynnt eru algerri friðun hvalastofna virðast enn einu sinni vera í meirihluta á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins því nýtingarsinnar töpuðu naumlega atkvæðagreiðslu um veiðar á smáhvelum. Formaður íslensku sendinefndarinnar á fundinum gerir sér engar grillur um að nokkur árangur náist þar. 16.6.2006 21:00
Flugferðum fjölgað eftir vistaskiptin Flugferðum til Barcelona frá Íslandi verður fjölgað eftir kaupin á Eiði Smára. Barcelona-treyjur eru uppseldar í Reykjavík, en stórar sendingar eru á leiðinni. 16.6.2006 20:00
Stjórnarskrársáttmálinn saltaður Engin niðurstaða fékkst á leiðtogafundi Evrópusambandsins, sem fram fer í Brussel, um hvað gera skuli við umdeildan stjórnarskrársáttmála þess. 16.6.2006 20:00
Arabi gabbaði Kaupþing Noregi Rúmlega hundrað og tuttugu milljónir króna úr sjóðum Kaupþings í Noregi fóru í súginn eftir að arabískur kaupsýslumaður narraði starfsmenn þess til hlutabréfakaupa. Þótt upphæðin sé ekki há á mælikvarða fyrirtækisins þykir málið hið vandræðalegasta. 16.6.2006 19:21
Svipta sig lífi vegna kjaraskerðinga Dæmi eru um að eldri borgarar úr röðum öryrkja svipti sig lífi vegna skyndilegra kjaraskerðinga. Formaður Öryrkjabandalagsins segir það algjört forgangsverkefni að koma í veg fyrir að öryrkjar missi tekjur á sextíu og sjö ára afmælisdaginn, enda verði ekki ódýrara að vera fatlaður þegar þeim aldri er náð. 16.6.2006 19:00
ASÍ heldur kröfum um lægra skattaþrep til streitu ASÍ vill ekki taka hugmyndir um lægra skattþrep út af borðinu í viðræðum þess við stjórnvöld um skattamál. Fyrrverandi forsætisráðherra hefur sagt breytingar á skattkerfinu óskynsamlegar og núverandi forsætisráðherra er ekki hlynntur breytingum. 16.6.2006 19:00
Hættumerki um offituvanda Sérfræðingur í barnalækningum við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum segir offitu vera faraldur þar í landi. Hann segir að ef Íslendingar vilji ekki fara sömu leið og Bandaríkjamenn þurfi þeir að staldra við, hættumerki séu á lofti. 16.6.2006 18:45
Þrjátíu ár liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður Afríku Þrjátíu ár eru liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður Afríku sem urðu kveikjan að andstöðu við aðskilnaðarstefnuna sem síðan leið undir lok árið 1991. Þeirra var minnst með fjölmennri göngu um götur borgarinnar í dag. 16.6.2006 17:41
94% nýútskrifaðra 10. bekkinga ætlar beint í framhaldsskóla Framhaldsskólarnir eru nú hættir að taka við umsóknum fyrir komandi skólaár, alls bárust rúmlega 6.600 umsóknir nýnema, þar af 4.528 frá nýútskrifuðum tíundu-bekkingum. Það eru því rúm 94% árgangsins sem nú er að yfirgefa grunnskólana sem ætlar beint í framhaldsskóla. 16.6.2006 17:21
Þrjátíu ár liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður-Afríku Þrjátíu ár eru liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður Afríku sem urðu kveikjan að almennri uppreisn gegn aðskilnaðarstefnunni sem leið undir lok árið 1991. Þeirra var minnst með fjölmennri göngu um götur borgarinnar í dag. 16.6.2006 17:17
Nítján börn í lífshættu á hverjum degi Á hverjum degi eru 19 börn á Íslandi sett í lífshættu með því að láta þau sitja fyrir framan öryggispúða í bílum. Ný könnun á öryggi barna í bílum sýnir að 3 af hverjum 100 börnum eru ekki látin nota öryggisbúnað á leið í leikskólann. 16.6.2006 17:03
Fyrrum ritstjórar DV dæmdir til að greiða 1,5 milljón króna í miskabætur Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, fyrrum ritstjórar DV, voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða saman eina og hálfa milljóna króna í miskabætur ásamt dráttarvöxtum frá 1. desember 2005, vegna ummæla sem birtust um Gunnar Hrafn Birgisson, sálfræðing í DV í júní árið 2005. Ummælin voru dæmd dauð og ómerk. 16.6.2006 16:02
Varað við skelfiski úr Hvalfirði Hafrannsóknarstofnun varar við neyslu á skelfiski úr Hvalfirði sem er eitraður og getur valdið veikindum í fólki. 16.6.2006 15:56
Alelda rúta Rúta á leið um Sandskeið varð alelda um þrjúleytið í dag. Nokkrir farþegar voru í rútunni og sakaði engan þeirra. Slysið átti sér stað rétt fyrir neðan Litlu kaffistofuna og þurfti að loka fyrir umferð meðan lögreglan og slökkviliðið athafnaði sig á vettvangi. Búið er að opna aftur fyrir umferð. 16.6.2006 15:40