Fleiri fréttir

Þrettán ráðnir fyrstir til starfa

Fyrstu starfsmennirnir sem Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar ræður til að vinna við rekstur flugvallarins verða þrettán starfsmenn snjóhreinsunar- og brautadeildar. Vinna við samningagerð og ráðningar fer fljótt í fullan gang.

Ráðherrabreytingar í bresku ríkisstjórninni

Charles Clarke, innanríkisráðherra í bresku ríkisstjórninni, lætur af embætti sínu og Jack Straw utanríkisráðherra verður forseti neðri deildar þingsins. John Prescott varaforsætisráðherra verður þó ekki látinn víkja en einhver verkefni tekin af honum.

Fimm ölvaðir við akstur

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði 120 ökumenn upp úr miðnætti í nótt. Fimm þeirra reyndust vera undir áhrifum áfengis og þar af var einn réttindalaus. Auk þess voru tveir rétt undir leyfilegum mörkum og fengu ekki að halda áfram akstri í nótt, en verða hinsvegar ekki sektaðir.

Sagðir stelast inn í lögsögu

Skipstjórar á íslenskum frystitogurum halda því fram að erlendir togarar eigi það til að stelast inn fyrir 200 mílna fiskveiðilögsögumörk Íslands á Reykjaneshrygg þegar Landhelgisgæslan sér ekki til, en slíkt er landhelgisbrot.

Heldur í helstu landnemabyggðir

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hét því að halda í helstu landtökubyggðir Ísraela á Vesturbakkanum þegar ríkisstjórn hans sór embættiseið í gær. Fjórir flokkar eiga aðild að ísraelsku ríkisstjórninni en Olmert sagðist stefna að því að fá fleiri flokka til samstarfs.

Fasteignaskattar hafa lækkað um 25% í Árborg

Bæjarstjórn Árborgar hefur ákveðið að lækka fasteignaskatta úr núll komma 37 prósentum í núll komma þrjátíu. Þessi lækkun bætist ofan á lækkun sem ákveðin hafði verið í desember í fyrra. Samtals hafa fasteignaskattar því lækkað um 25 prósent í Árborg. Fasteignaskattar hafa lækkað víða á suðvesturhorninu í kjölfar gífurlegrar hækkunar á fasteignaverði enda eru skattarnir reiknaðir út frá fasteignamati.

Sagðir ætla að myrða teiknarana

Tólf öfgafullir múslimar eru sagðir á leið til Danmerkur til þess að myrða mennina, sem teiknuðu skopmyndirnar af Múhameð spámanni, sem birtar voru í Jótlandspóstinum.

Einn og hálfur milljarður í nefndastörf

Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna nefndastarfa á vegum ráðuneyta nam nær einum og hálfum milljarði króna á síðasta ári. Tæplega helmingur þeirrar upphæðar er til kominn vegna starfa einkavæðingarnefndar.

Taka við Keflavíkurflugvelli 1. júlí

Íslendingar taka við rekstri Keflavíkurflugvallar 1. júlí næstkomandi. Lög í þessa veru voru samþykkt frá Alþingi í gærkvöldi. Það var þó ekki hægt fyrr en þingmenn voru þrisvar búnir að greiða atkvæði með afbrigðum svo hægt væri að flýta afgreiðslu frumvarpsins.

Færri bjóða í lóðir en áður

Boðnar voru tíu til fjórtán milljónir króna í hverja lóð í tíu lóða útboði Reykjavíkurborgar í lóðir í Úlfarsárdal, en tilboðin voru opnuð í gær. Alls bárust 143 tilboð í lóðirnar frá aðeins sautján bjóðendum.

Vilja gagnsæi í starfskjörum þingmanna og ráðherra

Samtök atvinnulífsins segja að ekki skapist sátt um starfskjör kjörinna fulltrúa ef þau verði áfram ógagnsæi og ákvörðuð á mörgum stöðum. Þau vilja að þingmenn og ráðherrar deili lífeyriskjörum með öðrum í landinu en miðað við núverandi stöðu geta lífeyriskjör ráðherra umfram almenna launþega eftir þrjú kjörtímabil verið ígildi yfir 100 milljóna króna starfslokagreiðslu.

Blair stokkar upp stjórn sína

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hóf uppstokkun í ríkisstjórn sinni nú í morgun eftir slæmt gengi Verkamannaflokksins í sveitastjórnarkosningum. Blair vill þó ekkert gefa upp um hvaða breytingar sé um að ræða að svo stöddu.

Deilt um skattbyrði í ljósi nýrra útreikninga

Síðustu þrír fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru mestu skattpíningarráðherra Íslandssögunnar fyrir fólk með lágar tekjur og meðaltekjur, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í umræðum á þingi í kvöld um skattbyrði. Fjármálaráðherra sakaði Samfylkinguna um hentistefnu í skattaumræðum og sagði vitlausar fullyrðingar um skattbyrði ekki verða réttari þótt fleiri endurtækju þær.

Hugbúnaður til bjargar mannslífum

100 Íslendingar látast á íslenskum sjúkrahúsum árlega vegna óhappa við lyfjagjöf. Íslenskt fyrirtæki, TM Software, hefur hannað forrit sem tugir spítala víðs vegar um heim hafa keypt til að minnka líkurnar á mistökum.

Varúð: bjarnaeitur

Lögreglan í Frakklandi leitar nú bjarnahatara sem höfðu komið fyrir krukkum með hunangi blönduðu glerbrotum, sem ætlað var að drepa skógarbirni sem nýlega hafa verið fluttir til Pýreneafjallanna þegar tegundin var nær útdauð út þar. Krukkurnar voru merktar "Varúð: bjarnaeitur".

Þrettán sækja um brauðið í Odda

Þrettán prestar og guðfræðingar sóttu um stöðu sóknarprests í hinu sögufræga Oddaprestakalli í Rangárvallasýslu. Umsóknarfrestur rann út 2.maí síðastliðinn en dóms- og kirkjumálaráðherra skipar í embættið frá og með 1.júlí næstkomandi, að fenginni umsögn valnefndar.

Brá og stökk fyrir vaktstjórabílinn

Maður slasaðist á fæti við störf sín í verksmiðju Norðuráls á Grundartanga um hálfsjöleytið í kvöld. Hann var við vinnu við eitt af bræðslukerjum álversins þegar lítil sprenging varð. Ekki var sprengingin þó alvarleg sem slík, fyrir utan það að manninum brá svo mikið að hann stökk niður af kerinu og í veg fyrir vaktstjórabílinn sem kom þar aðvífandi.

Þingi frestað fram yfir sveitarstjórnarkosningar

Þingi var frestað á níunda tímanum í kvöld eftir að tvenn lög höfðu verið samþykkt. Önnur sneru að stofnun nýrrar Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli til bráðabirgða. Margs konar starfsemi á Keflavíkurflugvelli mun heyra undir hina nýju stofnun, meðal annars slökkvilið og rekstur flugbrauta. Þá var samþykkt að breyta lögum um framhaldsskóla á þann hátt að fella niður samræmd stúdentspróf.

Maóistar í Nepal samþykkja vopnahlésviðræður

Uppreisnarhópar maóista í Nepal hafa samþykkt boð stjórnvalda um vopnahlé og friðarviðræður. Maóistar tilkynntu í dag að þeir myndu sjálfir leggja niður vopn í þrjá mánuði meðan viðræður stæðu yfir.

Páfi bannfærir biskupa í Kína

Vatikanið hefur bannfært tvo biskupa sem settir voru inn í embætti í Kína í gær og á sunnudaginn án þess að haft væri samráð við Vatikanið. Innsetning biskupanna tveggja setja skarð í reikninginn í sáttaviðræðum Vatikansins og kaþólsku kirkjunnar sem sagði sig frá valdi páfa fyrir um fimmtíu árum síðan.

Bandaríkjamenn kynda undir borgarastyrjöld að sögn forseta Sómalíu

Forseti Sómalíu, Abdullahi Yusuf, segir Bandaríkjamenn styrkja hópa vígamanna og kynda með því undir borgarstyrjöld í landinu. Fylking vígamannahópa, sem hann segir að njóti stuðnings Bandaríkjamanna, hefur undanfarið átt í blóðugum átökum við hópa múslimskra öfgamanna.

Óbyggðahlaup á Vestfjörðum í sumar

Nýtt óbyggðahlaup verður háð á Vestfjörðum um miðjan júlí í sumar. Keppnin ber heitið Vesturgatan - víðavangshlaup Höfrungs og er hlaupið um 25 kílómetra leið. Frá þessu er sagt í vefriti Bæjarins besta. Leiðin liggur frá Stapadal í Arnarfirði, út í Lokinhamradal, fyrir Sléttanes og inn að Hrauni/Sveinseyri í Dýrafirði.

Ástsælasti sálmurinn er Dag í senn

Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar gerði nýverið könnun meðal presta og organista á því hver sálmanna í nýju sálmabókinni ætti skilið að kallast ástsælastur. Í efsta sæti á lista yfir tíu efstu trónir sálmurinn sem hefst svo: "Dag í senn, eitt andartak í einu", sem er ljóð eftir biskupinn fyrrverandi Sigurbjörn Einarsson við erlent lag.

Þyrlusveit gæslunnar varla tilbúin í haust

Nær útilokað er að Landhelgisgæslan hafi til reiðu fjögurra þyrlna fullmannaða sveit í haust, þegar áætlað er að herþyrlur fari af landi brott. Það tekur til að mynda lágmark fjóra til fimm mánuði að þjálfa nýjan flugmann.

Bankar bregðast seint við

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, gagnrýndi í dag viðskiptabankana fyrir að bregðast seint við í að draga úr útlánum sínum. Jafnframt sagði hann brýnt að breyta fyrirkomulagi opinbera íbúðalánakerfisins fyrir áramót.

Unga fólkið í framboð á Akureyri

Nýr framboðslisti verður kynntur á Fiðlaranum á Akureyri á opnum fundi klukkan 20:00. Listinn er í nafni Framfylkingarflokksins sem er þverpólitískt framboð ungs fólks á Akureyri sem telur að ekki hafi verið hlustað nægilega á rödd unga fólksins í bæjarfélaginu.

Gengi krónunnar hækkað um yfir 4% á 2 dögum

Krónan styrktist verulega í dag, annan daginn í röð, og hækkaði gengi hennar um tvö og hálft prósent í kjölfar eins komma sjö prósenta hækkunar í gær. Gengi bandaríkjadals er nú komið niður undir sjötíuogeina krónu og gengi evru er í nítíuogeinni krónu. Íslensk hlutabréf hækkuðu einnig í dag eftir lækkanir síðustu daga, og hækkaði úrvalsvísitalan um 2,3 prósent.

Samið um Héðinsfjarðargöng

Vegagerðin tilkynnti í dag að lægsta tilboði í Héðinsfjarðargöng hefði verið tekið. Skrifað verður undir 5,7 milljarða króna verksamning á Siglufirði eftir tvær vikur og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist fyrir lok þessa mánaðar.

Dagur vill vegagerðina til borgarinnar

Dagur B. Eggertsson fagnar ummælum Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra vegalög séu í endurskoðun með það fyrir augum að færa viðhald og nýbyggingu allra umferðarmannvirkja í þéttbýli alfarið yfir til sveitarfélaganna. Hann segist hafa nefnt þessa hugmynd fyrir tveimur árum en þá hafi Sturla talið hana fráleita.

Borgarar og leiðtogar funda um Sundabraut

Opinn fundur um Sundabraut með leiðtogum allra framboðslista verður haldinn í Rimaskóla í kvöld klukkan 20:00. Þar munu frambjóðendur svara spurningum um hvaða stefnu stóru flokkarnir hafa varðandi málefni Sundabrautar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í lok mánaðarins.

Heimilt að samkeyra upplýsingar lögreglu og skattayfirvalda

Vinnumálastofnun er heimilt að samkeyra upplýsingar stofnunarinnar með upplýsingum lögreglu, Útlendingastofnunar og skattayfirvalda, eftir að ný lög um atvinnuréttindi útlendinga hér á landi tóku gildi 1. maí. Þetta er heimilað til að unnt sé að athuga hvort atvinnurekendur fari að lögum við ráðningu erlendra starfsmanna.

Bensínið lækkar vegna styrkingar krónunnar

Olíufélagið og Skeljungur lækkuðu í dag verðið á bensíni og olíum vegna styrkingar krónunnar gagnvart Bandaríkjadalnum og lækkunar heimsmarkaðsverðs. Lítrinn af bensíni lækkar um 2,20 krónur hjá Olíufélaginu sem rekur Essostöðvarnar en um tvær krónur hjá Skeljungi. Dísil- og gasolían lækkar um 2 krónur hjá Olíufélaginu en um 1,80 hjá Skeljungi.

Krónan sterkari í dag

Krónan styrktist um 2,5% í dag. Evran er því komin niður undir 90 krónurnar og dollarinn kominn nálægt 70 krónum á ný, en hann fór undir 60 krónur þegar lægst var í vetur. Svo virðist sem jákvæð skýrsla um fjármálastöðugleika sem kynnt var í gær hafi þessi áhrif á traust erlendra fjárfesta á íslenska markaðinum. Þetta kemur fram í hálffimmfréttum KBbanka.

Óvissu um afdrif starfsmanna á Keflavíkurflugvelli aflétt

Allir starfsmenn sem sagt hefur verið upp störfum á Keflavíkurflugvelli og heyra undir nýstofnaða Flugmálastjórn þar, geta fengið vinnu hjá hinni nýju stofnun. Geir h Haarde, utanríkisráðherra, segir stofnunina setta á laggirnar til bráðabyrgða en í framtíðinni muni starfsemin á Keflavíkurflugvelli heyra undir samgönguráðuneytið.

Fasteignaskattar lækka í Árborg

Bæjarstjórn Árborgar hefur ákveðið að lækka fasteignaskatta í sveitarfélaginu úr 0,37% í 0,30%. Þessi lækkun bætist ofan á lækkun sem ákveðin hafði verið í desember í fyrra. Samtals hafa fasteignaskattar því lækkað um 25% í Árborg. Fasteignaskattar hafa lækkað víða á suðvesturhorninu í kjölfar gífurlegrar hækkunar á fasteignaverði enda eru skattarnir reiknaðir út frá fasteignamati.

Viðskiptabankarnir þola vel skell

Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, segir að staða viðskiptabankanna sé það sterk að þeir þoli áföll. Hann segir þá hins vegar verða að hægja á vexti sínum. Seðlabankastjóri gagnrýnir bankastarfsemi ríkisins í gegnum íbúðalánasjóð og segir stöðuna á húsnæðismarkaðnum óviðunandi.

Segir yfirvöld þurfa standa vörð um erlent launafólk

Starfsgreinafélag Austurlands gagnrýnir yfirvöld harðlega fyrir slæleg vinnubrögð lögreglu og annarra opinberra aðila með eftirliti á kaupum og kjörum erlends launafólks. Félagið kærði fyrirtæki á Austurlandi í október fyrir að ráða erlenda verkamenn sem skráðir voru ferðamenn í landinu.

Sterkur eftirskjálfti í Kyrrahafi

Jarðskjálfti upp á sex á Richter varð nærri Tongaeyjum nú rétt fyrir stundu. Skjálftinn kemur degi eftir að jarðskjálfti reið yfir nærri eyjunni í Kyrrahafi í gær. Skjálftinn þá mældist 8,1 á Richter og var í fyrstu óttast að flóðbylgja gengi yfir nærliggjandi eyjar, Fídjí og Nýja-Sjáland. Var flóðbylgjuviðvörun þó dregin til baka og varð tjón lítið. Engar fréttir af tjóni hafa brosti vegna jarðskjálftans í dag.

Dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir rán í apóteki

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa framið rán í Árbæjarapóteki vopnaður hnífi í febrúar á síðasta ári. Það kemur til þyngingar dómsins að maðurinn rauf skilorð þegar atburðurinn átti sér stað.

Skoruðu á þýsk stjórnvöld og KSÍ vegna vændis tengdu HM

Fulltrúar kvennahreyfingarinnar á Íslandi afhentu í dag Knattspyrnusambandi Íslands áskorun vegna þess vændis og mansals sem fylgja mun heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í sumar. Það var formaður KSÍ sem tók við áskoruninni þar sem farið er fram á að sambandið mótmæli þeirri ofbeldisvæðingu sem felist í því að flytja tugþúsundir kvenna til Þýsklands frá Mið- og Austur-Evrópu til þess að stunda vændi á meðan HM fer fram.

Vegagerð í þéttbýli hugsanlega alfarið til sveitarfélaganna

Vegalög eru í endurskoðun með það fyrir augum að færa viðhald og nýbyggingu allra umferðarmannvirkja í þéttbýli alfarið yfir til sveitarfélaganna. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, segir þetta gert í ljósi fenginnar reynslu af deilum um lagningu Sundabrautar.

Samþykkt að byggja hestaaðstöðu í Almannadal

Borgarráð samþykkti í dag að úthluta hesthúsalóðum í Almannadal á Hólmsheiði til Hestamannafélagsins Fáks. Á þessu nýja svæði, sem er skammt austur af Rauðavatni, er gert ráð fyrir húsnæði fyrir allt að fjórtán hundruð hross.

Vilja skýrari reglur um hljóðmengun

Íbúasamtök Laugardalshverfa, Grafarvogs og Þriðja hverfis hafa farið þess á leit við borgarstjórn Reykjavíkur að settar verði reglur um mat á áhrifum framkvæmda á lífsgæði íbúa.

Sjá næstu 50 fréttir