Fleiri fréttir Síðasti þingfundadagur fyrir kosningar Aðeins tvö frumvörp, og jafnvel bara eitt, verða að lögum frá Alþingi í dag, á síðasta þingfundadegi fyrir sveitarstjórnarkosningar. Þing kemur saman klukkan hálf tvö í dag og er það í síðasta sinn fyrir sveitarstjórnarkosningar í lok mánaðarins. 4.5.2006 13:00 Óttinn yfirstiginn Yfirstígum óttann, ráðstefna á vegum samtakanna Blátt áfram, fer fram í Kennaraháskóla Íslands í dag. Markmið ráðstefnunnar er að skoða hvað samfélagið getur gert til að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum. Robert E. Longo er aðal fyrirlesari á ráðstefnunni. 4.5.2006 12:10 Færist undir samgönguráðuneytið Yfirtakan á rekstri Keflavíkurflugvallar undir stjórn utanríkisráðuneytisins er aðeins biðleikur þar til völlurinn verður færður undir samgönguráðuneytið. 4.5.2006 12:06 Átak gegn mænusótt í Nígeríu Fjölmörg íslensk fyrirtæki og einstaklingar koma að alheimsátaki gegn mænusótt sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, kynnti í morgun. Framlag Íslendinga mun veita 300 þúsund börnum í Nígeríu, bólusetningu gegn mænusótt. 4.5.2006 12:02 "Vændi er ekki íþrótt" Fulltrúar kvennahreyfingarinnar á Íslandi ætla að afhenda þýska sendiráðinu áskorun klukkan tvö í dag. Í fréttatilkynningu hreyfingarinnar segir að tilefnið sé það vændi og mansal sem talið er að verði fylgifiskur heimsmeistarakeppninnar í fótbolta en hún fer fram í Þýskalandi í sumar. Slagorð aðgerðanna verða "vændi er ekki íþrótt." Sömu áskorun á einnig að afhenda Knattspyrnusambandi Íslands klukkan þrjú. 4.5.2006 10:35 Þrír slösuðust í árekstri Þrír slösuðust í alvarlegu umferðarslysi á Snæfellsnessvegi á móts við Fíflholt í gær, þegar jeppi og fólksbíll skullu þar saman. Báðir ökumenn og farþegi úr jeppanum voru fluttir á Slysaldeild Landsspítalans, en eru ekki í lífshættu. 4.5.2006 09:15 Ekkert gos í grunnskólum Bandaríkjanna Nokkrir af stærstu drykkjarvöruframleiðendum í Bandaríkjunum hafa skrifað undir samkomulag um að kaloríuríkir drykkir verði framvegis teknir úr sölu í grunn- og miðskólum. Framvegis geta börnin því aðeins keypt ósykraðan ávaxtasafa, mjólk eða vatn í skólunum. Hitaeiningasnauðari gosdrykkir verða hins vegar leyfðir í framhaldsskólum. 4.5.2006 09:10 Síðustu þingfundir fyrir kosningar Alþingi kemur saman til fundar í dag í síðasta skipti fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fara fram 27. maí. Þing kemur næst saman 30. maí. Allar líkur eru á að tvö frumvörp verði að lögum í dag. 4.5.2006 09:00 Vilja flytja Árbæjarsafn í Viðey Hugmyndir eru uppi um að flytja Árbæjarsafn út í Viðey og koma því fyrir í austurenda Viðeyjar þar sem byggð var í fyrri tíð. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og hefur eftir Degi B. Eggertssyni, formanni skipulagsnefndar að honum þyki þetta spennandi hugmynd. 4.5.2006 08:45 Ráðherrar sviptir bílahlunnindum Ráðherrar í norsku ríkisstjórninni hafa verið sviptir þeim hlunnindum að mega velja sér einkabíla til afnota, fyrir utan ráðherrabílana með bílstjórum allan sólarhringinn. 4.5.2006 08:36 Sektir fyrir að hífa upp verð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær frumvarp sem kveður á um háar sektir olíufélaga sem reyna að halda bensínverði háu. Frumvarpið verður þó ekki að lögum nema öldungadeild þingsins samþykki það líka. 4.5.2006 08:30 Fótbrotnaði í fótboltaleik Unglingsstúlka slasaðist í knattspyrnuleik í Ólafsvík í gærkvöldi og ákvað læknir að kalla eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja hana á slysadeild Landsspítalans í Reykjavík. 4.5.2006 08:15 Varnarkerfið virkaði ekki Varnarkerfi vegna flóðbylgja virkuðu ekki sem skildi í gær þegar jarðskjálfti upp á tæpa átta varð í sunnanverðu Kyrrahafinu í gær. Flóðbylgjuviðvörun barst ekki til Toga sem er næst upptöku skjálftans. 4.5.2006 08:01 Óvenjulegur óróleiki Óvenjulegur óróleiki var á peningamarkaðnum hér á landi í gær þegar úrvalsvísitalan lækkaði um hátt í tvö prósent en krónan styrktist um leið um hátt í tvö prósent. 4.5.2006 07:58 Níu fórust við dómshús Í það minnsta níu manns létu lífið þegar bílsprengja sprakk við dómshús í Bagdad í morgun. Að sögn lögreglu særðust í það minnsta 46 manns í árásinni. Þá fundust í morgun lík tuttugu manna nærri Tikrit. Þeir höfðu verið ráðnir af dögum. 4.5.2006 07:44 Moussaoui í lífstíðarfangelsi Kviðdómendur í Virginíuríki í Bandaríkjunum dæmdu í kvöld Zacarias Moussaoui í lífstíðarfangelsi. Zacarias var kærður fyrir aðild að hryðjuverkaárásunum þann 11. september árið 2001. Saksóknarar höfðu krafist dauðarefsingar en fengu ekki sínu framgengt. Kvikdómendur íhuguðu málið í 40 klukkustundir áður en þeir komust að niðustöðu. 3.5.2006 21:59 Lykilatriði að auka upplýsingaflæði og gegnsæi Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og annar höfunda skýrslu um efnahagsstöðugleika á Íslandi, sem kynnt var í dag, segir lykilatriði fyrir íslenskt efnahagslíf að auka upplýsingaflæði og gegnsæi til þess að koma í veg fyrir óróa og hugsanlegan flótta fjárfesta frá landinu. Hann leggur einnig til ásamt meðhöfundi sínum, hagfræðingnum Frederic Mishkin, að Fjármálaeftirlitið verði sameinað Seðlabankanum og að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markaði. 3.5.2006 22:47 Kaþólikkar í Kína hunsa tilmæli Páfa Kaþólska kirkjan í Kína setti í dag annan biskupinn á þremur dögum inn í embætti án þess að leita samþykkis yfirvalda í Vatikaninu. Það að kaþólska kirkjan í Kína skuli ekki viðurkenna vald Vatikansins til að útnefna biskupa veldur töluverðri spennu í samskiptum Vatikansins við Kínverjana. 3.5.2006 22:16 Tekjuskattur á fyrirtæki einna lægstur hér á landi Ísland er áfram í hópi þeirra ríkja þar sem tekjuskattur fyrirtækja er einna lægstur samkvæmt nýrri könnun KPMG. Tekjuskattur fyrirtækja í Evrópu heldur áfram að lækka og er nú töluvert lægri að meðaltali en í Asíu og Suður-Ameríku. 3.5.2006 22:09 Ekkert gos í skólanum Nokkrir af stærstu drykkjarvöruframleiðendum í Bandaríkjunum hafa skrifað undir samkomulag um að kaloríuríkir gosdrykkir verði framvegis teknir úr sölu í grunn- og miðskólum. Framvegis geta börnin því aðeins keypt ósykraðan ávaxtasafa, mjólk eða vatn í skólunum. Hitaeiningasnauðari gosdrykkir verða hins vegar leyfðir í framhaldsskólum. 3.5.2006 22:04 Iceland spa & fitness á Eskifjörð Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að ganga til samninga við einkarekin heilsuræktarfyrirtæki um rekstur líkamsræktarstöðva á Eskifirði og á Norðfirði. Iceland spa & fitness, sem rekur Baðhúsið og Sporthúsið á höfuðborgarsvæðinu, leigir rekstur líkamsræktarstöðvar á Eskifirði, en fyrir rekur fyrirtækið Aflhúsið á Reyðarfirði. Fréttavefurinn austurland.is greinir frá þessu. 3.5.2006 21:41 Hjartalyf ÍE fær markaðsskráningu í Bandaríkjunum ef lokastig prófana er jákvætt Íslensk erfðagreining hefur náð samkomulagi við lyfjaeftirlit Bandaríkjanna um prófanir á nýju hjartalyfi fyrirtækisins sem gengur enn undir heitinu DG031. Samkomulagið felur í sér viðurkenningu lyfjaeftirlitsins á því að prófunarferill lyfsins fullnægi stöðlum eftirlitsins og það fái því markaðsskráningu ytra ef niðurstöður síðustu prófana eru jákvæðar. 3.5.2006 20:41 Tökum á og tökum til í Árborg Sveitarfélagið Árborg er nú að kynna tiltektarátak í sveitarfélaginu sem ber nafnið "tökum á - tökum til". Þar eru íbúar og lóðaeigendur hvattir til að láta sitt ekki eftir liggja heldur taka til hendinni til að fegra bæina á Selfossi, Eyrarbakka og á Stokkseyri, sem og sveitirnar í kring. Þetta kemur fram á fréttavefnum sudurland.is. 3.5.2006 20:31 Megum ekki ganga á náttúruhöfuðstólinn Íslendingar verða að gæta sín að ganga ekki um of á ósnortna náttúru landsins því hún á eftir að verða þeim ríkuleg auðlind þegar fram í sækir. Þetta segir dr Patrick Eagan, prófessor í umhverfisfræðum við háskólann í Wisconsin, sem hér er staddur í boði bandaríska sendiráðsins. 3.5.2006 19:28 Engin hætta á hagkerfishruni á íslandi Einn þekktasti hagfræðingur heims, Frederic S. Mishkin telur sáralitla hættu á hruni í íslensku hagkerfi. Í skýrslu sem hann vann ásamt Tryggva Herbertssyni frá Hagfræðistofnun fyrir Viðskiptaráð er meðal annars lagt til að eftirlit með fjármálastofnunum verði allt fært undir Seðlabankann 3.5.2006 19:23 Skemmtiferðaskipið Nordic Dream stendur í ljósum logum Skemmtiferðaskipið Nordic Dream stendur í ljósum logum utan við Ísafjarðardjúp, en á skipinu eru um eitt þúsund farþegar. Ekki er hér þó um raunverulegar atburð að ræða heldur æfingu. 3.5.2006 19:23 Hjólað í vinnuna Umhverfissvið Reykjavíkurborgar tekur þátt í heilsuátakinu „Hjólað í vinnuna" og hefur að því tilefni festi kaup á fjórum hjólum og hvatt starfsfólk til þess að nota hjól í styttri vinnuferðir innanbæjar.Með þessu vill Umhverfissvið sýna gott fordæmi og vonast til að starfsmenn Umhverfissviðs noti hjólin sem vinnutæki. 3.5.2006 19:21 Velferðarkerfi á villigötum Ríkið er stærsti bótaþegi lífeyris, segir Stefán Ólafsson prófessor enda fari allt að 85% til ríkisins vegna skerðingar bóta og skattlagningar. Á ráðstefnu um brotalöm í velferðarkerfinu í dag sögðu fulltrúar aldraðra og öryrkja að það þyrfti þverpólitíska þjóðarsátt um að afnema þá þjóðarskömm sem kjör þessara hópa væru. 3.5.2006 19:14 Þrýst á de Villepin að segja af sér Þrýst er á franska forsætisráðherrann að segja af sér vegna ásakana um að hann hafi látið rannsókn á meintum mútugreiðslum beinast sérstaklega að samráðherra sínum. 3.5.2006 19:00 Metsala á erlendum verðbréfum Aldrei hafa íslenskir fjárfestar selt jafnmikið af erlendum verðbréfum og síðastliðinn marsmánuð, í það minnsta ekki frá því mælingar hófust árið 1994. Nettósala nam 44,3 milljörðum króna í marsmánuði en leita þarf aftur til ársins 2002 til að finna nettósölu, síðan þá hafa íslenskir fjárfestar keypt meira en þeir hafa selt. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans. 3.5.2006 18:57 Flóðbylgjuviðvörun dregin til baka Flóðbylgjumiðstöð Kyrrahafs hefur dregið til baka flóðbylgjuviðvörun vegna jarðskjálftans sem varð nærri eyjunni Tonga í Kyrrahafi í dag. Skjálftinn mældist 8,1 á Richter og var í fyrstu óttast að flóbylgja gengi yfir nærliggjandi eyjar, Fídji og Nýja-Sjáland. 3.5.2006 18:20 Þakka bílbeltum og líknarbelgjum lífið Þrennt var flutt á slysadeild eftir harðan árekstur fólksbíls og jeppa á Snæfellsnesvegi á Mýrum, til móts við bæinn Fíflholt, á þriðja tímanum í dag. Báðir bílarnir eru gjörónýtir og þakkar lögregla bílbeltum og líknarbelgjum að ekki fór verr fyrir fólkinu en ekkert þeirra er í lífshættu. 3.5.2006 18:14 Ríkið mesti lífeyrisþeginn Ríkið er mesti lífeyrisþeginn að mati Stefáns Ólafssonar, prófessors við Háskóla Íslands. Hann segir eldri borgara og öryrkja hafa orðið eftir í góðæri síðustu ára og að ójöfnuður á Íslandi geti orðið jafn mikill og í Bandaríkjunum ef ekki verði gripið til stórtækrar uppstokkunar á samspili almannatryggingakerfis og skattkerfis. 3.5.2006 18:08 Tekinn fyrir of hraðan akstur í áttunda sinn á einu ári Lögreglan á Blönduósi stöðvaði í gærdag ökumann sem mældist á 139 kílómetra hraða á klukkustund. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, er góðkunningi lögreglunnar en hann hefur verið stöðvaður átta sinnum fyrir of hraðan akstur á einu ári. Þá eru ekki talin þau umferðarlagabrot sem maðurinn hefur gerst sekur um í öðrum embættum lögreglunnar. Sektir vegna brotanna hljóða upp á 170.000 krónur en maðurinn hefur auk þess fengið níu punkta vegna sömu brota. 3.5.2006 17:41 Þingfundum frestað á morgun til 30. maí Þingfundum verður frestað á morgun en þing kemur saman aftur 30. maí og starfar þá í tvær vikur. Þetta var ákveðið í dag á fundi formanna þingflokka með forseta Alþingis. 3.5.2006 17:14 Jarðskjálfti upp á 8,1 á Richter Jarðskjálfti upp á 8,1 á richter varð á Tongasvæðinu austur af Ástralíu um klukkan hálf fimm. Ekki er enn ljóst hvort manntjón varð eða hverjar skemmdir vegna skjálftans séu. Gefin hefur verið út flóðbylgjuviðvörun fyrir Fijieyjar, Nýja Sjáland og Kyrrahafið. 3.5.2006 17:05 Ríkisreknir háskólar úrelt rekstrarform Runólfur Ágústsson, rektor á Bifröst, segir háskóla í Evrópu líða fyrir of mikil afskipti ríkis af rekstrinum. Þetta birtist í flótta vísindamanna og kennara vestur um haf til einkarekinna háskóla í Bandaríkjunum. Hann segir ríkisrekna háskóla úrelt rekstrarform sem ekki henti fyrir háskóla nútímans, sem séu fyrst og fremst alþjóðleg þekkingarfyrirtæki. 3.5.2006 17:00 Heimildina var að finna í fjáraukalögum Ríkisendurskoðandi segir að ekki megi draga þá ályktun að stjórnvöldum hafi verið óheimilt að ganga til samninga um byggingu og rekstur tónlistar- ráðstefnuhúss í Reykjavík. Þetta kemur fram í orðsendingu sem hann hefur sent Magnúsi Stefánssyni, formanni fjárlaganefndar um fjárheimildir og bókanir framlaga vegna byggingarinnar. Áður hafði komið fram í fréttum að ríkisendurskoðandi teldi meinbugi á því að gefa út heimild af slíkum toga án þess að samþykki Alþingis lægi fyrir. Bendir ríkisendurskoðandi á að heimild fyrir verkinu hefði legið fyrir í fjáraukalögum árið 2005 en láðst hefði að geta þess í greinargerð sem kynnt var á fundi fjárlaganefndar í morgunn. 3.5.2006 16:53 Svikin loforð yfirvalda um vísindaveiðar á ákveðnum svæðum? Veiðar á hrefnu eru stundaðar inni á svokölluðum hvalaskoðunarsvæðum við strendur landsins, þrátt fyrir gefin loforð yfirvalda um að það yrði ekki gert. Þetta segir varaformaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. 3.5.2006 16:33 Sala tækja frá Össuri jókst um 93% Sala tækja frá Össuri jókst um 93% mælt í Bandaríkjadölum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Alls nam salan 60 milljónum dala eða um 3,9 milljörðum króna. Jón Sigurðsson forstjóri fyrirtækisins segir í fréttatilkynningu sem fyrirtækið sendi nýverið frá sér að hann sé sáttur við niðurstöðurnar. Þær séu í efri mörkum þess sem stjórnendur gerðu ráð fyrir. 3.5.2006 16:02 Stærsta ungmennamótið haldið hér Alþjóðaleikar ungmenna verða haldnir í Reykjavík á næsta ári. Leikarnir eru fjölmennasta alþjóðlega íþróttamótið sem haldið er árlega. Ólympíuleikarnir sem við fáum að halda segir formaður undirbúningsnefndar. 3.5.2006 15:46 Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að sýna stúlkum klámmynd Karlmaður á fertugsaldri var í gær dæmdur fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa sýnt dætrum fyrrum sambýliskonu sinnar klámmynd. Maðurinn var þó sýknaður af ákærum þess efnis að hann hefði haft munnmök við stúlkunar og látið þær hafa munnmök við sig. 3.5.2006 15:01 Bílskúrsbönd Íslands sameinist! Þær íslensku hljómsveitir sem hafa áhuga á að spila á Icelandic Airwaves í haust geta nú farið að senda inn umsóknir til stjórnenda hátíðarinnar. Allir sem gítarnögl geta valdið eru hvattir til að láta vita af sér, bæði nýliðar sem reynslumeiri rokkarar. Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu hátíðarinnar www.icelandairwaves.com. 3.5.2006 15:01 Dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisafbrot Tæplega þrítugur karlmaður var dæmdur í þriggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir gróf kynferðisafbrot gegn stjúpdóttur sinni og vinkonu hennar. Karlmaðurinn, sem er eþíópískur ríkisborgari, var giftur móður annarrar stúlkunnar um fjögurra ára skeið. 3.5.2006 13:45 Skipsflak finnst á botni Arnarfjarðar Skipsflak fannst á botni Arnarfjarðar fyrir helgina þegar verið var að mynda veiðarfæri í sjó með neðansjávarmyndavél um borð í Árna Friðrikssyni RE-200. Á Fréttavef Bæjarins besta kemur fram að talið sé að skipsflakið sé í minna lagi og hafi legið lengi á botni fjarðarins. Ekki var vitað um flak á þessum slóðum en getgátur eru um að flakið sé af seglskútunni Gyðu BA sem fórst með allri áhöfn í tíunda apríl árið 1910. 3.5.2006 13:20 Sjá næstu 50 fréttir
Síðasti þingfundadagur fyrir kosningar Aðeins tvö frumvörp, og jafnvel bara eitt, verða að lögum frá Alþingi í dag, á síðasta þingfundadegi fyrir sveitarstjórnarkosningar. Þing kemur saman klukkan hálf tvö í dag og er það í síðasta sinn fyrir sveitarstjórnarkosningar í lok mánaðarins. 4.5.2006 13:00
Óttinn yfirstiginn Yfirstígum óttann, ráðstefna á vegum samtakanna Blátt áfram, fer fram í Kennaraháskóla Íslands í dag. Markmið ráðstefnunnar er að skoða hvað samfélagið getur gert til að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum. Robert E. Longo er aðal fyrirlesari á ráðstefnunni. 4.5.2006 12:10
Færist undir samgönguráðuneytið Yfirtakan á rekstri Keflavíkurflugvallar undir stjórn utanríkisráðuneytisins er aðeins biðleikur þar til völlurinn verður færður undir samgönguráðuneytið. 4.5.2006 12:06
Átak gegn mænusótt í Nígeríu Fjölmörg íslensk fyrirtæki og einstaklingar koma að alheimsátaki gegn mænusótt sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, kynnti í morgun. Framlag Íslendinga mun veita 300 þúsund börnum í Nígeríu, bólusetningu gegn mænusótt. 4.5.2006 12:02
"Vændi er ekki íþrótt" Fulltrúar kvennahreyfingarinnar á Íslandi ætla að afhenda þýska sendiráðinu áskorun klukkan tvö í dag. Í fréttatilkynningu hreyfingarinnar segir að tilefnið sé það vændi og mansal sem talið er að verði fylgifiskur heimsmeistarakeppninnar í fótbolta en hún fer fram í Þýskalandi í sumar. Slagorð aðgerðanna verða "vændi er ekki íþrótt." Sömu áskorun á einnig að afhenda Knattspyrnusambandi Íslands klukkan þrjú. 4.5.2006 10:35
Þrír slösuðust í árekstri Þrír slösuðust í alvarlegu umferðarslysi á Snæfellsnessvegi á móts við Fíflholt í gær, þegar jeppi og fólksbíll skullu þar saman. Báðir ökumenn og farþegi úr jeppanum voru fluttir á Slysaldeild Landsspítalans, en eru ekki í lífshættu. 4.5.2006 09:15
Ekkert gos í grunnskólum Bandaríkjanna Nokkrir af stærstu drykkjarvöruframleiðendum í Bandaríkjunum hafa skrifað undir samkomulag um að kaloríuríkir drykkir verði framvegis teknir úr sölu í grunn- og miðskólum. Framvegis geta börnin því aðeins keypt ósykraðan ávaxtasafa, mjólk eða vatn í skólunum. Hitaeiningasnauðari gosdrykkir verða hins vegar leyfðir í framhaldsskólum. 4.5.2006 09:10
Síðustu þingfundir fyrir kosningar Alþingi kemur saman til fundar í dag í síðasta skipti fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fara fram 27. maí. Þing kemur næst saman 30. maí. Allar líkur eru á að tvö frumvörp verði að lögum í dag. 4.5.2006 09:00
Vilja flytja Árbæjarsafn í Viðey Hugmyndir eru uppi um að flytja Árbæjarsafn út í Viðey og koma því fyrir í austurenda Viðeyjar þar sem byggð var í fyrri tíð. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og hefur eftir Degi B. Eggertssyni, formanni skipulagsnefndar að honum þyki þetta spennandi hugmynd. 4.5.2006 08:45
Ráðherrar sviptir bílahlunnindum Ráðherrar í norsku ríkisstjórninni hafa verið sviptir þeim hlunnindum að mega velja sér einkabíla til afnota, fyrir utan ráðherrabílana með bílstjórum allan sólarhringinn. 4.5.2006 08:36
Sektir fyrir að hífa upp verð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær frumvarp sem kveður á um háar sektir olíufélaga sem reyna að halda bensínverði háu. Frumvarpið verður þó ekki að lögum nema öldungadeild þingsins samþykki það líka. 4.5.2006 08:30
Fótbrotnaði í fótboltaleik Unglingsstúlka slasaðist í knattspyrnuleik í Ólafsvík í gærkvöldi og ákvað læknir að kalla eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja hana á slysadeild Landsspítalans í Reykjavík. 4.5.2006 08:15
Varnarkerfið virkaði ekki Varnarkerfi vegna flóðbylgja virkuðu ekki sem skildi í gær þegar jarðskjálfti upp á tæpa átta varð í sunnanverðu Kyrrahafinu í gær. Flóðbylgjuviðvörun barst ekki til Toga sem er næst upptöku skjálftans. 4.5.2006 08:01
Óvenjulegur óróleiki Óvenjulegur óróleiki var á peningamarkaðnum hér á landi í gær þegar úrvalsvísitalan lækkaði um hátt í tvö prósent en krónan styrktist um leið um hátt í tvö prósent. 4.5.2006 07:58
Níu fórust við dómshús Í það minnsta níu manns létu lífið þegar bílsprengja sprakk við dómshús í Bagdad í morgun. Að sögn lögreglu særðust í það minnsta 46 manns í árásinni. Þá fundust í morgun lík tuttugu manna nærri Tikrit. Þeir höfðu verið ráðnir af dögum. 4.5.2006 07:44
Moussaoui í lífstíðarfangelsi Kviðdómendur í Virginíuríki í Bandaríkjunum dæmdu í kvöld Zacarias Moussaoui í lífstíðarfangelsi. Zacarias var kærður fyrir aðild að hryðjuverkaárásunum þann 11. september árið 2001. Saksóknarar höfðu krafist dauðarefsingar en fengu ekki sínu framgengt. Kvikdómendur íhuguðu málið í 40 klukkustundir áður en þeir komust að niðustöðu. 3.5.2006 21:59
Lykilatriði að auka upplýsingaflæði og gegnsæi Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og annar höfunda skýrslu um efnahagsstöðugleika á Íslandi, sem kynnt var í dag, segir lykilatriði fyrir íslenskt efnahagslíf að auka upplýsingaflæði og gegnsæi til þess að koma í veg fyrir óróa og hugsanlegan flótta fjárfesta frá landinu. Hann leggur einnig til ásamt meðhöfundi sínum, hagfræðingnum Frederic Mishkin, að Fjármálaeftirlitið verði sameinað Seðlabankanum og að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markaði. 3.5.2006 22:47
Kaþólikkar í Kína hunsa tilmæli Páfa Kaþólska kirkjan í Kína setti í dag annan biskupinn á þremur dögum inn í embætti án þess að leita samþykkis yfirvalda í Vatikaninu. Það að kaþólska kirkjan í Kína skuli ekki viðurkenna vald Vatikansins til að útnefna biskupa veldur töluverðri spennu í samskiptum Vatikansins við Kínverjana. 3.5.2006 22:16
Tekjuskattur á fyrirtæki einna lægstur hér á landi Ísland er áfram í hópi þeirra ríkja þar sem tekjuskattur fyrirtækja er einna lægstur samkvæmt nýrri könnun KPMG. Tekjuskattur fyrirtækja í Evrópu heldur áfram að lækka og er nú töluvert lægri að meðaltali en í Asíu og Suður-Ameríku. 3.5.2006 22:09
Ekkert gos í skólanum Nokkrir af stærstu drykkjarvöruframleiðendum í Bandaríkjunum hafa skrifað undir samkomulag um að kaloríuríkir gosdrykkir verði framvegis teknir úr sölu í grunn- og miðskólum. Framvegis geta börnin því aðeins keypt ósykraðan ávaxtasafa, mjólk eða vatn í skólunum. Hitaeiningasnauðari gosdrykkir verða hins vegar leyfðir í framhaldsskólum. 3.5.2006 22:04
Iceland spa & fitness á Eskifjörð Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að ganga til samninga við einkarekin heilsuræktarfyrirtæki um rekstur líkamsræktarstöðva á Eskifirði og á Norðfirði. Iceland spa & fitness, sem rekur Baðhúsið og Sporthúsið á höfuðborgarsvæðinu, leigir rekstur líkamsræktarstöðvar á Eskifirði, en fyrir rekur fyrirtækið Aflhúsið á Reyðarfirði. Fréttavefurinn austurland.is greinir frá þessu. 3.5.2006 21:41
Hjartalyf ÍE fær markaðsskráningu í Bandaríkjunum ef lokastig prófana er jákvætt Íslensk erfðagreining hefur náð samkomulagi við lyfjaeftirlit Bandaríkjanna um prófanir á nýju hjartalyfi fyrirtækisins sem gengur enn undir heitinu DG031. Samkomulagið felur í sér viðurkenningu lyfjaeftirlitsins á því að prófunarferill lyfsins fullnægi stöðlum eftirlitsins og það fái því markaðsskráningu ytra ef niðurstöður síðustu prófana eru jákvæðar. 3.5.2006 20:41
Tökum á og tökum til í Árborg Sveitarfélagið Árborg er nú að kynna tiltektarátak í sveitarfélaginu sem ber nafnið "tökum á - tökum til". Þar eru íbúar og lóðaeigendur hvattir til að láta sitt ekki eftir liggja heldur taka til hendinni til að fegra bæina á Selfossi, Eyrarbakka og á Stokkseyri, sem og sveitirnar í kring. Þetta kemur fram á fréttavefnum sudurland.is. 3.5.2006 20:31
Megum ekki ganga á náttúruhöfuðstólinn Íslendingar verða að gæta sín að ganga ekki um of á ósnortna náttúru landsins því hún á eftir að verða þeim ríkuleg auðlind þegar fram í sækir. Þetta segir dr Patrick Eagan, prófessor í umhverfisfræðum við háskólann í Wisconsin, sem hér er staddur í boði bandaríska sendiráðsins. 3.5.2006 19:28
Engin hætta á hagkerfishruni á íslandi Einn þekktasti hagfræðingur heims, Frederic S. Mishkin telur sáralitla hættu á hruni í íslensku hagkerfi. Í skýrslu sem hann vann ásamt Tryggva Herbertssyni frá Hagfræðistofnun fyrir Viðskiptaráð er meðal annars lagt til að eftirlit með fjármálastofnunum verði allt fært undir Seðlabankann 3.5.2006 19:23
Skemmtiferðaskipið Nordic Dream stendur í ljósum logum Skemmtiferðaskipið Nordic Dream stendur í ljósum logum utan við Ísafjarðardjúp, en á skipinu eru um eitt þúsund farþegar. Ekki er hér þó um raunverulegar atburð að ræða heldur æfingu. 3.5.2006 19:23
Hjólað í vinnuna Umhverfissvið Reykjavíkurborgar tekur þátt í heilsuátakinu „Hjólað í vinnuna" og hefur að því tilefni festi kaup á fjórum hjólum og hvatt starfsfólk til þess að nota hjól í styttri vinnuferðir innanbæjar.Með þessu vill Umhverfissvið sýna gott fordæmi og vonast til að starfsmenn Umhverfissviðs noti hjólin sem vinnutæki. 3.5.2006 19:21
Velferðarkerfi á villigötum Ríkið er stærsti bótaþegi lífeyris, segir Stefán Ólafsson prófessor enda fari allt að 85% til ríkisins vegna skerðingar bóta og skattlagningar. Á ráðstefnu um brotalöm í velferðarkerfinu í dag sögðu fulltrúar aldraðra og öryrkja að það þyrfti þverpólitíska þjóðarsátt um að afnema þá þjóðarskömm sem kjör þessara hópa væru. 3.5.2006 19:14
Þrýst á de Villepin að segja af sér Þrýst er á franska forsætisráðherrann að segja af sér vegna ásakana um að hann hafi látið rannsókn á meintum mútugreiðslum beinast sérstaklega að samráðherra sínum. 3.5.2006 19:00
Metsala á erlendum verðbréfum Aldrei hafa íslenskir fjárfestar selt jafnmikið af erlendum verðbréfum og síðastliðinn marsmánuð, í það minnsta ekki frá því mælingar hófust árið 1994. Nettósala nam 44,3 milljörðum króna í marsmánuði en leita þarf aftur til ársins 2002 til að finna nettósölu, síðan þá hafa íslenskir fjárfestar keypt meira en þeir hafa selt. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans. 3.5.2006 18:57
Flóðbylgjuviðvörun dregin til baka Flóðbylgjumiðstöð Kyrrahafs hefur dregið til baka flóðbylgjuviðvörun vegna jarðskjálftans sem varð nærri eyjunni Tonga í Kyrrahafi í dag. Skjálftinn mældist 8,1 á Richter og var í fyrstu óttast að flóbylgja gengi yfir nærliggjandi eyjar, Fídji og Nýja-Sjáland. 3.5.2006 18:20
Þakka bílbeltum og líknarbelgjum lífið Þrennt var flutt á slysadeild eftir harðan árekstur fólksbíls og jeppa á Snæfellsnesvegi á Mýrum, til móts við bæinn Fíflholt, á þriðja tímanum í dag. Báðir bílarnir eru gjörónýtir og þakkar lögregla bílbeltum og líknarbelgjum að ekki fór verr fyrir fólkinu en ekkert þeirra er í lífshættu. 3.5.2006 18:14
Ríkið mesti lífeyrisþeginn Ríkið er mesti lífeyrisþeginn að mati Stefáns Ólafssonar, prófessors við Háskóla Íslands. Hann segir eldri borgara og öryrkja hafa orðið eftir í góðæri síðustu ára og að ójöfnuður á Íslandi geti orðið jafn mikill og í Bandaríkjunum ef ekki verði gripið til stórtækrar uppstokkunar á samspili almannatryggingakerfis og skattkerfis. 3.5.2006 18:08
Tekinn fyrir of hraðan akstur í áttunda sinn á einu ári Lögreglan á Blönduósi stöðvaði í gærdag ökumann sem mældist á 139 kílómetra hraða á klukkustund. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, er góðkunningi lögreglunnar en hann hefur verið stöðvaður átta sinnum fyrir of hraðan akstur á einu ári. Þá eru ekki talin þau umferðarlagabrot sem maðurinn hefur gerst sekur um í öðrum embættum lögreglunnar. Sektir vegna brotanna hljóða upp á 170.000 krónur en maðurinn hefur auk þess fengið níu punkta vegna sömu brota. 3.5.2006 17:41
Þingfundum frestað á morgun til 30. maí Þingfundum verður frestað á morgun en þing kemur saman aftur 30. maí og starfar þá í tvær vikur. Þetta var ákveðið í dag á fundi formanna þingflokka með forseta Alþingis. 3.5.2006 17:14
Jarðskjálfti upp á 8,1 á Richter Jarðskjálfti upp á 8,1 á richter varð á Tongasvæðinu austur af Ástralíu um klukkan hálf fimm. Ekki er enn ljóst hvort manntjón varð eða hverjar skemmdir vegna skjálftans séu. Gefin hefur verið út flóðbylgjuviðvörun fyrir Fijieyjar, Nýja Sjáland og Kyrrahafið. 3.5.2006 17:05
Ríkisreknir háskólar úrelt rekstrarform Runólfur Ágústsson, rektor á Bifröst, segir háskóla í Evrópu líða fyrir of mikil afskipti ríkis af rekstrinum. Þetta birtist í flótta vísindamanna og kennara vestur um haf til einkarekinna háskóla í Bandaríkjunum. Hann segir ríkisrekna háskóla úrelt rekstrarform sem ekki henti fyrir háskóla nútímans, sem séu fyrst og fremst alþjóðleg þekkingarfyrirtæki. 3.5.2006 17:00
Heimildina var að finna í fjáraukalögum Ríkisendurskoðandi segir að ekki megi draga þá ályktun að stjórnvöldum hafi verið óheimilt að ganga til samninga um byggingu og rekstur tónlistar- ráðstefnuhúss í Reykjavík. Þetta kemur fram í orðsendingu sem hann hefur sent Magnúsi Stefánssyni, formanni fjárlaganefndar um fjárheimildir og bókanir framlaga vegna byggingarinnar. Áður hafði komið fram í fréttum að ríkisendurskoðandi teldi meinbugi á því að gefa út heimild af slíkum toga án þess að samþykki Alþingis lægi fyrir. Bendir ríkisendurskoðandi á að heimild fyrir verkinu hefði legið fyrir í fjáraukalögum árið 2005 en láðst hefði að geta þess í greinargerð sem kynnt var á fundi fjárlaganefndar í morgunn. 3.5.2006 16:53
Svikin loforð yfirvalda um vísindaveiðar á ákveðnum svæðum? Veiðar á hrefnu eru stundaðar inni á svokölluðum hvalaskoðunarsvæðum við strendur landsins, þrátt fyrir gefin loforð yfirvalda um að það yrði ekki gert. Þetta segir varaformaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. 3.5.2006 16:33
Sala tækja frá Össuri jókst um 93% Sala tækja frá Össuri jókst um 93% mælt í Bandaríkjadölum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Alls nam salan 60 milljónum dala eða um 3,9 milljörðum króna. Jón Sigurðsson forstjóri fyrirtækisins segir í fréttatilkynningu sem fyrirtækið sendi nýverið frá sér að hann sé sáttur við niðurstöðurnar. Þær séu í efri mörkum þess sem stjórnendur gerðu ráð fyrir. 3.5.2006 16:02
Stærsta ungmennamótið haldið hér Alþjóðaleikar ungmenna verða haldnir í Reykjavík á næsta ári. Leikarnir eru fjölmennasta alþjóðlega íþróttamótið sem haldið er árlega. Ólympíuleikarnir sem við fáum að halda segir formaður undirbúningsnefndar. 3.5.2006 15:46
Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að sýna stúlkum klámmynd Karlmaður á fertugsaldri var í gær dæmdur fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa sýnt dætrum fyrrum sambýliskonu sinnar klámmynd. Maðurinn var þó sýknaður af ákærum þess efnis að hann hefði haft munnmök við stúlkunar og látið þær hafa munnmök við sig. 3.5.2006 15:01
Bílskúrsbönd Íslands sameinist! Þær íslensku hljómsveitir sem hafa áhuga á að spila á Icelandic Airwaves í haust geta nú farið að senda inn umsóknir til stjórnenda hátíðarinnar. Allir sem gítarnögl geta valdið eru hvattir til að láta vita af sér, bæði nýliðar sem reynslumeiri rokkarar. Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu hátíðarinnar www.icelandairwaves.com. 3.5.2006 15:01
Dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisafbrot Tæplega þrítugur karlmaður var dæmdur í þriggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir gróf kynferðisafbrot gegn stjúpdóttur sinni og vinkonu hennar. Karlmaðurinn, sem er eþíópískur ríkisborgari, var giftur móður annarrar stúlkunnar um fjögurra ára skeið. 3.5.2006 13:45
Skipsflak finnst á botni Arnarfjarðar Skipsflak fannst á botni Arnarfjarðar fyrir helgina þegar verið var að mynda veiðarfæri í sjó með neðansjávarmyndavél um borð í Árna Friðrikssyni RE-200. Á Fréttavef Bæjarins besta kemur fram að talið sé að skipsflakið sé í minna lagi og hafi legið lengi á botni fjarðarins. Ekki var vitað um flak á þessum slóðum en getgátur eru um að flakið sé af seglskútunni Gyðu BA sem fórst með allri áhöfn í tíunda apríl árið 1910. 3.5.2006 13:20