Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2026 17:17 VÍSIR/VILHELM Stjarnan valtaði yfir Tindastól og vann 125-87 sigur í 16. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Stólarnir virtust hreinlega spenntir fyrir því að ljúka þessum leik af og horfa á strákana okkar spila handbolta. Þeir veittu Stjörnumönnum allavega enga mótspyrnu. Stjarnan var komin með 63 stig á töfluna í hálfleik og mjög þægilega forystu, sem liðið lét ekki af hendi í seinni hálfleik. Liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar og hafa nú bæði unnið ellefu af sextán leikjum. Tindastóll vann fyrri leik liðanna með einu stigi en sigur Stjörnunnar í kvöld var 38 sinnum stærri og Stjörnumenn tylla sér því í annað sætið. Pablo Bertone var stigahæstur hjá Stjörnunni með 26 stig. Hilmar Smári Henningsson var næstur með 21 stig en Seth LeDay lét líka mikið til sín taka, skoraði 15 stig og greip 11 fráköst. Pablo Bertone var stigahæstur hjá Stjörnunni í kvöld.Vísir / Guðmundur Leikurinn byrjaði jafnt í fyrsta leikhluta og skiptust liðin hreinlega á að setja niður þrista í fyrstu sóknunum. Þegar leið á leikhlutann náðu heimamenn undirtökunum og leiddu með 16 stigum að honum loknum. Það var mikill hraði í leiknum og hóf Badmus, leikmaður Tindastóls, annan leikhluta á snyrtilegri troðslu. Það gekk hins vegar lítið upp hjá gestunum á meðan sjálfstraust Stjörnumanna skein og leikmenn liðsins nutu þess að vera á vellinum. Munurinn 26 stig þegar dómarinn flautaði til hálfleiks, 63-39. Þriðji leikhluti var svipaður þeim á undan þar sem Stjörnumenn voru með algjöra yfirburði og leiddu 98-62 að honum loknum. Fjórði leikhluti hófst með 36 stiga forskoti Stjörnunnar. Tindastóli tókst ekki að minnka forskotið þrátt fyrir ágætar fyrstu mínútur í leikhlutanum. Stjörnumenn gáfu ekkert eftir og sigruðu með 38 stiga mun, 125-87. Atvik leiksins Ég hafði svona mest gaman af látunum eftir orðaskipti Hilmars Smára og Drungilas, þar sem Hilmar Smári lá í jörðinni. Stuðningsmenn Stjörnunnar trylltust og vildu Drungilas út úr húsi. Þrýstingur stúkunnar hafði hugsanlega eitthver áhrif þar sem Drungilas klúðraði báðum vítunum sínum í kjölfarið, stuðningsmönnum Stjörnunnar til mikillar ánægju. Stjörnur og skúrkar Pablo var stigahæstur hjá Stjörnunni með 26 stig, Hilmar kom þar næstur með 21 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Frákastahæstur var Seth Leday hjá Stjörnunni með 11 fráköst og 15 stig. Fyrir gestina að norðan var Badmus stigahæstur með 22 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Stemning og umgjörð Þrátt fyrir að undanúrslitaleikur Íslands gegn Danmörku á EM í handbolta væri á dagskrá strax að leik loknum var hörku mæting í Garðabæinn og stemningin lífleg. Dómarar Kristinn Ólafsson, Sigmundur Már Halldórsson og Aron Rúnarsson stóðu vaktina á parketinu í kvöld. Þægileg vakt fyrir strákana. Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll
Stjarnan valtaði yfir Tindastól og vann 125-87 sigur í 16. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Stólarnir virtust hreinlega spenntir fyrir því að ljúka þessum leik af og horfa á strákana okkar spila handbolta. Þeir veittu Stjörnumönnum allavega enga mótspyrnu. Stjarnan var komin með 63 stig á töfluna í hálfleik og mjög þægilega forystu, sem liðið lét ekki af hendi í seinni hálfleik. Liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar og hafa nú bæði unnið ellefu af sextán leikjum. Tindastóll vann fyrri leik liðanna með einu stigi en sigur Stjörnunnar í kvöld var 38 sinnum stærri og Stjörnumenn tylla sér því í annað sætið. Pablo Bertone var stigahæstur hjá Stjörnunni með 26 stig. Hilmar Smári Henningsson var næstur með 21 stig en Seth LeDay lét líka mikið til sín taka, skoraði 15 stig og greip 11 fráköst. Pablo Bertone var stigahæstur hjá Stjörnunni í kvöld.Vísir / Guðmundur Leikurinn byrjaði jafnt í fyrsta leikhluta og skiptust liðin hreinlega á að setja niður þrista í fyrstu sóknunum. Þegar leið á leikhlutann náðu heimamenn undirtökunum og leiddu með 16 stigum að honum loknum. Það var mikill hraði í leiknum og hóf Badmus, leikmaður Tindastóls, annan leikhluta á snyrtilegri troðslu. Það gekk hins vegar lítið upp hjá gestunum á meðan sjálfstraust Stjörnumanna skein og leikmenn liðsins nutu þess að vera á vellinum. Munurinn 26 stig þegar dómarinn flautaði til hálfleiks, 63-39. Þriðji leikhluti var svipaður þeim á undan þar sem Stjörnumenn voru með algjöra yfirburði og leiddu 98-62 að honum loknum. Fjórði leikhluti hófst með 36 stiga forskoti Stjörnunnar. Tindastóli tókst ekki að minnka forskotið þrátt fyrir ágætar fyrstu mínútur í leikhlutanum. Stjörnumenn gáfu ekkert eftir og sigruðu með 38 stiga mun, 125-87. Atvik leiksins Ég hafði svona mest gaman af látunum eftir orðaskipti Hilmars Smára og Drungilas, þar sem Hilmar Smári lá í jörðinni. Stuðningsmenn Stjörnunnar trylltust og vildu Drungilas út úr húsi. Þrýstingur stúkunnar hafði hugsanlega eitthver áhrif þar sem Drungilas klúðraði báðum vítunum sínum í kjölfarið, stuðningsmönnum Stjörnunnar til mikillar ánægju. Stjörnur og skúrkar Pablo var stigahæstur hjá Stjörnunni með 26 stig, Hilmar kom þar næstur með 21 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Frákastahæstur var Seth Leday hjá Stjörnunni með 11 fráköst og 15 stig. Fyrir gestina að norðan var Badmus stigahæstur með 22 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Stemning og umgjörð Þrátt fyrir að undanúrslitaleikur Íslands gegn Danmörku á EM í handbolta væri á dagskrá strax að leik loknum var hörku mæting í Garðabæinn og stemningin lífleg. Dómarar Kristinn Ólafsson, Sigmundur Már Halldórsson og Aron Rúnarsson stóðu vaktina á parketinu í kvöld. Þægileg vakt fyrir strákana.