Handbolti

„Lang­stærsta prófið“ en Danir hafa mis­stigið sig

Aron Guðmundsson skrifar
Það verður hart barist í Boxen í kvöld þegar að Ísland og Danmörk mætast í undanúrslitum EM karla í handbolta
Það verður hart barist í Boxen í kvöld þegar að Ísland og Danmörk mætast í undanúrslitum EM karla í handbolta Vísir/Samsett

Strákarnir okkar munu þurfa að spila sinn allra besta leik til þess að skáka Dönum á þeirra heima­velli í undanúr­slitunum í dag. Einar Jóns­son, hand­boltasér­fræðingur, segir að mögu­leikinn á ís­lenskum sigri sé til staðar, á góðum degi sé ís­lenska lands­liðið eitt það besta í heimi.

„Þetta er langstærsta prófið hingað til, stærsti leikur sem við höfum farið í síðan 2012 eða eitt­hvað,“ segir Einar í sam­tali við íþrótta­deild Sýnar um leik kvöldsins. „Þetta er risa verk­efni og Danirnir hingað til búnir að vera bestir í heimi síðustu tíu ár eða meira, jafn­vel lang­bestir. En þeir hafa mis­stigið sig á Evrópumótum, eru í brasi þar og við getum nýtt okkur það. Ég er bjartsýnn.“

Og kemur Einar þar inn á merki­lega stað­reynd því þó Danir séu ríkjandi heims- og ólympíu­meistarar hafa þeir ekki orðið Evrópu­meistarar síðan árið 2012. Síðan þá hafa þeir fjórum sinnum orðið heims­meistarar og í tví­gang Ólympíu­meistarar.

Erfitt að benda á veikleika

Styrk­leikar danska liðsins felist fyrst og fremst í besta mark­verði heims, Emil Niel­sen og besta hand­bolta­manni í heimi, skyttunni Mathias Gid­sel. Hingað til er Emil Niel­sen með flest varin skot á mótinu og Gid­sel með flest skoruð mörk.

„En svo eru þeir með frábæra þjálfara, frábært lið og heimsklassa leik­menn í öllum stöðum. Líkam­lega sterkir, há­vaxnir og geta stjórnað leikjum. Þeir geta spilað á háu tempói en líka dregið niður tempóið. Eru bara á heildina litið flott lið. Það er mjög erfitt að benda á ein­hverja veik­leika að minnsta kosti.“

Strákarnir okkar þurfi að ná fram sínum besta leik til þess að geta lagt Danina að velli.

„Ég held að það sé engin spurning. Mögu­leikarnir okkar liggja kannski fyrst og fremst í því að við nýtum okkar styrk­leika, setja fókusinn á það. Á góðum degi erum við að mínu mati eitt besta liðið í heiminum. Við höfum sýnt það á þessu móti. Leikurinn á móti Svíum var gjör­sam­lega stór­kost­legur. Ef við náum ein­hverri álíka frammistöðu og þar er ég mjög bjartsýnn.“

Gísli búinn að vera bestur á mótinu

Einar er ekki í vafa um að danska liði virði það ís­lenska.

„Það eru leik­menn í þessu danska lands­liði sem eru bæði sam­herjar og hafa spilað oft á móti þessum ís­lensku strákum. Auðvitað veit Nikola­j Jacob­sen, lands­liðsþjálfari Dan­merkur, eins og við öll að það eru alveg ótrú­lega miklir styrk­leikar í þessu ís­lenska liði og við erum með leik­menn sem eru í al­gjörum heimsklassa.

Strákarnir okkar munu þurfa að reyna koma fjötrum á Mathias Gidsel sem er besti handboltamaður heims um þessar mundir.

Gísli Þor­geir er að mínu mati búinn að vera besti sóknar­maður mótsins til þessa, hann er búinn að eiga stór­kost­legt mót. Það eru skemmti­leg ein­vígi í upp­siglingu, Gid­sel að mæta Gísla Þor­geiri verður skemmti­legt ein­vígi og gaman að sjá það. Nikola­j ber gríðar­lega mikla virðingu fyrir ís­lenska lands­liðinu, það er alveg á hreinu.“

Í stöðunni maður á mann virðist ekki vera hægt að ráða við árásir Gísla Þorgeirs. Vísir/EPA

Próf­raunin fyrir Strákana okkar gerist vart stærri, að mæta liðinu sem hefur trónað á toppi hand­boltans undan­farin ár, á þeirra heima­velli þar sem að nær allir í stúkunni verða á bandi danska lands­liðsins.

„Okkar menn hafa búið við það að vera nánast á heima­velli í hverjum einasta leik á þessu móti. Það verður náttúru­lega alls ekki staðan í þessum leik gegn Dönum. Kannski hefur þetta ein­hver áhrif en ég tel að þessir strákar séu öllu vanir, þeir eru búnir að ganga í gegnum ýmis­legt á þessu móti sem og sem at­vinnu­menn. Hvort að ís­lenskir áhorf­endur verði tvö hundruð eða hefðu verið tvö til þrjú þúsund. Ég hugsa að það komi ekki til með að hafa úr­slitaáhrif á frammistöðuna en klár­lega held ég að það myndi hjálpa til og vera miklu skemmti­legra að hafa fleiri Ís­lendinga á leiknum.“

Allar fréttir íþróttadeildar Vísis tengdar þátttöku Íslands á EM karla í handbolta má finna í gegnum meðfylgjandi hlekk hér fyrir neðan. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan hálf átta í kvöld og verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×