„Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2026 07:03 Viktor Gísli Hallgrímsson og Elliði Snær Viðarsson fagna saman góði stoppi í einum leik íslenska landsliðsins á Evrópumótinu. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta ætlaði sér í undanúrslit á Evrópumótinu og nú þegar því markmiði er náð er hætta á að hungrið vanti til að fara enn lengra. Sérfræðingarnir í Bestu sætinu veltu þessu fyrir sér. Jóhann Gunnar Einarsson, Einar Jónsson og Stefán Árni Pálsson gerðu upp stórsigur Íslands á Slóvenum sem gerði það að verkum að Ísland er komið í undanúrslit á EM í fyrsta sinn í sextán ár. Stefán Árni velti því fyrir sér hvort það sé hættulegt fyrir íslenska handboltalandsliðið að vera nú búið að ná markmiðum sínum á Evrópumótinu. Hefur verið svona í gegnum tíðina „Okkur hefur vantað að ná þessum eina í viðbót. Við höfum gert það einu sinni og það var alveg magnað hvernig við náðum því þegar allt gekk upp. Auðvitað hefur það verið svona í gegnum tíðina og þegar við erum búnir að ná okkar markmiðum þá er erfiðara að fylgja því eftir,“ sagði Jóhann Gunnar. „Eins og á Ólympíuleikunum [2008] var bara markmiðið að spila um verðlaun og svo var úrslitaleikurinn aldrei leikur. Við komumst líka í undanúrslit á EM 2002 en þá var það aldrei spennandi að mæta Svíum í undanúrslitunum og svo töpuðum við leiknum um þriðja sætið sannfærandi,“ sagði Jóhann. „Þegar við náum þriðja sætinu þá náum við þarna einum frábærum leik en töpuðum þá í undanúrslitunum. Það er alltaf hættulegt en nú finnst mér að við séum ekkert að fara hérna inn í undanúrslitin með einhvern hroka eða að við séum of hátt uppi eins og eftir Svíaleikinn,“ sagði Jóhann. Oft erfitt með að ná okkur niður „Við eigum oft erfitt með að ná okkur niður eftir svoleiðis leiki. Nú erum við svona eins og maður segir á svona slæmri íslensku, humble [auðmjúkir] , að vera komnir þarna því örlögin hjálpuðu okkur líka. Það er gaman að sjá hvernig það spilar með okkur, hvort við vinnum vel með það að vera algjörir, underdogs,“ sagði Jóhann. „Hinar þjóðirnar sem eru með okkur í undanúrslitum. Engin af þeim er búin að ná sínum markmiðum með því að koma sér í undanúrslitin,“ sagði Stefán Árni. „Við erum búnir að ná því sem við ætluðum okkur og það þarf ekkert að deila um það. Árangurinn er stórkostlegur,“ sagði Einar. „En ég vil meira,“ skaut Stefán inn í. Vera auðmjúkir „Við viljum allir meira en ég er sammála Jóa. Förum bara humble [auðmjúkir] inn í þetta því við erum bara underdogs það sem eftir er af þessu móti. Við erum bara drulluflottir þar,“ sagði Einar sem sér ekkert íslensku landsliðsstrákana fara eitthvað að slaka á. „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira og vonandi gerist það. Við þurfum líka að vera humble [auðmjúkir]. Við erum búin að tala um það á síðasta móti sérstaklega, þar sem frammistaðan var ítrekað mjög góð en niðurstaðan var ekki góð. Núna er frammistaðan búin að vera mjög fín og niðurstaðan er geggjuð. Þetta er stórkostlegur árangur,“ sagði Einar. Gjörsamlega stórkostlegur árangur „Þó að þetta hafi verið markmiðið, þá var ekki greið leið að þessu. Þó að við höfum talað hérna um að leiðin væri auðveldari þarna megin heldur en hinum megin, og eitthvað svoleiðis, þá verður að hrósa liðinu fyrir þetta, þetta er gjörsamlega stórkostlegur árangur. Svo er bara plús eftir þetta, en bara jú, við tökum verðlaun endilega,“ sagði Einar. Rætt var um markmið íslenska liðsins í Besta sætinu, sem og allt um Slóveníuleikinn og framhaldið en það má hlusta á þáttinn hér að neðan og á hlaðvarpsveitum. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Sjá meira
Jóhann Gunnar Einarsson, Einar Jónsson og Stefán Árni Pálsson gerðu upp stórsigur Íslands á Slóvenum sem gerði það að verkum að Ísland er komið í undanúrslit á EM í fyrsta sinn í sextán ár. Stefán Árni velti því fyrir sér hvort það sé hættulegt fyrir íslenska handboltalandsliðið að vera nú búið að ná markmiðum sínum á Evrópumótinu. Hefur verið svona í gegnum tíðina „Okkur hefur vantað að ná þessum eina í viðbót. Við höfum gert það einu sinni og það var alveg magnað hvernig við náðum því þegar allt gekk upp. Auðvitað hefur það verið svona í gegnum tíðina og þegar við erum búnir að ná okkar markmiðum þá er erfiðara að fylgja því eftir,“ sagði Jóhann Gunnar. „Eins og á Ólympíuleikunum [2008] var bara markmiðið að spila um verðlaun og svo var úrslitaleikurinn aldrei leikur. Við komumst líka í undanúrslit á EM 2002 en þá var það aldrei spennandi að mæta Svíum í undanúrslitunum og svo töpuðum við leiknum um þriðja sætið sannfærandi,“ sagði Jóhann. „Þegar við náum þriðja sætinu þá náum við þarna einum frábærum leik en töpuðum þá í undanúrslitunum. Það er alltaf hættulegt en nú finnst mér að við séum ekkert að fara hérna inn í undanúrslitin með einhvern hroka eða að við séum of hátt uppi eins og eftir Svíaleikinn,“ sagði Jóhann. Oft erfitt með að ná okkur niður „Við eigum oft erfitt með að ná okkur niður eftir svoleiðis leiki. Nú erum við svona eins og maður segir á svona slæmri íslensku, humble [auðmjúkir] , að vera komnir þarna því örlögin hjálpuðu okkur líka. Það er gaman að sjá hvernig það spilar með okkur, hvort við vinnum vel með það að vera algjörir, underdogs,“ sagði Jóhann. „Hinar þjóðirnar sem eru með okkur í undanúrslitum. Engin af þeim er búin að ná sínum markmiðum með því að koma sér í undanúrslitin,“ sagði Stefán Árni. „Við erum búnir að ná því sem við ætluðum okkur og það þarf ekkert að deila um það. Árangurinn er stórkostlegur,“ sagði Einar. „En ég vil meira,“ skaut Stefán inn í. Vera auðmjúkir „Við viljum allir meira en ég er sammála Jóa. Förum bara humble [auðmjúkir] inn í þetta því við erum bara underdogs það sem eftir er af þessu móti. Við erum bara drulluflottir þar,“ sagði Einar sem sér ekkert íslensku landsliðsstrákana fara eitthvað að slaka á. „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira og vonandi gerist það. Við þurfum líka að vera humble [auðmjúkir]. Við erum búin að tala um það á síðasta móti sérstaklega, þar sem frammistaðan var ítrekað mjög góð en niðurstaðan var ekki góð. Núna er frammistaðan búin að vera mjög fín og niðurstaðan er geggjuð. Þetta er stórkostlegur árangur,“ sagði Einar. Gjörsamlega stórkostlegur árangur „Þó að þetta hafi verið markmiðið, þá var ekki greið leið að þessu. Þó að við höfum talað hérna um að leiðin væri auðveldari þarna megin heldur en hinum megin, og eitthvað svoleiðis, þá verður að hrósa liðinu fyrir þetta, þetta er gjörsamlega stórkostlegur árangur. Svo er bara plús eftir þetta, en bara jú, við tökum verðlaun endilega,“ sagði Einar. Rætt var um markmið íslenska liðsins í Besta sætinu, sem og allt um Slóveníuleikinn og framhaldið en það má hlusta á þáttinn hér að neðan og á hlaðvarpsveitum.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Sjá meira