Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar 29. janúar 2026 15:31 Ég átti þess kost að vinna náið með Róberti Ragnarssyni tvö kjörtímabil í Grindavík. Ég tók meðal annars þátt í að ráða hann sem bæjarstjóra til starfa 2010 og síðar að endurráða hann 2014. Sú reynsla gefur mér sterkan grundvöll til að leggja orð í belg og lýsa þeirri forystu og fagmennsku sem Róbert hefur sýnt í störfum sínum. Frá fyrsta degi sýndi Róbert mikla leiðtogahæfni og einstaka getu til að fá fólk með sér. Hann var skýr í sínum skoðunum, óhræddur við að segja hlutina eins og þeir voru, en jafnframt lausnamiðaður. Ofan á gagnrýna hugsun lagði hann nánast alltaf fram raunhæfar og skynsamar lausnir við þeim áskorunum sem við stóðum frammi fyrir. Róbert er skynsamur, faglegur og markviss í störfum sínum. Hann skilur stjórnsýsluna, ferli ákvarðana og mikilvægi þess að vanda til verka. En hann hefur líka þann eiginleika sem oft gleymist en er gríðarlega mikilvægur – hann er skemmtilegur. Þeir sem starfa í stjórnsýslunni vita að húmor, gleði og mannleg nálgun eru ekki aukaatriði heldur algjörlega ómissandi þættir í góðu samstarfi og árangursríkri forystu. Róbert hefur gegnt starfi bæjarstjóra í tveimur sveitarfélögum og farið þar með gott orðspor. Auk þess hefur hann starfað sem ráðgjafi fyrir langflest sveitarfélög landsins og tekið þátt í margvíslegum verkefnum, þar á meðal sameiningum sveitarfélaga. Það verkefni er meðal þeirra flóknustu sem hægt er að takast á við í opinberri stjórnsýslu, þar sem stjórnmál, fjármál, menning og mannleg samskipti þurfa að ganga upp samtímis. Þar nýtast yfirvegun, reynsla og hæfni Róberts sérstaklega vel. Reynsla hans er mikil, breið og raunveruleg, mótuð af áralangri vinnu með fólki, fyrir fólk og í þágu samfélaga. Róbert hefur verið í Viðreisn frá 2016 þegar flokkurinn bauð fyrst fram krafta sína í þágu þjóðar. Af þessum ástæðum hvet ég Viðreisnarfólk í Reykjavík eindregið til að setja Róbert Ragnarsson í 1. Sæti laugardaginn 31. janúar. Reykjavík á skilið leiðtoga sem sameinar reynslu, fagmennsku, lausnamiðun og mannlega nálgun. Róbert er sá leiðtogi. Höfundur var bæjarfulltrúi í Grindavík 2010-2018. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Ég átti þess kost að vinna náið með Róberti Ragnarssyni tvö kjörtímabil í Grindavík. Ég tók meðal annars þátt í að ráða hann sem bæjarstjóra til starfa 2010 og síðar að endurráða hann 2014. Sú reynsla gefur mér sterkan grundvöll til að leggja orð í belg og lýsa þeirri forystu og fagmennsku sem Róbert hefur sýnt í störfum sínum. Frá fyrsta degi sýndi Róbert mikla leiðtogahæfni og einstaka getu til að fá fólk með sér. Hann var skýr í sínum skoðunum, óhræddur við að segja hlutina eins og þeir voru, en jafnframt lausnamiðaður. Ofan á gagnrýna hugsun lagði hann nánast alltaf fram raunhæfar og skynsamar lausnir við þeim áskorunum sem við stóðum frammi fyrir. Róbert er skynsamur, faglegur og markviss í störfum sínum. Hann skilur stjórnsýsluna, ferli ákvarðana og mikilvægi þess að vanda til verka. En hann hefur líka þann eiginleika sem oft gleymist en er gríðarlega mikilvægur – hann er skemmtilegur. Þeir sem starfa í stjórnsýslunni vita að húmor, gleði og mannleg nálgun eru ekki aukaatriði heldur algjörlega ómissandi þættir í góðu samstarfi og árangursríkri forystu. Róbert hefur gegnt starfi bæjarstjóra í tveimur sveitarfélögum og farið þar með gott orðspor. Auk þess hefur hann starfað sem ráðgjafi fyrir langflest sveitarfélög landsins og tekið þátt í margvíslegum verkefnum, þar á meðal sameiningum sveitarfélaga. Það verkefni er meðal þeirra flóknustu sem hægt er að takast á við í opinberri stjórnsýslu, þar sem stjórnmál, fjármál, menning og mannleg samskipti þurfa að ganga upp samtímis. Þar nýtast yfirvegun, reynsla og hæfni Róberts sérstaklega vel. Reynsla hans er mikil, breið og raunveruleg, mótuð af áralangri vinnu með fólki, fyrir fólk og í þágu samfélaga. Róbert hefur verið í Viðreisn frá 2016 þegar flokkurinn bauð fyrst fram krafta sína í þágu þjóðar. Af þessum ástæðum hvet ég Viðreisnarfólk í Reykjavík eindregið til að setja Róbert Ragnarsson í 1. Sæti laugardaginn 31. janúar. Reykjavík á skilið leiðtoga sem sameinar reynslu, fagmennsku, lausnamiðun og mannlega nálgun. Róbert er sá leiðtogi. Höfundur var bæjarfulltrúi í Grindavík 2010-2018.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun