Handbolti

Ís­lenskur sigur á morgun gull­tryggir sæti í undanúr­slitum

Aron Guðmundsson skrifar
Frá leik Íslands og Svíþjóðar á EM í handbolta
Frá leik Íslands og Svíþjóðar á EM í handbolta Vísir/Vilhelm

Með sigri gegn Slóveníu á morgun gulltryggja Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta sér sæti í undanúrslitum EM. Þetta varð ljóst efir jafntefli Svía gegn Ungverjalandi í kvöld. Lokatölur 32-32.

Með sigri gegn Slóveníu á morgun gulltryggja Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta sér sæti í undanúrslitum EM. Þetta varð ljóst efir jafntefli Svía gegn Ungverjalandi í kvöld. Lokatölur 32-32.

Úrslitin gera það að verkum að með sigri á morgun gegn Slóveníu geta Svíar aldrei komist yfir Íslendinga í milliriðlinum á stigafjölda. Þá eru Íslendingar með innbyrðisviðureignina sér í hag, fari svo að liðin verði jöfn að stigum, sökum átta marka sigurs á Svíþjóð fyrr í milliriðlinum.

Svo gæti líka farið að jafntefli nægi en í því tilfelli mættu Svíar ekki vinna Sviss.

Stóri punkturinn í þessu öllu saman er að örlögin eru nú aftur komin eingöngu í hendur Strákanna okkar fyrir lokaleik liðsins í milliriðlum á EM á morgun. Sigur og við förum í undanúrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×