Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Aron Guðmundsson skrifar 27. janúar 2026 18:41 Mario Sostaric og félagar í króatíska landsliðinu eru ekki með örlögin í eigin höndum. EPA/Andreas Hillergren Sigur Króata gerir það að verkum að hafi liðið betur gegn Ungverjalandi á morgun er sæti í undanúrslitum í höfn. Bíða þarf eftir úrslitum úr leik Svíþjóðar og Ungverjalands seinna í kvöld til þess að segja til um það hver staða Íslands nákvæmlega er í riðlinum eftir jafntefli dagsins gegn Sviss. Þar vilja Íslendingar sjá ungverskan sigur. Það eru enn þrír leikir eftir sem gætu gefið Íslandi tækifæri til þess að koma sér inn í undanúrslitin með sigri gegn Slóvenum á morgun. Annað hvort þarf Króatía að tapa gegn Ungverjalandi á morgun eða Svíþjóð að tapa stigum í öðrum hvorum leikja sinna, gegn Ungverjum í kvöld eða Sviss á morgun til þess að íslenskur sigur á morgun geti komið Strákunum okkar í undanúrslit. EM karla í handbolta 2026
Sigur Króata gerir það að verkum að hafi liðið betur gegn Ungverjalandi á morgun er sæti í undanúrslitum í höfn. Bíða þarf eftir úrslitum úr leik Svíþjóðar og Ungverjalands seinna í kvöld til þess að segja til um það hver staða Íslands nákvæmlega er í riðlinum eftir jafntefli dagsins gegn Sviss. Þar vilja Íslendingar sjá ungverskan sigur. Það eru enn þrír leikir eftir sem gætu gefið Íslandi tækifæri til þess að koma sér inn í undanúrslitin með sigri gegn Slóvenum á morgun. Annað hvort þarf Króatía að tapa gegn Ungverjalandi á morgun eða Svíþjóð að tapa stigum í öðrum hvorum leikja sinna, gegn Ungverjum í kvöld eða Sviss á morgun til þess að íslenskur sigur á morgun geti komið Strákunum okkar í undanúrslit.