Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Ísak Orri Leifsson skrifar 27. janúar 2026 22:00 Nýliðar KR hafa óvænt verið í baráttunni um efsta sæti deildarinnar í vetur. vísir/Anton KR hafði betur gegn Grindavík í einvígi þessara liða sem berjast við topp Bónus deildar kvenna í körfubolta. Lokatölur fimm stiga sigur KR, 79-74 Það var góð orka í bæði Grindavík og KR fyrir leik, Grindavík sátu í toppsætinu með 11 sigra og fjögur töp á meðan KR stelpur voru í fjórða sæti, að deila þriðja sætinu með nágrönnum þeirra á Hlíðarenda, Val. Grindavík byrjaði leikinn af krafti og áttu fyrstu þrjú stigin. Heimakonur voru fljótar að ná tökum á leiknum og þegar mestu munaði var staðan orðin 23-12. KR virtist ekki finna svör við sóknarleik Grindavíkur og gestirnir áttu í töluverðum vandræðum í fyrsta leikhlutanum. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 30-17 fyrir Grindavík, þar sem Abby Claire Beeman var stigahæst með 10 stig fyrir heimakonur. Annar leikhluti fór rólega af stað og fyrstu stig hans komu ekki fyrr en eftir rúmar tvær mínútur. Smám saman fóru KR stelpur þó að finna taktinn og sýndu allt annan anda en í upphafi leiks. Gestirnir minnkuðu muninn jafnt og þétt og náðu honum niður í aðeins þrjú stig, 37-34 fyrir hálfleik með flautu skoti frá Molly Kaiser sem var stigahæst í KR liðinu með 14 stig í öðrum leikhluta. KR konur héldu áfram þar sem frá var horfið og komust yfir 44-43 eftir aðeins tvær mínútur í þriðja leikhluta. Gestirnir náðu svo fimm stiga forystu, 51-46, eftir fjórar mínútur í öðrum leikhluta. Leikurinn var þá orðinn afar opinn og skemmtilegur, með nóg af þristum og flottum tilþrifum beggja liða. Grindavík tókst þó að snúa leiknum sér í hag undir lok leikhlutans og fóru með fjögurra stiga forystu inn í þann síðasta, 64-60. Abby Claire Beeman skoraði átta stig í leikhlutanum fyrir heimakonur. Grindvíkingar skoruðu fyrstu stig fjórða leikhlutans, en KR svaraði með mikilli keyrslu. Þrátt fyrir að Grindavík næði að jafna leikinn á lokasprettinum sýndu KR stelpur mikinn karakter og héldu haus í æsispennandi lokakafla. Gestirnir kláruðu svo leikinn af öryggi og fögnuðu 79-74 sigri og taka öll stig kvöldsins með sér í Vesturbæinn. Atvik leiksins: Flautukarfan hjá Ólöfu Rún í fyrsta leikhluta, virðist vera að detta, snýr sér og skýtur, skemmtileg tilþrif! Molly Kaiser einnig með flautuþrist nema mun lengra frá fyrir hálfleik, virkilega vel skotið! Stjörnur og skúrkar: Molly Kaiser fær ein og sér stjörnutitil kvöldsins, 30 stig hjá henni í kvöld, rosaleg frammistaða! Skúrka titilinn hreppir varnarleikur Grindavíkur í seinni hluta leiksins, það var eitt af aðalástæðum endurkomunnar hjá gestunum. Dómararnir: Þeir Kristinn Óskarsson, Ingi Björn og Guðmundur Ragnar dæmdu virkilega faglega í kvöld og feta þeir farið sáttir heim eftir leik dagsins. Stemning og umgjörð: Grindavík er alltaf Grindavík í Grindavík, og stemningin svíkur mann seint hér. Ágætlega mætt hjá áhorfendum liðanna sem gerðu sér góða ferð í Grindavík. Umgjörðin var til fyrirmyndar, það er einhver andi í þessari höll sem gerir völlinn svona sérstakan. Starfsfólk og gæsla voru voða almennileg og hjálpsöm við hvaða verkefni sem þau fengu í hendurnar. Viðtöl: Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur: Þorleifur Ólafsson,þjálfari Grindavíkur Fyrstu viðbrögð eftir fimm stiga tap? „Mjög svekktur, bara lélegt, sérstaklega í seinni hálfleik. Varnarlega komust þær of auðveldlega framhjá okkur, það sem við gerðum sóknarlega virkaði en það skiptir ekki máli ef við klikkum varnarlega.“ Þrettán stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, hvað fannst þér breytast í hinum leikhlutunum miðað við þennan? „Taktleysi í sókn og „ströggl“ varnarlega, og okkur vantar tvær byrjunarliðs stelpur, en Emma kemur inn, fyrsti leikur til baka, við erum ekki fullmannaðar, það er ýmislegt í þessu. En burt séð frá því fannst mér við geta gert betur, ég tek á mig sóknarlega hvað við vorum ekki að láta boltann ganga nógu vel, við erum ekki búin að fara mikið yfir það. Það er fínt að vera lenda í þessu núna frekar en seinna á tímabilinu, mikið sem hægt er að bæta.“ Hvernig verður undirbúningurinn fyrir næstu leiki? „Bikarhelgi framundan, við eigum Tindastól í bikarnum, þannig að það er mikill undirbúningur framundan á strúktúr og við þurfum bara að gíra okkur í það.“ Daníel Andri, þjálfari KR: Daníel Andri, þjálfari KR Vísir/Anton Brink Þegar aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik: „Bara fín sko, þetta var mjög brothætt lið Grindavíkur, þeim vantaði landsliðs „senter“ og örugglega bara einn besta Evrópubúa deildarinnar í liðið þeirra. En það er fínt að fá þennan leik til þess að ná sjálfstraustinu upp fyrir restina af þessu tímabili.“ 13 stigum undir í fyrsta leikhluta, hvað breyttist í leik ykkar til að þetta væri niðurstaðan? „Það eru bara örfáir leikir á þessu tímabili þar sem við erum ekki undir eftir fyrsta leikhluta, við erum bara mjög hægar í gang og þurfum að finna út úr því hvað það er, en þær (Grindavík) byrjuðu sterkt. Við fórum í allt annað leikplan rétt fyrir leik þegar við sáum að þeim vantaði leikmenn en alveg klárlega engin afsökun til að mæta svona til leiks.“ Hvað ætlar þú að taka úr þessum leik inn í næstu leiki? „Orkan, hún var flott í seinni. Vonandi heldur kaninn (Molly Kaiser) áfram að spila sinn leik, hún hefur verið frekar ólík sjálfri sér eftir jól vegna smávegis ökklameiðsla, en hún er farin að líkjast sjálfri sér með 30 stig í dag.“ Bónus-deild kvenna UMF Grindavík KR
KR hafði betur gegn Grindavík í einvígi þessara liða sem berjast við topp Bónus deildar kvenna í körfubolta. Lokatölur fimm stiga sigur KR, 79-74 Það var góð orka í bæði Grindavík og KR fyrir leik, Grindavík sátu í toppsætinu með 11 sigra og fjögur töp á meðan KR stelpur voru í fjórða sæti, að deila þriðja sætinu með nágrönnum þeirra á Hlíðarenda, Val. Grindavík byrjaði leikinn af krafti og áttu fyrstu þrjú stigin. Heimakonur voru fljótar að ná tökum á leiknum og þegar mestu munaði var staðan orðin 23-12. KR virtist ekki finna svör við sóknarleik Grindavíkur og gestirnir áttu í töluverðum vandræðum í fyrsta leikhlutanum. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 30-17 fyrir Grindavík, þar sem Abby Claire Beeman var stigahæst með 10 stig fyrir heimakonur. Annar leikhluti fór rólega af stað og fyrstu stig hans komu ekki fyrr en eftir rúmar tvær mínútur. Smám saman fóru KR stelpur þó að finna taktinn og sýndu allt annan anda en í upphafi leiks. Gestirnir minnkuðu muninn jafnt og þétt og náðu honum niður í aðeins þrjú stig, 37-34 fyrir hálfleik með flautu skoti frá Molly Kaiser sem var stigahæst í KR liðinu með 14 stig í öðrum leikhluta. KR konur héldu áfram þar sem frá var horfið og komust yfir 44-43 eftir aðeins tvær mínútur í þriðja leikhluta. Gestirnir náðu svo fimm stiga forystu, 51-46, eftir fjórar mínútur í öðrum leikhluta. Leikurinn var þá orðinn afar opinn og skemmtilegur, með nóg af þristum og flottum tilþrifum beggja liða. Grindavík tókst þó að snúa leiknum sér í hag undir lok leikhlutans og fóru með fjögurra stiga forystu inn í þann síðasta, 64-60. Abby Claire Beeman skoraði átta stig í leikhlutanum fyrir heimakonur. Grindvíkingar skoruðu fyrstu stig fjórða leikhlutans, en KR svaraði með mikilli keyrslu. Þrátt fyrir að Grindavík næði að jafna leikinn á lokasprettinum sýndu KR stelpur mikinn karakter og héldu haus í æsispennandi lokakafla. Gestirnir kláruðu svo leikinn af öryggi og fögnuðu 79-74 sigri og taka öll stig kvöldsins með sér í Vesturbæinn. Atvik leiksins: Flautukarfan hjá Ólöfu Rún í fyrsta leikhluta, virðist vera að detta, snýr sér og skýtur, skemmtileg tilþrif! Molly Kaiser einnig með flautuþrist nema mun lengra frá fyrir hálfleik, virkilega vel skotið! Stjörnur og skúrkar: Molly Kaiser fær ein og sér stjörnutitil kvöldsins, 30 stig hjá henni í kvöld, rosaleg frammistaða! Skúrka titilinn hreppir varnarleikur Grindavíkur í seinni hluta leiksins, það var eitt af aðalástæðum endurkomunnar hjá gestunum. Dómararnir: Þeir Kristinn Óskarsson, Ingi Björn og Guðmundur Ragnar dæmdu virkilega faglega í kvöld og feta þeir farið sáttir heim eftir leik dagsins. Stemning og umgjörð: Grindavík er alltaf Grindavík í Grindavík, og stemningin svíkur mann seint hér. Ágætlega mætt hjá áhorfendum liðanna sem gerðu sér góða ferð í Grindavík. Umgjörðin var til fyrirmyndar, það er einhver andi í þessari höll sem gerir völlinn svona sérstakan. Starfsfólk og gæsla voru voða almennileg og hjálpsöm við hvaða verkefni sem þau fengu í hendurnar. Viðtöl: Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur: Þorleifur Ólafsson,þjálfari Grindavíkur Fyrstu viðbrögð eftir fimm stiga tap? „Mjög svekktur, bara lélegt, sérstaklega í seinni hálfleik. Varnarlega komust þær of auðveldlega framhjá okkur, það sem við gerðum sóknarlega virkaði en það skiptir ekki máli ef við klikkum varnarlega.“ Þrettán stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, hvað fannst þér breytast í hinum leikhlutunum miðað við þennan? „Taktleysi í sókn og „ströggl“ varnarlega, og okkur vantar tvær byrjunarliðs stelpur, en Emma kemur inn, fyrsti leikur til baka, við erum ekki fullmannaðar, það er ýmislegt í þessu. En burt séð frá því fannst mér við geta gert betur, ég tek á mig sóknarlega hvað við vorum ekki að láta boltann ganga nógu vel, við erum ekki búin að fara mikið yfir það. Það er fínt að vera lenda í þessu núna frekar en seinna á tímabilinu, mikið sem hægt er að bæta.“ Hvernig verður undirbúningurinn fyrir næstu leiki? „Bikarhelgi framundan, við eigum Tindastól í bikarnum, þannig að það er mikill undirbúningur framundan á strúktúr og við þurfum bara að gíra okkur í það.“ Daníel Andri, þjálfari KR: Daníel Andri, þjálfari KR Vísir/Anton Brink Þegar aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik: „Bara fín sko, þetta var mjög brothætt lið Grindavíkur, þeim vantaði landsliðs „senter“ og örugglega bara einn besta Evrópubúa deildarinnar í liðið þeirra. En það er fínt að fá þennan leik til þess að ná sjálfstraustinu upp fyrir restina af þessu tímabili.“ 13 stigum undir í fyrsta leikhluta, hvað breyttist í leik ykkar til að þetta væri niðurstaðan? „Það eru bara örfáir leikir á þessu tímabili þar sem við erum ekki undir eftir fyrsta leikhluta, við erum bara mjög hægar í gang og þurfum að finna út úr því hvað það er, en þær (Grindavík) byrjuðu sterkt. Við fórum í allt annað leikplan rétt fyrir leik þegar við sáum að þeim vantaði leikmenn en alveg klárlega engin afsökun til að mæta svona til leiks.“ Hvað ætlar þú að taka úr þessum leik inn í næstu leiki? „Orkan, hún var flott í seinni. Vonandi heldur kaninn (Molly Kaiser) áfram að spila sinn leik, hún hefur verið frekar ólík sjálfri sér eftir jól vegna smávegis ökklameiðsla, en hún er farin að líkjast sjálfri sér með 30 stig í dag.“