Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2026 10:31 Felix Claar reynir að stöðva Janus Daða Smárason í leiknum í gær. EPA/Johan Nilsson Felix Claar er ein helsta stjarna sænska landsliðsins í handbolta en hann náði bara að skora eitt mark gegn Íslandi í gær og var sjálfsgagnrýninn eftir átta marka tapið. „Ég er ótrúlega svekktur út í sjálfan mig,“ sagði Claar við Expressen, einn helsta íþróttamiðil Svíþjóðar, en hann mátti sín lítils gegn magnaðri vörn íslenska liðsins í gær. Claar spilar í Magdeburg og þekkir því vel til sumra af lykilmönnum íslenska liðsins. En á meðan að Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon skiluðu sínu fyrir Ísland þá náði Claar aldrei að sýna sitt rétta andlit, þrátt fyrir að í íslensku vörnina vantaði enn einn liðsfélaga hans úr Madgeburg, Elvar Örn Jónsson. „Ótrúlega vonsvikinn með sjálfan mig“ „Ég er ótrúlega vonsvikinn með sjálfan mig. Ég var engan veginn að standa mig í dag… ég get ekki svarað því hvers vegna. Ég næ engri ferð og það er ekkert flæði í þessu hjá mér í dag. Þannig að ég er virkilega vonsvikinn með að geta ekki hjálpað liðinu meira en ég gerði,“ sagði Claar sem skoraði aðeins eitt mark í leiknum. „Ég kem inn [að vörninni] á lítilli ferð. Af hverju ég geri það? Ég hef ekki hugmynd. Ég var ekki með neitt flæði og ég komst aldrei framhjá þeim,“ sagði Claar sem hafði byrjað leikinn ansi illa því hann fékk strax tveggja mínútna brottvísun og fékk einnig á sig högg. „Smá óheppni þar á móti Gísla tvisvar. En það er allt í lagi samt… ég náði ekki andanum í annað skiptið, svo var það nefið. En það er allt í lagi,“ sagði Claar. Gísli Þorgeir Kristjánsson fór illa með liðsfélaga sinn hjá Magdeburg, Felix Claar, í gær. Hér reynir sá sænski að stöðva Gísla sem var hins vegar óstöðvandi.VÍSIR/VILHELM Svíar vissu þó fyrir leikinn að vegna sigranna öruggu gegn Króatíu og Slóveníu þá mætti liðið við því að tapa leiknum. Þeir eru enn með örlögin í sínum höndum varðandi það að komast í undanúrslit og geta tryggt sér sæti þar með því að vinna Ungverjaland á morgun og Sviss á miðvikudaginn. Ekki er þó víst að það dugi til að ná efsta sætinu af Íslandi. „Mér leið alls ekki svona fyrir leikinn. Ég var sjálfur á hárréttu spennustigi. Ég hafði mjög góða tilfinningu fyrir því að ef við myndum vinna þennan leik myndum við koma okkur í ótrúlega góða stöðu. En núna erum við undir meiri pressu í síðustu tveimur leikjunum,“ sagði Claar. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Fleiri fréttir „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Sjá meira
„Ég er ótrúlega svekktur út í sjálfan mig,“ sagði Claar við Expressen, einn helsta íþróttamiðil Svíþjóðar, en hann mátti sín lítils gegn magnaðri vörn íslenska liðsins í gær. Claar spilar í Magdeburg og þekkir því vel til sumra af lykilmönnum íslenska liðsins. En á meðan að Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon skiluðu sínu fyrir Ísland þá náði Claar aldrei að sýna sitt rétta andlit, þrátt fyrir að í íslensku vörnina vantaði enn einn liðsfélaga hans úr Madgeburg, Elvar Örn Jónsson. „Ótrúlega vonsvikinn með sjálfan mig“ „Ég er ótrúlega vonsvikinn með sjálfan mig. Ég var engan veginn að standa mig í dag… ég get ekki svarað því hvers vegna. Ég næ engri ferð og það er ekkert flæði í þessu hjá mér í dag. Þannig að ég er virkilega vonsvikinn með að geta ekki hjálpað liðinu meira en ég gerði,“ sagði Claar sem skoraði aðeins eitt mark í leiknum. „Ég kem inn [að vörninni] á lítilli ferð. Af hverju ég geri það? Ég hef ekki hugmynd. Ég var ekki með neitt flæði og ég komst aldrei framhjá þeim,“ sagði Claar sem hafði byrjað leikinn ansi illa því hann fékk strax tveggja mínútna brottvísun og fékk einnig á sig högg. „Smá óheppni þar á móti Gísla tvisvar. En það er allt í lagi samt… ég náði ekki andanum í annað skiptið, svo var það nefið. En það er allt í lagi,“ sagði Claar. Gísli Þorgeir Kristjánsson fór illa með liðsfélaga sinn hjá Magdeburg, Felix Claar, í gær. Hér reynir sá sænski að stöðva Gísla sem var hins vegar óstöðvandi.VÍSIR/VILHELM Svíar vissu þó fyrir leikinn að vegna sigranna öruggu gegn Króatíu og Slóveníu þá mætti liðið við því að tapa leiknum. Þeir eru enn með örlögin í sínum höndum varðandi það að komast í undanúrslit og geta tryggt sér sæti þar með því að vinna Ungverjaland á morgun og Sviss á miðvikudaginn. Ekki er þó víst að það dugi til að ná efsta sætinu af Íslandi. „Mér leið alls ekki svona fyrir leikinn. Ég var sjálfur á hárréttu spennustigi. Ég hafði mjög góða tilfinningu fyrir því að ef við myndum vinna þennan leik myndum við koma okkur í ótrúlega góða stöðu. En núna erum við undir meiri pressu í síðustu tveimur leikjunum,“ sagði Claar.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Fleiri fréttir „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Sjá meira