Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar 18. janúar 2026 10:30 Í umræðu um nýtt frumvarp um lagareldi hefur atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, ítrekað lagt áherslu á að ekki standi til að veita ótímabundin leyfi eða festa nýtingu sameiginlegra auðlinda í sessi til framtíðar. Sú afstaða hefur einnig verið skýr í stefnu Viðreisnar og í stjórnarsáttmálanum. Drög að því frumvarpi sem atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt brjóta hins vegar gegn grundvallarhugmynd Viðreisnar um tímabundin réttindi yfir þjóðareign – ekki í orði, heldur í verki. Þetta gengur jafnframt gegn yfirlýstri stefnu flokksins um að allar stórar ákvarðanir skuli teknar með vernd lífríkis að leiðarljósi og að aðgangur að náttúruauðlindum þjóðarinnar skuli ætíð vera tímabundinn. Kvótakerfi í sjókvíaeldi sett á laggirnar Í frumvarpinu er tekið upp fyrirkomulag sem kallast laxahlutur. Til að mega ala frjóan lax þarf rekstraraðili að hafa skráðan laxahlut. Sá réttur er framseljanlegur, leigjanlegur, veðsetjanlegur, hann er skráður opinberlega og bundinn við takmarkaða auðlind: íslenska firði. Þetta er sjálfstæður réttur með fjárhagslegt gildi en þar liggur tengingin við umræðuna um ótímabundin leyfi. Þótt rekstrarleyfi sjálft sé formlega tímabundið, þá lifir laxahluturinn áfram sem sjálfstæð réttareining. Lengi getur vont versnað Í dag byggir fiskeldi á sjó formlega á rekstrar- og starfsleyfum. Þau eru tímabundin á pappír og bundin skilyrðum. Í framkvæmd hefur hins vegar sjaldan verið gripið til afturköllunar leyfa, jafnvel þegar miklar og ríkar ástæður hafa verið til. Meðal annars af þeim sökum hefur lagaumhverfi þessa stóriðnaðar ekki þótt ganga upp sem skyldi og því þörf á nýrri lagasetningu sem ætti að vernda íslenska náttúru og lífríki. Drög atvinnuvegaráðherra eru hins vegar afturför frá núverandi lagaumhverfi. Með frumvarpinu er búin til sérstök réttareining – laxahlutur – sem er ekki bundin við rekstrarleyfið sjálft. Þótt rekstrarleyfi falli brott getur laxahluturinn haldist áfram, verið veðsettur, gengið kaupum og sölum og þannig fest nýtingarréttinn í sessi til frambúðar. Þurfum við nýtt kvótakerfi? Íslendingar þekkja þessa uppbyggingu. Þetta eru sömu megineinkenni og kvótakerfið í sjávarútvegi: skráður, framseljanlegur réttur yfir sameiginlegri auðlind, sem með tímanum festist í sessi, safnast á færri hendur og verður sífellt erfiðari viðfangs í pólitískri umræðu. Þótt kvótanum hafi ekki verið ætlað að mynda eignarrétt varð niðurstaðan önnur í framkvæmd. Umfang sjókvíaeldis og vernd náttúrunnar eru betur tryggð með tímabundnum rekstrarleyfum, skýrum skilyrðum og raunverulegri heimild til afturköllunar. Kvótakerfi er hvorki nauðsynlegt né eðlilegt stjórntæki í þessu samhengi. Þvert á móti hefur það alvarlegar afleiðingar: með því að gera nýtingarrétt framseljanlegan og veðsetjanlegan er verið að læsa sjókvíaeldi inni til framtíðar. Þegar slíkur réttur hefur fjárhagslegt gildi og gengur kaupum og sölum skapast skuldbindingar og bótaskylda. Þá verður sífellt erfiðara fyrir stjórnvöld að draga úr eða stöðva starfsemina síðar – jafnvel þótt umhverfissjónarmið krefjist þess. Laxahluturinn breytir tímabundnu leyfiskerfi í varanlegt réttindakerfi, hvort sem rekstrarleyfi séu tímabundin eða ótímabundin. Hann færir áhættuna frá fyrirtækjunum yfir á ríkið og skattgreiðendur. Ef vilji stjórnvalda er raunverulega að forðast ótímabundin leyfi og halda fullu pólitísku svigrúmi til að draga úr eða stöðva sjókvíaeldi í framtíðinni er leiðin alveg örugglega ekki sú að gefa íslenska firði til norskra kauphallarfyrirtækja til frambúðar einsog núverandi frumvarpsdrög mæla fyrir um. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmaður IWF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Alþingi Sjókvíaeldi Mest lesið Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Handboltaangistin Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í umræðu um nýtt frumvarp um lagareldi hefur atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, ítrekað lagt áherslu á að ekki standi til að veita ótímabundin leyfi eða festa nýtingu sameiginlegra auðlinda í sessi til framtíðar. Sú afstaða hefur einnig verið skýr í stefnu Viðreisnar og í stjórnarsáttmálanum. Drög að því frumvarpi sem atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt brjóta hins vegar gegn grundvallarhugmynd Viðreisnar um tímabundin réttindi yfir þjóðareign – ekki í orði, heldur í verki. Þetta gengur jafnframt gegn yfirlýstri stefnu flokksins um að allar stórar ákvarðanir skuli teknar með vernd lífríkis að leiðarljósi og að aðgangur að náttúruauðlindum þjóðarinnar skuli ætíð vera tímabundinn. Kvótakerfi í sjókvíaeldi sett á laggirnar Í frumvarpinu er tekið upp fyrirkomulag sem kallast laxahlutur. Til að mega ala frjóan lax þarf rekstraraðili að hafa skráðan laxahlut. Sá réttur er framseljanlegur, leigjanlegur, veðsetjanlegur, hann er skráður opinberlega og bundinn við takmarkaða auðlind: íslenska firði. Þetta er sjálfstæður réttur með fjárhagslegt gildi en þar liggur tengingin við umræðuna um ótímabundin leyfi. Þótt rekstrarleyfi sjálft sé formlega tímabundið, þá lifir laxahluturinn áfram sem sjálfstæð réttareining. Lengi getur vont versnað Í dag byggir fiskeldi á sjó formlega á rekstrar- og starfsleyfum. Þau eru tímabundin á pappír og bundin skilyrðum. Í framkvæmd hefur hins vegar sjaldan verið gripið til afturköllunar leyfa, jafnvel þegar miklar og ríkar ástæður hafa verið til. Meðal annars af þeim sökum hefur lagaumhverfi þessa stóriðnaðar ekki þótt ganga upp sem skyldi og því þörf á nýrri lagasetningu sem ætti að vernda íslenska náttúru og lífríki. Drög atvinnuvegaráðherra eru hins vegar afturför frá núverandi lagaumhverfi. Með frumvarpinu er búin til sérstök réttareining – laxahlutur – sem er ekki bundin við rekstrarleyfið sjálft. Þótt rekstrarleyfi falli brott getur laxahluturinn haldist áfram, verið veðsettur, gengið kaupum og sölum og þannig fest nýtingarréttinn í sessi til frambúðar. Þurfum við nýtt kvótakerfi? Íslendingar þekkja þessa uppbyggingu. Þetta eru sömu megineinkenni og kvótakerfið í sjávarútvegi: skráður, framseljanlegur réttur yfir sameiginlegri auðlind, sem með tímanum festist í sessi, safnast á færri hendur og verður sífellt erfiðari viðfangs í pólitískri umræðu. Þótt kvótanum hafi ekki verið ætlað að mynda eignarrétt varð niðurstaðan önnur í framkvæmd. Umfang sjókvíaeldis og vernd náttúrunnar eru betur tryggð með tímabundnum rekstrarleyfum, skýrum skilyrðum og raunverulegri heimild til afturköllunar. Kvótakerfi er hvorki nauðsynlegt né eðlilegt stjórntæki í þessu samhengi. Þvert á móti hefur það alvarlegar afleiðingar: með því að gera nýtingarrétt framseljanlegan og veðsetjanlegan er verið að læsa sjókvíaeldi inni til framtíðar. Þegar slíkur réttur hefur fjárhagslegt gildi og gengur kaupum og sölum skapast skuldbindingar og bótaskylda. Þá verður sífellt erfiðara fyrir stjórnvöld að draga úr eða stöðva starfsemina síðar – jafnvel þótt umhverfissjónarmið krefjist þess. Laxahluturinn breytir tímabundnu leyfiskerfi í varanlegt réttindakerfi, hvort sem rekstrarleyfi séu tímabundin eða ótímabundin. Hann færir áhættuna frá fyrirtækjunum yfir á ríkið og skattgreiðendur. Ef vilji stjórnvalda er raunverulega að forðast ótímabundin leyfi og halda fullu pólitísku svigrúmi til að draga úr eða stöðva sjókvíaeldi í framtíðinni er leiðin alveg örugglega ekki sú að gefa íslenska firði til norskra kauphallarfyrirtækja til frambúðar einsog núverandi frumvarpsdrög mæla fyrir um. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmaður IWF.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar