Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2026 07:02 Minningar Dags Sigurðssonar um Ólympíuleikana í Aþenu markast af mikilli óvissu vegna lyfjaprófa. Getty/Soeren Stache Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson ræddi í fyrsta sinn opinberlega um það þegar hann að ósekju féll á lyfjaprófi sem tekið var fyrir Ólympíuleikana í Aþenu 2004. Hann átti erfiða mánuði í Austurríki á meðan hann beið eftir botni í málið. Dagur ræddi um þetta í ítarlegu viðtali við Gunnlaug Jónsson en fyrsta hluta þess mátti heyra á Rás 2 í gær. Í fréttum af málinu á sínum tíma kom fram að þó að Dagur hefði fallið á lyfjaprófi þá hefði, hálfu ári síðar, fengist sú lokaniðurstaða að óvenju mikið magn af karlhormónum í líkama hans væri af náttúrulegum völdum. Þessari niðurstöðu þurfti Dagur, sem þá var leikmaður í atvinnumennsku í Austurríki og landsliðsmaður, að bíða lengi eftir með tilheyrandi ónotum. Dagur var á þessum tíma 31 árs gamall. Hann var fyrst kallaður í lyfjapróf á æfingu landsliðsins í Breiðholti, í aðdraganda Ólympíuleikanna í Aþenu 2004, og svo óvænt aftur á leikunum sjálfum. Í hvorugt skiptið hafði hann nokkuð gert af sér. „Ekki tók hann Parkódín Forte?“ „Þetta var rosalegt æfingaprógramm [fyrir leikana] og maður var að passa sig að vera með allt á hreinu, borða vel og allt þetta. Þá kemur lyfjaeftirlitið, tekur okkur alla í próf, og svo nokkrum dögum seinna fljúgum við út til Aþenu,“ sagði Dagur í viðtalinu. Við komuna í hitann í Aþenu fann hann fyrir miklum hausverk og bað sjúkraþjálfara landsliðsins um verkjalyf. Það hefði getað dregið dilk á eftir sér. „Hann segir mér að fara í sjúkratöskuna og ég þruma í mig einni Parkódín Forte eða einhverju slíku. Morguninn eftir spyr sjúkraþjálfarinn svo hvort það sé ekki bara í lagi með mig og ég segi „jú, jú“. Þá spyr læknirinn hvort það sé eitthvað að Degi og fær að vita að ég hafi fengið eitthvað úr töskunni. „Ekki tók hann Parkódín Forte? Hann má það ekki. Það er á bannlistanum.““ „Guð minn góður strákar, hvað er að gerast?“ Læknirinn hafði viljað hafa verkjalyfið til taks fyrir starfsfólk, þó að leikmenn mættu ekki snerta það, en nú var komið babb í bátinn fyrir Dag sem þar með óttaðist að geta fallið á lyfjaprófi á leikunum. Á þessum tíma var enn ekki komin nein niðurstaða úr lyfjaprófinu sem hann var kallaður í á Íslandi. Dagur hóf sinn afar farsæla þjálfaraferil í Austurríki, hjá félaginu Bregenz sem hann starfaði fyrir þegar hann féll á lyfjaprófinu 2004.EPA/BARBARA GINDL „Ég fékk náttúrulega svakalega í magann. Svo spiluðum við fyrsta leikinn og það var dregið úr hatti hver ætti að fara í lyfjapróf og það var númer sex, Dagur Sigurðsson. Ég sagði bara: „Guð minn góður strákar, hvað er að gerast?“ Ég sá bara fyrir mér blaðaviðtalið og mig hjá Gísla Marteini að reyna að útskýra þetta eitthvað,“ sagði Dagur sem fór svo með lækni landsliðsins í lyfjaprófið. Hann lék svo leik númer tvö á leikunum, enda skammt á milli leikja í handboltanum, og þá var enn engin niðurstaða komin úr prófinu eftir fyrsta leik. „Svo kemur læknirinn til mín og segir að ekkert sé komið út úr þessu og það þýði að ekkert hafi gerst. Mér var mjög létt, búinn að vera með magasár þarna fyrstu tvo leikina,“ sagði Dagur og hélt að þar með væru allar áhyggjur af lyfjaprófum úr sögunni. Því fór þó fjarri. Pissaði fyrir Svisslendinga í hálft ár „Svo kem ég til Bregenz í Austurríki eftir leikana, þar sem ég var að spila, og fékk símtal frá lyfjanefnd Íslands. Þar var mér tilkynnt að ég hefði fallið á lyfjaprófinu í Breiðholtinu. Ég sagði að það væri nú skrýtið því ég hefði farið í lyfjapróf líka í Aþenu og það hefði ekkert verið þar. Ég hefði passað mig mjög vel og þetta gæti ekki verið. En þeir sögðu að svona væri nú samt staðan og að ég þyrfti að gefa B-sýni og það yrði fylgst með mér í hálft ár,“ sagði Dagur, og sú varð nákvæmlega raunin. „Eitthvað lyfjaeftirlitsfólk kom þarna til mín frá Sviss, alltaf að óvörum, og ég þarf að pissa fyrir þau í hálft ár. Ég var svo á leiðinni á jólaskemmtun [leikarnir voru í ágúst] þegar ég fékk símtal um að það væri komið úr öllum prófum og að niðurstaðan í Svíþjóð væri sú að ég væri hluti af þessu eina prósenti karlmanna sem væri með flöktandi testósteron,“ sagði Dagur. Fékk að spila því formaðurinn treysti honum „Ég svo sem vissi þetta en það var óþægilegt að hafa þetta hangandi yfir sér í hálft ár, og ég hafði auðvitað þurft að tilkynna liðinu mínu að ég hefði fallið á lyfjaprófi. Ég fór á fund með formanninum og hann var helvíti flottur kall. Hann sagðist bara ætla að spyrja mig einu sinni hvort ég hefði tekið eitthvað. Ég svaraði nei og gat svarið það við börnin mín. Þá var það bara afgreitt og ég fékk að spila eins og ekkert hefði ískorist. En þetta var hálft ár þar sem maður var með magasár út af þessu. Þetta var óþægilegt,“ sagði Dagur. „Þetta útskýrir kannski ýmislegt? Skapsveiflur? Stuttan þráð?“ bætti hann við léttur en viðtalið við hann má heyra hér. Leikmannaferli Dags lauk í Bregenz, árið 2007, en hann hafði verið spilandi þjálfari austurríska liðsins. Hann hefur svo náð mögnuðum árangri sem þjálfari og til að mynda unnið EM-gull og Ólympíubrons með Þýskalandi 2016, silfur og brons á Asíumótinu með Japan, og HM-silfrið með Króatíu fyrir tæpu ári. Dagur er á leið til Malmö þar sem Króatar spila sinn riðil á komandi Evrópumóti, eftir tvö töp gegn lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í æfingaleikjum. Fari svo að Króatía og Ísland komist bæði í milliriðlakeppnina munu þau mætast þar, í Malmö. EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Dagur ræddi um þetta í ítarlegu viðtali við Gunnlaug Jónsson en fyrsta hluta þess mátti heyra á Rás 2 í gær. Í fréttum af málinu á sínum tíma kom fram að þó að Dagur hefði fallið á lyfjaprófi þá hefði, hálfu ári síðar, fengist sú lokaniðurstaða að óvenju mikið magn af karlhormónum í líkama hans væri af náttúrulegum völdum. Þessari niðurstöðu þurfti Dagur, sem þá var leikmaður í atvinnumennsku í Austurríki og landsliðsmaður, að bíða lengi eftir með tilheyrandi ónotum. Dagur var á þessum tíma 31 árs gamall. Hann var fyrst kallaður í lyfjapróf á æfingu landsliðsins í Breiðholti, í aðdraganda Ólympíuleikanna í Aþenu 2004, og svo óvænt aftur á leikunum sjálfum. Í hvorugt skiptið hafði hann nokkuð gert af sér. „Ekki tók hann Parkódín Forte?“ „Þetta var rosalegt æfingaprógramm [fyrir leikana] og maður var að passa sig að vera með allt á hreinu, borða vel og allt þetta. Þá kemur lyfjaeftirlitið, tekur okkur alla í próf, og svo nokkrum dögum seinna fljúgum við út til Aþenu,“ sagði Dagur í viðtalinu. Við komuna í hitann í Aþenu fann hann fyrir miklum hausverk og bað sjúkraþjálfara landsliðsins um verkjalyf. Það hefði getað dregið dilk á eftir sér. „Hann segir mér að fara í sjúkratöskuna og ég þruma í mig einni Parkódín Forte eða einhverju slíku. Morguninn eftir spyr sjúkraþjálfarinn svo hvort það sé ekki bara í lagi með mig og ég segi „jú, jú“. Þá spyr læknirinn hvort það sé eitthvað að Degi og fær að vita að ég hafi fengið eitthvað úr töskunni. „Ekki tók hann Parkódín Forte? Hann má það ekki. Það er á bannlistanum.““ „Guð minn góður strákar, hvað er að gerast?“ Læknirinn hafði viljað hafa verkjalyfið til taks fyrir starfsfólk, þó að leikmenn mættu ekki snerta það, en nú var komið babb í bátinn fyrir Dag sem þar með óttaðist að geta fallið á lyfjaprófi á leikunum. Á þessum tíma var enn ekki komin nein niðurstaða úr lyfjaprófinu sem hann var kallaður í á Íslandi. Dagur hóf sinn afar farsæla þjálfaraferil í Austurríki, hjá félaginu Bregenz sem hann starfaði fyrir þegar hann féll á lyfjaprófinu 2004.EPA/BARBARA GINDL „Ég fékk náttúrulega svakalega í magann. Svo spiluðum við fyrsta leikinn og það var dregið úr hatti hver ætti að fara í lyfjapróf og það var númer sex, Dagur Sigurðsson. Ég sagði bara: „Guð minn góður strákar, hvað er að gerast?“ Ég sá bara fyrir mér blaðaviðtalið og mig hjá Gísla Marteini að reyna að útskýra þetta eitthvað,“ sagði Dagur sem fór svo með lækni landsliðsins í lyfjaprófið. Hann lék svo leik númer tvö á leikunum, enda skammt á milli leikja í handboltanum, og þá var enn engin niðurstaða komin úr prófinu eftir fyrsta leik. „Svo kemur læknirinn til mín og segir að ekkert sé komið út úr þessu og það þýði að ekkert hafi gerst. Mér var mjög létt, búinn að vera með magasár þarna fyrstu tvo leikina,“ sagði Dagur og hélt að þar með væru allar áhyggjur af lyfjaprófum úr sögunni. Því fór þó fjarri. Pissaði fyrir Svisslendinga í hálft ár „Svo kem ég til Bregenz í Austurríki eftir leikana, þar sem ég var að spila, og fékk símtal frá lyfjanefnd Íslands. Þar var mér tilkynnt að ég hefði fallið á lyfjaprófinu í Breiðholtinu. Ég sagði að það væri nú skrýtið því ég hefði farið í lyfjapróf líka í Aþenu og það hefði ekkert verið þar. Ég hefði passað mig mjög vel og þetta gæti ekki verið. En þeir sögðu að svona væri nú samt staðan og að ég þyrfti að gefa B-sýni og það yrði fylgst með mér í hálft ár,“ sagði Dagur, og sú varð nákvæmlega raunin. „Eitthvað lyfjaeftirlitsfólk kom þarna til mín frá Sviss, alltaf að óvörum, og ég þarf að pissa fyrir þau í hálft ár. Ég var svo á leiðinni á jólaskemmtun [leikarnir voru í ágúst] þegar ég fékk símtal um að það væri komið úr öllum prófum og að niðurstaðan í Svíþjóð væri sú að ég væri hluti af þessu eina prósenti karlmanna sem væri með flöktandi testósteron,“ sagði Dagur. Fékk að spila því formaðurinn treysti honum „Ég svo sem vissi þetta en það var óþægilegt að hafa þetta hangandi yfir sér í hálft ár, og ég hafði auðvitað þurft að tilkynna liðinu mínu að ég hefði fallið á lyfjaprófi. Ég fór á fund með formanninum og hann var helvíti flottur kall. Hann sagðist bara ætla að spyrja mig einu sinni hvort ég hefði tekið eitthvað. Ég svaraði nei og gat svarið það við börnin mín. Þá var það bara afgreitt og ég fékk að spila eins og ekkert hefði ískorist. En þetta var hálft ár þar sem maður var með magasár út af þessu. Þetta var óþægilegt,“ sagði Dagur. „Þetta útskýrir kannski ýmislegt? Skapsveiflur? Stuttan þráð?“ bætti hann við léttur en viðtalið við hann má heyra hér. Leikmannaferli Dags lauk í Bregenz, árið 2007, en hann hafði verið spilandi þjálfari austurríska liðsins. Hann hefur svo náð mögnuðum árangri sem þjálfari og til að mynda unnið EM-gull og Ólympíubrons með Þýskalandi 2016, silfur og brons á Asíumótinu með Japan, og HM-silfrið með Króatíu fyrir tæpu ári. Dagur er á leið til Malmö þar sem Króatar spila sinn riðil á komandi Evrópumóti, eftir tvö töp gegn lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í æfingaleikjum. Fari svo að Króatía og Ísland komist bæði í milliriðlakeppnina munu þau mætast þar, í Malmö.
EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira