Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. janúar 2026 11:57 Gísli Þorgeir er einn besti handboltamaður heims og lykilleikmaður hjá íslenska landsliðinu. vísir Gísli Þorgeir Kristjánsson ræddi möguleika Íslands á EM í Brennslunni á FM957 í morgun. Gísli Þorgeir átti frábært ár í fyrra, hann var verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeildinni með sigurliði Magdeburg, sem situr ósigrað í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, og varð á meðal þriggja efstu í kjörinu um íþróttamann ársins. Brennslubræðurnir Ríkharð Óskar Guðnason og Egill Plöder ræddu við Gísla á léttu nótunum um árið sem er að baki og stórmótið sem er að hefjast um þarnæstu helgi. Gísli sagði frá meiðslunum sem hrjáðu hann á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar en hann er alveg heill heilsu fyrir komandi stórmót og verður þar í lykilhlutverki líkt og liðsfélagi sinn hjá Magdeburg, Ómar Ingi Magnússon. Væntingar þjóðarinnar eru að venju miklar og því var ekki úr vegi að spyrja Gísla, hvort undanúrslit væru raunsætt markmið eða heimtufrekja? „Sko, ég held að það séu eðlilegar pælingar. Af því að maður hugsar einhvern veginn, já þeir eru í Magdeburg sem er besta félagslið í heimi um þessar mundir. Á það ekki bara að færast beint yfir í landsliðið? Þetta er ekki svo auðvelt“ sagði Gísli. Leikir Íslands á EM 16. janúar: Ísland - Ítalía kl. 17 18. janúar: Ísland - Pólland kl. 17 20. janúar: Ísland - Ungverjaland kl. 19:30 „Þetta er samblanda af svo mörgum þáttum í handbolta og svo er það líka bara þannig að hin liðin eru mjög góð líka. Allir búast við því að við eigum að vinna Ítalíu og Pólland, mögulega Ungverjaland líka en staðan er bara þannig: Ef þú ert ekki hundrað prósent, þá verður þetta vesen“ bætti Gísli við. Hann sagði íslenska landsliðið geta unnið hvaða lið sem er þegar það er á sínum degi, en sagði það líka geta tapað gegn hvaða liði sem er. Pressan sem íslenska þjóðin setur á liðið sé þó af hinu góða. „Ég fíla pressuna, hundrað prósent. Og ef við pælum í síðasta móti þá unnum við alla nema einn leik. Við töpuðum á einhverjum erfiðasta útivelli sem til er, á móti Króatíu í Zagreb. Ég get lofað ykkur því að þetta hefði ekki verið mjög auðvelt, fyrir Dani eða hvern sem er.“ Danir líklegastir til að „outcoacha“ Ísland Danmörk þykir einmitt líklegust til sigurs á EM, eftir að hafa unnið síðustu fjögur HM en mistekist að landa gulli á EM. Undir lok viðtalsins á Brennslunni var Gísli spurður skemmtilegra hraðaspurninga og hann sagði danska þjálfarann Nikolaj Jacobsen líklegastan til að „outcoacha“ Snorra Stein Guðjónsson. „Danir eru helvíti sterkir sko“ sagði Gísli. Viðtalið úr Brennslunni á FM957 má heyra í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Sjá meira
Gísli Þorgeir átti frábært ár í fyrra, hann var verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeildinni með sigurliði Magdeburg, sem situr ósigrað í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, og varð á meðal þriggja efstu í kjörinu um íþróttamann ársins. Brennslubræðurnir Ríkharð Óskar Guðnason og Egill Plöder ræddu við Gísla á léttu nótunum um árið sem er að baki og stórmótið sem er að hefjast um þarnæstu helgi. Gísli sagði frá meiðslunum sem hrjáðu hann á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar en hann er alveg heill heilsu fyrir komandi stórmót og verður þar í lykilhlutverki líkt og liðsfélagi sinn hjá Magdeburg, Ómar Ingi Magnússon. Væntingar þjóðarinnar eru að venju miklar og því var ekki úr vegi að spyrja Gísla, hvort undanúrslit væru raunsætt markmið eða heimtufrekja? „Sko, ég held að það séu eðlilegar pælingar. Af því að maður hugsar einhvern veginn, já þeir eru í Magdeburg sem er besta félagslið í heimi um þessar mundir. Á það ekki bara að færast beint yfir í landsliðið? Þetta er ekki svo auðvelt“ sagði Gísli. Leikir Íslands á EM 16. janúar: Ísland - Ítalía kl. 17 18. janúar: Ísland - Pólland kl. 17 20. janúar: Ísland - Ungverjaland kl. 19:30 „Þetta er samblanda af svo mörgum þáttum í handbolta og svo er það líka bara þannig að hin liðin eru mjög góð líka. Allir búast við því að við eigum að vinna Ítalíu og Pólland, mögulega Ungverjaland líka en staðan er bara þannig: Ef þú ert ekki hundrað prósent, þá verður þetta vesen“ bætti Gísli við. Hann sagði íslenska landsliðið geta unnið hvaða lið sem er þegar það er á sínum degi, en sagði það líka geta tapað gegn hvaða liði sem er. Pressan sem íslenska þjóðin setur á liðið sé þó af hinu góða. „Ég fíla pressuna, hundrað prósent. Og ef við pælum í síðasta móti þá unnum við alla nema einn leik. Við töpuðum á einhverjum erfiðasta útivelli sem til er, á móti Króatíu í Zagreb. Ég get lofað ykkur því að þetta hefði ekki verið mjög auðvelt, fyrir Dani eða hvern sem er.“ Danir líklegastir til að „outcoacha“ Ísland Danmörk þykir einmitt líklegust til sigurs á EM, eftir að hafa unnið síðustu fjögur HM en mistekist að landa gulli á EM. Undir lok viðtalsins á Brennslunni var Gísli spurður skemmtilegra hraðaspurninga og hann sagði danska þjálfarann Nikolaj Jacobsen líklegastan til að „outcoacha“ Snorra Stein Guðjónsson. „Danir eru helvíti sterkir sko“ sagði Gísli. Viðtalið úr Brennslunni á FM957 má heyra í spilaranum að ofan.
Leikir Íslands á EM 16. janúar: Ísland - Ítalía kl. 17 18. janúar: Ísland - Pólland kl. 17 20. janúar: Ísland - Ungverjaland kl. 19:30
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Sjá meira